Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.09.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 02.09.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJHTTA Eftir Gangráð. I. Sig Nordal prófessor hefir ritað grein um háskólann í síðasta And- vara, og er hún þess verð að at- hygli sje vakin á henni að nokkru. Höf. byggir grein sína á ummæl- um og tillögum sem fram höfðu komið um fækkunkennaraembætta við háskólann, einkum við heim- spekisdeild hans, og á ummælum, sem hann segir hafa komið fram á þingmálafundum um að leggja niður heimspekisdeildina. Hann byrjar með því að gera grein fyrir atriðum, sem hann tel- ur hafa breytt afstöðu háskólans síðan hann var stofnaður. Telur hann þar fyrst til breytinguna á lærða skólanum, með fjölgun stú- denta og minni kröfum til þeirra af skólans hálfu, þ. e. lakari undir- búning undir háskólanámið. Enn- fremur að styrjaldarárin og af- nám Garðstyrksins í Khöfn hafa gert mönnum torveldari utanfarir- til háskólanáms en áður var, og berist stúdentamir því eftir þeirri einu leið, sem opin sje, inn í há- skóla Islands. Síðan 1 ýsir hann kostum og kjörum háskólanámsins reykvíkska á þessa lund: „þar er ekki nema um fjórar námsgreinir að ræða, og líklegt, að bráðlega verði þar þröngt fyrir dyrum. þó að Kaupmannahöfn væri fyrir ýmissa hluta sakir óheppilegur dvalarstaður íslensk- um stúdentum, átti hún þó margt til síns ágætis í samanburði við Reykjavík. Bærinn er gamall mentabær og opnar heimaalningn- um íslenska óteljandi ný útsýni. Jafnvel erjurnar og andúðin milli Dana og vor gátu leitt til góðs. Hafnarstúdentar voru yfirleitt miklu betri Islendingar en Reykja- víkurstúdentar. En mest var um það vert, að Hafnarháskóli er svo stór og öflug kenslustofnun og vxsinda, að leiðir eru þar við hvers manns hæfi og enginn neyðist þess vegna til þess að nema annað en það, sem honum leikur hugur á. Nú er hætt við, að vjer eignumst alt of marga kandídata í þeim fáu greinum, sem kendar eru hjer við háskólann, og margir þeirra verði menn, sem vildi hafa numið ann- að. En fjöldi kandídata er hætt við að leiði í litlu þjóðfjelagi til fjölg- unar embætta, en það aftur til lje- legrí launa. En fjölmenn og illa launuð embættismannastjett er hætt við að verði ónýt og jafnvel Lesbók Lögrjettu VI. Hng’sjönir. Erindi flutt á prestastefnu 27. júni 1924 af Halldórí Jónssyni sóknarpresti að Reynivöllum. Frh. ----- Svo er gróðinn einn í því fólg- inn, að það er óendanlega dýrmætt, frábært fagnaðarefni í lífi sínu, að eiga áhugamál, einhverja hugsjón, sem manni er dýrmæt og gagntek- ur mann inn að instu hjartarótum. þó þessi hugsjón aldrei væri nema eins og tíbrá og töfrahilling, þá er hún dýrmæt í lífi manns. Svo er óendanlega dýrmætt að mega vinna fyrir einmitt þesa hugsjón, leggja sitt alt til, þetta litla, sem maður á í sjálfum sjer, til að afla henni fylgis, jafnvel og engu síður, þó að hún eigi eríitt updráttar, eftir sjálfs þess máls eðli. Jeg sakna þess meir en jeg megi með orðum lýsa, að hafa ekki kom- ið auga á þetta mál fyr á þennan hátt, sem jeg hefi lýst, en jeg þakka guði, að hann gaf mjer náð til þess að koma auga á það, þótt seint væri, og leyfa mjer að vinna fyrir það, svo ófullkomið sem alt er hjá mjer, sjálflærðum manni í söngmentinni. Ekki er jeg í vafa um það, að spilt. það er með embættismenn eins og seðla: best að gefa ekki fleiri út en hægt er að gulltryggja, annars lækkar gengið. Auk þess vantar oss ^hæfa menn í öðmm greinum og verðum að notast við það sem til er: flestir kennarar við æðri skólá verða guðfræðingar og lögfræðingar o. s. írv. Vjer fáum stúdenta, sem eru óánægðir með nám sitt og óska sjer mörg hundr- uð mílur burt frá háskólanum, og þjóðin verður óánægð með tóma heimaalda embættismenn með þröngvari sjónhring og fátækari mentun. það er ekki einu sinni svo vel, að þessi einangrun efli íslenskt þjóðerni. Einmitt heimaalningarn- ir eru fíknari í erlendar nýungar af öllu tæi og ósjálfstæðari gagn- vart þeim, en þeir sem sjálfir hafa viða íarið og hafa margt til saman- burðar.“ þetta er gagnorð lýsing og alveg hárrjett. En í því yfirsjest höf., að hann telur þessa breytingu að öllu áorðna síðan háskólinn var stofnaður. Alt sem hann segir um ókosti hins innlenda háskólanáms móts við hið útlenda var jafnrjett og auðsjáanlegt þegar er háskól- inn var stofnaður. þessir ókostir gera það ískyggilegt, að svo marg- ir námsmenn safnast í háskólann hjer. Og aðstreymið „reynir á“ há- skólann á ýmsa vegu, sem almenn- ingur máske gerir sjer ekki rjetta hugmynd um. Höf. segir ekki margt um það, hvernig háskólinn hafi staðist þessa raun, en það sem hann segir um það er mergjað. Hann segir svo: „Nú eiga há- skólakennai’ar ekki kost á að bægja mönnum frá prófi fyr en eftir 4—5 ára nám. Til þess þarf hart hjarta, enda er jeg viss um, að kennarar hafa oft látið menn hafa próf til þess að gera þeim ekki ónýt svo mörg námsár og jafnvel til að losna við ljelegan nemanda, sem viss væri að sitja enn í deildinni 2—3 ár án þess að taka verulegum framförum." Ekki minnist jeg þess að nokkur stjett íslenskra embættismanna hafi fyr nje síðar verið borin jafn hörðum sökum og hjer er beint að háskólakennurunum af einum úr þeirra hóp, og það ekki þeim sísta. það er sagt fullum fetum að þeir vísvitandi, ótilneyddir og af einskis verðum átyllum hafi brotið em- bættisskyldu sína, og það ekki í neinum smámunum, heldur í sjálfu meginatriði starfsins, því er frem- ur öllu öðru varðar beinlínis þjóð- fjelagið — að það sje ekki svikið með því að þeir menn fái embætt- ispróf, sem ekki hafa aflað sjer betur sækir fólk kirkju, síðan jeg tók upp þennan sið. Svo það er af fleiri ástæðum en einni, að jeg hlakka sjerlega mikið til hverrar slíkrar samkomu. Jeg veit það, að sumir syngja að svo komnu, af því þeir vita, að mér þykir vænt um það, en það er mjer líka mikilsvirði. Jeg drap á það, að óframfærni hamlar sumum frá að syngja. þeim finst svo lítið koma til síns söngs, og þeir hafa heyrt það á fólki, að það hefir ekki mikið álit á þeim í því efni. En þess ber að gæta, að kornið fyllir mælirinn. Og jeg vil endurtaka það, sem jeg sagði í fyrra, að þótt einstaka gölluð rödd finnist í hópnum, þá breiðir fjöld- inn ’ótrúlega mikið yfir slíkar mis- fellur. Hjer er ekki um neinn lista- söng að ræða, heldur safnaðar- söng, alþýðusöng í sjálfu guðshúsi. þetta þurfa allir að leggja sjer á hjarta. Enn vil jeg geta þess, að eitt af því, sem veldur erfiðleikum með safnaðrsvörin, er það, að sumum finst það verka ósönglega á söng- inn, ef einstaka raddir sjeu úti um kirkjuna. Jeg játa þetta, meðan fólkið syngur ekki í heild sinni. En takmarkið er ekki listasöngur, ekki fárra manna söngur, heldur al- mennur safnaðarsöngur, sem við þeirrar þekkingar, er til þess þarf, og jafnvel sem ekki einu sinni enx þeim hæfilekum gæddir að þeir geti aflað sjer hennar. Ekki efast jeg um að höf. hafi rjett fyrír sjer í þessu, því að það er á almanna vit- orði, að hjer lifa vor á meðal menn með háskólaprófi frá Reykjavík, sem aldrei hafa haft þekkingu til að öðlast slíkt próf. En jeg held ekki að allar háskóladeildirnar eigi hjer óskilið mál, veit ekki betur en að algerlega beri að undantaka læknadeild og guðfræðisdeild. Eftir lýsingar þær, sem höf. hef- ur gefið á háskólanum, mætti nú vænta að hann ræddi með hógværð og stillingu þær tillögur, sem fram hafa komið um breytingar á stofn- uninni, en því er ekki að heilsa. Hann ámælir Alþingi mjög fyrir að hafa stofnað tvö kennaraembætti við heimspekisdeildina, en vilja síðan afnema þau, nfl. dósentsem- bættið í klassiskum fræðum og pró- fessorsembættið í hagnýtri sálar- fræði. Hann viðurkennir þó að þessi tvö embætti komi lítið við tilgangi háskóladeildarinnar, og segir að deildin hafi ekki beðið um þau. En samt þykir honum viðeigandi að neyta orðfimi sinnar til að draga dár að þeim þingmönnum, sem vilja framfylgja hinni einu rök- rjettu afleiðingu af hans eigin skoðun um tilverurjett þessara em- bætta, og afnema þau. Hann telur að þingið hafi átt frumkvæði að stofnun þessara embætta, og virð- ist draga þar af þá ályktun, að ekki sómi sjer fyrir svo göfuga sam- komu að sjá sig um hönd og breyta sinni fyrri gjörð. Við þetta er tvent að athuga. Fyrst það, að Alþingi átti ekki eiginlegt frumkvæði að stofnun þessara embætta, heldur ljet það í bæði skiftin undan áhrif- um utan að. Annað það, að Alþingi hlýtur einmitt stöðugt að breyta gerðum fyrri þinga. Ef engu þyrfti að breyta í löggjöf fyrri þinga, hvaða ástæða væri þá til að halda fleiri löggjafarþing? Vjer búum nú við löggjöf á öllum svið- um, setta af fyrri þingum, svo að naumast er mögulegt að finna nokkurt verkefni handa nýju þingi við að fylla út eyður í löggjöfinni. Aðalverkefnið er og hlýtur að vera að gera breytingar á gildandi lög- gjöf í samræmi við breytta þjóð- arhætti og þjóðarþarfir. Og hvaða ástæða er þá til að hneykslast á því, þótt einhverjir þingmenn eða meiri hluti þings vilji breyta em- bættaskipun við háskólann, sem mönnum kemur allvel saman um að verið hafi miður þörf frá upphafi ? Og ef einhver hreyfir þeirri mót- æfingu á svo að batna, og hver að laga sig eftir öðrum. Einn mikilsvirtur maður meðal prestvígðra manna spurði mig að fyrir nokkru, hvort jeg hefði reynt að gera sönginn breytilegan eftir efni orðanna í hinum einstöku sálmum, þannig, að láta hann veikjast og styrkjast eftir efninu. þetta hefi jeg ekki reynt. Og því tvennu er tæplega hægt að koma við í einu, að fá fólkið með og láta þetta koma fram. Að fá fólkið með er út af fyrir sig nægilegt verk- efni um hríð. þegar fólkið éx' farið að syngja alment og nefir gert sjer það að fastri reglu, er fyrst tímabært að gera þessháttar til- raunir. Aðalatriðið er að fá fólkið með, fá það til að laga sig hvert eftir öðnx í rjettum hraða o. s. frv. Almennur safnaðarsöngur á að gera kraftaverk, hann á að vekja trúarhreyfingu, sem aftur á að hefja þjóð vora til hærri siðferðis- þroska, og um fram alt til heit- ara kærleiksþels, og það erum við, sem eigum að koma henni af stað. 1 umræðum um þetta mál í fyrra kom fram sú skoðun, að þótt æskilegt væri, að prestamir störf- uðu eitthvað í þessa átt, þá stæðu þeir svo illa að vígi, að þeir kynnu ekki að leika á hljóðfæri, vantaði söngvit og þekkingu í þeim efnum báru, að ósæmilega stutt sje síðan þessi embætti voru stofnuð, til þess að afnema þau nú, þá er þar til að svara, að á fám síðustu ár- um hafa orðið meiri breytingar og byltingar á þjóðarhögum hjer og annarstaðar en á heilli öld áður fyr, og gildir mótbáran því ekki. Á- stæðan til samanfærslu á þessu sviði er, eins og allir vita, sú að ríkissjóður er kominn í árlegan tekjuhalla sem nemur 2 til 3 milj kxóna; höf. segir að þetta stafi ekki af stofnun þessara embætta og er það náttúrlega rjett að því leyti, að kostnaðurinn við þau nemur ekki nema litlu af allri upp- hæð tekjuhallans. Höf. vísar á aðr- ar orsakir, en er þar kominn út á svið, sem hann er auðsjáanlega ókunnugur. Hann segir: „Fjár- kreppunni valda, hjer eins og ann- arsstaðar, ógætilegar ráðstafanir kaupsýslumanna, hófleysi almenn- ings á veltiárunum, sem enn eimir eftir af, vitlausar áætlanir verk- fræðinga, sem teygt hafa þjóð og bæjarfjelög út í fyrirtæki, sem þau rísa illa undir, aukin stjórnarút- gjöld (t. d. árlegt þinghald og af- leiðingar þess) og hin nýju em- bætti styrjaldaráranna.“ Hann gef- ur svo þá leiðsögu út úr vandræð- unum, að „leita peninganna þar sem þeim hefir verið týnt, eins og Englendingar segja.“ jeg man nú ekki eftir að nein ógætileg ráðstöf- un kaupsýslumanna hafi átt þátt í tapi eða tekjuhalla ríkissjóðs, en hefði svo verið, þá býst jeg við að seinlegt yrði að finna þá peninga aftur með því að leita þar sem þeim hefir verið týnt. Hófleysi almenn- ings á veltiárunum hefir vitanlega aukið tekjur ríkissjóðs, en ekki hið gagnstæða, þar sem öll eyðsla var og er tolluð. Ekki man jeg eftir neinni vitlausri áætlun verkfræð- inga, sem teygt hafi ríkissjóð út í fyrirtæki, sem hann nú rís illa undir, eða yfir höfuð teygt ríkis- sjóð út í fyrirtæki, sem hann hefði látið ógert ella — en ef svo væri, ætli það yrði þá ekki erfitt að finna þar týnda peninga aftur? Aukin stjómarútgjöld og nýju embættin styrjaldaráranna eiga sinn þátt í tekjuhallanum. þingið hefur held- ur ekki verið spart á uppástungum um niðurfærslu þessa kostnaðar, en þó hann væri allur burtu feldur, þá er það ekki nærri nóg. Og hef- ur prófessorinn athugað, hvað eft- ir liggur á blóðvellinum ef öllum nýungum stríðsáranna á þessu sviði er slátrað? Sjálfstæðið frá 1918 fyrst og fremst fallið og dautt með afnámi alls þess aukakostn- aðar, sem því fylgdi og óhiákvæmi- lega hlýtur að fylgja. Og þó mörg- um hafi fundist og finnist enn fátt um „fullveldið", þá eru líklega ekki margir landsmenn, sem heldur vilja leggja það í sölumar en að fá nokkrum af núverandi embætt- ismönnum nauðsynlegri störf en nú hafa þeir, þar á meðal umræddum kennurum við heimspekisdeildina. þá hefur höf. hneykslast eigi all- lítið á ummælum, sem hann segir að hafi komið fram á þingmála- fundum, um að afnema heimspek- isdeild háskólans. Honum verður svo mikið um þetta, að í fyrstu fipast honum alveg um viðfangs- efnið, býr til úr þessu tillögu um að leggja niður háskólann, sem hefur frá engum komið nema hon- um sjálfum, ræðst á þessa ímyndun sjálfs sín með miklum móði, með ósmekklegum uppspuna um ráð- stafanir á reitum stofnunarinnar, og með háðglósum um löggjafar- samkundu síns eigin lands. Er alt þetta málæði höfundinum til mink- unar og blettur á þeim árgangi Andvara sem flytur þetta. Er þetta alt því tilefnislausara, sem höf. sjálfur litlu síðar í ritgerðinni, eft- ir að runninn er af honum víga- móðurinn eftir viðureignina við {.essa ímyndun sjálfs hans, kemur fram með skynsamlega tillögu xnn að leggja niður heimspekisdeildina í þeirri mynd, sem nú er á henni, en halda eftir háskóladeild með öðni nafni og miklu þrengra við- fangsefni. Hann vill kalla þetta Fi’æðadeild, og hlutverk hennar á að vera: „að rannsaka mál, bók- mentir, menningu og sögu íslend- inga fyr og síðar.“ þessi tillaga er mjög vel íhugunarverð, og fer að efninu til mjög nálægt þeim uppá- stungum um breytingar á háskól- anum, sem fram komu á síðasta Alþingi. þessa uppástungu gerir höf. nú í V. kafla ritgerðarinnar. En það sýnist þá ekki vera úr vegi að spyrja:Hvað á að gera við kenn- arana í „hagnýtri" sálarfræði og i klassiskum fræðum, þegar tillag- an hans er komin í framkvæmd? Ekki verður sjeð að störf þeirra falli undir viðfangsefni „Fræða- deildarinnar." Höf. setur ekki fram þessa spurningu, og hefir þvi ekki svarað henni, en hann getur samkvæmt uppástungu sinni ein- ungis svarað henni á einn veg: þau eiga að hverfa. Honum hefir ein- ungis gleymst að líta yfir tvo fyrstu kafla ritgerðar sinnar eftir að hann samdi 5. kafla, til þess að strika út úr þeim þær veigalitlu vamir, sem þar finnast gegn af- námi þessara embætta, og þau hnyttilegu háðsyrði sem þar og þessháttar. þetta játa jeg fús- lega. þeir sem kunna að leika, hafa söngvit og unna söngnum, þeir geta þetta sjálfir. þeir sem eru raddmenn, þó þeir kunni ekki á hljóðfæri, geta líka tekið þátt í æf- ingum. Meðal vina sinna í söfnuð- inum verða þeir að leita hjálpar hjá þeim, sem kunna, og gera má ráð fyrir, að jafnan sjeu einhverj- ir, sem geti eitthvað hjálpað til með æfingar. En þó prestar sjálfir geti ekki stjómað æfingum, geta þeir á svo margan hátt látið fólkið skilja, að þeir telji þátttöku safnaðarins í söngnum nauðsynlega. þeir geta á svo margan hátt beitt áhrifum sínum safnaðar- söngnum í vil. þeir þurfa að tala um þetta við fólkið, kveikja í fólkinu blátt áfram og halda glóðinni lifandi. þeir mega ekki láta á sjer skilja einungis, að þeir álíti þetta svona nógu vel til fundið, að fólkið syngi, ekki aðeins ympra á þessu eins og á tæpasta vaði, heldur segja það blátt áfram hispurslaust og sitja fastir við sinn keip, þangað til fólkið kemur. Sumir geta án efa fengið konur sínar í lið með sjer til þess að vera málinu hlyntar, og þótt jeg viti, að prestskonumar hafi öðru að gegna á messudögum eftir íslenskri venju, veit jeg, að málinu væri í því alveg ómetanlegur fengur, vildu þær alment leggja þessu máli liðsyrði. Ómetanleg er hjálp þeirra án efa prestinum í starfi þeirra yfirleitt, hví þá ekki í þessu máli sjerstaklega? Yfir höfuð þarf jeg hjer engum presti ráð að kenna, hann hefir nóg xáð vegna þeirrar kynningar, sem hann hefir, er til lengdar lætur, af safnaðarfólki sínu, og margur prestur þekkir nálega hvert manns- barn í sóknum sínum og hefix margháttuð viðskifti við fólkið flest. Jafnvel þó suma presta vanti talsvert á það að vinna mikið fyrir þetta mál, geta þeir það með ráð- um og dáð á marga vegu. Og einu vil jeg bæta við og benda á, að gerðu allir prestar þetta, vildu þeir vinna fyrir málið hver á sínum stað, hver eftir sinni getu, hvort sem hún er mikil eða lítil, yrði starfið auðveldara á hverjum stað. Csjálfrátt veit hver af öðrum. ómurinn mundi berast á vængjum vindanna, fregnin mundi berast frá einum stað til annars. Svo gæti það oi’ðið metn- aðarsök hvers safnaðar að vera ekki síðri en aðrir. Krafturinn mundi streyma frá einum söfnuði , til annars, bæði eftir skiljanlegri ■ og óskiljanlegri leið, blátt áfram af

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.