Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 09.09.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 09.09.1924, Blaðsíða 1
[nnheimta og afgreiðsla í Þingholtsstræti 17 Siini 178. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gísiasou Þingholtsstræti 17. XIX. ár. Umvíðaveröld. Frá Kínverjum. I síðustu símfregnum er frá því sagt, að borgarastyrjöld sje hafin í Shanghai í Kína. Sen hershöfð- ingi sækir að borginni með um 40 þús. hermenn og Fou hershöfðingi stjórnar vörninni í borginni, en hún hefir verið lýst í hernaðar- ástandi og járnbrautarsamgöngur við hana slitnað. Bretar, Frakkar, Bandaríkjamenn og Japanar hafa sent herskip austur þangað, til að gæta hagsmuna þegna sinna, sem þar búa. Útlitið er sagt mjög al- varlegt, en annars eru fregnirnar ógreinilegar, eins og oft vill verða þarna austan að. En óeirðir eins og þessar eru þar alltíðar og eru sumpart aðeins af persónulegri valdastreitu nokkurra einstak- linga, en sumpart afleiðingar og áframbald af gömlum deilum og ríg, sem lengi hefir staðið í land- inu í sambandi við þau umbrot í menningu þjóðarinnar, sem verið hafa á síðustu mannsöldrunum, einkum út af afstöðunni til út- landa. En Kína, eða Tshung-kwó-mið- ríkið, eins og Kínv. kala það sjálf- ir, er eitthvert allra elsta menn- ingarríki veraldarinnar og hafði lifað einangrað öldum saman. Á síðustu tímum hafa þó erlend áhrif meira og meira farið að gera vart við sig, og valdið ýmsum deilum, því þjóðin er mjög íhalds- söm, en útlendingar oft hinsvegar komið þar illa fram. Eru alkunnar úr þeim viðskiftum Tai-ping- óeirðirnar um miðja síðastliðna öld. En fvrir þeim stóð einskonar þjóðræknis-trúarflokkur, undir forustu kennarans Hung-Hsiu- Tsuen, spm kallaði sig Tien-wang Tai-Ping, eða hinn himneska kon- ung hins mikla friðar. Rjeð þessi flokkur um tíma lögum og lofum í Suðurkína. En Evrópustórveldin, sem áttu hagsmuna að gæta, voru því sárgröm, að þessar innanlands- óeirðir ættu sjer stað, bæði af því, að það var hættulegt hagsmunum sjálfra þeirra og af því að þau vissu aldrei hvert þau áttu að snúa sjer með samninga og aðrar umleitanir við Kínverja, þegar stjórnirnar voru hingað og þang- að og enginn vissi hver eiginlega rjeð í landinu. þau komu sjer því saman um það að reyna að jafna þennan leik og útvega jafnframt sjálfum sjer bætta aðstöðu og fóru með her á hendur Kínverjum og höfðu betur. Við friðargerðina í Tientsin 1858 fengu Evrópuríkin svo rjett til þess að hafa sendi- herra í Peking og ýmsar ívilnanir fyrir Evrópumenn. þessu fjekst þó ekki framgengt fyr en 1861, því Kínverjar hófu nýjan ófrið árið eftir og var þá sendur nýr herafli austur til að kúga þá og nýr frið- ur saminn í Peking 1860. Og um sama leyti tókst að vinna að fullu sigur á Taipingum, með aðstoð Evrópumannanna. Aldrei hefir þó verið kyrt í Kína síðan og er borgarastyrjöld- in, sem nú er sagt frá, aðeins einn liður í marga alda byltingu, hvað sem úr henni verður. Aðalmaður- inn í stjórn Kínverja um þessar mundir og fram undir aldamótin var Kung prins. Hann reyndi að beita sjer fyrir friði við útlöndin en ýmsum framförum og fram- kvæmdum inn á við, í Evrópu- anda, enda fjekk hann fjölda ev- rópu- og Ameríkumanna í lið með Reykjavík, þriðjudaginn 9. sept. 1924. 50. tbl. I sjerr þannig var byrjað að leggja | ritsíma og talsíma um og eftir ! 1870 (það gerði m. a. stóra nor- : ræna fjelagið, sem hjer starfaði I líka), verkfræðingaskóli var stofn- aður o. fl. Seinna hófust gufu- skipaferðir víða, en járnbrautir | áttu erfiðast uppdráttar. Um og eftir aldamótin var Li-Hung- Tsjang einn aðalmaður þeirrar stefnu, sem viidi beita sjer fyrir því, að Kínverjar lærðu þannig og hagnýttu sjer sem flest atriði úr framförunum, einkum í verklegri menningu vesturlanda, til þess að geta á þann hátt staðið nokkurn- veginn jafnfætis útlendingunum og fremur varist með þeirra eigin vopnum, þeim árásum á andlegt líf sitt, sem þeim þóttu hættulegast- ar. þessi Evrópuhreyfing kom fram í ýmsum myndum, og einna skýrast í fjelaginu Tsjang-hsu- kui. En það náði miklum ítökum einkum um 1890, undir forustu Kang-ju-wei, af því að keisarinn sem þá var gerðist því hliðhollur. þetta fór þó út um þúfur að mestu leyti, og varð það eins og oftar reiptog milli suður- og norður- landsins, sem átti sinn þátt í því. Fylgismenn Kang þóttu of Evrópu- sinnaðir og voru margir drepnir, en í þeirra stað náðu fylgismenn Li-Hung-Tsjang aftur völdunum og vildu halda breytingunni áfram en hægar og á þjóðræknari grund- velli, eins og fyr. Myndaðist þá jafnframt ennþá íhaldssamari þjóðræknisflokkur, I-ho-tuan, eða þ j óðræknisfj elag s j álf boðanna. Eignaðist hann m. a. allmikil ítök við hirðina. Af þessum fjelagsskap risu um aldamótin óeirðirnar, sem kunnar eru undir nafninu „box- arauppreisnin“. En hún gerði mest vart við sig í Shantung og átti þá að útrýma öllu útlendu úr Kína. þessi hreifing var þá bæld niður með hervaldi frá Evrópu og Kínverjar kúgaðir til að ganga að rnjög hörðum friðarkostum 1901 og greiða gífurlegar skaðabætur. Um þessar mundir dó Li-hung Tsjang, en stjórnarstefnu hans var á næstu árum haldið áfram í aðalatriðunum af Juan-shi-kai að- allega og einnig af Tsjing prins í Peking. Jafnframt því sem ýms- um verklegum framkvæmdum í evrópu-anda var haldið áfram, var mentamálaskipulagi landsins breytt frá rótum og ýmsri borg- aralegri löggjöf, einkum hegning- arlögunum. En megináhersluna var nú líka farið að féggja á end- urbætur hersins, og honum kom- ið í öflugt Evrópusnið, með aðstoð Evrópumanna og Japana. Styrkti sigur Japana á Rússum Kínverja mjög í því starfi. Einnig var farið að hugsa fyrir breytingu á stjórn- skipulaginu sjálfu og 1909 settist á rökstóla fyrsta kínverska ráð- gjafarþingið og stóðu þar síðan lengi harðar deilur um þingræðið. Stóð lengi í ýmsu þófi um öll þessi mál, uns úr því varð bylting árið 1911. En aðalforvígismaður henn- ar var Sun-jat-sen; fyrrum fylgis- maður og lærisveinn Kang þess, sem fyr er nefndur. Til þess að bæla niður þessa uppreisn ætlaði keisaraflokkurinn að fá Juan-shi- kai í lið með sjer, en Sun-jat-sen hafði þá myndað sína eigin stjórn í Nankin, látið kjósa til þings og lýst því yfir, að Kína væri lýðveldi, en hann varð forseti þess. þóttist Juan þá sjá að ekki yrði í kringum lýðveldið komist og varð það að samkomulagi, að hann skyldi rtyðja Sen við afnám keisara- veldisins gegn því að verða sjálf- ur lýðveldisforseti fyrir alt landið og sitja í Peking, en stjórna eftir Nankinskipulaginu. En Sen fjekk annað embætti, sem járnbrauta- umsjónarmaður. 1913 kom svo hið fyrsta lýðveldisþing saman. Á þinginu urðu allsnarpar deilur milli hinna gömlu ílokka og lauk þeim með því, að Juan fjekk eins- | konar einræði. En lýðveldinu var haldið að forminu til þangað til 1915, að Juan gerðist keisari, en ! dó skömmu seinna. Hófust þá ný- jar deilur og var tekið upp aftur lýðveldi í Suðurríkjunum og Li- juan-hung kosinn forseti. En deil- unum hjelt áfram og jafnframt var unnið að keisarastjórninni líka, en eftir nokkrar byltingar var aftur kosinn nýr forseti, Feng- kuo-Tsjang, en uppreisn sem gerð var í Suðurríkjunum af mönnum Sun-jat-sen varð árangurslaus. Stóð í þessu þófi þegar ófriðurinn hófst og Kínverjar drógust inn í hann á móti þjóðverjum. Hjelt innanlandsóeirðunum þó áfram jafnframt og heldur áfram ennþá, eins og fregnin um síðustu borg- arastyrjöldina, sem nú stendur yf- ir, bendir á. Aðalmennirnir í stjórnmálalífi Kínverja á þessum árum voru Tuan-tsji-jui, forsætis- ráðherra og Hsu-sji-Tsjang, sem varð forseti 1918. — En nú, eins og oft áður, eru líkindi til þess, að það verði útlendingar, sem skakki leikinn, ef mikið verður úr bylting- unni, því, eins og fyr segir, hafa mörg stórveldin sent herskip aust- ur. En annars er ómögulegt að segja hvernig úr rætist þarna aust urfrá, en mjög fróðlegt að reyna að fylgjast með því, því hjer er um að ræða merkilegt tímamóta- rumsk einhverrar stærstu og elstu menningarþjóðar heimsins, sem enginn veit hverju ráðið getur í veröldinni þegar hún kemst á rjettan kjöl. Fundurinn I Gení'. Eins og frá var sagt í síðasta blaði, var þá nýbyrjaður þjóða- bandalagsfundurinn í Genf í Sviss. Umræðurnar eru nú hafnar fyrir alvöru og eru það einkum tvær ræður, þeirra Mac Donald og Her- riot, sem dregið hafa að sjer mikla athygli manna. Var einkum Her- riot tekið með miklum virktum, er hann kom til Genf í vikunni sem leið og tóku þúsundir manna á móti honum og hrópuðu: „Lifi friður inn, lifi Herriot“. Mac Donald lagði í sinni ræðu megináhersluna á það, að gerðardómar væru hin eina trygging friðarins og bæri því að þeim að stefna, en afnema þann sið að ríkin gerðu með sjer her- málasamninga til öryggis útávið. Vildi hann láta halda almennan al- þjóðafund um þessi mál og um af- vopnunarfrumvarp Bandaríkja- stjórnarinnar. Hann kvaðst einnig vona það, að Ameríkumenn gengju bráðlega í bandalagið. Sömuleiðis sagði hann að ekki yrði hjá því komist að taka þjóðverja inn í | það, enda væri slíkt bein afleiðing >. Lundúnafundarins, og „í samræmi við hinn nýja friðaranda álfunn- ar“. Óbeinlínis sagði hann einnig það sama um Rússland. þá rtlá og geta þess, að hann mintist einnig á afvopnunarfrumvarp dönsku stjórnarinnar og taldi svo, að það gæti orðið öðrum þjóðum góð fyr- irmynd. þessari ræðu Mac Donald hefir þó verið fálega tekið í Frakklandi. Einkum gremst frönsku blöðunum það, að hann skuli hafa talað um 1 upptöku þjóðterja í bandalagið, þar sem engin ósk hafi ennþá um | þetta komið frá sjálfum þeim. í Ensku blöðin hafa einnig ýmislegt ! útá ræðuna að setja, segja gerða- : dómshugmynd forsætisráðherrans I annarsvegar óákveðna og hinsveg- ar erfiða til framkvæmda. S. 1. föstudag flutti svo Herriot aðra ræðu. Hafði hann áður sagt frá því í blaðaviðtölum, að Frakk- ar hefðu einlægan vilja á eflingu friðarins og afvopnun, en hinsveg- ar yrðu þeir að krefjast trygging- ar fyrir því, að ekki yrði á þá ráð- ist. 1 ræðu sinni lagði hann einnig áherslu á þetta, en sagðist vera fylgjandi hugmyndinni um gerða- dóma, en jafnframt þessu þyrfti þó að vera til vald, sem fram- kvæmt gæti dóma þess, ef einhver vildi þverskallast. Hann kvað það á engan hátt sinn vilja, að láta þröngva kosti þýsku þjóðarinnar í heid sinni, en þá -herskaparstefnu sem ráðið hefði þar, hefði orðið að eyðileggja og einnig yrði að sjá fyrir því í framtíðinni, að hún gæti engan usla gert. SuginSijðrn Biðran ski á sjötugsafmæli í dag, og til minn- ingar um það hafa komið út Ljóð- mæli eftir hann (240 bls.) og er það önnur kvæðabókin, sem hann sendir frá sjer. Hin heitir Hilling- ar, og kom út fyrir nokkrum ár- um, en ekkert úr henni er tekið upp í þessa bók. Síðar verður þessara nýju ljóð- mæla nánar getið. En margt er þar vel kveðið, eins og í eldri ljóðabók Sveinbjarnar. Nú er höf. tekinn að lýjast, enda hefir hann unnið mikið um dagana, og ættu þessi Ljóðmæli hans að seljast svo, að útgáfan yrði honum ekki til þyngsla efnalega, heldur hitt, að honum yrði nú nokkur ljettir að því, hvernig hann hefir varið tómstundunum. Mynd og æfiágrip Sveinbjarnar er í ágústblaði óðins 1914. ----o----- Síldin. Frá Akureyri er símað 5. þ. m. (FB): Á síldveiðastöðvunum norðanlands eru komnar á land í sumar um 103.000 tunnur af síld, sem söltuð hefir verið, þar af 9000 tunnur af kryddsíld. 1 bræðslu hafa verið tekin 70.000 mál. Á sama tíma í fyrra hafði aflast um 200.000 tunnur og um 100.00 mál í bræðslu. — Flest skip hætta snurpinótaveiðinni upp úr þessari helgi, ef sama aflaleysið verður | áfram eins og verið hefir síðustu : daga. — Undanfarna daga hefir ! verið ágætis heyþurkur hjer um slóðir. Færeyingar við Austurland. — Blaðið Hænir á Seyðisfirði gerir nýlega að umtalsefni ýfirgang fær- eyskra fiskimanna við Austurland, sauðfjárrán og fugladráp í egg- verum. Hefir mál þetta einnig ver- ið rætt í færeyska blaðinu Tinga- krossur og Joannes Patursson i Kirkjubæ veitt löndurn sínum harðar ákúrur þar í blaðinu fyrir framferði þeirra og bent þeim á, að það geti orðið til þess að sjer- rjettindi þeirra hjer við land verði af þeim tekin. Frá lögjafnaðarnefndinni. 1 til- kynningu frá danska sendiherran- um 6. þ. m. segir svo: Blöðin hafa J birt viðtal við meðlimi lögjafnað- | arnefndarinnar, sem nú eru komn- j ir til Danmerkur. Gera þeir grein fyrir ýmsum almennum úrslitum nefndarfundanna í Reykjavík. Af íslendinga hálfu hafði komið fram ósk um, að nefndarmönnum yrði fjölgað, og var því tekið vel af Dönum; sendir nefndin nú stjórn- unum —og stjómirnar síðan þing unum — málaleitun um þetta, og má telja líklegt, að afleiðingin verði sú, að Framsóknarflokkurinn og danski íhaldsflokkurinn fái hvor sinn fulltrúa í nefndinni. Samkomulag náðist um gildi ís- lenskra prófa í Daíffnörku, á þeim grundvelli m. a., að láta íslenskt gagnfræðapróf gilda í Danmörku eins víða og hægt væri; ennfrem- ur var samþykt að kjósa nefnd til að rannsaka hvort skila bæri aft- ur úr dönskum söfnum ýmsum fornskjölum og bókum, einkanlega embættisbrjefum og skrifum frá 17. og 18. öld. Fiskifjelagið hefir skrifað nefnd inni erindi út af rannsóknum dr. Johs. Schmidt og bendir á hve þýðingarmiklar þær sjeu og að það mundi vekja mikla gleði á Is- landi ef áform dr. Schmidt um rannsóknir við Island annaðhvort ár kæmust í framkvæmd. í viðtali við „Nationaltidende" segir próf. Arup horfurnar á Is- landi mjög góðar. Alstaðar verði vart við góðan hug til Dana og skilning á nauðsyn samvinnunnar milli þjóðanna. Hjer við megi bæta, að sjá megi gleðilegar fram- farir í þjóðarhag íslendinga frá ári til árs, framfarir, sem m. a. hafi þau áhrif á gengi ísl. krónunnar, að hún fari síhækkandi og sje hærri en norsk króna. Sjerstaklega hafi þorskveiðarnar verið ágætar í ár, en síldveiðarnar gengið slak- lega, en yfirleitt hafi árið samt verið mjög hagstætt fjárhagslega. Dr. Kragh segir í viðtali við „Köbenhavn": Mjer, sem ekki hefi komið til íslands í mörg ár, finn- ast framfarirnar þar gleðilegur vottur um, að íslenska þjóðin sje í uppgangi. Alstaðar mættum við velvildarhug til Dana og samúðar- fullum skilningi á samvinnu þjóð- anna. það var ennfremur gleðilegt að sjá fjárhagslegar framfarir Is- lendinga, framfarir, sem stafa ekki minst af þorskveiðunum. Síldveið- arnar virðast hinsvegar hafa brugðist, en eigi að síður hefir ár- ið verið hagstætt það sem af er. Shanghai sokkinn. Bátur sá, sem hjer var á ferð í sumar með Ame- ríkumennina Wett og Jay Wells og Chapmann, Norðmanninn Ask- Brynildsen frá Bergen og Danann Bagerskov, sem fór á skipið hjer í Reykjavík, fórst seint í ágúst við Canso, sem er nes við sundið milli Cap Breton og Nova Scotia í Can- ada. Mennimir björguðust fyrir frábæran dugnað Norðmannsins, sem synti í land með línu og gat bjargað öllum förunautum sínum með því að draga þá til lands. Norrænn prestafundur stendur nú yfir í Lundi í Svíþjóð. Biskup- inn dr. Jón Helgason er þar aí íslands hálfu. Talaði hann þar fyrsta daginn og prjedikaði um kvöldið í dómkirkjunni. Páll Isólfsson fer hjeðan í haust til útlanda og ætlar að dvelja er- lendis fyrst um sinn. Væntanlega er hann ekki alfarinn hjeðan, því margur mundi sakna hans, ef svo væri, og er það leitt, að jafn fæ^ Tnaður í sinni ment skuli ekki geta þrifist hjer. Kristján Blöndal póstafgreiðslu- maður á Sauðárkróki hefur verið settur sýslumaður í Skagafjarðar- sýslu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.