Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.03.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 25.03.1924, Blaðsíða 4
V 4 LÖGRJETTa Laus embætti eru nú auglýstbæj- arfógetaembættið í Yestmannaeyjum, hjeraðslæknisenábættið í pistilfirði, hjeraðsiæknisembættið í Hróarstungu- lijeraði, hjeraðslæknisembættið í Höfðahverfishjeraði og hjeraðslæknis- embættið í Hólmavík. PB. Um taugaveikina í Suður-ping- eyjarsýslu hefir landlækni borist eft- irfarandi skeyti frá hjeraðslækninum , á Húsavik. Eitt tilfelli af taugaveiki htfir komið fyrir í Ysta-Hvammi i Aðaídai. Énnfremur þrjú' tilfelli í i’iatey á Skjálfanda. Hefir veikin Kklega verið þar síðan í nóvember í haust en afar væg. Seyðisfirði 21. mars FH :f Borgara- furdur var haldimi hjer í gærkvöldi úíaf reglugerð stjórnarráðsins nm bráðabirgðabann gegn innflntningi á óþarfa varningi. Fundurinn samþykti yfirlýsing þess efnis, að með því að regingerðin mundi ekki koma að til- ætlnðum notum og valdi aðeins óþæg- indum og dýrtíð, sje hann andvígur henni og framkorann lagafrumvarpi um innflutningsbann. Var ályktun þessi samþykt með fjórðungs at- kvæðamun. Ennfremur var það skoð- un fundarins, að samkværat heimild- arlöguiium gömlu væri aðeins lpyft að hefta innflutning á óþarfa, en eigi á snmam vörutegundum, sem reglugerð- in nær til. Fnndurinn lýsti ánægju sinni á frumvarpi Jakobs Möllers um afnám tóbakseinkasölu og var ályktun um það samþykt með helmings at- kvæðamun. Fundurinn var ekki fjöl- sóttur og hamlaði illviðri fuudarsókn. Fiskilítið er um þessar mundir á suíurfjörðunum. A Fljétsdalsbjeraði er einn maður látinn úr lungnabólgu en nokkrir hggja- FB. Aflabrögð. Afli er dágóður í veiðistöðvunum suður með sjó, í_ ræt en ekki lóðif. I Vestmannaeyjum var tregur afli í gær. í Landeyjum og undir Eyjafjöllum hefir verið róið undanfarna viku þegar gefið hefir og aflast dável. En mjög hefir ágang- ur togaranna spilt veiðinni meðfram Söndunum. Hefir „pór“ þrásinnis verið fenginn til að „reka frá“ og hefir þá batnað í svipinn. A- Eyrar- bakka var afli góður í gær . FB. þilskipin. í gæ.rmorgun komu inr. Keflavikin með 1G þúsund fiskjar og Hákon með 8 þúsund. Vestmannaeyj um 22. mars FB: — Bæjarstjórnarkosning fór frarn hjer í gær. Kosinn var Kristiim Ólafsson fnlltrúi bæjarfógeta í Reykjavík með 40'-I atkvæðum. pórhallur Sæmundsson fjekk 16 atkvæði, Páll Jónsson 7, Halldór Pálsson 4, Aaderup verkfræð- ingnr 2, Brýnjólfur Árnason 1, og Sigurður Lýðsson 1. Ógild voru 16 atkvæði og 3 seðlar auðir. Mokafli er hjer og unnið dag og nótt. Saltskortur er orðinn tilfinn- anlegur. Gísli Johnson á einn eitthvað eftir. ' FB: Bankastjórar í ísiandsbanka hafa verið skipaðir Sigurður Eggerz fyrv. forsætisráðherra og Jens B. Waage settur bankastjóri, báðir frá 1. apríl næstkomandi. „17. júní“, blað það, er portinmir Kristjánsson gefur nt í Kaupmauna- höfn, er nú byrjað á II. árganginum og hefir 1. tölubl. borist hingað. I þ*í er fremst grein um sjera Friðrik Friðriksson og starf hans í þágu K. F. U. M., og þar næst grein eftir sjera Olfert Bicard nm 25 ára afraæli fjelagsins hjer, og fylgir þeirri grein mynd af sjera Friðrik. í ritinu eru ennfremur greinar um landsmál hjer ýmisleg, landamæraþrætu Dana og Pjóðverja, um Islendinga erlendis og nicrgt fleira. Fornólfur dáinn. pú ljetst falla í þarfa vök þræl með utan-prjúli. Grettishanda traustu tök tókstu á hverju máli. J. S. Bergmann. --------o--------- Jafnaðarmaðurinn. Skáldsaga eftir Jón Björaason Þorbjörn byr.jaði að afklæða sig, dræmt og því Hkt sem í hugsunarleysi. ílann tók enskt tímarit, sem hann hafði komið með heim úr t- anferðinni, og blaðaði í því. Én hann mundi ekki stnndinni lengur það sem hann las. 8vo slökti hann ljósið og starði út á myrkrið í stof- unni. XIV. Þegar leið á veturinn, fór Þorbjörn að skrifa minna eti áður hafði verið. Til hvers væri að skrifa, hugsaði hann, þegar ekkert ynnist á, engu miðaði áfram. -Hann fvlti blaðið af að- sendum greinnm og ljet Hilmar „kistil“ og Ketil stúdent hafa fyrir því að tala um fyrir lands- lýðnuni. Þegar kunningjar hans komu heim til hans, sat hann viö skrifborð sitt og las eðá reikaði fram og aftur um gólfið fámáll og annars hugar. Einn daginn kom Hilmar heim til hans, fas- mikill og hávær. — Þetta kann ekki góðri lukku að stýra, Þor- björn! Þú skrifar ekki orð — lætur allar vamm- ir og skammir auðvaldsins óátaldar. Verkamenn sjá þetta. Hvað heldurðu að-þeir trúi lengi á þig og stefnu okkar, ef þessu heldur áfram? — Jeg skrifaði — og þeir trúðu mjer ekki. Jeg barðist fvrir þá með oddi og egg — og fáir fylgdu mjer. ( — Þú ert þó ekki farinn að gugna, ÞorbjörnT spurði Hilmar og höfuðið hvarf niður á milli herðanna og „kistillmn“ þrútnaði út eins og hann væri að springa aftur úr herðum hans. — Væri það undarlegtT Hvað hefur áunnist af því, sem við settum okkur að markmiði og trúðum að mundi nást á stuttum tíma? Fátt eitt, og alt lítils vert, Hilmar. — Kallarðu það lítið, að við erum orðnir sjálfstæðnr flokknr í landinu? Finst þjer það einskisvert, að öll verkamannastjettin er bundin fjelagsböndum og er saintaka? — Öll stjettin! Vertu ekki að reyna að ljúga að sjálfum þjer, Hilmar. Þú veitst betur en þetta. Og þessi flokkur, sem þii ert að taia um — hvað hefír hann gert af því, sem hann átti að geraT Og fjelagsskapurinn er ótiyggur — bygður á sandi. Jeg er hættur að gera mjer glæsilegar vonir. Það hefpir sín’ að byggja loft- kastala og treysta á þá. — Hvað finst þjer að T Erum við elíld á vaxtarleið ? — Þú getur kallað það svo — jeg geri það ekki. Stjettin á engan eldmóð — hana skortir lifandi þrá til umbóta. Og stefnan — stefnau, sem við erum að halda fram, er — —- — —•_ Þorbjörn hætti í miðri setningu. — Hver andskotinn hefir hlanpið í þig, Þor- björn? spurði Hilmar og vissi eklri hvor ætl- aði að verða yfirsterkari, reiðin eða undrunin. — Jeg hefi hugsað margt þetta ár, Hilmar, sagði Þorbjörn, og var sem hann tæki nærri sjer að tala um þetta. Gull he£ir orðið að grjóti og brauð að steinnm. En það er enginn támi til að tala um það nú. Það væri að minsta kosti unnið fyrir gág að skýra þjer frá því. — Hvers vegna? — Vegna þess, að þú stendur enn á sama stigi og fyrir nokkrum árum. — En nú ert þú kominn á annað stigT — Jeg er að komast á það. — Þetta eru mikil tíðindi, sagði Hilmar og var sem hann lamaðist um stund. En hann fun- aði upp eftir stutta stund og hrópaði: A8 þú skulir vera ritstjóri „Þjóðarinnar“ enn. Því ferðu ekki. maður? — Þetta getur orðið, Hilmar. Hilmar stóð upp. Lítil, kolsvört augu hans skutu neistum á Þorbjörn. En haun sá þá ekki. Hann sat álútur við borðið. — Jeg þarf að tala betur við þig síðar, Þor- bjöm! Þessa helvátsku grillu þarf að reka burt úr þjer. Veitstu hvað það skaðaði flokkinn, ef það yrði lýðum ljóst, að þú hefðir skorist und- an merkjum T — Jeg hefi ekki liugsað um það. svaraði Þor- björn dræmt. Hefi heldur ekki sagst ætla að skerast úr leik. Daginn eftir, nokkru eftir miðdegi, sat Þo,- björn heima og leit yfir „Þjóðina,“ sem nýkom- in var úr prentsmiðjunni. Ilann átti ekki nokk- urt orð í þessu blaði. Þar var sín greinin eftir hvorn þeirra „kistilinn“ og Ketil og tvær að- sendar greinar utan af iandi. Ilonum þótti vænt um að hafa eklri skrifað neitt af þvi. Þegar hann las, datt honum i hug hópur manna, sem stæðn með písk og berðu loftið í kringum sig. Hann lagði frá sjer blaðið og stóð um stund úti við gluggann og borfði út. Mannmergðin streymdi fram hjá látlaust, óslitin. Bifreiðar þeystu upp og niður. Hjólreiðamenn skutust fram hjá. Hestvagnar sigu þunglamalega um götuna og gangandi fólk skundaði í ýmsar áttijx Tveir verkamenn stóðu hinum megin götunnar og íæddust við. Þorbirni fanst þeir óþarflega ó- hreinir og illa til fara. Tveir mestu útgerðar- menn bæjarinS gengu fram hjá þeim. Verka- mennimir tóku djúpt ofan. Á eftir útgerðar- mönnunum kom alþingismaður verkamanna- flolvksius og Hilmar „kistill“. Verkamennirnir litu ekki við þeim. Þorbjörn fann slæðu dragast fyrir augu sjer svo sjón hans óskýrðist um stund. Stuttu síðar gengu þau fram hjá, Helgi Thordarsen og Freyja, en staðnæmdust við búð- arglugga rjett á móti. Þorbjörn hörfaði frá glugganum, en horfði samt út — gegn vilja sín- um, gegn mótmælum allra tilfinninga sinua. Hann sá Freyju hallast mjúklega en þjett upp að öxl Helga, sá handlegg hans hvíla í föstu taki um handlegg hennar eins og þeir. væru. í faðrn- lögum. Haun sá Freyju líta framan í mann sinn með ástúðlegu brosi og hann svara því með jafn iMýju brosi. Þau ræddust eitthvað við, stóðu álút við búðargluggann um stund. Svo hjeldu þau leiðar sinnar. En um leið leit Freyja yfir í glugga Þorbjarnar. Hann vissi eklri hvort hún hefði sjeð sig. en hiin leit eldfljótt niður á göt- una aftnr. Þorbjörn stóð lengi í sömu sporum og borfði yfir að glugganum. Móðu dró yfir augu hans Hoíium þyngdi fyrir brjósti og sár sviði fór eins og hitabylgja upp hálsinn. Svo reikaði hann eins og drukkinn maður að legubekknum og fleygði sjer niðúr með lokuð augu. Þannig lá hann um stuud. Þá var drepið á dyr hans. — Kom inn! Þorbjörn lauk upp augunum en hrévfði sig ekki. Samson skáld vatt sjer inn á gólfið, prúðbú- inn. glæsilegur, ljettur á brún með geislandi augun, og stóð af honum hressandi gustur. Þor- björn vissi af reraslu, að þannig var hann jafn- an, er hann var að byrja „að dýrka hinn heilaga Dionvsos'' eins og hann komst sjálfur að orði. — Sæll — Þorbjörn! Má jeg sitja hjá þjer um stúnd og bera fram í þínum híbýlum fórn til hins dásamlegasta af öllum guðurn? Haun lagði frá sjer Iítinn, sívialan, aflangan pakka. — Sittu, sagði Þorbjörn dræmt. En jeg hefi sagt þjer, að jeg hata vín. — En jeg hefi sagt þjér, að þú kant ekki að meta vín. Og þú átt ekki að hata það, sem þú ekki þekkir. Samson vatt sjer úr frakkanum og bar hann, staf sinn og batt fram 1 anddyrið, og kom srð- an inn aftur. — Vertu mjer þakklátur. Þorbjörn, að jeg kem hjer og flyt guðsdýrkun inn í hús þitt. Þú þarft hana. Og þú þarft mann að tala við. Sarnson vafði umbúðimar utan af pakkanum og kom þá í ljós wiský-flaska og stór bikar úr slípuðum kristalli á þungum. breiðum, upp- hleyptum fæti. Hann aetti hvorttveggja á borðið. — Ertu að byrja núnaT spurði Þorbjöra og tók ekki augun af Þorbirni því líkt sem hann væri hræddur við þessar aðfarir. — Já — nú er jeg að byrja. En það er ekki sjeð fvrir endann enn. Gott verk og þarft skal lengi vinna. Samson helti bikarinn fullan, hóf hann jafn liátt höfði sjer og mælti hátíðlega: Skál Dionysosar og allra góðra guða! Hann drakk laagan teyg. Þorbjörn lokaði augunum og báðir þögðu um stund. Samson dreypti á ný á víninu og leit nú á Þorbjörn. Hann sat og studdi handleggn- um á legubekksbrúnina. Andlitið var náfölt að undanskildum rauðum blettum í kinnum, liárið ógreitt og skeggið. Samson horfði lengi á hann eins og hann vœri a8 brenna hvert einkenni and- lits hans í minni sitt. Loks sagði hann lágt og: alvarlega eins og sá, sem ekki vill móðga: — Nú áttu bágt, Þorbjörn ! Þorbjörn kiptist við eins og glóandi járn liefði komið við hann. Hann hleypti brúnum og leit hvössum, glampandi augum á Þorbjörn um leið og hann sagði: — Ertu orðinn ölvaður straxT — .Segðu ekki ueitt, Þorbjörn, mælti Samscn. og lagði flata hendina fram á boröið. Jeg sje hvernig umhorfs er á -sál þinni. Þú átt bágt —- eins og allir þeir, sem standa á rústum. þeirra. kastala, sem þeir liafa bygt í unggæðislegri of- dirfsku — þó ekki hafi verið nema í loftinu. — Víð hvað áttu? spurði Þorbjörn, og rödd- in skalf og handleggui-inn, sem hann studdist í. — Þú ert farinn að hafa grun um, að nú eins og fj’r verði lýðnum ekki lyft með því, sem. þú hefir talið sterkasta lyftimagnið. Er það ekki rjett? Vertu nú einlægur, Þorbjörn. Hræsn- in er rót alls ills. Þorbjörn ljet fallast aftur á bak í legubekk- inn. — Jeg veit ekki hvað mig grunaæ, og Iivað1 jeg er viss um. En — en —: jeg held, að jeg sje að — sturlast. Samson tók utan iuu gljáslípaðan bikarinn og kinkaði kolli. — Jeg sá það, Þorbjörn, sagði hann rjett á eftir, að lífið var að hefna sín á þjer. Eða vitka þig —- jeg veit ekki hvort heldur. En talaðu. ekki um sturlun. Þangað er löng og krókótt leið, og hana ferðu aldrei. Þú gengur of beint til þess. Þorbjörn reis npp snögglega og horfði 4 Samson. — Veitstn hvað það er. að fá efann, ískald- an, nagandi efann, inn í sál síná? Veitstu hvað það er; að sjá alt í eirui lífsverk sitt, sem mað- ur hefur elskað, fórnað öllu, barist fyrir, verða að bjegóma, ef til vill að vitleysu eða eyðilegg- ingu? Þú veitst það ekki, Samson! Samson drakk í botn bikarsins og setti hanm hart niður. . — Nei — jeg hefi ekki reynt það. En jeg skil það. Þorbjörn tók að ganga um gólf, hratt, eirðar- levsislega, ekki í sömu átt, heldur ýmist fram að stofudyrunum, eða út að glugganum, eða að svefnherbergisdvrunum — eins og alstaðar væiu logandi eldibrandar fyrir honum. — Taktu þessu með þolinmæði, Þorbjörn„ sagði Sarnson, þegar hann bafði horft á Þor- björn um stund og helt á bikarinn. þetta er öldugangur lífsins. Við erum stundum á hvít- fyssandi, brjóstabláum faldinum. stundum niðrí í öldudalnum. Nú hefur þú fallið niður í einm dalinn. —- Þú talar eins og barn, sagði Þorbjörn raeð aunarlegnm ákafa. Að taka því með ró og þol- iumæði, að maður hefir bygt líf sitt á kviksyndi, að sjá, að hugsjónin, sem maður trúði á er fjarstæða — og alt sekkur — sekkur! — Þú hefir ekki lifað til einskis, Þorbjörn. Þú hefir blossað upp í stórsýnum draumumr fylt sál þína anda og eldi þeim, sem hugsjónin gefur — þó hún sje fölsk. Þú hefir þreifað á þeim mætti, sem fvlgir því, að lifa fyrir hug- fólgið starf, stefna að ákveðnu marki — þ<> markið víki nú undan þjer og leysist upp f óveruleik. Konungs-hugsjón hefir þú borið s sál þinni, en valið henni rauga leið til fram kvæmda. Þú hefir lifað stutt en vel — átt elöf hins lifandi manns, stórsýna manns, djarfa manns. Hvers krefstu meira? — Að standa við marlrið og geta sagt: Hier er jeg kominn! Að þreifa á liugsjón minni um- skapaðri í veruleika. Hitt nægir mjer ckki. Það nægir engum með mannslund. Það er ekki jeg- sjálfur, sem bíð ósigur. Það hrynur alt í kring um mig — fellur — fellur þrotlaust! Þorbjörn settist aftur og þagði um stund. Samson drevpti á bikarnum, ört en lítið í sran,. Svo hóf Þorbjöra aftur máls, lágt og slitrótt eins og eittlivað hefði brostið í lionum. — Árin, sem jeg var í Höfn, varð mjer það Ijóst, að jeg hlaut, samkvæmt einliverri ósjálf- ráðri eðlishvöt, að finna eitthvert mark að stefna- að og keppa að — einhverja hugsjón — há- leita, göfuga hugsjón------að lifa fvrir-------- eitthvað mikilvægt, djarft, heilagt. — -— Hvað var hagfræðin? — — Dútl og dund. — — Ekkert.-------Ekkert mannsverk.--------- Engiis

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.