Lögrétta - 02.09.1924, Blaðsíða 1
Innlieimta og afgreiðsla
í Þingholtsstræti 17
Sími 178.
Útgefandi og ritstjóri
Þorsteinn Gíslason
Þingholtsstræti 17.
XIX. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 2. sept. 1924.
49. tbl.
Um víða veröld.
Spánarmálin.
Spánn hefir á undanförnum ár-
um og áratugum átt í ýmsum erf-
iðleikum og byltingum, sem engan
vegin virðist vera lokið enn, eftir
síðustu frjettum, sem borist hafa
af hermennskustjórn markgreif-
ans af Estella, Primo de Rivera.
Eins og kunnugt er var mikið los
og ólag á öllu hjer í álfunni fyrir
svo sem öld, um og eftir Napole-
onsstyrjaldirnar og breytingarnar
sem síðan gengu yfir álfuna á
næstu áratugum. Spánn dróst
mikið inn í þær deilur og f'ór oft
illa út úr þeim og vantaði oft festu
í foringjana og mentun hjá fólk-
inu til þess að þær framfarir, sem
þá var barist fyrir gætu fest veru-
legar rætur hjá þjóðinni. Má t. d.
geta þess í því sambandi, að enn
í dag er þar sagður um helmingur
þjóðarinnar, sem hvorki kann að
lesa nje skrifa. Gekk á ýmsu á
Spáni um miðbik síðustu aldar og
var landið þá ýmist konungsríki
eða lýðveldi. Um 1870 átti Leopold
af Hohenzollern að verða þar kon-
ungur og varð það m. a. til að
hleypa af stað fransk-þýska strið-
inu. Varð þá ekkert úr konung-
dæmi hans, en ítalski prinsinn
Amadeo varð konungur, en aðeins
í þrjú ár. Var þá aftur stofnað til
lýðveldis. En lítið varð þó úr því
og var nú kosinn konungur á ný
1874, Alfons XII. sonur Isabellu
þeirrar, sem hraktist frá völdum,
þegar lýðveldið var stofnað í fyrra
sinnið, 1868, en hún var dóttir
Ferdinands VII., sem var konung-
ur um lok Napoleonstímans. En á
hans tímum komst aftur á á Spáni
einveldi, aðalsrjettindi, kirkjuvald,
ritskoðun og ýmislegt það, sem
byltingaviðleitni þeirra ára var að
reyna að afnema. Var þessu komið
á m. a. með erlendum herstyrk. En
meðal borgarastjettarinnar og her-
foringjanna var ávalt óánægja með
þetta og gerðu þeir uppreisnir, en
þær voru bældar niður. Altaf smá
bryddi þó á óánægjunni, og þegar
Alfons sá sem fyr var nefndur
kom til ríkis, fjekk Spánn nýja
stjórnarskipun 1876 og 1890
komst á almennur kosningarjett-
ur. þingið, eða senatið, var þannig
samansett að þar sátu sjálfkjörnir
embættismenn og jarðeigendur og
svo konungkj örnir menn og full-
trúar háskólanna og nokkurra iðn-
fjelaga. Venjulega var kosinn einn
fulltrúi fyrir hverja 50 þús. íbúa,
nema háskólarnir og iðnfjelögin
kusu 1 fyrir hver fimm þúsund. —
Helstu stjórnmálamennirnir frá
fyrra hluta þessa tímabils voru
Sagasta í frjálslynda flokknum og
Canovas í íhaldsflokknum, og
seinna, um og eftir aldamótin, á
stjórnarárum hins núverandi kon-
ungs, Alfons XIII., Canalejas,
frjálslyndur og Romanones og Da-
to, íhaldsmenn.
Stjómmálalíf Spánverja hefir þó
ekki þótt nein fyrirmynd. Áhugi
almennings á málunum var mjög
lítill og því tiltölulega auðvelt að
beita allskonar kosningabrellum og
kjörkúgun. Var það líka óspart
gert af báðum flokkum. þingræðið
varð því hálfgerð skrípamynd þess
sem það átti að verða. Óánægja
með þetta fór vaxandi: Og þá óá-
i ægju annars vegar og stjóm-
máladeyfðina hinsvegar notaði svo
Primo de Rivera til þess að koma
á stjórnbreytingu sinni nú fyrir
rúmu ári. Hann ruddi úr vegi þing-
mu og stjórninni og tók völdin í
sínar hendur. En með honum var
ráð herforingja. En í þessari
stjórnarnefnd (og yfirstjóm hers-
ins) eiga sæti, auk markgreifans
sjálfs: Cavalanti, Mayanda, Saro
Daban, Berenguer, del Postal, Na-
varro, Hermos, Rodrigues, Vallez-
perioza, Meeslera og Jordana.
Stjórn þessi og stjórnarfar var að
ýmsu leyti sniðin eftir ítölskum
fyrirmyndum, en þar var þá
Mussolini kominn til valda fyrir
skömmu. Fóru þeir Spánarkonung-
ur og Primo de Rivera til Italíu
og var þá mikið um dýrðir og vin-
áttu milli þjóðanna og ýmsar
bollaleggingar um framtíð og veldi
hinna rómönsku þjóða allra í sam-
einingu. M. a. gekk þá Alfons kon-
ungur fyrir páfann. En aðalverk
stjórnarinnar var þó ekki í þess-
um utanlandsmálum fólgið, heldur
voru það innanlandsmálin, sem
þeir ætluðu að snúa sjer að
I fyrsta ávarpinu, sem Primo de
Rivera sendi út, eru markaðar þær
línur, sem hann vildi láta stjórn
sína fara eftir. þar er fyrst og
fremst talað um það, að leysa
landið undan þeirri óstjórn og
óreglu, sem óheiðarleiki og handa-
hóf sháttur þingræðisstj órnanna
hefði skapað. En góð landsstjórn,
segir hann, á að tryggja öllum
rjettlæti og koma á heiðarlegum
rekstri opinberra mála. Alt þetta
hefir brugðist í höndum þing-
manna og stjórna þeirra, sagði de
Rivera, og þess vegna hefur byrði
þingsins nú verið varpað af þjóð-
inni. I stað hins fyrra stjórnskipu-
lags kemur nú framkvæmdaráð
fárra hershöfðingja undir forustu
de Rivera, en það hefur að vísu
einnig löggjafarvaldið í sínum
höndum. I raun rjettri eru það her-
lög sem ráða í landinu, framkvæmd
af hershöfðingjunum víðsvegar um
landið, undir stjórn miðnefndar-
innar í Madrid. — þingið er
alveg upphafið, nema lítill hluti
senatsins, sem kjörinn var æfi-
langt, — Senadores Vitalicios — en
það eru 11 aðalsmenn og 1 blað-
eigandi og ritstjóri.
Jafnframt reyndi svo de Rivera
að gefa út ávarp til verkamanna
og vinnuveitenda um að auka
framleiðsluna í landinu og forðast
deilur innbyrðis. En verkamanna-
flokkarnir á Spáni eru allstórir og
koma fram í þrennu lagi. Fyrst eru
jafnaðarmennirnir, en þeir eiga
meginstyrk sinn í ýmsum stórbæj-
unum. þeir hafa þó lýst því yfir,
að þeir mundu starfa á gmndvelli
þingræðisins. Síðan er sambandið
Syndicato Unico, en það er flokkur
í nánu sambandi við sameignar-
mennina rússnesku. þeir neita öllu
þingræði og vilja ekki eiga þátt í
þingkosningum eða þingi, en börð-
ust fyrir kommunistabyltingu. þó
buðu þeir eitt sinn jafnaðarmönn-
um samband um myndun eins alls-
herjar verkamannaflokks, en því
var hafnað. Loks er einskonar ka-
þólskui' bændaflokkur, mjög fjöl-
mennur meðal vinnandi fólks útum
sveitirnar en hafði þó ekki að sama
skapi áhrif í þinginu. Leiðtogarnir
eru flestir íhaldssamir menn,
klerklegrar stjettar. það er flokkur
ekki ósvipaður fylgismönnum von
Styrzo í Ítalíu.
Útí frá hafa fremur litlar og
ógreinilegar fregnir farið af því,
hvernig stjórn de Rivera hafi tek-
ist í einstökum atriðum innan-
lands. Atvikin hafa einnig ráðið
því, að ýmsir erfiðleikar hafa
steðjað að úr öðrum áttum og
einkum hafa Marokkomálin orðið
Heinrich Erkes,
háskólakennari í Köln, sem nú er
staddur hjer í bænum. Hann átti
miög stórt safn íslenskra bóka og
sumra fágætra, en gaf það háskóla-
safni í Köln og er það aðalsafn
íslenskra bóka í Þýskalandi, en H.
E. er nú bókavörður við það.
alræðisstjórninni þungur Ijár í
þúfu. Um þau hefur líka orðið
ósamþykki innbyrðis milli ráðandi
manna heima á Spáni. Annars hef-
ur þetta einræðisskipulag einnig
komið róti á hugi manna þar, að
því er stjórnarfarið og stjóm-
skipulagið snertir. Og eins og
menn þóttust áður fyr þurfa breyt-
ínga við vegna gallanna á því þing-
ræðisskipulagi sem rfkjandi var,
eins þykjast menn nú sjá ýmsa
galla á alræðinu og vilja breyta til
aftur í þingræðisáttina. En mælt
er að de Rivera sjálfur vilji slaka
nokkuð til og þokast að þingræð-
inu og fá samvinnu við hina eldri
og reyndari stjórnmálamenn. Sum-
þart segja fregnirnar þetta sprott-
ið af því, að hann sj e þreyttur orð-
inn á stjórninni og þyki lítið
ganga, og sumpart af því, að það
hafi aldrei verið ætlun hans, að
einræðið yrði til frambúðar, held-
ur aðeins bráðabyrgðaástand til
þess að lagfæra það ólag sem kom-
ið hafi verið á þingræðisskipu-
lagið.
I þessu sambandi er fróðlegt að
taka eftir ummælum, sem nýlega
hafa komið fram frá einum helsta
rithöfundi Spánverja og vísinda-
manni Don Miguel de Unanumo,
sem staddur var í París. En hann
hefur verið í útlegð undanfarið,
eftir að einræðið komst á, vegna
skoðana sinna. Hann sagðist álíta
að valdatími de Rivera væri á för-
um. Hann skortir alla leiðtoga-
hæfileika og gáfur. Veldi hans er
einungis að þakka meðsekt kon-
ungsins. En megingalli konungs-
ins er óhreinlyndi hans. Hann hef-
ur dreymt um það að skapa stórt
spánverskt ríki, með því að inn-
lima Portugal, nýlendurnar og Ma-
rokko. En alt þetta hefur mistek-
ist og einkum Marokkomálin farið
í handaskolum. þegar svo var kom-
ið taldi Unanumo að konungur
hefði átt að afsala sjer völdum, en
í stað þess hefði hann, fyrir milli-
göngu Cavalcanti herforingja, far-
ið að leita fyrir sjer um nýja sam-
vinnu við gömlu stjórnmálamenn-
ina, samvinnu sem þó hefði ekki
tekist hingað til, enda sje vafa-
samt hvort Alfons konungi takist
að halda völdum til lengdar og
virðist sjer nú lýðveldið enn á ný
fyrir dyrum á Spáni. þó telur hann
ýmsa annmarka á þessu og hættur
sem því geti verið samfara, aðal-
lega þannig að syndikalistar og
kommunistar geti náð meiri tök-
um en áður, og svo það, að rík-
inu sje hættara við upplausn, eink-
um vegna þess að Kataloníumenn
hafi miklar skilnaðartilhneigingar.
þegar Kataloníumaður er spurður
hverrar þjóðar hann sje, þá segir
hann ekki að hann sje Spánverji
heldur að hann sje Kataloníumað-
ur, og þegar hann er spurður um
land sitt, nefnir hann ekki Spán
heldur Kataloníu, landið suður af
Frakklandi. þessi viðleytni Kata-
loníumanna til að fá sjerstöðu inn-
an ríkisins umfram önnur hjeröð,
er gömul og rótgróin.þessi ummæli
de Unanimo eru einnig eftirtektar-
verð af því, að hann er heitur ka-
þólskur trúmaður og mjög kirkju-
lega sinnaður, og víða er, segir
hann sjálfur, venjan sú að líta á
slíka menn sem útverði ófrjáls-
lyndisins í stjórnmálum. En á
Spáni er því engan vegin svo farið,
segir hann.
þessum ummælum de Unanimo
sem að ofan getur var seinna að
ýmsu leyti mótmælt af sendiherra
Spánverja í Kaupmannahöfn, eink-
um lýsingu hans á konunginum og
stórveldisdraumum hans.
Annars verður ekki með sönnu
sjeð hvernig ástandið er nú á
Spóni, en allar líkur fyrir því, að
einræðið sje á förum, eða að minsta
kosti að breytingar á því sjeu í að-
sigi og ber þá að sama brunni með
það þar, eins og á Ítalíu. En frá
því hefur áður verið sagt hjer l
blaðinu.
Afvopnunarráðagerðir.
Á fundi alþjóðabandal. sem nú er
byrjaður, var Svisslendingurinn
Motta kosinn fundarstjóri. Mættir
voru fulltrúar frá 54 þjóðum sam-
tals. Verkefni þau, sem liggja fyr-
ir fundinum að þessu sinni eru
ýmist rjettarfarsleg, stjórnarfars-
leg eða fjárhagsleg en afvopnun-
arfrumvarp Bandaríkj anna er þó
aðalmálið. Hefur það verið falið
svokallaðri þriðju nefnd þar á ráð-
stefnunni og hefur hún einnig tií
meðferðar frumvarp frá Robert
Cecil lávarði um gagnkvæm ákvæði
ríkja á milli til þess að forðast
styrjaldir. Við fundarsetningu
Ijau fuliírúarnir í Ijós gleði sína
yfir árangri Lundúnaráðstefnunn-
ar, og von um, að nýir og betri tím-
ar muni hefjast í Evrópu. Afvopn-
unarfrv. Bandaríkjanna gengur i
þá átt, að allir þeir, sem undir-
skrifa samþykt þá, sem af því leið-
ir, skuldbindi sig til þess, að hefja
ekki árásarstyrjöld á nokkurt ann-
að ríki, heldur skjóta deilumálum,
sem annars mundu valda styrjöld,
til alþjóðadómstólsins. Á dómur
hans að vera fullnægjandi úr
skurður. Allir undirskrifendur af-
vopnunarsamningsins undirrita
jafnframt ályktun, þar sem hver
samningsrofi er talinn óalandi og
óferjandi og eignir hans erlendis
taldar rjetttækar af öllum öðrum
löndum og upptækar. Eru þessi
fyrirmæli talin líkleg til þess — ef
þau ná samþykki — að gera stór-
um ljettara fyrir um afvopnunar-
málin.
Ennfremur er það lagt til í frv.,
að meðan afvopnun ríkjanna .fer
fram, skuli ávalt vera herlaus
svæði næst landamærum þeirra
ríkja, sem liggja saman.
En þýðingarmesta ákvæði frúm-
varps Bandaríkj anna er þó talið
það, að nefnd sje skipuð, undir yf-
irstjórn alþjóðabandalagsins, sem
hafi heimild til að rannsaka hve
mikinn herafla hvert ríki um sig
hafi, og hvort það hafi hlýtt á-
kvæðum afvopnunarsamningsins.
Síðustu símfregnir.
Frá Berlín er símað, að 27. ág.
hafi lagafrumvörp, sem snerta
framkv. skaðabótainálsins, verið
borin upp í þýska þinginu og öðl-
ast löglega samþykt. Umræður
urðu mjög heitar og lenti stundum
í áflogum. Var Stahmer sendi-
herra í London síðan gefið umboð
til að undirskrifa samningana.
Owen Yong hefir verið skipaður
fjárhagslegur forstjóri og um-
sjónarmaður alls þess, sem lýtur
að framkvæmd sjerfræðingatil-
laganna. Ennfremur á hann að
veita öllum skaðabótagreiðslum
móttöku fyrir bandamanna hönd.
þjóðverjar eiga að hafa greitt 25
miljónir dollara innan 10 daga.
Vantraustsyfirlýsing til þýsku
stjórnarinnar var borin upp um
líkt leyti, en feld. I fulltrúadeild
franska þingsins fekk Herriot
einnig um sama bil traustsyfir-
lýsingu vegna afskifta sinna af
Lundúnasamningunum. Rjett á
eftir undirskrift samninganna
gáfu þjóðverjar út opinbera til-
kynningu um það, að þeir ættu
ekki sök á ófriðarupptökunum. Eru
æsingar út af þessu í Frakklandi.
Mikið er rætt um lántökumál
þjóðverja, einkum í þýskum og
enskum blöðum, en frjettirnar eru
mjög ósamhljóða, sem um þetta
berast. Sumar fregnirnar segja að
lánið muni vera ófáanlegt nema
því aðeins að her Frakka verði á
burt úr Ruhrhjeraði þegar í stað,
en aðrar segja að engir erfiðleikar
sjeu á því að fá lánið. Mun það
vera sönnu nær.
-----o----
Kveðja til Íslands.
Til ritstjóra Lögrjettu.
Kæri herra. þegar jeg í júní-
mánuði kom hingað norður til þess
að heimsækja land það er faðir
minn unni svo mjög, varð jeg
djúpt snortin er jeg las vingjarn-
lega heilsan í blaði yðar. Viljið þjer
nú, þegar jeg er aftur að kveðja,
leyfa mjer að flytja greinarhöf-
undinum þökk í blaðinu? Jeg fer
burt með hugan fullan af fegurð
og dásemdum Islands, en meðal
hinna mörgu ljúfu endurminninga
verður það minningin um íslenska
gestrisni og vinsemd, sem mjer
verður hjartfólgnust þeirra allra.
Heimsóknin verður mjer ógleym-
anleg, því hún hefur látið rætast
lengi kæran draum: — þann
draum að sjá með eigin augum
landið sem jeg, gegn um sögu þess
hefi verið kunnug frá barnæsku.
Island er mjer sem vinur, er jeg
hefi lengi þekt og unnað úr fjar-
lægð; og nú er það von mln ah
koma einhverntíma í annað sinn
og heilsa og þakka með alúð þeim
hinum nýju vinum sem jeg kveð
með söknuði í dag.
Farið heilir og sælir.
May Morris.
-----o----
Sykursýki og berklar. Á rann-
sóknarstofu próf. August Krogh
lífeðlisfræðings hafa um nokkurt
skeið farið fram tilraunir, er bein-
ast að því, að finna samband milli
sykursýki og berklaveiki. Er það
enskur læknir, S. Lundberg, er
fyrstur manna hefur bent á, að
samband muni vera þar á milli.
Rannsóknirnar hjá August Krogh
prófessor hafa nú í öllum aðalat-
riðum staðfest þessa tilgátu, með
því að í dýrum, sem eru berklaveik
hefur fundist efni, sem líkist „In-
sulin“ (lifinu sem nú er talið duga
best gegn sykursýki). Rannsókn-
um á þessu verður haldið áfram.
28. ágúst. FB.
-----o——