Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.04.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 15.04.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 8 stærstu trúarsamböndum verald- arinnar, þar sem kalífinn var yfir- maöur alira Múhameðstrúarmanna og oft einnig æðsti veraldlegi vaidsmaður í helsta ríki þeuxa um leið. En kjarni þeirrar breytingar, sem nú heíir verið framkvæmd, er í því íóigin, að með henni er að fullu komið á skilnaði rikis og kirkju í Tyrkjaveidi. því það hefir frá upphafi verið sjerkennilegt fyr- ir Múnameðsmannaríkin, að mun- urinn á andlegu og veraldlegu valdi hefur enginn verið þar, eða ekki átt að vera það, þó ýmislega hafi þetta skolast til í sögu Mú- hameðstrúarinnar. Orðið kalífi er ai'abiska og merk- ir staðgöngumaöur, og var það orð tekið upp þegar efth- dauða Mú- hameðs 632, þegar Abu Bekr tengdafaðh' hans varð yíirmaður safnaðanna. Annars varð titill þessa yfhmanns oftast emír al mu- minin, eða valdsmaður hinna trú- uðu. Saga kalífanna er löng og merki- leg saga, saga sigurvinninga og hrakíara Múhameðsmannaríkj- anna og saga af merkilegri og sjer- kennilegri menningu, sem þróast hefir í skauti þeii-ra ríkja. Kalíf- arnh sjálfir hafa, eins og að lík- indum lætur, verið upp og ofan, margir þeirra misyndismenn og liðljettir, en einnig margir þehra aíburða stjórnendur og verndar- vættir vísinda og allskonar lista. Flokkadrættir miklir og deilur hafa þó mjög oft staðið um þetta kalífadæmi. Einhver hinn kunnasti af öllum þessum kalífum var eftirmaður Abu Bekr, Omar ibn el-Chattab (634—44), eitt af stórmennum veraldarsögunnar. Á hans stjórn- arárum breiddist kalífadæmið mjög mikið út, svo að það náði yfir Mesopotamíu, Persíu og Afganist- an, Egyptaland og Norður-Afríku. Merkasti atburðurinn í þeirri valdaútbreiðslu var orustan við Kadesia 637, en þar var brotið á bak aftur hið fornfræga og vold- uga Persaríki, svo að Persa gætti lengi eftir það mjög lítið. Eftir- maður Omars hjet Odman, og fer þá meira og meira að bera á inn- byrðis deilum, og eftir rúml. 10 ár var hann myrtur og tók við stjórn- inni tengdasonur spámannsins, sem Ali hjet, og var þá maður mjög vinsæll, enda talinn hennað- ur góður, mælskur og skáldmælt- ur. En hann var einnig myrtur, og eftir nokkrar mishepnaðar tilraun- það og kirkjan hafa brunnið til kaldra kola, ef Betlehemsbúar hefðu ekki komið og hjálpað til að slökkva eldinn og gjöra þessa ang- urgapa Pelagíusar afturreka. þessi atburður er sönn minning þeirra tíma, er múgurinn skar úr trúmála-ágreiningi með byssum og bareflum. Venjulegast voru þó hættumar, er ógnuðu Fæðingarkirkjunni, ekki svona illkynjaðar, — ekki af völd- um skrílfylkinga, er hugðu sig berjast fyrir „sannleika Krists“, heldur erlendra sigurvegara og Múhameðstrúarmanna. Ábyggilegar heimildir finnast ekki um það, hvemig kirkjan komst hjá eyðileggingu árið 614, þegar Persar (Kosrus II.) herjuðu Gyðingaland. Hundrað khkna og klaustra á Gyðingalandi vora þá rænd og brend. Hálfviltir hirð- ingja-þjóðflokkar austan úr Asíu (studdir af Gyðingum, er hötuðu byzantisku yfirráðin) fóra eins og eyðandi eldur um Landið helga. Jafnvel skrautlegu „Upprisukirkj- unni“ í Jerúsalem var ekki þyrmt. En Fæðingarkirkjan í Betlehem stóð af sjer storimnn. Sögurnar segja, að í þá tíð hafi verið yfir kirkjudyrunum mynd af vitring- unum þremur frá Austurlöndum, í ir Hasan sonar hans, til að halda völdunum, varð einn hinn dugleg- asti skattlandsstjórinn, Muawija frá Sýrlandi, kalífi. Með honum hefst til valda nýr kalífabálkur, Omajjadarnir. En á dögum þeirra varð veldi kalífadæmisins einna mest, svo að þeir unnu þá Spán og brutsut langt inn í Frakkland, uns Karl Martel stöðvaði framgang Múhameðsmanna í Evrópu í orust- unni við Poitiers 732. Innbyrðis fer líka meira að bera á deilum og skoðanamun, einkum milli Sjít- anna svonefndu, sem vora ýmis- konar nýbreytingamenn og Sunn- itanna, sem vora eða töldu sig einskonar íhaldsmenn, sem halda vildu tradisjónir Múhameðs- manna. Kalífar þessir lifðu flestir mjög óbreyttu lífi og allir stjórn- arhættir þeirra voru mjög lýðræð- islegir. þeir sátu fyrst í Medika, síðan í Damaskus. En um 750 komst ný ætt til valda, Abbassid- arnir svonefndu, og sátu í Bagdað, og komst þá allur annar blær á kalífadæmið, skartmeiri og skraut- legri en áður, að persneskum sið. Alkunnastur þeirra kalífa er Har- un-al-Raschid, sem ræðir um í 1001 nótt. Sonur hans hjet Mamun og blómguðust þá vel arabisk vís- indi, en annars hófst þá ýms hnign- un ríkisins. Hervald þess hvíldi þá mjög á tyrknesku málaliði og síð- an stafar það, að Tyrkir hafa haft yfir kalífadæminu að segja. Að fullu og öllu komst það þó ekki á fyr en 1517, að Selem I. Tyrkja- soldán vann Egyptaland, þar sem hinn síðasti af Abbassidunum hafði að nafninu til haldið kalífa- tign, eftir að Mongólar unnu Bagdað 1258 og hröktu kalífann þar burtu. Síðan 1517 hefir Tyrkjasoldán jafnframt verið kalífi Múhameðsmanna. Kringum 930 ljet reyndar einn af ættmönn- Omajjadanna hylla sig sem kalífa í Kordova á Spáni og varð þar um tíma mikið ríki og blómlegt, eink- um annáluð vísindastarfsemi. En það ríki sundraðist í borgara- styrjöldum. Fleiri aðrir valdamenn hafa einnig gert kröfu til kalífa- tignar á ýmsum tímum. Kalífinn, sem nú sat að völdum, heitir Abdul Medjid. Hann tók við völdum í hitteð fyrra og sat í hinni frægu soldánshöll Dolma Bagtsche í Miklagarði. það er Ismet Pasha sem verið hefir aðalmaðurinn í þessari breytingu og myndaði hann nýja stjórn eftir að þjóðþingið hafði samþykt afsetningu kalíf- persneskum búningi, síðum kyrtl- um og með háan höfuðbúnað. þessi mynd varð bjargvættur kirkjunn- ar í það skifti. því að Persar kváðust ekki vilja eyða þeirri kirkju, er hefði persneska dyra- verði! Aftur var kirkjunni þyrmt, nokkrum áram seinna, er Arrabar settust að í landinu. Ef til vill hefir eyðingarhættan ekki verið jafn- mikil þá, því að Arabar fóru yfir- leitt fremur hóglega að ráði sínu. Öllu verri voru horfurnar kring- um árið 1000, er geðveiki kalífinn, E1 Hakim, ákvað að láta rífa niður allar kristnar kirkjur í ríki sínu. það var ekki annað sýnna, en að þá væri líka úti um Fæðingar- kirkjuna. En þá varð líka óvæntur atburður til varnar. Frakkneskur sagnaritari frá elleftu öld segir frá því á þessa leið: „þegar nú heið- ingjarnir tóku til að eyða kirkju þeirri í Betlehem, sem bygð er þar sem Kristur fæddist, sást skyndi- lega blikandi ljós, og í sama bili fjellu þeir allir dauðir til jarðar. Og Guðs-móður-kirkj an (svo var Fæðingarkirkjan þá nefnd) stóð ósködduð". Árangurslaust mundi það vera, að rannsaka tildrög þess- arar frásagnar. En víst er um það, að Fæðingarkirkjunni var bjarg- ans. En hann og fjölskylda hans öll — en það eru 67 prinsar og prinsessur — var þá gerð útlæg úr Tyrkjaveldi. Sagt var í skeyti frá Miklagarði, að hann ætti að hafa 100 þús. pund í eftirlaun og prins- arnir 200 þús. pund. þetta, sem nú hefir gerst í Tyrkjaveldi, er í insta eðli sínu ekki annað en áframhald stjórn- málastefnu, sem leiðtogar þjóðar- innar hafa haldið fram undanfar- ið. það eru Kemalistarnir svo- nefndu, sem nú ráða þar mestu, og stefna þeirra er í ýmsum megin- atriðum framhald ungtyrkja- hreyfingarinnar gömlu. Kalífa- dæmið var nú aðeins leifar af fornu skipulagi, sem þessir flokkar höfðu verið að brjóta niður undanfarið og' vald kalífans í trúarefnum var af kunnugum talið hverfandi lítið, eftir að veraldlegt ríkjasamband Múhameðsmanna hafði sundrast. þegar soldánsdæmið var afnumið 1922, var einum af ættmönnum fráfarandi soldáns, Múhameðs VI. leyft að sitja áfram sem kalífa, og það var Abdul Medjid. Soldáns- dæmið var afnumið með skírskot- un til þeirra ummæla í kóraninum, að fullveldisrjetturinn sje í hönd- um þjóðarinnar og með sömu skír- skotun var nú kalífadæmið afnum- ið. það er vestrænn lýðræðisandi sem þannig er látinn styðjast við kenningar hinnar helgu bókar Mú- hameðsmanna, til að koma fram hugmyndum Kemalistanna. það á að koma á Tyrkjaveldi nýtísku- sniði í anda Vesturevrópu, eins og Mustafa Kemal komst sjálfur að orði nýlega. það mun hinsvegar engan veg- inn reynast áhlaupaverk að koma fram þeirri viðreisn ríkisins, sem fyrir þessum mönnum vakir, og valda því erfiðleikar bæði inn á við og út á við. Fyrst og fremst er fjárhagsástand ríkisins mjög bág- borið, eftir því sem fyrv. fjármála- ráðherra þar, Hassan Fehmí Bey hefir lýst því. Tekjuhalli fjárlag- anna mun vera þar um 10 millj. pund, útflutningur aðalhjeraðanna er miklu minni es innflutningur- inn, eða um 1,7 millj. pund, en inn- flutningurinn hinsvegar um 5 millj. pund. Ríkið er líka fremur lítið og mannfátt hjá því, sem oft var áður. I Tyrkjaveldi munu nú vera um eða yfir 6 milljónir manna. Annars snertir afnám kalífa- dæmisins fleiri en hið eiginlega nú- að frá eyðingu á þeim tíma, er því nær allar kirkjur Gyðingalands vora lagðar í eyði. Enn var kirkjan í mikilli hættu stödd, um 100 áram seinna, er krossfarendur komu þangað aust- ur. Arabar eyðilögðu þá allar kirkjur, sem þeir náðu til, utan Jerúsalem. Og sömu forlög ætluðu þeir kirkjunni í Betlehem. En þá gerðu kristnir menn í borginni út leynilega sendinefnd til Gottfreds frá Bouillon, er þá var með her sinn aðeins eina dagleið þaðan. Tjáðu þeir honum, hve oft þeir hefðu orðið að leysa kirkju sína með æmu gjaldi úr yfirvofandi hættum og báðu hann innilega um að firra hana þeim háska, er nú vofði yfir henni. Gottfred brást vel við og bauð Tankred (fjelaga sínum) að fara með hundrað ridd- ara, vel vopnaða, og leggja Betle- hem undir sig og vernda kirkjuna. Sendimennirnir fylgdu riddara- sveitinni yfir fjöllin um nóttina, og daginn eftir blakti fáni Tank- reds á Fæðingarkirkjunni, en munkamir sungu Te Deum og lýð- urinn fagnaði. — Frh. Árni Jóhannsson. ----e---- verandi Tyrkjaveldi og Múhameðs- menn í öðrum löndum vilja líka margir hverjir ekki hlýta afnámi þessa embættis, og tilnefna annan kalífa, s. s. konunginn í Hedjas, en ekki er þó íult samkomulag um þetta. ----o---- Heilbrigðismál. Steingrímur Mattbiasson: Hjúkrun sjúkra. Hjúkrun- arfræði og lækningabók. Síðari iiluti. Akureyri 1923. Fyrir nokkrum mánuðum er hann kominn út síðari hlutinn af þessari miklu bók, þó dregist hafi að geta um hann í blöðum vorum. það má þó heita þrekvirki í þessari tíð að koma svo stórri bók út á ís- lensku — 468 þjettprentaðar blað- síður — og það um svo sjerstak- legt efni. Jeg hygg, að hún jafnist að öllu leyti eða flestu við sams- konar bækur hjá nágrannaþjóðun- um, og stærðin er svipuð. Allir sem eiga að kenna íslensk- um stúlkum sjúkrahjúkrun, mega vera Steingrími lækni þakklátir fyrir þessa bók. Hún tínir flest til, sem um er að tala, en auðvelt við kenslu að sleppa sumu úr og bæta öðru við eftir því sem þurfa þykir. Mestur er þó greiðinn fyrir stúlk- urnar sjálfar, því auðveldara er að læra íslenska bók en útlenska, og auk þess hæpið að allar stúlkum- ar skilji dönsku eða önnur útlend mál. það er auðsjáanlega hjúkrun- arkenslan, sem höf. hefir fyrst og fremst haft fyrir augum, og sumt er þannig sagt, að manni finst sem gert sje ráð fyrir nánari út- listun kennarans. Höf. hefir jafnframt ætlast til þess að bókin kæmi allri alþýðu að notum, og vissulega getur hún margt af henni lært. þó hefir hon- um orðið það ofraun að sameina þetta tvent, hjúkrunarbók og lækn- ingabók svo að hvoragt yrði út undan, og lækningabókin hefir beðið lægri hlut fyrir hinni. Mý- mörgu hefði mátt sleppa í lækn- ingabók handa alþýðu, en aftur komið sjer vel að fá nokkra nán- ari útlistun á sumum atriðum, sjerstaklega að alt sem lýtur að meðferð sjúkdóma væri svo ákveð- ið og nákvæmlega orðað, að ekki væri um að villast. Alþýðu hættir til að misskilja flest í þessum efn- um vegna þess, að undirstöðu- þekkinguna vantar; þarfir hennar ar og hjúkrunarkvenna fara ekki allskostar saman. það yrði of langt mál að rekja hjer innihald bókar þessarar og meðferð hennar á efninu. 1 þessum síðari hluta er flestum algengum sjúkdómum lýst, og sumum sjald- gæfum, hjúkrun í hverjum þeirra, og bætt við nokkrum orðum um meðferð hvers sjúkdóms, lyf þau, sem helst kynnu að koma að gagni o. þvíl. Er hjer mikill og margs- konar fróðleikur saman kominn og bókin getur verið til mikillar leið- beiningar fyrir hvert heimili, ekki síst hvað hjúkrun snertir. það er mikill kostur við hana, að efnis- yfirlitið er glögt og gott, og auk þess fylgir nákvæmt registur, svo fljótlega má finna hvað eina. Höf- undurinn ætlast þó til að bókin sje ekki aðeins notuð sem orðabók þegar sjúkdóm ber að höndum, heldur að hún sje öll lesin eða lærð og auki þannig mentun al- mennings í heilbrigðismálum, en geri hann jafnframt færari til þess að ráða fram úr vandrasðunum þegar þau .dynja yfir. það er líka drepið á margt og sumstaðar aU- langar sögur sagðar til þess að gera lesturinn skemtilegri. Rithátt Steingríms læknis þekkja nú flestir, og öllurn al- menningi mun falla hann vel í geð. Hann kryddar efnið allajafna með smásögum og útúrdúram, sem gera frásögnina ljettari og skemtilegri, en þó þetta sje að mörgu gott og blessað, þá er ekki laust við að samhengið og aðalinnihaldið losni dálítið við það. það er ekki lítið starf, sem Stein- jgrímur læknir hefir leyst af hendi með þessari bók og heilsufræðinni, auk margs annars, sem hann hef- ir unnið til þess að auka þekkingu manna á heilbrigðismálum. það hefðu fáir leikið þetta eftir Stein- grími, og gegna þó jafnframt svo erfiðu og áhyggjusömu starfi eins og hjeraðslæknisembættið á Akur- eyri er. Má ekki minna vera en að honum sje þakkaður allur hans óþreytandi áhugi og dugnaður. G. H. ----o---- _A_lþixigi. Einskonar eldhúsdagur. Eins og áður hefir verið sagt frá, varð ekkert úr eldhúsdeginum svonefnda, sem venja er til að haldinn sje við frh. 1. umr. fjár- laganna, en þá vora stjórnarskiftin rjett að verða. Hinsvegar hafa þingmenn auðsjáanlega ekki alveg viljað sleppa þessum eldhúsverk- um, og tóku sig því til og jöfnuðu þetta nokkuð við 3. umr. fjárlag- anna. Stóðu þær umr. yfir í 2 daga og var haldinn mesti urmull af ræðum. Síðari daginn stóðu umr. fram til kl. 5 um morguninn eftir. Mest snerust þessar umr. að vísu um fjárlögin sjálf og breytingar- till. með venjulegum hætti. En inn í það ófust svo-'einnig allsnarpar skærur milli Tr. þórh. annarsvegar og tveggja ráðherranna hinsvegar, M. G. og einkum þó J. þorl. Einnig kom fyrv. fjármálaráðh. Kl. J. nokkuð við deilurnar. þetta hófst á þann hátt, að í síð- ara hluta ræðu sinnar um fjárhag- inn veik fjármálaráðh. (J. þorl.) nokkuð að því, hjá hverjum lægi sökin á því, að fjárhagnum væri nú svo komið, sem raun bæri vitni. Sagði að sökin lægi ekki hjá stjórninni fyrst og fremst, allra síst þegar hún tæki við svo að segja altilbúnum fjárlögum, held- ur hjá þinginu, eða þeim, sem þar rjeðu mestu, og svo hjá kjósend- unum að nokkru leyti, sem rjeðu þinginu. Út frá þessu talaði ráð- herrann um samariburð á fjárhag undanfarinna ára og fjárstjóm og fjármálaskýrslur ráðherranna til þingsins. þær skýrslur sagði hann að leystar hefðu verið sæmilega af hendi fram á þingið 1923. Sjer- staklega tók hann það fram, að fjármálayfirlit Sig. Eggerz hefðu verið glögg og komið vel heim við reynsluna. Sömuleiðis hafi skýrsl- ur Magn. Guðm. verið góðar, en þá sje þingið komið inn á þá braut að framkvæma óarðberandi verk fyrir lánsfje, og sjeu þeir liðir ekki taldir með beinum tekjuhalla í yf- irlitum M. G. En þetta taldi ráð- herrann svo, að notað hefði verið að orsakalausu af stjórnmálaand- stæðingum sínum til þess, að telja mönnum trú um það annarsvegar, að skýrslur M. G. væra að ein- hverju leyti rangar, og að fjár- hagsútreikningar sjálfs hans (J. þ.) væra árásir á fjármálastjórn M. G. En þetta væri þó engan veg- inn svo, enda sýndi samanburður áranna 1921 og 22 mjög góða að- stöðu M. G., svo að ómögulegt væri að áfellast hann sjerstaklega fyrir ráðsmensku hans á landsfje. En hinsvegar væri það annar fjármálaráðherra þessara ára, sem ekki væri ávalt hægt að segja það sama um, — og það væri einmitt ráðherra Framsóknarflokksins, Magnús Jónsson. Hann hefði gefið skýrslu um afkomu ársins 1922, sem í mörgum meginatriðum væri algerlega villandi og bæri það með

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.