Lögrétta - 29.07.1924, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTA
ef því væri að skifta. Og Sigfús
greiddi þau stundum hjer áður á
tíð, ef þörf gerðist og á hann var
leitað. Munt þú komast að raun
um, að á aliskonar sögulegum fróð-
leik kann hann skil, hefir lagt á
alt sinn sjáifstæða dóm, á mörg
rök og skörp og getur jaínvel lát-
ið ærið smellnar vísur fjúka. En
vinnir þú vináttu hans, mun þjer
óhætt um það, að ekki átt þú ann-
an vin betri til halds og trausts,
það er hann megnar. Og viijirðu
launa honum, þá er það mitt ráð,
að þú greiðir götu saínsins mikia,
því að meira hugsar hann um það
en sjálían sig. . . En annars
væri ekki úr vegi, að þú beittir
áhrifum þínum tii þess, að heldur
ykist styrkur sá, er hann nýtur,
því að 4 eða 500 krónur eru ekki
stórvægileg upphæð manni við ald-
ur, sem heíir unnið dag og nótt að
nytj astaríi fyrir þjóð sína. Mak-
lega væri þeim og launað, sem ráð-
ast í útgáfu þessa safns, ef þú
keyptir það og hvettir aðra til
þess. Ef þú ert Reykvíkingur, get-
ur þú fengið bindin, sem út eru
komin, hjá Benedikt kaupmanni
þórarinssyni, sem reynst hefir Sig-
fúsi og safni hans fyr og síðar svo
sem góðum dreng og þjóðlegum
samir.
Guðmundur Gíslason Hagalin.
-------------o----
liilidðr H. MdrjessQii sMjur.
(írá Brekku í Gufudalssveit. Dáinn
28. april 1924.)
Enn er sorg í œskuvorsins heimi,
angurblitt í dánarklukku hreimi,
fögrum brekkublóma
breytt i hismið tóma.
Fegurst blómin fá hjer stytst að ljóma.
Skyndilega vors- og vonagróður
visnað hefir föður þíns og móður;
blóm um dapran dalinn
drúpa föl og kalin,
af því þú ert undir leiði falinn.
Hjer fá varla þeir, sem bölið bíða,
bœtt það með því annað meira að liða.
þeir, sem eitthvað eiga
elskuverðugt, mega
lifsins súra sorgarbikar teyga.
Upp til himins, harmabylgjan þunga!
Hliðin opin findu, vonin unga!
Lifsins lagaskóla
lokar dauðans njóla,
þegar lifið lyktar eins og bóla.
\
Góðri sál er holt á himinbrautum.
Heill sje þjer, sem laus frá jarðar
þrautum,
föður, móður mœra
minning, unaðsskæra
eftir ljetst, um eina soninn kæra!
Fár sjer meiri fremd svo ungur getur,
fáir prýddu sveinahópinn betur.
Fljótt í föðurgarði
fjekstu meiri’ en varði
gróður lífs og gnótt af bernskuarði. —
Alt er hljótt í æskudalnum þínurn;
ennþá sjer hann fækka blómum sínum;
tekur opnum armi,
eins með brostnum hvarmi,
nú við þjer og þrýstir sjer að barmi.
Vorsins þrá og vonin sigurblíða
vistaskiftum engan lætur kvíða.
Hlýtur búnar bætur
blóm, sem döggum grætur,
þegar morgunröðull rís á fætur.
Lárus JJórðarson.
-----0-----
Læknaþingið. 1. ísl. læknaþingið
er haldið á Akureyri nú um mán-
aðamótin. Fjöldi lækna hjeðan að
sunnan fór þangað, þ. á m. !and-
læknir, Guðm. Hannésson prófess-
°r, formaður Læknafjelagsins, er
forseti þingsins.
Norska stjórnin, ráðuneyti Berg-
e’s, hefir nú sagt af sjer, vegna
þess, að frv. hennar um afnám
bannlaganna hefir verið felt. Búist
er við því, að Mov/inckel myndi
nýja stjóm.
SALT U KOL.
Þeir sem þurfa á salti eða kolum að halda, eru vinsamlegast
beðnir að leyta tilboða hjá okkur.
Útvegum allar tegundir af salti og kolum f. o. b. eða c. i. f.
með lægsta verði.
O. Johnson & Kaaber.
Nýi skólinn.
Á heimili mínu, Hesti í Borgarfirði, hefi eg skóla næstkomandi
vetur með líku sniði og síðastliðinn vetur. Gott er að nemendur hafi
nokkurn námsundirbúning. Þó er barnafræðslan tekin gild sem undir-
búningur, því að þá má sleppa aukanámsgreinunum. Allur kostnaður
fyrir pilta verður 450 krónur, en fyrir stúlkur 400 krónur. Umsóknir
sendist til mín fyrir 15. september n. k. í allra síðasta lagi. Að öðru
leyti vísa eg urn námsgreinir og skólann yfir höfuð til skýrslu minn-
ar í Lögréttu: Nýr skóli, þ. 27. maí og 10. júní síðastl.
Hesti 10. júlí 1924.
Eiríkur Albertsson.
Kappreiðar.
Sunnudaginn 17. ágúst n. k. efnir Hestamannafélagið Fákur til
kappreiða í þriðja sinn á Skeiðvellinum við Elliðaár.
Kept verður á skeiði og stökki og verðlaun hin sömu og á síð-
ustu kappreiðunum; flokksverðlaun — 15 krónur — veitast fljótasta
hestinum í hverjum flokki stökkhestanna.
Gera skal aðvart um hesta þá, sem reyna skal, formanni félags-
ins, Daníel Daníelssyni dyraverði stjórnarráðsins (sími 306), eigi síðar
en fimtudaginn 14. ágúst kl. 12 á hádegi.
Lokaæfing verður föstudaginn 15. ágúst og hefst á Skeiðvellinum
á miðaftni. Hestar og knapar sem keppa eiga, skulu þá vera þar svo
æfa megi hestana undir hlaupin og skipa þeim í flokka. Þeir liestar
einir geta fengið að keppa, sem koma á lokaæfingu og eru þá innrit-
aðir í flokkaskrá. Innritunargjald er 5 krónur.
Stjórnin.
iCsffiTorexxsleiix
er nú tekin til starfa, og afgreiðum við pantanir á ný-brendu og möl-
uðu kaffi, ágætis teg., með mjög litlum fyrirvara.
jr
O. J"oh.nson iKZa.a.'ber-
Athugasemd.
Mjer finst nóg að gera stutta at-
hugasemd við efnið í andsvarinu
við áskorun minni í síðasta tölu-
blaði Lögrjettu. Jeg ætla lesend-
um biaðsins næga dómgreind tii
þess áð meta umbúðimar að verð-
leikum.
það kemur nú í ljós, að álits-
hnekking heimspekisdeiidar er öll
frá mjer runnin. Við nánari at-
hugun hefir höf. ekki fundið neina
sök hjá deildinni í heild sinni, eins
og skilja mátti af ritfregninni.
þetta hefir unnist á með því að
heimta skýr svör.
En mín sök er tvöföld. I fyrsta
lagi hefi jeg „lagt mig í líma“ tii
þess að útvega sjálíum mjer
launahækkun. í öðru lagi hefi jeg
horft þegjandi á, að samkennari
minn, dr. Alexander Jóhannesson,
var sviftur kennarastyrk sínum.
Um fyrra atriðið er skemst að
segja, að þar er algerlega hallað
rjettu máli. það var fyrir tiimæii
fyrverandi kenslumálaráðherra,
sem jeg gaf kost á því að afsala
mjer embætti mínu í Osló, ef mjer
yrði gert kleift að lifa hjer. Jeg
bað þingið einskis og afsalaði mjer
— fjárhagslega — meira en jeg
fjekk uppbót fyrir. Og af gangi
málsins á þinginu skifti jeg mjer
svo lítið, sem mjer var unt.
Um mál dr. A. J. er höf. ber-
sýnilega jafnókunnugur. Heim-
spekisdeild andmælti því, að niður
yrði lögð sjerstök kensla í mál-
fræði, og var það álit orðað af
mjer. Önnur opinber andmæli
komu ekki fram. Á þinginu 1922,
þegar styrkur dr. A. J. var feldur
í neðri deild, fjekk jeg áheyrn hjá
fjárveitinganefnd efri deildar og
skýrði málið fyrir henni, og var
styrkurmn síðan samþyktur nær
samhljóða af deildinni. I vetur,
meðan alls óvíst var um dvöl mína
hjer framvegis, taldi jeg ekki rjett
að blanda mjer í það mál meir en
jeg gerði, enda virtist þingið í vet-
ur lítið sinna andmælum gegn
gerðum sínum.
Mjer er það vitanlega mikið
áhugamál, að áfram verði við há-
skólann sjerstakur kennari í ís-
lenskri málfræði. 1 Andvaragrein
minni hefi jeg tekið þetta fram,
með ekki óskjrari orðum en í „and-
svarinu“ standa. Mjer þykir vænt
um, að íslensk málvísi hefír eign-
ast nýjan talsmann og vin, sem
jeg vissi ekki um áður, þar sem rit-
dómari Lögrjettu er. Vonandi get-
ur hann framvegis látið þá ást sína
í ljósi, án þess að narta í menn,
sem vafalaust er fult eins ax.t og
honum um viðgang og sóma Há-
skólans. Sigurður NordaL
Út af þessari stuttu og kurteis-
legu aths. vill höf. ritfregnar.nnar
aðeins taka þetta fram að endingu:
Mótmælin, sem hr. S. N. getur um,
voru honum ókunn; þau komu ekki
opinberlega fram fyr en um þing-
lausnir. það er einnig misminni hr.
S. N., eða ókunnugleiki, að önnur
andmæli hafi ekki komið fram. All-
ir stúdentar deildarinnar, eldri og
yngri, mótmæltu. Og 1922 var það
einnig stúdentaráðið, sem beiddist
þess að mótmæli væni fram borin.
----o-----
Siglufirði 22. júlí FB. Afarmikil
síld hefir verið hjer síðasta sólar-
hringinn. Berst svo mikið að, að
stöðvarnar hafa ekki við að salta.
Sumir, t. d. Ásgeir Pjetursson,
hafa látið nokkur af skipum sín-
um salta síldina í lestina, og sent
þau síðan út aftur til að fylla sig,
en að því búnu hafa þau verið send
til verksmiðjunnar í Krossanesi.
Verksmiðja Sören Goos er enn í
smíðum og getur ekki tekið til
starfa fyr en í ágúst. Henriksen
hefir hjer stórt geymsluskip, sem
tekur bræðslusíld og flytru hana til
stöðvarinnar á Hesteyri. Síðasta
hafa verið með litlu minna. Hefir
tiltölulega lítið verið saltað, því
síldin er svo slæm og átumikil, að
hafi skipin mikla síld, má búast
við því, að 2/3 eða meira verði
óhæft til söltunar. Síldin er tekin
hjer rjett við fjarðarmynnið.
Siglufirði 23. júlí. FB. Storma-
samt hefir verið úti fyrir síðasta
sólarhringinn og tiltölulega fá skip
því farið út. Afli hjá þeim, sem
inn hafa komið, hefir verið lítill.
Seyðisfirði 22. júlí FB. Auk Ein-
ars Mikkelsen voru á skipinu
,,Grönland“ Bjering Pedersen tiatt-
úrufræðingur, Hagenip grasafræð-
ingur, Petersen dýrafræðingur og
Aage Nielsen stjörnufræðingur.
Annar stýrimaður á skipinu var
Ingwersen, sá er var formaður á
bátnum „Shanghai“ á för hans frá
Kína til Kaupmannahafnar.
Norska tollmálið. Símað er frá
Kristjaníu: Fyrirspurn hefir kom-
ið fram í norska þinginu um það,
hvort stjórnin vilji ekki gefa nán-
ari upplýsingar en orðið er, um
verslunarsamninginn milli Norð-
manna og Islendinga. Eru norskir
útgerðarmenn og bændur óánægð-
ir yfir samningnum, með því að
fyrnefndu fá engar ívilnanix-, og
hvað hina síðamefndu snertir, er
hörð samkepni á kj ötmarkaðinum.
Holmboe ráðherra hrakti djarflega
árásir þær, sem komu fram á samn
inginn. Kvað hann íslendingum
ómögulegt að veita Norðmör.num
sjerívilnanir, sökum samninga
þeirra um hagstæðustu tollkjör,
sem þeir hefðu við önnur ríki.
Flutningur þingstaðar. Stjómar-
hreppsnefndarinnar í Hrafnagils-
hreppi samþykt, að þingstaður
hreppsins verði fluttur frá Grund
að Hrafnagili.
I kaþólsku kirkjunni í Landakoti
fór fram síðastl. sunnudag mót-
tökuathöfn fyrir nývígðan íslensk-
an prest, sem hingað er nýkominn
og þá las messu hjer í fyrsta skifti.
Var kirkjan skreytt utan og inn-
an, og allmargt fólk viðstatt, einn-
ig utan safnaðarins. Gengu prest-
ar, djáknar, kórdrengir og flokkur
ungra, hvítklæddra meyja með
blóm í skrúðgöngu á móti hinum
nýja presti og præfectinum ís-
lenska, Monseigneur Meulenberg.
Við messuna flutti sjera Dreesens
ræðu um prestdóm kirkjunnar og
fagnaði hinum nýja samverka-
manni. En hann heitir Jóhannes
Gunnarsson, sonur G. Einarssonar
kaupm. hjer, en hann er sonur
Einars alþm. í Nesi Ásmundssonar,
þjóðkunhugs manns á sínum tíma
og einhvers hins fyrsta styrktar-
manns kaþólskunnar hjer á landi.
En þá, milli 1850—60, fóru ka-
þólskir menn fyrst að sækja hing-
að til aðseturs, á Austfjörðu. þótti
sumum kirkjulegum yfirvöldum
svo sem mikil hætta mundi af
þeim stafa og var skrifað allmjög
á móti þeim og prestar hvattir til
að „sýna einlægt samheldi í því
að vernda söfnuði sína fyrir vax-
andi áleitni páfadæmisins, eins og
líka hverri annari hjegylju, sem á
þessum trúardaufu tímum leitar
sjer víða rúms í þessum heimi“.
Varð Einar í Nesi þó til þess að
greiða eitthvað fyrir hinum ka-
þólska presti, og seldi honum son
sólarhring hafa komið inn vjel-
bátarnir Höskuldur og Bruni með
500 tunnur hvor, en margir bátar I ráðið hefir samkvæmt beiðni
Kennarastaða laus.
önnur kennarastaðan við barna-
skóla Búðaþorps í Fáskrúðsfirði
er laus. Umsóknarfrestur til ágúst-
loka. Skólanefndin.
Saltaður lax,
5—12 kílógr. að stærð, er keyptur.
óskað lægsta tilboðs gegn banka-
trygging eða borgun út í hönd.
O. Ansgaar Lövold,
Kristiensund N. Norge.
sinn til læringar og annan pilt til,
Jón Sveinsson, sem nú er orðinn
kunnur víða fyrir sögur sínar
(Nonni), enda fjell mönnum fljótt
vel við prestinn persónulega, hvað
sem trúarskoðununum leið. Fór
svo að smáaukast hjer kaþólska
hreyfingin, bæði á Austfjöiðum
um skeið, og einkum í Reykjavík,
en hefir þó aldrei haft sig mikið í
frammi, enda mun söfnuðurinn
ekki vera fjölmennur. En ýmsir
leiðtogar hans hafa getið sjer hjer
gott orð og gengist fyrir ýmsu
nauðsynjastarfi, s. s. spítalastofn-
un. Um einn þeirra, Boudoin (d.
1879) hefir Matthías Jochumsson
kveðið, og segir m. a.: Og fulla
rækt — fóstru þinni — fyrst og
síðast — sýna vildir; — mál vort
og sögu — siðu, tísku — helgaðir
þú þjer — með hjarta og sál. —
Lengi var söfnuðurinn hjer í sam-
bandi við dönsku söfnuðina, en í
fyrra, við kardínálaheimsóknina,
var settur hjer sjálfstæður præfect
stóll, og á hann Meulenberg sá,
sem fyr getur og hjer hefir lengi
dvalið, og er ísl. ríkisborgari. En
Jóh. Gunn. er fyrsti alísl. kaþólski
presturinn frá því um siðaskiftin,
sem hjer hefir starfað.
Fr. V. Petersen, deildarstjóri í
danska ríkisráðuneytinu, er hjer
staddur, kom með Islandi síðastl.
föstudag og fer með því heimleið-
is aftur. Nú er hann á ferð, ásamt
tendiherra Dana, austur að Geysi
og Gullfossi, Hr. Petersen var for-
stöðumaður suðiirjótsku hátíða-
haldanna sumarið 1920, er landið
sameinaðist Danmörku á ný, og er
mikils metinn embættismaður.
Kristilegt norrænt stúdentamót
var haldið í s. 1. mánuði í Niðarósi
í Noregi. Sóttu það margir stúdent-
ar, þar á meðal 3 íslenskir, þeir
Gunnar Árnason frá Skútustöðum,
stud. theol., Páll þorleifsson frá
Hólum, stud. theol. og Tómas Guð-
mundsson frá Efri-Brú, stud. jur.
Á mótinu töluðu ýmsir kunnir nor-
rænir kirkjumenn, s. s. dr. Gulin
og Serenius frá Finnlandi, prófess-
or Aulén, docent Bohlin, lector
Björkqvist og Runestad frá Sví-
þjóð, Geismár og Koch frá Dan-
mörku og dr. Michelet, Gleditsch,
Marstrander og Iversen dómpró-
fastur frá Noregi. Af Islendinga
hálfu talaði G. Árnason tvisvar,
öðru sinni á íslensku, en í hitt skift
ið á norsku.
Flug. Hjer í blaðinu hefir áður
verið sagt frá heimsfluginu, sem
flugmenn frá Bandaríkjunum eru
nú að reyna. Ætla þeir umhverfis
jörðina og eru nú komnir til Eng-
lands. Hingað er ráðgert að þeir
komi 5. ágúst, en fyrst lenda þeir
í Hornafirði 4. ágúst. Hjeðan fara
þeir til Grænlands og þaðan heim.
Annað flug er einnig ráðgert hing-
að í sumar. Er það Italinn Loca-
telli, sem ætlar að fljúga frá Ítalíu
til Bandaríkjanna, með tækjum
þeim, sem Amundsen ætlaði að
nota við norðurheimskautsflug
sitt, en varð að hætta við vegna
fjárskorts.
Dr. Svendsen fulltrúi heims-
bandalangs Rauða-krossins, flutti
hjer nýlega erindi um bandalagið
og sýndi myndir frá starfsemi
þess. Fór hann síðan á læknaþing-
ið á Akureyri og ætlar einnig að
tala þar. Er í ráði að mynda hjer
Rauða-kross deild.
Prentsmiðjan Acta.