Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 10.06.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 10.06.1924, Blaðsíða 1
Innheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Sími 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 10. júní 1924. 37. tbl. Um víða veröld. Síðustu símfregnir. Frá Berlín er símað, að Marx kanslari verði áfram við stjórn, þai' sem mistekist hafi aðrar til- raunir til stjórnarmyndunar. fiáðu neyti hans er óbreytt frá því sem áður. Averescu hershöfðingi í Rú- meníu hefir skorað á konunginn þar að víkja stjórninni þar frá völdum, en annars muni herstjórn- ir. taka 1 sínar hendur ríkisvöldin. Rússneska brlaðið Isvestija sakar írönsku stjórnina um óheimila meðferð á 38 milljón dollurum, sem Rússar greiddu við friðar- samningana í Brest-Litovsk. Frá Vínarborg er símað, að tví- sýnt sje hvort Seipel kanslari haldi lífi eftir tilræðið við hann, sem fyr er frá sagt. Tilræðismaðurinn hef- ir ráðið sjer bana. Frá París er símað, að Painlevé hafi verið kjörinn formaður þing- mannadeildarinnar. En um stjórn- armyndun er þar alt í óvissu enn- þá. 5. þ. m. bað Millerand forseti Herriot að mynda stjórn, en hann kvaðst ekki svara slíkri málaleit- un meðan hún kæmi frá Millerand. En forsetinn lýsti því yfir að hann mundi ekki segja af sjer. Frá Berlín er símað, að uppreisn- armenn úr albanska hernum hafi tekið borgirnar- Skutari og Tirana og haldi þeim enn. Frá London er símað, að heil- brigðismálaráðherrann hafi 5. þ. m. lagt fyrir þingið húsbygginga- frumvarp stjórnarinnar. En sam- kvæmt því á að byggja á næstu 15 árum hálfa þriðju milljón húsa og er kostnaðurinn allur áætlaður 1400 milljón pund. Bein útgjöld ríkisins af þessu verða um 34 mill- jón pund á ári. Neðri málstofan samþykti frumv. samdægurs. Bókmentír. Bjarni Sæmundsson fiskifræð- ingur hefir gefið út sjerprentaða ritgerð um sjófiskaklak, og mun hún eiga að birtast í Andvara. Rek- ur höf. þar fyrst sögu sjófiska- klaksins. (það er merkilegt, að Kínverjar fengust við þetta þegar í fornöld, en í Evrópu hefst það hjá þjóðverjum á 18. öld.). Síðan er sagt frá ýmsum tilraunum og tilraunastöðvum í þessa átt og árangri þeirra, erfiðleikum ýmsum og kostnaði. Stöð, sem gseti klakið 500 millj. þorskeggjum á landi, tel- ur höf. að mundi kosta c. 100 þús. kr. og 20—30 þús. kr. í rekstur á ári. Um horfur þessa máls hjer telur höf. vænlegast að bíða og sjá hverju fram vindur, því sjófiska- klakið sje vafasöm og dýr ráðstöf- un, allra helst þar sem auðug fiski- mið sjeu fyrir. En hinsvegar megi ná allmiklu af sama tilgangi með friðun ungviðsins með sæmilegri vörn þeirrar landhelgi, sem við ráð- um nú yfir. Meðal Vestur-fslendinga hefir sögu Sigurðar Nordal, Síðasta full- ið, verið snúið í leikritsform ein- hverskonar, segja vestanblöð, og leikið eða flutt á samkomum þar um íslendingabygðirnar af ólafi Eggertssyni og er látið vel af þeirri skemtun. f aprílhefti tímaritsins: The Journal of the American society for Psychical Research, birtist m. a. ensk þýðing á greinum þeim, sem Guðm. Hannesson ritaði í Norðurland 1913, um tilraunirnar með Indriða miðil Indriðason. Greinin heitir Remarkable Pheno- mena in Iceland og fylgir henni inn gangur eftir prófessor Har. Níels- son, sem gengist hefir fyrir þýð- ingunni. I Kaupmannahafnarblaðinu Na- tionaltidende hafa nýlega birtst ýmsir þýddir kaílar úr minninga- bók þorvalds Thoroddsen. en um hana hefir allmikið verið deilt hjerna heima, eins og kunnugt er. Seinast í apríl flutti Olav Han- sen skáld og kennari í Árósum fyrirlestur um íslenskan skáldskap í Jydsk forening for historie og sprog þar í bænum. Eítir Huldu er nýkomin út bók, sem heitir Myndir, ljóðakaflar í lausu máli, gefin út á Akureyri. --------------o--- Físksalan. þingræða eftir Jóhann Jósefsson. Eitt þeirra máia, sem allmikið heifr verið rætt undanfarið, er skipulag — eða skipulagsleysi — íslensku fisksöl- unnar og þær afleiðingar, sem menn vilja telja af þvi orðnar í viðskiftalífi þjóðarinnar. Hjer i blaðinu héfir áð- ui verið skýrt frá þessum málum og rætt um þau og nú síðast sagt frá meðferð þingsins á þeim, i þingtiðind- unum, að þvi leyti, sem þau hafa til þess kasta komið. En þar flutti Ingvar Pálmason i ed. till. um skipulag á sölu sjáfarafurða og i nd. flutti Jón Bald- vinsson fyr á þinginu frv. um einka- sölu rikisins á útfluttum fiski og sild. Út af þessu spunnust nokkrar um- ræður um málið alment og þar sem þetta er mjög merkilegt mál og mikils- vert fyrir atvinnulif þjóðarinnar, er rjett að gera mönnum kost á þvi að kynnast þvi sem best. Sumt það, sem um þetta hefir verið rætt, hefir verið af takmarkaðri þekkingu talað og ým- islegt ofist inn i umræðumar, sem óþarfi er að láta trufla þær. En hins- vegar hafa líka efalaust verið ýmsir þeir annmarkar á fisksölunni og skipulagi hennar, að sjálfsagt er að málið sje sem best athugað og reynt að koma því sem haganlegast fyrir. Nýlega hefir t. d. fyrv. erindreki ís- lands á Spáni, hr. Gunnar Egilson, gert tillögur um ýms atriði, sem þetta snerta og er vikið að þeim í ræðunni, sem hjer fer á eftir. En þá ræðu flutti Jóhann Jósefsson, þingm. Vestmann- eyinga við umr. um till. I. P. í ed. Rakti hann það fyrst, að hann (og meirihl. sjáfarútvegsnefndar) hefði ekki getað fallist á till. í því formi, sem hún kom fram í frá I. P. En þá till. kvað J. Jós. flutta út frá þeirri skoðun, að fiskversluninni væri best fyrirkomið þannig, að ríkið hefði sem mesta íhlutun um hana. Síðan mælti ræðum.: (Hann tók það fram, að ræða sín ætti við þorskfiskiútveginn fyrst og fremst, en ekki síldarútveginn sem væi'i nokkuð sjerstæður.) pað er langt frá því, að okkur detti í hug að halda því fram, að verslunin með sjáfarafurðir sje í svo góðu lagi, að ekki sje mikilla umbóta þörf á því sviði; en jeg held ekki, að úr annmörkunum verði best bætt með ríkisíhlutun eða ríkiseinokun. Meiri hl. nefnd- arinnar fullyrðir ekkert um það, að útflutningsnefnd geti ekki orð- ið til einhvers gagns, meira að segja er líklegt, að hún gæti orðið gagnleg í sumum tilfellum. Hitt er annað mál, að slík nefnd gæti í öðrum tilfellum verið varhuga- verð, og' það er víst, að nefndin væri mjög takmörkuð í sínu starfi þó að hún hefði vald til að banna sölu eða útílutning, ef ekkert væri til á bak við hennar vald, enginn sem bæri ábyrgð á afleiðingum þeim, sem af slíkum tálmunum viðskifta gæti leitt. Enginn sjóð- ur eða nein peningaráð til að bæta upp halla einstaklinga, þó sannan- legur yrði af tálmunaraískiftum nefndarinnar. þessir annmarkar hafa, að því er jeg best veit, einkum verið taldir til foráttu utflutningsnefnd með valdi til að stöðva fisksölu eða banna hana um stundarsakir. Tillögur erindrekans á Spáni um útflutningsnefnd hafa að vísu ákvæði, sem á að minka áhættuna af sölustöðvun útflutningsneínd- ar eða sölubanni hennar. En að því er jeg fæ best sjeð, verður ekki heldur hægt með þessu umgetna ákvæði að koma í veg fyrir mikla áhættu í þessu efni. Erindrekinn gerir sem sje ráð íyrir því, að nefndin,um leið og hún banni sölu á ákveðnu fiskmegni, megi hún sjálf reyna að útvega sama eða helst hærra verð íyrir fiskinn, og það er fyrst eftir að henni mistekst það, að rjettur aðili eða eigandi fiskj- arins getur fengið leyfi til að selja fyrir það verð, sem hann átti kost á í byrjun. Allir, sem til sölu á fiski þekkja, vita, að það er ekki oft, að maður getur haft marga daga til að ákveða sig, hvort maður taki boði eða ekki. Nefndin þarf sinn tíma til að rannsaka hvernig kauphorf- ur eru o. s. frv., og mistækist henni, hefir tíminn farið til ónýt- is. En á þeim tíma getur því boði, sem viðkomandi maður átti kost á, hafa verið kipt til baka. Um það leyti, sem nefndin gefur fiskinn frjálsan til sölu, getur verðið ver- ið orðið lægra, eða þó verðið hafi ekki í sjálfu sjer lækkað, getur kaupandinn hafa fengið fisk ann- arsstaðar að, — hann þarf ekki endilega að vera íslenskur, — og yrði þá fiskútflytjandinn hjer af sölunni. það þekkja allir, sem kom- ið hafa nálægt fisksölu, að það er mjög sjaldan að menn geta beðið lengi að taka boði án mikillar áhættu að missa af því. Hver á nú að bæta fiskútflytj- anda þann skaða, er hann verður fyrir á þennan hátt? Eða á hann að hafa sinn skaða svo búinn? Segja má að hið opinbera ætti að bæta skaðann, og hætt er við, að skaðabótakröfur yrðu þá nokkuð tíðar. Hinsvegar ef hver ætti að hafa sinn skaða svo búinn, er það víst, að fljótt kæmi fram megn óánægja, og nefndin og ráðstafan- ir hennar yrðu ekki lengi vel þokk- aðar. Annars er það því sem næst óhugsandi, að ríkið megi, með því að hefta eða á einhvern hátt að banna sölu á afurðum, gera eigend- um tjón með ráðstöfunum sLnum, án þess því beri skylda til að bæta það tjón að fullu. þetta er tekið fram til að benda á þá annmarka, sem maður sjer 1 fljótu bragði á skípun siíkrar út- flutningsnefndar. þeir geta verið og eru sjálfsagt fleiri. T. d. er lík- legt, að nefndin yrði hjer skipuð mönnum, sem sjálfir fást við fisk- útflutning; þeir myndu taldir hæf- astir í slíka nefnd að því er til sjerþekkingar kemur, en það yrðu menn, sem hefðu einkahagsmuna að gæta. Myndi aðstaða þeirra manna því að ýmsu leyti verða vægast sagt, afarerfið, og hætt er við, að almenningur út um landið vildi rekja rót þeirra skakkafalla, scm ef til vill kæmu fyrir, — og óhjákvæmilegt er að kæmu fyrir á einhvern hátt, — til þess, að nefnd armennirnir hefðu svo mikilla hagsmuna að gæta fyrir sjálfa sig. þetta er mál, sem þarf að athuga nákvæmlega; en eins og jeg hefi tekið fram, álít jeg þetta ekki óhugsandi leið, að skipa slíka nefnd, en jeg áleit rjett við þessa umr. að benda á helstu annmark- ana, sem jeg tel fylgja henni. Frh. ----o--- Nýr skólí. Eftir sjera Eirík Albertsson. ------- Niðuri. Sjálfsmentunarstarfsemi skólans. Æði mikið virðist bera á þeirri skoðun, að kennarar hafi fullnægt skyldum sínum og unnið fyrir kaupi sínu, ef þeir troði í nemend- urna þekkingu þeirri, sem í kenslubókunum er. þetta er hrap- allegur misskilningur og hefnir sín. Unglingarnir þurfa fyrst og fremst annars. Ýmsar brennandi spurningar brjótast um í þeim, spurningar um lífsgátur, aðferðir til að lifa lífinu, skapa sjálfan sig og eitthvað gott og fagurt og gagnlegt fyrir utan sig, og svo brýtst um starfsemdarólgan í þeim og hinn sjerstaki persónu- legi máttur þeirra og hæfileikar til að sníða sjer sinn eigin stakk. Öllu þessu verður að gefa gaum. Fyrst þarf skólinn að vera heimili. Nem- endurnir verða og að fá að gleðj- ast og starfa saman, sjer eðlilega og óþvingað. Og svo þarf að velja þeim sjerstök verkefni, sem þann- ig eru löguð, að einstaklingseðlið og frumkvæðið fái að njóta sín. Til þess að styðja að þessu fór Lesbók Lögrjettu III. Kriiiir 09 kirkja. Eftir Árna Árnason lækni. 8. Hvers þarfnast kirkjan? því verður tæpast neitað, að áhrifum kirkjunnar og kirkjulíf- inu hefir hnignað á síðari símum. Hverju er þetta að kenna? I mín- um augum ber mest á þrennu. það er að kenna þjóðfjelaginu, ríkinu, sem á að styðja kirkjuna, aldar- andanum og starfsmönnum kirkj- unnar. Til hvers að svara því,hvers kirkjan þarfnist, verður að athuga þessi atriði lítið eitt. þjóðfjelagið launar starfsmönn- um kirkjunnar og sjer um undir- búning þeirra undir starfið. Prest- unum hefir verið fækkað svo mjög, starfssvið þeirra stækkað svo, að ekki er unt að ætlast til, að þeir anni starfinu í lagi. þar á of- an er sveitaprestum ætlaður land- búskapur, sem er talið fullkomið starf út af fyrir sig. þótt hann geti látið þeim vel, sem eru fæddir og uppaldir við hann, þá fer hann í handaskolum hjá hinum. Afleið- ingin verður sú, að prestaefni hætta að sækja um sveitabrauðin. þá bætast lausu embættin á þá, sem fyrir eru, og fer svo, að þeir eiga nóg með að annast messur og aukaverk, en önnur starfsemi em- bættisins, sem ekki eru síður mik- ilsverð og nauðsynleg, situr á hak- fram í skólanum ýmisleg starf- semi. Á fundi og fyrirlestra komu heimamenn allir, á kvöldum var oft lesið ritgerðir úr tímaritum, sögur og annað hnossgæti. Hús- lestrar fóru oft fram. Með þessu móti skapaðist heimilistilfinningin fyrir alla. Bókasafnið var öllum heimilt, þar völdu nemendur sjer vini og málkunningja eftir eigin vali, en með lagi geta kennarar ráðið mestu um það val með holl- um og góðum leiðbeiningum, en persónulega hneigð hvers einstaks má þó ekki hefta neitt verluega. þá voru og valin ritgerðarefni til þess að vera liður í þessu starfi. Stílæfingar í móðurmálinu í skól- um vorum flestum eru rjettritun- aræfingar. þær eru nauðsynlegar og sjálfsagðar, það sem þær ná, en að öðru leyti eru þær lítilsvirði. Nauðsyn er því að gefa nemendum yfirgripsmikil viðfangsefni til að rita um, en gefa þeim leiðbeining- ar jafnframt um meðferð efnis- ins og vísa þeim á heimildir og gögn. þetta reyndi jeg og gafst al- veg ljómandi. Ritgerðarefnin voru: 1. Brestir og kostir hinnar fornu siðmenningar vörrar. 2. Rómantíska stefnan. 3. Fjölnismenn. 4. Átthagalýsing. En auk ritgerðanna gaf jeg nem- endunum verkefni til að flytja fyrirlestra um. Voru þau flest mjög rækilega af hendi leyst, og það jafnvel svo, að fluttir voru á fjölmennum samkomum og hlutu mikið lof. Fyrirlestraverkefnin voru þessi: 1. Helstu menn viðreisnar vorr- ar og áhrif þeirra. 2. Útlend áhrif á íslenska menn- ingu. 3. Hið nýja landnám. (Hvernig skáldin frá Eggert Ólafssyni til vorra tíma hafa numið landið á ný fyrir þjóðina, með því að kenna henni að sjá og meta fegurð henn- anum. Með þessu móti er kipt fót- unum undan áliti og áhrifum prestastjettarinnar og kirkjunnar með þjóðinni. þessu verður að kippa í lag. Ef ríkið vill eða getur ekki lagt það af mörkum til kirkj- unnar, sem henni er nauðsynlegt, þá er sambandið henni ekki lengur ti! stuðnings, heldur til niður- dieps, og hinsvegar er prestastjett, sem ekki starfar að hlutverki sínu, þjóðfjelaginu byrði. þannig býður ein syndin annari heim, eins og annars í lífinu. þess gætir nú minna en áður, að prestarnir lifi andlegu lífi í sam- bandi við söfnuði sína, kynnist þeim, rannsaki trúarlíf þeirra og mentalíf og leiðbeini sóknarbörn- um sínum heima á heimilunum. því miður starfa prestarnir nú orðið einnig minna að andlegu uppeldi og kristilegri fræðslu barnanna en áður. En prestarnir eiga ekki einir sök á þessum breytingum, heldur líka aldarandinn og þjóðfjelagið, sem dregur þessa starfsemi úr höndum þeirra. En ef prestamir hafa ekki vilja, tíma og hæfileika til að rækja þessa hlið starfsins og ef þeim tekst ekki að ná betri tök- um á söfnuðum sínum með kenn- ingu sinni, þá mun þeim ekki auðn- ast að fá kirkjurækna söfnuði. Kirkjan þarfnast umbóta á þess- um atriðum, og skal farið um þau fáeinum orðum. það mun viðurkent, að siðfræð- in verði að hvíla á trúargrundvelli, að minsta kosti eins og þroska

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.