Lögrétta

Issue

Lögrétta - 28.10.1924, Page 2

Lögrétta - 28.10.1924, Page 2
2 LÖGRJETTA Samvinnumolar. ------ Niðurl. Framsóknarfjelagið er eitt þeirra stóru samv.fjel. í Finnlandi. Er það samband 113 fjelaga. Starf- semi þess gengur mikið út á það, að hafa fjelögin sem fæst, en sem stærst, til þess að halda reksturs- kotnaðinum niðri. Meðlimatal fje- laga Sambandsins er 172,500. V erslunarmagn þess var 1923 843.552.454 mörk. Aukning velt- unnar á árinu var 107.920.050 mörk, sem er 17,7%. „Neyðin kennir naktri konu að spinna og svöngum manni að j vinna“. Fáar þjóðir vita betur en • Finnar, hvað er að vera undirok- • aðar. Rússar höfðu um langan tima pínt þá og kúgað. þjóðin var komin í örbirgð og vesaldóm und- i ir óstjórn þeirra. En fyrir svo sem 25 árum komu nýir menn til sög- unnar, sem höfðu ásett sjer að leysa þjóðina úr jámgreipum keisaravaldsins rússneska. Einn af foi'göngumönnum þessa verks var Hannes Gebhard prófessor við há- skólann í Helsingfors. Hann hafði að loknu háskólanámi dvalið við ýmsa háskóla í Evrópu, einkum í þýskalandi, og las mest þjóðhags- fræði. þegar hann kom heim byrj- j aði hann endurreisnarstarfið og j fjekk í lið með sjer ýmsa áhrifa- ! menn, prófessora, bændur, iðnrek- endur og stúdenta. Ungir stúdent- ar fóru hópum saman um landið og iijeldu fyrirlestra og vöktu þjóðina til umhugsunar um hið hörmulega ástand, er hún var í. Hannes Geb- hard stofnaði þá fjelagið Palervo (Sáðkornið), sem átti 25 ára af- mæli í sumar, á 60 ára afmæli hans. 1 tilefni af því kom út bók ein merkileg um starfsemi H. G. Hafa ýmsir merkustu samvinnu- menn á Norðurlöndum og víðar lagt til kafla í bókina til minning- ar um þennan ágæta mann. H. G hefir verið fulltrúi Finna á mörg- um alþjóðasambandsfundum sam- vinnumanna, og hafa ýmsar tillög- ur hans þar vakið eftirtekt og sýnt skarpleik hans og skilning á ýms- um stórmálum, er fundimir hafa rætt. Hin mikla þróun samvinn- unnar í Finnlandi er ekki hvað minst að þakka Hannes Gebhard prófessor og konu hans Hedvig Gebhard. Fimm stærstu kaupfjelögin í Bretlandi: Woolecks 95,818 meðlimir Lundúna 108,984 — Edinborgar 61,689 — Leeds 90,560 — Barnlegs 67,487 — Samband bandarískra samvinnu- fjelaga telur 328 fjelög. Meðlimir 95,400. Verslunarmagn 1923 35 miljónir dollara. Á búnaðarþingi einu í sumar, er haldið var í Washington, er ræddi einvörðungu um framtíðarhorfur iandbúnaðarins, kom það í ljós, að heppilegasta leiðin til að efla land- búnaðinn, væri aukin samvinna. Coolidge forseti sendi fundinum álit sitt um það, á hvern hátt heppilegast væri að auka og efla landbúnaðinn, og fer hjer á eftir lausleg þýðing á því, er hann lagði til að gert yrði til viðreisn- ar landbúnaðinum, og er það á þessa leið: „Jeg endurtek það, að sannfær- ing mín er sú, að öflug samvinnu- hreyfing í Ameríku sje höfuðskil- yrði fyrir fjárhagslegri endurreisn landsins. það er þegar byrjað á endurreisnarstarfinu í sumum hjeruðum Ameríku, en það er enn ekki svo langt komið, að samvinn- an sje búin að festa rætur hjá meirihluta amerísku þjóðarinnar. Og þó er það augljóst, að hinir miklu kostir samvinnunnar bæði hjer í Ameríku og víðar, er sönn- un þess, að hreyfingin þarf að ná sem víðtækastri útbreiðslu. Ein- ungis með samvinnu getur land- búnaðurinn aukist og tekið fram- förum og framleiðendur notfært sjer þann hagnað, er reksturinn getur gefið. Og með sameiginleg- um innkaupum geta framleiðendur fengið nauðþurftir sínar með lægsta verði. Hugsjónamál framleiðenda og neytenda verður að vera sam- vinna, sem þarf að fá sem víðtæk- asta þátttöku í Ameríku. Sig. Sigurðsson frá Kálfafelli. -o- Sxtiá,söliiverd má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V ixxc3-la.x-. Westminster AA. cork (turkish)..Kr. 118.75 pr. þús. Derby.............................— 125.00 — — Morisco...........................— 125.00 — — Dubec.............................— 131.25 — — Clysma............................— 143.75 — — Spinet............................— 106.25 — — Special Sunripe...................— 75.00 — — Chief Wip.........................— 73.75 — — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sein nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Hiantisversiiw ísiands. Nýjar bækur gefnar út af hinu íslenska fræða- fjelagi 1924. Fræðafjelagið hefir í ár gefið út fimm bækur: Ársrit fræðafjelags- ins, 8. ár. I því er æfisaga hins fræga landa vors, Vilhjálms Stef- ánssonar, og hefir Halldór Her- mannsson ritað hana. Æfisagan er bæði fróðleg og skemtileg og í henni er ágæt mynd af Vilhjálmi Stefánssyni. þar er ennfremur rit- gerð um íslensku vorra tíma eftir Finn Jónsson, og sýnir hún, hve tunga vor hefir auðgast að nýjum orðum. Höfundurinn hefir valið nokkur orð, sem byrja á b (orðin frá bað—barn) og borið þau sam- an í fornu máli og nýju, og heíir þeim fjölgað stórum, þótt sum forn orð sje ekki notuð nú. þá er bæði fróðleg og skemtileg ritgerð eftir Sigfús Blöndal, „IJr sögu Garðs og Garðbúa“. Enn fremur eru í Ársritinu allmörg brjef frá PáU Melsteð til Jóns Sigurðsson- ar; hafa þau fundist síðan brjef hans voru gefin út 1913. f einu af brjefunum til Jóns segir Páll: „Mjer þykir gaman að bókum, því að þær eru mín best eign og dæma- laus dægrastytting“. f Ársritinu eru ennfremur mjög margar smágreinar, meðal annars æfisaga Sveinbjöms yfirkennara Sveinbjörnssonar í Árósum, með myndum. Ársritið kostar aðeins 4 kr. í ár. Jarðabók Ái na Magnússonar og Páls Vídalíns, III. bindi, 2. og 3. hefti í einu lagi (um 20 arkir), og er þar með þriðja bindinu lokið. í heftum þessum er Álftaneshrepp- ur, Seltjarnarneshreppur og öil Kjósarsýsla. Hvergi á landinu hafa orðið jafnimklar breytingar á síð- astliðnum öldum, eins og í hrepp- um þessum, og mun mörgum þykja íróðlegt að sjá, hvernig leit út í Reykjavík og nágrenni henn- ar fyrir tveim öldum. Fyrir fasta kaupendur að allri Jarðabókinni kosta hefti þessi 12 kr., en bók- hlöðuverð þeirra er 18 kr. Af Safni fræðafjelagsins um fs- land og íslendinga hafa komið út 3. og 4. bindi, og kostar hvort þeirra 6 kr., en fastir kaupendur Safnsins fá þau fyrir 4 kr. hvort; spara menn þannig þriðjung verðs með því að vera fastir kaupendur. f þriðja bindinu eru fjórar rit- gerðir um íslensk efni eftir þorv. Thoroddsen, sem eigi hafa verið prentaðar áður; er hin fyrsta þeirra um eldgos í Vatnajökli og saga þeirra. Unnur er saga fiski- veiðanna á íslandi fram til 1600, mjög merkileg ritgerð. Allar eru ritgerðirnar alþýðlegar. Ennfrem- ur er í bindi þessu skýrsla um rit þ. Thoroddsens, þau er hann ritaði á síðustu æfiárum sínum. í fjórða bindinu af Safni eru brjef frá Magnúsi Stephensen konferensráði í Viðey, prentuð sem óprentuð, til Finns Magnússonar prófessors í Kaupmannahöfn, rit- uð á árunum 1818 til 1833; er síð- asta brjefið ritað nokkrum dögum áður en Magnús dó. Brjef þessi munu verða kærkomin öllum þeim, sem hirða um sögufróðleik, því að höfundur þeirra var einhver merk- asti maður, sem verið hefir á ís- landi, og brjefin lýsa honum betur en margt annað. Fimta bókin er Passíusáimar Hallgríms Pjeturssouar, mjög vönduð minningarútgáfa eftir Finn Jónsson. 27. okt. í ár eru liðin 250 ár síðan Hallgrímur Pjeturs- son andaðist, og þess verður minst í öllum kirkjum á íslandi. þótt Passíusálmarnir hafi verið gefnir út hjer um bil 50 sinnum eða miklu oftar en nokkur öimur ís- lensk bók, hefir aldrei komið út nándar nærri svo vönduð útgáfa sem þessi. Hún er prentuð staf- I ijett eftir eiginhandriti sjera Hall- ! gríms, og útgefandinn hefir ritað ; rækilega um handritin og málið á 1 Passíusálmunum og ennfremur um útgáfuna sjálfa, en dr. Arne i Möller hefir ritað um heimildir ; skáldsins, að svo miklu leyti sem I þær hafa fundist. þessi bók mun j eflaust verða mörgum fslending- j um kærkomin. Ytri frágangur hennar og allra annara bóka Fræða fjelagsins er hinn vandaðasti bæði að pappír og prentun. Verð Passíusálmanna er 15 kr., en allir þeir, sem eru fastir og skilvísir kaupendur að öllu Safni Fræðafjelagsins eða aé öllu Ársriti þess eða að allri Jarðabókinni, geta fyrst um sinn fengið þá fyrir 10 kr. Upplagið er lítið, og • mun þetta ákvæði því eigi gilda ! lengur en til 1. júlí næsta ár. Kaupm.höfn 13. oktbr. 1924. Bogi Th. Melsteð. i mj ir. í Búnaðarf j elagshúsinu hjer var í haust haldin sýning á íslenskum mjólkurafurðum, ostum, smjöri og skyri. Hefir dregist að geta henn- ar til þessa. Sýnendumir voru 17, rjómabú og einstakir bændur. Af smjeri voru 7 sýnishorn, af ostum 16 sýnishorn, en 4 sýnishorn af skyri (en ekki dæmt milli þeirra). 1 dómnefndinni sátu frk. Anna Friðriksdóttir, hr. Halld. Vil- hjálmsson og hr. H. Grönfeldt. Besta smjerið var talið frá Sand- Lesbók Lógrjettn VII. íslensk þjóðfræðí. Eftir Vilhjálm þ. Gíslason. Frh. ------ Að ýmsu leyti er seinni leiðin ákjósan- legri, sú, að stofna til nýrrar deildar fyr- ir íslensk þjóðfræði, og yrði sú deild þá miðstöð og máttarviður háskólans, sem fræðastofnunar. Upprunalega deildin hjeldi þá áfram að vera til, sem almenn heimspekisdeild, eða deild fyrir artes libe- vales, á borð við það, sem tíðkanlegt er annarsstaðar. En þjóðfræðadeildin yrði sú deild, sem setti á háskólann sinn sjerstaka íslenska blæ. Reynslan hefir sýnt, að sambúðin milli ólíkra fræða gefst ekki vel. Ef íslensku fræðin yrðu hinsvegar aukin stórum innan þessa sama ramma, er hætt við, að þau bæru hin alveg ofurliði. Gæti orðið úlfúð úr. Sanngjarnast er því, að láta heimspekisdeildina vera til áfram, sem sjálfstæða deild, þó smá yrði. Seinna meir, þegar aldir renna, mundi líka máske vera til í hana meiri efniviður og meira fje til reksturs, og þá væri rjett að hafa ekki eytt möguleikunum eða brotið niður grundvöllinn, þó óverulegur sýnist fyrst. 1 þessari deild yrði fyrst og fremst kennar- inn í forspjallsvísindum, síðan kennari í hagnýtri sálarfræði, að minsta kosti með- an þess nýtur við, sem nú er í embættinu (eða annað áþekt embætti), sem getur komið að því haldi fyrir skólann í heild, sem fyr er rakið. því hann kendi þar einn- ig í öðrum deildum (sbr. áður). þá yrði þarna einnig grískudócentinn (sbr. áður). En þó hvorugt þessara tveggja síðast- nefndu embætta yrðu til, mætti halda deildinni uppi samt — með fyrsta em- bættinu föstu og lausastörfum. T. d. væri ekkert því til fyrirstöðu, að styrkþegar Hannesar Árnasonar sjóðsins yrðu tengdir þessari deild, ekki einungis hið bundna fyrirlestrarár sitt hjer, eitt út af fyrir sig, heldur einnig eftir það, samkv. nánari reglum. Einnig mætti hugsa sjer það, að t. d. forstöðumaður Kennaraskólans yrði ávalt skipaður háskólalærður maður með sjerþekkingu á uppeldisfræðum. Gæti hann þá jafnframt verið aukakennari í þeim fræðum í heimspekisdeildinni. Sama gæti komið til mála um embætti fræðslu- málastjóra, ef það er látið haldast, og mætti skipa það með tilliti til þessa. En uppeldismál þjóðarinnar eru svo áríðandi, að þau ættu að eiga sjerstakan fræða- fulltrúa í háskólanum, og getur þá verið affarasælt, að þau sjeu í höndum manna, sem jafnframt fara með þau á hagnýtan hátt. Loks má víkja að því, að þætti þetta ekki tiltækilegt, sem vel er þó, og mundi vera best fyrir framtíðina, mætti láta nú- verandi heimspekisdeild ná yfir íslensk fræði ein, en flytja kensluna í forspjalls- vísindum,ef hún ein yrði eftir af núv.fræð- um deildarinnar, inn í guðfræðisdeildina, eins og hún var áður í prestaskólanum. þó er hætt við, að úr þessu gæti einnig orðið óánægja og ósamkomulag. Hjer er því fyrst um sinn gert ráð fyrir því, sem æskilegast er, að heimspekisdeildin, eða al- menn vísindadeild verði áfram starfandi á sjálfstæðan hátt, — en lítil, — en íslensku fræðin alveg klofin út úr henni og stofnuð fyrir þau ný deild — sem yrði meginþátt- urinn í fræðalífi háskólans — íslensk þjóð- fræðadeild. En hvemig á þá að vera skipulag slíkr- ar þjóðfræðadeildar? Og hvernig verður henni komið á? Hjer á undan hefir það verið rakið, hvernig deildir háskólans, eða samsvar- andi stofnanir hafa smátt og smátt mynd- ast, og eru enn að aukast. það hefir jafn- framt verið sýnt, að þróun þessara stofn- ana, eða þeirrar allsherjarstofnunar, sem fyrir mönnum hefir vakað misjafnlega ljóst (biskups-skólar, klaustraskólar, gym- nasia, guðfræðil. latínuskóli, þjóðskóli, em- bættaskólar, háskóli) hefir gengið í þá átt að gera skólann fyrst og fremst að þjóð- legum fræðaskóla. Yfirlitið hjer á undan sýnir þó einnig, að þessu er engan veginn náð enn, þó margt hafi á unnist. Sköpun- arsögu háskólans er ekki lokið. Ennþá vantar það, að leggja smiðshöggið á ein- mitt þann þátt hennar, sem fyrst og fremst gefi honum rjett til þess að vera vísindalegur háskóli, og menningarmiðstöð þjóðfjelagsins og geri hann að þeirri stofnun, sem verði arfþegi og áframhald þeirra starfskrafta, sem sýnt er, að mest hafa mótað og haldið uppi lífi og menn- ingu þjóðarinnar til þessa. það er einnig sýnt áður, hvernig sjer- skólarnir, sem eru undanfarar háskóla- deildanna, hafa myndast smátt og smátt af kröfum og nauðsyn tímans og þeim efnivið, sem fyrir var. Á sama hátt hefði heimspekisdeildin átt að myndast líka. En hún hefir að ýmsu leyti ekki gert það — og þessvegna m. a. tekist ver til með hana en hinar. þróunarsaga háskólahugmynd- arinnar, eins og hún hefir verið rakin hjer, sýnir, að háskólinn er til orðinn fyrir við- leitni kynslóðanna til þess að safna sam- an, til hagræðis, samvinnu og samræmis, sem mestu af æðstu mentun og vísindavið- leitni þjóðarinnar á einn stað í skipulags- bundið kerfi í ákveðnu formi tiltekinnar stofnunar, sem sje tákn þessarar þjóð- menningar og miðstöð fræðastarfs henn- ar. 1 stað þess að eiga þetta dreift og skipulagslaust úti um hvippinn og hvapp- inn, þar sem annaðhvort þarf að láta það fara forgörðum að einhverju leyti, eða kosta hlutfallslega meiru en annars til þess að vinsa úr því, er réynt að safna því saman og minka um leið kostnaðinn til- tölulega. það mætti því komast svo að orði, að háskóli væri („hrein“ eða „hag- nýtt“) fræðastarfsemi með samvinnu- sniði. Samkvæmt þessu öllu má líka segja, að eðli og tilgangur þj óðfræðadeildar þeirr- ar, sem hjer er um að ræða, sje sá, að safna saman á einn stað eða í eina stofn- un, til aukinnar samvinnu og samræmis, sem flestum greinum þeirra þjóðlegu fræða, sem gildi hafa eða geta haft fýrir almenna menningu landsins og fræðalíf, þannig að þær eigi sjer sameigilegan full- ;trúa og tákn í þessan deild hinnar æðstu mentastofnunar þjóðarinnar, sem í senn á að geyma hins gamla og móta hið nýja. þjóðfræðadeildin á ekki að rísa upp sem ókunn, ný og grundvallarlaus „innrjett- ing“, sem hvergi á sjer rætur í starfi eða stofnunum þeim, sem fyrir eru. Hún á að vera fullkomnun þeirra og framhald, að því leyti sem þær eru til, eða hafa verið til, og ný aukning þeirra á gömlum grundvelli. Hún á fyrst og fremst að vera stofnun, sem kemur skipulagi og kerfi á þá starf- semi, sem fyrir er, að miklu leyti skipu- lagslaus og dreifð. En, kunna nú einhverjir að spyrja, eru þá nokkrar slíkar stofnanir til, eða önnur starfsemi? Já, það liggur í augum uppi. Fyrst er sá vísir til íslenskrar fræðadeild- ar, sem fólginn er í heimspekisdeildinni, síðan er landsbóka-, þjóðskjala- og þjóð- minjasafn. þá eru þeir einstaklingar og stofnanir, sem ríkið styrkir að einhverju leyti til þess að fást við einhverja vísinda- eða bókmentastarfsemi, í náttúrufræði, sagnfræði, skáldskap e. sl. Og loks ýmsar stofnanir eða starfsmenn hins opinbera, sem ýmist virðist ekki fullskipað á nú þeg- ar, eða ætla má að af öðrum ástæðum gætu losnað að einhverju leyti við störf, sem þeir hafa nú, en ríkið er samt að ein-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.