Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.03.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.03.1924, Blaðsíða 2
LötJRJETTA 2 ábyrgðum og hefðu þeirra vegna fengið ímugust á hreifingunni. Eftir nokkrar umr. var frv'. felt með jöfnurn atkv. (12:12). íslensk skjöl. í Nd. flytja þeir Tr. pórh. og Ben. Sveinsson svo hljóðandi till.: „Nd. Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera ráðstaf- anir til þcss, að skilað verði land- inu aftur öllum þeim skjölum og handritum, sem fyrrum hafa verið ljeð Árna Magnússyni, eða af qðr- um svipuðum ástæðum hafa lent á söfnum í K.höfn, en eru úr skjalasöfnum biskupa, kirkna, kiaustra og annara embætta eða stofnana hjer á landi, en hefir ekki verið skilað til þessa.“ Landsbankinn. Eins og fyr er frá sagt, boðaði fjármálaráðherra Kl. J., að hann nuxndi leggja eða fá lagt fvrir þóigið nýtt frv. um Landsbanka Islands, sem bankastjórnin hefði samið að undirlagi sínu. Frv. þetta er nú fram komið frá fjár- hagsnefnd Ed. og var 1. umr. um það 21. mars. Ráðherra iagði frv. fram, og gerði grein fyrir efni þess og afstöðu við núver- andi skipulag og nýmælum þeim, sem í því feldust. Frv. er í 8 köfl- um, 42 gr. 1) um stofnfje bank- ans, 2) um seðlaútgáfurjett bank- ans, 3) um starfsemi bankans, 4) stjórn bankans, 5) um reiknings- skil og arð, 6) ýms ákvæði, 7) bráðabirgðarákvæði, 8) niðurlags- ákvæði. í greinargerð frv. segir m. a.: Með lögum nr. 6, 31. maí 1921, var ákveðið, að tímabilinu frá 31. okt. 1922 til enda leyfitímans (31. das. 1933) skuli íslandsbanki draga inn seðla sína alla með 1 miljón króna árlega, þar til eftir eru 2y2 miljón króna, en þaðan af svo, að sem næst jafhhá upp- hæð sje tekin úr viðskiftaveltu árlega til loka leyfistímans. Seðla- útgáfa sú, sem á þennan hátt losn ar, hverfur á tímabilinu til ríkis- sjóðs, og átti fyrir 1. júní 1922 að ákveða með lögum, hversu seðlaútgáfunni skyldi komið fyr- ir framvegis. Þingin 1922 og 1923 hafa framlengt frestinn og á nú að vera lögskipað í þessu efni fyr- ir 1. júní þ. á. Inndráttur Islandsbánka á seðl- uuum er nú kominn svo langt, að eigi veröur hjá því komist að á- kveða með lögirm framtíðarfyrir- kopiulag seðlaútgáfunnar. Frum- varp þetta byggist á því, aðLands bankinn fari framvegis með seðla- útgáfuna, og er frumvarpið því jafnframt um skipulag bankans. Um stofnfje bankans er þetta sagt: Stofnf je Landsbanka íslands er 1. miljón króna, er skiftist í 100 hluti, hvern að upphæð 10000 krón- ur. Stofnfje þetta er innskotsfje það, er rókissjóður hefir greitt bankanum samkvæmt lögum nr. 50, 10. nóyember 1913, og er eign ríkisins. Fyrir stofnfjenu skal gefa út hlutabrjef. Inpskotsfje það, er ríkissjóSur hjer eftir greið ir bankanum samkvæmt áður- nefndum lögum nr. 50, 10. nóv- ember 1913, legst við stofnfje bankans, og skal, jafnóðum og þaö er greitt, gefa út hlutabrjef fyrir því. Fulltrúaráð bankans getur, með samþykki ráðherra þess, er fer mep bankamál, ákveðið að hluta- f,’e bankans sje aukið um alt að 2 miljónir króna. Skal afia þess hlutafjárauka með ídmennu út- boði, og ákveður fulttrúaráð bank ans, hvernig titboðinu skuli hag- að. Sje útboðsgengi þessara hluta hærra en nafnverð þeirra, rennur fjárhæð sú, sem umfram er nafn- verðið, í varasjóð bankans. í frv. er gert ráð fyrir því að bnnkinn hafi með höndum seðla- útgáfu, og segir svo um það í irv. Landsbanki íslands hefir einka- rjett til að gefa út bankaseðla eða annan gjaldmiðil, sem komið getur í stað mótaðra peninga. Bankanum er skylt, ef þess er krafist, aö greiða seöla þó, er hann liefir gefið út, handhafa þeirra með ákvæðisverði í lög- legri gjaldgengri gullmynt. Sje komið með til innlausnar seðla- upphæð, er eigi verður öll greidd í heilum gullmyntum, er bankan- mn heimilt að greiða það, sem umfram er, í gjaldgengri silfur- mynt eða skiftimynt. Landsbanka Islands skal heim- ilt aö gefa út seöla, eftir því sem viðskiftaþörfin krefur, gegn því að bankinn 1) eigi gullforða, er nemi % af seðlamagni því, sem úti er í hvért skifti, 2) hafi vissa og auðselda eign til tryggingar þeim hluta seðlamagnsins, sem ekki er trygður með gullforðan- um. En til gullforðans telst: a) lögleg gjaldgeng mynt, b) ómynt- að gull og erlend gullmjmt sem, r.emi 2480 kr. fyrír livert kíló- gram af skíru gulli. Af gullforða bankans skal ávalt vera fyrir hendi í bankanum og útibúum hans svo mikið, að þaö svari aö minsta kosti 3|10 hlutum seðlamagns þess, sem úti er í hvert skifti, og sje það gjaldgeng mynt. pó má til þessa hluta gullforðans telja gull það, sem sannað er um, að sje á leið hingað frá útlondum, en þó eigi raeira en 300000 kr. í einu. Af seðlamagni því sem í umferð ei”, umfram það sem að ofan get- ur, gerir frv. ráð fyrir að bar.k- inn greiði ríkissjóði gjald, er sje i/2 % undir forvöxtum bankans. í kaflanum um stjórn bankans er það nýmæli, að gert er ráð fyr- ir 5 manna íulltrúaráði, auk bankastjóranna þriggja. Kjósi Samein. þing 2 fulltrúa til 6 ára; en ráðherra sá, er með bankamál fer, skipi 3 fulltrria til sama tíma. Ilver fulltrúi á að fá 1500 kr. á ári í laun. Fulltrúaráð þetta á að halda fundi að minsta kosti mán- aðarlega, en arniars eins og þörf ki efur. Framkvæmdast jórnin á rjett á að sitja á fundum fulltrúa ráðsins, nema rædd sjeu mál, er taka til bankastjóranna sjálfra. petta fulltrúaráð á að semja reglu gjörð um stjórn bankans, skipa aðalbókara og aðalfjehirði, út- bósstjóra, bókara og fjehirða við útbúin (bankastjórana sjálfa skip- ar ríkisstjórnin), ákveða iaun starfsmanna bankans o. s. frv. Fulltrúaráðið getur líka hvenær sem er rannsakað gerðir framkv.- stjórnarinnar og framkvæmt end- urskoðun í bankanum. Bankastjór- ar mega ekki gegna öðrum störf- um eða reka- sjálfir atvinnu eða vera í stjóm atvinnufyrirt.ækja. þeim eru ætluð.15 þús. kr. árs- laun og dýrtíðaruppbót, þó aldrei hærra en 24 þús. kr. alls. Um fulltrúaráðið og starf þess segir svo m. a. í greinargerð: Ætlast er til, að æðsta stjórn I • bankans sje í höndum fimm ma.nna fulltrúaráðs. Tveir af þeim sjeu kosnir af sameinuðu Alþingi og }>rír skipaðir af ráðherra þeim, er með bankamál fer, með sjerstöku tilliti til þess, að það sjeu fulltrú- ar fyrir þrjá helstu atvinnuvegina í landinu. Fulltrilaráð við seðla- banka eríendis taka ávalt mikinn þátt í stjórn bankans; að svo gæti orðið hjer, er mikið komið undir fordæmi því, er fulltrúaráðið gef- ur í byrjun, og þeim venjum, er því tekst að skapa. Fyrir fram- lcvæmdarstjórn bankans er það 6- metanlegur styrkur, að geta borið undir fulltrúaráðið allar mikilvag- ar ráðstafanir. Aðalatriðið er þó, aö yfirstjórn bankans verður í sí- feldri samvinnu við framkvæmd- arstjórnina og fylgist meö í rekstri bankans. Enginn getur búist við, að núverandi yfirstjórn bankans, ráðuneytið, liafi sífcld afskifti af honum og fylgist með í því, hvem- ig stjórn hans er framkvæmd. Og þar sem hjer er um seðlabanka að ræða, er því óhjákvæmilegt, að breytt sje til í þessu efni. Einnig er í frv. fyrirmæli um stofnun eftirlauna- og styrktar- sjóðs handa starfsmönnum bank- ans og bankanum ætlað að leggja ti'. hans 25 þús. kr. e'nn sinni f>rir alt. Um ráðstöfun á tekjuafgangi eru þessi ákvæði miðuð við það/ sem eftir er, þegar greiddur hef- ir verið reksturskostnaður, töp og frádráttur, ef þörf er, fyrir vænt- anlegum töpum: 1) 6% af hlutafjenu til lilut- hafa; 2) því næst skal leggja 10% af því, sem þá er eftir, í varasjóð; 3) af því, sem þá er eftir, greiðast 4% af hlutafjenu til hluthafa; 4) af afganginum renna 20% í jöfn- unarsjóð, þar til sá sjóður nemur % af stofnfjenu; 5) það, sem þá er eftir, skiftist þannig, að B/io renna tii ríkisins og V10 til annara hluthafa. Meðan ríkiö er eitt hlut- liafi, rennur öll þessi'upphæð í rík- issjóö. Fulltrúaráðið getur ákveð- ið að greiða fje úr jöfnunapsjóöi til hæfilegrar aukningar á arði af lilutafjenu; þó má arðurinn við slíka aukningu eigi fara fram úr 10%. f 31. gr. frv. er ákveðið, að allar opinberar stofiaanir og opin- berir sjóðir, er hafa, handbært fje á sjóövöxtum, skuli geyma þaö í Landsbankanum eða útibúum lxans, nema sjerstakar ástæður banni, svo sem staðhættir. Sama er um ríkis- fje og embættisfje, -er opinberir starfsmenn hafa undir höndum. — Ákvæði þessarar greinar taka ekki til Söfnunarsjóðs íslands, nema aö því leyti, sem liann hefir hand- bært fje á sjóðvöxtum. Sparisjóðir skulu halda rjettindum þeim, er þeir hafa samlcvæmt lögum nr. 44, 3. nóv. 1915, um sparisjóði. í 38. gr. er ákveðið að bank- ir.d sje undanþeginn öllum opin- berum gjöldum og sköttum, s. s. til ríkissjóðs og sveitarsjóðs. í bráðabirgðaákvæðunum er a. lcveðið svo að orði: Landsbank- inn kaupir gullforða íslandsbahká, er nemur 2250000 lcr. íslandsbanki fær rjett til reikningsláns og end- ursölu á víxlum í Landsbankanum, er samtals nemi þeirri úpphæö, er í umferð er af seðlum Islahds- banka þegar lög þessi koma í fram-. kvæmd, að frádregnu andvirði gull forðans. Helmingur upphæðarinn- ar sje reikningslán, er greiðist af vextir, sem nemi % .af forvöxtum Landsbankans, en viðskiftagjald greiðist eigi. Við endursölu víxla greiðist einnig Va af forvöxtum Landsbankans. Lánsupphæð þessi lækki um Vo lúuta af upprunalegu upphæðinni. Máli þessu var vísað til fjár- hagsnefndar til frekari athugun- ar og er þar einnig, eins og áður er sagt frá, skylt frv. frá B. Krist- jánssyni og í fjárhagsnefnd Nd. annað, um seðlaútgáfuna, frá ut- anþingsmanni E. Briem frá Viðey, og hefir verið sagt frá þeim mál- um öllum hjer í blaðinu áður. Eldhúsdagur. I nd. átti eða mátti samkv. gam- alli þingvenju vera svonefudur eld húsdagur, eða allslierjar skamma- dagur um stjórnina, viö frh. 1. umr. fjárlaganna, 21. marts. En úr þessu varð alls ekki neitt og þær athugasemdir, sem mönnum lágu á lijarta, kváðust þeir mundu geyma þangað til seinna. Stjóraarskiftin. Stjórnarskifti fóru fram form- lega í þinginu 22. mars. Tilkynti liinn nýi forsætisráðherra, Jón Magnússon, þetta í báðum deiid- um, og flutti þá í Nd. ræðu þá, sem birtist hjer í blaðinu.Tóku hin- ir nýju ráðherrar, þeir Jón Magn- ú.sson, Jón porláksson fjármála- ráðherra og Magnús Guðmunds- son atvinnumálaráðherra, sæti í ráðherrasessi, en þeir fyrv. ráðh. Sig. Eggerz og Kl. Jónsson tóku sæti á þingmannahekkjum, S. E. þar sem J. M. sat áður í Ed., en Kl. J. þar sem J. p. sat áður í Nd. — í þinginu var óvenjumurgt ákeyrenda. Vegalög. í Ed. var 22. mars rætt ail- lengi um vegalagfrv. stjórnarinn- ar. Flutti Jóh. p. Jósefsson itar- lega framsöguræðu, rakti sögu málsins frá því vegalagningar hóf- ust hjer fyrir alvöru, og afskifti rikis og einstakra sveita og hrepps- fielaga af þeim málum og skoðan- ir manha á því, ihvernig kóma ætti málum þessum fyrir. Sagði að til vega og brúargerða á þessu tíma- bili hefði alls Verið1 varið tæpum 8 milj. kr. Síðan raki liann aðal- efni frv. sem nú lægi fyrir og þær breytingar, sem þar væri gert ráð fyrir frá núverandi skipulagi, s. s- það, að viðhaldi flutninga- trautanna í þjóðvegatölu, væri ljett af sveitafjelögunum. Talsverðar umr. urðu um mál- íð og töluðu þeir auk framsögnm. Einar á Eyrarlandi, sjera Eggert á Breiðabólsstað, Björn Kristjáns- scn og Guðmundur í Asi. Ví'galög þessi eru mikill bálkur og verður nánar sagt frá honrnn seinna og einstökum atriðum hans, 1 sem ætla má að allur almenmng- ur, einkum úti um sveitir hafi Hug á að vita. En þes.si bálkur er aðallega sprottinn af óánægju þeirri, sem allm:kið hefir orðið vart um vegalögin frá 1907. Pingtíðindin. Frv. um afnám á prentun um- ræðuparts þingtíðindanna var felt 1 umræðnlaust í Nd. 22. mars með 5 atkv. mun. Bamt urðu nokkrar skærur um málið eftir á, í umr. urn næsta mál. -— pótti sum- uE. svo sem ' f orseti höf ði misbeitt valdi sínu í meðferð mjálsijis, flutt það t:(l á dag- skránni og látið bera það fyrir-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.