Lögrétta - 09.09.1924, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTA
á gerfifœðu (en svo er kölluð öll fæða
önnur en brjóstamjólkin).
4. Næring ungbarna (frh.). Matar-
hæfi barna til 2 óra aldurs og þaðan
af ófram. Barnamjöl og þessháttar
gerfifæða, samsetning hennar og nær-
ingargildi. Hverskonar næringu beri
að forðast. Meltingarólag og orsakir
þess. Hættan af notkun allra deyfandi
lyfja við böm.
5. Almenn hjúkrun og hirðing.
Svefn. Hættan á að mæður kæfi börn
óvait. ef þau so'fft hjó þeim (leggist of-
an ó þau óviljandi). Rúm barnsins
(lýsing á hvernig það ó að vera).
Sýnt hvernig barn er tekið upp o?
hvemig það er borið. Hryggskekkja.
Hreyfing nauðsynleg börnum (spark,
sprikl). Barni kent að ganga. Hreint
loft. Sólskin. Hiti.
6. Almenn hjúkrun og hirðing (frh.).
Hver eru einkenni þess, að barn sje
heilbrigt. Vöxtur ungbarna og öll
framför. Sjúkdómseinkenni. Vanskapn
aður ýmiskonar. — Beinkröm (helstu
orsakir og lýsing). Hvenær ó að sækjá
lækni? Hættan við skottulækningar.
Framh.
Gamall læknir.
Brjefkafli úr Strandasýslu.
Fyrst er þá að minnast á veðr-
áttuna. Síðastliðinn vetur var
einn gjafafrekasti, sem komið hef-
ir í íslausum árum, um miðbik
sýslunnar. þar sem útheysskapur
var með rýrasta móti í fyrra sum-
ar, þá gáfust hey upp að mestu.
Hjálpaði best að margir áttu fyrn-
ingar frá hinum góða vetri í
fyrra. Skepnur gengu vel undan og
lambahöld hvarvetna góð. Menn
minnast ekki þeirra erfiðleika, sem
alt vetrarfar bakar, þegar hægt er
að sleppa skepnum í góðu ásig-
komulagi út á vorgróðurinn, þó oft
verði sú raun löng og torsótt.
Ásetningur er líka farinn að verða
svo góður, að víðast hjer hafa
menn lítið af fóðurskorti að segja,
og horfellir þekkist ekki; er þar
með stigið stórt og happadrjúgt
spor á braut landbúnaðarins. Vant-
ar bara að auka ræktaða landið,
svo hægt væri að afla fóðursins
með minni erfiðleikum.
Svo mátti heita, að aldrei kæmi
regnskúr alt vorið, sífeldir þurkar
og kuldar. Tún því mikið kalin og
töðufengur manna því með allra
minsta móti, gengur næst sumr-
inu 1918. Útengi nú farið að
spretta, svo nálgast mun meðallag.
Með slættinum, sem alment byrj-
aði kringum 20. júlí, brá til vot-
viðra, svo töður náðust ekki al-
gerlega fyr en undir miðjan ágúst.
En frátafasamt við útengjahey-
skap meðan töður nást ekki, því
víðast er langt til slægna. Veltur
nú mikið á, hversu hagstæð verður
veðrátta það sem eftir er sláttar.
Fiskiafli hefir verið allgóður á
Steingrímsfirði og Gjögri, en til-
finnanlegur beituskortur, því síld
hefir ekki veiðst, þar til nú fyrir
stuttu, að farið er að verða vart
við hana.
Ekki ber á að neinn sje farinn
að sækja um Staðarprestakall í
Steingrímsfirði; er nú af sem áð-
ur var, þegar það var eitt með
bestu brauðum landsins talið, og
þar sátu prestar og prófastar hver
fram af öðrum vel látnir og virt-
ir fyrir kennimensku sína, klerk-
dóm og skörungsskap. Hvað sem
líður launakjörum og erfiðleikum
til yfirferðar um sóknirnar, þá er
jörðin Staður ein hin allra besta
til landbúskapar, sem hjer gerist
og liggur mitt í veðursælustu
sveitinni, sem hjer gerist norður
um. þeir ráðast ekki í það kandídat
arnir nú, að taka prestssetrin til
ábúðar. Mönnum verður á að
spyrja: Hvað verður af öllum guð-
fræðingunum, sem útskrifast ?
Fjöldi prestakalla standa óveitt.
Eru þeir allir að sjá fyrir sálar-
heill Reykvíkinga? Eða taka þeir
fyrir aðrar stöður eða sýslanir?
Til hvers læra þeir þá? þegar þeir
ganga út á þessa braut, ætti það
að vera þeim ljóst, að tæpast geti
þeir allir rækt guðfræðisstarfið í
Reykjavík og öðrum kaupstöðum
landsins.
Kynlegt þykir sumum með þann
drátt, sem verður á um veitingu
Hólmavíkurlæknishjeraðs.það sýn-
ist eins og þeim háu veitingarvöld-
um sje á fleiri sviðum gjamt til að
hafa „setta menn“ í embætti og
sýslanir. þarna sýndist þess þó
ekki þörf, þar sem auglýstir eru
umsækjendur um hjeraðið. En til
hvers er þá verið að draga veiting-
una? Gott þykir mörgum til þess
að vita, að Kristmundur læknir
Guðjónsson er einn meðal um-
sækjenda um hjeraðið, því hann er
þar að góðu kunnur og hefir al-
ment traust manna, sem heppinn
læknir, enda er hans mikið vitjað
úr Hólmavíkurhjeraði, þaðan, sem
hægt er að ná til hans. það er því
von margra, að þegar hjeraðið
verður veitt, þá muni það verða
Kristmundur læknir, sem verður
fyrir valinu.
Um pólitík er nú litið skrafað,
enda strjálir mannfundir, því fast
verður að sækja starfið til sjós og
lands um þennan tíma.
— o------
Advörun.
Að gefnu tilefni eru allir þeir, sem trygðir eru í lífsábyrgðarfje-
laginu „Danmarku hjer á landi, stranglega mintir á að senda öll ið-
gjöld í peningabrjefi beint til fjelagsins sjálfs, en hvorki aflienda nje
senda nokkrum hjer á staðnum peningana.
Þorvaldur Fálsson, læknir.
Aðalumboðsmaður lífsábyrgðarfjel. „Danmarku hjer á landi.
Tryggingarstarfsemi í Danmörku.
Politiken frá 9. ág. skýrir frá
því, að Borgbjerg ráðherra hafi í
undirbúningi lög um að ríkið taki
að sjer tryggingarstarfsemina í
Danmörku. Hann segir, að deila
megi um ríkisrekstur á ýmsum
sviðum, en á þessu sviði eigi hann
við. Tryggingarfjelögin, sem hing-
að til hafi verið rekin sem ein-
staklingafyrirtæki, hafi gert mikið
gagn, einkum að því leyti, að þau
hafi gert sjer svo mikið far um,
að koma inn í meðvitund almenn-
ings, hve tryggingar sjeu nauðsyn
legar. En að sínu áliti sje nú þessi
starfsemi komin í það horf, að
heppilegast sje, að ríkið taki hana
að sjer. Ýms vandræði hafi komið
fyrir á þessu sviði á síðari árum.
En aðalástæðan sje sú, að trygg-
ingarnar sjeu miklu dýrari en þær
þurfi að vera. Við samsteypu geti
mikið sparast til hagsmuna fyrir
almenning. Ekki er það ráðið enn,
hvort frumvarp stjórnarinnar
skuli fara í þá átt, að ríkið taki
einkarekstur á tryggingunum, eða
að einstaklingafjelögin starfi
áfram. þetta ætlar Borgbjerg ráð-
herra nefndum þeim að athuga,
sem fengið hafa málið til yfirveg-
unar. En hann segir, að það sje
alls ekki sín hugsun, að ríkið leggi
tryggingarfjelögin undir sig þegar
í stað og öll í einu, með eignar-
námi, heldur hitt, að fjelögin
hverfi smátt og smátt inn í ríkis-
trygginguna, ef það fyrirkomulag
verði valið, að fá ríkinu í hendur
einkarjett á tryggingarstarfsem-
inni. Og hann neitar því, að hugs-
un sín sje, að afla ríkissjóðnum
tekna á þennan hátt, en segir, að
takmark sitt sje eingöngu það, að
gera tryggingarnar ódýrari en þær
nú sjeu.
Blaðið flytur svo leiðandi grein
um málið 11. ágúst, felst að ýmsu
leyti á hugmyndina, en bendir á,
að varasamt sje að telja það fyrir-
fram víst, að ríkið geti rekið starf-
semina svo, að tryggingarnar verði
ódýrari eftir en áður, með því að
reynslan sje sú, að yfir höfuð sje
ríkisrekstur fyrirtækja dýrari en
rekstur einstakra manna.
----o-----
Landskjálftar hafa fundist all-
víða nú undanfarið. Frá Akureyri
er símað, að þar hafi fundist svo
snarpir kippir aðfaranótt 7. þ. m.,
m kl. 8, að fólk hafi víða vakn-
að. í Rvík fundust, kippir öðru
hvoru frá 4.—8. þ. m., en mjög
misjafnir, stundum svo snarpir, að
fólk hafði vaknað úr svefni og laus
ir munir í húsum hrikt allmikið til.
Veðurstofan hefir einnig fengið
skeyti um það, að landskjálfta hafi
orðið vart í Strassburg fimtud. 4.
þ. m., en þá varð einnig allsnarp-
ur kippur hjer. Telur forstöðumað-
ur veðurathugunarstofunnar upp-
tök þeirra hafa verið um 60—80
km. í útsuður af Reykjanesi, eða
skamt fyrir suðvestan Eldeyjar-
boða. Einna mest varð þessara
landskjálfta líka vart hjer suður
um Reykjanes, mest þó 4. þ. m.,
en einnig oft síðar. Slys hafa þó
ekki orðið, en til varúðar flutti
i fólk sumstaðar úr húsum sínum og
svaf í hlöðum. þegar kippirnir
voru mestir gat fólk sem á engj-
um var við vinnu, ekki fótað sig.
þennan sama dag opnaðist nýr
leirhver í melholti suður af Kleif-
arvatni. Segir sjera Brynjólfur í
Grindavík, að það sje stór hver,
um 5X6 faðmar og mestur og
ákafastur allra hveranna í Krísu-
vík, og gjósi leðjunni 3—4 faðma
í loft upp 3—4 hverja sekúndu.
Kvennaskólinn í Reykjavík hefir
nú sent út skýrslu um skólann
1923—24, en um nokkur undanfar-
in ár hefir skýrslan ekki verið gef-
in út. Á þessu ári var aldarafmæli
stofnanda skólans, frú þóru Mel-
sted, og er þess minst í skýrsl-
unni með greinum eftir forstöðu-
konu skólans, Ingibjörgu H.
Bjarnason og Bjarna Jónsson dóm-
kirkjuprest. þá er þar einnig grein
um 50 ára starfsemi skólans ;
(1874—1924) eftir I. H. B. (Um j
þetta má líka lesa nokkuð í óðni, j
síðasta hefti). Námsmeyjar skól- ;
ans hafa á þessum tíma verið um
Ríkharður Jónsson
myndhöggvari
Smiðjustíg 11
kennir teikningu og heimasmíðar
í vetur.
C*MUIIah f«s«hiMit • fMgiiter«4 t
Kaffisopinn inndæll er,
eykur fjör og skapið kætir;
langbest jafnan líkar mjer
Ludvig- David’s kaffibætir.
Mark Jóhanns Kr. Baldvinsson-
ar, Galtafelli í Hrunamannahreppi
er: sneiðrifað a. h., standfjöður
framan og sneiðrifað a. v., stand
fjöður framan.
2500 og þar að auki hafa um 360
stúlkur sótt hússtjórnarnámsskeið
skólans. Skólinn hefir á þessum ár-
um notið styrks af opinberu fje
sem nemur rúml. 289 þús. kr.
Fjenu hefir verið varið til rekst-
urs skólans, 1 námsstyrk o. sl.
Einnig eru greidd skólagjöld. Skól-
inn hefir nú á fjárlögum 24 þús.
kr. styrk, en forráðamenn han:;
vilja stefna að því, að hann verð;
gerður alveg að ríkisskóla. Skólinn
er, með núverandi skipulagi hans,
eiginlega þríþættur, segir í skýrsl-
unni, þannig að munnlegar náms-
greinir sjeu nálega jafnmiklar og
í alm. gagnfræðaskólum, en þar að
auki handavinna og hússtjórnar-
nám. Skólinn hefir heimavistir
fyrir 30 utanbæjarstúlkur.
Ríkharður Jónsson myndhöggrv-
ari ætlar í vetur að kenna teikn-
ingu og heimasmíðar og er það aug
lýst á öðrum stað í blaðinu.
ið 1307 eru þeir t. d. gerðir út til íslands,
Lárentíus Kálfsson og Björn Kórsbróðir, í
einskonar eftirlitsför, og viku þeir þá m.
a. frá embætti tveimur klerkum fyrir fá-
fræði. Annars var Lárentíus sjálfur hinn
mesti lærdómsmaður og hjelt uppi kenslu
í þingeyrarklaustri og setti síðan skóla á
Hólum, þegar hann var orðinn biskup, „ok
lét kenna latínu“ o. fl. (Bsk. Bmf. I. 850).
Fer þessu svo fram á ýmsa lund, að stund-
um er haldið uppi skólum og stundum
ekki, og var þó ástandið oft ekki á marga
fiska. Um það bil t. d. er Jón Arason var
að vaxa upp, er sagt svo, að „nullæ tunc
temporis hic erant Latinæ lingua scholæ“,
og ennfremur að mönnum hafi þá þótt
hver sá fullfær að taka allar vígslur og
gegna klerklegum embættum, er „skamm-
lítt kynni lestur og söng að tíðum, sem til
var sett“ (Bsk. Bmf. II. 424—5). Um og
eftir siðskifti er svo farið að reyna að
kippa í lag ýmsu í skólamálum landsins,
sjálfsagt fyrir áeggjan Gissurar biskups
Einarssonar, enda gerði hann og samherj-
ar hans margt fyrir upplýsingum lands-
ins (sbr. P. E. Ó. Menn og mentir II. 282
o. áfr.). þess var þá víst heldur ekki van-
þörf, „í fávitsku og lærdómsleysi hinna
lútersku", eins og sjera Jón í Hítardal
kemst að orði (Bsk. J. H. í. 4). En hvað
um það, — um þessar mundir er hinn allra
mildasti landsfaðir „kommenn wdi Í0j'
faringe ingenn almyndelige soholer att
were ther paa wortt Landt Island“ (F. J.
Hist. eccl. Isl. II. 312), og þessvegna er
skipað svo fyrir, að setja skuli skóla á
klaustrajörðunum. Og 1552 skipaði kon-
ungur Hvítfeld höfuðsmanni að setja skóla
á biskupsstólunum. Ekki varð þó eins mik-
ið úr þessu og sennilega hefir verið til-
ætlast. Gengur nú lengi í ýmsu þófi um
latínuskólana, uns boðið er með konungs-
brjefi 29. apríl 1785 að flytja skuli Skál-
holtsskóla til Reykjavíkur og gekk þó enn
í brösum. En 2. okt. 1802 kom annað kon-
ungsbrjef, að flytja einnig Hólaskóla suð-
ur og sameina báða skólana.
Á þessu stutta yfirliti má sjá það nokk-
uð, að þó oft hafi horft þunglega um þessi
mál, hefir þó viðleitni manna ávalt hneigst
á þá sveifina, að reyna að halda hjer uppi
mentastofnunum sem fyrst og fremst
væru þjóðlegar í áhiifum sínum, þó skipu-
lag þeirra í ýmsum greinum væri annars
í anda þeirrar almennu menningar, sem
þær voru sprotnar úr (klassiskir mál-
fræða- og guðfræðaskólar). Á þennan hátt
hafa þessar mentastofnanir, eða einstakir
menn frá þeim, orðið stór liður þeirrar
starfsemi, sem haldið hefir lifandi, vak-
andi og vonandi þjóðlegri ment og þjóð-
legri tilfinningu kynslóð fram af kynslóð
og stuðlað til þess, að þráður þeirra hefir
aldrei slitnað með öllu í róti sögunnar.
Eins verður þó að gæta enn um öll þessi
mál, og er áður að þv! vikið. Og það er
þetta, að jafnframt skólahaldi og fræða-
starfi í landinu sjálfu, var reynt að halda
opnu menningarsambandinu við umheim-
inn. Utanferðir íslendinga, til náms og
frama á svo að segja öllum öldum, eru al-
kunnar (sbr. um þetta víða í Landfræðis-
sögu þ. Th. og ritgerð B. Th. Melsted
í Safni V. um fornöldina, einnig Menn
og mentir um siðskiftatímann og Isl.
endurreisn um 18. og 19. öldina). Náms-
ferðir sínar fóru menn einkum til
þýskalands, Hollands, Frakklands og Bret-
lands eftir að kristni var hjer komin á.
þarf ekki annað en að drepa rjett á utan-
farir þeirra ísleifs og Gissurar feðga, Sæ-
mundar fróða til Parísar, Jóns helga eða
Halls Teitssonar. En um hann segir sagan,
að hann fór víða og mælti alstaðar þeirra
máli, sem hann væri allstaðar þar barn-
fæddur, sem þá kóm hann“ (Bsk. Bmf. I.
80). þá má aftur rjett minna á tvö rit,
sem snerta þessi efni, Leiðarvísi ok borga-
skipan Nikulásar ábóta Bergssonar d.
1159 og Flos peregrinationis Gissurar
Hallssonar d. 1206 (glötuð). En um hann
segir Sturlunga svo, að hann fór oft af
landi brott og var betur metinn í Róma
en nokkur íslenskur maður fyrr honum
af ment sinni og framkvæmd (Sturl.
ed. Rv. II. 22). — Smásaman fækkar
þó þessum utanferðum. Um siðskiftin fær-
ist þó aftur fjör í þær, og sækja menn
þá helst til þýskalands, eins og eðlilegt er,
og er þá tíðum sagt um siglda menn, að
þeir voru „vel forframaðir í þýsku“ eða því
um líkt. Höfðu þessi sambönd við um-
heiminn hið mesta gildi fyrir trúar- og
menningarsögu þjóðarinnar, og þarf þar
aðeins að minna á Gissur biskup, Odd Gott-
skálksson o. fl. Með einokunartímabilinu
fer ferðunum aftur fækkandi og eru þó
nokkrar til þýskalands, Hollands og Eng-
lands. En þegar á 17. öldina líður fara þó
flestir að sækja til Kaupmannahafnar. Há-
skólinn þar var líka um þær mundir í all-
miklu áliti og talsvert var að því unnið að
hæna íslendinga þangað. þá, sem á annað
borð fóru utan. Friðrik II. grundvallaði að
ýmsu leyti rjettindi eða forrjettindi ísl.
stúdenta þar, og hafa þau haldist til
skamms tíma (1918). Kristján IV. reyndi
einnig að hvetja menn til slíkra utan-
ferða. En það er þó einkum eftir að Garð-
ur (Regensen) er reistur 1624, að íslend-
ingar fara nærri því eingöngu að leita til
Hafnarháskóla. þessar utanferðir hafa þó
ekki verið ýkja almennar, svo að á 18. öld
t. d. mun ekki fullur þriðjungur stúdenta
hafa farið utan, þó aðeins sjeu taldir þeir,
sem úr skólunum útskrifuðust, en heima-
sveinar ekki. Á árunum frá 1611—99
koma einnig fyrir ein 25 ár svo, að eng-
inn Islendingur innritast við Hafnarhá-
skóla. En á tímabilinu frá 1611—1890
hefir verið talið svo (af dr. J. þ.), að farið
hafi til Hafnarháskóla 777 íslenskir stú-
dentar. Einstöku sinnum vii'ðast einnig
hafa verið gerðar tilraunir til þess að
hefta utanferðir íslendinga. Að minsta
kosti er til konungsbrjef frá 1573, sem lýs-
ir vanþóknun á slíku atferli og óskar
þess, „að landið mætti með framtíðinni af
sjálfs síns innbyggjurum og lærðum mönn-
um byrgt og forsorgað verða“.
Vþg.
Prentsmiðjan Acta.