Lögrétta - 28.10.1924, Qupperneq 3
LOGRJKTTA
3
víkur rjómabúi í Flóa og Hróars-
lækjar- og Rauðalækjarbúunum.
Ostarnir voru taldir bestir frá
Fljótshlíðar rjómabúi, frá Hofsár-
búi undir Eyjafjöllum og Deildar-
ár-búi í Mýrdal. Ennfremur var
sjerstaklega getið edamerosts frá
Hvanneyri. þá má einnig geta
þess, að sýndur var þarna svo-
nefndur „karamelluostur", þing-
eyskur. Um ostana sagði dóm-
nefndin annars svo í áliti sínu:
„Ostamir voru flestir fallegir út-
lits og sýndust vera vel gerðir, þó
voru þeir í reyndinni all-misjafnir
að lykt og bragði. Mun það að
r.okkru stafa af því, að rjóminn er
ekki nógu hreinn og bragðgóður,
þegar hann kemur í rjómabúin, og
af því verða áfimar beiskar og
bragðslæmar. þá ber þess að gæta,
að áfirnar sjeu ekki orðnar of
gamlar, osturinn sje tekinn strax.
Og síðast en ekki síst verður að
leggja áherslu á, að geymsla ost-
anna sje góð, og virðist þar vanta
töluvert á“. Ákveðið var á sýning-
unni að veita viðurkenningu þeim,
sem hjer segir: Ragnh. Hallgríms-
dóttur, Steinunni Ingimarsdóttur
og Herborgu þórarinsd., öllum fyr-
ir smjer, Margrjetu Júníusd. og
Guðrúnu Jónsdóttur og Margrjetu
Lafransdóttur, fyrir ostagerð,
Kristjönu Jónatansdóttur fyrir
ost og skyr og Guðm. Bjarnasyni,
'Túni, fyrir skyr.
þó sýning þessi hafi verið frem-
ur lítil, ætti hún þó að geta orðið
nokkuð til þess að auka áhuga
manna á innlendri ostagerð eink-
anlega. því þar má sjálfsagt vinna
miklu meira en gert er, eins og
Sigurður búnaðarmálastjóri tók
fram í ræðu sinni þegar sýningin
hófst. það sjest líka, að árlega er
varið hjer allmiklu fje til kaupa á
erlendum ostum. Árið 1922 voru
þannig flutt mn rúmlega 93 þús.
kg. af ostum, sem kostuðu rúml.
170 þús. kr., en alls hafa frá því
1915 verið fluttir inn erlendir ost-
ar fyrir nærfalt 450 þús. kr. Mest
eða alt þetta ætti að mega fram-
leiða í landinu sjálfu. En að sjálf-
sögðu þarf þá að því að stefna, að
innlenda varan geti orðið samkepn-
ishæf við þá útlendu, bæði að
verði og gæðum. En það hvoru-
tveggja hefir skort, það lítið sem
að þessu hefir verið unnið hingað
til. þó bera ýmsar tegundirnar á
þessari sýningu þess vott, að víða
er nú þegar vel að þessu unnið, þó
misjöfn hafi sýnishornin verið,
eins og fyr segir, og jafnvel sum
fengið þann vitnisburð, að þau
væru bæði „útlitsljót og bragð-
vond“. En kaupendur sumir hjer í
bænum t. d., sem viljað hafa frem-
ur kaupa innlenda osta en erlenda,
liafa stundum kvartað um það, að
þær tegundir, sem hjer væru hafð-
ar á boðstólum, væru útlitsljótar,
og einkum illa geymdar og dýrar.
Munu það þó vera útsölustaðimir
bitr, sem valda þá óþarflegri verð-
hækkun, eftir því að dæma hvern- ;
ig verðið var tilgreint á sýning- !
unni. En þar er verðið frá framleið
endunum að jafnaði kr. 2,00—3,50 !
pr. kg., flestar tegundir kringum 1
2 kr., en gráðaostur, sem allmikið
er selt af, um 6 kr. kg. En fyrir
þeirri grein hefir Jón Guðmunds-
son mikið beitt sjer.
En með aukinni reynslu fram-
leiðendanna og vaxandi vilja al- |
mennings á því, að nota þessa inn- !
lendu vöru, ætti að mega bæta úr
þeim annmörkum, sem enn eru á
þessu, og ætti þá ostagerðin að
geta verið hjer sæmileg fram-
leiðslugrein, enda bendir það besta
á þessari sýningu í þá átt, og er
það því þakkarvert, að hún skyldi
haldin. Og væntanlega líða ekki
mörg ár uns önnur verður haldin,
ennþá f jölbreyttari og betri.
---o---
Frá Grænlandí.
Bestu fiskimið heimsins.
Nokkur norsk fiskiskip hafa 1
j sumar verið á fiski fyrir vestan
Grænland, á hinum miklu neðan- :
j sjávargrunnum, er þar liggja fyr-
ir utan á straumamótum Golf-
straumsins og kalda straumsins. |
Skipin hafa öll komið heim drekk- j
hlaðin af þorski og saltaðri lúðu og (
sagt þarna vera fiskiauðugri mió j
en nokkursstaðar annarsstaðar í !
heimi. öll fyltu þau sig á svip- !
j stundu. þó að langt væri að sækja I
| á miðin austan úr Noregi og vest- !
■ ur fyrir Grænland, segja þeir, er j
; gert hafa út, að góður hagnaður |
| hafi verið á útgerðinni.
STRANDWOLD & DÚASON
SfMNEFNI: DÚAS0N. ADMIRALGADE 21.
KÖBENHAVN K.
Selja í umboðssölu allar íslenskar afurðir
fyrir hæsta yerð. Útvega allar erlendar yörur.
Nú eru þessar fregnir um fiski-
auðlegð við Grænland orðnar stað-
festar af fiskirannsóknarskipi
norsku stjórnarinnar „Michaei
Sars“. Skipið hefir verið við fiski-
rannsóknir fyrir vestan Grænland
í sumar, og er fyrsta fiskirann-
sóknarskip, er þar hefir verið, af
því Grænlandsstjórnin hefir beiðst
undan slíku.
Er skipið kom til Færeyja, sím-
aði það heim til norsku stjórnar-
innar um árangurinn. Frjettaritari
danska blaðsins „Nationaltidende“
hefir haft tal af foringja skipsins,
Dr. Hjort, í þórshöfn, og hefir eft-
ir honum, að þeir hafi fundið
„æventyrlige mængder Torsk“ á
grunnunum fyrir vestan Græn-
land, er staðfesti sögu fiskiskip-
anna. Skipið segir hann að hafi
gert vísindarannsóknir, er miklu
skifti fyrir vísindi og atvinnulíf.
Meðal annars hafði skipið fundið
mikið af síldarátu í sjónum.
Allan tímann, sem skipið var við
Grænland, kom það aldrei inn á
höfn, en varð að sækja kol og aðr-
ar nauðsynjar yfir á Baffinsland.
Málmleit.
Á Grænlandi hefir svo að segja
aldrei verið leitað að málmum líkt
og í öðrum löndum. Einokunin hef-
ir lagst á móti því og alloft tekisc
að drepa alt slíkt niður, er upp á
því hefir verið fitjað, og það sem
menn hafa fundið, hafa þeir rek-
ist á af tilviljun.
Á Grænlandi hefir að vísu fund-
ist allmikið af málmum, kopar,
kryolit, asbest, grafit, silfur,
rnarmari, kol, járn, gull o. m. fl..
og sumar af þessum tegundum í
svo stórum stíl,að þær eru margra
miljóna auðsuppspretta. Stórfeng-
legustu námurnar, járnið og kol-
in, er bannað að nota. Upp úr
einni námunni, er með mestn
harðneskju var sótt og loksins lán-
aðist að fá að vinna, kemur málm-
ur fyrir margar miljónir króna ár-
lega, enda þótt þar vinni ekki
nema 50—70 manns í 4—6 mánuðí
úr árinu.
Síðan jafnaðarmannastjórnin
kom til valda í Danmörku, hafa
þeir, er opin augu hafa haft fyrii
málmauði Grænlands, fengið meiri
áheyrn.
Eftir að L. Koch kom heim úr
leiðangri sínum norðan um Græn-
land, hafði danska blaðið National-
tidende samtal við hann, þar sem
hann ljet mikið yfir málmauði
þeim, er Grænland hljóti að hafa
að geyma. Að ekki hefðu fundist
íleiri málmar á Grænlandi og að
ekki væru gerðar útþangað málm-
i leitir, stafaði af því, að ekki væri
i til neitt jarðfrceðiskort yfir landið
i En er hin jarðfræðislegu fyrir-
| brigði á Grænlandi einhverntíma
i yrðu kortlögð, mundu þar finnast
i óhemjumikið af málmum. Hið
sama hefir sjerfræðingurinn Bög-
gel látið í ljósi, eða rjettara áagt
talið víst.
Nú flytja blöðin fregnir um að
vísindarannsóknanefnd Grænlands
hafi búist til að taka upp þennan
þátt rannsókna á Grænlandi, og
jafnaðrmannastjórnin heitið nógu
fje til rannsóknanna, sem vitan-
lega er ætlað að margborga sig. Að
eins fundur lítillar námu getur
hæglega endurgoldið alt undír-
búningsstarfið er þarf til þess að
hægt sje að hefja á Grænlandi vís-
indalega málmleit í stórum stíl.
Blaðið Nationaltidende hefir nú
aftur fyrir skömmu haft tal af L.
Koch, er lætur vel yfir þessum nýj-
ungum og telur engum efa bund
ið, að Grænland sje mjög málm-
auðugt land. N.
Bækur Fræðafjelagsins, sem frá
er sagt hjer í blaðinu, fást í Bóka-
verslun þorst. Gíslasonar.
Stjórnarbót
Guðmundar Finnbogasonar.
Guðm. Finnbogason: Stjóm-
arbót. Rvík 1924. Ársæll Áma-
son.
Engum manni er Dr. Guðmund-
ur líkur! Hann hefir nú skrifað 11
arka bók um draum sinn, en að
vísu er hún um endurbætur á
stjórnarfari allra þjóða, svo ekki
verður annað sag-t, en að viðfangs-
efnið sje mikið og merkilegt, þó
tildrög bókarinnar sjeu lítill og
óljós draumur.
En er þá ekki bók þessi draum-
órakend og lítið á henni að græða ?
I þessari spurningu er fljótsvarað á
þann veg, að svo er ekki. Bókin er
skýr og skemtileg og flytur svo
; mörg eftirtektarverð nýmæh, að
; allir geta eitthvað af henni lært,
! jafnvel þó þeir litu mikið öðruvísi
á málin en höfundurimi.
Einn af fyrstu köflum bókarinn-
ar heitir „Ógöngur“. þar er rætt
I um hversu þingræðis- og flokka-
; stjórnin hafi gefist illa í öllum lönd
I um, og það svo að til vandræða
! horfi. Allur síðari hluti bókarinn-
1 ar lýtur svo að því mikla máli,
; hversu úr þessu megi bæta. Flyt-
ur höf. þar ýms frumleg og eftir-
tektarverð nýmæli. Um þingræðis-
ógöngurnar hafa margir ritað, en
undarlega fáir reynt að benda á
leiðir út úr þeim. það er eins og
öllum fallist hendur í því efni. það
á því hver maður þakkir skilið,
sem reynir með góðum rökum að
leysa þennan Gordíonshnút.
Jeg býst við að flestir geti ver-
ið sammála Dr. G. F. um ógöng-
urnar og skal jeg því ekki fara
frekar út í lýsingu hans á þeim.
Jeg skal aðeins taka það fram, að
mörgum myndi bregða í brún, ef
þeir vissu hve þungan dóm þing-
ræðið fær hjá öllum fjölda viturra
manna. Má nefna sem dæmi, að fyr
ir nokkrum árum var þetta mál
rætt á fundi frakkneskra heim-
spekinga og voru þar margir af
bestu mönnum Frakka saman
komnir. Enginn tók svari þingræð-
isins, allir báru því herfilega sög-
una, sögðu það bæði „ópraktiskt"
og siðspillandi. — 1 Englandi er
svipað hljóð í strokknum. Lord
hverju fjárhagslega bundið — og síðast,
ef til kemur og með þarf, möguleikar fyr-
ir einhverjum nýmyndunum. þetta er að-
eins bláber beinagrind, sem þarf margvís-
legra skýringa. En til þess að gera þær
skýringar sem mest sundurliðaðar og
glöggar í sem stytstu máli, kýs jeg að lýsa
fyrst skipulagi þjóðíræðadeildarinnar út
af fyrir sig, eins og jeg hugsa mjer það,
síðan skýra það nokkuð og segja frá fyrir-
myndum, sem til kynnu að vera, nýmynd-
um, sem ætlast væri til o. s. frv., og loks
athuga sjerstaklega möguleikana fyrir
framkvæmd málsins.
þjóðfræðadeildin á að vera stofnun, sem
í senn hefir með höndum vísindaleg rann-
sóknarstörf í íslenskum fræðum (bók-
mentafræðum, sagnfræðum, málfræðum,
náttúrufræðum og hagfræðum), fræðslu-
starfsemi (í svipaða átt og fyrirlestrar
heimspekisdeildar nú) og prófastarfsemi í
þeim greinum, sem ákveðið er, að próf geti
verið til í (nú meistarapróf í íslenskum
fræðum í heimspekisdeild).
þjóðfræðadeildinni er þannig skift, að
þar verður fengist við íslensk fræði í fimm
aðalflokkum. Er það þó að sjálfsögðu
aðeins skifting til hægðarauka í yfirliti,
og að sumu leyti þó yfirborðsskifting, því
flokkarnir vefast víða hver inn í annan.
„Praktiskt" sjeð gerir þetta þó deildina
hvorki viðameiri nje dýrari, þó umsvifa-
mikið geti sýnst á pappírnum.
En höfuðgreinir þjóðfræðanna yrðu
þessar:
I. Bókvísi.
II. Náttúrufræði.
III. þjóðhagsfræði.
IV. þjóðminjafræði.
V. Listmentir.
En verkefni þessara höfuðgreina yrðu
aðallega:
I. Til bókvísi telst:
- - - “---: - í í. v. v -
a. bókmentasaga og bókmentafræði,
b. málsaga og málfræði,
c. menningarsaga, alm. saga (og sögu-
f ræði).
II. Til náttúrufræða teljast þær rann-
sóknir og þau ritstörf, sem nú eru fram-
framkvæmd samvinnu- og eftirlitslaust á
víð og dreif, að meira eða minna leyti fyr-
ir ríkisstyrk, og samkynja störf, sem á
eftir kynnu að koma, og ennfremur sú
starfsemi, eða upphaf að starfsemi, sem
háskólanum er nú þegar ætluð, að nafninu
til, en danski háskólinn hafði áður, og
framkvæmd er af einstaklingum utan skól-
ans (s. s. almanaks-útreikningar og rit-
un). Á þennan hátt kæmi hjer til greina:
a. landfræði (og staðfræði),
b. jarðfræði,
c. grasafræði og gróðurfræði,
d. fiskifræði og sjófræði,
e. stærðfræði og stjörnufræði (að nokkru
leyti).
III. Til þjóðhagsfræða teljast þær grein-
ir, sem snerta rannsókn og ritun um hag-
fræðileg efni íslensk (og sögu þeirra, sbr.
I. c.) og atvinnulíf og efnahag, í svipuðu
formi og þjóðmegunarfræði er annars rek-
in, sem háskólagrein, nema einskorðað er
hjer við íslensk viðfangsefni (og erlend
aðeins að því leyti, sem þau eru talin
snerta þau innlendu). Á þennan hátt
kæmu hjer til greina ýms atriði, er heyra
undir:
a. alm. hagfræði (og talfræði),
b. verslunar- og viðskiftafræði,
c. stjórnfræði,
d. heilbrigðismál,
e. búmál,
f. útvegsmál.
IV. Til þjóðminjafræða telst það, sem
nú er varið til rannsókna og ritunar um
ísl. fornminjar og aðrar þjóðminjar, og er
þessi flokkur nátengdur I, einkum I c., og
oft einnig I a. og b., sem hjálparvísindi
þessara greina, en er annars talin sjálf-
stæð vísindagrein, og hefir þegar komið
upp hjer á þann hátt, og jafnframt verið
tengt þessu ýmislegt annað skylt.
V. Til listmenta teljast hjer hverskonar
innlendar listiðkanir, og kemur þar til
greina:
a. skáldskaparlist,
b. hljómlist,
c. myndlist.
þannig hefir þá í stuttu máli verið rak-
in uppistaða þeirrar íslensku þjóðfræða-
deildar, sem hjer er gert ráð fyrir. þarf
því að skýra nánar einstaka þætti hennar.
í bókvísi má segja, að nú þegar sjeu
iðkaðar að einhverju leyti allar þær grein-
ar hennar, sem hjer er gert ráð fyrir. Hjer
er því í rauninni aðeins um það að ræða, að
koma á þessar iðkanir betra og hagfeldara
skipulagi en nú er. En það verður aftur til
þess, að fá má sama eða betri árangur með
minni kostnaði, og þá annaðhvort alveg
spara nokkurt fje, eða nota það til aukn-
ingar iðkununum frá því sem nú er. Starfs-
kraftar þessa hluta deildarinnar og hjálp-
argögn eiga að vera:
1. Isl.kennarar núver. heimspekisdeildar
2. Landsbókasafnið og starfslið þess
3. þjóðskjalasafnið og starfslið þess
4. Nokkrir einstaklingar aðrir, sem
svipuð mál hafa með höndum fyrir
þjóðfjelagið.
Um þetta þarf ekki að fara nema fáum
orðum. það liggur í augum uppi, að þeir
starfskraftar, sem gert er ráð fyrir, að í
núverandi heimspekisdeild fáist við íslensk
fræði, flyttust yfir í hina nýju þjóðfræðar
deild. Hugmyndin um samvinnu landsbóka-
og þjóðskjalasafns um þessi fræði er held-
ur ekki ókunn. Hún kemur frá Halldóri
prófessor Hermannssyni 1922 (í grein í
Lögrjettu um embættafækkanir). þar er
þó aðeins gert ráð fyrir því, að bóka- og
skjalaverðir skuli vera kennarar í sagn-
fræðum við heimspekisdeildina (fyrir
aukaþóknun), en afnema skufjí staðinn 1
eða jafnvel 2 embætti þar. Sjálfsagt hefði
mátt framkvæma þetta. En þó hefðu
starfskraftarnir eftir sem áður verið litlir,
og hætt við, að þetta hefði ekki orðið til
langrar frambúðar. þar að auki er hjá H.
H. gert ráð fyrir þrem sjálfstæðum stofn-
unum eftir sem áður. Hjer, í þjóðfræða-
deildinni, er aftur á móti gert ráð fyrir
fullkominni samvinnu og samruna allra
þessara stofnana í einu og sömu deildina
með sameiginlegum starfsmönnum. Og
þetta er mjög sanngjarnt og samkvæmt
eðli allra stofnananna. Söfnin eru í eðli
sínu ekki annað en hjálparstofnanir fyrir
þær rannsóknir, sem deildin á að fram-
kvæma. þetta sjest líka bersýnilega á því,
að það er oft talið hamla viðgangi heim-
spekisdeildarinnar einna mest, að hún eigi
engin söfn. Afleiðing þessa er sú, að
stefnt er að því, að koma upp sjerstöku
bókasafni fyrir deildina, við hlið Lands-
bókasafnsins. það tekur langan tíma og
kostar mikið fje. Er þá ekki sönnu nær,
að deildin fái að nota það safn, sem þeg-
ar er til, og í upphafi átti einmitt að miða
í sömu áttina og deildin, s. s. að eflingu
bókvísi í landinu ? Breytingin á Lands-
bókasafninu þyrfti í rauninni engin að
vera, sem nokkur sjerstök áhrif hefði, eða
rýrði gildi þess eða virðingu. Breytingin
yrði í því einu fólgin, að safnið teldist eft-
irleiðist ekki í sama flokki bókasafna og
áður — það yrði einskonar háskólabók-
hlaða í stað ríkisbókasafns. þar að auki
mundi þetta skipulag geta haft í för með
sjer sparnað á mannafla og fjárafla, án
þess að slaka á kröfum um vinnu, eins og
seinna verður vikið að nánar. því í stað
10—11 manna nú mætti komast af með
6—8 t. d., og þó vera sæmilega í lagt, þó
æskilegast sje auðvitað, að mennirnir geti
verið sem flestir, ef það eru nýtir menn.