Lögrétta - 02.04.1924, Qupperneq 4
4
LÖGRJETTa
ur og vind, eða horfin út í hafs-
auga gleymskunnar.
Til þess þó að þenni minn ryðgi
ekki gersamlega, sting jeg hon
um niðnr smámsaman, qg geta þá
ismámunir valdið stundum við-
hragðinu eða nokkurskonar til-
viljun.
Nú fyrir fáum dögum fjekk jeg
frá vini mínum í Evík í umslagi
hálft blað af Morgunblaði, aftari
hlutann, og sást 'hvorki tölunúmer
nje heldur dagsetning. par í er
riígjörð eftir Guðm. Hannesson
prófessor, um bækur og— lestur
þeirra, og önnur • eftir J. B. um
Kveldglæður, 6 sögur eftir G. F.
Margt kemur í blöðunum, sem
eggjar mig meira en þessar grein-
ar til umræðu. En þó gríp jeg nú
pcnnann til að athuga þessar
greinar, eða þó rjettara sagt, ým-
islegt í sambandi við orð og hugs-
anir höfundanna.
Guðm. prófessor minnist á það,
•sem lesið er og ekki lesið; þar á
meðal nefnir hann æfisögu Frank-
líns, sem hann segir, að liggi
óseld og þá auðvitað ólesin, semni
litgáfan, Mjer er það ljóst, að
þessi bók er merkileg. En ef til
vill er hún kunnari almenningi
en nafni minn heldur. Fjöllesið
unglingablað hefir nýlega endur-
píentað æfisöguna, fyrri hluta
fcennar að minsta kosti. og þar
i" eð aukið iitbreiðsluna.
Pá minnist greinarhöf. á bæk-
ur Pjóðvinafjelagsins, Sparsemi,
Auðnuveginn o. s. frv. pær bækur
tru afbragð að vísu. Og ef jeg
•eða mínir stallbræður hefðum af
nokkuru að státa, gætum vjer
þakkað þessum bókum góðar heit-
strengingar í æsku, þegar harð-
iádi virtust ætla að gera hjer
iandauðn á ísaárunum, með út-
flutningi fólks og vonieysi margs-
lconar. Auðvitað eru þessar bæk-
ur jafngóðar nú, sem þær voru
rjett.eftir útkomu sína, ef lesnar
væru og teknar til greina. Og,
víst eru þær líklegri til að efla
unglinga til dáða en skemtanirn-
ar, sem nii draga að sjer æskuna,
cg skólarnir, ætla jeg að bæta
við.
Af því að svo merkur gáfu-
msður á í hlut, sem Guðmundur
Hannesson er, vildi jeg að einhver
tæki undir mál hans. En heldur
þykir mjer slá út í fyrir nafna
mínum, þegar hann í greinarlok
fer að benda á nýja bók til lest-
urs, og bendir á „Nonnas< I'tla
eftir sjera Jón Sveinssou.
Allmörg ár eru síðan þessi bók
var nefnd, mig minnir í Eimreið.
og látið mikið af henni. Jeg
bjóst við mikilli gersemi. En von-
brigðin urðu mikil. Bókin er að
vísu Iiðlega orðuð og mun falla
börnum í geð. En þá eru upptald-
ir kostirnir. Hún hefir þann nein-
galla nútíðarbókmentanna að
vera fjölorð úr hófi, og þá um
leið vatnsblönduð, svo sem sjá
má á því, að ferðasaga hans frá
Akureyri beint til Hafnar breiðir
sig yfir 2—300 blaðsíður. Eini
atburðurinn, sá um ísbirnina, sem
raatarbragð er að, er svo ólíkinda
legur, sem mest má verða. Bók-
mentarit get jeg ekki sjeð að
þessi bók sje. Og flöt mundi
Heimskringla Snorra hafa orðið,
eí flött hefði verið á þennan hátt
eða þvílíkan. pað verð jeg að
segja, að jeg fell ekki í stafi af
því, þó að gerð sje hárkolla á
fcöfuð bókmentarinnar og ýrt ilm-
vatni í þá kolla. Og undaríeg er
þögnin í þessu Iandi stundum og
kvnleg umræðan: Sigurbjörn
Sveinsson skrifar sögur, sem frá
mínu sjónarmiði eru á allan Iiátt
merkilegri en þessi barnagæla sri
Jóns. En' engínn minnist á hann,
aí því að hann hefir harist á-
fram hjer heima og sigrað um-
komuleysið.
Annar höf., ufidir dularnafni,
Pórir Bergsson, hefir látið í Eim-
reið og Skírni þó fáeinar smá-
sögur, prýðilega samdar. Hann er
ekki nefndur á nafn og þau hefti
tímaritanna, sem sögurhans flytja,
eiu ekki heldur ritdæmd. Aftur á
móti er kjmjafullur sagnasamsetn-
ingur lofaðui- upp í hástert, í sum
um blöðum, og lcveður sú básúna
við háa raust alt sunnan frá Graf-
arvogi og norðnr áð Oddeyrar-
bót. En að vísu á Guðmundur pró-
fessor Hannesson engh rödl í
þeim söng.
Jæja, nafni minn! Ekki mun-
um við lenda í einvígi út af þessu,
og hafa skaltu þökk mína fyrir
hugvekjuna, þó stutt sje, eins og
veyndar alt, sem sjest frá þ'nni
liendi. Og hittumst svo hcilir
næst!
Nú sný jeg rajer að Jóni okkar
Björnssyni skáldi og ritdómara,
því að það er hann hvorttveggja,
þó að jeg játi eigi öllu, sem hann
segir í þeim efmim. enda stönd-
um við sinn á hvoru leiti aldtirs
og umhverfis.
■o-
Prófessor í eðlisfræði og efna-
fræði Við háskólann í Osló, dr.
Lars Vegard, hefir nú nýlega
dregið að sjer athygli mikla meðal
vísindamanna víðsvegar um heim.
Hann hefir gert ýmsar ljósfræði-
legar uppgötvanir, sem talið er
að skýri ýms fyrirbrigði, sem
menn hafa fengist við, án þess að
kornast að fastri niðurstöðu.
Próf. Vegard er bóndasonur,
44 ára gamall. Tók próf í eðlis-
fræði og efnafræði 1905 og varð
doktor 1913 og eftirmaður Birke-
Iands prófessors 1918, og hafði
áður verið aðstoðarmaður hans og
samverkamaður. Aulc þess hafði
hann og unnið hjá Thombon í
Cambrigde og Bragg í Leeds, en
gert mikið af lokarannsóknum sín
t!m í Levden, þar sem tæki þ.vkja
einna best á þessu sviði. pað eru
einkum rann.sóknir á Norðurijós-
um, sem Vegard hefir fengist við.
En kenning hans fer í þá átt aðal-
lega, að tttan urn jörðina og and-
rúmsloft hennar sje köfnunarefnis
lag, sem orðið sje mjög kalt, og
sje því orðið að nokkru leyti fast
eða krystallað. í þessu lagi brotn-
ar ljósið, sem til okkar kemttr ut-
an úr geimnttm. pað er rannsókn
á hinum græna bjarma norður-
ljóssins, sem komið hefir Vegard
á þessa skoðun, en þeim rannsókn-
um ,hjelt hann áfram eftir Birke-
land. Hann tók eftir því, að yfir
80 línur í litrófi norðurljóssins
stafa af köfnunarefni. Datt Veg-
ard þá í hug að ef til vill væri
kuldinn í þessum háu loftlögum
svo mikill. að köfnunarefnisgufan
hefði krystallast í fast form og
það væri þetta köfnunarefni, sem
væri valdandi hinnar óþektu línu
i lifrófi norðurljósanna.
Vegard setti svo ýrnsar þessar
skoðanir sínar fram á náttirru-
fræðingafundi í Gautabörg í sum-
ar, en fjekk lítinn byr, enda vant-
aði nánari rannsóknir og tilraun-
ir. En þessar tilraunir hugsaði
Vegard sjer að gera og fór í þeim
tilgangi til Leyden, því við eðlis-
fræðisstöðina þar er öll kælinga-
„teknik“ talin fullkomnust. paug-
að fór hann í nóvember, og 10
janúar s. 1. var talið að hann heíði
sannað ltenningar sínar með til-
raunum. pað tókst að framleiða
köfnunarefni svo kalt, að það
storknaði og stóð eins og ísplata
í tilraunastöðinni. Á þessa plötu
var svo stefnt rafmágnsgeislum,
katodugeislum með mismunandi
hraða. pegar Ijósliraðinn hafði
náð vissri hæð, sáu allir vísiuda-
mennimir, sem viðstaddir voru,
sjer til nndrunar, að köfnunar-
efnisplatan sendi frá sjer einmitt
samskonar grænleitt ljós og ann-
ars er aðeins kunnugt Knorður-
Ijósunum. Og það reyndist svo,
að þessi græna lína lá á alveg
sama stað og hún liggur í litrófi
norðurljósanna, og allir aðrir lit-
irnir sömuleiðis. Sömuleiðis komu
fram samskonar kögurljós og
stundum sjást á eftir norðurljós-
um. Tilraununum hefir að sjálf-
sögðu verið haldið áfram.
pað er talið, að þessi uppgötv-
un geti skýrt ýms fyrirbrigði önn-
ur. T. d. er álitið að blámi him-
insins stáfi af ljósbrotinu í þessu
krvstallaða köfnunarefni, en ekki
af Ijósdreifingunni í hinum venju-
legu loftmólekylum, eins og áð-
ur var talið. Einnig er talið að
þetta skýri það, hvers vegna ra-
diosímun sje erfiðari á degi en
nóttu, á sumri en vetri; því um
heitan og bjartan tíma eyðist
nokkuð af hinu krystallaða lagi
og geri óskýrari takmörkin milii
gufuhvolfsins og köfnunarefnis-
lagsins, en þetta lag valdi því
annars, að radiobylgjurnar dreif-
isl ekki út í hvippinn og hvapp-
inn, heldúr haldi þeim saman. pá
vill Vegard einnig með þessu skýra
það, hvernig á því standi að fasta
stjörnur tindri, en reikistjörnur
ekki. Stjörnþokurnar vill hann
skýra frá þeSsu sjónarmiði o. s.
frv.
Auðvitað hefir hjer aðeins ver-
ið sagt á alþýðlegan hátt frá
nokkrum almennum og yfirborðs-
legum atriðum í sambandi við
þetta mál, en þó þeim. sem helst
snerta kjarna þess. Til náuari
rannsóknar og mats á þessu þarf
að sjálfsögðu sjerfræðilega ment-
un. sem allur þorri manna hefir
ekki. en fræðimenn halda að sjálf-
sögðu rannsóknunum áfram. En
sumt af þessu er svo eftirtektar-
vert, að vel má revna að segja frá
því allri alþýðu, sem gaman hefir
at slíku.
--------x-------
Dagbók,
29. mars.
Hinn 5. jan. s. 1. andaðist að heimili
sínu, Hjálmstöðum í Laugardal, Guð-
mundur, sonur Páls Guðmundsson-
ar bónda þar; efnispiltur um tvít-
ugt. Banamein hans var hjartasjúk-
dómur.
.FB. Hinn 21. þessa mán. andaðist
Itigimundur Jónsson bóndi að
Svarfhóli í Strandasýslu, vinsæll
maður og vel látinn. Hann var kom-
inn að sextugu.
FB. Eimskipafjelagið fjekk í gær
skeyti frá skip.stjóranum á ,,Gull-
fcssi“ þess efnis, að í fvrrakvöld
liefði komið upp éldur í póstflutn-
ingaklefanum á skipinu. Var eldur-
in:i slöktur á stundarfjórðungi, en
þá var verðpóstflutningurinn brmm-
ini^ Almennur brjefa- og böggla-
póstur muu hafa verið geymdur á
öðrum stað í skipinu. Um upptök
eldsins var ókunnugt þegar síðast
frjettist, en sjópróf munu hafa farið
fram í Leith í gær.
porlákshöfn, 28. mars. FB. Vertíð-
in hjer hefir verið sú besta í mörg
undanfarin ár. Hlutur er orðinu á
fimta hundrað af vænum þorski. En
skip ganga hjeðan færri í vetur en
nokkurntíma áður, aðeins fjögur op-
in skip frá vertíðarbvrjun, og hið
fimta nýbyrjað. Vjelbátar ganga
hjeðan engir. Mest liefir aflast hjer
2,500 fiskar á skip á degi, í fjórum
róörum.
FB. Til svars upp á fyrirspum,
sem Eimskipafjelagið gerði viðvíkj-
ai:di póstbrunanum í „Gullfoss“ fjekk
þaö svolátandi skeyti seint í gær-
kvöldi: „Póstflutningurinn í geymslu-
skápnum var þessi: Tveir sekkir af
vcrðbrjefum, einn sekkur af verð-
bögglum og tveir lausir bögglar f frá
Kliöfn?) til Revkjavíkur. Einn sekk-
ur af verðbögglum og einn sekkur af
almennum bögglum frá New-York til
Revkjavíkur. Einn sekkur með brjef-
uni og einn sekkur með bögglum ti!
varðskipsins „Fylla“. Einn sekkur
með verðbrjefum til Vestmannaeyja.
— Bruninn hlýtur að hafa orsakast
ai sjálfs-íkveikju, með iþví að aðrar
orsakir geta ekki fundist til hans“.
frain. Bar öldungaráðsmaðuritm:
Jones það fram undir ■ árslokiu-
siðustu.
Ger:r hann ráð fyrir því, að
lagður verði 5% aukatollur á;
allar tollskyldar vörur, sem flutt-
ar eru til Bandaríkjanna á er-
lendum skipum, og 2% advalor--
ern tollur á allar slíkár vörur,
sem nú eru tollfrjálsar. petta á.
einnig að gilda innflutning á,
landi, eða í loft’mi, með nokkrum
takmörkuuun þó.
Ennfremur fer frv. fram á það,.
að lestagjald af innlendum skip-
um verði 6%, en af útlendum
skipum 30% af smálest hverri, efj
skipin eru bvgð í Bandaríkjunum„
en 50%, ef þau eru bygð annars-
staðar.
Ef frv. þetta yrði samþykt er
með því einu gert ráð fyrir að>
sagt sje upp þeim ákvæðum versl-
unarsamniuga við öxmur ríki, sem
í bága fara við það, nema öðru-
vísi ha.fi verið um samið innan 11
mánaða.
Málið var ekki útrætt þegar-
síðast frjettist.
30. mars.
FB. E.s. Esja fór á strandferða-
timabilinu síðastliðið ár,. sem var frá
24. apríl til 30. nóv„ alls 14 ferðir
í kring um landið. Að meðaltali mun
skipið hafa flutt í hverri ferö um
550 farþega; í einni ferð þegar fæs't
vai, rúmlega 400, og þegar flest var
rúml. 700, eða samtals um 7.500 far-
þega. Af vörum hefir skipið f’.utt
semtals 3446 smál. af ýmiskonar vör-
uffi og þar að auki um 22 þús ten-
ifigsfet af timbri og öðrum vörum,
sem mældar eru eftir rúmmáli.
Akureyri, 29. mars. FB. Erlendur
Jóhaunessou, sem slasaðist fyrir 3
dögum á Siglufirði, er nú látinn af
meiðslunum. Ennfremur er látin úr
taugaveiki Línev Björnsdóttir, sem
vnr þjónustustúlka á Hótel Goða-
foss, þar sem veikin kom fyrst npp.
Firinr um Rðsslind.
1. apríl.
Landhelgisbrot. Fylla tók í fyrra-
dag tvo þýska togara við Portland,
fjrir ólöglegar veiðar ,í landlielgi, og
kom inn nieð þá liingað síðdegis í
gær. Ern togararnir frá Cuxhafen og
Geestemúnde og lieitir annar Meteor
eú hinn Billwiirder. Mun mál þeirra
verða íitkljáð í dag.
Dánarfregn. Hinn 6. f. m. andaðist
í Kaupmamiahöfn Guðmundur Guð-
mundsson nuddlæknir. Dvaldi hann
lengst af í Khöfn.
Undanfarið bafa staðið í Banda-
ríkjunum nokkrar tollmáladeilur
og siglingamála, 1920 voru samþ.
þar ný siglingalög. 1 því sam-
baudi var samþykt eitt ákvæði
urn það, að forseti segði upp þeim
atriðum í verslunarsamningum
Bandaríkjanna við önnúr lönd,
sem væru því til hindrunar, að
hægt væri að hækka tollinn á vör-
um þeim, ' sem fluttar væru til
Bandaríkjanna á erlendum skip-
nm, eða hækka hafnartolla á er-
ler.dum skipum.
Forsetinn nótaði hins vegar
ekki þessa heimild, og var þar þá
komið fram með nýtt sjerstakt
frumvarp til þess að knýja þetta
O. B. Sökjær blaðamaður við?
„Politiken“ í Kaupmannahöfn, er-
margir munu kannast við hjer
síðan í sumar að hann var fcjer
á ferð og hjelt nokkra fyrirlestra.
vnn Rnhrmálið og ástandið í Ruhr,
er væntanlegur hingað bráðlega j
er’ndum fyrir blað sitt, sem hr.nm
hefir verið á sífeldu ferðalagi fyr-
ir síðan í sumar. að hann var
hjer. Að þessu sinni ætlar hr.
Sökjær einnig að halda fyrir-
lestra hjer.
Efni þessara fyrirlestra verður:
Rússland eftir bj-ltinguna og verða
jafnframt sýndar fjölda margar-
skúggamyndir og þar að aukí
verður sýnd kvikmynd frá Rúss-
hmdi. er'mörgum mun þykja fróð-
legt að sjá.
Um þessar mundif eru fíest.
ríki Evrópu að komast í stjórn-
málasamband við ráðstjórnma
rússnesku og viðurkenna RússianÆ
að lögum. Einmitt þess vegna má
meðfram búast við að fólk veitii
fyrirlestrum þessum sjerstaka at-
hytrli. prátt fyrir öll þan ógrynni
scm skrifuð hafa verið um Rúss-
land, bj'ltinguna og landið sjálft
síðan 1917 vita aðrar þjóðir þó-
í rauninni sárlítið um þessæ
stærstu þjóð Evrópu og víðlend-
asta ríki álfunnar. Sökjær blaða-
maður er kunnur að því, að setja
efni sit.t skýrt og greinilega fram
og gera það lifandi, og má því
búast við fræðandi og skemtandi
stundum hjá honum, er hann tek-
ur sjer fvrir hendur að segja frá
Rússlandi, helstu mönnum seni/
komið hafa við stjórn þess síðan
bvltingin varð og hinu risavaxna
starfi, sem unnið hefir verið á
síðustu árum að því að rjetta hag
landsins við aftur. Skuggamynd-
iimar og kvikmyndin hjálpa til
að skýra það, sem orð fá eklti eins.
vel lýst. Sennilega verður fyrsti
fyrirlesturinn haldinn 5. eða 6.
apríl og ef til vill verða fyrir-
lestrar síðan haldnir á fleiri stöð
um með því að Sökjær ætlar að-
dvelja hjer á landi eigi skemur-
en mánaðartíma, og ferðast um.