Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.09.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.09.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJBTTA 3 standa um þá menn sem höfðu orð- ið fyrri en hann til að sjá það, að þessi embætti eiga ekki heima við þann háskóla, sem oss hentar að halda uppi að svo stöddu. Tillagan hefur þann mikla kost, að hún girðir fyrir endurtekningu á því, að kennaraembætti verði stofnuð við háskólann, í fræðum, sem vjer hvorki þurfum nje getum haldið uppi háskólakenslu í. Niðurl. ----o----- Bóki entír. Ljóðmæli eftir Ólínu og Herdísi Andrjesdæt- ur. Reykjavík. — Gut- enberg 1924. iVlerkiiegt tákn er þessi bók, og ekki síst um mátt góðs ætternis. Hjer koma í'ram á sjónarsviðið tvær systur, tvíburar, báðar gædd- ar óvenjuiegri skáldgáíu og systra- svipurinn auðsýnn, þó að hvor hafi sín persónueinkenni. pær eru kyn- borin skáld: Matthías Jochumsson og þær að öörum og þriðja og frú Theodora Thoroddsen og þær lika að öðrum og þriðja. En braglist þeirra og meðferðir ailar eru og ættaðar sem best, því aö þarna eru silfurstrengir íslenskra þuiuijóða og rímnahátta skildir svo sem best má verða og slegnir af kvenlegum þýðleik. Undarlegt er um það að hugsa, að svona skáldkonur komast á sjötugs aldur án þess að aðrir en nánustu vinir þeirra og kunningj- ar viti, hvaða guðsgáfur þær hafa meðferðis, og svo mikið er yíirlæt- isleysið, að þær fyrst nú fyrir þrá- beiðni vinkonu sinnar láta tilleið- ast að skrifa ljóðmæli sín upp eða lofa að skrifa þau eítir sjer, og gefa þau út. Rík má sú þjóð vera af gáfum, er þykist hafa efni á því að láta svona skáldkonur sitja und- ir mælikeri hversdagsstritsins alla æfi í stað þess að lyí'ta þeim á gull- stóli samúðar og hjálpar og biðja þær að gleðja alla aiþýðu manna með því að kveða henni kvæðin sín og segja henni sögur til dægra- styttingar — því að þær kunna líka fjölda sagna og segja þær allra manna best. Og þó að systurnar mundu að líkindum sjálfar svara líkt og söngvarinn í kvæðiGoethes: Eg kvað sem fuglinn kveður sá, er kyrrum býr i skógum; það ljóð, sem brjósti líður frá, mig launar gæðum nógum, þá er sárt að hugsa um öll óortu kvæðin, sem önnin hefir byrgt í barmi þeirra og ekki slept út í ljós- ið og lífið, því að enginn efi er á því, að þarna er svo auðug skáld- gáfa að nógu hefði verið af að taka, ef lífskjörin hefðu leyft, enda eru sum bestu kvæðin frá síðustu ár- unum. Fyrstu 116 blaðsíður bókarinnar eru ljóð ólínu. þá eru nokkrar blað- síður í samlögum og loks ljóð Her- dísar, 44 blaðsíður. Ljóð Ólínu byrja með nokkrum þulum og skarta þær vel við hliðina á hinum mörgu fögru þulum, er skáldkonur vorar — fyrst og fremst frú Theó- dóra Thoroddsen — hafa auðgað íslenskar bókmentir með, síðan Hulda hóf sinn fagra forsöng á þeim nótum. f höndum Ólínu verð- ur hljómgrunnur þulunnar furðu- lega næmur og fjölraddaður. þar ómar djúp-vitska æfintýranna með útsýn inn í afdali sárrar reynslu; þar hljóma spakmæli, mælt af munni fram svo einfaldlega, að börnin skilji, og í þulunni „Gekk eg upp á gullskærum móður minn- ar“ niða djúpar lindir lífsreyns- unnar með svo margvíslegu geisla- gliti, að leitun er á annari eins sál- arsögu í litlu ljóði. þrjú erfiljóð eða minningarljóð um vini sína hefir Ólína ort, öll óvanaleg og gullfalleg: um þórð lækni Pálsson, með þululagi, um Einar Jochums- son frænda sinn og loks um Hannes Hannesson dalaskáld. Er víst óhætt að segja að fegri blómvöndur hefir aldrei verið lagður á leiði íslenskra förumanna en þessar vísur um Hannes gamla. En jeg ætla ekki hjer að telja upp margt af ein- stökum kvæðum eða lýsa þeim, enda þurfa þau engra skýringa við og jeg vona að alþýða manna hafi vit á að ná sjer í bókina og lesa hana sjálf. þó get jeg ekki stilt mig um að minna á Breiðfirðinga- vísurnar, sem mjer þótti svo mik- ill fengur að fá í „Ilafrænu". þær geta verið þeim, er þær hafa sjeð, bending um, hvernig kvæði hjer eru á ferð. 1 Hafrænu geta menn iíka sjeð sýnishorn af kvæðum Herdísar, svo sem vísurnar „Ein á báti“, sem fyrst voru prentaðar í Skírni og jeg þá fekk þakkir fyrir að flytja. Herdís yrkir oftast undir rímnalögum og skeikar ekki brag- fimin: þegar margt vill móti ganga, mæða treinist flest. Til að stytta stundir langar stakan reynist best, kveður hún. En henni lætur líka vel að yrkja undir öðrum háttum. Jeg tek t. d. úr fyrsta ljóðinu: En hver hefir ýtt mjer út á gljána, á sem hvergi festi eg tána? Jeg hjelt að veðrið væri að skána og vægri seinni parturinn, því nógu þótti mjer þungbær hinn. Seint vill vora, seint vill hlána, svefninum verð jeg fegin. En býður þá nokkuð betra hinumegin ? þetta er gott sýnishom af orð- bragðinu, sem er bæði ramm-alþýð- legt og kann að flytja tvær sögur í senn — þarna t. d. veðurlýsing og æfisögu. Inndælar eru vísur Ólínu til fer- skeytlunnar. Jeg má til að sýna þessar: þjáði þig aldrei ánauð neins útlends valds í leynum. þú hefur haldið ávalt éins íslands faldi hi*einum. ísaspöng af andans hyl íslands söngvar þýða. Kalt er öngvum komnum til kvæða Lönguhlíða þar er angan hátts og hljóm-s, hlíðin fang þjer breiðir. En upp að vanga blaðs og blóms brattar og strangar leiðir. þó sumum háum lítist lág leið þín ná þeir hvergi, en standa hjá er stiklarðu á stuðla háu bergi. Frágangur bókarinnar er hinn snotrasti. Framan á kápunni er mynd eftir Samúel Eggertsson af æskustöðvum systranna, í Flatey á Breiðafirði. Bókin fæst annað- hvort hjá frú Guðrúnu Erlingsson þingholtsstræti 33, Rvík, eða Ól- ínu Andrjesdóttur Bragagötu 28, Rvík og verður send gegn póst- kröfu til manna út um land og kostar 6 krónur, auk burðareyri (40 aurar). Mjer finst sjálfsagt, að syst- urnar fyrir þessi Ljóðmæli fái í viðurkenningarskyni veitingu af því fje, sem veitt er á fjárlögun- um til skálda og listamanna. Og rjeði jeg yfir ríkissjóðnum, þá skyldi jeg ekki hika við að veita þeim frænkunum þremur, frú Theódóru Thoroddsen og systrun- um, ríflegan lífeyri, svo að þær gætu það sem eftir er æfinnar gef- ið sig eingöngu við ritstörfum. Með þeim hætti auðgaðist þjóðin af fögrum ljóðum og sögum, og þjóðlegum fróðleik, sem þær frænkur allar eiga gnótt af. Svo mikil skuld er íslensku kvenþjóð- inni ógoldin fyrir það, sem hún hefir hlynt að helgum aringlæðum íslenskrar menningar, að slík fjár- veiting til þessara ágætu fulltrúa íslenskra kvenna á bókmentaþingi þjóðarinnar væri lágar rentur. 26. ágúst 1924 Guðm. Finnbogason. Heilbrigðismál. Frh. H. þeir menn útlendir, sem einna mest hafa látið til sín taka um þessi mál og vilja fá lögboðna kenslu í heilbrigðismálum í hverj- um skóla, benda sjerstaklega á þá nauðsyn, að hverjum einstaklingi verði það ljóst, að það er blátt áfram siðferðileg skylda hvers eins, að gera sitt til þess að við- halda heilsu sinni sjálfs sín vegna, ættmanna sinna og allra aðstand- enda, og eins vegna f j elagsheildar- innar, sveitarfjelagsins eða bæjar- fjelagsins og þjóðfjelagsins í heild sinni. Skaparinn hefir sem sje alls ekki ætlast til að vjer þiggjum líf- ið svo sem sjálfsagða gjöf, sem fara megi með hvemig sem hver vill, og það að ósekju. þetta er svo langt frá rjettri hugsun, eins og austrið er vestrinu. Að spilla heilsu sinni er blátt áfram synd- samlegt; þegar þetta er orðið al- ment viðurkent, og ef til vill þá fyrst, munu menn kunna að meta uppeldi ungmennanna að líkaman- um til eins og það er vert“ (Her- bert Spencer, um uppeldi barna og unglinga). Lífsskilyrði hverrar fjölskyldu, lífsskilyrði þeirra, sem oss eru nánastir, og lífsskilyrði eft- irkomendanna, byggit einmitt á þessu lögmáli, að hverjum einasta nanni ber að fara vel með heilsu sína og kynna sjer sem best það lögmál, sem náttúran hefir skap- að og skilorðsbundið fyrir vellíðan einstaklingsins. Alt í náttúrunni er eiginlega lögbundið; fari eitthvað aflaga, hefnir það sín á einhvern hátt. Líkama mannsins hefir oft verið líkt við vjel, og er vel til fundið. Bili einhver einstakur part- ur úr vjelinni eða sje ofboðið á ein- hvern hátt, þá kemur sú bilun fram í allri vjelinni: hún getur ekki unnið starf sitt eins og áður; sömu lögum lýtur líkami vor: sýkist eitt- hvert líffærið, verður líkaminn óstarfhæfur að meira eða minna leyti, þar til úr er bætt. Um þjóð- fjelagsheildina gegnir öllu hinu sama: sýkist einstaklingurinn, verður einhver að taka að sjer hans starf, en getur þó ekki bætt því á sig án þess að það komi niður á því verki, sem honum var áður ætlað. Einstaklings-heilbrigðin verður þannig að heilbrigði þjóðfjelags- ins, og að þessari þjóðfjelags- heilbrigði er hver einstaklingur skyldugur að vinna. þetta sjest best af dæmi: þegar farsóttir ganga, hlífa þær hvorki háum nje lágum, koma oftast jafnt í kon- ungshallir sem í kotungshreysi. Frægur þýskur heilbrigðisfræðing- ur, sem oft þótti orðheppinn, líkti þessari jörð okkar við stórt far- þegaskip, hlaðið fólki, á ferð milli landa; farist skipið í hafi, drukna jafnt þeir, sem eru á 1. farrými og eta 5 eða 6 rjetti matar til máltíð- ar og svala sjer á kampavíni á eft- ir, eins og hinir, sem eru á 3. far- rými við fátæklegan kost. Nei, það hefir, eins og áður var sagt, ekki skort hvatningarorð til þjóðanna um að taka sjer fram í öllum heilbrigðismálum, fara vel með heilsu sma o. s. frv. Margar hinar ágætustu ntgerðir um þessi efni hafa verið samdar með helstu menningarþjóðunum, og ýmist út- býtt alveg gefins meðal almenn- ings eða seldar með afarlágu verði. Með þessum brýningum hefir sjálfsagt eitthvað unnist á, en ekki hafa þær þótt einhlítar nje óðvirk- ar. Hafa því til árjettingar verið stofnuð ótal fjelög, bæði stærri og smærri, þessu máli til eflingar (sveitafjelög, sýslufjelög, lands- fjórðungafjelög og allsherjarfje- lög). Er þá ýmist, að slík fjelög hafi haft að viðfangsefni alla heil- brigði, alment, eða þá tekið fyrir einhverjar sjerstakar greinir í heilbrigðismálum, t. d. ungbarna- meðferð, eftirlit og umsjá með sængurkonum eða þvíl. Eitthvað hjálpar þetta alt saman, efalaust, og góðra gjalda verðar eru að sjálfsögðu allar slíkar tilraunir. En þetta hafa nú mestu menningar- þjóðir heimsins verið að reyna í sjálfsagt hálfa öld eða lengur, en eru ekki ánægðar með árangurinn. „Við verðum að gera eitthvað meira“, segja helstu uppeldisfræð- ingar þessara þjóða. — þeir hafa ekki sjeð annað ráð betra en að láta kenna heilsufræði í öllum skólum, eða sem flestum, þar sem því verður við komið, og helstu at- riðin í fræðunum um farsóttir, smitvegi og sóttvarnir. Flestir vilja bæta hjer við kenslu: „Hjálp í viðlögum“, eða „First aid“, sem Englendingar kalla (Nödhjælp á dönsku), og telja margir það alveg nauðsynlegt, og það í löndum, þar sem ekki er nándar nærri eins strjálbygt og hjer. þessi kensla í heilbrigðisfræðum og hjúkrunarfræði hefir nú farið fram í menningarlöndunum helstu, Englandi og þýskalandi, um meira en tug ára, en hefir ekki verið lög- boðin skyldunámsgrein, heldur að- eins kend í stærri barnaskólum, þar sem tök hafa verið á kensl- unni. Á Stóra-Bretlandi ráða skóla- nefndir að mestu hvort þær treyst- því, að andi drottins mundi vera söfnuðum landsins fremur nálæg- ur en ella. En það er ekki einungis safnað- arsöngurinn, sálmasöngurinn, sem þarf að vekja upp. það er einnig almennur kvæðasöngur, alþýðu- söngur í orðsins venjulegu merk- ingu. Við eigum fjölda af fögrum ættjarðarljóðum, sem þrungin eru af fögrum hugsunum, sem eiga erindi til hvers einasta manns. Og ástina til ættjarðarinnar þarf að vekja, sterka og innilega. Svo er söngurinn sjálfur (músík- in). Hann þarf að verða fólksins eign, meir en verið hefir, fagrir söngvar, sem gleðja hugann og glæða fegurðartilfinninguna. Um leið og söngurinn glæðist, vaknar margt göfugt og gott í mannssál- inni, sem síðan verður að ómetan- legri hjálp í lífinu sjálfu og ber ávöxt, jafnvel hundraðfaldan. Söngurinn er ein af veglegustu guðs gjöfum. Hversvegna ekki að gera fólkið alt hluttakandi í þeirri dýrmætu gjöf? Almennur safnað- arsöngur mundi ýta undir þetta. Hann mundi vekja virðingu fyrir músíkinni sjálfri og er oss flestum ljóst, hver menningaráhrif hún ætti að geta haft og siðbætandi, og siðfágandi áhrif um leið. Enn vil jeg benda á eitt. Vendist fólkið á að hafa með sjer bækur í kirkju og syngja þar bæði sálmana og safnaðarsvörin, mundi mega hætta að kvarta yfir því, að kirkj- urnar stæðu tómar á þeim tímum, er messa er boðuð. Kirkjurnar yrðu blátt áfram kærustu húsin um land alt. Og það á takmarkið að verða, samanber orðin: Mitt hús er bænahús. Drag skó þína af fót- um þjer, því sá staður, sem þú stendur á, er heilög jörð. þá mundi hætt að ámæla prest- unum fyrir áhugaleysi og kirkj- unni fyrir áhrifaleysi, eins og ein- att hefir hvorttveggja mátt heyra. En um leið og kirkjurnar stæðu ekki lengur tómar, heldur þjett- skipað þar á bekki eftir ástæðum, mundi ótal margt breytast stór- kostlega til batnaðar. Stjettarígur, þessi ólyfjan í þjóðfjelaginu, mundi hverfa, óvildin meðal fólks minka, samvinnan mundi ganga greiðara, atvinnuvegirnir mundu blessast og blómgast betur, fólkið mundi alment verða ánægðara með sín kjör, af þeirri einföldu megin- ástæðu, að gefinn var betur gaum- ur að heilögu orði drottins og því fremur leyft að vinna sitt ómetan- lega, blessunarríka starf í hjörtum og lífi hinna einstöku manna. Kærleikshugann vantar nógu mikinn. þessvegna eru endalausir áfellisdómar. þessvegna er sundr- ungin í margskonar fjelagsskap, sem leiðir af sjer endalaus vand- ræði, þessvegna hugsunarleysið, sem einatt er ekki annað en kæru- leysi. þessvegna er margt og margt, sem bæði tefur fyrir og blátt áfram tálmar beint tíman- legum framförum og menningar- þroska. Safnaðarsöngurinn og einlæg rækt við heilagt orð drottins á að bæta þessi mein, og þó að jeg lifi það ekki, að þessar hugsjónir ræt- ist, þá get jeg fullvissað yður um það, að hjálpin kemur þó síðar eft- ir þessari einföldu leið. Og þá ör- uggu trú á jeg til guðs, að ein- hverjir góðir og hæfir menn vek- ist upp, sem betur og innilegar geti látið til sín heyra en jeg, til þess að tala þessu máli og blása lifandi anda áhugans í sálir allra presta landsins og síðan allra lands- manna. Og verði það nú ekki prest- ur, þá verður það fyrir víst einhver annar maður eða einhverjir aðnr. En svo gott tækifæri mega prest- amir ekki láta ganga sjer úr greip- um. það væri gáleysi. Jeg leyfi mjer nú enn á ný að skora á alla presta landsins að ’sinna þessu máli með lífi og sál. Jeg leyfi mjer að skora á þá að reyna að innræta hjá öðrum þann áhuga, sem þörf er á. Jeg get raunar sagt þeim, að þeir mega búast við því, að verða fyrir mörg- um vonbrigðum, þegar þeir jafn- vel þurfa að ganga eftir vinum sínum, en sigurinn mun þó hafast að lokum. þeir munu þurfa að taka á allri sinni þolinmæði, en verðum við ekki ávalt að taka á þolinmæðinni, ef við viljum koma einhverju góðu til leiðar? I þessu sambandi langar mig að minna ykkur á það, á hvern hátt kanverska konan fjekk bæn- heyrslu. það var með þessu þrennu: bæn, bið og baráttu. Bæninni verðum við að beita bæði við guð og menn. Við eigum aldrei að telja okkur ofgóða til þess að lítillækka okkur sjálfa, svo við getum hafið aðra hærra. Eftir biðina, biðina í baráttu, í þolin- mæði og þrautsegju, kemur að lokum bænheyrslan og hún kemur smámsaman. Og hún er viss að lokum. En mikið er í aðra hönd. Meiri virðing almennings og elska hans til drottins sjálfs, meiri lifandi áhugi sjálfs sín fyrir málefni hans og án alls efa þökk og vinátta margra góðra manna. Og hverjum presti ætti ekki hvað síst að vera fengur í, að ávinna sjer elsku safn- aðar síns; með því móti getur hann fremur vænst að vinna drottins málefni gagn. Jeg bið ykkur nú að taka þann ásetning að vinna fyrir þetta nauð- synjamál, sem vera má, að sje mesta stórmálið með vorri þjóð. það er skilyrði þess, að önnur merkileg mál nái fram að ganga. Hjer eiga prestar landsins að vera forgöngumenn, eins og þeir einatt hafa verið landi voru til viðreisnar. Jeg þakka fyrirfram öllum þeim, sem vilja sinna þessu máli og fullvissa þá um, að þess mun þá aldrei iðra. Verum því samtaka, kærir vinir og bræður, og notum einfalt ráð til þess að blása lífsanda elskunn- ar og trúarinnar í líf og hjörtu safnaða vorra, í líf ástvina vorra og bestu vina vorra fyrir utan vort eiginlega ástvinasvið. Lifum og iðjum í þeirri trú, að hann sem við höfum lofað að helga starfið, blessi oss í því og með þeirri von, að einhverja höfum vjer leitt til hans og inn til ljóss- ins og lífsins, þessa heims og ann- ars. Treystum því, að þó við sáum í veikleika, sje hans mátturinn og dýrðin að eilífu. Treystum því, að hann gefi ávöxtinn, sem er lífið í nafni hans, bæði þessa heims og annars. -----o----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.