Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.04.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 15.04.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Kirkjumál. „Frjálslyndi þjóðkirkjunnar“. Eins og áður hefur verið sagt frá hjer í blaðinu, skrifaði Einar H. Kvaran nýlega grein í danska blaðið Politiken um íslensku kirkj- una. Kallar hann greinina „En liberal Folkekirke“. þar sem gera má ráð fyrir því að ýmsir, einnig hjer heima, hafi forvitni á að kynnast þessari grein, verður sagt hjer örlítið frá henni, þó skoðanir E. H. K. á þessum málum sjeu annars fullkunnugar hjer. Höf. byrjar á því, að hann skrifi grein þessa vegna þess, að sjer virðist kenna nokkurs misskilnings á íslensku kirkjulífi í ýmsum um- mælum Dana um þau mál, og muni það sprottið af ónógri þekkingu. En þar sem óskirnar um vinsam- lega samvixmu þjóðanna láti nú æ meira og meira til sín taka, sje einnig gott að gera sjer sem besta grein þess, sem líkt sje og ólíkt í fari þjóðanna. Höf. segir, að það muni mega sanna, að íslenska þjóðin hafi haft nokkra sjerstöðu í kirkjumálunum allar götur frá því er kristindóm- ur hófst fyrst í landinu. Bendir hann þar á his alkunnu ummæli Jóns Loftssonar úr staðadeilun- um. þetta telur höf. vott þess, ásamt öðru, að íslendingar hafi ekki verið beygðir eins undir valdboð kirkjunnar og annarsstaðar hafi átt sjer stað víðast hvar. Og hins- vegar hafi íslenska kirkjan ávalt verið óvenjulega frjálslynd og merkilega lítið játningaföst (ódog- matisk). það er þó einkum á síðustu ár- um, að íslenska kirkjan hefur, und- ir stjórn helstu manna sinna, stefnt ákveðið í þessa átt. Leiðtog- ar þjóðarinnar í andlegum efnum hafa veitt henni það uppeldi, sem virðist hafa mikil og djúp áhrif á þjóðareðlið. Almenningur hefur m. a. fengið nánar og samvitskusam- legar upplýsingar um niðurstöður vísindalegra biblíurannsókna frá lærðustu guðfræðingum sínum og ýmsar fregnir um niðurstöður sál- arrannsóknanna. Áhugi þjóðarinn- ar á andlegum málum hefur vax- ið mikið, en fer oftast aðrar leiðir en venjulega troðninga trúarinnar. Til dæmis um þetta segir höf. frá tveimur atvikum úr lífi Matt- híasar Jochumssonar. Hið fyrra var biskupsáminning sú, er hann fekk 1891 fyrir þau ummæli um út- skúfunarkenninguna, að hún væri dogma, sem fyrir löngu væri úr- elt og væri kristindóminum til skammar og skaða, enda ljótur lær- dómur, sem á hræðilegan hátt neit- aði vísdómi guðs, almætti og gæsku. þessi ummæli M. J. voru þá talin vítaverð, jafnvel af þeim, sem taldir voru þá meðal frjáls- lyndustu guðfræðinga landsins, svo sem Hallgrímur Sveinsson og þórhallur Bjamarson. En 1920 heldur svo vígslubiskup Hólastiftis, Geir Sæmundsson, lík- ræðuna yfir M. J. og segir þar m. a., að hann þakki sjera M. J. fyrir hönd íslensku þjóðkirkjunnar fyrst og fremst fyrir það, að hann varð fyrstur íslenskra presta til að gera sitt til þess að afmá einhvem svartasta blettinn, sem settur hef- ur verið á hina fögru guðshug- mynd, sem Jesús frá Nazaret hef- ur gefið okkur. — Ennfremur bendir höf. á það,. að skömmu áður en M. J. dó hafi guðfræðideild há- skólans gert hann að heiðurs- doktor, og það þó alkunnugt hafi verið, að mestan hluta æfi sinnar hafi hann hallast að únítariskum kenningum, og hafi þessi ráðstöf- un vakið ánægju um alt land. Einnig getur höf. um það, að þeg- ar danski presturinn Arboe-Ras- mussen hafi á sínum tíma unnið fyrir hæstarjetti málaferlin út af trúardeilum sínum og nýguðfræði- legum skoðunum, hafi íslenska guðfræðideildin, með núverandi biskup í broddi fylkingar, sent hon- um samfagnaðarskeyti. Síðan skýrir höf. frá starfsemi dr. Jóns Helgasonar og baráttu hans fyrir frjálslyndinu innan ís- lensku þjóðkirkjunnar, kenninga- frelsi presta o. s. frv., og segir, að hann hafi síðan verið gerður að biskupi þjóðkirkjunnar, án þess að þurfa að taka aftur nokkuð af fyrri ummælum sínum. Næst bendir höf. á synodusræðu sjera Kjartans Helgasonar, þar sem hann hafi lagt áherslu á það, að lærdómar kirkjunnar skygðu á sjálfan Krist og jafnvel allar kenslubækur í kristindómi, frá kverinu upp í dogmatik prestaskól- ans, hefðu haft sömu áhrif. Jeg held, segir höf., að slík prjedikun, við háopinbera athöfn, sje talsvert sjerkennileg fyrir íslensku þjóð- kirkjuna. þá segir höf., að kennarastjett landsins hafi haft mikil áhrif í átt- ina til aukins frjálslyndis, enda hafi margir kennaramir fengið uppeldi sitt undir handarjaðri eins hins frjálslyndasta manns þjóðar- innar, sjera Magnúsar Helgasonar. því næst segir höf. frá spíritism- anum á íslandi. Hann sje borinn þar fram af háskólalærðum mönn- um fyrst og fremst, sem sjeu læri- sveinar helstu vísindamanna á sviði sálarrannsóknanna, s. s. Mey- ers, Sir Oliver Lodge, Sir William Crookes, A. Russel Wallace, Sir William Barrett og prófessor Hy- slop. Margar tilraunir hafi verið gerðar á Islandi og hepnast vel, enda sje þar margt fólk með góð- um hæfileikum í þessum efnum. En ekkert segir höf. þó, að sje mönnum þessum fjær skapi en það, að koma fram sem sjerstök trúardeild, en kirkjan , sjálf geti hinsvegar ekki komist hjá því að færa sjer í nyt siðurstöður sálar- rannsóknanna. Helsti maður þess- arar hreyfingar, Haraldur prófes- soi' Níelsson, segir höf. ennfrem- ur, heíir ávalt lagt ríka áherslu á þetta, og er jafnframt einhver vin- sælasti kennimaður landsins, enda hafi spiritistisku hreifingunni ver- ið vel tekið af þjóðinni. Einn and- stæðingur hennar hafi jafnvel sagt á prenti, að hún væri sterkasta andlega hreifingin í landinu. I þessu sambandi bendir höf. á ummæli biskupsins, dr. J. H. um spiritismann í hirðisbrjefi sínu, sem vott óvenjulegs frjálslyndis í þessum efnum. Loks minnist höf. á íhaldsstefn- stefnuna innan ísl. þjóðkirkjunn- ar, sem eigi aðalstoð sína í K. F. U. M. En sá íjelagsskapur hafi þroskast á Islandi eftir danskri fyrirmynd, en ekki enskri eða ameríkanskri. Áhrif hans sjeu líka lítil, því meginið af hugsunum og tilhneigingum fólksins beinist í frjálslynda átt. Við höfum orðið þess vör, segir höf. ennfremur, að sumt danskt kirkjufólk er óánægt með okkur í þessu efni og langar til að „betra“ okkur. það er meira að segja talað um, að nokkrir and- legir leiðtogar þjóðarinnar reki erindi djöfulsins. En í þessu sam- bandi segist höf. vilja benda á það, að einn helsti forvígismaður hinn- ar gömlu stefnu, ágætur maður, Sigurbj. Ástvaldur Gíslason, hafi hvað eftir annað reynt að ná prestskosningu, en aldrei tekist það, einungis af því, að hann er gamalguðfræðingur. þetta segir höf. að sjer virðist benda í þá átt, að það muni reynast fremur til- gangslítið fyrir danskr. ófrjáls- lyndis kirkjumenn, að ætla að „betrá“ Islendinga í þessum efn- um. þetta eru þá meginatriðin úr grein E. H. K. En hjer heima hafa einnig komið fram nokkur and- mæli gegn greininni, og verður sagt nokkuð frá þeim í næsta blaði. ----o--- Um víða veröld. Ensku f járlögin. í öndverðum martsmánuði lagði fjármálaráðherra verkamanna- stjórnarinnar ensku, Phihp Snow- den, fram fyrsta fjárlagafrumvarp sitt. Frumvarp þetta vakti mikla athygli víða, þar sem það var á ýmsan hátt öðru vísi úr garði gert, en menn áttu áður að venjast. Eins og að undaníörnu er í frv. að vísu lögð mikil áhersla á sparnað á sem ílestum sviðum, en þó eru þar einnig liðir, sem talsverðar hækk- anir eru á. Sparnaðurinn, sem far- ið er fram á í frv., er 37.338.145 pund, miðað við síðustu fjárlög. Allmikill hluti þessa sparnaðar kemur reyndar fram nokkurn veg- inn af sjálfu sér, um leið og lögð er niður eða minkuð ýms starf- semi ríkisins frá ófriðarárunum. En í mörgum liðunum kemur hins- vegar fram ótvíræð sparnaðarvið- leitni stjórnarinnar, bæði á þeim almenna bálki fjárlaganna, sem hjer er fyrst og fremst um að ræða, og á hermála bálkinum, sem lagður var fram nokkru seinna. Mesti sparnaðarliðurinn eru ný- lendumálin og stjórn þeirra. Gjöldin til þeirra voru áður 8.951.319 pund, en eru nú ráðgerð 1.263.431 pund. Einnig er mikil lækkun ráðgerð á þeim liðum, sem snerta meðferð svonefndra vernd- arlanda ríkisins (Middle Eastern Service), s. s. Mesópótamíu og Palestínu. þar var stjórnarkostn- aðurinn áður 8.673.500 pund, en er nú ráðgerður 5.719.000 pund. Sparnaður á lið verslunarráðuneyt- isins er einnig allmikill, liðurinn var áður 1.032.548 pund, en er nú ráðgerður 538.264 pund. Gjöldin til búnaðarmála eru einnig lækkuð að mun, eða úr 4.722.461 pundi og niður í 2.018.138 pund. Sömu- leiðis er lækkun á liðunum til verk- legra framkvæmda, og þó hlutfalls- Lesbók Lögrjettu L Síra C. Skovgaard-Petersen, rit- höfundur og forstöðumaður biblíu- skólans í Kaupmannahöf, ferðaðist um Gyðingaland 1922 og dvaJdi þar nokkurn tíma við athugun fomhelgra minninga. Að því loknu reit hann bók um Landið helga: „Landet, hvor Kilderne sprang“. Fyrra bindi þeirrar merkilegu bók- ar kom út (í Khöfn) í haust er leið og seldist upp á örstuttum tíma. Hann ritar þar einkum um þá staði, sem minst er á 1 biblíunni, og aðrar minningar um Jesúm Krist. Er það bæði fróðlegt mál og hugljúft að lesa. — Æfisögu-ágrip „Fæðingarkirkjunnar“ í Betlehem segir hann þar á þessa leið: „Betlehem er hálfri mílu fyrir sunnan Jerúsalem, á frjósömum fjallás, milli stórra og gróðursælla dala. Ásinn liggur frá vestri til austurs, og á austurbrúninni stendur helgidómur Betlehems- borgar, gamla Fæðingarkirkjan. Auðvitað hefði jeg helst kosið að vera staddur í Betlehem á jóla- nótt. því að það kvöld streyma þangað pílagrímar úr öllum áttum, til þess að falla á knje og kyssa silfurstjörnuna í undirbyggingu kirkjunnar, sem sögurnar segja aði reist sje yfir fæðingarstað Jesú. það kvöld leitar og hugur allra kristinna manna um víða veröld til litla þorpsins, þar sem frelsarinn kom í heiminn. En það var ekki um jólaleytið, er jeg kom til Gyðinga- lands. Reyndar kom jeg oftar en einu sinni til Betlehem. Jeg hefi sjeð þorpið litla í glitrandi stjömuljósi; jeg hefi sjeð það er máninn reis bak við Móabsfjöll og varpaði töfraljóma yfir flötu þök- in og gnæfandi klausturtumana; og jeg hefi sjeð það í hvítu baði há- degissólarinnar, með hvössum svörtum skuggum. Og ætíð glaðn- aði hugurinn við fegurð þess og biblíu-minningarnar. En eiginleg- an jólahug megnaði það ekki að vekja. Ósjálfrátt finst þeim, sem kominn er til Betlehem — þótt ekki sje rjett um jólin —, að þá ætti þó hjartað að fyllast jóla- fögnuði. En það lánaðist nú ekki. þetta var að vorlagi. Möndlutrjen vom eins og ljósrauð blómabreiða. Fíkjutrjen farin að gulna, og vilt- ar alpafjólur og rauðar vorliljur þöktu fjallahlíðarnar; — hvemig gat maður þá orðið með jólabrag? Fyrir okkur, böm Norðurlanda, em jólin svo samgróin grenitrjám og kertaljósum, brakandi snjó og ómandi klukkum, að okkur veitir erfitt að vera með jólabrag, þegar vor er í landi, — enda þótt við sje- um í Davíðsborg! Fyrst er við komum að Fæðing- arkirkjunni, dettur okkur ekki í hug, að það sje kirkja. Við getum — ef svo mætti segja — alls ekki komið auga á hana. Hún er sem sje sambygð eða áföst við þrjú klaustur og stóra latneska kirkju, og öll þessi sambygging er nú ásýndar líkust æfagömlu kastala- vígi. Af súlnagarðinum mikla, sem einu sinni var fram af kirkjunni, er nú ekkert eftir, annað en ömurleg- ar leifar. Kirkjumúrarnir em þykkir og skrautlausir. Smáglugg- ar, sem áður voru á vesturgaflin- um, em nú múrfyltir. Inngöngu- hliðin vom upphaflega þrjú, en nú búið að hlaða upp í tvö þeirra. Miðhliðið eitt er opið, og það svo lágt, að naumast verður um það gengið upprjettur. Og vel má sjá merki þess, að á þrennum mismun- andi tímum hefir það verið gjört minna og minna, bæði lækkað og mjókkað. því minni, sem dymar vom gjörðar, því auðveldara var að verja kirkjuna. Og þetta er ein- mitt mergur málsins: það hefir þurft að verja Fæðingarkirkjuna í Betlehem, fremur en flestaz' (ef ekki allar) aðrar kirkjur. Hún er elsta kirkja kristninnai'. Hún var reist skömmu eftir að kristnin náði viðurkendum yfirtök- um á heiðninni í rómverska rík- inu. það var sjálfur Konstantínus keisari og móðir hans, Helena keisaraekkja, er ljetu reisa hana. Fyrst varð að höggva upp skógar- lund falsguðsins Tamuz, þann er Hadrían keisari (117—138 e. Kr.) hafði látið gróðursetja og rækta yfir „fæðingarhellinum“, til að skaprauna kristnum mönnum. Síð- an var hún reist þar, þessi fimm- rúmaða kirkjuhöll, í öllum sínum göfuga einfaldleik, en þó svo svip- föst. Fyrir löngu em allar aðrar kirkj- ur frá þeim tímum að engu orðn- ar. En Fæðingarkirkjan í Betle- hem hefir staðið og stendur enn, eins og klettur, sem brimlöður tímans hefir árangurslaust sorfið á. Æfisaga hennar er líkari æfin- týri, sem ofið er inn í kynjum- þrungna sögu Landsins helga. Á liðnum öldum hefir hún mörgum sinnum verið afarhætt komin, en ætíð varðveitst, og oft með undar- legum hætti. Fyrsta hættan var ef til vill lega minni, 14.060.339 pund nú, en þær vom áður 16.187.005 pund. Merkilegustu liðir fmmvarpsins og þeir, sem vakið hafa einna mesta athygli, eru þó þeir, sem snerta ýms mentamál þjóðarinnar. þeir liðir eru sem sje hinir einu lið- ir fjárlaganna, sem em hækkaðir að ýmsu leyti, og það sumstaðar að miklum mun. öparnaðurinn á þessum almenna bálki fjárlaganna er alls og alls rúm 37 miljón pund, og telur stjórnin sig þó hafa verið neydda til þess að fara í aðalatriðunumu eftir fjárlögum undanfarinna stjóma, þannig að hún geti ekki gert neinar verulegar róttækar breytingar, eins og hún hefði ann- ars talið æskilegt á ýmsum svið- um. Einn liður ensku fjárlaganna er nú allþungbær, og má geta hans stuttlega sjerstaklega. En það eru ýms eftirlaun, iðgjöld o. fl., eink- um eftir ófriðarárin, og allan þann urmul fólks, sem þá komst á fram- færi ríkisins að einhverju leyti, fyrir sár, örkuml o. sl. Sá liður nam 1923—24 73.655.246 pundum, en er nú ráðgerður nokkru lægri, eða um 66.947.810 pund, og stafar það ekki af lækkun einstakra launa, heldur af fækkun viðkom- andi fólks (margt af því hefir dáið). Annars hefir einna mest verið deilt um hermálabálk fjárlaganna og þær lækkanir, sem þar eru lagðar til. En þar vill stjórnin spara 7 milljón pund, samanborið við yíirstandandi ár, en 17 millj. miðað við árið þar áður. Einnig á því sviði telur hermálaráðherrann, Mr. Walsh, að stjórnin hafi verið svo bundin við núverandi ástand, að hún hafi ekki getað komið fram öllum þeim breytingum, sem hún teldi annars æskilegar. öll veltan á hinum almenna bálki fjárlaganna er nú ráðgerð upp undir 190 milljón pund, en er á yfirstandandi fjárhagsári rúml. 327 millj. pund. þar að auki er svo hermálabálkurinn um 45 milljónir og loks er sjerstök áætlun um vexti og afborganir af skuldum ríkisins. Kalífadæmið. I erlendu skeytunum hefir verið frá því sagt, að kalífinn í Mikla- garði hafi verið rekinn af stóli af stjórninni í Angora og sje fluttur til Sviss.. Hvað sem úr þessu verð- ur í framtíðinni, er hjer um merki- lega breytingu að ræða í einu af sjálf undarlegri en björgunin. það var nær hundrað árum eftir að kirkjan var reist, á gullöld hinnar kristnu kenningabaráttu! Á tveim- ur kirkjuþingum í Gyðingalandi hafði verið lýst yfir, að falskenn- arinn Pelagíus, sem hjelt fram öld- ungis óbiblíulegri skoðun á hinu fallna manneðli, væri „rjetttrúað- ur“. En margir stóðu í móti, þar á meðal Hierónýmus kirkjufaðir, er þá bjó í og við Fæðingarkirkjuna í Betlehem. Og í þá tíð var „blóð- ug alvara“ í baráttunni um kenn- inguna. Nafnkristinn almúginn skarst oft í leikinn, og það á þann hátt, að guðfræðilegu ágreinings- málin voru lögð í dóm hnefarjett- arins. I þessu máli hjelt skríllinn í Jerúsalem með Pelagíusi; og á næturþeli lögðu svo liðsmenn hans af stað frá Jerúsalem til Betle- hem, til að veita Hierónýmusi og fylgismönnum hans hæfilega ráðn- ingu. I náttmyrkrinu gjörðu þeir atlögu að munka- og nunnuklaustr- inu, sem bygt var við kirkjuna og Hierónýmus rjeði yfir. Munkarnir vörðust vasklega, en í skjóli þeirra urðu nunnurnar að leita athvarfs í kastalatumi klaustursins, sem bygður var til varnar gegn Bedú- ínum frá eyðimörkinni. Sækjendur lögðu eld í nunnuklaustrið; mundi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.