Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.03.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 19.03.1924, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA mikinn usla. Br§jSa .þeir,.yfir númer sín og nöfn. í íjandéyjtrm er injög fiskilítið. Asnar. íslendingar eru allra þjóða gáf aðastir. petta segja þeir sjálfir, í hvert sinn er þeir stinga niður pfenna. pykir því ekki hlýða ann- að, en að byrja línur þessar á sama grunntón. Saga sú, er hjer fer á eftir, sýn- ir í fáum en skýrum dráttum, hvaða' áfbragðs gáfuþjóð byggir land þetta. í sveit nokkurri hjer á landi bjó einusinni ekkja ein fátæk. Itún hafði fyrir ómögum að sjá. Bú hennar gaf lítið af sjer, minna en svo, að sveitungar hennar fengju skilið hvemig hún með af- rakstri þess gat framfleytt sjer og sínum. petta varð í augum þeirra ennþá tortryggilegra við þaðy að börn hennar litu vel út, voru hraustleg og þrifaleg, og iitu jafnvel betur út en á mörgnm efnaheimilunum. Heimilið var því rannsakað, því talið var sjálf- sagt að þarna ætti eitthvert þjófa- hyski hreiður sitt; en ekkert kom ‘í Ijós annað en það, að björg sú, er á heimilinu fanst, mundi nægja eitthvað fram á þorra. Nú líður og bíður, þorrinn kem- ur og fer og góan sömuleiðis; en heimilið fátæka kemst altaf jafn- vel af, og börnin eru sællegri og fallegri útlits heldur en á sumum efnaheimilunum, þar sem þau bæði fengu kínverskt te, Mocca- kaffi, Toffee-karamellur og ann- an fóðurbæti. pað var því gengið að konunni með hörku og hún neydd til þess að segja hvernig á þessu stæði. pað var á þessa leið: Á hausti hverju valdi konan það bestá og grænasta úr töðnnni sinni, verkaði það vel og vand- léga, því næst sauð hún þetta í kýrnytinni og 61 svo afkvæmi sín á þessu. í öllum öðrum. löndum hefði þetta athæfi konunnar að minsta kosti verið látið afskiftalaust, en nuestar líkur þó fyTÍr því, að til- tæki hennar hefði verið í háveg- ran haft, og alþjóð mundi hafa tekið sjer þetta til fyrirmyndar; en hjer á íslandi, þar sem mesía gáfuþjóð heimsins býr — broddur mannkynsins — þar átti að sjálf- sögðu annað við. — Heimilið var leyst upp, börnun- vm komið fyrir á heimilum, sem efni höfðu á að hafa á borðum útlent haframjöl, þriðja flokks hrísgrjón, púðursykur, útlendar Skepnufóðurrófur, kanel, pipar, kúmen, negulnagla, rúsínur, sveskjur, gráfíkjur, dósamjólk og þar að auki neftóbak, munntóbak. sígarettur og brennivín, og síðast en ekki síst útlend fóðurhreinsun- aráhöld, svo sem skilvindur. —' Að minsta kosti komust þau á J heimili, þar sem þau úrræði1 mundu fyr hafa tekin verið að! svelta, heldur en að leggja sjer til munns innlendar, nærandi jurtir. Á konuna var að sjálfsögðu lit- ið eins og annað flón og algerlega óverðuga þess að vera einstak- lingur gáfuðustn þjóðar heims- ins. Arngrímur Ólafsson. Jafnaðarmaðupinn. Skáldsaga eftir Jón Bjömsson. L...; ÞorbjörU en hann - gerði — þá mundi ef til vill grynnast djúpið á milli þeirra.. Talið barst að stjómmálum og næstu alþingis- kosningum. Ritstjórinn vissi, að það var mesta íkveikjuefnið. En hann fjekk ekki varnaS því, að samtalið bærist í þann farveg. — Nú tapið þið auðvaldsmenn við næstu alþingiskosningar, sagði Þorbjörn meðal annars. — Ræðurðu það af því fylgi, sem jafnaðar- menn höfðu hjer við síðustu kosningar? spurði ritstjórinn með hægð. — Jeg ræð þáð af því, sagði Þorbjörn og varð strax ákafur, að stöðugt fjölgar í verkalýðsfje- lögunum, og að stöðugt bætast ný f jelög í sam- band verkamannaf jelaganna. Yið erum að verða fastur, samtaka flokkur. Það höfum við ekki verið áður. Sigur okkar er viss! — Þú ert of bjartsýnn, Þorbjörn. Þú blekkir sjálfan þig og aðra. Nokkur hluti verkamanna fylgir þjer á yfirborðinu. En sú fylgd mótar ekki lífsstefnu þeirra. Þeir ganga í verkalýðs- fjelögin. Þar fjölgar. En þrátt fyrir það fjölgar ekki fulltrúum ykkar á alþingi eða í bæjarstjóm- um. Þið getið ef til vill knúð fram verkföll. En þó ráðið þið ekki yfir því, sem þið lifið af. Og fáið aldrei að ráða því. Á meðan er alt gagns- laust. Og hvar er þá sigurvonin eða sigurvissan ? — Fátt af þessu er orðið enn. En það verður þegar við erum orðnir nógu margir og nógu skilningsskarpir á það,. sem gera þarf, þá tök- um við alt í okkar hendur með valdi — við steypum ykkur, gömlu draugunum, af stóli, — Með byltingu, býst jeg við, sagði ritstjór- inn svo rólega að Þorbimi hnikti við. — Ef við náum ekki rjetti okkar með góðu. — Hvað heldurðu, að það ár heiti, sem ís- lensk alþýða gerir byltingu? Þú ert áreiðanlega að gera að gamni þínu, Þorbjörn. — Byltingin getur komið fyr en þig grunar, ritstjóri. Þorbimi fanst óljóst um leið og hann sagði þetta, að einhver mótmælabroddur stinga sig, og að hann væri að fara með vitleýsu. Ritstjórinn gekk niðurlútur. Hann vildi brjóta upp á öðru umtalsefni. Hann sá, að hug- sjón Þorbjörns var orðin að sýki. Þá meinsemd var hann vonlaus um að geta Iæknað. Sú lækn- ing yrði að koma frá Þorbirai sjálfum. — Ætlar þú að bregða þjer af landi burt bráðlega? spurði hann til þess að ganga ekki steinþegjandi. — Jeg fer með vorinu. — Og hvert er ferðinni heitið ? — Austur í ríki framtíðarinnar. — Það mun vera Rússland, sem þú átt við. Þorbjöm kinkaði kolli og sagði: — Þar getum við jafnaðarmenn lært mest. Og hjer í bæ er ólifandi til Iengdar. Maður verður andlaus í þessari auðvaldspest, og verð- ur að anda að sjer hreinu lofti við og við. — Þú ætlar að fá það í gufunni, sem legg- ur upp af líkum þeírra, er orðið hafa hungur- morða í „ríki framtíðarinnar" ?. Tvær bifreiðar komu, hvor á eftir annari, í veg fyrir þá og höfðu nær því rutt báðum um koll, svo þeir gripu hvor í annan. Athyglin dreifðist við það frá umtalsefninu og Þorbjörn svaraði aldrei spuraingu ritstjórans. Þeir skildu litlu síðar — og djúpið hafði ekkert grýnst. Þorbjörn gekk niður að höfninni og gaf sig þar á tal við nokkra verkamenn. Þegar hann fór frá þeim, nam hann staðar kippkorn burtu og horfði á þá. Enn þá óhreinir — illa til fara, beygðir, lotn- ir — eins og þungi allra byrða veraldarinnar hvíldi á herðum þeirra. Enginn ljómi yfir svipn- um, þrátt fyrir hinn innri eld, Sem ætti að lifa í þeim. Engin dirfð, engin andleg upprisa - engin merki um lifandi mátt, sem væri að gera þá sterka. Og þetta væri svo eftir öll þau ár, sem liðin væru síðan stjettinni hefði verið borinn nýr boðskapur, nýtt og dýrlegt fagnaðarerindi! — Hvað ylli þessu? Þorbjöm geklc upp í Pósthússtræti í döprum hugsunum. Hann leit á veðurskeytin á símstöð- inni. Álengdar stóðu tveir verkamenn í sam- ræðu. Þorbjörn beyrði samtalið. Þeir voru að tala um Thordarsens-feðga — það væri mikils- virði fyrir bæinn að éiga marga þesskonar máti- arstólpa, sem veittu hundruðum manna atvinnu, gyldu tugi þúsunda í bæjarsjóð og legðu stór- fje til allra menningar- og miskunarverka. Þorbjörn sótroðnaði eitt augnablik — en roðinn vjek strax fyrir náfölva. Hann lagði á stað heim og gekk hratt. Þessi væri hugur verkamanna til þeirra, sem fláðu þá verst, rökuðu saman mestum auði, með því að láta öreigana þræla. Ekki væri von að sigur næðist! Yæri ógerningur að sannfæra verkamenn um hættuna, sem stafaði af því að hugsa þannig? Væri á engan hátt mögulegt að sýna þeim fram á, að þá fyrst liði þeim viel, ef þessir „máttar- stólpar“ hyrfu úr sögunni? Allir og alstaðar! Mitt í þessum hugsunum sló eins og leiftri niður nýrri hugsun: — Eða er jeg ekki fær um að sýna þeim það? Og jafnskjótt fæddist önnur -hugsun af þessari: Eða erum við jafnaðarmenn að fara með vitleysu? Er stefna mín dauðadæmd eins og öll vitleysa? Þorbjörn gekk heim, tók uppáhaldsbók sína og settist við lestur. En hann lagði hana frá sjer eftir skamma stund. Röksemdir Marx náðu engum tökum á honum. Þá tók hann „Dögun“, sem komið hafði út um daginn, en hann fleygði henni brátt frá sjer. Þá mundi hann eftir því, að hann hafði ásett sjer að skrifa grein í „Þjóðina“ fyrir næsta dag. Efnið var alt saman rakið út í æsar. En hann fann engin orð. Það yrði að bíða kvölds- ins eða næturinnar. En um kvöldið, þegar hann settist við skrif- borðið til að skrífa greinina, fann hann, að hann var þreyttur. Hugsunin reikul og óná- kvæm. Hann sat aðgerðalaus við skrifborðið um hríð. Stóð svo upp og gekk til sængur — líkt og svefngöngumaður. En hann lá vakandi fram eftir allri nóttu. XIII. Það var komið undir lok júnímánaðar. Sól- in skein að nýju ýfir gróðurvaknandi jörðina. Fuglar sungu. Lækir niðuðu. Fossar hrundu með sólglitrandi úðann yfir sjer og um sig. Túnin grænkuðu. Trjen skutu laufsprotum. Arnarhólsbrekkan var orðin gul af sóleyjum og hrjóstrin kringum bæinn fæddu af sjer eitt og eitt grannvaxið, beygjulegt strá. — — Þorbjöm var að búa sig af landi brott. Á meðan hann ljet farangur sinn niður í töskuna, hugsaði hann öðru hvoru um vetur- inn — rakti sögu sína á honum, gróf upp, hvað hefði unnist og tapast. Verst hefði kaupþrætan verið um áramótin og vinnuteppan, sem af henni leiddi. Atvinnurekendur miskunar- og undanlátslausir eins og vant væri. Og loks hefðu verkamenn látið undan síga — þrátt fyrir mót- mæli hans. Þeir væru gungur og heiglar! Það hefði hann líka sagt þeim. Þyrðu ekki að tefla djarft. Hann lauk við að láta niður, og hjelt svo á stað. Hildur fylgdi honum til skips — ein. Hún stóð á bakkanum meðan skipið seig fram á höfnina, og veifaði hvítum klútnum til Þor- bjarnar. Hann stóð úti við öldustokkinn einn sjer — eins og þegar hann kom heim frá há- skólanum, svipþungur, hvass á brún og hljóður. Hildur bað guð að hjálpa honum og leiða hann aftur heim. Þegar hún kom heim, hitti hún mann sinn á skrifstofunni. — Jeg kem neðan frá skipi, sagði hún, er hún hafði setið um stund inni hjá honum. — Var ekki fjölment þar eins og vant er? — Ekki fylgdu margir Þorbirni til skips. — Verkamenn hefðu átt að fara þangað fylktu liði og kveðja foringjann. — Þeir hefðu átt að gera það. En þeir gerðu það ekki. * — Það er ef til vill ekki svo furðulegt. Þeir era nú famir að sjá, að líkindum, að það þarf meira til umbóta en skammir. Skýlan ætti að vera farin að falla frá augum þeirra. — Mjer finst Þorbjöm svo dapur bg fálátur. — Ef til vill er hann að vitkast. Það væri gott. — En ef sú vitkun yrði honum til ógæfu? — Á hvern hátt? — Jeg get ekki útskýrt það, Egill. En mjer finst Þorbjörn líta svo á og trúá því, að hann hafi fundið sjálfan sig í þessu starfi, þess- ari baráttu. En ef hann sæi nú alt í einu, að hann hefði verið á villigötum? Ilvað þá? Það' þarf sterkar sálir til að afbera slfk áföll. — Jeg óttast það eklri. Hitt er jeg hræddari um, að hann haldi áfram að ösla í sömu vit- leysunni. Það þarf kraftaverk til að breyta lífstefnu jafn einhæfra manna og Þorbjarnar. Það kraftaverk er enn ekki komið. Um sumarið bárust litlar frjettir af Þorbirni. Hann skrifaði heim nokkrar greinar í „Þjóð- ina‘ ‘- — lýsingu á stefnu og starfi kommúnista. En gersamlega voru þeir forviða á því, Hilmar „kistill" og Ketill, hvað þær greinar voru hóg- værar í garð hins gamla skipulags. Að vísu leyndi það sjer ekki, að sá, er hafði skrifað þær, bæri þungan hug til yfirráða auðvaldsins. En þær voru algerlega skammalausar, ekki þessi gamli blossi, eldspúandi gígur, og jafnan hafði verið í greinum hans. Þeim þótti lítill fengur í þeim, og voru að hugsa um að taka þær alls. ekki í blaðið. Þeir reyndu að bæta þetta alvöruleysi upp- með greinum frá sjálfum sjér. Og í þeim var ekki drtegið af því, sem þeim þótti ávanta í greinum Þorbjarnar. Þeir rjeðust á bankana, gjaldþrotin, yfirvöldin, hentu hverja flugufregn um mótstöðumennina á lofti og gerðu úr henní úlfalda — alt til þess að sanna, að þjóðfjelagið væri að liðast í sundur, ef ekki kæmi nýtt og- betra skipulag til hjálpar. En það væri jafn- aðarmenskan! Hún væri hið eina græðslulyf. Síðla um sumarið kom einn dag skip frá Noregi. Þeir sem staddir voru niðri á hafnar- bakkanum, sáu mann einn ganga úr því með ferðatösku. Þeim kom maðurinn kunnuglega fyrir sjónir, en þektu hann þó vart. Hann var- fölleitur og skarpleitur mieð þjett, dökkjarpt alskegg. Hann kastaði kveðju á nokkra verkamenn,. sem toru að vinnu á bakkanum. Þá þektu þeir hann. Þetta var Þorbjöm. Ilann spurði tíðinda. Þau voru svo sem eng- in, var svarið. Vinnulítið, lágt kaup. En menm björguðust nokkumveginn. Þorbjörn kvaddi þá og hjelt leiðar sinnar upp í bæinn. . í Hafnarstræti náði hann unglingsstúlku, er ók kornungu barni í skrautlegum vagni. Hanrn þekti hana og heilsaði henni. Leit síðan á barn- ið — kinnarjóðan, ennisháan, augnafagran dreng. Eitthvað í svip barnsins, sem Þorbjörn vissi ekki hvað var, kom hreyfingu á blóð hans- — Hver á þetta barn? spurði hann og leit um leið af því eins og honum stæði í raun og vera á sama um það. — Helgi og Freyja Thordarsen, svaraði stúlk- an, og tók ekki eftir því, að Þorbjöm misti töskuna um leið og hún nefndi þessi nöfn. Hún sá.heldur ekki. að hann varð litverpur um leið- Þorbjörn lyfti hattinum og hraðaði sjer á undan vagninum. Hann mætti ýmsum fomum og nýjum kunn- ingjum. Þeir störðu á hann eins og tröll á heið- ríkju og ráku svo upp skellihlátur. — Þorbjöm með alskegg! — Jeg er orðinn gamall, sagði Þorbjörn. Þeir vildu flestir stöðva hann og spyrja hanm spjörunum úr. En hann sleit þá af sjer meö þögn — kvaðst hitta þá seinna. Þegar hann kom heim, var fyrsta verk hans að opna brjefin, sem biðu hans. Þau skiftu tugum. Meðal þeirra var eitt frá Samson skáldi. Með því fylgdi kvæðið um Freyju. Þorbjöm fleygði því frá sjer og reif upp næstá brjef. En kvæðið fór ekki úr huga hans. Hvað mundi Samson hafa sagt um „sorgarandlitið“ ? Væri kvæðið annað en rugl? Samson hefði verið fullur. Hann rjetti út höndina eftir kvæðinu, en kipti henni að sjer aftur og byrjaði á nýju brjefi. En hann fann, að þetta var gagnslaust. Hann vissi ekkert, hvað stæði í þassum brjefum, sem. hann hefði verið að lesa. Þetta ólesna kvæði ætl- aði að æra hann.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.