Lögrétta - 30.09.1924, Blaðsíða 2
2
LÖGRJETTA
Eimskipafjel. íslands
og útlenda samkepnin.
Um tíu ár eru nú liðin frá stofn-
un Eimskipafjelagsins. Stofnun
þessa fjelags, samtök og áhugi
landsmanna í því máli er einn
hinn mesti merkisviðburður í
sjálfstæðisbaráttu hinnar íslensku
þjóðar.
Einhuga gengu Islendingar að
því verki, og það bæði austanhafs
og vestan. Löndum vorum í Vest-
urheimi þótti stofnun fjelagsins
svo þýðingarmikil fyrir framtíð
bræðranna austanhafs, að þeir
hófu einnig hlutafjársöfnun og
lögðu fram drjúgan skerf til stuðn
ings þessu fyrirtæki. þeir skildu,
að hjer var stefnt í rjetta átt, Is-
lendingar ættu sjálfir að „færa
varninginn heim“, sjálfir að eiga
skip til að halda uppi samgöngum
sínum við umheiminn.
Skamt var þess að bíða, að það
sannaðist, hversu mikil nauðsyn
þessari þjóð er á því að eiga sjálf
skipakost. Norðurálfuófriðurinn
með öllum þeim þrautum, sem af
honum leiddu, jafnvel fyrir hinar
hlutlausu þjóðir, gat fært jafnvel
þeim, er annars hefðu efast, sann-
inn heim um það, hve illa sú þjóð
er farin, sem alt verður til annara
að sækja með flutninga að sjer og
frá. þá, þegar „Bretinn lokaði
hverri höfn og harðindi nístu láð“,
kom glögt í Ijós, hver bjargvættur
verslunarflotinn íslenski, þó smár
væri, reyndist þjóðinni.
þá var lítið um samkepni í Is-
landssiglingum, fáir sem hlupu í
kapp við hina hraustu sjómenn á
íslensku skipunum til að færa
björg að landinu yfir ófriðarsvæð-
in austan að, og oft um hávetur
yfir hættumesta svæði Norður-At-
lantshafsins vestan að. Meðal ná-
grannaþjóðanna var þröngt um
skipakost, flestir höfðu nóg með
sig eða fluttu bannvörur fyrir
ófriðarþjóðirnar og tóku offjár að
launum, enda slíkar ferðir hinar
hættulegustu, eins og kunnugt er.
þá var íslendingum gott að eiga
sjálfir yfir nokkrum skipakosti að
ráða og geta ekið seglum eftir
vindi með ferðirnar. Sótt var ým-
ist austur eða vestur yfir haf, og
þó einkum vestur, eftir því sem að
þrengdi meira hjer í álfu.
ótalið er það fje, sem íslensku
skipin spöruðu þjóðinni á þeim ár-
um með því að flytja vörur fyrir
lægri farmgjöld en þá gerðist al-
ment. Eimskipafjelaginu hefði þá
verið í lófa lagið að auðga sig stór-
um með hækkun flutningsgjalda,
en vitanlega hefði það orðið á
kostnað þjóðarinnar. þó fjelagið
sje atvinnufyrirtæki, var það þó
einkum stofnað vegna þeirrar
nauðsynjar, er á því var að þjóð-
in rjeði sjálf yfir siglingum sínum
og viðskiftum við umheiminn. —
Fjelagið notaði því ekki þá að-
stöðu, er ófriðarástandið skapaði,
til að auðga sig fyrst og fremst,
og græddi að vísu minna en annars
hefði orðið. Hinsvegar sparaði það
þjóðinni stórfje á þennan hátt. —
þó er hitt miklu mikilvægara, hve
öflugan þátt íslensku skipin áttu í
því, að forða skorti á nauðsynja-
vörum hjer, þegar ríkari og stærri
þjóðir bjuggu að ýmsu leyti við
sult og seyru.
Áhrifum ófriðarins á siglingar
þjóðanna er nú að mestu leyti
lokið. Samkepni í siglingum eykst
nú óðfluga, enda er verslunarfloti
heimsins orðinn mun meiri nú en
var fyrir stríðið.
íslandssiglingum er nú mikill
gaumur gefinn af útlendingum og
verður Eimskipafjelagið nú að
keppa um flutninga milli íslands
og útlanda við sjer miklu öflugri
fjelög. Vexti þess og viðgangi er
óneitanlega hætta búin af mjög
auknum siglingum útlendra keppi-
nauta hingað til lands. þessi
hætta verður mun aðgætsluverð-
ari þegar þess er gætt, að mark-
miðið með stofnun fjelagsins hlýt-
ur að hafa verið það, að þjóðin
næði með tímanum meiri og meiri
yfirráðum yfir siglingum til
landsins.
Stofnun Eimskipafjelagsins er
drýgsta sporið, sem enn hefir stig-
ið verið til að færa yfirráð versl-
unar vorrar og siglinga inn í land-
ið og hið djarfasta til sjálfstæðis
í verki; hnignun þess væri aftur-
för í þessu efni og hnekkir fyrir
andlegt og efnalegt sjálfstæði þjóð
arinnar. það sem hjer þarf er hitt,
að fjelagið eflist og það svo, að
það verði þess megnugt að annast
alla þá flutninga, sem nú koma í
hlut þeirra skipa, sem hingað sigla
eftir fastri áætlun. Til þessa eru
íslensku skipin enn of fá; þau geta
ekki annað flutningunum þegar
mest berst að, þó þau oft þess á
milli hafi ekki nægilegan flutning
vegna þess, að honum er ráðstafað
til annara skipa.
þó samgöngur vorar við önnur
lönd sjeu nú að mörgu leyti betri
en þær hafa áður verið, er það
einkum tvent, sem hjer vantar,
og myndi verða atvinnuvegum
landsmanna að miklu gagni. Eins
og kunnugt er, höfum vjer enn
engar reglubundnar ferðir beint
til Miðjarðarhafslandanna, smærri
fisksendingum má þó koma þang-
að bæði með íslenskum og útlend-
um skipum með umhleðslu í Nor-
ur-Evrópu-höfnum, en sú flutnings
aðferð er engan veginn hin besta,
fylgja henni ýmsir annmarkar,
sem óþarft er hjer að telja.
Enginn vafi er á því, að aðstaða
vor í fiskneytslulöndunum myndi
stórum batna við beinar samgöng-
ur milli landanna; má í sambandi
við þetta benda á, hve mjög hafa
aukist viðskifti Noregs við ísland
síðan beinar, reglubundnar ferðir
hófust milli þessara landa.
þá er þörfin fyrir kæliskip að-
allega til útflutnings á kjöti talin
mjög brýn; hlutaðist síðasta Al-
þingi til um það, að stjórnin skip-
aði nefnd til að rannsaka verkefn-
in fyrir slíkt skip hjer við land og
til að beitast fyrir almennri fjár-
söfnun til þess, ef hún kæmist að
viðunandi niðurstöðu að því er
verkefnin snertir.
þetta, sem nú hefir nefnt verið,
sýnir meðal annars það, að oss er
enn skipa og samgangna vant til
að fullnægja flutningaþörf höfuð-
atvinnuvega vorra.
Eimskipafjelagið þarf hjer sem
annarsstaðar á þessu sviði að hafa
forgönguna, það hefir nú reynslu
undanfarinna ára til að byggja á,
og ætti því framtíð siglinga vorra
að vera best trygð í þess höndum.
En til þess að fjelagið og þar með
íslenskar siglingar haldi velli í
framtíðinni og geti fært út kvíarn-
ar smámsaman, eftir því sem þörf
atvinnulífs vors krefur, verða ís-
lenskir inn- og útflytjendur að
láta, þegar því verður við komið,
íslensku skipin fá allan þann flutn-
ing, sem þeir hafa yfir að ráða,
öðrum skipum fremur. þetta þarf
ávalt að hafa fyrir augum, þegar
kaup eru gerð, og mun þá koma í
ljós, að íslensku skipin má nota
mikið meira en oft hefir átt sjer
stað.
Er það skylt öllum góðum ls-
lendingum að vinna að hag fje-
lagsins og heill landsins á þennan
hátt, og meiri þjóðarnauðsyn, eink
um á samkepnistímum, eins og nú
eru, heldur en ef til vill margan
grunar.
Vitanlega geta margar orsakir
legið til þess, að menn verða enn
sem komið er að nota útlend skip
undir vöru sína að nokkru leyti.
T. d. er „fob“ (frítt um borð) sala
á afurðum mikið tíðkuð, kaupend-
umir oft útlendingar, og verður
þeim yfirleitt tamara að ráðstafa
vörunni til flutnings með sinnar
þjóðar skipum en annara. Um
þetta geta seljendurnir þó oft
nokkru ráðið, ef þeir vilja og at-
huga það í tíma.
1 „Le Lloyd Francais“, frakk-
nesku siglingablaði, mátti fyrir
skömmu lesa grein um þetta efni.
Höfundur greinarinnar telur það
illa farið, hve mikið af vöruflutn-
ingum þjóðarinnar sje 1 höndum
útlendinga, og vill að tekin sje upp
sú regla, að selja frakkneskar
vörur „cif“ (þ. e. fluttar á höfn)
til kaupanda. Með því segir hann
að þeir, Frakkar, geti sjálfir ann-
ast flutninginn.
Hjer við land eru staðhættir
sumstaðar þannig, að hæpið getur
verið að halda vöru eftir, ef flutn-
ingur býðst, án tillits til þess,
hvort skipið er útlent eða innlent.
þá kemur það einnig fyrir, eins
og áður er á vikið, að farmrúm er
ófáanlegt með íslenskum skipum
þegar mest berst að, og er það eðli
legt, meðan ekki eru fleiri skip í
förum en vjer nú höfum.
þó nefna megi þessar og ef til
vill fleiri orsakir þess, að íslensku
skipin fara enn á mis við þá vöru-
flutninga, sem þeim ber að hafa,
þá er því ekki að leyna, að mestu
varðar að landsmenn beiti áhrif-
um sínum á vöruflutninga að land-
inu og frá, íslenskum siglingum í
hag. Er þess brýn nauðsyn, að
Eimskipaf j elagið og landsmenn
allir athugi í tíma, hvert stefnir
með siglingar vorar, ef tómlæti
og vanhyggja sitja í fyrirrúmi,
meðan útlendingar ná meira og
meira tangarhaldi á flutningum
vorum.
Verslunarstjettinni innlendu ber
hjer að vera á verði sjerstaklega.
Innlend verslun og innlendar sigl-
ingar eiga að haldast í hendur til
að beina samgöngum vorum við
umheiminn í það horf, sem best
hentar atvinnuvegum þjóðarinnar.
Farmgjöld þau, sem vjer greið-
um til útlendra skipafjelaga, eru
fje, sem þá þegar er horfið úr
landinu. Um innlend skip er öðru
máli að gegna, þar rennur fjeð í
vasa landsmanna sjálfra, eykur
atvinnu í landinu, þjóðarauðinn og
gildi peninga vorra.
Lega landsins og fábreytni at-
vinnuveganna gera flutningaþörf
vora meiri að tiltölu við fólks-
fjölda en flestra annara þjóða. Af
þessu leiðir, að landsmenn ættu að
geta haft meiri atvinnu við sigl-
ingar sjálfra vor, ef rjett væri á
haldið, en gerist annarsstaðar. Á
það því einkum við hjá þessari
þjóð, að „siglingar eru nauðsyn".
Sjómennirnir íslensku standa í
þessu efni sem öðru fyllilega ann-
ara þjóða mönnum á sporði, svo að
starfskrafta höfum vjer næga.
Framfarir og eigin siglingar, aft
urför og skipaleysi, þetta tvent
hefir löngum fylgst að með þjóð
vorri.
Eftir langa baráttu margra
hinna bestu manna þjóðarinnar
höfum vjer nú öðlast stjórnarfars-
legt sjálfstæði; verður nú að vinna
að því, að gera atvinnulíf vort sem
óháðast erlendum yfirráðum og
má óhikað telja eflingu siglinga
vorra einn hinn mikilvægasta þátt-
inn í því starfi.
Vestmannaeyjum í ágústán. 1924.
Jóhann p. Jósefsson.
----o----
Sambandsíundur
norrænna KYenrjettindaQ'elaga
3,--6. júní 1924 í Helsingfors.
Eftir
frú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur.
Frh. -----------
Annað mál á dagskrá var:
Hin hagfræðilega (national-ökono-
miske) þýðing húsmóðurstarfsins
fyrir þjóðina.
Frú Hedvig Gebhardt ríkisdags-
meðlimur reifði þetta mál með
mjög góðum fyrirlestri. þar hjelt
hún því fram, að til þess að gera
konurnar færar um að fylla hús-
móðursætið sem bæri og leysa þau
störf, sem húsmóðurstöðunni
fylgdu, svo vel af hendi, sem best
mætti verða, þyrfti fullkomið sjer-
nám og sjerfræðilega þekkingu,
sem alt uppeldi kvenna yrði að
byggjast á. pessi staða væri þýð-
ingarmesta og lang almennasta at-
vinnugrein kvenna. Og konurnar
ættu heimtingu á sem ríkisborg-
arar að löggjöfin og landsstjórn-
irnar tækju fult tillit til þess. Að
lolcum bar hún fram svohljóðandi
tillögu:
„Með tilliti til þeirrar miklu þýð
ingar fyrir þjóðarbúskapinn, sem
húsmæðrastarfsemin hefir, þá tel-
ur 3. norræna sambandsþing
kvenna nauðsynlegt:
1. Að húsmæðrunum sje kent að
hugsa þjóð-hagfræðilega, en ekki
aðeins um einstaklingshagsmuni.
2. Að þær læri að skilja þau
verkefni, sem liggja fyrir þeim og
hvíla á þeim sem aðalkaupendum
og notendum allra nauðsynja heim
ilanna.
3. Að þær myndi með sjer fag-
fj elagsskap á hagf ræðilegum
grundvelli.
4. Að bæði ríkin og bæja- og
Lesbók Lögrjettu VII.
íslensk þjóðíræðí.
Eftir Vilhjálm p. Gíslason.
Frh. ------
þá er að geta lögfræðinnar. það er al-
kunnugt úr fornum sögum, hverja áherslu
menn lögðu þá á lögspekina og að lögin
voru eitt af því fyrsta, sem skrásett var á
íslenska tungu. Föst lagakensla var þó ekki
til. Lögin nam maður af manni. Og Al-
þingi var í vissan máta einskonar laga-
skóli — óbeinlínis. öll þessi lagasýslan er
einkennilegur og sterkur þáttur í andlegu
(og hagrænu) lífi íslendinga að fornu, og
áhugi þeirra á þessum efnum hefir eigin-
lega aldrei dáið alveg út og var þjóðleg
ment. Sú saga er þessu annars óviðkom-
andi hjer, í einstökum atriðum, enda al-
kunnir frumdrættir hennar. En hins verð-
ur þó að geta, að þegar aftur fer að lifna
yfir ísL þjóðlífi, fara menn einnig að fást
við þessi lögfræðilegu efni. Rísa hjer upp
allmargir góðir og fróðir lögfræðingar á
sína vísu. Má minna þar á Jón Árnason
(Om den islandske Rettergang 1762),
Svein Sölvason (Tyro juris 1754, Det isl.
jus criminale), Magnús Ketilsson, og
seinna Magnús Stephensen, og loks Vilh.
Finsen.
En þó íslendingar hafi þannig fengist
allmikið við þessi efni, var þó undir-
stöðumentun þeirra dönsk og megináhersl-
an lögð þar á dönsk lög. Snemma fara að
heyrast kvartanir um þetta ástand og ósk-
ir um það, að gera lagakensluna íslensk-
ari. En það vildu menn gera með því ann-
aðhvort að flytja hana alveg heim, eða
með því að leggja meiri áherslu á íslensk
lög sjerstaklega við Hafnarkensluna, fá
hana t. d. í hendur íslendingi, eða að
minsta kosti sjerfróðum manni í íslensk-
um lögum. það vakti líka óánægju margra
mentamanna íslenskra, að með tilskipun
frá 26. jan. 1821 hafði verið ákveðið, að
menn þyrftu aðeins að vera „danskir
júristar“ til þess að fá sýslumannsem-
bætti á Islandi (sbr. Forordning angaaende
det juridiske studium ved Köbenhavns
universitet, 15. gr.). Voru þannig gorðar
lægri kröfur til lögfræðinga hjer en heima
1 Danmörku sjálfri. Stundum lenti líka í
íslensku lögfræðisembættin ýmis misjafn
danskur sauður. Menn þurftu líka einu
sinni ekki að kunna íslensku til þess að
fá hjer embætti, uns Kristján VIII. aftók
það, um 1843. Sem ofurlítið sýnishorn
þess, hversu „íslenskir“ sumir þessir
dönsku „júristar“ hafi verið, má setja hjer
kafla úr umsóknarbrjefi eins þeirra um
Norður-Múlasýslu(1844): „-------Thykk-
ist ek núna at hafa fenið kunnleika nokk-
arn, sem tharaðauki allsemnáðarsamr
verðr at sjá af qvíði thessum ok bið ek
thessvegna at Yðarr Hátign allsemnáðar-
samr vilia skicka mér til sýslumanns
Norður-Múlasýslu, og líkasem ek thann-
inn vill thykkja mér oflukkaligr, svá er ok
von mín, til thess at finnast virðuligr".
Og þetta er skrifað eftir að umsækjendur
áttu að vera fullfærir í íslensku!
Eins og við var að búast, spratt af öllu
þessu óánægja, eins og fyr segir. Fyrir
þingið 1855 kom bænarskrá um stofnun
lagaskóla í Reykjavík. Flutti hana Pjetur
Pjetursson, en Jón Sigurðsson hafði sent
hana og var hún undirskrifuð af 17 ísl.
stúdentum í Höfn. I nefndarálitinu um
þessa bænarskrá er lýst óánægjunni með
það, að lögfræðingarnir hjer þurfi ekki að
hafa hlotið vísindalega mentun, en aðeins
að hafa tekið hið minna prófið. Svo er
sagt: „þá virðist það með öllu nauðsyn-
legt, að stofnsetja hjer á landi lögfræð-
ingaskóla (en höjere Dannelsesanstalt
for vordende juridiske Embædsmænd i Is-
land), hvar þeim, er útskrifuðust úr
latínuskólanum og búa vildu sig undir
lögfræðingaembætti hjer á landi, væri
kent bæði heimspekileg lögfræði (Rets-
philosophie og Naturret) og líka íslensk
lög og rjettur, eins og þessi embættis-
mannaefni og ættu -að taka próf í for-
spjallsvísindum, áður en þeir tækju próf
við lögfræðingaskólann". Gert var einnig
ráð fyrir því, að 2 kennarar gætu hæglega
lesið yfir í 3 ár það, sem kenna þyrfti í
skólanum. Framsögumaður málsins var
Jón Pjetursson. En andmæli komu fram.
þó fór svo að lokum, að samþykt var að
senda konungi bænarskrá um þetta (með
15:6) og beðið að greiða kostnaðinn úr
ríkissjóði, og er hann ráðgerður 2500 rdl.
(Alþt. 1855 — 641). Af andmælendunum
má hjer nefna þórð Jónassen. En hann
„játaði að vísu, að ef lagaskóli kæmist
hjer á, kynni lagakenslan ef til vill í sum-
um greinum að geta orðið öllu hagfeldari
fyrir íslendinga, en hún nú kann að vera
við háskólann í Kaupmannahöfn, en á hinn
bóginn get jeg ekki gert eins lítið úr kensl-
unni við háskólann og mjer virðist nefnd-
in hafa gert. Að minsta kosti þekki jeg af
eigin reynslu, að tekið var fram í laga-
kenslunni við háskólann alt það, sem sjer-
staklegt er fyrir Island--------nefndin
segir líka, að margir okkar ágætustu og
mentuðustu embættismenn hafi verið og
sjeu danskir júristar“ (Alþt. 1855 —
337). Við þessar umræður var það einnig
borið í tal, að taka upp kenslu í íslenskri
lögfræði við Hafnarháskóla, einkum
þeirri, sem hnígur að landbúnaði og rjett-
arsögu íslands. En þó hölluðust menn held-
ur að hinu, að biðja um ísl. lagaskóla hjer
heima. Úr framkvæmdum varð þó ekkert
þegar til kom.
því fer þó mjög fjarri, að þessi hug-
mynd falli þar með niður. Hún er marg-
vakin aftur og verður á sínum tíma m. a.
ein meginröksemdin í baráttunni fyrir há-
skólanum (svo sem hjá Ben. Sv.). 1857
kemur aftur bænarskrá um lagaskóla, frá
varaþingm. Reykvíkinga, en árangurs-
laust. Og á næsta þingi, 1859, sendu ísl.
fræðimenn í Kaupmannahöfn enn sams-
konar beiðni. En árangurslaust. Landar
hafa þó ekki ætlað að láta ásannast þar,
það sem Páll Pálsson sagði einu sinni í
umræðum um læknaskólann: „þjer biðjið
og öðlist ekki, af því þjer biðjið illa“. því
eftir þetta kemur lagaskólakrafan fram á
svo að segja öllum þingunum frá 1863 til
1903, að lögin voru loks samþykt. (Sbr.
Alþt. 1863, 65, 67, 69, 71, 73, 75, 77, 79,
81, 85, 87, 91, 95, 97, 1903). En þó lögin
væru samþykt þarna, tók lagaskólinn ekki