Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 23.09.1924, Qupperneq 2

Lögrétta - 23.09.1924, Qupperneq 2
2 LÖGRJETTA nægja til þess að sýna ofurlítið sögu friðarhreyfingarinnar og að- draganda þeirra alþjóðafunda, sem nú eru mest á dagskrá, og fyr er frá sagt. En fjöldi manna um allan heim lítur til þessara funda og leiðtoga þeirra með hinni mestu eftirvæntingu og von um nýja tíma. því veröldin er þreytt og þjáð af bölvun og blóðferii lið- inna ára. Síðustu símfregnir. Frá Genf er símað, að ákveðið sje að boða til alþjóða afvopnunar- íundar 15. júní n. k. Á að boða á fundinn allar þjóðir, hvort sem þær eru í þjóðabandalaginu eða ekki. — Nú er sagt, að þjóðverj- ar muni vilja ganga í alþjóða- bandalagið, ef þeir fái að njóta f ullkomins st j órnmálaj af nrj ettis á við aðrar þjóðir í sambandsráð- mu. — Bretar og þjóðverjar eru að undirbúa verslunarsamninga sín á milli. Bretar og Norður- landamenn búast við almennri vöruverðlækkun, ef Dawes-tillög- urnar komast í framkvæmd. — I Kína heldur borgarastyrjöldin áfram. — Frá Madrid er símað, að de Rivera muni vera um það bil að leggja niður völd sín. — F'rá Odessa er símað, að allmikil upp- reisnarókyrð sje í Kákasus og Suður-Rússlandi. í Georgíu eru bolsjevikar að bæla niður upp- reisnina, en sendimenn þaðan komnir til Parísar til að biðja stórveldin ásjár. Hefir verið reynt að miðla málum, en lítið orðið ágengt. I gærkvöldi er símað: Stórkost- leg breyting hefir orðið á verslun- arveltu þjóðverja síðustu mánuð- ina. Fyrri helming þessa árs var hallinn á verslunarjöfnuði þeirra um li/2 milljarð gullmarka, en í júlímánuði fluttu þeir út fyrir 17 milljón gullmörk umfram innflutt og í ágúst var flutt út fyrir 140 milljónir gullmarka umfram inn- flutt. Er talið sennilegt, að nýr blömgunartími sje byrjaður í þýskri verslun og iðnaði. ítalir og Svisslendingar hafa ákveðið að gera út um öll deilu- mál sín með gerðardómi. ----0---- Úr Vopnafirði. Maður nýkom- inn þaðan skrifar Lö.gr: Tíðin hefir verið hin versta alt frá því á einmánuði í vor. Vorið var afar- slæmt, snjó tók ekki upp af norð- austurlandinu fyr en seint í júní. Sauðfje var ekki hægt að reka til afrjetta fyr en í júlílok og byrjaði ekki sláttur víða fyr en með ágúst- byrjun. Tók þá við látlaus óþurka- tíð allan mánuðinn. Engjar voru óvenjublautar og oftast kalt í veðri, svo að erfitt var að fást við heyskapinn. Kæmi þurviðri, var varla hægt að hagnýta sjer það vegna þess, að þurkvöll vantaði, heyið þurfti að flytja blautt, ef til vill heim á tún og tekið var ef til vill að rigna áður en því yrði lok- ið. þegar svona árar, er brýn nauðsyn að ræsa meira fram en gert hefir verið, svo að heil engja- flæmi verði ekki óhagnýt vegna vatnsaga. Bankarnir verða að hjálpa bændum til að auka heyafl- ann og öryggi búskaparins. I svona sumrum, þegar víða kemst ekki baggi í hlöðu fyr en í sept- ember, er heyfengur bænda bæði rýr og skemdur. þetta er fjórða óþurkasumarið, sem kemur yfir þennan Iandshluta, og fara bænd- ur að verða aðþrengdir mjög og þurfa að fækka bústofni. Stjórn- arvöld landsins verða að vera vakandi og hafa gát á hag og af- komu landsmanna, og bankarnir mega til að veita bændum lán til aukinnar túnræktar og fram- ræslu, því að á óþurkasumrunum sýnir það sig, að þeir bændur verða harðast úti, sem hafa lítil tún og mýrlendar engjar. Flutningur þingstaðar. Samkv. leyfi stjómarráðsins verður þing- staður Fellnahrepps í Norður- Múlasýslu fluttur frá Meðainesi að Birnufelli. Bókmentir. Nýkomin er út íslensk lesbók, sem nær yfir tímann 1400—1900 og hefir Sig. Nordal prófessor valið efni í hana. Framan við hana er prentaður fyrirlestur sá, sem hann flutti hjer síðastl. vor um samhengið í íslenskum bók- mentum. Alt aðalefnið í þeim fyr- irlestri er rjett og hann allvel til þess fallinn, að fylgja Lesbókinni, að öðru leyti en því, að höf. virð- ist vera að reyna að setja þetta fram sem nýja uppgötvun frá sjer, enda þótt þetta samhengi í ísl. bókmentum sje svo aíkunnugt, að hver sæmilega mentaður og bók lesinn maður í landinu veit þetta og hefir vitað öld fram af öld. það er ekkert í þessum fyrirlestri, sem heitið geti nýtt, eða áður ókunn- ugt, og hjá því getur ekki fanð, að Sig. Nordal viti þetta sjálfur. En með framsetningu sinni á þessum alkunna sannleika verður hann þess valdandi, að svo óskaplegar greinar koma fram um bókina eins og greinin í Mrg.bl. síðastl. sunnu- dag. það hlýtur að vekja hæðni og hlátur um endilangt ísland, ef kennarinn í bókmentasögu lands- ins við háskólann ætlar að fara að reifa sig í lofgerðarslæðum fyrir það, að hann hafi uppgötvað sam- hengi í íslenskum bókmentum frá fornöld til nútímans!! Um bókina sjálfa er það að segja, að henni mun ætlað að fylla autt skarð í skólabókum okkar, sem komið hefir við það, að Sýnis- bók íslenskra bókmenta á 19. öld, eftir Boga Th. Melsted, er nú, að sögn, uppseld. En til þeirrar notk- unar er bókin óhæfilega dýr. Sem sýnisbók íslenskra bókmenta hef- ir hún þann galla, að hún gefur hvergi nærri rjetta hugmynd um bókmentirnar á þeim tíma, sem henni er ætlað að ná yfir. Hún er alt of fáskrúðug til þess. Samning slíkrar bókar er ekkert þrekvirki og ekkert vandaverk. það er bæði lítil fyrirhöfn og lítill vandi að tína upp nokkur kvæði eða rit- gerðakafla eftir þá Jón Arason, Guðbrand þorláksson, Einar Sig- urðsson, Hallgrím Pjetursson, Stefán Ólafsson, Jón Vídalín o. s. frv. Höf. þessarar greinar hefir ekki lesið yfir, það sem eftir þá er þarna prentað, en telur víst, að það sje sæmilega valið, enda ætti annarhver stúdent frá Mentaskól- anum að vera fær um að gera það úrval nærri rjettu lagi. En til þess að geta heitið sýnisbók ísl. bók- menta, er bókin, sem sagt, alt of fáskrúðug, og ber þó meira á þessu er fram dregur á síðari tím- ana. þar er t. d. ekkert sýnt eftir Pál Melsted sagnaritara, sem þó ritaði afburða fallegt mál; ekkert eftir jafnsnjallan og áhrifamikinn rithöfund og Jón Ólafsson var, ekkert eftir Björn M. Ólsen, ekk- ert eftir þorvald Thoroddsen. þeg- ar þessa er gætt, má öllum vera það ljóst, að sem sýnisbók ísl. bókmenta getur bókin alls ekki Staðist, og stendur hún þar mjög að baki bókar Boga Th. Melsteds á sinni tíð. En þó er eitt ótalið, sem er versti ókostur bókarinnar, og það er, að hún er hlutdræg, þ. e. sýnilega sett saman með það fyrir augum, að kasta rýrð á einstaka rithöfunda, en hefja aðra, og kemur þetta ljósast fram í slettum þeim, sem höf. lætur bókina flytja til Einars H. Kvarans. það mun flestra mál, að baktjaldamakkið við hina sænsku ritfrú í fyrra, til þess að spilla fyrir Einari H. Kvaran erlendis, sje Sig. Nordaí til engrar sæmdar, svo að ekki sje fastara að orði kveðið. Og lesbók- arslettan hans er ósmekkleg og illa viðeigandi, á þeim stað. Hann finn- ur E. H. K. þar til foráttu vöntun á karlmensku og þrótti — dálag- lega viðeigandi orð, eða hitt þó heldur, frá annari eins vipruvör og tilgerðarrófu og S. N. er, einhverj- um þeim karlmensku-snauðasta rit höfundi, sem til er á okkar landi,að kvenrithöfundunum meðtöldum. í Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: IE^ey\k:tc>T3aIk:: Virginia Birdseye (Bears) . Golden Birdseye do. . . Virkenor do. . . Abdulla Mixture (Abdulla). . Saylor Boy (G. Philips). . . King of the Blue (G. Philips) Feinr. Shag (J. Gruno) . . . Golden Bell do. . . Kr. 12.10 pr. 1 Ibs. 15.55 — 1 — — 16.70 — 1 — — 23.60 — 1 — — 13.25 — 1 — — 17.85 — 1 — — 17.25 — 1 kg. — 19.55 — 1 — Rauður og Grár! Tveir reiðhestar hafa tapast hér úr bænum, annar grár, mark: Vaglskorið f. v., hinn rauður, mark: Blaðstýft f. h. og biti aft- an, sýlt v. og biti aftan. Sá sem verður hestanna^ var, er vinsaml. beðinn að gera aðvart Gunnlaugi Einarssyni lækni, sími 693, eða Magnúsi Kjaran, sími 43 og 601. Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó elcki yfir 2°/0. Iiaudsverslun íslands. STRANDWOLD & DIÍASON SÍMNEFNI: DÚASQN. ADMIRALGADE 21. KÖBENHAVN K. Selja í mnhodssöhi allar íslenskar afurðir fyrir liæsta verð. Utve; (16.—22. júlí 1924). Eftir Gunnar Arnason frá Skútu- stöðum. -----Aó morgni þess 15. júlí rennur aukalest frá Osló áieiðis norður til Niðaróss. Vagnarnir eru heil halaróía, allir troðfullir af stúdentum, norskum, sænskum, dónskum, sem skifta hundruöum, og meðal þeirra þrír íslendingar (stúd. theol. Páll þorleifsson, stud. jur. Tómas Guðmundsson og greinarhöí.). það er glaða sólskin og blæja- logn, hópurinn er glaðvær, margt er spjallað, en mest horft. F’agurt er landið, gegnum þjettbygðar bú- sældarbygðir, milli lágra skógar- hæða liggur leiðin fyrst að Eiðs- velli. þaðan meðfram Vonnu og síðan Mjösen (stærsta vatn Nor- egs, 100 km., en lítið breiðara en Lagarfljót víða), yfir Heiðamerk- ursveitirnar og Hamar að Litla- hamri. Síðan um breiðan, frjósam- an og hlýjan Guðbrandsdalinn og loks frá Domtás yfir lyngivaxinn, snæflekkóttan fjallgarðinn, fram- hjá Snæhettu niður í þrönga dali, loks um víðlendar bygðir í nánd við Niðarós. Norðmennirnir elska þetta alt, Svíarnir og Danimir dást mest að fjallaauðninni og eilífum snænum, — Islendingarnir óska þess í hug- anum, að skógarnir væru horfnir heim. Tilgangur fararinnar er fundur, sem norsku, finsku, sænsku og dönsku kristilegu stúdentafjeiögin hafa boðað til. Sá 10. í röðinni. Hinn fyrsti var haldinn í Hilleröd 1890 og skyldu þeir síðan haldnir annaðhvort ár, en skilnaður Svía og Norðmanna 1905 og síðan heimsstríðið olli því, að þeir iögð- ust niður um langt skeið. 1919 hófust þeir að nýju með mótinu á Nyborg Strand og í Naadendal var annað 1921. í fundarboðinu í ár er að nokkru gerð grein fyrir ætlun þeirra. þar stendur meðal annars: „Naar der nu indbys til det lOde store nordiske studentermöte, er det fordi vi mener at et nordisk kristeligt studentermöte netop nu har en stor opgave aa löse. Der trenges til forstaaelse folkene imellem,og der trenges til sarnling, og ikke minst til kristelig samling. Der lyder et felles kall fra tidens store nöd, — et kall til lösning av store opgaver. Og over dette, og nöje forbundet med dette staar det personlige livs dypeste spörsmaal. Verdens frelse, og sjelens frelse, det er spörsmaal som hörer nöie sammen, spörsmaal som vil og bör bevege enhver alvorlig tenkende student. Til et möte til samling om disse spörsmaal paa kristelig grunnlag er det vi indbyr, fordi vi ikke kjenner nogen annen vi her kan a allar erlemlar vörur. samles om end Jesus Kristus, saa- sant „der ikke er frelse i noen annen“, hverken for den enkelte eller for folkene“. Á þetta kall runnu stúdentarnir með lestinni til Niðaróss.Komu þar klukkan rúmlega 12 um kveldið og ! hittu þá fyrir fjöldan allann, sem ! komu áður — flest Finnar. Var ! mönnum jafnskjótt vísað til bú- ! staða sinna, tveggja skólahúsa; | bjuggu karlmennirnir í öðru, kven- ! fólkið í hinu. Frh. ----o--- Manvása. í húmfriði nætur jeg hljóðlega geng, en hjartað í barminum titrar, þá leik jeg á hörpunnar ljúfasta streng, er lífdögg á blómunum titrar; svo andblærinn .flugrnjúkur flytji til þín hið fegursta úr tónunum mínum, og veki þig ásthlýtt, er vorsólin skín, með voldugu geislunum sínum. Jón S. Bergniann. -----0---- Áfengismál. Nýlega gerði lög- reglan hjer í bænum húsrannsókn hjá tveimur mönnum, sem grun- aðir voru um leynilegt áfengis- brugg og áfengissölu. Fann hún bruggunartæki og 10 potta af „pólítúr" hjá öðrum þeirra, Sig- urði Berendtsen, en allmikið af spíritus og portvíni hjá hinum, í sama húsinu, Ásgeiri frá Seli. Um þann fyrnefnda má geta þess, að örfáum dögum áður en þessi leit var gerð hjá honum, hafði hann verið dæmdur í hæstarjetti fyrir ítrekuð brot í sömu átt og einnig fyrir það, að hafa gert tilraun til þess að fá menn til að gefa fals- vottorð í slíku máli, sem hann átti í. Annar maður, sem átti að hafa verið honum hjálplegur við það, Guðm. kaupm. þorkelsson, var einnig dæmdur þar. Hinn fyrri var dæmdur í 80 daga fangelsi og 1500 kr. sekt, hinn síðari í 20 daga fangelsi. þessi leynisala á áfengi, sem oft kvað vera óþverrasull, selt við okurverði, er mörgum mönnum hjer áhyggjuefni, hverrar skoðun- ar sem þeir annars eru um bind- indi og bann, enda er að henni ófögnuður og ósómi. Dómkirkjan. Allmikið hefir ver- ið rætt hjer undanfarið um 2. dómkirkjuprestsembættið, sem nú er laust. Hefir ýmsa undrað, að svo virtist stundum, sem enginn ætlaði að verða til að sækja um það, og var því um kent, að það þætti umfangs- og annamikið, en launalítið (föstu launin eru um 3000 kr.). Til dæmis um störf dómkirkjuprestanna má geta þess, að s. 1. sunnudag flutti sjera Bjarni 2 guðsþjónustur, 1 fyrir- lestur og framkvæmdi 4 skírnir. Nú hefir þó einn umsækjandi komið, sjera Friðrik Hallgríms- son, Sveinssonar biskups,sem und- anfarin ár hefir þjónað meðal landa í Vesturheimi. Höfðu nokkr- ir menn í söfnuðinum hjer boðist til þess að kosta för hans heim hingað, ef hann vildi sækja og yrði kosinn. Aðrir hafa ekki sótt ennþá. Austan af Hjeraði. þann 30. f. m. fór fram jarðarför fyrrum skólastjóra Jónasar sál. Eiríksson- ar, að heimili hans og eignarjörð, Breiðavaði (heimagrafreit),að við- stöddu miklu fjölmenni. þrátt fyr- ir þáverandi mesta annatíma árs- ins, og voru menn víða að komn- ir af Austurlandi. Sýndi það, að margir kunna að meta starf og mannkosti hins merka sæmdar- manns. Bárust, aðstandendum einn ig samúðarkveðjur og símskeyti úr ýmsum áttum, og var eitt þessara skeyta svohljóðandi: „Til aðstandenda fyrrum skóla- stjóra Jónasar sál. Eiríkssonar. ■— Saknaðar- og samúðarhugur margra mun svífa um staðinn við þetta tækifæri, Liðni tíminn hef- ir auðgast á lífi hans og störfum. Samtíðinni er skylt að notfæra sjer fordæmið. Ókomni tíminn ætti að geyma minninguna“. Einar Jónsson hreppstjóri í Nesi í Norðfirði varð bráðkvaddur 17. þ. m. segir skeyti frá Seyðisfirði. Berklalögin. Samkvæmt augl. stjórnarráðsins 17. þ. m. verður framvegis greiddur kostnaðurinn við ljóslækningar styrkhæfra sjúk- linga á ljóslækningastofum. Mun þar með slegið föstu, að ríkissjóð- ur greiði slíkan kostnað að öllu leyti, en áður mun hann hafa ver- ið greiddur að 8/5 úr ríkissjóði en að 2/5af hlutaðeigandi dvalarhjer- aði sjúklinganna. Berklavarnalög- in komu, eins og kunnugt er, til framkvæmda seint á árinu 1921. Árið 1922 voru 340 umsækjendur um ríkissjóðstyrk úrskurðaðir styrkhæfir til dvalar á heilsuhæli, árið 1923 370 og það sem af er þessu ári 286, eða alls 996 sjúkling ar síðan lögin gengu í gildi. Strandvarnir. Ríkisstjórnin hef- ir fengið björgunarskipið þór til að annast strandvarnir l]/2 mán- uði lengur en upprunalega var um samið, eða til loka október. Fór skipið vestur fyrir skömmu. Frá Akureyri er símað 19. þ. m.: Hjer er mesta kuldatíð og mjög orðið vetrarlegt. Afli er töluverð- ur af síld, en eingöngu í reknet. Eru það smærri bátarnir, er þá veiði stunda, en aðrir eru hættir. Fiskiafli er áframhaldandi góð- ur á mótorbáta og árabáta segir nýkomið skeyti frá Seyðisfirði. Hefir aldrei í manna minnum ver- ið jafngóður afli á árabáta og í sumar. Guðni læknir Hjörleifsson hefir verið skipaður hjeraðslæknir í Hróarstunguh j eraði. Barnaskóli Reykjavíkur. Nýlega hafa tveir kennarar verið settir við skólann, þau Aðalsteinn Eiríks- son og ungfrú Kristín þorvalds- dóttir. Eru fastir kennarar nú 38 og skólaskyld börn 1300 að tölu. Skólagjöld hafa verið ákveðin 130 kr. fyrir hvern nemanda við Mentaskólann í Reykjavík, gagn- fræðaskólann á Akureyri, Kenn- araskólann, Stýrimannaskólann og Vjelstjóraskólann. Gamanleik, sem heitir Tíminn og eilífðin, á að fara að leika hjer. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.