Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.09.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 16.09.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA rætur, báðar að vísu fremur litlar, en það er líka ennþá töluverður tími eftir af sumrinu. Frú Kristín Jacobson sýndi tómat með ávöxt- um, ekki stórum ennþá, en standa til bóta; verða vafalaust full- þroska. Hún sáði til tómatsins í marts í vetur og hefir ræktað það inni í potti síðan. Bjarni Sæmunds- son f. yfirkennari og P. Petersen bíóstjóri sýndu stórvaxinn rabar- bara, stórvaxnari en hjer er venju- legt. Að rabarbari er fremur smá- vaxinn í Reykjavík, mun einkum að kenna því, að sökum eftirspum- arinnar er gengið fulinærri honum, leggirnir teknir of snemma og of margir í einu, plönturnar rúnar of snemma á sumri. það mátti heita fjölbreytt safn af garðyrkjuáhöldum og allgott safn af áhöldum og efnum til að eyða með óþrifum af plöntum. Um það efni flutti Einar Helgason er- indi meðan á sýningunni stóð. Sýndar voru 22 tegundir mat- jurta, 54 teg. útiblóma og 24 teg. inniblóma. Samtals 100 teg. Á sýn- ingunni voru allmörg afbrigðí kartaflna, en þau eru talin aðeins ein tegund; sama er og um róf- urnar, en af þeim voru einnig all- mörg afbrigði. Aðgangur að sýningunni var seldur á 50 aura, fengust þannig 231 kr. það eru allar tekjurnar, en þær gera þó mikið meir en borga allan tilkostnað. það er ekki hægt með vissu að segja um það enn, hve mikil útgjöldin eru, þau munu verða nálægt 150 kr. það var eng- inn þeirra, er að sýningunni unnu, kröfuharðir um borgun, sumir vildu enga borgun, og hinir aðeins litla, kom það sjer vel fyrir fje- lagið, því það hefir ekki úr miklu að moða. Vafalaust hefði mátt sýna miklu meira en gert var, og margir hafa átt heima eins fallegar plöntur og sumar þær, sem sýndar voru. það mun ekki fjarri lagi að segja, að sýningin hafi verið lítil og lagleg. Fer varla hjá því, að hún hafi vak- ið áhuga margra á því, að rækta ýmislegt nytsamt og fagurt strax á næsta sumri. E. H. Sljettubandsvísa, eftir Boga Benediktsson: Grefur eigi drengur dýrt drottins pundið niður. Hefur fleyi stóru stýrt, staðist hundrað hviður. Heilbrigði. Mænusóttin, sem gengið hefir víða um land, er nú sögð í rjenun, og mislingarnir, sem náð hafa nokkurri útbreiðslu í sumar, hafa verið vægir. Bókmentír. Eftir Sig. Sigurðsson frá Arn- arholti eru nýkomin Ljóð, í annari útgáfu. Fyrri útgáfan kom árið 1912, en í þessari útg. eru nokkur fleiri kvæði. Fæst í þeirri viðbót mun þó geta talist til hinna bestu kvæða S. S. og eru þó ýms góð, en sum eru jafnvel meðal þeirra lök- ustu, s. s. konungskvæðið. Annars eru mörg kvæðin í bókinni ljóm- andi falleg og vel orkt og svo vandvirknislega og listelskt frá þeim gengið, að fremur fátítt er ! nú, þar sem „alt er birt og alt er birt og' aldrei hlje á leirburðe“, eins og víða sjer vottinn. Einstök kvæði er þýðingarlaust að fara að rekja hjer, þar sem ekki er hvort eð er hægt að gera það ýtarlega. Ýms bestu kvæði S. S. eru líka mörg- um kunn og hafa lengi vakið at- hygli ljóðelskra manna, s. s. Hrefna, Lundurinn helgi, Útilegu- maðurinn, Auður Gísla Súrssonar, einnig' kvæðið í dag o. fl.þá eru í bókinni nokkrar þýðingar, flestar á góðum kvæðum, og prýðisvel gerðar. Má þar einkum nefna kvæði eftir Levertin (skáld, sem annars mætti vera hjer meira þekt en orðið er), ekki síst Vís- ur skriíarans, sem þó eru ekki þýddar allar. Eítir Alexander Jóhannesson er nýkomin út íslensk tunga í forn- öld, mikið rit, rúml. 400 síður. Er ; það framhald málsögunnar í Frumnorrænni málfræði (1920), og er það rit nú komið út á þýsku. þessi nýja bók er íslensk hljóð- fræði og beygingarfræði frá því á 8. öld og fram á 14. öld, með sam- anburði við ýms önnur germönsk mál. í bókinni er fólgin mikil vinna, þó margt hafi að vísu ver- ið um þessi efni áður skráð og verkefnið þaulplægt að því leyti, að grundvöllur sje víðast lagður að meðferð og skipulagi efnisins, ekki síst hjá Noreen. En annars er rit Finns Jónssonar um Noísk-is- landske Kultur og Sprogforhold i det 9. og 10. aarhundrede’ sjálf- sagt merkasta ritið sem út hafði komið um þessi efni á undanförn- um árum. En síðan málfræði Nor- eens kom út 1903, hafa birtst hátt á fjórða hundrað ritgerðir um ýms einstök atriði þessa máls og því full þörf á að vinsa úr þeim rann- sóknum, kerfa þær og koma öllu í nýja heild, eins og A. J. hefir nú gert (og svo Noreen sjálfur í hinni nýju útgáfu af sinni bók, sem hef- ir komið út um líkt leyti og bók A. J.). f bókarauka er orðasafn, þar sem sýnt er, hvar fjallað sje um hvert orðið, og má nokkuð marka af því verkefnið, að það Jörð til sölu. Ein af allra bestu jörðum í Árnessýslu fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Jörðinni fylgja öll fjenaðarhús í góðu standi. Iley- hlöður fyrir 900 hesta, fjós fyrir 17 naútgripi, hesthús fyrir 17 hross. fjárhús fyrir 250 fjár. íbúðarhús úr timbri í ágætu standi. Matjurta- garðar stórir og góðir. Stórt tún í góðri rækt. Engjar mjög grasgefnar og vjeltækar. Frekari upplýsingar fást hjá kaupm. Hannesi Óiafssyni, Grettisgötu 1, Reykjavík. Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldutn tóbakstegundum, en hér segir: Rjóltóbak (frá B. B. og Obel)..................Kr. 11.28 pr. >/2 kg. do. (— Strengberg)......................— io.73 — »/» — Munntóbak (Mellem) frá B.B., Obel, Aug. og Krttger — 24.20 — 1 - do. (frá sömu firmum).......................— 27.50 — 1 — Mix, reyktóbak frá Strengberg....................— 15.55 — 1 ___ Louisiana, do. — Obel..........................— 17.25 __ 1 ___ Moss Rose, do. — Obel..........................— 16.68 — 1 ___ Golden Shag do. — Obel .........................— 17.25 __ 1 ___ Utan Reykjavíkur rná verðið vera því liærra, sem nemur t'lutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Xiandsverslun íslands. safn tekur yfir um 4800 orð. Einn- ig er skrá um helstu málfræðirit- gerðir tveggja síðustu áratuga. Er henni raðað eftir árum og hefði þó verið haganlegra fyrir notkun hennar, að raðað hefði verið t. d. eftir efni að einhverju leyti, enda birtast árlegar skrár einnig ann- arsstaðar. — Sjálfsagt" geta ein- stök atriði í rannsókn höf. valdið ágreiningi, eins og gengur og ger- ist, og geta sjerfróðir menn þá krukkað í það og deilt um það. Hjer átti aðeins að benda stutt- lega á rit, sem í heild sinni er merkilegt og þakkarvert. Málfræði heyrir þó áreiðanlega ekki til þeirri ,lesningu‘, sem öll al- þýða manna lesi sjer að jafnaði til dægradvalar eða uppbyggingar — og er ekki að undra reyndar oft og einatt. það er því sjaldnast feitan gölt að flá við útgáfu slíkra rita, eins og um mörg sjerfræðirit yfir- leitt, og því merkilegt í raun og veru hvað þó kemur fram af slík- um ritum hj er, enda má svo vera að því leyti, að nokkurt opinbert fje er áalt veitt til þessara iðkana. Er sjálfsagt að minnast þess sann- gjarnlega, þegar svo er, nóg er annars til að ámæla „því opinbera“ fyrir í þessum efnum. það væri fs- lendingum heldur ekki vansalaust, að þeir legðu sjálfir ekkert af mörkum til slíkra mála, en ljetu allar þær rannsóknir í hendur út- lendingum, sem lakari hafa þó að jafnaði ýms helstu skilyrðin. — Auk hins stóra rits dr. A. J., sem að ofan getur, er nýkomið út ann- að málfræðirit, eftir Jóhannes L. L. Jóhannsson. Heitir það Nokkr- ar sögulegar athuganir um helstu hljóðbreytingar o. fl. í íslensku, einkum í miðaldarmálinu (1300— 1600). Er það allstór bók, 152 bls. og í henni ýmsar merkilegar og nýjar athuganir um málsögu þessa tímabils. Einkum er eftir- tektarvert, hvernig reynt er að rekja það, hvar á landinu ýmsar málbreytingar gerast (t. d. rekur höf. ýmsa afturför, sem hann telur, að biskupsstólnum á Hólum). Annars er það eins með þetta rit og hið fyrra, að ýmis- legt getur sjálfsagt valdið ágrein- ingi málfróðra manna og spunnist út af þessu meiri rannsóknir, og er það ekki nema gott, enda góð- ur fengur að bókinni. — f bókar- auka er grein um hljóðkerfin í ís- lensku o. fl., m. a. skrá um helstu málfræðiorð. Eru þar sum góð ný- yrði. Annars er það dálítið undar- legt, sem algengt er þó orðið, að hverju málfræðiriti þurfi nú að fylgja sjerstök orðabók, svo að menn skilji hana. Er þess þó stundum ekki vanþörf, því mikið af málfræðiheitunum íslensku er á ruglingi og ringulreið, en vanrækt að kenna mönnum og að nota al- mennu fræðiheitin latnesku. í þessari bók heitir t. d. pronomen hleytinafn og mun þó ekki hafa komið að klandri hingað til að tala um rjett og sljett fornafn. Assimi- latio (partialis) heitir aðlöðun, en assimilari heitir að tillíkjast (og dissimilatio heitir svo hljóðfirr- ing). Annars koma þessi atriði ekkert fremur fram í þessu riti en Ríkharður Jónsson myndhöggvari Smiðjustíg li kennir teikningu og' heinmsmíðar í vetur. Uiulirritaðnr óskar eftir störfuin frá 1 . okt n. k. við sauðfjársýningar, sauð- fjárrekstra eða fjárgeymslu á fjármargri beitarjörð (svo notaður verði vænleiki skotskra fjárhunda). Sauðafelli í Dalasýslu. 6. sept. 1924. (Juðinuiidur P. Ásinundssoii frá Svinhóli Símkvaðning Harrastaðir. •• mörgum öðrum. þetta er alrnenn- ur ókostur, sem einkum kemur hart niður á allri kenslu. Annars almenns atriðis má einnig minnast úr þessu riti, þess, að þar er lögð áhersla á það, að í rauninni sje ekki rjett, eins og oft er nú farið að gera, að skifta íslenskri tungu í fornísl., miðísl. og nýíslensku, og láta svo sem hjer sje um meira eða minna ólík mál að ræða. Að sjálfsögðu er nokkur söguleg skift- ing nauðsynleg við fræðilega at- hugun málsins, og málfærið er líka breytilegt, ekkert mál stendur í stað. En það er ekki aðalatriðið hjer. Aðalatriðið er, að það er óþarfi af íslendingum að fara að tyggja það upp eftir erlendri „vísindamensku“, sem oft þekkir ekkert til máls eða menningar hjer, nema blábera fornöldina, að kljúfa sundur málið. því þrátt fyrir einstakar breytingar og mis- æri í málinu, er tungan þó, „prakt- iskt“ sjeð, sú sama sem við skrif- um í dag og sú sem skrifuð var þegar fyrst var hafið að rita hjer á norrænu máli. Páll Ardal skáld hefir um tíma verið hjer í bænum og er að leita sjer bóta við augnveiki; Síldveiðin. Snurpinótaveiði er nú j hætt á Siglufirði, en reknetaveiði j hefir verið haldið þar áfram alt til ! þessa og hefir hún gengið sæmi- lega. Verð á síldinni er orðið mjög hátt, alt að 80 kr. málið. Guðmundur G. Hagalín rithöf - undur er nýfarinn til Noregs ásamt fjölskyldu sinni, og dvelur þar næstkomandi vetur. Dáin er hjer í bænum 11. þ. m. frú ísafold Jónsdóttir, kona Gunn- ars kaupm. Gunnarssonar, merk- iskona og vel látin. Dánarfregn. Dáinn er 12. þ. m. í Sölleröd Sanatorium í Danmörku Jóhannes Jónsson stud. med. frá Siglufirði, og hafði hann dvalið þar nokkra mánuði, efnilegur maður. . Prp'ntsmiðjan Arta ekki komist í krmgum þann hagræna veruleika, þá sögulegu staðreynd, að Is- lendingar eiga tilveru sína og tilverurjett meira en nokkru öðru einu að þakka þjóð- fræðum sínum (í ýmsum myndum) og sögueðli sínu, þeirri trú á kjarna kyns síns, og því trausti á þróunarsamband menningar þess, sem þeir hafa aldrei alveg glatað. Að vísu er það svo, að þær almennu at- hugasemdir, sem hjer hafa verið gerðar, eiga við mentalífið að mörgu leyti í heild sinni, án þess að altaf þurfi að vera 'undir því komið, hvort það er bundið ákveðnum stofnunum eða ekki (skólum). Hjer hafa þessi almennu atriði þó verið rakin með sjerstöku tilliti til skólanna, eða þess, hvernig þjóðfræðaiðkanirnar safnast kringum einstaka menn eða stofnanir. En stefnan í þessum málum ætti að koma ennþá betur fram við nánari athugun á þroskasögu þessara stofnana í einstökum atriðum. þroskasaga íslensku skólanna er einnig inst inni samfeld þróunarsaga. þessi þró- un verður þannig, að fyrst smáfestast upp- runalegu skólarnir eða mentabólin og fara svo að ná yfir æ stærri svæði og fleiri greinir. Síðan fara þeir að greinast aftur, sumar lærdómsgreinir klofna frá að ein- hverju meira eða minna leyti og mynda sjerstakar heildir og sjerstæða skóla, en leifar upphaflegu skólanna verða fremur undirbúningsskólar undir þá. þessum „æðri“ sjerskólum smáfjölgar svo, uns fram kemur aftur hugmyndin um sam- einingu þeirra í einn skóla, en úr því verð- ur að lokum háskólahugmyndin. þetta verður smásaman og á ýmsum tímum, og er haganlegast að rekja hjer söguna sitt í hverju lagi, t. d. eftir því, sem deildirnar urðu í háskólanum að lokum. En sagan er eftirtektaverð til skilningsauka á uppruna og eðli háskólans og afstöðu hans í menn- íngarlífi þjóðarinnar, en hefir hinsvegar ekki verið reynt að draga hana saman áð- ur. Margt má þó rekja nánar en hjer er gert, þó reynt sje að sleppa engu megin- atriði. Læknakensla hefst hjer á landi á tím- um Bjarna Pálssonar. En hann var skip- aður hjer landlæknir fyrstur manna með konungsbrjefi 18. mars 1760 (og hafði 300 dala árslaun). Áður hafði þó ýmislegt verið gert fyrir almenning í þessa átt, einkum af Sveini lækni Pálssyni (sjá um hann Landfr.s. þ. Th. II. 145 o. áfr.). Hann hóf hjer bólusetning gegn bólusótt og var kærður fyrir. Hann skrifaði ýmislegt um heilbrigðismál í Gaman og alvöru og Fje- lagsritin gömlu og þýddi Spurningakver heilbrigðinnar. En fyrsti alíslenski lærði læknirinn mun vera Magnús Guðmunds- son, — áður voru það „bartskerarnir“ svo- nefndu, sem fengust við þessi efni og voru misjafnlega þokkaðir (sbr. t. d. Safn II. 687). Fyrir forgöngu Bjama landlæknis var einnig komið hjer á kenslu í yfirsetu- fræði og stofnuð lyfjabúð. Aftur á móti tókst honum ekki að koma upp spítala þeim, sem hann vildi. Segir hann þó um holdsveikraspítalana, sem fyrir voru, að sjúklingarnir hafi verið þar eins og þrælar í eilífu fangelsi (sbr. Holdsveikissögu próf. Sæm. Bj.). Með stofnun landlæknis- embættisins fer læknakenslan að smáauk- ast. Menn læra bæði hjer heima og eru hvattir til utanferða (sbr. t. d. Lovsaml. for Isl. VIII — 645). Og þegar á líður 19. öldina, fer að koma allmikið rót á þessi mál og þó ákveðin stefna. 1861 kernur til Alþingis bænarskrá úr Múlasýslu um stofnun spítala og læknaskóla í Reykjavík. Árið eftir, 12. sept. 1862, er gefinn út konungsúrskurður um það, „að þangað til öðruvísi verður ákveðið“ megi á ári hverju verja 600 ríkisdölum úr hinum íslenska læknasjóði til kenslu í læknisfræði hjá landlækni í Reykjavík og að kensla þessi skuli vera fyrir þá menn, sem útskrifaðir eru úr hinum lærða skóla í Reykjav.“ (Tíðindi um stjórnarmálefni Isl. I. 604). Eftir þetta er málinu haldið svo að segja sívakandi. 1867 flytur Jón Hjaltalín — en hann hafði þá einnig skrifað um málið — tillögu á þingi um stofnun læknaskóla. Sk.yldi landlæknir vera forstöðumaður hans og tveir kennarar vera að auki. þetta var samþykt og bænarskrá send til kon- ungs, en framkvæmdir urðu ekki. 1871 er málið tekið upp að nýju á þingi, en varð ekki útrætt.' það ár komu einnig 5 bænar- skrár úr Múlasýslum um það, „að á presta- skólanum verði hjer eftir kend öllum prestaefnum aðalatriði heilbrigðisfræðinn- ar, þekking algengustu bráðra og hættu- legra sjúkdóma, kunnátta að lýsa sjúk- dómseinkennum og rjett aðferð til að bæta úr meiðslum og tjóni af slysaviðburð- um, svo sem að binda um beinbrot, draga í lið, lífga frosna og aðra, er dauðir sýn- ast og fleiri þessháttar“ (Alþt. 1871, II. 221, umr. I. 125—137). Misjafnar undir- tektir fekk þessi málaleitun. Guðfræðing- arnir voru þessu andvígir, t. d. Helgi Hálf- dánarson og Pjetur Pjetursson. þótti mönnum hjer annarsvegar mikils krafist, en hinsvegar sem árangurinn myndi ekki verða eftir því, og yrðu guðfræðingarnir þá skottulæknar einberir. þó segir Hjalta- lín landlæknir, að engin ástæða sje til að ámæla þessu, kveðst t. d. sjálfur hafa flutt fyrirlestra um tyfus fyrir prestaskóla- mönnum. Og ekkert varð úr þessu. En á þingi 1875 kemur enn fram frumvarp um stofnun læknaskóla (Alþt. 1875, II- 56—63) og var Ben. sýslum. Sveinsson flutningsmaðurinn. Landshöfðingi mælti 1 móti vegna f járhagsvandræða, og af því að sæmileg kensla væri fyrir. Samt voru lög- in sett og staðfest 11. febr. 1876. Stóð svo þessi skóli, uns háskólinn kom til, eins og seinna verður vikið að. Frh- ----o-----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.