Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.07.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.07.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA H.f. Eimskipafélag Islanda. Aukafundur, Á aðalfundi félagsins 28. f. in. voru samþyktar ýmsar breytingar á félagslögunum. Með því að eigi voru eigendur eða umboðsmenn fyr- ir svo mikið hlutafé á fundinum, að nægði til lagabreytinga samkvæmt 15. gr. félagslaganna, verður samkvæmt sömu grein haldinn auka- fundur í félaginu laugardaginn 15. nóvember þ. á. í Kaupþingsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, og hefst fundurinn kl. 1 e. h. Dagskrá: Breytingar á fjelagslögunum. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á skrifstofu félagsins í Reykjavík dagana 13. og 14. nóvember 1924. Reykjavík, 1. júlí 1924. Stjórn H.f. Eimskipaijelags Islands. ZPrái landssímanmii. Frá 1. júlí hækka talsímagjöld, eins og hér segir: 25 aura gjald upp í 35 aura 75 — — — - 100 100 — — 125 150 — — 175 175 — — 200 225 — — 300 en 35 aura og 50 aura gjöldin haldast óbreytt. Frá sama tíma lækkar loftskeytagjald að því er snertir símaviðskifti við skip, skrásett hér á landi, eins og hér segir: Strandargjald frá 40 ctm. niður í 25 ctm. fyrir orðið, minsta gjald 2 fr. 50. Skipsgjald frá 40 ctm. niður í 10 ctm. íyrir orðið, minsta gjald 1 fr., en innanlands gjaldið (10 aurar fyrir orðið, minsta gjald kr. 1.00), helst óbreytt. Reykjavík, 1. júlí 1924. tegunda o. fl. o. fl. Alt safnið er nafngreint, að heita má, og fylgir nákvæm skrá yfir það. Skápurinn, sem fylgir, rúmar mikla viðbót. Gjöf þessi er jafn-ágæt og hún er einstök í sinni röð. Hún er mörg hundruð króna virði í peningum talið, en þó er miklu meira vert hitt tvent: Hinn hlýi nugur, sem fylgir henni frá gefancranmn ðt- lenda, sem orðinn er Islendingur, og menningarauki sá, er hlýtur að leiða af henni til handa öldum og óbornum í þessu bygðarlagi. — Nielsen hefir sýnt hjer í verki hvort tveggja: ást sína á náttúru- fræðinni og meiri og betri skilning en almennur er, á gildi uppeldis og fræðslu. Jeg vil leyfa mjer, í nafni Barnaskóla Eyrarbakka, að þakka P. Nielsen gjöfina. Hana fyrst og fremst. En jeg hefi meira að þakka honum, Hvatningu þá, er hann hefir með henni veitt okkur kenn- urum skólans og nemendum okk- ar; og þá bendingu, er hann hefir gefið öðrum borgurum hjer með hinu myndarlega fordæmi sínu. Alt kom þetta í góðar þarfir. Eyrarbakka, 12. júní 1924. Aðalsteinn Sigmundsson. Bókmentir. Bækur þjóðvinafjelagsins eru nú nýkomnar út — Almanakið, Andvari og Mannfræði (antropo- logi) eftir Marrett, í þýðingu Guðm.Finnbogasonar. En um þetta efni er lítið sem ekkert til á ís- lensku áður, en þessi bók mun þykja góð á sínu sviði og þýðing- in er ágæt. I Andvara er m. a. grein um Torfa í Ólafsdal eftir Grímúlf Ólafsson og er merkilegt, að þess manns skuli ekki hafa ver- ið rækilega minst fyr. þá eru greinir eftir G. Hannesson, Bjarna frá Vogi, J. þorkelsson og Einar Benediktsson (um Grænland). Önnur grein er þar einnig um Grænland, eða rjettarstöðu þess að fornu, eftir ólaf prófessor Lárus- son, rökföst og róleg rannsókn á þessu máli, sem nú er svo mikið rætt, og ekki altaf svo, að skyn- samlegt vit ráði þar mestu, hvaða skoðanir sem menn annars hafa um kröfumar til Grænlands. Segir höf. m. a.: Eins og sýnt hefir ver- ið hjer að framan, sýna heimild- irnar, að bygðin forna á Grænlandi var sjálfstætt og fullvalda ríki, óháð öllum öðrum ríkjum, alt fram að 1261, er Grænlendingar játuðust undir vald Hákonar konungs. Frændur okkar á Grænlandi voru, þó fámennir væru og lífskjör þeirra örðug, öllum óháðir. Sjálfir hjeldu þeir af eigin rammleik uppi lögum og rjetti í landi sínu. Hvorki vjer nje Norðmenn nje neinii aðr- h' geta með rjettu talið land þeirra hafa verið hluta af sínu ríki. Sum- ir kynnu að ætla, að vegur vor Is- lendinga mundi vaxa við það, ef við gætum bent þar á gamlan ís- lenskan ríkishluta, ef þar væri ís- lensk „irredenta“. En vegur okkar minkar ekki, þó'vjer viðurker.num söguleg sannindi, og þyngri væri ábyrgð vor á hinum ömurlegu ör- lögum Grænlendinga, ef Grænland væri forn ríkishluti íslenskur. Og viljum vjer gera kröfur til Græn- lands nú, þá skulum vjer byggja þær kröfur á einhverju öðru en því, að umhverfa sögulegum sann- indum. því það hefnir sín. Einnig er í þessu Andvarahefti grein eftir Sigurð Nordal um há- skólann, en fremur lítið nýtt eða markvert til málanna lagt og þó rjett athugað ýmislegt og eftir- tektarverðar t. d. tillögumar um skipulag utanferðanna. Er rætt um heimspekisdeildina sjerstak- lega og deilurnar um hana, sem mönnum verður undarlega skraf- drjúgt um, án þess að vera þó eiginlega nokkru nær eftir en áður. Og einmitt nú nýlega hafa enn á ný spunnist umræður um hana og komið fyrir atvik, sem opinbert leyndarmál er um, að ekki hafa orðið til þess að auka álitið á deildinni eða Sigurði Nor- dal sjerstaklega, hjá mörgum manni. Er þó oft ómaklega í deild- ina hnjóöað, en gengið þegjandi fram hjá öðru, sem fremur mætti að finna í fari hennar eða háskól- ans. — Hefti. af öðrum tímai'itum eru einnig komin. I Eimreiðinni er fyrst fallega skrifuð grein um Maríu guðsmóður eftir Sig. Nor- dal. Einnig grein um Einar Bene- diktsson eftir þorkel Jóhannesson frá Fjalli, og er þar ýmislegt rjett sagt og loflega um E. B. svo sem vera á, en annað nokkuð skrum- fengið og ekki gott að átta sig á því, við hvað höf. á ait af eða hvert hann stefnir. I þessu hefti er einn- ig verðlaunalausnirnar á þeirri spurningu, hvað íslensku þjóðina skorti mest. Hlaut þau verðlaun Guðmundur skáld á Sandi. En aðr- ir, sem verðlaun fengu, voru sjera Eiríkur á Hesti og Sigurjón f. al- þm. og skáld á Litlu-Laug. I kvæði Guðm. segir svo m. a.: Skortir sefa sál — sveríur lausung — mjög að manngildi; — æxlast úlfúð — úi'ar hefjast — ráðsvinna riðar til falls. — Vantar verðmæti — er veita þrifnað — nágranna elds og íss; — því er þrotabú — þjóðernis vors fyrir Delling dyr- um. — Loks má minna á Búnaðarritið, en af því er komið nýtt stórt hefti. það er undarlegt, hversu þess rits er oítast að litlu getið, þó verið sje að telja fram tímaritin önnur og efni þeirra, í hvert sinn sem þau koma út. Búnaðarritið hefir þó sjálfsagt haft allmikið gildi fyrir bændamenningu þjóðarinnar í þau 38 ár, sem það hefir komið út og margir góðir menn í það skrifað ýmsar merkar greinir. þá er einnig komið út nýtt hefti af Morgni. Er í því fróðlegt yfirlit um sögu spíritismans eftir Jakob Jóh. Smára adjúnkt, og svo skýrsl- umar um fundina með Einari Niel- sen, sem mikið hefir verið deilt um. I því sambandi má einnig geta þess, að í danska blaðinu Hjemmet hefir komið skýrsla um þetta eftir i E. H. Kvaran, og fylgja myndir af honum, H. Níelssyni og E. Nielsen. En í Politiken hefir prófessor Finn- ur Jónsson hinsvegar skrifað um málið og skýrt frá greinum frú Sigríðar þorláksdóttur og því, að talið sje þar, að E. N. hafi verið afhjúpaður svikari einnig á Islandi. Eftirmælí. Fyrir skemstu hafa látist tveir af helstu og góðkunnustu bændaöldung- um í Dýrafirði, þeir nafnarnir Guð- mundur Eggertsson í Haukadal og Guðmundur Natanaelsson á Kirkju- bóli. þeirra hefir ekki verið minst op- inberlega, svo að mig langar til að biðja Lögrjettu fyrir eftirfarandi fá minningarorð. 1. Guðmundur Eggertsson var fædd- ur 26. júní 1848 í Haukadal, einbirni bjónanna Eggerts bónda Magnússon- ar og konu bans Bjargar Jónsdóttur, er bæði voru af góðum bændaættum vestur þar; Jón faðir Bjargar var síð- asti maður i beinan karllegg frá síra Olafi Jónssyni, skáldi á Söndum. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum og átti alla æfi heima á sama stað, í Höll, en svo er nefnt eitt af þremur aðalbýlum, sem jörðin Hauka- dalur hefir verið skipt i um langan aldur. Nú eru þar orðin mörg fleiri býli og sem kunnugt er allstórt þorp. Hinn 3. okt. 1871 kvæntist Guð- mundur 23 ára gamall og gekk að eiga eftirlifandi ekkju sína Elínborgu, dóttur Jóns Hákonarsonar, bónda á Sveinseyri í Dýrafirði, en hann var sonur Hákonar prófasts Jónssonar á Eyri i Skutilsfirði og konu hans Helgu Arnadóttur og hálfbróðir Hákonar kaupmanns Bjarnasonar, föður por- leifs kennara, Lárusar hæstarjettar- dómara og þeirra systkina. Fáum ár- um síðar eða um 1875 tóku þau Guð- mundur við búi af foreldrum hans, sem upp frá því dvöldu hjá þeim til dauðadags, en Eggert ljetst 1889 og Björg kona hans nokkru síðar. Mentunar naut Guðmundur ekki í æsku, fremur en þá var alment títt, en lagði fyrir sig búsýslustörf bæði til lands og sjávar, enda þurfti snemma á því að halda, er þau hjón áttu fyrir mjög þungu heimili að sjá. Gjörðist hann og var jafnan talinn með hin- uni bestu og best virtu búhöldum þar í sveitinni. Frarnan af var hann sjó- sóknari ötull og heppinn formaður á opnum bát allmargar vertíðir á Fjailaskaga, yst og norðan fram Dýrafjarðai', þar sem áður gengu mörg skip til fiskjar á vorin. En all- snemma mun liann þó hafa iagt nið- ur sjósókn og stundaði eftir það mest landbú sitt sjálfur og var þá jafnan við heimili. Árið 1899 var það hinn 10. okt., er Hannes Hafstein var, svo sem þá varð þjóðkunnugt, hætt kom- inn í viðureign sinni við svenska botn- vörpunginn Nilson, er var þann dag að ólöglegum veiðum inni á Dýrafirði fram undan Haukadal. Guðmundur hafði þá heiman að frá sjer í sjónauka gát á því, sem fram fór, og er hann sá, að báti sýslumanns hlektist þegar á við skipið, fjekk hann í skyndi menn tii og fór út og bjargaði fjórum mönn- unum; Hannes og fylgdarmaður hans höfðu þó komist upp á botnvörpuskip- ið, en gátu þar lítillar aðhlynningar notið, og þrír mennimir druknuðu. Heimlii þeirra Guðmundar og Elin- borgar var jafnan með hinum fremstu í sveitinni um gestrisni og hýbýla- prýði, enda húsfreyjan hin mesta myndarkona og bóndanum ekki síðri um alla atorku. þau munu hafa búið um 40 ár, til ársins 1915, er Jón sonur þeirra tók við búi. þótt efni væru ekki mikil, búnaðist þeim ávalt farsællega með bamahóp sinn og Guðmundur einn með sjálfstæðustu og nýtustu bændum sveitarinnar. þau eignuðust 10 börn. Tvö af þeim, Jón Hákon og Helga, bæði hin mann- vænlegustu, önduðust uppkomin en innan við tvítugt, en hin 8 eru á lífi og eru þessi: 1. Guðmundur Pjetur, ókvæntur í Haukadai. 2. þorbjörg, gift Kristjáni Ásgeirs- syni verslunarstjóra á Flateyri. 3. Björg, gift Sigurði Sigurðssyni, ráðunaut Búnaðarfjelagsins. 4. Sigríður, gift Guðmundi Guð- mundssyni skipamiðlara í Reykjavík. 5. Guðrún, gift Ágúst Guðmundssyni skipstjóra í Alviðru i Dýrafirði. 6. Eggert, kvæntur Guðríði Gests- dóttur, sjómaður í Haukadal. 7. Andrjes, kvæntur Ólafíu Jónsdótt- ur Ólafssonar, bróður Matthíasar og þeirra systkina; búa þau á Sveinseyri. 8. Jón, yngstur, kvæntur Ástríði Egg- ertsdóttur; eru þau systrabörn og búa á föðurleifðinni i Haukadal. Guðmundur andaðist hinn 22. okt. síðastliðinn, 75 ára að aldri, og haíði hann hin siðustu missiri verið mjög svo þrotinn að heilsu. Fylgir honum látnum eindregin velvild og virðing allra sveitunga hans. Hann var maður stiltur og grandvar í allri íramgöngu sinni og aðdáanlega umgengnisgóður og vinsæll af nágrönnum, þótt í þröng- býli væri, enda gat ekki ráðvandari mann; glaðlegur jafnan í viðmóti og fá- skiftinn, en þó ráðhollur og fús og fljótur til liðsinnis, hvar sem hann mátti og á þurfti að halda. Við opin- ber mál var hann lítið riðinn, en þó í hreppsnefnd um skeið, og lagði til hvers máls með þeirri stilling og gætni, sem einkendi hann. Fyrir atorkusamt æfistarf hans og sakir mannkosta hans og yfirlætis- lausa manngildir verður Guðmundur Eggertssonar minst með velvild og virðing af sveitungum hans og öðrum, er þektu hann, meðan þeir lifa, er hann mega muna. Kristinn Danielsson. -----o----- Kappieiðar. Hestamannafjelagið Fákur efndi til kappreiða á skeið- velli sínum við EUiðaár s.l. sunnu- dag. Alls voru reyndir 27 hestar og var um helmingur þeirra aðkomu- hestar, svo að áhugi manna í nær- sveitunum hjer virðist vera að aukast í þessum efnum. Helstu verðlaunin voru nú líka unnin af hestum utanbæjarmanna. Af stökkhestunum varð fljótastur (á 300 m. hlaupvelli) Skuggi, jarpur hestur 7 vetra, 52 þuml. á hæð,eign þórðar Auðunssonar í Múla í Fljótshlíð. Stökk hann skeiðið á 23,5 sek. Annar varð Mósi, 7 vetra, 52 þuml. hár, eign Gests á Sólheim- um Guðmundssonar, og rann hann skeiðið á 23,8 sek. þriðji varð Sörli, grár hestur 15 vetra, 51 þuml. hár, eign Ólafs Magnússon- ar hirðljósmyndara í Rvík, og ronn skeiðið á 24 sek. — Hlaupvöll- ur skeiðhestanna var 250 m. og voru engin 1. verðlaun veitt. En 2. verðlaun hlaut Hörður, 7 vetra, 51 þuml. hár, eign Karls þorsteins- sonar, og rann skeiðið á 26 sek. 3. verðl. hlaut Baldur, brúnn hestur 11 vetra, 52 þuml., eign Einars Ein- arssonar Kvaran bankagj aldkera, og rann skeiðið á 26,4 sek. — Ýms- ir aðrir hestar á mótinu gátu sjer gott orð og var allmikið um veð- mál um marga hestana, og annast H.f. Jón Sigmundsson & Co. Svuntuspennur Skúfhólkar, Upphlutsmillur og og alt'til upphluts. Trúlofunarhringarnir þjóðkunnu. Mikið af steinhringum. Sent með póstkröfu út um land ef éskað er. Jón Sigmundsson gullsmiður. Sími 383. — Laugaveg 8. Annað bindi af er nýútkomið. Rúmar 14 arkir að stærð. Kostar 8 kr. Fæst hér í Reykjavík aðeins hjá kaupm. Ben. S. Þorarinssyni. Verður sent hverj- um er pantar það, gegn póstkröfu. þau sjerstakur „banki“ hesta- mannafjelagsins, og eru þau flest frá 2 og upp í 10 kr. — Verðlaun- in eru peningar. Tidens Tegn hefir gefið út auka- blað vegna kjöttollsmálsins, og eru í því myndir ýmsra ísl. og norskra manna og ummæli um samvinnu Islendinga og Norðmanna. Norskur söngflokkur, Handels- standens Sangforening, 40 menn, komu hingað með Mercur og halda 4 samsöngva í gær og í dag. Við hafnarbakkann tók borgarstjóri á móti þeim með ræðu, en karlakór K. F. U. M., undir stjórn Jóns Hall- dórssonar, söng Ja, vi elsker og Sangerhilsen, en norski ílokkurinn, undir stjórn Leif Halvorsen, söng ó, guð vors lands og nýtt lag, kveðju til íslands, eftir L. H. sjálf- an. Samsöngvar þeirra fjelaga hafa verið mjög vel sóttir og syngja þeir ýms ágætislög. Ein-, söngva sungu B. Moe og Sohlberg, en Halvorsen ljek á fiðlu, m.a. „Be- arbejdelse af en islandsk melodi“ eftir Svendsen. Bæjarstjórn býður flokknum til þingvalla á morgun. V í n verslunai'f orst jóri hjer í Rvík hefir nú verið skipaður Hann- es Thorarensen, forstjóri Slátur- fjelagsins. Frá þingeyri er símað 11. júlí: Mjög ilt útlit með grassprettu hjer. Tún eru afarslæm, en útengi nokkru skárra. Bithagi er orðinn sæmilegur. — Sem stendur er afla- laust hjer. þurkar hafa verið ágætir undanfarið, en nú síðustu daga hefir verið vætutíð og ekki verið hægt að þurka fisk. Gullbrúðkaup hjeldu 6.þ.m. Run- ólfur Halldórsson hreppstjóri á Rauðalæk og Guðný Bjarnadóttir. Höfðu þau inni boð veglegt, um 100 manns. Sænskur ritstjóri er hjer á ferð með norsku söngmönnunum, A. G. Petterson, og hefir hann ferðast áður um norðurhluta Noregs og er talinn manna kunnugastur um alla Svíþjóð og Noreg. Hann fór í dag til þingvalla, en heldur heimleiðis með Merkur á morgun. ____________ Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.