Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.09.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 16.09.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Verðlækkun, / A þessum bókum er sðluverð lælckað, sem hjer segir: Áður Nú kr. a. kr. a. Ben. Gröndal: Dagrún.................. 1.50 0.75 Sveinbj. Björnsson: Hillingar (ljóðmæli) . . 2.00 1.00 Valur: Dagrúnir.......................2.00 1.00 do. Brot...............................' 2.00 1.00 Hulda: Syngi syngi svanir mínir .... 2.00 1.00 do. Tvær sögur....................... 4.00 3.00 do. Æskuástir........................ 2.50 2.00 Jónas Guðlaugsson: Sólrún og biðlar hennar 6.00 4.00 Theódór Friðriksson: Útlagar.......... 6.00 4.00 Sig. Heiðdal: Hrannaslóð.............. 7.00 5.00 Bókaverslun ArinbJ. Sveinbjarnarsonar. Garðar enn á ferð. í 19. tbl. ísafoldar 26. f. m. er ein ritsmíð enn eftir Garðar Gísla- son, er nefnist „Aflátssala Tím- ans“, sem auðsæilega er rituð í hefndarskyni til mín, fyrir að eg gerðist svo djarfur að skrifa um hestakaup hans síðastliðið ár. Er það góðra gjalda vert, að maður- inn treystist nú eigi lengur til að halda því fram sem áður, að þau hafi verið landsmönnum jafnholl sem önnur hestasala það ár, en segir nú, að mönnum komi ekkert við, „hvaða verð hann borgi fyrir það, sem hann kaupi“. þetta er góð framför hjá manninum, sem áður hafði gortað svo mjög af þessum hestakaupum sem öðru, og haldið fram, að þau hefðu verið jafngóð sem hjá öðrum. Af þeim ástæðum virtist mjer óviðeigandi, að enginn skrifaði gleggra um þau en orðið var. þá grein mína — sem honum hefir orðið svo flökurt af, að manni dettur í hug hestur illa haidinn af hrossasótt — getur hann því eingöngu kent sinni eigin uppþembu og slúðri í skrifum sín- um um þessi hrossakaup. það, sem hann segir, að hestaverðið hafi hækkað eftir að hann fór að kaupa, getúr ekki átt við útlenda markaðinn, heldur kaupin hjer innanlands, og að hann vegna sam- kepninnar varð að hækka verðið fram úr því, sem hann fyrst ætl- aði. Garðar vill gefa í skyn, að hestakaup sín í fyrra hafi ekki verið sem verst, af því jeg hafi selt sjer 7 hesta! það er satt, að jeg seldi þá, en hitt hvorttveggja ósatt, er hann segir, að jeg hafi fengið borgað það verð, sem jeg setti upp, og hitt, að jeg hafi „lýst ánægju yfir viðskiftunum“, eins og altaf er hið brosl^ga við- kvæði í skrifum hans. Að þeim 7 hestum, sem jeg seldi, voru 6 eig- endur, og fengu þeir a. m. k. 20 kr. hærra fyrir hvern hest, af því þeim var slegið saman til sölunnar, og fyrst hestarnir áttu að seljast, þótti mjer vel sem varð, að verð þeirra hækkaði lítið eitt. En með því nú að viðurkenna þetta, sem orsakað hefir 140 króna lækkun á gróða Garðars af hestakaupun- um, á jeg á hættu, að íþyngja enn meir skapi hans en orðið var, sem þó ekki sýnist vera á bætandi, því líkast er, að maðurinn hafi verið viti sínu fjær fyrir reiði sakir, er hann skrifaði andmælagrein sína. þar er eiginlega engu andmælt og ekkert hrakið af því, sem jeg hafði skrifað, og ekki er birt nafn hún- vetnska bóndans, sem átti að hafa skorað á Garðar að kaupa hjer aftur hesta síðastliðinn vetur. þetta gæti orsakað að menn hjeldu hann aldrei hafa verið til, nema heima fyrir hjá Garðari og í skrif- um þaðan! Nú vill Garðar sem fæst um málefnið tala, en leggur alla áherslú á, að segja sem ílest til að ofsækja mig og ófrægja. pað á að vera hefndin íyrir, að jeg gerðist svo djarfur að skrifa um það, hvernig hann fór með landsmenn við hestakaup sín í fyrra, sem hann síðan hefir lagt svo mikið kapp á, að villa mönnum sýn um. Hefði einhver mætur maður sagt um mig lítinn hluta af rógi Garð- ars, mundi jeg hafa tekið mjer það nær, en slíkar reiðiþrumur úr jafn ómerkri átt. pótt Garðar í þessum hrossasóttarflogum sínum segi það undantekningarlaust fyrir munn íslensku kaupmannastjettarinnar, að henni hafi eigi þótt sómi að mjer, er það í fyrsta lagi auðsætt, að hún hefir hvorki gefið honum heimild nje umboð til slíkrar yfir- lýsingar, svo hana gefur hann í heimildarleysi, og vitna jeg í því falli til íslensku kaupmannanna, sem ekki mundu undirskrifa róg- burð hans. I reiði sinni hefir hann hjer sjálfur auglýst það, sem hann vafalaust annars mun dylja, að hann sje óvandur að heimildum. En í öðru lagi verð jeg að segja eins og er, að jeg mundi ekki hafa kosið að Garðari þætti sómi að mjer í kaupmannsstöðu, því slík- ur sem hann vildi jeg ekki vera, og mundi þá hafa brugðist þeim ásetningi er jeg hafði, þegar jeg fyrir 22 árum byrjaði verslun, að láta fremur gott en ilt af því leiða fyrir almenning. Og í þriðja lagi get jeg fullyrt, að jeg hefi aldrei fremur tilheyrt verslunarstjett- inni en bændastj ettinni, og mundi heldur eigi hafa kosið það, því framleiðslu tel jeg sómasamlegri en misjafnt verslunarbrask. þjóðinni tel jeg því meiri „sóma“ að mönnum, sem þeir vinna henni meira gagn og minna ógagn, og þykist jeg að þessu leyti standa Garðari langt framar. Við erum báðir af fátæku bændafólki komn- ir, en síðan jeg varð verkfær, hefi jeg unnið landbúnaðinum og auk- ið framleiðslu hans a. m. k. á við hvern meðalbónda. Með verslun minni orsakaði jeg á sínum tíma mjög lækkandi verð á útlendri vöru á viðkomandi verslunarstað, og innlendar afurðir hefi jeg ætíð keypt með sama almenna gang- verði, sem aðrir, en ekki lagt mig eftir að svíkja þær út neðan við sannvirði. Mjer mundi ekki hafa þótt „sómi“ að því, að slá frá mjer landbúnaðarframleiðslu, en leggja æfistarf mitt í, að rýra tekjur hennar hjá öðrum, með of sjer- j drægri eða vitlausri verslun, og : slika menn tel jeg hvorki þjóðinni j nje verslunarstjettinni til sóma. Eftir að Garðar, sællar minning- ar, notaðist ekki lengur sem búð- arloka á Blönduósi, auglýsti hann sig sem umboðsmaður fyrir fslend- inga, og settist að í Leith. Ekki stóð sú umboðsmenska lengi með innkaup á útlendum vörum, enda er hún ætíð bundin við, að kaup- endur fái vöruna með rjettu verði, en umboðsmaðurinn einungis sín umsamin umboðslaun. En slík um- boðslaun nægðu ekki þessum manni, og mun hann hafa verið fyrsti maður erlendis, sem seldi hingað vöru í stórsölu, eða lagði á hana fyrir kostnaði, sem enginn gat sjeð hver talinn var. pessa að- ferð hafa fleiri tekið upp síðan, sem teijast verður afturför í ís- lenskri verslun. það verður og að játa, að versluninni og framleiðslu vorri er það mikil skaðsemi, þegar menn, sem ekki eru þess umkomn- ir, eru að trana sjer fram til sölu eða uppkaupa af íslenskum af- urðum. það sem tapast af verði vörunnar við þetta, er framleið- endum jafn skaði, hvort heldur hann orsakast af eigingirni milli- liðsins eða hinu, að hann sje ekki því verki vaxinn, að koma vörunni í hæfilegt verð; en auðvitað verð- ur skaðinn því meiri, sem slíkur kaupskapur er yfirgripsmeiri. þegar til alvörunnar kemur, mundi betra, að Garðar hefði ver- ið minna við verslun riðinn, því aldrei veit j eg þess dæmi, að neinn hafi „lýst ánægju yfir viðskiftum" við hann, þótt hann japli altaf þau orð í skrifum sínum; eða hvað segja annars þeir Jón Hansson og aðrir viðskiftavinir Garðars? Mjer er minnisstætt, hve Garð- ar forðum „falaði smjör“ rjóma- búanna ákaft, og hvernig það svo gekk. Mörgum verður lengi í minni hrossaverslunin í fyrra og gæru- kaupanna sælu munu margir kaup- menn minnast. Hann hefir í grein sinni gefið tilefni til, að þau sjeu gerð að umtalsefni, því þar sem nann segist hafa orðið að lögsækja mig íyrir „svik og pretti“, á hann við gærukaup sín hjer á stríðsár- unum, þegar hann beitti oss kaup- menn sömu „sóma“-brögðum, sem hestaeigendur í fyrra, að narra út vöruna fyrir nokkurn hluta af sannvirði hennar, áður hækkandi verð varð kunnugt. þá voru það gærurnar, en nú hrossin, sem sama gróða-aðferðin var brúkuð við. Og í'yrst maðurinn í opinberri blaða- grein hefir í hefndarskyni við mig farið að minnast á gærukaupin og það, sem af þeim leiddi, get jeg mjög gjarnan unt honum af því verðugs „sóma“. Enn munu öll skjöl gærumálsins óglötuð, svo hægt er að láta þau koma fyrir sjónir almennings, og það uggir mig, að verslunarstjettinni yrði ekki meiri sómi að málstað Garð- ars, en að mínum málsstað, enda þótt hæstirjettur hafi dæmt hon- um skaðabætur. Hjeraðsdómur dæmdi honum þær ekki og þar tapaði hann málinu, þótt hann síð- ar inni það, með aðstoð sjerstakr- ar málafylgju. Annars voru það á þeim tíma ýmsir fleiri kaupmenn en jeg, sem Garðar áleit sig þurfa að lögsækja fyrir „svik og pretti“ við þessi frægu gærukaup sín, og hjer norð- ur sendi hann. t. d. lögfræðing, sem átti erindi til fleiri kaupmanna á Blönduósi og Sauðárkróki, og svo getur hafa verið víðar um landið, þótt ekki risu alstaðar mál út af. Sættir komust víða á þessi mál, og eru líkindi til, að Garðari hafi við þær hlotnast ýmsir eiguiegir munir. T. d. minnist jeg þess, að hjá einum mótparti sínum fjekk hann ofurlítið af fyrntum kinda- görnum, sem þá voru ekki seljan- legar og höfðu því heimafyrir náð háum aldri. það garnadrasl, sem jeg hafði, þótti mjer í þann tíma betur komið í Blöndu, en í sátta- bikar Garðars, því jeg taldi mig í engri sekt við hann. pað sem um gærukaupin hafði verið samið okk- ar í millum var frá minni hendi bundið því skilyrði, að um sölu gæti því aðeins verið að ræða, að hann borgaði gærurnar ákveðinn dag. En þegar Garðar svo hafði svikist um að borga þennan dag og svo dögum skifti, afrjeð jeg að hætta við sölu til hans, bæði af því jeg vildi ekki eiga neitt á hættu að ná greiðslu, og hinu öðru, að þá var orðið á allra vitorði, að mark- aðsverð á gærum var mikið hærra, en -hann hafði ætlað að ná þeim fyrir. Út af þessu reis svo mál það, sem hann nefnir í „Aílátssölu“- grein sinni, sem að lokum auðgaði hann svo mjög, sem hann tilíærir, en orsök málsins taldi jeg „pretti“ Garðars, að narra út vöru langt neöan við sannvirði, og „svik“ hans, að borga ekki í ákveðinn tima. Eitt hið allra vitlausasta í nefndri grein hans, er það, að hann telur mig hafa átt að biðja sig af- sökunar, en í þess stað hafi jeg verið vondur við sig síðan o. s. frv. Hann hefir aldrei fengið dóm fyrir þessari afsökun, sem ekki stóö og heldur til, þar sem mál hans sem annað snjerist auðvitað um, að afla honum peninga. Um leið og hann fjekk sjer þá dæmda og útborgaða, hafði hann engan frekari kröfurjett á mig um aísak- anir nje annað. þetta var fullnað- ardómur, og með honum voru grið in sett, enda þótt hann nú í reiði sinni hafi ekki annað ákjósanlegra að segja mjer til ófrægðar. Áður fyr unnu menn það ekki fyrir neitt, að vera griðníðingar, því slík vesalmenni voru eftir á í einskon- ar bannfæringu hjá þjóðinni. Að jeg hafi ekkert tækifæri látið ónot- að til að ófrægja Garðar, eins og hann segir, er hreinasta slúður og ósannindi. Jeg hefi ekkert um hann skrifað, fyr en þessa grein um hrossakaupin í íyrra. Hitt er annars eðlis, þótt jeg eftir að hafa þekt manninn gjör, hafi haft ógeð á, að vera í fjelagsskap sem hann er viðriðinn, eða þótt jeg hafi vís- að frá mjer sendimönnum þeim, sem hann heíir sent kringum land- ið til snapa sjer viðskifti, því jeg þekti manninn of vel til að vilja þau. pað virðist hafa verið mikil hugnun fyrir Garðar, að grein mín um hrossakaupin kom í Tím- anum, en ekki öðru blaði, því með þvælu sinni um þetta hygst hann Lesbók Lögrjettu VU. íslensk þjóðíræði. Eftir Vilhjálm p. Gíslason. Frh. ----- Skoðunum manna um gildi þessara ut- anferða hefir þó brugðið nokkuð til beggja skauta á ýmsum tímum. Sumir menn hinnar íslensku endurreisnar, alt frá sið- skiftum og fram á 19. öld, og þá ekki síst á síðasta hluta þessa tímabils, hafa bent á ýmsa agnúa á þessu og hættur, sem af því gætu stafað. Grunnavíkur-Jón talar t. d. um það „íslenskunnar trufl og ramm- skælda böguskap, sem af Dönskunni stend- ur“. Og eftir því sem kröfumar um flutn- ing hinna æðstu mentastofnana inn í land- ið fara að verða ákveðnari, eða kröfum- ar um efling þeirra, sem fyrir eru, kemur þetta skýrar fram. Og þegar svo langt er komið, að farið er að heimta innlendan háskóla, eða nota háskólanafnið, — en síð- an eru ekki full 50 ár, — er það beinlínis notað sem röksemd með málinu, að náms- dvalir íslenskra stúdenta við erlenda há- skóla hafi oft orðið þeim til meins og spill- is. Em eftirtektarverð í því sambandi um- mæli Benedikts sýslum. Sveinssonar, í þingræðu. Hann segir (Alþt. 1881, II. —• 1062): „Að vjer erum bæði fátæk og fá- menn þjóð, er einmitt hin sterkasta ástæða með' frumvarpi mínu, því þess meiri háski er oss og þjóðemi vom búinn, að vjer hverfum sem dropi í hafinu inn í önn- ur sterkari og aflmeiri þjóðemi á móti til- ætlun forsjónarinnar, sem gaf oss sjer- stakt þjóðerni, og því meira verðum vjer að leggja í sölúrnar til þess að svo verði ekki. Gætið líka að frávillingunum, hinum töpuðu við Kaupmannahafnarháskóla. Kemst ekki hver maður við, er hann sjer barn rifið nauðugt frá brjósti móðurinnar, já, kemst maður ekki jafnvel við, þó ekki sje nema lamb, ungt, vanmátta aumingja lamb, er menn sjá villast frá móðurinni og jarma? En hvað gerum vjer þá, íslending- ar? Vjer látupi unga, óreynda sonu lands vors, sonu vorrar eigin móður, fara til framandi landa áður en þeir hafa fengið lífsþekkingu og lífsreynslu, út á hið hála gler freistinganna og afvegaleiðinganna. þar skulu þeir vera mörg ár, vinalausir, frændalausir, aðstoðarlausir, leiðbeining- arlausir. Jeg sem hefi reynt þetta þekki það og hefi nú sýnt yður þá hlið málsins, sem hlýtur að snerta yðar eigin huga og hjörtu“. Svo mælti Benedikt og svo hugs- uðu margir fleiri. Aðrar raddir komu þó líka fram. þeir, sem lögðust á móti þessu háskólafrumvarpi, eins og t. d. Grímur Thomsen, gerðu það einmitt með þeim ummælum, að þeir vildu halda við löngun- inni til utanfara, til fróðleiks og frama. — Á allra síðustu tímum — eftir stofnun há- skólans — hefir þessi hlið málsins verið tekin aftur upp, ákveðnast af Árna Páls- syni. þó rætt hafi verið um þessi utanfarar- mál á ýmsa lund á ýmsum tímum, eru þau þó nú orðið fyrst og fremst hagnýtt fjár- hagsmál — eftir uppgjöf Garðstyrksins og aðrar breytingar, sem orðið hafa um líkt leyti. Og þó atvikin hafi undist svo til, að meðmælin með nauðsyn utanferðanna hafi jafnframt oft orðið að andmælum gegn háskólamentuninni heima fyrir eða tilraunum til þess að gera lítið úr henni, þá er þetta ranglátt og þarf engan veginn svo að vera. því nauðsyn utanferða til ann- ara mentastofnana afsannar á engan hátt nauðsyn svipaðra mentastofnana heima, hjer fremur en annarsstaðar, þar sem eins stendur á. þetta hefir reynslan líka sýnt. það er samyinnan milli erlendra og inn- lendra mentastofnana, sem stefna á að, en ekki það, að utanferðirnar eigi að eyða innlendu mentastofnunum. það eitt út af fyrir sig, að einhver háskóli sje útlend- ur, er heldur engin sönnun fyrir ágæti hans. En samvinnan og skiftin milli há- skólanna eru nú hvervetna talin mjög æskileg, og vel að þeim unnið, bæði skiftin á stúdentum, kandídötum og kennurum. Og þetta á ekki einungis við smáþjóðimar, heldur stórþjóðirnar líka — og er að vísu ekki nýjung. pví þetta hefir lengi verið tíðkað, þar sem sæmilega auðvelt hefir verið að framkvæma það (t. d. í þýska- landi), að stúdentar lærðu undir sama próf við fleiri en einn háskóla. þá má einn- ig minna á það, þó fólksmergð og fjár- magn sje annars ekki sambærilegt við það sem hjer er, að námsmannasendingar til útlanda á ríkiskostnað hafa á síðustu tím- um verið framkvæmdar mikið af Aust- urlandaþjóðum, t. d. í stórum stíl af Kín- verjum og einkum Japönum. En tilgangur þeirra er auðvitað ekki, að þær námsdval- ir eigi að draga úr innlendu háskólunum, hvað þá heldur að þeim detti í hug að leggja þá niður þess vegna, heldur eru mennirnir þvert á móti þegar heim kem- ur notaðir til þess, að þeir endurbæti og auki heimaskólana, svo að þeir verði smá- saman fullkomnari og sjálfstæðari en áður. það er eðlilegt að háskólar ýmsra þjóða sjeu misjafnir, einn leggur mesta áherslu á þetta, annar á hitt, og nær þar full- komnun meiri en aðrir skólar. þeir sem fá vilja góða sjerfræðimentun, leita því helst til þess skólans, sem best hefir álitið í þeirri grein, ef þeir eiga þess kost, jafn- vel þó þeir eigi hægra með að sækja aðra skóla, og það góða skóla á öðrum sviðum. þannig fer t. d. fjöldi Englendinga oft til Danmerkur til að kynna sjer danskan bún- að og búnaðarskóla, en Danir til Englands eða þýskalands til að nema ýms verkvís- indi, að ekki sje minst á málanám, þar sem oftast þykir sjálfsagt, að reyna að dvelja einhvern tíma í því landi sjálfu, þar sem viðkomandi mál er talað, hversu góð og vísindaleg sem háskolakenslan heima fyr- ir annars er. þannig fara Frakkar til Eng-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.