Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 19.03.1924, Síða 2

Lögrétta - 19.03.1924, Síða 2
LÖGRJETTA 2 fyrirtækja. Fjármáladeild stjórn- arráðsins á að endurskoða stofn- unina. pessi stofnun á svo á sínum tíma að lána bönkunum seðla, ineð fcjerstökum skilyrðum og samning- um, sem j?ó mega ekki gilda fyrir lengri tíma en 10 ár í senn. í ákvæðunum um stundarsakir er loks gert ráð fyrir því, að „til j>ess að setja seðlaútgáfu ríkisins á stofn og til að kaupa fyrir næg- an gullforða, veitist ríkisstjórninpi ■heimild til að taka lán fyrir rík- issjóðs hönd. Skal seðlastofnun- inni afhent gulltryggingin vaxta- laus fyrstu 5 árin, en úr því greið- ir stofnunin ríkissjóði 6% árs- vexti af gullforða þeim, sem rík- issjóðurinn hefir lagt til.“ í ástæðum frv. segir m. a.: „Eigi verður annað sjeð, en að þingið 1921 hafi haft það í huga að láta landið sjálft annast seðla- útgáfuna þegar hún. losnaði, eða jafnframt og hún verður laus, enda munu fáar aðrar leiðir færar. pó vil jeg geta þess, að senni- lega hefði verið besta leiðin, að nýr hlutafjelagsbanki hefði getast stofnast, sem tekið gæti að sjer útgáfu nýrra bankaseðla. En :neð því að fjárhagur landsmanna er nú svo þröngur, þá virðist engin von til þess, að geta safnað inn- anlands nægu hlutafje í slíka bankastofnun, þó farið væri að brjótast í því. Og að stofna slíka stofnun án h'lutafjár, með það fyrir augum að safna smámsaman arðinum af slíkri stofnun sem tryggingarfje, mundi verða of seinfær leið og ekki veita seðlun- nm það traust, sem nauðsynlegt er, að seðlarnir hafi frá upphafi. Pá kunna að koma uppástungur um það, að afhenda öðrum hvor- um bankanna seðlaútgáfurjettinn, en móti því mælir bæði fjárhags- bygging þeirra og viðskiftamáti. Að því er íslandsbanka snertir, rak haun um eitt skeið áhættu- meiri verslun en gerist um seðla- banka annara landa, og afleiðing- arnar komu líka í ljós. Auk pess hafði hann stóran sparisjóð, sem allir bankafróðir menn eru á einu máli um, að seð'labankar megi eigi hafa. Að vísu á íslandsbanki 4% milj. kr. veltufje, og mun nú eiga varasjóð fyrir væntanlegum töp- um. pað gæti því verið vel auðið að veita honum seðlaútgáfurjett- inn t. d. í 10 ár, ef hann legði niður sparisjóðsdeild sína. En jeg geri ekki ráð fyrÍT, að hann vilji vinna það fyrir seðlaútgáfurjett- inn, þó sparisjóðsdeild hans sje miklu minni en Landsbankans. pá er að athuga aðstöðu Landsbank- ans til að taka við seðlaútgáfu- rjettinum. Sá banki hefir, miðað við efnahag, verslað fult eins djarft og hinn bankinn, og má ekki dæma hart, þó slíkt komi fyrir í veltufjárlausu landi, ef lánveitingamar em veittár til þess beint að styðja framleiðsluna. En eigið veltufje þessa banka er þetta: 1. Seðlar landssjóðs 750000 kr. 2. Lán, sem ríkissjóður greiðir 200000 kr. 3, pess utan hafði hann 31. desember 1923 sparisjóðífje 23103977 krónur 4. Og varasjóð 3360019 kr. Veltufjeð og varasjóð- urinn er því ekki meira en hæfi- leg trygging fyrir svo stóram sparisjóði. En þess utan kemur til álita, hvað mikið veltufje hans er, er gera á út um hvort hann get- ur tekið að sjer seðlaútgáfurjett- inn. pá er fyrst að athuga, að öll seðlafúlgan hefir ekki hrokk- ið til þess að byggja hið nýja bankahús, sem mun hafa kostað yfir 800000 kr. Er því aðeins hægt að telja meiri hlutann af þessum 2 miljónum til eigin veltufjár. 1 eðli sínu er því eigi hægt að líta á Landsbankann öðruvísi en sem stóran sparisjóð, aðallega Reykjavíkur og nágrennis, þó hann beri bankanafn, . og sem þurfi að haga viðskiftum sínum Hkt og sparisjóðir eiga að gera. pað er því augljóst, að Lands- bankinn getur ekki tekið við neinskonar seðlaútgáfu, nema gull- króna sje lögð á móti hverri krónu í seðlum, nema hann skilji sig að öllu leyti við spari sjóð- inn. En þann kost mundi hann alls ekki taka, því það yrði stór- tap fyrir bankann.“ Áfengisbannið. Tr. pórhallsson, Pj. Ottesen og Magn. Jónsson flytja í Nd. frv. um ýmsar breytingar á bannlög- unum. Er það samið af nefnd stór- stúkunnar til þess að bæta úr ýmsum göllum, sem hún telur að framkvæmd laganna hafi leitt í í ljós. Tr. p. og P. Ottesen flytja einn- ig frv. um það, að banna allar áfengisauglýsingar, bæði í blöð- um, tímaritum og á götum og svo framvegis. Sparisjóðir. Magnús Torfason flytur í Nd. frv. um sparisjóði. Segir svo í greinargerð: „pað er nú fengin full reynsla fyrir því, að sparisjóðslögin 3. nóv. 1915 eru alls ónóg til að varna því að mistök verði á stjórn sparisjóða. Aufk eftirlitsleysis, sem nú á þó að heita bætt úr, hefir mestu um mistökin valdið, að sparisjóðum hefir verið frjálst að reka almenn bankaviðskifti óskorðað, en fyrir það hafa sumir þeirra látið teygj- ast út á hálustu gróðabrallsbraut- ir, en það brýtur beint bág við tilgang sparisjóða í viðskiftalíf- inu. Sparisjóðir í þ'essu fátæka landi eru fyrst og fremst’ stofn- aðir til að ná saman fjársafni, sem bankar og útibú þeirra ná ekki til, ávaxta það og gera það að þjóðveltuf je. pessu marki verð- ur því aðeins náð, að þeir njóti fulls trausts almennings, en það fæst með engu öðru móti en því, að fjeð sje ávaxtað á sem allra tryggustum skuldastöðum og menn geti greiðlega fengið það útborg- að. Á því hefir sumstaðar orðið skaðvænn meinbrestur. En sii er orsök til þess, að sparisjóðir hafa ætlað sjer þá dul að keppa við banka landsins um fjársafn lands- manna með því að bjóða hærri innlánsvexti en bankar, og trygg- ingar þeirra sakir þess orðið rýr- ari, sjerstaklega eftir að almenn- ir útlánsvextir komust upp úr lögvöxtum gegn fasteignaveði (6%). En við því mega hlunn- indalausar stofnanir eigi. Aðaltil- gangur frv. þessa er því að girða fyrir slíka starfsemi, er alþjóð stafar stórhætta af, en það er gert með því að banna sparisjóðum að greiða hærri vexti en Landsbank- inn og taka hærri vexti en hann. pá eru og sparisjóðir skyldaðir til að verja fje sínu sem mest til fasteignalána, kaupa á banka- vaxtábrjefum, en með því væri stigið eigi alllítið spor í þá átt, að greiða fyrir betri lánskjöram, er allir þrá æ mest, enda nú önn- ur ráðstöfun þjóðinni eigi hollari/ Frv. þetta er sniðið eftir frv. til laga um sparisjóði, er lagt var fju:r Alþingi 1913, og höfð til samanburðar sparisjóðslög Dana 1919“. * Ýms mál. B. Líndal, M. Jónsson, J. Kjart- annsson og Sigurj. Jónsson flytja fyrirspum um það, hve margir sjeu starfsmenn landsverslunar og áfengisverslunar og hver laun þeirra sjeu hvers um sig. Allshn. Ed. hefir skilað áliti um stjórn- arskrárbreytingarnar. Meirihl.. J. M. og E. P., fylgja frv. J. M., en minnihl. J. J. mælir með hinu frv. (frá J. J.). Báðir era sam- mála um þingafækkunina, en ó- sammála um skipun stjórnarinn- ar. Meirihluti fjárhn. í Nd. hefir skilað áliti um stjfrv. um 25% gengisviðauka við tolla og gjöld og er því meðmælt. Verður sagt nánar frá því, þegar málið kemur til umr. Halld. Steinsson flytur till. um það að banna skot á vissu svæði Breiðaf jarðar. Hafi selfeng- ur bænda rýrnað mjög við það, að margir geri þessi skot að leik, og auk þess spilli það æðarvarpi, þar sem selalagnirnar liggi Víða í nánd við varplönd. T. Nd. urðu 13 .mars nokkrar umr. um bún- aðarlánafrv. Tr. pórh. J. Baldv. vildi láta einskorða frv. við !án til nýbýla. I Ed. eru framkomnar till. um friðun rjúpna, að frið- unin nái til 1925, 26 eða 27. Mið- till. var samþ. við 2. umr. Innflutningshaftamálinu var í Nd. vísað í nefnd eftir þriggja daga umr. Jón Baldvinsson hefir borið fram 2 frv. um einkasölu ríkisms á saltfiski og útfluttri síld. 1. umr. um fjáraukalög 1923 var 13. mars í Nd. Sem viðbót við gjöldin það ár veitast rúml. 46 þús. kr. Kemur mest af því á 14. gr. fjárl. (Kirkju- og ken.Ju- mál), eða rúmar 30 þús. kr. og eru hæstu upphæðirnar til raf- lagningar í Hvanneyrarskóla og í dómkirkjuna í Reykjavík, og til uppfyllingar kirkjugarðsins þar. Við 16. gr. Til verklegra fram- kvæmda er einnig nokkur viðbót (rúml. 14 þús.), aðallega fólgin í húsabótum á Hallormsstað 1921 og skrifstofukostnaði hiisameist- ara ríkisins. Ríkisrekstur. Jak. Möller flytur í Nd. frv. um það, að fella úr gildi 31. des. 1924 lögin um einkasölu á tóbaki frá 27. júní 1921, (nr. 40). í greinargerð segir svo: „pví fer fjarri, að rætst hafi sú von um uppgripatekjur ríkissjóði til handa, sem bygð var á lögum þeim, sem hjer er farið fram á, að feld verði úr gildi. Tekjur áf tóbakseinkasölu ríkisins vora á- ætlaðar af fjárhagsnefnd alt að 5—6 hundrað þúsund krónur á ári, en hafa orðið mestar rúm- lega 200 þúsund krónur. Hins- vegar þykir það hafa komið ber- lega í ljós, að illa fari á því, að slík starfræksla sje í höndum rík- isins, og því að öllu athuguðu rjettara að hverfa aftur frá einka- sölufyrirkomulaginu.' ‘ Magn. Guðmundsson flytur í Nd. frv. um það, að ríkisstofn- anir skuli ekki útsvarsskyldar eft- ir efnum og ástæðum. En „versl- unarstofnanir ríkissjóðs skulu greiða í bæjarsjóð, þar sem aðal- aðsetur þeirra er, 5 af hundraði af nettóágóða, og greiðist sá skatt- ur 1. mars ár hvert af ágóða næstliðins árs. A öðrum stöðum greiðist enginn skattur. Aðrar stofnanir greiða ekki þennan skatt.“. I greinargerð segir: „pað hefir verið viðurkent þar til fyrir fáum árum, að stofnanir ríkis- sjóðs væru ekki útsvarsskyldar. En vegna verslunar ríkissjóðs, þeirrar er hann rak á ófriðarár- unum, og einkasölufyrirtækja hinna síðustu ára, hefir þeirri spumingu skotið upp, hvort fyr- irtæki þessi væru ekki útsvars- skyld. pannig hefir niðurjöfnun- arnefnd Reykjavíkur lagt á áfeng- isverslun ríkisins 50000 kr. auka- útsvar á síðastliðnu ári og á lands- verslunina 40000 kr. Mál um út- svarskylduna eru nú fyrir -lóm- stólunum, en með frv. þessu er vitaskuld ekki tekin afstaða til úrslita þeirra, 'heldur ber að skoða það sem öryggisráðstöfun fyrir ríkissjóð, ef hann skyldi tapa mál- um þessum.“ Samvinnuf j elög. Pjetur Ottesen flytur í Nd. frv. um breyting á samvinnufjelögun- um nr. 36, 27. júní 1921. Er það sa'mhljóða frv. sem flutt var í fyrra, en fjell þá með mjög litl- um átkvæðamun. En stjórn Kaup- fjelags Borgfirðinga hefir farið fram á það við þingm. Mýra- og Borgarfjarðarsýslna að frv. þetta yrði flutt. pingm. Mýramanna, Pjetur pórðarson virðist þó ekki hafa viljað verða við þessari ósk nú, þó hann hafi verið flm. sama máls á síðasta þingi, því flm. er nú P. O. einsamall. Frv. gengur út á það, að ,,í þeim fjelögum, er skiftast í deildir, nægir þó sameiginleg ábyrgð í hverri deild fyrir sig. Takmörkuð ábyrgð nægir í þeim fjelögum, sem um er rætt í 2. og 3. lið 2. greinar.“ . Seðlaútgáfan. í Ed. var 14. mars 1. umr. um seðlaútgáfufrv. B. Kr. TJm ástæður flm og frv. sjálft vísast til þess, sem fyr er frá sagt. Næstur talaði fjármálaráðherra Kl. J. Rakti hann nokkuð sögu málsins og skýrði frá afstöðu núverandi — eða fráfarandi stjórnar—tilmáls- ins. Hann hefði skrifað Lands- bankastjórninni brjef um málið 17. okt. 1923 og æskt þess, að hún semdi frv. um málið. Banka-. stjórnin hefði talið þetta skyldu sína og átti ráðherran síðan fundi um málið með bankastj. En seinna beiddist bankastjómin þess, að mega fá frest í málinu til þess að bera sig saman við stjóm ís- landsbanka, og veitti ráð'herra hann. En nú hefði Landsbanka- stjórnin fyrir nokkru skilað frv. þar sem gert væri ráð fyrir því, að Landsbankinn færi með seðla- útgáfuna og jafnframt fjaiiaði frv. um skipulag bankans í heild sinni. Yrði frv. þetta einnig lagt fram nú. Málinu var vísað til fjárhagsnefndar. Stjórnin. Áður hefir verið sagt hjer í blaðinu frá lausnarbeiðni stjóm- arinnar og aðdraganda hennar.— pegar ráðuneyti Sig. Eggerzhafði fengið lausn,- sneri konungur sjer til formanns íhaldsflokksins, Jóns porlákssonar, og fól honnm að mynda nýtt ráðuneyti. Hefir síðam liðið nokkur tími, án þess að með sannindum væri vitanlegt, hvern- ig málin stæðu. En um kvöldið 13. þ. m. sneri konungur sjer til forseta Sameinaðs þings, Jóh. Jó- hannessonar bæjarfógeta, og mun hafa beðið hann að ráðgast um málin við formenn flokkanna og benda á leið til þess að ráðafram úr þeim. Mun þessu enn ekki vera lengra komiS. pegnskylduvinna. Magnús Jónsson og Ásgeir Ás- geirsson flytja í Nd. svo hljóðandi þingsályktunartillögu: Alþing’. á- lyktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd til þess að rannsaka möguleikana fyrir því, að korna Jijer á þegnskylduvinnu og und- irbúa málið undir næsta þing. —• Nefndin starfar kauplaust, en stjórninni er heimilt að verja alt að 1000 krónum til kostnaðar við nefndarstörfin. f greinargerðinni segir svo: pað eru nú full 20 ár síðan þegnskylduvinnumálið var borið fram á ajþingi af Hermanni Jónassyni, og er það ekki nema rjett, að slík mál fái lengi að búa mn sig og meltast áður en þau ná fram að ganga. Málið hefir verið rætt afarmikið og hiti sá, sem í þeim umræðum var oft og einatt, hefir eyðst, og má nú líta rólegar á málið. 1915 var málið tekið upp aftur og fór þá fram atkvæða- greiðsla um það, 'sem fór á þá leið, að mikill meiri hluti var á móti því. En sú niðursataða hefir án efa orsakast af því, að málið var ekki heppilega upp tekið, ekk- ert fast eða ákveðið að halda sjer að og hugmyndin sett fram á mjög breiðum grundvelli. Við flutningsmenn lítum svo á, að einmitt nú sje hentugi tíminn að taka þetta mál upp. Fjárhag ríkisins er svo komið, að ekkert útlit er fyrir, að það geti ráðist í neinar verulegar verklegar fram- kvæmdir um óákveðinn tíma, en á hinn bóginn bíða hálfgerðir veg- ir, hafnleysur, ljeleg bæjarhús og svo margt eftir 'mannshöndinni, og er ómetanlegt tjón að því. pegn- skylduvinnan sýnist vera eina úr- ræðið. par er það fje, sem hægast er að leggja fram á tímum eins og þessum, vinnan, sem um leið á að geta, vegna góðrar stjórnar og uppeldisáhrifa, gert menn starfhæfari og endurgoldið þeim, svo þann tíma, sem frá þeim hefir verið tekinn. Á hinn bóginn teljum við ófært að hrapa að nokkru í jafnum- fan'gsmiklu máli og þessu. Rjett- ast sýnist vera að láta þegnskyldu vinnuna byrja í mjög smáum stíl, byrja á nokkurskonar tilraun og láta hana svo, ef vel tekst, smám- saman færast í aukana, og sníður hún sjer þá best sjálf lagastakk- inn, eftir því sem hún eykst, þann stakk, sem mjög erfitt er að gera ■fullkominn í fyrstu. ♦ Stjórnarskrármálið. Stjórnarskrármálið var til 2. umr. 1 Ed. 5. marts. Frá breyting- um, sem lagðar voru til, hefir áður verið sagt og afstöðu nefnd- arinnar, sem með málið fór. Fyrst- ur talaði Jón Magnússon, síðan Jónas Jónsson og svo forsætis- ráðherra S. E. Megin ágreining7 urinn milli J. M. og J. J. var um lengd kjörtímabilsins, þó þá greindi einnig á um önnur atriði,

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.