Lögrétta

Issue

Lögrétta - 07.10.1924, Page 4

Lögrétta - 07.10.1924, Page 4
4 LÖGRJÍTTA óþrifnað þann, sem átt hefir sjer stað við framleiðslu meðalalýsis, en t. d. mjólkur. það ætti ekki að dragast lengur en til næsta þings að samin væri ítarleg lög um framleiðslu þessara vara, og landlækni og hjeraðs- læknum falið að hafa eftirlit með tilbúningnum, sömuleiðis ætti al- gerlega að banna að búa til með- alalýsi úr annari lifur en þeirri, sem flutt er í land samdægurs og hún er fiskuð. Fiskifjelaginu hefir nýlega bor- ist dálítill bæklingur frá danska konsúlatinu í Montreal um lýsis- iðnaðinn við Newfoundland (The cod liver oil industry in New- foundland), og til samanburðar fyrir þá, sem þekkja til meðala- lýsisiðnaðarins hjá okkur, vil jeg leyfa mjer að benda á nokkur at- j riði úr nefndri bók. Sjerhver sá, sem fæst við fram- leiðslu á meðalalýsi, verður að fá til þess sjerstakt leyfi og færa sönnur á, að hann hafi þá þekk- ingu, sem til þess þarf að uppfylla þau skilyrði, sem heimtuð eru. Umsjónarmaður stjórnarinnar lítur stöðugt eftir bræðslustöðv- unum og sjer um, að ríkjandi reglugerðum sje fylgt og leiðbein- ir og gefur upplýsingar þeim, sem við þennan iðnað fást. Matsvottorð frá umsjónarmanni ríkisins verður að fylgja hverri sendingu sem afgreidd er,og í því tekið fram, að það sje framleitt undir hans eftirliti. Nærri því alt meðalalýsi, sem framleitt er við Newfoundland, er gufubrætt, þannig, að gufa er leidd beint í bræðslukerið og látin | standa á lifrinni ca. 30 mínútur, þangað til fer að koma hvít froða ofan á lýsið, þá er lokað fyrir guf- una og lýsið látið setjast til í ca. 5 mínútur, síðan er lýsið síað vandlega ofan í kæligeymana, og þar er það látið bíða í sólarhring. Umsjónarmaður verður að sjá um, að lifrin sje fersk, allar skemdar, brúnar eða horaðar lifr- ar eru teknar burtu, gallhúsið tek in vandlega af hverri lifur, og lifr- in þvegin vel úr-köldu vatni áður en hún er látin í bræðslukerin, sem eiga að vera vandlega þvegin, Það tilkynnist hjermeð ættingjum og vinum, að minn elskulegi tengdafaðir, A. C. Lambertsen, fyrverandi kaupmaður, andaðist á heimili sínu, Römö, 17. fyrra mánaðar. Hann var 74 ára, og elskaði ísland, sem sitt annað föðurland. Jenny Lambertsen. ásamt leiðslum og rörum, í hvert skifti áður en lifrin er látin í þau, og í hvert skifti sem bræðslu er lokið, á að þvo vandlega bræðslu- kerin, síur, leiðslur og öll áhöld, sem notuð eru til bræðslunnar, úr heitu sápuvatni, sóda er ekki leyft að notá. Aðeins það lýsi, sem þannig fæst úr fyrstu bræðslu, er selt sem meðalalýsi, en þá er mikið lýsi eftir í lifrinni fyrir það, sem bráðn ar þegar gufan er leidd í kerin aft- ur og látin standa lengur, en það er snauðara af bætiefnum og selt til skepnufóðurs. þegar þess er nú ennfremur gætt, að lifrin er fengin af báta- fiski, sem veiddur er sama daginn og lifrin brædd samstundis, aðeins notuð þorskalifur, en lifur úr ufsa, ýsu, löngu eða öðrum fisk- um aldrei blandað saman við þá lifur, sem nota á í meðalalýsi, þá fer það að verða auðskilið, með svona vandaðri meðferð, að hjer er um góða vörutegund að ræða. Ameríkumenn segjast líka sjálf- ir hafa fundið þarna þá gullnámu, sem sje miklu meira virði fyrir framtíð þjóðarinnar en gullnám- urnar í Alaska. Jeg ætla ekki að lýsa ástandinu eins og það er á þeim bræðslu- stöðvum hjer, sem meðalalýsi framleiða, enda yrði samanburð- urinn ójafn, en jeg efast ekkert um, að við eigum hjer ekki síðui' en Ameríkumenn þá gullnámu, sem í framtíðinni gæti haft mikla þýðingu fyrir hreysti þjóðarinn- heiminum, sem framleiða meðala- lýsi fyrir heimsmarkaðinn, nefni- lega Noregur og Newfoundland. Islenska lýsið fer nefnilega mest sem óhreinsuð vara til Noregs eða þýskalands, er hreinsað þar og síðan flutt út sem afurðir þeirra landa. Fjárhagslega sjeð höfum við ekki efni á að gera aðra þjóð að millilið á þessari vörutegund, og þjóðfræðilega sjeð höfum við ekki heldur efni á að fela okkur fyrir umheiminum, eða þær vörutegund ir, sem geta vakið eftirtekt á okkur. Reykjavík 29. sept. 1924. Kristján Bergsson. ----o----- Tilvitnun og syar viö brjefl. í Mrg.bl. 21- sept. stendur í grein eftir J. B. um Lestrarbók Sigurðar Nordals: „Rf einhver skyldi hafa efast um það, að próf. Sigurður Nordal stæði á traustu bjargi með þá skoðun, sem hann hjelt fram í erindinu um „sam- hengiff í íslenskum bókmentum“, sem nú er prentað framan við þessa bók, um þessara manna og sýna þau þjóð- inni..... En mikið verk er þetta vegna þess, að elju, vandvirkni, sam- viskusemi og kunnugleik mikinn þarf til þess að velja í svona bók ■v Höf. hefir í Mrg.bl. 1. þ. m. skrifað mjer langt opið brjef um Lestrarbók Nordals og þann ómilda dóm, sem hún hefir, að hans áliti, fengið hjer í blað- inu. Og af því að góður kunningi á þar hlut að máli, þá vil jeg ekki láta því ósvarað. En það verð jeg að segja yð- ur eins og er, minn góði Jón Björns- son, að þjer hafið með þeim ummæl- um, sem prentuð eru eftir yður hjer á undan, og öðrum fleiri sömu tegund- ar í greininni um Lestrarbókina, opin- berað svo óskaplega fáfræði í íslenskri bókmentasögu, að tæplega er hægt að eiga við yður orðaskifti í alvöru um þau mál. Jeg hefi ekkert áfelt yður fyrir þetta, heldur afsakað yður með því, að í formála og inngangi bókar- innar er ýmislegt, þótt ekki nenni jeg að telja það hjer upp, sem leitt getur menn, sem litla þekkingu hafa á mál- unum, inn á þá hugsanabraut, sem þjer hafið komist á í ritdómnum. Jeg veit, að þjer eruð góður drengur og viljið ekki vamm yðar vita. Og nú skilst mjer svo sem yður muni hafa orðið eitthvað ilt fyrir hjartanu í svip- ar. Víða hjer á landi hagar svo til, að hægt ætti að vera að fá ferska lifur veidda sama daginn, svo að ástæðulaust er að vera að nota gamla botnvörpungalifur til að framleiða úr meðalalýsi. Ennfremur þyrfti að komast hjer upp það allra fyrsta hreins- unarstöð (raffinery), svo að hægt væri að koma lýsinu fullbúnu á heimsmarkaðinn, og gætum við þá farið að vekja eftirtekt á okk- ur með framboði á því, því eitt af því, sem gerir löndin mest þekt út um heiminn, er framboð á vör- um þeim, sem þau framleiða. En eins og er, eru bara tvö lönd í þá ætti þeim efa að vera blásið á burt eftir lestur íslenskrar lestrarbókar, því þar eru færð svo lifandi og ótví- ræð rök fyrir samhenginu, að ekki verður á móti mælt .... Samhengið er órofið frá gullaldarritunum og fram til vorra daga, þó ýmsir hafi verið á ann- ari skoðun .... fæsta, sem ekki hafa rannsakað verk þeirra (þ. e. höfund- anna, sem Lestrarbókin flytur eitt- hvað eftir) í söfnum eða á annan hátt, mun gruna, fyr en þeir hafa sjeð þessa bók, hvílíkar perlur bókmenta vorra hafa leynst fram á þennan dag, flest- um huldar. pað er því bæði göfugt verk og mikils vert, sem próf. Sigurð- ur Nordal hefir unnið með því að svifta hjúpi ókunnugleikans af ritverk inn af þvi, að hugsa til þess, að þjcr hafið ef til vill orðið þess valdandi, að vinur yðar fjekk ekki lirós fyrir hók- ina í Lögrjettu. pví verður ekki neit- að, að grein yðar gaf tilefni til þess, að ritdómur um bókina kom nokkru fyr en ella hefði orðið. Aðra sök eigið þjer ekki á þessu. pjor spyrjið, hvað þjer hafið fyrir yður gert. Fyrst er því þar til að svara, að jeg hefi alls ekki bcint til yðar neinu af þvi, sem jeg hefi sagt um Lestrarbók S. N. En vel má samt segja yður, hvað þjer hafið fyrir yður gert: þjer hafið skrifað um mál, sem þjer hafið enga þekkingu á og eruð ekki fær til að skrifa um. Yður finst þetta, ef til vill, lítil yfirsjón. En hún Bann. Hjer með er öllum stranglega bönnuð rjúpnaveiði í landi ábýlis- jarðar minnar, Þverfelli í Borgar- fjarðarsýslu. Davíð Björnsson. er miklu stærri en yður kann að virð- ast, að lítt yfirveguðu máli. petta er mein-galli, sem yður er nauðsynlegt að venja yður af. — Brjef yðar ber vott um, að þér vitið nú, að S. N. hefir ekki gert neina nýja uppgötvun um snmhengi í íslenskum bókmentum. Og liklega vitið þjer það einnig nú, að S. N. hefir ekki heldur grafið upp neinar perlur, „sem leynst hafa frana á þennan dag“, en að efni Lestrarbók- arinnar er alt tekið úr prentuðum hók- um, sem teljast mega alkunnar meðal bókfróðra mailna og flestar eru enn til víða um sveitir landsins. pegar þessa er gætt, verður hrós það, sem þjer hlaðið á prófessorinn fyrir elju hans o. s. frv., háð en eigi lof, eins og Snorri segir. Eina setningu í grein minni misskiljið þjer. — þar sem jeg segi að annarhver stúdent ætti að geta gort úrval eins og þetta nærri rjettu lagi, þá er það hugsunin, að annarhver maður á landinu, sem fengið hefir þá mentun, sem stúdentspróf veitir, ætti að geta gert þetta nærri rjettu lagi. Og jeg hygg, að þetta sje engin fjar- stæða. pjer eruð í brjefinu fallinn frá þvi, að Lestrarbókin eigi að skoðast sem sýnisbók ísl. bókmenta og segið, að „það nái ekki nokkurri átt“. En lít- ið þjer yfir greinina yðar frá 21. sept. og gætið að, hvað af henni verður dregið um það mál. Sje bókin aðeins talin lesbók handa unglingum, hefi jeg ekki fundið að henni annað en það, að hún sje óhæfilega dýr. p. G. , ----o----- Guðmundur Guðfinnsson læknír er nýkominn til bæjarins. Hefir hann dvalið erlendis hátt á annað ár og lagt stund á augnlækningar, lengstum í Vínarborg. Setst hann nú að hjer í bænum sem augn- læknir með sama starfssviði og Andr. Fjeldsted hafði áður. Vilhj. Finsen blaðamaður frá Kristjaníu kom hingað í gær og verður hjer um tíma. öðru í sjerstökum atriðum. En um hitt verður ekki deilt, að háskólinn átti að koma og hlaut að koma. Sterk og ákveðin alda í menningarþróun þjóðarinnar hafði undirbúið hann, sköpun hans var liður í baráttunni fyrir íslenskri endurreisn, að sínu leyti eins og alþingi var það á öðru sviði. Og háskólinn var og er fyrst og fremst hið sýailega tákn, inn á við og út á við, um sjálfstæði og sjerstöðu íslenskr- ar menningar, að svo miklu leyti sem hún er og hlýtur, hjer eins og annarstaðar, að vera bundin einhverri eða einhverjum stofnunum í þjóðfjelaginu. Og háskólinn er þetta á sínu sviði, alveg eins og t. d. alþingi er á öðru leitinu hið augljósa tákn um stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóð- arinnar, að því leyti sem það á svipaðan hátt er bundið einni ákveðinni stofnun í þjóðfjelaginu. það getur vel verið, að mis- brestir sjeu nú á báðum þessum stofnun- um, og verður vikið hjer að því um háskól- ann. En það út af fyrir sig afsannar ekki nauðsyn eða rjett skólans í sjálfu sjer. þeir menn, sem láta sjer það til hugar koma, að háskólinn hefði ekki átt að vera til, eða að afnema eigi einhvern megin- hluta hans, vegna þess, að hann fullnægi ekki nú öllum þeim kröfum, sem gera megi til slíkrar stofnunar, — þeir geta með alveg sömu rökum farið fram á það, að Alþingi þjóðarinnar yrði afnumið, eða óskað þess, að það hefði aldrei verið end- urreist, þar sem vitanlegt er, að mikill fjöldi manna álítur það oft og einatt bregðast tilfinnanlega skyldum sínum. Menn gætu þá farið fram á það, allra þegnsamlegast, eins og á þeim góðu, gömlu dögum, að mega senda nokkra fulltrúa á þing Dana, eins og áður fyr, um leið og farið er fram á hitt, að mega halda áfram að senda íslenska mentamenn til dansks háskóla, t. d. til þess að læra íslensku í Kaupmannahöfn. Nei, hvorugt kemur framar fyrir. Báð- ar þessar stofnanir hafa orðið til fyrir bænir og baráttu margra kynslóða, þær hafg. vaxið upp úr vilja og nauðsyn þjóð- arinnar, þær hafa runnið smátt og smátt af sögulegum rökum fortíðarinnar og þörf framtíðarinnar. þar með er engan veginn sagt, að sköpunarsögu þeirra sje lokið, eða að ekkert megi að þeim finna, öðru nær. En hjeðan í frá verða þær að standa á eigin fótum, þeim sjálfum og öðrum verður að skiljast það, að jafnframt rjett- indum hafa þær öðlast skyldur um við- hald og vöxt innlendrar menningar og ís- lenskra þjóðfræða. þeim og öðrum verður að skiljast það, að tilvera þeirra merkir fyrst og fremst það, að miðstöðvar ís- lenskrar menningar eru fluttar inn í Iand- ið sjálft og verða að standa þar og falla á ábyrgð þjóðarinnar sjálfrar. Stofnun háskólans er fyrst og fremst tilraun til fyllingar þeirrar óskar og þess boðskap- ar, sem m. a. er vikið að áður í sambandi við konungsbrjefið frá 1573, — að „land- lið megi með framtíðinni af sjálfs síns innbyggjurum og lærðum mönnum byrgt og forsorgað verða“. En háskólinn er jafnframt meira, eða á að vera. Hann á, (eins og hinn fyrsti íslenski rector magni- rficus sagði í setningarræðu sinni, að vera „borgari í hinni miklu respublica scientiarium“. það getur vel verið, að sumum þyki þetta alt þrautmiklar klyfjar og þungar kröfur — og það er víst, að það fæst ekki með öðru en „mikilli iðn ok at- höfn“, eins og sagt var um einn hinna fyrstu skólanna. En ef svo er, þá er það ekki af öðru en því, að mönnum virðist það yfirleitt þungt og þrautamikið að vera að halda uppi íslenskri menningu. I þeirri merkingu, sem hjer er með söguleg- um rjetti og nauðsyn í nútímalífinu lögð í orðið háskóli, er spurningin ekki um til- veru stofnunarinnar út af fyrir sig, held- ur verða spurningamar um tilveru hennar og um tilveru menningarlífsins yfirleitt svo nátengdar, að ekki verður á milli sjeð. Að vísu má ekki leggja í þetta of þröng- skorðaðan skilning, því auðvitað getur þrifist menningarlíf, þó ekki sje það háð einstakri mentastofnun, og áhrif slíkra stofnana geta meiía að segja verið upp og ofan. En söguyfirlitið, sem hjer hefir far- ið á undan, sýnir þó það, að allajafna hef- ir mikill þáttur þessarar starfsemi verið bundinn skólunum, eða öðrum samkynja stofnunum. Og það merkir aftur ekki ann- að en það, að þjóðfjelagið sjálft telur æski- legt eða nauðsynlegt að halda logandi ljós- inu á sameiginlegu altari menningar sinn- ar. Og sagan segir líka, að þverrandi virð- ing fyrir viðhaldi þess altaris, dregur á eftir sjer þverrandi virðingu fyrir menn- ingunni sjálfri; hrun þess er oft hrun hennar. En þeir hafa þó verið til, eins og yfir- litið hjer á undan sýnir líka, sem talið hafa það fávitsku eða einsdæmi, að svo fá- menn þjóð og fátæk væri að streitast við að halda uppi svo veglegu og dýru altari menningar sinnar, sem háskóli væri, og mundi hann ekki geta verið nema svipur hjá sjón við það, sem vera ætti og væri annarsstaðar. En ef þetta er svo, þá er það einnig fávitska og einsdæmi, að svo fá- menn þjóð og fátæk geri tilraun til þess að halda uppi menningunni sjálfri. Og með sama rjetti mætti segja svo um hverja smáþjóð gagnvart stórþjóðunum. Mætti þá líka benda Dönum á það, að það væri eiginlega vitleysa af þeim, að vera að bisa og bjástra með sinn eigin há- skóla, þegar þeir hefðu annan miklu stærri og auðugri og veglegri skóla svo að segja rjett við bæjardyrnar, sem sje í Berlín, eða þá í Englandi, ef þeir ekki vildu hitt. En hvort þetta þættu sannfærandi rök fyrir afnámi danska háskólans, eða ein- hverra deilda hans, það er annað mál. Önnur ástæðan, sem hjer var tilfærð, er miklu nær sanni — því auðvitað verður íslenskur háskóli víst aldrei annað en svip- ur hjá sjón móti mörgum háskólum stór- þjóðanna. Og ekki við öðru að búast. Hann á að vera ímynd íslenskrar menningar, stórrar eða smárrar, og sniðinn eftir henni og vexti hennar. Tal sumra manna um stærð háskólans, stúdenta- og kenn- arafjölda gæti annars gefið tilefni til ýmsra athugana og samanburðar, enda er þetta gömul ástæða. En af því henni hef- ir líka verið svarað fyrir löngu, getur nægt að tilfæra þann kafla þeirrar greinar, sem að þessu lýtur (Sunnanfari 1891, bls. 32). þar er gert ráð fyrir c. 70 stúdentum fyrst í ísl. háskólanum, og segir síðan: Nú kann að vera að mönnum þyki þetta alllítið og ætli það einsdæmi, og munum vjer því taka til samanburðar nokkra aðra háskóla. Kristjaníuháskóli byrjar 1813 með 18 stúdenta, og jókst næsta ár um 39. I Messína-háskóla á Ítalíu, er stofnaður var 1838, voru 1841 alls 60 stúdentar. Á háskólanum á Besancon á Frakklandi, sem stofnaður er 1564, voru 1846 alls 40 stúdentar, og í Lyon (háskóli frá c. 1300) voru sama ár alls 82 stúdentar, og á há- skólanum í Rouen (Rúðuborg), sem stofn- aður er árið 1800, voru hið sama ár 85 stúdentar. I Rostock, sem er einn af hin- um fornu háskólabæjum í pýskalandi (há- skóli frá 1419), voru 87 stúdentar að jafn- aði á árunum 1846—51, 88 á árunum 1841—46, 95 á árunum 1831—41 og 98 á árunum 1851—56. I Ziirich voru og 1841—42 alls 98 stúdentar. I amerískum háskólum höfum vjer sjeð talda enn færri. Eru síðan talin nokkur dæmi um hlutföll milli tölu stúdenta og kennara. Má þar t. d. minna á það, að háskólinn í Osló byrjaði með 25 kennurum en 18 stúdent- um. Af þessu virðist því augljóst, að vilji menn fara í samanburð við aðra í þessum efnum, verður að leita röksemdanna gegn íslenska háskólanum í öðru en smæðinni og stúdentafæðinni. -o- Prentsmiðjan Acta. V

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.