Lögrétta - 30.09.1924, Blaðsíða 1
Innheimtaog afgreiðsla
í Þingholtsstræti 17
Sími 178.
Útgefandi og ritstjóri
Þorsteinn Gíslason
Þingholtsstræti 17.
XIX. ár.
Reykjayík, þriðjudaginn 30. sept. 1924.
53. tbl.
Um víða veröld.
Alþjóða þingmannafundur.
Alþjóða þingmannafundi er nú
nýlokið í Sviss. M. a. var rætt þar
um ýms friðarmál, afvopnun o. sl.
Samþykt var, með hjer um bil öll-
um atkvæðum, að beita sjer fyrir
því, að farin yrði önnurhvor þess-
ara leiða: Að ákveða að hernaðar-
útgjöld ríkjanna fari ekki fram úr
því, sem nú eru þau, en lækki eft-
ir ákveðnu hlutfalli smásaman, —
eða að ákveða herstyrk hvers
lands um sig undir eins í hlutfalli
við fólksfjölda, þó þannig, að her-
afli yrði stórum minkaður frá því
sem nú er. Var talað um að haga
þessu á svipaðan hátt og gert var
að því er Austurríki snerti, með
Versalafriðnum. Eftir þessu ætti
Danmörk t. d. að hafa um 12 þús.
manna her. önnur merkileg ráð-
stöfun þessa fundar var sú, að
ýmsir þingmenn hinna svonefndu
„radikölu“ flokka (og „social-
radikala“) komu sjer saman um
það, að mynda þjóðabandalag eða
fjelagsskap sín á milli. Kringum
17 lönd, eða flokkar, höfðu lofað
þátttöku í þessu. Ýmsir helstu
menn þessara flokka komu á fund-
inn, bæði frá Englandi (Asquith-
flokknum), Frakklandi (Herriot
og Painlevé’s-fl.), Svíþjóð (þaðan
kom H. v. Kock), Danmörku (Ove
Rode), Tjekkóslóvakíu (Benes-
flokknum), þýskalandi, Italíu,
Hollandi o. fl. Frumkvæði þessa
f’okkasambands kom frá Dönum
og Frökkum. I nefndinni, sem á
að hafa á hendi nánari undirbún-
ing þessa máls, er Frakkinn
Buisson formaður, og stærðfræð-
ingurinn, prófessor Borel, vara-
formaður, en Daninn Ivar Berend-
sen ritari.
þessir þingmannafundir hafa
undanfarið verið haldnir fyrir
frumkvæði einstakra þingmanna,
án þess að opinber stjórnarvöld
hafi átt hlut þar að. En nú hefir
Coolidge Bandaríkjaforseti boðið
að halda næsta fund í Bandaríkj-
unum, og er það í fyrsta sinn, sem
slíkt boð kemur frá þjóðstjórn-
anda.
Síðustu símfregnir.
Undanfarið hefir verið mikið
rætt um upptöku þjóðverja í
þjóðabandalagið. Frá Berlín er
símað, að þeir muni ekki ganga
inn á þessum fundi, því langvinn-
an undirbúning þurfi til þess. þó
hafi þeir sett fram skilyrði sín
fyrir inntökunni. Frá París er aft-
ur á móti símað: Frakkar setja
eftirfarandi skilyrði fyrir því, að
þjóðverjum verði leyfð innganga
í alþjóðasambandið: þjóðverjar
eru teknir í sambandið sem sigr-
að ríki. Verða þeir að gefa yfir-
lýsingu um, að þeir vilji uppfylla
alþjóðaskuldbindingar, þar á með-
al friðarsamningana í Versailles.
Líklegt þykir, að þessar kröfur
sjeu gerðar til þess, að útiloka það,
að þjóðverjar reyni að fá nokkrar
breytingar á friðarsamningunum,
sjerstaklega þeim ákvæðum, sem
lúta að skaðabótagreiðslunum og
ábyrgðinni á upptökum ófriðarins.
Frá Berlín er símað, að nýtt
mjög stórt Zeppelinloftfar, sem
smíðað hafi verið fyrir Banda-
ríkjastjórn, hafi nú farið í 34
stunda reynsluflug og tekist mjög
vel. Fer það svo til Ameríku. —
Hitler, byltingaforingi í Bayem,
hefir fen gið skilorðsbundna náð-
un. — Frá París er símað, að upp-
reisnin í Georgíu haldi áfram og
sje barist af dæmafárri grimd. —
Frá Madrid er símað, að uppreist
hafi orðið, að ensk-franskt fjelag
leggi uppreisnarforingja Kabyla
Abd-el-krim, bæði fje og vopn í
viðureigninni við Spánverja, en
fjelagið eigi að fá sjerleyfi í Mar-
okko, ef Krim vinni sigur.
Símað er frá París: í tilefni af
því, að Frakkar hafa áformað að
afnema sendiherrastöðu sína við
páfahirðina, hafa 6 franskir
kardínálar sent Herriot forsætis-
ráðherra allhvassyrt aðvörunar-
brjef og krefjast þess þar, að
stöðu þessari verði haldið uppi
framvegis. Ennfremur ávíta
kardínálarnir Herriot harðlega fyr
ir það, að ætla sjer að aðskilja
ríki og kirkju, í Elsass-Lothring-
en. — Frakkar hafa lagt 26%
innflutningstoll á þýskar vörur,
sem fluttar eru til Frakklands, til
þess að verjast því, að þýsku vör-
urnar eyðileggi markaðinn fyrir
innlendri framleiðslu. þjóðverjar
mótmæla þessu harðlega, en þau
mótmæli hafa ekki verið tekin til
greina, enda hafa Bretar gert hið
sama áður. Frakkar telja þetta í
alla staði leyfilegt samkvæmt
Lundúnasamþyktinni, enda renni
gjald þetta í skaðabótasjóðinn og
færist þjóðverjum til tekna.
o
(16.—22. júlí 1924).
Eftir Gunnar Árnason frá Skútu-
stöðum.
----- Frh.
Miðvikudagur 16. júlí.
Eftir að allir fundarmenn, ná-
lega 600 manns, höfðu snætt morg
unverð sameiginlega, var mótið
hafið í fundarsal stúdentafjelags
Niðaróss kl. lll/2.
Ræðustóllinn var skreyttur
norskum, sænskum, finskum,
dönskum og íslenskum fánum.
Steig í hann fyrstur dr. theol.
Simon Michelet prófessor í Osló,
formaður norska kristilega stú-
dentafjelagsins.
I nafni undirbúningsnefndarinn-
ar bauð hann alla velkomna. Ósk-
aði þess, að sama heill fylgdi þess-
um fundi, sem þeim, er áður hefðu
verið haldnir, að allir mættu af
honum auðgast í trú og þekkingu
og að hver og einn öðlaðist þá
blessun, sem aldrei yrði af honum
tekin.
Eftir stutta bæn var síðan sálm-
ur sunginn. þá kynti sinn fulltrú-
inn frá hverju landi sig og fjelaga
sína með stuttri ræðu um kristin-
dóm stúdenta.
Fyrir hönd norskra stúdenta tal-
aði Arne Fjellbu, prestur í Niðar-
ósi og forráðamaður mótsins.
Hann skýrði frá, að norsku stú-
dentarnir ynnu meira víðsýni og
glaðlyndi en drunganum og því, að
stía sjer frá öllum börnum þessa
heims. Kristur væri þeim fyrir
öllu, guð fjarlægari, fremur ráð-
gáta en lifandi faðir. Hugurinn
snerist meira um raunveruleikann
og starfið, en guðfræðina og hið
innra trúarlíf.
Sjera Hans Koch, form. danska
kristilega stúdentaf j elagsins talaði
næst. Hann lagði út af tveim ritn-
ingargreinum, þessum: Elskið
ekki heiminn, ekki heldur þá hluti,
sem í heiminum eru. Ef einhver
elskar heiminn, þá er kærleiki til
föðurins ekki í honum. því að alt
það, sem í heiminum er, fýsn
holdsins og fýsn augnanna og
auðæfa-oflæti, það er ekki frá föð-
urnum, heldur er það frá heimin-
um (1. Jóh. 15), og: því að alt,
sem af Guði er fætt, sigrar heim-
inn, og trú vor, hún er siguraflið,
sem hefir sigrað heiminn. En hver
er sá, sem sigrar heiminn, nema
sá, sem trúir, að Jesús sje sonur
Guðs (1. Jóh. 5, 4 nn).
Niðurstaða hans var sú, að ekk-
ert mannlegt skyldi neinum óvið-
komandi en hugur og hjarta ætíð
hefja sig yfir heiminn upp til
Guðs, í honum einum væri lífið
fólgið.
Dr. E. G. Gulin hafði orð fyrir
Finnum. Má vera að erindi hans
hafi verið best. Hann skýrði frá
því, að nú væru andkristnu radd-
irnar þagnaðar, æðri sem lægri
fyndu hjá sjer þrá eftir kristin-
dómi, þó hver á sinn hátt. Flestir
stúdentarnir, einkum utan úr
sveitunum, litu sömu augum á
kristindóminn eins og leikmenn-
imir, krefðust vakningar og end-
urfæðingar. Auðvitað væru svo
aðrir, sem teldu kristindóminn
fremur skynseminnar en hjartans
mál. Hann lauk máli sínu þannig:
„Víðsýnið og brennandi hjartað
— það er það sem við þörfnumst
mest. Sá sem vogar sjer ekki út á
hafið, verður að láta sjer nægja
þröngsýni fjarðanna. Við viljum
hvetja okkur sjálfa og alla aðra til
þess að hætta sjer út á opið haf-
íð, jafnvel þótt hætta sje á, að
vindar víðáttunnar slíti sundur
smáseglin okkar. Víðsýnið sjá þeir
einir, sem einhverju voga. — Og
leyndardómur brennandi hjarta
hefir altaf verið í því fólginn, að
menn hafa haldið sig í nánd við
hinn lifandi drottin. það voru ekki
lærisveinarnir frá Emaus einir,
sem sögðu: „Brann ekki hjartað í
okkur, meðan hann talaði við okk-
ur“. Ef við í einlægni leitum hans
sjálfs, þá mun hann einnig tala
við okkur á þessum dögum, og við
eignumst víðsýni — breni andi
hjörtu“.
Docent Torsten Bohlin talaði af
hálfu Svía. Hann kvað stúdenta-
kristindóminn þar í landi vera að-
allega með tvennum hætti, stú-
dentarnir í Uppsölum og Lundi
bæru merki guðfræðisdeildanna,
en stúdentarnir í Stokkhólmi og
Gautaborg bindust frjálsari fje-
lagsskap og störfuðu minna inn og
út á við. það, sem hvorutveggja
þörfnuðust mest, væri brennandi
þrá eftir himneskum gjöfum and-
ans. • Frh.
----o-----
Krossanessmálin. Áður hefir
verið sagt hjer í blaðinu frá kæru-
málum gegn norsku síldarverk-
smiðjunni í Krossanesi fyrir inn-
flutning útlendra verkamanna í
leyfisleysi og notkun rangra
mælikera við síldarkaupin. Hefir
einkum hið síðarnefnda vakið mik
ið umtal, sem eðlilegt er. En allir
bjuggust við, að verksmiðjustjórn
in mundi, undir eins og kunnugt
var orðið, að hún hefði notað við
síldarkaupin stærri mál en við-
skiftamönnum hennar var kunn-
ugt um, að notuð væru, bæta þeim
upp tjónið, sem þeir höfðu orðið
fyrir, og gera það án málshöfðun-
ar, því ekki var það sýnilegt af
frásögnunum, sem út bárust um
þetta mál, að verksmiðjustjórnin
gæti haft nokkrar frambærilegar
varnir fyrir sig að bera. En nú
segir í nýkomnu blaði af Verka-
manninum á Akureyri, að for-
maður síldarverksmiðjunnar þver-
neiti að bæta viðskiftamönnum
hennar upp tapið, og er þá sjálf-
sagt, að út af þessu rísi málaferli.
Atvinnumálaráðherrann hefir
fengið margar skósur í blöðunum
fyrir afskifti sín af þessu máli,
meðan hann dvaldi á Akureyri í
sumar, og mönnum þykir það
undarlegt, eins og það líka er, að
blað hans hefir aldrei á það minst
með einu orði, en aftur á móti
þykir vörn sú, sem fram hefir
komið frá honum nú nýlega í
Mrg.bl., ekki fullnægjandi, og ekki
heldur heppileg að sumu leyti.
Hjer skal þó ekki út í það farið. En
hitt er sýnilegt, að málið verður
ekki þaggað niður úr þessu, eftir
að vei’ksmiðjustjórnin hefir neitað
að bæta viðskiftamönnum sínum
upp tapið, sem stafar af notkun
stóru síldarmálanna.
Byggingar. 1 vor er leið og í
sumar hefir verið töluvert um
húsabætur í Borgarfirði. Meðal
annars hafa þeir Ólafur Davíðs-
son á Hvítárvöllum, Teitur á
Grímsstöðum og Sigurður á Odds-
stöðum verið að byggja stein-
steypt íbúðarhús, vönduð að allri
gerð. Guðm. Ólafsson á Lundum
bygði hæð ofan á sitt íbúðarhús.
Aðrir hafa gert hjá sjer hlöð-
ur, fjós og áburðarhús. Guðm.
Jónsson á Skeljabrekku bygði
fjós, hesthús og áburðarhús.
Sömuleiðis Andrjes í Síðumúla,
Guðm. á Lundum, þorsteinn á
Hurðarbaki o. fl. Borgfirskir bænd
ur eru nú og hafa verið um skeið
einhverjir mestu framkvæmda-
menn landsins í húsabótum og
jarðabótum, eftir því sem kunn-
ugur maður segir blaðinu.
Frá Siglufirði. Frá Sigluf. er
símað, að boðað hafi verið þar til
borgarafundar 27. þ. m. og sam-
þykt þar með nokkrum meirihluta
vantraustsyfirlýsing til bæjar-
stjórnarinnar út af meðferð henn-
ar á leigu hafnarlóðanna. Enn er
óvíst, hvað bæjarstjórnin gerir,
en heyrst hefir, að 3 bæjarfulltrú-
ar muni ef til vill segja af sjer.
Segir svo ennfremur að norðan:
Lóðaleigumál þetta er þannig vax-
ið, að upprunalega hafði verið
ákveðið að bjóða hafnarlóðirnar
með tilheyrandi bryggjum út í
desember, janúar og febrúar. En
nýlega barst hafnarnefnd 8000 kr.
tilboð í lóðirnar fyrir næsta ár, frá
þormóði Eyjólfssyni. Hafnarnefnd
tók málið til íhugunar og hækkaði
leiguna upp í 10000 kr., og að því
gekk þormóður. Samþykti hafn-
arnefnd og síðan bæjarstjórn að
leigja honum lóðirnar við 10000
kr. gjaldi, enda þótt leigan hafi
verið miklu hærri áður. Kunna
menn því mjög illa, að þessi eign
bæjarins sje leigð einstökum
manni, án þess að öðrum gefist
kostur á að gera boð í hana. — I
annari símfregn segir, að fundinn
hafi sótt um 300 manns, af um
600 kjósendum, en atkvæði hafi
aðeins greitt 54, eða 37 með van-
traustinu og 17 móti, og muni bæj-
arstjórnin ekkert sinna þessu.
Úr Suður-Múlasýslu 21. sept.:
„. .. . Sumarið að enda, kalt, rakt
og sólarlaust, eins og það hefir
verið frá byrjun, kaldast óg fúl-
ast allra sumra, sem jeg man eft-
ir, líkast mildum vetri. Fjöllin
hvít af mjöll niður að 2000 feta
hæð. Grasvöxtur hefir þó orðið
sæmilegur, en garðvöxtur nær
enginn. Góðæri hið mesta við sjó
og fiskifang mikið, en mjög lítið
hefir verkast af sumarfiski. Ann-
ríkið í sveitunum er yfirgengilegt.
Verkafólk fæst þangað ekki fyrir
kaup, sem sveitabú getur borið.
Hver hönd er hjer dauðþreytt.
þúsundir handa liggja í skauti í
kauptúnum, bæjum og sjávarþorp
um, því að fjöldi þess fólks, sem
við sjóinn er, eyðir 2/3 vinnutím-
ans í rangl og iðjuleysi. þannig
eru stoðir þær, sem renna undir
efnalegt sjálfstæði vort og menn-
ingu nútímans“.
Úr Biskupstungum er skrifað
26. sept.: „. .. . Heyskapur með
minsta móti, tún mjög kalin og
munar á sumum túnum um helm-
ing við meðallag. Búskapur bænda
stendur höllum fæti. Búin að vísu
við líkan skepnufjölda og áður, en
skuldir aukast síðustu ár hræði-
lega, miðað við eignir í föstu og
lausu fje. Umbætur litlar til húsa
og jarðræktar, enda er mannleysi
mikið, þótt meira sje það reyndar
á kvenhöndina. Allir vilja eiga
heima í Reykjavík, þar sem frjáls-
ræðið er og menningin stendur öll-
um opin. Minna hugsað um það, að
menningin sú er að mörgu leyti af
misjafnasta tægi, sem mætir að*
komnum unglingum á götunni og
á sumum samkomustöðunum. —
Síðan í október síðastl. haust
hafa orðið hjer 20 dauðsföll í
hreppnum. Flest eldra fólk, þó
hafa engar sóttir gengið“.
Gengið var skráð svo hjer í gær:
Pund kr. 29.65, danskar krónur á
kr. 114.48, norskar krónur á kr.
93.30, sænskar krónur á kr.
176.70, dollar á kr. 6.65, franskir
frankar á kr. 35.20.
Jörundur Brynjólfsson alþm.
hefir legið rúmfastur síðari hluta
sumars og er veikin sögð berklar
í baki. Hann er þó vel málhress,
segir nýkominn maður að austan,
og vonandi, að hann yfirstigi sjúk-
dóminn.
Sigurður Sigurðsson frá Kálfa-
felli hefir í sumar verið verkstjóri
á Selalæk, en er nú nýkominn aft-
ur hingað til bæjarins.
Helgi Bergs er ráðinn fram-
kvæmdastjóri Sláturfjelags Suð-
urlands í stað Hannesar Thorar-
ensen.
Kristján Albertson rithöfund-
ur verður leiðbeinandi leikfjelags-
ins hjer á komandi vetri.
Guðbrandur Jónsson ætlar að
halda hjer uppi leikskemtunum í
vetur, fyrir utan Leikfjel. Rvíkur,
og verður Indriði Waage þar leið-
beinandi.
Dönsku kosningarnar. I til-
kynningu frá sendiherra Dana seg
ir svo: Við landsþingskosningarn-
ar fengu jafnaðarmenn 12 þing-
sæti, unnu 3, gerbótamenn 3 eins
og þeir höfðu áður, vinstrimenn
8, töpuðu 2, íhaldsmenn 3 og töp-
uðu einu. Hinir nýkjörnu jafnað-
armenn eru: Pedersen skólaum-
sjónarmaður í Kaupmannahöfn,
Johansen kennari í Middelfart og
Josiassen ritstjóri í Grenaa. Töp-
uðu vinstrimannasætin eru frá I.
A. Hansen óðalsbónda á Fjóni og
Birke hershöfðingja, sem verið
hefir landþingsmaður síðan Marie
Lassen dó. Ennfremur hafa orðið
mannaskifti á vinstrimanninum
Petersen Rönde og formanni
jótska vinstrimannafjelagsins,
fólksþingsmanni Stegger Nielsen
kennara. Ihaldsmenn hafa tapað
sínu þingsæti í Kaupmannahöfn;
þar hafði ungfrú Teisen verið boð-
in fram í stað fræstórkaupmanns
Theodor Jensen, en náði ekki kosn-
ingu, og ekki heldur fulltrúi ger-
bótamanna, Ivar Berendsen. I
nýja landsþinginu er flokkaskift-
ingin því þannig: Jafnaðarmenn
25, vinstri 31, gerbótamenn 8 og
íhaldsmenn 12.