Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 17.06.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 17.06.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJHTTA Söðlasmíðabúðin „SLEIPNIR“ Laugaveg 74 Sími 646. Símn. „Sleipnir“. Aktýgi, reiðtýgi, þverbakstöskur, hnakktöskur, bakþokar, beisli, beisl- isstengur, ístöð, svipur, hnakk- og söðulvirki, erflðisvagnar með ak- týgjum, vagnyfirbreiðslur, tjöld, smá og stór o. m. m. fl. Aðgerðir fljótt og vel afgreiddar. Pantanir afgreiddar um alt land. skoðunum við, og ekki mœtti jeg halda, að sjer líkaði illa að jeg heíði þýtt hana. En hvað segir svo prófessorinn núna? Hann segir, í sambandi við trú- arskoðanir mínar, að jeg ætli að gerast kristniboði fyrir Kristniboðsfjelagið úti i löndum, helst hefir hann augastað á Kína. . ( þetta hefir mjer eigi komið til hug- ar og heldur enginn minst á það við mig. Vildi jeg mælast til þess, að prófessorinn greindi sögumann- inn. Annars verð jeg að játa það, að jeg bjóst alls ekki við því, að prófessorinn mundi telja gildari sagn- ir annara um mig, heldur en mín eig- ir, ummæli. Friðjón Kristjánsson. ----0---- Síldarverksmiðjur. 1 sumar mun verða meira um síldveiðar en nokkuru sinni fyr, þó aðallega af útlendinga hálfu. Norð- menn munu koma hingað fjöl- margir í ár og stunda veiðar utan landhelgi öllu frekar en undanfar- in ár. Er ráðgert, að fjöldi hinna stærri síldveiðiskipa þeirra veiði og salti síldina lausa í skipin og fiytji hana út til bræðslu í Noregi. Á Hesteyri er verið að breyta gömlu hvalveiðastöðinni, sem þar var, í stóra og mikla síldar- bræðsluverksmiðju, er geti veitt móttöku allri veiði af 20—30 skip- um, eða með öðrum orðum fram- leitt lýsi og síldarmjöl úr 80—100 þúsund málum af síld. — 1 stað þess að láta lýsið í föt, hefir verk- smiðjan keypt sjer stórt „tank“- skip, sem lýsinu verður helt í og síðan flutt til útlanda. þessa verk- smiðju rekur hr. H. Henriksen frá Haugasundi, sem einna fyrstur Norðmanna hóf hjer síldveiðar, laust eftir aldamótin. Á Sólbakka við Önundarfjörð er verið að breyta slorverksmiðjunni í síldarverksmiðju. Verksmiðjan verður endurbætt að miklu auk þess sem í hana verða settar nýj- ar vjelar, gryfjur steyptar og bryggjur reistar. Mun þessi verk- smiðja geta unnið úr 30 þúsund málum síldar. Aðalframkvæmd fyr irtækisins munu þeir hafa hr. Kristján Torfason og hr. Júlíus Guðmundsson stórkaupmaður í Reykjavík. Er þetta víst einasta verksmiðjan, sem rekin er af Is- lendingum einum. Krossanesverksmiðjuna við Eyja- fjörð, sem er stærsta síldarverk- smiðja landsins, er verið að auka og endurbæta. Eru það eingöngu Norðmenn, sem þá verksmiðju eiga og að því verki standa. bæersku bræðranna — ekki aðeins framúrskarandi siðfræðingur og stórvitur uppeldisfræðingur, held- ur einnig mannvinur, sem spáði framförum mannkynsins. þótt hann væri vitni að skelfingum þrjátíuárastríðsins, sem bæði var pólitískt stríð og trúarbragðastríð, þá dreymdi hann um frið og full- ar sættir milli trúarbragða. og þjóða. Hann hefir stungið upp á því, að fundur skyldi verða haldinn af stjórnmálamönnum úr allri Ev- rópu. það átti að vera einskonar friðarfundur, sem skildi gera enda á alþjóða deilum eftir grundvallar- reglum rjettvísinnar og vísind- anna. Með tilliti til alls þessa á Ck>menius ekki einungis skilið nafn ið „Galilé uppeldisfræðinnar“, sem Michelet hefir gefið honum, heldur er hann í sannleika ágætur for- göngumaður hinnar nýju menn- ingar. Sú endurreisn og andlega endurfæðing þjóðarinnar, sem Comenius dreymdi um á andleg- um og þjóðlegum afturfarartím- um, kom þó að lokum, fyrst og fremst á menningarsviðinu. Eftir bardagann á „Hvíta fjall- inu“ voru nærri því allar tjekk- neskar bækur eyðilagðar. Sam- kvæmt skipun yfirvaldanna leit- uðu menn uppi allar biblíur Jó- hanns Húss og brendu þær mis- Á Siglufirði er hr. Sören Goos að endurbæta verksmiðju sína mikið með því að rífa niður gömlu vjelarnar og setja aðrar nýjar og fullkomnari í staðinn. Eigandinn er danskur, ’og fjelagar hans. Hinar sameinuðu íslensku versl- anir eiga síldarverksmiðju á Siglu- firði, sém sagt er að hafi reynst arðvænlegasta fyrirtæki þess firma hjer á landi; eru þær einnig að bæta verksmiðju sína. Heyrst hefir, að verið sje að undirbúa bygging síldarverk- smiðju á Dagverðareyri við Eyja- fjörð. Eru það Norðmenn, sem að því verki standa. Loks munu nokkrir Vestfirðing- ar ætla að pressa síld í lifrar- bræðslum sínum og láta síldarkök- urnar til þurkunar á Hesteyri og Sólbakka. -----o---- Til bænda og búalýðs. Nú er gott útlit um markað fyr- ir íslenska ull, svo að fá dæmi munu vera til á friðartíma. Er því ekki úr vegi að áminna bændur um að gera sitt ítrasta til að vanda sem allra best meðferð ullarinnar. En þar er margs að gætæa. Fyrst vil eg nefna rúning fjár- ins.það mun nú vera orðinn lands- siður að klippa sauðfjeð, og er það gott. En hitt mun vera fátíðara, að láta hvert reifi yfir annað í byng- inn og til geymslu. En það er eitt aðalskilyrði fyrir því, að ullin verði nákvæmlega flokkuð til útflutn- ings, en það ræður mjög verði og eftirspurn á heimsmarkaðmum. Látið ekki ullina líta út eins og þegar hrafninn er að rýja dauða pestarkind eða horgemling á vori! Til þess að Ijetta matsmönnunum starfið að flokka ullina eftir eðlis- gæðum hennar, eiga bændur að hafa reifin sem allra heillegust. Kviðull á að vera fyrir sig, ennis- ull sömuleiðis, bringu- og fótaull fyrir sig, en ekki blanda þessu saman við aðra ull af kindinni. Ull af togmiklu og þelmiklu fje má heldur ekki blanda saman. Ull af því fje, sem liðið hefir fóðurskort eða af veiku fje má alls ekki blanda saman við ull af vel fóðruðum og frískum skepnum. þessa alls verð- ur að gæta við niðurlagning ullar- innar, því að spunahúsin og klæða- verksmiðjurnar í útlöndum verð- leggja ullina eftir flokkuninni. Annað atriði er um ullarþvott- inn. Fáir fjáreigendur munu þvo ullina nákvæmlega eins og vanda þurkun hennar jafn vel. En alt kunnarlaust. í þessu sambandi má nefna að Tjekkar áttu þegar á tí- undu öld — þannig fyr en allar aðrar þjóðir — fullkomna þýðingu á biblíunni á tungu þjóðarinnar. Tjekkneska tungan var ofsótt. Á átjándu öldinni virtist þýskan al- gerlega ná yfirhöndinni. Á dög- um Maríu Teresiu og Jósefs II. var tjekkneska fyrirboðin í skólunum og hjelst aðeins við á landsbygð- inni. Franska stjórnarbyltingin og stjórnarbyltingarstríðin gengu yfir ems og illviðri, en tjekknesku löndin láu enn í dvala. En endur- fæðingin kom og þar með þýðing- armiklar framfarir á sviði menn- ingarinnar. Niðurl. ----o---- ■ ' * Samningar hafa nýlega verið gerðir milli Sjómannafjelagsins og Fjelags ísl. botnvörpungaeigenda um kaupgjald á botnvörpungum á komandi síldveiðatíma. Lágmarkt hásetakaups er ákveðið kr. 250,00 cg ágóðahlutur 5 aurar af hverri saltaðri tunnu eða hverju máli síld- ar, sem notað er til bræðslu. Einn- ig frítt salt í fisk. Matsveinakaup er kr. 330.00 á mánuði, kaup æfðra kyndara kr. 324,00, en óæfðra kr. 290.00. ----o---- blandast þetta saman er út er flutt. Einn hefir saltað ullina, annar látið hana liggja undir náttdögg, þriðji hefir nokkuð af sandi og mold milli þelháranna. Besta ráðið væri ef bændur böðuðu fjeð um viku áður en ullin er tekin af, úr vel uppleystu sápuvatni (lýsis- sápu) og c. 2% af ammoniaki, sal- míaki eða eter. Láta fjeð þorna vei og leggja síðan ullina inn óþvegna að öðru leyti en þessu. Eitt af því sem skaðar ullina mest sem iðnað- ar- og verslunarvöru er þvottur hennar í of sterkri blöndu, sóda eða súrefna. Sódinn leysir upp fituefni ullarinnar og gerir hana harða átöku og stökka. þar að auki ætti aldrei að þvo ullina úr heitara vatni en 65—70° á celsíus, því meiri vatnshiti breytir ýmsum eig- inleikum hennar. Nú er ullartakan fyrir hendi og ekki ráð nema í tíma sje tekið. Væri vel ef menn færðu sjer í nyt holl og góðgjörn ráð, hvaðan sem þau koma. Jón Vigfússon. ----o---- Pjetvr frá Draghálsi. 'í/Z, þegar eg var ungur, átti heima’ í dalnum, — skýldu kletta-klungur kæra fjallasalnum, — eg man öllu betur, á þig hvað jeg starði, þegar þú komst, Pjetur, í þungum norðangarði. Fóstri minn og móðir mjög þig báðu gista; „um freðnar fjallaslóðir fátt er gott til vista“, sögðu þau, „og sjáðu: sóma okkar vegna, fljótast hvíld þjer fáðu“. Fullhuginn nam gegna: „Heim jeg verð að halda, hvað sem eftir kemur. Hríðarkólgan kalda kraft ei úr mjer lemur. Fáir fjenað geyma, fátt er til af ráðum. Hjónin gömul heima; hjálpa verð jeg báðum. Eftir stutta stundu stökst þú út í bylinn. Harðir stormar stundu stafna við og þilin. Alt fram undir óttu ei sást kafaldsrofið. Mamma næstu nóttu nú gat ekki sofið. Líður ótt hvert árið. Upp í Svínadalinn, laus við freka fárið, fluttist höldur valinn. Græddust börn með brauði, blómgaðist fögur hjörðin, safnaðist ást með auði; eignar- góð var jörðin. Bygði hús og hlöður, hygginn dugnað virti; . aukast tóku töður, tryggilega girti. Ræktaði mel og móa, mjög starfsamur lengi; setti flög og flóa í fagurt tún og engi. Hann var bændablómi, bygðarstoðin mesta, sinnar stjettar sómi, síst nam ráðdeild bresta. Eink'ar góður granni, gætinn mjög í orðum. Hjá þeim mæta manna mjög stóð alt í skorðum. Er nú alls ókvíðinn andinn göfgi, frjálsi. Prúðust bænda prýðin, Pjetur frá^ Draghálsi, vildir bljúgur bera blak af hverjum manni. Síðar vil jeg vera, vinur, þinn Nágranni. ----o----- Aðalfundur Samb. ísl. samvinnu fjelaga er nýafstaðinn hjer í bæn- um. Forstjórinn, Sigurður Krist- insson, skýrði frá hag Sambands- ins og taldi hann hafa farið batn-' andi á umliðnu ári, skuldir mink- að um 630 þús. kr. og tekjuaígang- ur nál. 43 þús. kr. Samþ. var að gera á næsta hausti tilraun með útflutning á lifandi fje. Ennfrem- ur samþykt að reisa hús á Akur- eyri til gærurotunar næsta haust og að auka mölun á korni hjer á landi, sem byrjuð hafði verið á Ak- ureyri. Einnig var samþ. að gera alt, sem unt er, til að koma sem fyrst upp fullkomnu frysti- og kæliskipi til kjötútflutnings, og gert ráð fyrir, að landsstjórnin og Eimsk.fjel. íslands beiti sjer fyrir það mál. — Form. var endurkosinn til þriggja ára Ólafur Briem, en varaform. til eins árs Sigurður Bjarklind. Varastjórnarmenn end- urkosnir: Tr. þórhallsson ritstj. og Stefán Stefánsson bóndi á Varð- gjá. Af Rangárvöllum (9.júní). þrátt fyrir snjóaleysi hefir veturinn og vorið orðið með því gjafaþyngsta sem hjer gerist, nema á stöku bæj- um, t. d. á Næfurholti við Heklu var aðeins gefið 4 sinnum full- orðnu fje og á Reynifelli 10 sinn- um. Skepnuhöld eru eigi að síður góð og sauðburður gengur ágæt- lfega, þó að tæplega geti talist sauð- gróður ennþá. Ein eða tvær skúrir hafa komið hjer í langan tíma og frost hefir verið á hverri nóttu fram að þessu. Vorvinna gengur ei-fiðlega vegna þurksins og klak- ans. I sumum görðum eru aðeins 4—5 þumlungar niður að klaka. Sandbyljir voru mjög miklir hjer í vor. Á Reyðarvatni urðu sand- fannirnar á 4. alin á þykt og tóku upp á glugga, og sömuleiðis í Gunnarsholti. Verður óhjákvæmi- legt að flytja þessa bæi báða, því ólífvænt er þar bæði fyrir menn og skepnur, einkum þegar hvast er. Frá Kiðjabergi er símað 11. júní: Óvenjumiklir hitar hafa verið hjer undanfarna daga og fer gróðri mikið fram alstaðar þar sem votlent er. En á þurlendi hamlar vætuleysið tilfinnanlega öll um gróðri. Hjer í uppsveitunum vcru allmargir orðnir heylausir og urðu að sleppa fjenaði áður en jörð var orðin sæmileg. Samt hefir alt farið vel og fjenaðarhöld eru góð og sauðburður gengið vel. Umferðin. Reykvíkingar fá orð fyrir það, að vera fremur fúsir til þess að sækja ýmsar skemtanir og samkomur, og þykir sumum nóg um, ekki síst það, hversu mikið fje fari til þess nú á þessum fjár- krepputímum. Hefir allmikið verið um það talað í sambandi við allar þær söngskemtanir, sem hjer hafa verið haldnar undanfarið. En eins og að líkindum lætur, eru úti- skemtanirnar þó fjölsóttastar þeg- ar vel viðrar, t. d. íþróttasýningar og veðreiðarnar nú síðast. þær voru haldnar inn við Elliðaár, og á einu býlinu, Tungu, hjer fyrir ofan bæinn, var þann dag talinn fólks- straumurinn inneftir. Á tímabilinu frá kl. 1—4 fóru þar fram hjá 297 bifreiðar, með 2—20 farþega í hverri ferð, 292 reiðhjól, 23 vjel- Tannlækningar. Dvel á Sauðárkróki frá 2. ágúst til 20. ágúst. Dvel á Blönduósi frá 21. ágúst til 23. sept. Dvel á Borðeyri frá 24. sept. til 15. okt. Jón Jónsson læknir, Ingólfsstræti 9, Reykjavík. Vil kaupa eða taka í skiftum öli íslensk frímerki af brjefum eða skjölum, 25 til 50 af hverri teg- und. — Gef hæsta verð, eða læt í skiftum frímerki frá Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu. Hefi brjefspjöld frá fegurstu stöðum Svíþjóðar, í uppl. frá 1000. Sendið í dag íslandsfrímerki. — Við sendum aftur það, sem þið óskið eftir. Holmquists Pappershandel, Centralpaladset, Örebro. Sweden. hiól, 3 hestvagnar, 178 ríðandi menn og 348 gangandi. Alls er talið að við veðreiðarnar hafi verið um 5—6 þús. manns. Og þegar aðgætt er, að af þeim hafa ekki nema um hálft fjórða hundrað farið gang- andi, er skýrslan eftirtektarverð til að sýna það, hversu notkun bíla og reiðhjóla er hjer mikil og fer sí- felt í vöxt. Veðreiðar. Eins og sagt var frá í síðasta blaði, fóru veðreiðar hestamannafjelagsins fram í síð- ustu viku. Af stökkhestunum hlaut 1 verðl. Sörli Ól. Magnússonar liósmyndara, 2. verðl. Mósi Gests Guðmundssonar í Sólheimum, og 3. verðl. Tvistur Jóns Lárussonar skókaupm. Næstir voru Skjóni Inga Halldórssonar bakara, Hrafn Jóns Hanssonar og Krummi Jóns Konráðssonar í Vatnsholti. Fyrir skeið voru engin 1. verðl. veitt, en 2. verðlaun hlaut Hörður Karls þorsteinssonar bakara og 3. verðl. Vindur þorst. Vilhjálmssonar í Efstabæ. þeir runnu 250 metra skeiðið á 26.27 sekúndum. Stökk- hestarnir fóru skeiðið á 23.2 sek. sá fljótasti, 23.4 sá annar, 23.6 sá þriðji. Verðlaun voru hæst 200 kr. Talsverðan áhuga hafa nú margir hestamenn á þessum veðreiðum og leggja áherslu á að eiga eða eign- ast hina bestu hesta. T. d. er sagt, að í einn verðlaunahestinn á þessu móti hafi verið boðnar 2 þús. kr. — en var ekki falur. Embætti. Steingrímur Matthías- son hjeraðslæknir á Akureyri og Sigurjón Jónsson hj eraðslæknir á Dalvík hafa frá 1. þ. m. verið sett- ii’ til að gegna Höfðahverfishjer- aði ásamt hjeraðslæknisembætt- um sínum. — Frá sama tíma hefir Vilmundur Jónsson hjeraðslæknir á ísafirði verið settur til að gegna Nauteyrarhjeraði ásamt embætti sínu. Sögufjelagið hjelt aðalfund 6. þ. m. það er til marks um áhuga manna þar, að þann fund sátu 12 menn. Úr stjórn áttu að ganga þorsteinn hagstofustjóri þorsteins son, en var endurkosinn. Einnig var kosinn í stjórn ólafur prófess- or Lárusson, en varamenn Magnús dósent Jónsson og Björn þórðar- son hæstarj ettarritari. Endurskoð- endur voru kosnir Sighvatur Bjarnason jústisráð og þórður Sveinsson kaupm. Umsóknarfrestur er nýlega út- runninn um sjö læknishjeruð og hafa engir umsækjendur gefið sig fram um þrjú þeirra, nfl. Höfða- hverfis, Nauteyrar og Reykhóla- hjerað. Um Hróarstunguhjerað sækir Guðni Hjörleifsson, um þist- ilfjarðarhjerað Eggert Briem Ein- arsson, um Flateyrarhjerað Knút- ur Kristinsson og um Hólmavíkur- hjerað Halldór G. Stefánsson, Karl Magnússon og Kristmundur Guð- mundsson. Dánarfregn. Aðfaranótt 15. þ. m. andaðist Jónas Ingvarsson bóndi á Helluvaði á Rangárvöllum að heim- m sínu og var banamein hans lungnabólga. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.