Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.04.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 22.04.1924, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri I’orsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjayík, þriðjudaginn 22. apríl 1924. 30. tbl. Sigurður Stefánsson Sje ra Sjera Sigurður í Vigur andaðist i á sjúkrahúsi hjer í Reykjavík um i kvöldið 21. þ. m. Hafði hann verið fluttur heiman að frá sjer að fram kominn þá fyrir skömmu. Sjera Sigurður var nær sjötugur að aldri, fæddur á Ríp í Hegranesi 30. ágúst 1854. Hann var af hinni svonefndu Hrólfsætt í Skagafirði, sjöundi maður frá Hrólfi sterka og tólfti maður frá Lofti ríka í bein- an karllegg. Foreldrar hans voru Stefán á Heiði í Gönguskörðum og Guðrún dóttir Sigurðar bónda þar og hreppstjóra Guðmundssonar, og er sú ætt rakin til Bjöms, sonar Jóns biskups Arasonar. Sigurður gekk 1 Latínuskólann 1873 og varð stúdent 1879, gekk síðan í prestaskólann og varð kandídat með I. einkuxm 1881 og prestvígður til ögurþinga sama ár. par var hann prestur alla æfi síð- an og vildi ekki þaðan fara, þó ann- að byðist. Einu sinni var hann t. d. kosinn dómkirkjuprestur í Reykja- vík, en afsalaði sjer því, og um eitt skeið var svo mælt, að hann hafi átt kost á ráðherradómi, en ekki viljað heldur. Sjera Sigurður í Vigur var löngu orðinn þjóðkunnur maður fyrir prestskap sinn, stjómmálaafskifti og búskap. Hann varð alþingismað- ur 1886 og sat á flestöllum þingum síðan, þangað til nú í fyrra, að hann dró sig að fullu út úr öllum opinberum landsmálum. Hann var í tölu áhrifaríkustu þingmanna og hinna mest virtu, ræðumaður góð- ur og vel vígur í orðasennu, þegar svo bar undir, þybbinn og þungur í skauti, en ljett um mál. J»óttu hin- ar meiri háttar tölur hans ávalt meðal hinna merkustu atbur ða í þingumræðunum. Hann var einnig hagorður, þó lítið beitti hann því. Auk stjórnmálaafskifta sinna skrif aði hann allmikið um trúmál og voru um eitt skeið allmiklar deilur um afskifti hans þar og fylgdi hann hinni svonefndu göndu guð- fræði. A þingi veik hann oft að heilagri kirkju og kristnihaldi í landinu og vildi hann halda uppi einbeittlega því sem hann taldi veg hennar og virðingu. Hann var bú- maður mikill og búsæll og forvíg- ismaður í ýmsum þeim málum, sem þau efni snertu, bæði á þingi og heima í hjeraði. Hann var einn af stofnendum Búnaðarsambands Vestfjarða og formaður þess.Hann hafði einnig mikil afskifti af öðr- um málum vestur þar, gekst fyrir stofnun kaupfjelags 1887, kom á gufubátaferðum um Djúpið 1890 og bátaábyrgðarfjelagi Isfirðinga o. fl. — Endurminningar sínar nokkrar mun hann hafa skrifað á síðari árum, óprentaðar. Kona sjera Sigurðar lifir hann og heitir þórunn Bjarnadóttir, og er af Stephensens-ætt. þau áttu 3 böm og ólu upp 6 vandalaus. Um Vigurklerk hafa oft staðið deilur, eins og að líkindum lætur, en þó munu menn ásáttir um, að með honum sje til moldar hniginn einhver hinn merkasti og kjarn- mesti höfðingi úr klerkdómi lands- ins. Bókmentir. Nýall. Á síðustu árum sjerstaklega hef- J ir allmikið verið að því gert hjer j að reyna að efla þekkingu manna og áhuga á ýmsum heimspekileg- um fræðum. Eru það ekki síst rit dr. Ágústar H. Bjarnason, sem þar hafa haft áhrif út um alt land, og þá helst ritasafn hans, er við kem- ur heimspeki- og trúarbragðasögu. Ýms fleiri rit hafa einnig komið fram í þessum, efnum og vakið at- hygli. Er þar ekki síst um að ræða rit dr. Helga Pjeturss, Nýal. Um þetta rit hefir allmikið verið skrifað og oftast í eina átt, og hef- ir dr. H. P. fyrir það eignast stór- an flokk lesenda og aðdáenda, en andmæla ekkert gætt, opinberlega að minsta kosti, þó nokkuð sjeu skoðanir manna skiftar um sum atriði bókarinnar. Erlendis hefir athygli ýmsra fræðimanna líka beinst að ýmsum kenningum dr. H. P., enda hefir hann átt í brjefa- skiftum við allmarga erlenda vís- indamenn. \ Alt af öðru hvoru koma fram ýms ummæli um Nýal, frá mönn- um víðsvegar á landinu. Verður hjer getið nokkurra þeirra, sem ekki hafa áður verið prentuð. Úr Hornafirði er t. d. skrifað (Bjarni Bjarnason á Brekku) : „Fyrir rúm- um tveimur árum barst mjer í hendur bók, sem Nýall heitir. Eftir að hafa lesið hana einu sinni, var jeg fullur undrunar, fyrst af því, að slíkt mál hafði jeg aldrei lesið, því satt að segja hefi jeg tæplega sjeð mál vort, íslenskuna, njóta sín betur en þar. Og ekki undraðist j eg efni bókarinnar minna. — Fyrst áttaði jeg mig ekki á ýmsum at- riðum bókarinnar. Var ýmislegt þesS valdandi, m. a. að jeg fór svo fljótt yfir að lesa, og svo annað, að opnað er þarna nýtt svæði, eða fundin ný leið til að skilja það, sem menn hafa haldið að aldrei yrði skilið. En eftir að hafa lesið bókina tvisvar, duldist mjer ekki, að höfundur hennar er yfirburða snillingur og virðist mjer jeg ekki hafa lesið aðra bók eins góða og Nýal“. í öðrum ummælum (eftir Gunn- ar M. Magnúss.) segir m. a. svo: „Jeg gæti trúað því, að dr. H. P. hefði fundið mikilvæg sannindi, sem á sínum tíma verða viðurkend. Með dæmafáum sannfæringar- krafti og eftirbreytnisverðri alúð og þrautseigju, eyðir hann æfi sinni fyrir það mál, sem að bjarg- fastri trú sjálfs hans er lífsskil- yrði til umbóta heiminum. En eru það þó ekki tiltölulega fáir, sem viðurkenna skoðanir dr. Helga í nokkurri alvöru og ljá nægilega eyru sín hinum snjöllu kenningum hans? Menn þora þá ekki að að- hyllast hann af því, að hann fer ekki troðnar götur fjöldans, og dæma kenningar hans fjarstæðu. Heimskan er oft djörf í dómum sín- um. En allir hefðu þó gott af því að lesa rit dr. Helga, þó ekki væri nema vegna hinnar þróttmiklu, listafögru orðsnildar, er hann á yf- ir að ráða“. Enn önnur ummæli (H. Stefáns- son, Eskifirði) má einnig tilgreina. Par segir: „Flestir munu sjá, þótt ekki sjeu mentamenn, að þar sem dr. Helgi er, er á ferðinni frumleg- ur vísindamaður, ... jafnvel spá- maður sinnar samtíðar“. í þessum ummælum er einnig vikið að því, sem dr. H. P. hafi borið sig upp undan, að hann hefði fje aðeins af skornum skamti og ekki nægilegt til lífsviðurværis og vísindaiðkana. „Hjá öðrum þjóðum eru jafnan til auðmenn“, segir ennfremur, „sem sjá sóma sinn í því að stofna sjóði, sem geta orðið góðum vísinda- mönnum að fjárhagslegu liði. Vjer íslendingar eigum enga slíka auð- menn, en vjer getum þetta samt“. Vill þessi maður láta stofna sjóð nokkurn (hann nefnir sjálfur helst til framlaganna kaupmenn og kaupf jelög), og sje H. P. heimilt að nota hann eftir eigin geðþótta í þarfir málefnis síns. Nýlega er komin hjer út þýðing á hinu merka indverska riti Bhagavad-gíta, og er nefnt Háva- mál Indíalands. þýðingin er eftir Sig. Kr. Pjetursson og er þýtt í laust mál. (Gutenberg, 126 bls.). Verður minst síðar. Sigfús Blöndal bókavörður í Khöfn hefir nýlega gefið út þýð- ingu sína á Bakkynjum Evripídes- ar, alt ritið, en áður höfðu komið út brot úr því, m. a. í kvæðasafni hans Drotningin í Álgeirsborg. Út- gáfan mun aðeins prentuð í örfá- um eintökum, og mjög skrautlega, fyrir nokkra bókavini, sem ekki hafa viljað láta þetta liggja aðeins í hand’riti. En S. Bl. er eins og kunnugt er, maður fróður um klassiskar bókmentir og gríska og íslenska tungu og smekkvís. Hefðu því sjálfsagt ýmsir óskað, að þýð- ingin væri fleirum aðgengileg en nú er, þó máske sje hinsvegar ekki mikill markaður hjer fyrir þess- konar rit alment. Eftir Halldór Kiljan Laxness er nú að koma út ný, alllöng skáld- saga, sem heitir Undir Helgahnúk. H. K. L. er nýkominn hingað frá útlöndum. ---0--- Tflrlýsing. Samkvæmt samningi þeim, sem við undirritaðir ritstjórar „Morg- unblaðsins“ og „Isafoldar" höfum gert við útgáfufjelagið er á þessi blöð, er svo ákveðið, að tilgangur blaðanna sje sem hjer segir: „að styðja frjálst viðskiftalíf og vinna á móti leyndum og ljósum tilraunum til þess að hefta rjett- mætt frelsi þjóðarinnar í heild sinni og einstaklinga hennar“. Að öðru leyti erum við með öllu óháðir og höfum full og óskert um- ráð yfir öllu sem í blöðunum stendur. Reykjavík 16. apríl 1924 Jón Kjartansson Valtýr Stefánsson Stjórn útgáfufjelags „Morgun- blaðsins“ og „ísafoldar“ vottar að framanskráð yfirlýsing er rjett og sannleikanum samkvæm í öllum greinum. Reykjavík 16. apríl John Fenger. C. Proppé Garðar Gíslason. Fyrir ritstjóra Mrg.bl. var það óþarfi, að segja nokkurt orð út af greinum mínum í síðasta tbl. Lögr. þeim var ekki á neinn hátt að þeim beint og jeg hef hvorki löngun nje ástæðu til þess að fara um þá nokkrum orðum, sem þeim gætu mislíkað. það gleður mig að sjá í yfirlýsingu þeirra, að þeir sieu „með öllu óháðir“ þeim Fenger & Co., og að þeir hafi „full og óskert umráð yfir öllu, sem í blöðunum stendur". Greinar Lögr. miðuðu beinlínis að því, að svo gæti þotta orðið. Mjer finst að engum ætti að þykja vænna um það en einmitt ritstjórum Mrg.bl., að tekið sje þegar í byrjun utan að frá ræki- lega í axlir þeirra manna, sem í fávitsku sinni halda, að þeir geti verið yfirritstjórar blaða, }<ótt þeir kunni svo lítið í tungu þeirri, sem blöðin eru skrifuð á, að þair skilji ekki til hlítar neitt, sem í þeim stendur, hvort sem þeir hafa nokkurt vit eða ekki neitt á þeirn málum, sem þar er um að ræða, og hvort sem þeir eru sendibrjefsfær- ir eða ekki, — svo að þeir hreyki sjer ekki hærra en hæfileikarmr ná og reyni að hafa nokkurn hemil á sínum löðurmannlegu skumaskota - skitkasts-tilhneiging- um, sem fyrv. ritstjóra Mrg.bl. er ekki ókunnugt um. Stjákl Fengers á skrifstofum Mbl. nú getur ekki verið ritstjórum þess nje starfs- mönnum til neinnar ánægju nje uppbyggingar, og yfir höfuð skil jeg ekki í öðru en að ritstjórar Mrg.bl. hljóti að vera mjer sam- dóma um það, að formenska Feng- ers fyrir útgáfufjelaginu sje hneyksli, sem ekki ætti að eiga sjer stað. — Lækningin á meinsemdum þeim í blaðaútgáfunni, sem gerðar voru að umtalsefni í síðustu Lögr., er sú, að innlendir stjórnmála- menn kaupi blaðið, eða þá svo marga hluti í því, að útlendu at- kvæðin ráði ekki kosningu þeirra manna, sem falin er stjóm útgáfu- fjelagsins. þessa leið reyndi jeg að fara í fyrra og vildi kaupa blaðið. En því tilboði var hafnað. p. G. Önnur yfirlýsing. Á fundi Blaðam.fjelagsins síð- astl. laugardag var samþykt svo- hljóðandi yfirlýsing: „Blaðamannafjelag Islands álykt ar að lýsa yfir, að það telur mjög varhugavert að haldið sje uppi pólitiskum blöðum á íslandi, þann- ig að umráðin eða meiri hluti fjár- magns þess, sem að baki stendur, sje í höndum manna, sem eiga ann- ara en innlendra hagsmuna að gæta. Telur fjelagið sjálfstæði landsins geta stafað hin mesta hætta af slíku“. o 16. þ. m. andaðist á heimili sínu hjer í bænum frú Jarþrúður kona Hannesar þorsteinssonar þjóð- skjalavarðar, dóttir Jóns heitins Pjeturssonar dómstjóra og fyrri konu hans, Jóhönnu Bogadóttur frá Staðarfelli. Hún var fædd 1851, en giftist Hannesi 1889. pau áttu ekki börn, en fjögur börn tóku þau í fóstur og ólu önn fyrir þeim. — Frú Jarþrúður var gáfuð kona og vel mentuð, skáldmælt og ritfær. Var hún nokkur ár,ásamt Ólafíu Jó hannsdóttur, við ritstjórn kvenna- blaðsins „Framsókn“, og einnig átti hún þátt í samningu og útgáfu „íslenskrar hannyrðabókar“, sem um eitt skeið náði mikilli hylli. Við kvennaskólann hjer kendi hún lengi, tungumál o. fl. — Síðustu árin hafði hún átt við vanheilsu að stríða og lengi legið þungt haldin. ----o----- Vátryggingarfél. London. Eftir- tekt skal vakin á auglýsingu hr. læknis þorvaldar Fálssonar í síð- asta tbl. Lögr. um ofannefnt vá- tryggingarfj elag. Fjelag þetta er afskaplega fjársterkt og að öllu hið traustasta. Ættu menn að gæta þess vel, að vátryggja hvorki eign- ir, líf eða limi hjá öðrum fjelögum en þeim, sem f jesterk eru og vönd- uð, og þetta fjelag er vafalaust eitt þeirra allra stærstu og bestu. ----o-----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.