Lögrétta - 16.09.1924, Blaðsíða 1
Innheinitaog afgresð.sla
í Þinglioltsstræti 17
Sími 17iS.
Útgefandi og ritstjóri
Þ o r s t e i 11 u (í í s 1 a s o n
Þingholtsstræti 17.
XIX. ár.
Reykjavík, ln-iðjiidagiiin ltí. sept. 1924.
51. tbl.
Lindarrjóður.
í Vatnaskógi er rjóður eitt, er svo nefnist. í því rjóðri hefur
K. F. U. M. sumarbúðir sínar. Af velvild skógræktarstjóra og land-
stjórnar, er K. F. U. M. veitt þar leyfi til að nota einn hektar fyrir
útilegustað drengja og unglinga í sumarleyfi þeirra. Rjóðrið liggur
niður við Eyrarvatn. Skógurinn er hinn fegursti, ágætlega varinn og
hirtur. Hann er í miklum vaxtarblóma. Hafa sagt þeir menn, er sáu
hann fyrir 20 árum síðan, að þeir varla hafi þekt sig þar aftur, er
þeir sáu hann nú; svo hefur hann vaxið, — í sumar voru tveir flokk-
ar útilegumanna í sumarbúðum, sína vikuna hvor.
Um dvöl þeirra var eftirfarandi kvæði ort af síra Fr. Friðrikssyni:
Fagur er dalur
Fjöllum varinn,
Ógnandi tindar
Upp þar gnæfa;
En niðri glóa
Grænir vellir,
Stöðuvötn lygn
Og stríðar elfur.
Snjór er í skörðum,
Skaflar hvítir
Þrjóskast við sól
Og sumarhita;
En öðru megin
Með aflíðanda
Blasír við dimmgrænn
Birkiskógur.
Glymjandi lækir
Gáskafullir
Leika sjer dátt
1 djúpum giljum,
Falla í fossum
Af fjöllum ofan;
Steypast af stöllum
Straumar hvítir.
Fagnar þeim broshýr
Ur brekku sinni
Vatnaskógur
Og veifar limi,
Iðar af kæti
I árdagsblænum,
Blágresið berar
Bjarka milli.
Rjóður jeg veit
í Vatnaskógi,
Veðursælt, bjart
í viðaskjóli;
Umlukt af þjettum
Anganrunnum,
Útmælt og veitt
Af vinarhuga.
Vígt er það æsku
Og ungum vonum,
Vorgróðri ítrum
ísafoldar;
Dvelja þar sveinar
I sumargleði
Fagnaðarfyltir
Að fögrum leikjum.
Blaktar á stöng
I björtu rjóðri
Fáni vors lands
með litum þrennum,
Dýrðarmerki
Og dáðahvati,
Alskærást tákn
Vors unga ríkis.
Hvít standa tjöld
A traustum súlum,
Heimkynni ungra
ALskumanna.
Veita þau skjól
í skúradrögum,
Draumafró
Um dökkar nætur.
Er þar í skógi
Skemtun mesta,
Margt til lærdóms,
Svo menning aukist,
Margt til fræðslu,
Svo magnist dygðir,
Margt til yndis,
Svo andinn þroskist.
Margt er þár radda,
Er renna saman:
Syngja þar glaðir
Svanir á vötnum,
Titrar loftið
Af lóukvaki,
Þrastasöng
Og þyti gauka.
Laufakliður
Og lækjarsuða,
Blævakinn þýður
Bylgjuniður,
Drengjasöngurinn
Silfurskæri,
Alt saman myndar
Marghreimdan lofsöng.
Lind er hjá rjóðri,
Er rennur hulin
Bjarkalaufi
í björtum hvammi.
Heilagt er vatn það,
Vígt í leyni,
Heilnæmt, tárhreint
Sem himinveígar.
Minningar á
Hinn mæti skógur:
Hörður og Geir
I gegn hjer riðu,
Er þeir fóru
Til fylgsna sinna,
Fóstbræður tveir
Með fylgdarliði.
Löngu seinna
Hjer söng í skógi
Skáldið frægst
Á fósturjörðu;
Fótspor hann á
Hjer eflaust víða;
Berst frá þeim ilmur
Og blessun Drottins.
Síðan aldir
Eru liðnar
Næstum þrjár
Og þrautatímar,
Hjeðan þó ómuðu
ALtíð síðan
Hallgríms örfandi
Hörpustrengir.
Komið er vor
Og viðreisn þjóðar,
Blómgast nú aftur
Hinn aldni skógur.
Svella hjer aftur
Sálmahljómar
Sungnir af ungum
Sonum íslands.
Fóstbræður kristnir
Fara um skóginn,
Hnýta hjer heilög
Hjartaböndin.
Syngja þeir aftur
Sælum rómi
Kvæðið um Krist
Og krossinn helga:
»Víst ertu, Kristur,
Kongur dýrðar,
Kongur engla
Og kongur manna«.
Vjer erum konungs
Knapar ungir,
Krossmerki berum
Á brjósti og enni.
Umvíðaveröld.
Ymislegt.
í Frakklandi hefir undanfarið
verið rætt allmikið um þing-
hneykslismál sem talið er. Blaðið
Quotitien bar það á nýkjörinn
þingmann, auðmanninn Maurice,
barón Rothschild, að hann hefði
verið kosinn á þing fyrir stórfeld-
ar mútur. Rjett áður hafði annar
þingmaður og auðmaður, Coty,
verið dæmdur til að missa þingsæti
sitt af sömu ástæðum.
Borgbj erg, „social“-ráðherrann
danski, hefir lýst því yfir, að
hann ætli að leggja fyrir næsta
þing frumvarp um „bedrifts-
nævn“ eða iðnnefndir. En það
eiga að vera nefndir verkamanna í
ýmsum iðngreinum, sem eiga að
fá ýms rjettindi til íhlutunar um
eða eftirlits með vinnu og rekstri
fyrirtækjanna, án þess að taka
eiginlegan þátt í stjórn þeirra eða
fjárhag. Á þennan hátt hygst ráð-
herrann að koma megi á betri
skilningi meðal verkamanna á iðn-
málunum og betra samkomulagi
milli þeirra og vinnuveitenda, og
jafnframt ýmsum umbótum, án
þess að raska neitt tilfinnanlega
því, sem haldgott sje í núverandi
skipulagi. —
Danski hermálaráðherrann Ras-
mussen ætlar á næsta þingi að bera
fram frumvarp um stórfeldar
'oreytingar á herskipulagi Dana,
sem í raun og veru miða að af-
námi danska hersins, nema haldið
verður tiltölulega litlu landvarnar-
og lögregluliði. —
Enska stjórnin er að láta undir-
búa stórfeldar áætlanir um að
reisa rafmagnsstöðvar við nokkrar
helstu kolanámur landsins og veita
þaðan rafmagni víðsvegar um
landið. —
Rússneskur jafnaðarmaður, Bai-
kolof, flutti nýlega ræðu í The
Social Democratic Federation í
London, þar sem hann lýsti ástand-
inu í Rpsslandi. það hefir ekki
batnað þar síðastliðið ár, sagði
hann. Helmingur allra iðnaðar-
fyrirtækja er ennþá óstarfræktur.
Kaup er mjög lágt, en vöruverð
hátt. Um helmingur verkafólks-
ins hefir enga vinnu. Heilbrigðis-
ástandið er slæmt. Jafnaðarmenn
eru meira ofsóttir nú, af bolsje-
vikum, sagði hann, en áður var af
keisarasinnum. Um 50 þús. rúss-
neskir jafnaðarmenn sitja nú í
fangelsum og um 200 þús. hefir
verið vísað úr landi síðan bylting-
in hófst. Mentunarútbreiðslan ei'
þannig framkvæmd, sagði hann
ennfremur, að t. d. hafa rit Tol-
stoy verið tekin úr flestum al-
menningabókasöfnum og sumstað-
ar brend,en kommúnistabókmentir
mjög útbreiddar. Ræða þessi hefir
vakið mikla athygli, en annars ber
sögunum frá Rússlandi oft ekki
saman. —
Lengi undanfarið hafa staðið
deilur um dönsk leikhúsmál. Kon-
unglega leikhúsið hefir verið rekið
með miklum árlegum halla. Jafn-
framt hafa komið upp kröfur um
jj^tt söngleikhús og ýmsar aðrar
breytingar. Nú hefir nýi menta
málaráðherrann, frú Nina Bang,
breytt öllu stjórnskipulagi leik-
hússins og fengið alla yfirstjórn
þess í hendur einum manni, Norrie.
Eru ráðgerðar nokkrar breyting-
ar á húsinu, og verða þá öll leik
starfsemin sameinuð þar, undir
hans yfirstjórn. —
Norðmenn hafa nýlega tekið
180 milljón kr. lán í Ameríku, en í
I fyrra tóku þeir um 140 millj. kr.
lán þar. þetta seinna lán er tekið
með 6% ársvöxtum, afborgunar-
laust fyrstu 5 ár, en fullborgist
j síðan á 15 árum. —-
| Nýlega flutti danski bókavörð-
! urinn, dr. Sophus Larsen, erindi á
fundi Ameríkufræðinga í Gauta-
! borg. Vildi hann með erindinu
1 sanna, að danskur maður, Jóhann
Scolus, hafi fundið Ameríku 20
árum á undan Kolumbus. En það
á að hafa verið í leiðangri, sem
Kristján I. gerði út 1472, eftir
áeggjan Alfons V. Portúgalakon-
ungs, og lagði leiðangurinn upp frá
Vestfjörðum á Islandi, kom við á
Grænlandi og lenti síðan á austur-
strönd Norður-Ameríku við mynni
Lawrence-fljótsins. Einn Portúgal-
inn, sem með á að hafa verið í för-
inni, Joao Vaz Corte Reale, kvað
hafa skrifað sögu um ferð þessa,
en hún er glötuð, en Svíinn Olaus
Magnus átti að hafa átt eftirrit
hennar og notað hana við korta-
gerð sína. Annars er þetta ennþá
ekki nema lausleg frásögn S. L.,
en hann er að semja rit, á ensku
og dönsku, um þessar athuganir
sínar.
Spánn og Marokkó.
Símfregnir frá Barcelona segja,
ríð afstaða spanska hersins í Mar-
ökkó fari hríðversnandi með degi
hverjum. Líðui' ekki sá dagur, að
herinn verði ekki að hörfa undan
einhversstaðar á vígstöðvunum,og
er mannfall mikið Spánverja meg-
in. Herinn er orðinn algerlega
áhugalaus fyrir úrslitum styrjald-
' arinnar, með því að allir telja víst,
að Marokkóherferðin verði ger-
samlega árangurslaus.
Primo de Rivera reynir að hug-
hreysta herinn og lofar öllu fögru,
ef sigur náist. En hinsvegar hefir
uppreisnai'foringi Marokkómanna,
Abd-el Krim, komið fram með þau
sáttatilboð, að spánski herinn verði
tafarlaust burt úr Marokkó, að
Spánverjar viðurkenni skilyrðis-
laust yfirráð Kabyla yfir Rif-
hjeraðinu og að vemdarrjetti
Spánverja yfir Marokkó sje lokið
nú þegar.
Uppreisn gegn Rússastjórn.
Símfregnir frá Konstantínópel
um Berlín segja, að Kákasuslýð-
veldin Georgia og Azerbeidjan,sem
Rússar hafa undirokað, hafi gert
uppreisn. Reyna bolsjevikar að
bæla hana niður og nota til þess
hin mestu fantabrögð.
Símað er frá Genf, að á fimtu-
daginn hafi sendinefndir Frakka,
Breta og Belga farið fram á, að
nlþjóðabandalagið miðli máluir
milli uppreisnarmanna og Rússa.
Skuldaskifti þjóðanna.
Frá París er símað, að í sím-
frjettum frá Washington segi, að
Bandaríkjamenn muni bi'áðlega
krefjast þess, að Frakkar fari að
greiða herskuldirnar. Eru þær
samtals 3300 milljónir dollara. Er
talið algerlega vonlaust um, að
Frakkar fái nokkra lækkun á
skaðabótaupphæðinni, hvað þá al-
gera uppgjöf. Samkvæmt lauslegri
áætlun er gert ráð fyrir að Frakk-
ar greiði 100 milljónir dollara á ári
fyrstu 10 árin. Heyrst hefir, að
stjórnin ætli að reyna að útvega
lán í New York, að upphæð mörg
hundruð milljónir dollara. En slíkt
lán er-talið ófáanlegt, nema Frökk-
um takist að gera fjárlög sín
tekjuhallalaus.
í öðru skeyti er frá því sagt, að
Frakkar muni ætla að taka þátt í
Lögrjetta.
Kaupendur hennar eru hjer með
mintir á. að gjalddagi blaðsins var
1. júlí.
Afgreiðsia og innheimta er í
þingholtsstræti 17.
Verð blaðsins er 10 kr. árgang-
urinn.
þeiv, sem gerðust áskrifendur
frá 15. apríl þ. á., þ. e. eftir að
Lögrjetta skildi við Morgunblaðið,
borga aðeins 6 kr.
skaðabótaláni þjóðverja,, eftir ósk
Ameríkumanna. Hefir þýskt lán
ekki verið boðið út í kauphöllinni í
París síðan 1871. Annars er all-
mikið rætt um fjármál Frakka nú.
Frá París er símað, að stjórnin
þar telji það helsta hlutverk sitt
að draga úr dýrtíðinni og stöðva
gengi frankans. En Bandaríkja-
auðmaðurinn Morgan hefir boðist
til þess að lána Frakkastjórn 100
milljónir dollara, svo hún geti fyr-
irbygt gengisbrask.
Síðustu símfregnir.
Rannsókn á kolalögum hefir
farið fram í Yorkshire undanfarið
og hefir árangurinn orðið sá, að
fundist hefir ágætt kolasvæði, sem
talið er að muni reynast nægilegt
fyrir næstu 400 ár.
Símað er frá Róm 13. þ. m.:
ítalskur trjesmiður hefir skotið á
Fascistaþingmanninn Armando.
Casalini, í hefndarskyni fyrir að
Fascistar drápu Matteotti. Eru
menn hræddir um, að þetta sje
byrjun til almennrar opinberrar
mótspyrnu við Mussolini. Talið er
líklegt, að hann reyni að hafa
mannaskifti í stjóminni til þess að
ná samvinnu við aðra flokka. Til
samkomulags hefir hann boðið að
breyta hinum illræmdu kosninga-
lögum ítala.
í sambandi við þjóðabandalags-
fundinn í Genf segja skeyti, að mik
ið sje nú rætt um upptöku þjóð-
verja í bandalagið. Sögðu fundar-
menn margir þar, að ef samþykt
yrði í þýska þinginu yfirlýsing
þjóðverja um það, að þeir ættu
ekki sök á styrjaldarupptökunum,
mundu þeir aldrei fá inngöngu í
bandalagið. En frá Berlín er aft-
ui' á móti símað, að í þýskalandi
sje fremur lítill áhugi á því, að
komast í bandalagið, þar sem í því
sje fólgin mjög lítil trygging fyrir
varanlegum friði. þó eru meiri-
hlutajafnaðarmenn og sumir þjóð-
ræðisflokksmenn með því að ganga
í bandalagið. Óánægja nokkur
varð í fundarlokin í Genf út af
því, að í undirbúningsnefnd al-
þjóðafundarins næsta var enginn
Norðurlandamaður nje Hollending
ur kosinn í nefndina, þó smáríkin
hafi verið bestu formælendur af-
vopnunarstefnunnar. Var því
seinna tekinn í nefndina einn Hol-
lendingur og einn Svíi.
Frá Genf er símað, að Thomas,
formaður alþjóðaverkamannaskrif
stofunnar hafi tilkynt, að Frakk-
ar, Bretar, þjóðverjar og Belgar
hafi komið sjer saman um það, að
löggilda beri sem fyrst Washing-
tonsamþyktina um 8 stunda vinnu
dag.
Málaferli eru hafin milli þýsku
stjórnarinnar og Vilhjálms fyrv.
keisara, út af borðfje hans. Stjórn-
in vill greiða honum árlega 6
milj. marka, en hann vill fá 20
millj. franka.
Líða hjer dagar
Dýrðarríkir,
Sólskin oss gleður
í sælum skógi,
Regnið oss minnir
Á megindaggir,
Úthelling helgra
Himinstrauma.
Frá Kristjaníu er símað, að
heimskautafarinn Amundsen hafi
verið gerður gjaldþrota, og valdi
því undirbúningurinn undir síð-
asta norðurflugið, sem fórst fyrir.
-----o----
Vísur. Páll Árdal skáld kann
ósköpin öll af lausavísum og
skrítlum, og yrkir, svo sem kunn-
ugt er, einnig sjálfur ágætai' stök-
ur. þessa vísu gaf hann Lögr. hjer
um daginn, og er hún ort fyrir
löngu af ungum manni á Norður-
landi, Sigurb. Jóhannssyni, sem
Heim er vjer glaðir
Hjeðan flytjum
Minningar fylgja
Oss munarljúfar;
Eftir vjer skiljum
Skóg í blóma,
Blessaðan reit
Af bænum vorum.
síðar fór til Vesturheims, en hann
hafði lent í vist á bæ, þar sem hon-
um þótti fólkið leiðinlegt:
Hjer til gleði finst mjer fátt,
fýld er brún á mönnum;
knúðir rokkar kveina hátt,
kambar gnísta tönnum.
Frá Páli Árdal er einnig þessi
vísa, kveðin nýlega á Norðurlandi,
er talað var um bolsjevika:
Upp er skorið, aldrei sáð,
alt er í varga ginum.
þeir, sem aldrei þektu ráð,
þeir eiga’ að bjarga hinum.
--------------o----