Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.09.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 30.09.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJBTTA E. A. ujóta sannmælis og skóla hans, og mun jeg gera það fram- vegis. En hitt er rangt, að jeg síð- ast í grein minni taki aftur „allar fullyrðingarnar um tilveruleysis- rjett skóla“ hans. 1 fyrsta lagi hefi jeg ekki sagt, að skóhnn ætti ekki tilverurjett. En jeg get vel gert það honum th þægðar að segja það nú, að jeg tel hinn nýja skóla hans eiga mjög htinn tilverurjett. Ber tvent th þess, og skal jeg stutt- lega gera grein íyrir því. Nú vh jeg leyfa mjer að tilfæra nokkur orð úr svari sjera Eiríks. par stendur þetta meðal annars: „Og að gefnu thefni af hálfu G. A. Sveinssonar skólastjóra skal jeg geta þess, að um skólastjórn mína var jeg og skólanefnd altaf sammála. En af öðrum ástæðum varð ) jeg að fara þaðan“. Mjer er ekki ljóst, hvert thefni jeg hefi gefið th þess að menn hjeldu, að ósamkomulag hefði verið milli skólanefndar og sjera E. um skólastarfsemi hans á Hvítár- bakka. Og, að því er jeg best veit, er það rangt, að hann hafi orðið að fara frá skólanum. Menn hjer efra vita yfir höfuð ekki th þess, að nein nauðsyn hafi rekið hann til þess. Mun skólanefnd jafnvel hafa gengið töluvert eftir sjera E. A. um að vera kyr. Eru því dylgj- ur hans í garð skólanefndar alveg ómaklegar. Af orðum hans má og ráða, að hann hafi í flestu eða öllu fengið að ráða fyrirkomulagi skólans á Hvitárbakka meðan hann var þar, og virtist hann því ekki síður hafa tækifæri til þess að koma þar í framkvæmd hugsjón um sínum en nú á Hesti. Enda mun sú breyting, er varð á kenslufyr- irkomulaginu 1 skólanum, er sjera E. A. tók við skólastjórn eftir stofnanda skólans, herra Sigurð þórólfsson, einkum vera verk sjera Eiríks. Er því einkennilegt að sjá þau orð hans, að hann sje svarinn óvinur þeirrar stefnu, að „færa alþýðuskólana hjer heima í gagnf ræðaskólaf orm‘ ‘. Af þessu má það þykja ljóst, að sje sjera Eiríkur með skólahaldi sínu að berjast fyrir hugsjón, þá hefði hann eins getað gert það við þann skóla, sem hann rjeði fyrir. Var því lítil þörf á stofnun nýs skóla, er starfaði að miklu leyti í sama anda, í sömu sveit. það má jafnvel þykja vafamál, hvort sjera E. A. vinni með því hugsjón sinni meira gagn en tjón. Verður þá um leið thverurjettur hins nýja skóla lítih. *) Leturbr. gerð aí mjer. G. A. S. &■,]/ •--Á-r.ÁÁ ~t. . | Hitt atriðið er það, að mjer virðist „nýi skólinn“, sem sýnt hefir verið, að ýmsu leyti töluvert fjær lífinu en flestir aðrir alþýðu- skólar vorir, en varla miklu nær því, sem sjera E. A. heldur fram. Enn segir í svari sjera E. A.: „Og er þá háttvirtur skólastjóri það barn, að telja það móðgun við sig, að jeg gat ekki sætt mig við að láta skólastarfsemi alveg falla úr höndum mjer eítir að jeg hafði kynt mjer skólastarfsemi meðal ágætra skóla erlendis og haíði sjálfur, í sannleika sagt, yndi af og áhuga fyrir þessu starfi?“ það er hugarburður eiim hjá prestin- um, að jeg hafi nokkurntíma talið shkt móðgun við mig, enda hefi jeg aldrei gefið það í skyn. Jeg hefði meira að segja á engan hátt getað tahð það móðgun við mig, þótt sjera E. A. hefði haldið áfram að vera skólastjóri á Hvít- árbakka. Hefði jeg einungis talið það bera vitni um loísverðan áhuga hjá honum. En eigi þarf lærðan mann sem hann til að sjá það, að þá hefði jeg ekki orðið forstöðum aður skólans. það er vafalaust, aö jeg þekki ekki ísiendingseðlið nógu vel, og má vera, aö sjera Eiríkur geri það betur. Jeg hefi þó þá skoðun — og þar erum við hklega sammála, — að íslendingar sjeu gáfuð þjóð; skal jeg og vera manna síðastur til að hverfa frá þeim orðum mín- um. En alt um þaö eru þeir ekki ahir snillingar, heldur liggur það í hlutarins eðli, að allur fjöldi þeirra eru meðalmenn, mælt á íslenska alin, og verður því heilladrýgst að sníða alþýðuskóla vora eftir þeim „gullna meðalvegi“, er sjera E. A. með mikihi fyrirlitningu nefnir meðalmensku. pannig mun allur fjöldi nemenda hafa mest not kenslunnar. Má vera, að það verði snihingunum hemill, en þó varla til baga. Og síst fæ jeg skilið, að það hljóti að hafa það í för með | sjer, að „vonirnar, sem gerðar | eru til nemendanna“, sjeu „aldrei | settar ofar meðalmenskunni“. Hlýtur sjera E. A. líka að vita það, að setningar hans þessar eru orðagjálfur eitt, því að allflestir kennarar gera sjer hærri vonir um einhverja nemendur sína, þótt ekki ah þeir í brjósti þá fánýtu von, að allir lærisveinar þeirra verði afburðamenn. 1 grein sinni segir sjera E. A. ennfremur þetta: „Og skóla minn þykir mjer heiður að kenna frem- ur við andann en efnið“. það mun mega, eftir sambandi þessara orða við aðrar setningar í sömu máls- Frá landssímanum. Vegna gengishækkunar krónunnar lækka símskeytagjöld til út- landa og loftskeytagjaldið frá 1. næsta mánaðar að telja. T. d. lækkar gjaldið fyrir 10 orða skeyti til Danmerkur og Englands úr kr. 7.05 niður í kr. 6.15, til Noregs úr kr. 8.40 niður í kr. 7.30, til Svíþjóðar úr kr. 10.70 niður í kr. 9.30 og hlutfallslega til annara landa. Reykjavík, 29. september 1924. O. Porberg. Smásöluverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: IEbe3rls:tólDa.!k;: Moss Rose (Br. American Tobakko Co. . . . . Kr. 8.70 pr. 1 lbs. Old Friend do . . — 8.70 — 1 — Ocean do . . — 10.35 — 1 — Waverley do . . — 15.55 — 1 — Glasgow í V* do . . — 15.55 — 1 — do. í V, do . . — 16.10 — 1 — 0!d English do . . — 19.00 — 1 — Garrick Mixt. do . . — 23.60 — 1 — Utan Reykjavíkur má verðið vera því ingskostnaði frá Reykjavík ti} sölustaðar, en hærra, sem nemur þó ekki yfir 2°/0. flutn- Landsverslun Zslands. Hvítárbakkaskólinn. Nokkrir nemendur geta enn fengið rúm í skólanum næsta vetur. K 'ndar eru þe3sar námsgreinar: Islenska, Islandssaga, danska, enska, ínannkynssaga, landafræði, dýrafræði, grasafræði, eðlisfræði, heilsu- fræði, söngur, leikfimi og hannyrðir, svo og þýska og bókhald þeiin, er þess óska. Kostnaður var síðastliðinn vetur ca. 315 kr. fyrir stúlkur og ca. 382 kr. fyrir pilta. Umsóknir sendist undirrituðum eða Birni Jakobssyni á Varmalæk (símleiðis). Hvítárbakka, 22. sept. 1924. G. A. Sveínsson. grein, draga þá ályktun, að mjer muni þykja heiður að því, að kenna Hvítárbakkaskólann fremur við efnið en andann. Skiftir það litlu máli, en þó veit jeg ekki, nema að þeir menn, sem að skól- anum standa, gætu með jafnmikl- um rjetti kent hann bæði við efn- iö og andann. pykir mjer engin vansæmd að því. Skal jeg nú ljúka máli mínu, en tjá vil jeg sjera Eiríki það, að jeg nenni ekki að munnhöggvast meira við hann, enda tel jeg það ekki samboðið virðingu minni. En mjer er ánægja að því, hvenær sem er, að ræða við hann þessi mál og önnur, ef hann vill beita skyn- samlegum rökum. G. A. Sveinsson. Lesbókin. Sig. Kr. Pjetursson rithöfundur skrifar í Tímann síð- astl. laugard. um Lesbók SigurÖar Nordals, sem talað var um í síð- asta tbl. Lögr. Greinin ber það með sjer, að höf. er S. N. mjög velviljaður og að honum mundi miklu ljúfara að lofa verk hans en að finna að þeim, en fcy&t getur það engum dulist, sen gremina les, að hann er óár ægður með bók- ina sem Lesbók og' að hann álít- ur hana lítt hæfa sýnisbók ísl. bókmenta. En dómur S. Kr. P. er svo vægur sem fremst má verða. pað sanna er, að bókin er svo óhæf til þeirrar notkunar, sem hún var ætluð, að eftir útgáfu hennar er jafnvel enn meiri þörf á hæfhegri skólalesbók og sæmi- legri sýnisbók ísl. bókmenta en áður var. En hart er það, að ekki skuli mega trúa bókmentasögu- kennara háskólans fyrir, að leysa viðunanlega af hendi jafnauðvelt verk og samsetning slíkra bóka er. pó kvað hann hafa fengið háan styrk úr Sáttmálasjóði til þess að vinna verkið. Svar við greinum Snæbjarnar Jónssonar um málanám hjer á landi, eftir Hallgrím Jónasson kennara í Vestmannaeyjum, kem- ur í næsta blaði. Siguiður Sigurðsson ráðunaut- ur er nýkominn heim úr ferðalagi um Snæfellsnessýslu og norðan úr Húnavatnssýslu. Var hann rúmar 8 vikur í ferðinni. Fylgdist hann með gangnamönnum að norðan suður Kjalveg í Gránunes og það- an fór hann svo sem leið liggur suður í Biskupstungur o. s. frv. Lætur hann allvel yíir heyskap, þar sem hann fór um, og segir hann alment betri en á hafi horfst. Heyskapur. Eftir því sem kunn- ugur maður skýrir Lögr. frá, hef- ir veðráttan í sumar verið einkar hagstæð í Borgarfjaröarhjeraðinu, á Snæfellsnesi og í Dalasýslu, og heyafli í þessum hjeruðumyfirleitt góður og sumstaðar í betra meðal- lagi. Sama er að segja um sýslurn- ar hjer austanfjalls. Á Vestfjörð- um var og tíðarfarið gott, en til- finnanlegt grasleysi og sneggja víða þar um slóðir. Heyskapur því í minna lagi, en nýting fremur ! góð. — f Húnavatnssýslu varð heyskapur á endanum allsæmileg- ur, þó snögt væri sumstaðar og óþurkasamt um tíma. Eftir höfuð- dag gerði þar þurka, og sláttulok- in urðu víða góð. — I Skagafjarð- arsýslu var veðráttan fremur stirð fram eftir sumri og heyöfl- unin erfið og tafsöm, en rættist sæmilega úr að lokum. Er heyskap ur þar talinn að vera undir það í meðallagi víða, en sumstaðar þó vel það. — Á öllum útnesjum, svo sem á Vatnsnesi, Skaganum milli Húnaflóa og Skagafjarðar, Fljót- um og víðar, hefir sumarveðrátt- an verið erfið mjög. Hirtust töður þar sumstaðar ekki fyr en í byrj- un september, eða 19 vikur af sumri. Sigurður Kristjánsson bóksali gaf á sjötugsafmæli sínu styrkt- ; arsjóði prentara 1000 kr. minning- I argjöf. Stjórn Bóksalafj elagsins ; færði honum minningargjöf: gull- j dósir 1 bókarlíki með áletrun, ; mjög vandaðan grip og vel gerðan. | Kvennaskólinn hjer í Rvík á 50 j ára afmæli á morgun, og verður nánar á það minst í næsta blaði. ina“ (sbr. Landstíð. H. 158). Seinna (1853) var svo bætt við kirkjurjetti, og tónkensla var ákveðin 1850. þannig var þá loks kominn upp sjerstak- ur prestaskóli 1 landinu sjálfu, til þess að ráða bót á „saadann Forblindelsse oc wan- wittighedt“, að þar væru aðeins fáir „lærde oc duelige prestmendt“, eins og segir i gömlu konungsbrjefi um ástand prestastjettariimar íslensku. Hefir nú verið lýst nokkuð upphafi og aðdraganda þeirra þriggja æðri skóla- stofnana, sem fyrir voru þegar háskólinn var stofnaður, og runnu inn í hann. Er nú eftir fjórða og síðasta deildin. Heimspekisdeildinni íslensku var fyrst og fremst ætlað að verða deild fyrir ís- lensk fræði, jafnframt því sem þar yrði kend heimspekin, eða forspjallsvísindin, sem stúdentar allra deilda þyrftu að nema. En þessi deild á sjer líka ákveðna forsögu, þó henni hafi verið minni gaumur gefinn en sögu hinna. Að sjálfsögðu ætti að leita fyrsta frjóanga shkrar íslenskukenslu í þeim söguáhuga og fróðleiksþorsta, sem svo oft er rætt og ritað um sem íslenskt þjóðareinkenni, bæði af góðu viti og grönnu. Hefir verið vikið að því efni hjer áður alment, og verður því sagan nú lát- in hefjast á því, þegar fyrst kemur fram ákveðin tillaga um það, að taka upp fasta, sjerstaka kenslu í íslenskum fræðum hjer innanlands. En það var á alþingi 1865 að Jón Pjetursson fór fram á það „við hið heiðraða þing, að það allra þegnsamlegast beiði konung vorn að hann allra mildast“ stofnsetji „embætti í Reykjavík í sögu ls- lands og íslenskum fornfræðum“. þessi sögukennari átti að flytja opinbera fyrir- lestra á vetrum, að minsta kosti klukku- stund hvern rúmhelgan dag. Flutnings- maðurinn rakti það, að blómgast hafi hjer í fornöld allur fróðleikur, en þó einkum sagnfræðin, og sjeu sögur þær, sem forfeð- urnir rituðu, hafðar í hinum mestu met- um um allan heim og muni ætíð halda uppi heiðri hinna fornu íslendinga. „En nú er líkt komið fyrir oss í þessu efni sem öðrum: sagnfræðin er því nær útdáin meðal vor og engir fslendingar rita nú lengur sögur, eins og líka þekking vor á sögu landsins frá því fomöldinni sleppir er meðal vor næstum liðin undir lok“. En hann vill láta sagnfræðina glæðast hjer aftur, „með því þjóðlíf vort er nú farið að vakna nokkuð aftur og vjer allir höfum áhuga á því, að stuðla til þess eftir megni, að land vort nái viðreisn og fari aftur að ítaka framförum bæði í andlegum og lík- Jamlegum efnum“. Og í stuttri framsögu- ræðu segir hann m. a., til stuðnings uppá- stungu þessari, að „sagnafræðin sje jafn- aðgengileg fyrir almúgann sem l.ærða“ (Alþt. 1865 I. A. 380). — Konungsfulltrúi svarar þessu öllu svo, að að vísu sje uppá- stungan „vel hugsuð“, en þó vonlaust um þessa 1600 dali, sem til framkvæmdanna þurfi, enda verði hann að álíta, að „oss vanhagi um margt meira en þetta“. Var svo tillögunni hrundið með 10:9 atkv. En 1867 ber J. P. þetta aftur fram, svo fastur var hann og trúaður á málið, — en segist þó gera það, „þar eð kringumstæð- ur eru nú orðnar nokkuð öðruvísi“ en fyr (Alþt. 1867, II. 311). Var þá sett nefnd í málið. Segir þar þá m. a. í áliti meiri- hlutans, en hann var málinu meðmæltur, „að vísindin sjeu hið öflugasta ráð til þess að koma hverju landi upp“. Pá var þó bætt við í till.: fornfræðum Norðurlanda, og segir í álitinu, að þau sjeu nauðsynleg til rjetts skilnings á fornsögu fslands. Á móti þessu talaði m. a. Pjetur Guðjónsson, „þó hann fyllilega viðurkendi nauðsynina“ og „þá nytsemi, sem þetta getur haft í vís- indalegu tilliti“. En hann vill láta ein- hvern „prívatmann“ byrja á þessu, sem „finnur hjá sjer köllun og krafta“, og yrði þá auðveldara að útvega fjeð. Aftur á móti segir Jón Hjaltalín í umr., að þá væri oss íslendingum illa farið, ef vjer vildum Íekki meta að neinu svo mikilsvarðandi vísindi, sem hjer er um að ræða. „íslend- ingar geta staðið sig við það“, segir hann, „að sloka niður í sig brennivín fyrir D/á tunnu gulls á ári, en hafa þó ekki eða þykjast ekki hafa ráð til að verja nokkur 100 dölum til nytsamra fyrirtækja, og þó eru hjer á landi um 70 þúsund manns. — -----Og jeg get sagt mönnum það, að það er ekki vegna þjóðarinnar, er nú lif- ir, eða vegna vor, er sitjum hjer í saln- um, að menn virða oss erlendis, heldur gera þeir það vegna forfeðra vorra og sögu þeirra“ (Alþt. I. A. 191). Með þessu töluðu einnig Ben. Sveinsson, Sveinn Níels- son, Eir. Kúld, Arnljótur Ólafsson, Sveinn Skúlason og H. Kr. Friðriksson. Var þetta svo samþykt með 18:5 atkv. og bænarskrá send konungi. En ekki var þessu sint á hærri stöðum. Á næsta þingi, 1869, kemur J. P. þó enn á ný með tillögu um það „að endurnýja hina þegnlegu bæn til vors allra mildasta konungs“ (Alþt. 1869, II. 153). Var þá aftur sett nefnd í málið og urðu um það nokkrar umr. T. d. spurði Grímur Thom- sen, hvort þessi kensla ætti að vera við latínuskólann. Neitaði Jón því; það ætti að vera sjerstök staða. Vildi Grímur helst láta íslenskukennara lærða skólans halda þessa fyrirlestra fyrir ákveðna þóknun. Jón segir, að það geti verið gott og bless- að, en þó þurfi það ekki að fara saman að vera vel að sjer í tungunni og sög- unni. Fór svo, að nefndin mælti með þessu, en ljet skipulagið óákveðið, og var það samþykt með nær öllum atkvæðum. Ennþá varð þó ekkert úr framkvæmdum. Og þegar J. P. vakti málið enn á þingi 1871, þótti stjórninni „ísjárvert nú sem stend- ur að leggja útgjöld til þessa á hinn ís- lenska landssjóð“. Var málið þá felt með 14:6 atkv. og lýkur þar þess sögu. Hafði Jón Pjetursson haldið fram málstað þess- um með slíkri festu og drenglund, en þó skilningi á eðli þess, og sanngirni, að ómaklegt er, hversu eyðst hefir minningin um afskifti hans af þessum málum, og var hann þó merkur maður og fróður á fleiri sviðum. -o- Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.