Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.03.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 29.03.1924, Blaðsíða 3
sem jeg liefi kent það; en þaS ern: Kolbeinn, og Guðmundur son- ur hans á nftjótsvatni, og svo Arni og Sigurður í Alviðru. pess- ír allir menn kunna alt eins vel og jeg þetta klakstarf, og er því ekki að vænta að jeg komi þar austur í þessar sýslur hjer eftir Tfcil þessa starfs. pórður Flóventsson frá Svartárkoti. ■ ..-o-------- Erl. símfregnir Khöfn, 27. mars. FB. Poincaré segir af sjer. Símað er frá París: Ráðuneyti IPoincaré sagði af sjer í gær. Á- stæðan til þess er sú, að öldunga- ■ deild þingsins samþykti lagafrum- varp þess efnis, að menn, sem storfuðu í þjónustu ríkisins, án þess þó að vera embættismenn, skyldu njóta eftirlauna. pegarfrv. þetta hafði verið samþykt, fór Poincaré á fund lýðvéldisforset- ans og beiddist lausnar fyrir sig og ráðuneytið. Var lausnarbeiðn- :in veitt, en forseti hefir jafnframt Ijeðið Poincaré að mynda ráðu- meyti á ný. (Ástæðan til lausnarbeiðni Poin- >caré virðist ekki vera mikilvæg. Fn öldungadeildin hefir undan- farið verið að leika sjer að því að stríða Poincaré, og má vera, að liann vilji nú sýna henni, að þing- ið geti ekki án hans verið. Eða þ»á að ástæðan er sú, að hann vill lireinsa til í ráðuneytinu ogbreyta 'íixm suma ráðherrana). ------o------- Happdrætti stúdenta. pessir vinn- angar hafa þegar verið sóttir. Mál- verk Júl. Sveinsdóttur: Glanni, fjekk Ríkarður Jónsson. Saumavjel fjekk Guðr. Klemensdóttir í Tjarnargötn. Faust,Kjartan Olafsson brunavörður. Árin og eilífðin Jókanna Lárusdóttir, Kerðurstíg. Málverk Ó. Túbals Bald- ur Gr. Baldvinsson. Gull-kvenúr Ólöf Sveinbjörnsson Túng. 600 kr. Bald- vin Jóhannsson frá Dalvík. Loftvog, frú Kr. Kragh- pórðarhöf'öa, mál- verk G. Th. Ingibjörg Guðmunds- dóttir Bergstaðastíg 20. Stykkishólm, miálv. Eyfells, Sig. Sívertsen próf. 200 kr. Kristjana Blöndahls Dansinn 5 Hruna, Halldór M. Sigurgeirsson Hafnarf. Eiríksjökul, málv. G. Th., Ólafur Jónsson, Brunnstíg, Hafnar- firði. Riffil, Vigdís Thordersen, Hafnarfirði. Ljóðmæli p. G., Sig. Guöm. verslunarráðsritari- Nótt, eftir E. .Tónsson, Lárus H. Bjarnason hrd. Eafmagnsofn, Rób. Smith: íslendinga sögur prúður porsteinsdóttir, Álfta- nesi. 100 kr. sjera Ólafur Sæmunds- son í Hraungerði. Pappírshníf, Einar Jónsson Vík í Mýrdal. Afsteypu nr. -5 eftir E. Jónsson, Karl Torfason borgarstjóraskrifari. pessi númer hafa enn ekki verið sótt: A. 04018 (1000 kr.). B. 04623 (100 kr.). C. 05677 (E- J. afsteypa nr. 4). D. 00638 (Sjónauki). D. 02668 (málverk eftir Kjarval). E. 04800 (málv. eftir J. Stef.). E. 09007 (Sambýli eftir E.H.K.). F. 06111 (málv. Kr. Jónsd.). H- 01549 (Nýáll eftir H. P.). H. 04433 (málv. eftir Eyfells). I. 02083 (Farmiði). I. 02931 (E. J. Frummynd). •J. 09376 (málv. eftir Ásgr. Jónss). •-------x-------- LÖGRJETTA Jafnaðarmadurinn. Skáldsaga eftir Jón Björnuou þig á sjálfum þjer. Jeg skal einskis spyrja. En jeg skal reyna að vera þjer einhverskonar græðsludís. Reyndu þetta, Þorbjörn! Ef það blessast ekki, þá ferðu burtu aftur. Þorbirni fanst, meðan Hildur talaði, að um sig dragast ósýnilegur töfrahringur, sem hann væri luktur í. Rödd hennar, full ástúðar og inni- leika, augun, geislandi af móðurblíðu og skiln- ingi þess, sem ann, andlitið, frítt, göfuglegt, al- varlegt með silfurlitan hárkransinn umhverfis, hlýr þrýstingur mjúkrar handarinnar •— alt þetta vermdi hann inn að hjarta svo honum fanst heitar lindir vilja brjótast fram. Hann langaði til að setjast upp og halla höfðinu að brjóstum þessarar konu og gráta út líf sitt. En hann beit á vörina. Þó döggvuðust augu hans af hitauppsprettunni að innan. Hann þagði íengi. Hildur beið —- vildi lofa orðum sínum að festa sem bestar rætur. En hún fann, að sigraði hún ekki nú, þá yrði erindi hennar árangurslaust. — Jeg er einskis þurfi! sagði Þorbjörn loks og gerði rödd sína kalda. Þú býður vel, Hildur. En jeg get ekki þegið það. Þarf þess ekki! Jeg sagði upp rftstjóm á „Þjóðinm“ í gær, og get því hvilt mig hjer heima — ef jeg annars þarfnast nokkurrar hvíldar. Hildur þagði um stund, og vissi ekki hvað hún ætti að taka til bragðs. Hún strauk enn kalda hönd Þorbjarnar, eins og hún vildi seiöa hann undir ástríkisvald sitt — láta hann lúta hjálp sinni og vernd. Hún reyndi að hor;a í augu hans. En hann leit alt af undan. — Einu sinni þegar þú varst lítill dreugur, mælti Iíildur, komst þú til mín grátandi. Dreng- irnir sem þú ljekst þjer með, höfðu meitt þig. Þú gTjetst sárt. Jeg spurði þig, hvort þjer mundi ekki batna, og tók þig upp í kjöltu mína. Ef jeg fæ að vera hjá þjer, svaraöir þú. Þú satst á skauti mjer langa stund og varíst aftur glaður. Ilildur dró andann þungt. En þó heyrði him, að Þorbjörn andaði enn þyngra — eins og eitt- hvað vildi brjótast upp frá brjósti hans. Hún hjelt, að hún væri nú að sigra, og mælti enn- fremur: — Mimdi nú ekki fara á sömu leið, „ef þú fengir að vera hjá mjer.“ Nú ert þú jafn sorg- bitinn og þegar þú komst til mín og settist á kjöltu mjer. Komdu til mín nú eins og þú gerðir þá — og þjer mun batna og þú munt verða glaSur! Hildur var orðin rjóð og heit. Annarlegur ljómi skein úr augum hennar. Sá ljómi f jell yfir Þorbjörn, skjálfandi inn að instu hjartarótum, örvinglaðan, ráöþrota. Nokkur stirnd leið svo að hann sagði ekki neitt. Metnaður og stórlæti, vinarþörf og auðmýktartilfinning háðu stríð um næstu svör hans. En alt í eimi stjakaði hann Hildi fram af legubeldmum og reis sjálfur upp í fullri hæð, rjetti úr lotnum herðunum, jafnvel brún hárbylgjan reis á höfði hans. Hann horfði beint og hiklaust í augun á Hildi og mælti kaldranalega rólega: — Það eina, sem jeg þrái, er að vera í friði fyrir þessum svo kölluðu vinum mínum. Þið komið hjer hvert eftir annað og talið um hjálp og prjedildð guð og aðra vitleysu. Jeg þarf ekki nokkurrar hjálpar með! Þorbjöm tók að ganga um gólf eirðarlaust og óákveðið eins og þegar Samson sat hjá lionum. Hildur beygði höfuðið eins og í bæn, varir hennar skulfu því líkt sem í gráti. — Á jeg að fara, Þorbjörn? spurði hún und- ur lágt. — Var erindiö meira? — Nei. Hildur stóð upp. Guð hjálpi þjer, Þorbjörn, og vertu sæll! — Góða nótt! Hurðin luktist á eftir Hildi. En Þorbjörn slökti ljósið, fálmaði sig áfram eins og blind- ur maður að legubekknum og kastaði sjer niður á hann. Ein einasta helsár hugsun gagntók hann: Því gerði jeg þetta! Því gerði jeg þetta! ---------Þegar Hildur kom heim, beiö rit- stjórinn hennar í anddyrinu. Hann liafði geng- ið þar um gólf síðan hún fór, órór og ltvíðinn. — HvaS segirðu, Hildur! Hvað sagði hann? — Það sama og fyr. Hann vildi helst ekki við okkur kannast. Og hann er orðinn eins og skuggi af sjálfum sjer. Guð veit, hver endir verður á sálarstríði hans. Ritstjórinn varpaði öndinni. Það kemur mjer ekki á óvart. Bauðstu honum að koma til okkar? — Já! En það var eins og að höggva í klett. Þó veit jeg, að hann þyrsti eftir að koma til okkar. — Hvað getur maður aðhafst, Hildur? Ein- hversstaðar verður honum að koma frá þróttur til að bera þetta hrun. — En Freyja? sagði Hildur og leit spyrj- andi á mann sinn. Hún sá bjarma upp af nýrri von í augum hans. — Freyja! Reynandi væri það! Ef hún að- eins vildi tala við hann. Við skulum finna hana strax í fyrramálið — bæði. Freyja var nýlega klædd morguninn eftir og sat með ljóslokkaða soninn á skauti sjer, er þau komu, foreldrar hennar. Thordarsen var erlend- is í skipakaupa-erindum. — Nú ervtm við komin til að biðja þig um hjálp, Freyja, sagði Hildur, þegar þau höfðu setið um stund og gælt við dóttursoninn. — Hvað er það, mamma? Get jeg lijálpað ylckur nokkuð? — Þú átt að tala við Þorbjöm fyrir okkur, sagði ritstjórinn og tók hönd dóttur sinnar. — Tala við Þorbjörn — fyrir ykkur? Hvað eigið þið við? — Við höldum, að Þorbjörn sje í hættu staddur, — sálarlegri hættu, sagði ritstjcrinn. Því miður hefir það rætst fljótar en mig varði, það sem jeg spáði honum, þó á annan hátt væri en jeg bjóst við. Það þarf að bjarga honum úr þessari nýju hættu. Mamma þín hefir reynt það — en árangurslaust. Hann var kaldur og óþýður við hana. En hann er velkominn heim í Suðurgötuna aftur, ef hann vill. Vilt þú reyna að finna hann ? Þú þarft ekki að láta uppi neitt ákveðið erindi. Hugsanlegt er, aS gamlar glæð- uin kynnu að lifa enn, og að návist þín gæti blásið í hann nýju lífi, nýjum andlegum þrótti. Viltu reyna þetta, Freyja? Freyja roðnaði niður á brjóst, og leit niður fyrir sig. Lengi þagði hún. í fyrstu varð hún öll heit af sælli sigurtilfinningu. Nú gæti hún máske orðið Þorbirni bjargvættur — bætt fyrir þá sorg, er hún hefði borið inn í líf hans — sýnt honum, að hún hefði ékM gleymt honum. En skyndilega fjell hún niður af þessu fagnað- arflugi. Hvað mundi Þorhjörn segja, ef hún kæmi til hans — hún, s!em hann mundi álíta, að væri huglaus daðurdrós. Hún mintist síðustu funda þeirra og varð því líkt sem kall. um hjartað. Nei — hún gæti ekki gengið. fraraar undir nístandi svipúhögg orða hans og augna. Það yrði að fara eins og auðið væri. Hún gæti ekki — gæti ekki farið þessa för. Þegar hún leit npp, stóðu tár í augunum. — Þetta get jeg ekki gtert, pabbi! Biddu rnig ©kki um það! Það væri árangurslaust! Jeg finn það! -— Jæja, bamið mitt, sagði Hildur döpur í bragði, ef þjer finst þú ékki hafa mátt til þess, þá skulum við ekki tala >meira um það. Guð verður að hjálpa honum á einhvera annan hátt. — Hugsaðu samt um þetta, sagði ritstjórinn um leið og þau fóru. Freyja liugsaði áreiðanlega um þetta.. Hún gekk friðlaus um húsið. Þorbjörn fór ekki úr huga hennar. Ætti hún ekki að fara, ef hún gæti stráð einhverri hlýju yfir sál hans? En í hvtert sinn, sem hún ákvað að fara, kom óttinn við að ýfa upp gamalt sár Þorbjarnar, og hræðslan við það að láta hann steypa yfir sig klakaköld- um ásökunum. Nei — guð yrði að fyrirgefa henni, ef hún gerði rangt. En hún gæti ekki farið! Hún reyndi að þagga þessar hugsanir niður. Ljek við son sinn í ærslafullri gleði, fann upp á einni vitleysunni eftir aðra, svo barnið æpti af fögnuði. ‘Eða tók sauma sína og vann eins og líf lægi við. En hugur hiennar var eins og hafrót, Þannig leið dagurinn til kvölds. Þegar barnið var sofnað og kyrt var orðið í húsinu, varð henni þetta óbærilegt. - Klukkan níu símaði hún til móður sinnar og sagðist ætla að fara til Þorbjamar. Hún bað foreldra sína að fara með sjer. Þau gætu beðið úti á götunni meðan hún talaði við Þorbjörn. 9 v Þau brugðu við og sóttu Freyju og gengu áí* stað. Þau töluðn litið á leiðinni. Þó sagði ritstjór- inn Freyju það, að Samson skáld hefði komið um hádegisbilið og spnrt, hvað þeim Hildi og Þorbirni hefði farið á milli. Honum væri auð- sjáanlega mjög umhugað nm Þorbjörn. Þegar þau komu að húsdyram Þorbjarnar og litu inn í anddyrið, sáu þau, að þar stóð Sam- son skáld, húsmóðir Þorbjamar og vinnukona hennar — og lögregluþjónn. Hann var að stinga upp stofudyr Þorbjarnar. Þennan sama morgun hafði Þorbjörn vaknað eftir tveggja tíma svefn. Hann var þreyttur. og sömu hugsanimar og haldið höfðu vöku fyrir honum, leituðu nú á hann með vaxandi afli. Og nú bættist það við, að hann hefði rekið Hildi frá sjer á sömu stund og hún breiddi faðm sinn móti honum. Hann borðaði ekki miðdegisverð — sagðist vera lasinn. í þess stað drakk hann nokkur glös af ltöldu vatni. Eftir miðdegið lokaði hann dyr- unum. Það hafði enginn neitt inn að gera. Svo fleygði hann sjer í legubékkinn. Nokkru síðar var drepið á dyr. Hann hreyfði sig ekki. Þá vair barið enn fastara. Sama þögnin inni. Og enn var barið og mest nú. Steinhljóð inni fyrir. Þorbjörn dró aðeins andann hraðará og kreisti saman varimar. Eftir nokkra stund var kallað: — Opnaðu Þorbjöm! Þú ert heima! Röddin var Hilmars „kistils.“ Ekkert svar. — Þetta er þýðingarlaust fyrir þig, Þor- björn! Jeg veit, a,ð þú ert heima. Frakkinn þinn, stafurinn og hatturinn eru hjer. Opnaðu! Ströx I Nokkur þung högg fylgdu. Dauðakyrð inni. . Hilmar stóð um'stund við dyrnar, úrræðalaus. Höfuðið seig niður á milli herðanna og „Mstijl- inn“ þrútnaði. Hann gægðist í gegnum skráar- gatið. LyMllinn stóð í að innanverðu. Þorbjorn var heima. — Þorbjörn — gerðu það fyrir íuig að opna. Jeg þarf að tala við þig. • Nú var rödd Hilmars svo barnslega innileg, að Þorbjörn stóðst hana elrki. Hann reis upp e>g opnaði. Hilmar gekk inn. — Hvað gengur að þjar', maður* — Jeg vil hafa frið! — Ertu að verða — verða vitlaus, Þorbjöm? — Hvað ætlarðu að tala við mig? — Þú ert búinn að segja upp i’itstjórastai'f- inu. Hvað á þetta alt, saman að þýða? Þorbjöm svaraði ekki strax. Hann stóð álútur við skrifborð sitt, álútur eins og þteir, sem beia þá byrði, er þeir fá ekM undir risið. Hann var svo náfölur, að Hilmari varð hverft við. Þá sagði Þorbjöm: —- Jeg hefi ekki trúna lengur. Og þá er jcg gagnslaus. — Trúna á hvað? — Á sanngildi og siðferðilegt: gildi þess máls, sem við höfum barist fyrir. — Af hverju hefúrðu tapað trúnni á þaðf spurði Hilmar, og steig feti nær Þorbirni. — Af því, að hún hefur látið sjer til skammar Augu Hilmars skutu hinum gömlu neistum, er hann sagði: — Þetta er óráðshjal. Þá ert ekki með öllnm mjalla. — Jeg hefi sjeð svo miMð, Hilmar, að við er- um allír á villigötum. Sumir okkar vegna þess að við erum hræsnarar. Sumir vegna hins, að þeir eru heimsMngjar. Og það sem verra er — við erum að gera aðra hræsnara og heimsMngja með okkur! Þetta kom eins og helkaldur vatnsfoss yfir Hilmar. Honum ofbauð um stund. Þorbjom hlyti 'að vera geggjaður. En þessi kaldi foss varð aðeins til þess að auka eldinn, mótþróann í hon- um. Hann baæði í borðið um leið og hann sagði : — Hættn nú — Þorbjörn! Hvaða auðvalds- djöfull hefur smogið inn í þig og umhverft þjjr svona? Ætlar þú, — pú — að gugna, þegar ekM vantar annað en herslumuninn ? Ertu orðmn sjóðandi vitlaus! Þegar alt landið er á leiðinni að ganga undir merM okkar — hvert smáþorp er að lyfta undir sama bjargið og við! Hræsn- arar! Erum við hræsnarar?? Bentu á þál HeimsMngjar! Bentu á þá líka! Þú ert svikari

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.