Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.04.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.04.1924, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslasou Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 15. apríl 1924. I 29. tbl. Þessar myndir eru af líkneski Ingólfs landnámsmanns Arnarsonar, sem Iðnaðarmannafje- lagið hefir gefið landinu. Það stendur efst á Arnarhóli í Reykjavík, fyrir neðan Landsbóka- safnið á Hverfisgötu — og horfir I. A. yfir bæinn og á haf út. Líkneskið er eins og Einar Jónsson gekk fyrst frá því, nema höfuðið er annað. Löérjetta. Með útkomu þessa blaðs er fyrst að fullu slitið sambandi Lögrjettu við Morgunblaðið.Jafnframt breyt- ir hún sniði og færist í þá stærð, sem hún lengstum var í áður en hún gekk í fjelagsskap við Mrg.bl. Hún er nú prentuð í prentsmiðj- unni „Acta“. Lögr. mun, eins og jafnan áður, gera sjer far um að vera sem áreiðanlegast frjettablað. Hún mun sinna mentamálum og bók- yísi meira en áður, einnig atvinnu- málum og þjóðskipulagsmálum, en flokkaþrefinu minna, enda er hún öllum stjórnmálaflokkum óháð. Sýnist henni svo, sem eitt blað ætti að geta þrifist í landinu, sem líti hlutdrægnislaust á flokkadeil- urnar og gæfi hverjum sitt. Hjer í bænum og umhverfi hans hafði Lögrjetta áður marga lesend- ur, sem að sjálfsögðu hættu kaup- um á henni, er efni hennar var alt áð fá í Mrg.blaðinu. Nú býst hún við, að sem flestir þessara manna taki að nýju upp viðskifti við hana. ---o—— Lögrjetta O g Morgunblaðið. Frá 1. apríl þ. á. var slitið fje- lagsskap þeim, sem verið hafði rúm tvö ár milli Morgunblaðsins og Lögrjettu. Ritstjórn Mrg.bl. hafði jeg þá haft á hendi að öllu leyti frá 1. jan. 1922, en frá 1. júní 1921 til loka þess árs var jeg við hana ásamt stoínanda blaðsins, Vilhj. Finsen. Haustið 1921 bjó jeg til útgáfu- áætlun fyrir blöðin, sem þáverandi stjórn útgáfufjelags Mrg.bl. fjelst á, og var útgáfunni hagað eftir henni frá ársbyrjun 1922. Fjárhag- ur Mrg.bl. var þá ærið örðugur. En síðan hefir nokkuð skift um, svo ■að reikningar blaðsins munu sýna um 5000 kr. tekjuafgang af rekstri blaðsins árið 1922, og yfir 11 þús. kr. tekjuafgang árið 1923. Auglýsingar blaðsins hafa mikið vaxið eftir að það, haustið 1922, fjekk sjerstakan auglýsingastjóra, ötulan mann, Engilbért Hafberg. Xaupendatalan mun vera nálægt 600 hærri innan bæjar en hún var þegar jeg kom að blaðinu. þann tíma, sem útgáfufjelags- skapur hefir staðið milli Mrg.bl. og Lögr., hafa greinar þær, sem birtst hafa í báðum blöðunum, fengið miklu meiri útbreiðshy en áður er þekt hjá nokkru blaði ^ijer á landi. því er líka svo varið, að sá flokkurinn, sem þau hafa fylgt, hefir borið hærri hlut í öllum kosn- ingum. Við landskosningarnar 1922 fjekk listi sá, sem þau studdu, hæsta atkvæðatölu, og við al- mennu kosningarnar 1923 sigraði flokkur sá, sem þau studdu. Tvenn ar kosningar hafa farið fram til bæjarstjórnar hjer í Reykjavík á þessum árum, 1922 og 1924, og er sama um þær að segja. Mun því vart verða með sanngirni neitað, að þessi blöð hljóti að eiga nokk- urn þátt í þeim úrslitum. því er ekki að leyna, að ósam- komulag milli mín og núverandi stjómar útgáfufjelags Mrg.bl. veldur því, að jeg hefi nú látið af ritstjórn þess og fjelagsskapnum er slitið milli þess og Lögr. Ekkert skal hjer um það dæmt, hver sök- ina eigi. En þetta ósamkomulag er ekki nýtt, heldur hefir það átt sjer stað alla tíð eftir að stjórnarskifti urðu í útgáfufjelagi Morgunbl., á fyrri hluta ársins 1922. Jeg hafði frá fyrv. útgáfufjelagsstjórn, sem í voru M. Einarson dýralæknir, Arent Claessen stórkaupm. og Ge- org Ólafsson bankastjóri, éamn- ing, sem trygði mjer nær ótak- mörkuð ráð yfir ritstjórn og rekstri blaðsins. En yfir þessu var hin nýja fjelagsstjórn, stórkaup- mennirnir J. Fenger, C. Proppé og Garðar Gíslason, frá upphafi mjög óánægð, þótt uppsögn samningsins færist fyrir þar,til í síðastl. nóv. Geta þeir nú komið í framkvæmd öllum þeim umbótum, sem fyrir þeim vaka, og tel jeg víst, að hjeð- an af standist ekkert fyrir þeim, sem ekki nýtur fullrar náðar fyrir þeirra augum, og að þeir ráði upp frá þessu yfir landsstjórn, þingi og þjóð. Ætla má, að æfistundir Tímans sjeu nú brátt taldar, og sömuleiðis Alþýðublaðsins, eða að heppilegast sje fyrir þau blöð að hafa sem hægast um sig, eftir að þeir hafa nú, að því er ætla má, fengið full umráð yfir blaði sínu. p. G. -----o---- Dr. Helgi Pjeturss. Gáfaður og mentaður Islending- ur í Ameríku skrifar manni hjer, sem sendi honum Nýal dr. H. P.: „Nýall er fenginn og lesinn. Jeg þakka þjer ósköp vel fyrir hann. Jeg hafði ekki sjeð nema smágrein- ar og greinarstúfa eftir Dr. H. P. og var grunlaus um hvað hann fór. Nú sje jeg hann í heilu líki. Hann er heimspekingur á borð við Berg- son, Schopenhauer og Nietzche, eða hina stærri postula þessarar grein- ar. Epagogikin hans er eins góð og skapandi vilji Bergsons eða lausn- arvilji Schopenhauers, og ber stór- um af meir-en-manni Nietzches. það er aðgengilegri hugsjón að mannkynið sæki fram til samstiltr- ar eindar allra sinna einingja til æðstu fullkomnunar (hyperzoon) en að það spreyti sig á að fram- leiða meir-en-mann (hyper-mann). Hann er hinn mesti ritsnillingur á íslenska tungu og líkl. manna fróð- astur allra íslendinga um náttúru- fræði og eðlisfræði, og mundi ekki standa á því fyrir honum, að þræða vísindin upp á sína epagogik í skemtilega fræðandi bókum, svo að yfir skygði heimspekiskerfin nú- tískunnar. En til þessa þarf hann fjárstyrk. Hann þyrfti að fá efni á að ferðast um Evrópu og halda fyrirlestra um heimspeki sína og ísl. jarðfræði. Maklegur er hann þess, að íslendingar tækju vel í kenningu hans og liðsintu honum“. ---o-- Leikhúsið. Gustav af Gejerstam: Tengdapabbi. Leikfjelagið snýr sjer nú ekki hvað síst að gamanleikjum — ljett- um, smellnum leikjum, sem haldið geta „fólkinu vakandi". það hefir nú síðast tekið upp gamlan leik og góðkunnan frá fornu fari hjer — Tengdapabba Gustavs af Gejer- stam. þegar hann var leikinn hjer áður, varð hann mjög vinsæll, ekki síst fyrir leik Jens Waage og And- rjesar heitins Bjömssonar. Hann á það líka vel skilið að vera vinsæll einnig nú, hann er fjömgur og vel skrifaður, og margar setningar og atvik prýðileg og spriklandi af fyndni, þó annars rjúki ekki af hon um neinn reykelsisylmur bók- mentalegrar visku, fyrir þá, sem það vilja umfram alt. Annars var höfundurinneinní heldri skálda röð meðal Svía í aldarlokin síðustu og hafði þá allmikil áhrif, einnig út í frá, á uppgangsárum naturalism- ans, ekki síst með sumum sögum sínum, s. s. Erik Grane og Fattige Folk. Hjer munu einnig ýmsir kannast við einhverja fallegustu sögu hans, Boken om Lillebror. Sýning Leikf j elagsins á Tengda- pabba tókst nú einnig vel yfirleitt. Friðfinnur Guðjónssón ljek Tengda pabba, þennan blessaðan „manninn konunnar sinnar“, sem er að streit- astviðaðvera húsbóndi á sínu heim ili, fari það í helvíti, eins og þar stendur, og losna við „hundleiðin- legan lautinant“, sem trúlofunar- sýki konunnar hans hefir ákveðið sem mannsefni dóttur þeirra. Yfir- leitt er með hlutverkið farið af góð um skilningi og miklu fjöri, og þó nokkuð misjafnt, en sumstaðar líka afbragðsvel, svo að þetta má sjálfsagt að ýmsu leyti telja með bestu hlutverkum F. G. Konu hans leikur frú Marta Kalman, prýði- lega víðast hvar að öllu látbragði og tilburðum, en víða spillir það áhrifum, að niður dregur í rödd- inni, svo að bæði heyrist illa og kemur fram ósamræmi milli óstyrksins í röddinni og styrksins í fasi og framkomu. Dóttur þeirra leikur frk. Arndís Björnsdóttir, vel, en lautinantinn, tengdasonur þeirra, er síst leikinn af öllum hlutverkunum og að vísu mjög óhönduglega og ankanalega víðast, svo að til spillis er, enda leikand- inn nýgræðingur. Aftur á móti er hinn tilkomandi tengdasonurinn, málari nýkominn frá París, vel leikinn hjá Óskari Borg. þessar svonefndu „ástarsenur“, sem fólk- ið kallar, eru einna veikastar, en ýms atriðin voru tekin vel föstum tökum, svo sem í 1. og 3. þætti.Enn er svo ótalin ein skemtilegasta persóna leiksins, Pumpendal yfir- dómari, sjervitur og hjartveikur piparhlunkur, en sómakarl, og er skemtilega leikin af Reinh. Richt- er. — Hin hlutverkin öll eru smærri, en liðlega leikin. það er sagt að fjelagið ætli enn að sýna einn nýjan leik í vor, og er það vel, því þessar leiksýningar eiga að vera menningarmestu skemtanir bæjarins. En þær eiga líka að vera styrkur íslenskum bók- mentum — þær eiga að geta orð- ið til þess að hlú að því, sem best kemur fram í innlendri leikrita- gerð. Fjelagið ætti að reyna eftir föngum að taka á arma sína, það sem leikhæft berst að af ritum ísl. höf. þess er ekki að vænta, að hjer geti blómgast leikritagerð, ef ekki er aiíðið að fá ritin sýnd. þar með er ekki verið að amast við öðrum leikjum, góðum og gam- ansömum eins og þessum. Fólk hefir gott af því að hlæja líka — á „þessum alvarlegu tímum“. Stækkun Austurvallar. í fyrra ritaði Kjarval málari nokkrar greinar í Mrg.bl. um skip- un Rvíkurbæjar. þessar greinar vöktu marga til umhugsunar, og þótt ýmsir gætu í fyrstu ekki felt -sig við allar uppástungur hans, munu flestir að lokum hafa fallist á, að meginþættirnir í tillögum hans færu í rjetta átt og ættu að takast til yfirvegunar af þeim, sem ráðin hafa á því sviði, sem hjer er um að ræða. þetta blað er þeirrar skoðunar, að bærinn ætti að fá Kjarval málara fyrir ráðunaut handa nefnd þeirri, sem ráðstafar nýbyggingum og götulagningum og þá að sjálfsögðu að launa hon- um starfið. Hjer skal aðeins minst á eina af uppástungum hans, þá, að ryðja til framundan Landsbankahúsinu nýja og lengja Austurvöll út að Austurstræti. það er uppástunga, sem ekki má láta kafna í þögn. Breytingin hefur nokkurn kostnað í för með sjer. En þetta blað hefur fengið vitneskju um, að Lands- þankinn muni vilja töluverðu til þess kosta, að breytingunni fengist framgengt. Annar kostnaður yrði' að koma frá bænum. En ef bærinn gæti fengið skifti á lóðum þeim og húsum, sem eru milli Austurvall- ar og Austurstrætis, og lóðum eða landeignum annarstaðar, þá væri þetta útgjaldalaust fyrir hann. Og öll líkindi virðast vera til þess, að þetta mætti takast. En engum get- ur dulist það, að útlit miðbæjarins batnaði mikið við breytinguna. þetta er skrifað til þess að koma aftur hreyfingu á þetta mál, og væri æskilegt, að önnur blöð ljetu einnig uppi álit sitt á því. ----o----- Kéttollurinn kvað hafa verið til umræðu á lokuðum fundum í þing- inu undanfarið. Sagt er að Norð- menn fari nú fram á frest í málinu. i Sveinn Björnsson sendiherra, Pjet- | ur Ólafsson og Jón Árnason fram- ! kvæmdastj. kváðu vera í Krist- l janíu við samninga um þetta. — Á einum lokaða fundinum hafði sleg- ið í harðar deilur milli J. J. og Björns Líndal.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.