Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.11.1924, Blaðsíða 2

Lögrétta - 11.11.1924, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA Sxxiá.söluverd raá ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir: "V ixicilsLr. Lloyd........................ Kr. 14.95 pr. */2 ks. Hermes..........................— 12.35 — J/2 — Terminus.......................— 12.10 — l/2 — Advokat........................— 24.15 — J/2 — Lopez y Lopez..................— 23.00 — >/2 — Phönix (Horw. & Kattentid)......— 23.00 — ljt — Times..........................— 18.40 — */* — Cervantes......................— 25.90 — "/* — Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn- ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0. Landsversliin íslands. Borgíirljjðr ganga [ Þdrisdal. Frh. ------------ það er ekki neitt gott verk, að lýsa þórisdal, svo að í lagi sje. þó langar mig að gera tilraun til þess, áður en jeg tala nánara um athug- anir okkar. Hann er á þessa leið: þórisdalur liggur því nær frá austri til vesturs. Hann er langur nokkuð og fremur mjór, en þó mis- breiður. Hann klofnar, þegar inn- ar dregur, og gengur sín álman hvorum megin inn með feiknar- háu standbergs-felli, sem slútir yfir sig fram, inn yfir dalinn. Inn í það er hellisskúti; og er hátt upp að, svo að trauðla virðist kleift. Nyrðri dalálman vísar næstum því í landnorður; en sú syðri nálægt því í landsuður, og er fremur lág- ur malarás þvert fyrir mynni hennar. Verður því alt eins við- kunnanlegt, að telja hana kima út úr sjálfum dalnum. En telja svo aftur lengd aðal-dalsins vestan frá jökulhrygg og inn í botn nyrðri álmunnar; því að enginn óslitinn þröskuldur er á þeirri leið. Austan- vert við miðjan megin-dalinn er ægilega stórhrikaleg klungurs-urð. Malareyrar, mismunandi sljettar, eru umhverfis hana á alla vegu. þannig ekki svo óvíða um dalinn; þó hólótt nokkuð og bungótt sum- staðar. Á lítil fellur eftir dalnum og hverfur undir jökulinn að vest- an. það er Geitá. Hún kemur undan urðinni að mestu. Svo lítil kvísl kemur innan úr nyrðri dalbotnin- um og rennur spölkorn fyrir norð- an urðina, þar vestur, uns hún sam einast í ánni. Kolblár klakajökull, afskaplega sprunginn á blettum, liggur að dalnum að vestan og sunnan. Tindur einn mikill gnæfir þar upp úr gaddinum. Hann er snjólaus sumstaðar, ofan frá toppi og það alt niður á jafnsljettu, þeim megin, sem að dalnum veit. Hann mun vera hömróttur eitthvað. þar fyrir vestan er sem móti fyrir lægð nokkurri í jökulinn og á hann upp. Fyrir botni syðri dalálmunnar,eða kimans, er hjarnbrekka mikil. þar fyrir norðan er fellið. það er mikið til snjólaust. því næst, fyrir botni aðal-dalsins, eða nyrðri dalálmunn- ar, eru einnig mjög brattar, harðar fannir. Að norðan gengur gríðar- hár fjalls-kjálki vestur úr jöklin- um. Hann er að sjá hjarni og klaka krýndur nokkuð langt vestur. Ná- lægt honum miðjum er hvilft tals- verð, þó ekki all-mikil, inn í suður- hliðina, dalsmegin, og verður úr slakka-skarð, þegar upp fyrir brún ir kemur, mikið af leið í gegn. þar uppi, nyrst, er sem jökullinn leggi arm sinn á fjallið ofan, lengra til vesturs, læsi krumlunni ofan í bak þess og helgi sjer það þar með.Upp úr fjalls-kjálka þessum eru bæði gnípur og hnjúkar hjer og hvar. Sömuleiðis eru slitrótt klettarið til og frá ofan til í þeirri hlið hans, sem að dalnum snýr. þar fy.rir neð- an eru lausaskriður og urðarbung- ur, snjólausar, alt að rótum niður.I dalnum eru volgar lindir. Skamm- an hyggjum við þar sólargang. þar er dálítill gróður. — þar fell- ur ekki gras. . .. Og allur er dalur- inn hinn dularfylsti: Er sem for- ynjur læðist þar með hömrunum; en englar svífi yfir tindunum. — Eins og mörgum er kunnugt, þá áleit jeg í vor, að kofarúst væri í þórisdal. Nú komum við á staðinn, þar sem mjer virtist hún vera. —* En ekki ætlaði jeg að þekkja það landslag: þar sem jeg sá ekki í vor nema lítinn urðarhól standa upp úr snjóbreiðunni, sem þá hjúpaði und irlendi dalsins, að mestu, blasti nú við augum urðin stóra, sem jeg hefi getið um hjer fyrir skömmu og reynt að lýsa að nokkru. Og eftir að hafa sjeð hana nú, álít jeg, að þar geti eins verið rústir hundrað útilegumanna-hreysa, eins : og sú, sem jeg fann þar í vor, — vegna þess, hvernig steinamir liggja. Að vísu fundum við rúst mína. En hvorki jeg nje förunaut- ar mínir geta ályktað hana gerða af mannahöndum, eftir öllum stað- háttum nú að dæma. því að t. d. sumstaðar á milli lausagrjótsins, sem er þar sem gólfið yrði að hafa verið, gaf nú að líta ofan í gjár og glufur, þar sem jeg hugði einungis í vor, að væri snjófylla á milli steina; steina, sem mynduðu að eins dálítið lag, en lægju þar næst á annaðhvort möl eða sandi. — En ekki verður það hrakið, að þarna er rústar-líking,sem lítur að flestu leyti mjög líkt út og jeg hefi áður lýst. Og auðvitað er ómögu- legt að fortaka neitt um það, að þar hafi maður lagt höndur að, til þess að færa til einhverja steina og gera sjer hreysi,fyrir níu hundr uð árum eða svo; þar sem maður gæti þá um leið hugsað sjer, að náttúran hefði verið búin að byggja að nokkru leyti. það er að eins eitt, sem mælir með því, að manni hafi frekar hugkvæmst að gera sjer þarna kofa, heldur en á öðrum stöðum í dalnum, eftir því að dæma, hvernig hann lítur út nú. Og það er það, að þessi staður í dalnum fer síðast,eða aldrei,alger- lega á kaf í snjó: þetta er hæsti staður undirlendisins. Annars er það eitt merkilegt rannsóknarefni, hvemig þessi einkennilega urð hefir myndast; svipuð líbaríti; áþekk sumum tegundum af hvera- grjóti; — eins og hólmi þarna í dalnum. Við urðum allir fyrir miklum vonbrigðum gagnvart rústinni. Nú fór mannskapurinn heldur að tvístrast; og var farið um all- an dalinn, inn í hvern krók og kima. Einn okkar, Freymóður þorsteinsson, fór upp á fellið, sem er á milli dalálmanna. En ekki hygg jeg að hann hafi sjeð of all- an heim, sem óðinn úr Hliðskjálf; því að sorti sveipaði tinda. En eitt- hvert jökulkvosar-gímald, eða Ginnungagap, sá hann í suðaust- ur. Og er það fastlega hyggja mín, eftir afstöðu að dæma, að það hafi verið dalur sá, er hingað til hefir verið hafður fyrir þórisdal. Við mældum lengd dalsins, vest- an frá jökulhrygg og inn í botn syðri álmunnar. Sú leið er 650 faðmar. En til muna hyggjum við lengra, ef mælt væri inn í botn nyrðri álmunnar. Og það væri líka miklu rjettara, ef maður ætlaði að fá út nákvæma lengd. En því tók- um við ekki fullkomlega eftir, fyr en við framkvæmd þessarar mæl- mgar. Breidd dalsins getum við giskað á að sje 100—150 faðmar, þar sem hann er mjóstur. Svo lítill vísir af venjulegum ör- æfagróðri er til og frá á milli steina og í skorum um alt undir- lendi dalsins. Mætti þar nefna: geldingahnapp, steinbrj ót, sveif- gras og fjallasnarrót. Auk þess eru dálitlir grasblettir á nokkrum stöðum niður með ánni, báðum megin. En aðal-grasbletturinn, sá, sem áður hefir verið minst á, er vestast í dalnum, að norðanverðu við ána. þar vex talsvert mikið af punti. Hyggjum við það óefað ein- hverja tegund af venjulegum há- lendispunti. Hann er 10—15 þumlungar á hæð. Silkimjúkt tún- gresi, 6-—7 þumlunga hátt, er al- staðar niður á milli. Töluverðar mosa-eyður er í blettinn. Sams konar gróður og útlit er á gras- blettunum inn með ánni. Gróður- blettur þessi er, að nokkurn veg- inn rjettu máli, 180 ferfaðmar. Og liggur mestur hluti hans á milli tveggja linda, sem spretta upp við rætur fjallsins. þær eru volgar, svo að vel finst; eru 10° heitar á R. (12y2° á C.). Jeg tók vatn á flösku í lindum þessum. Og innsiglaði jeg hana síðar niður á Húsafelli í augsýn þorsteins bónda þar og meiri hluta förunauta minna. Og er inn- siglið: Th. Magnússon í rauðu lakki yfir stútnum. Hefi jeg í hyggju að láta efnafræðing rann- saka það, bæði til fróðleiks og gamans, hið allra fyrsta. Sömuleið is tók jeg ýmsar steinategundir í þórisdal, bæði í vor og nú, sem jeg hefi sterka löngun til, að láta góð- an jarðfræðing skoða og athuga. Áður en jeg yfirgef dalinn með öllu, vil jeg leyfa mjer að geta þess, að standbergs-fellið mikla, sem er á milli dalálmanna, þætti okkur vel til fallið, að kalla þursa- bjarg, sbr. Grettlu bls. 189. — Við megum ekki deyfa æfintýra-ljóma sögunnar. Einnig ætla jeg að geta þess, að það var upphaflega fastur ásetn- ingur minn, að fara þarna miklu meira um jökulinn; helst alla leið í dal þann, sem hefir af sumum ver- ið álitinn þórisdalur, svo að föru- nautar mínir gætu borið um það með mjer, hvemig þar væri vötn- um háttað. því að bágt á jeg með að trúa því, að augu mín hafi brugðist mjer þar svo gjörsam- lega, að jeg hafi ekki þekt snjó frá grjóti, þegar jeg fór þar um í vor, eins og Bjöm ólafsson bendir á, með mestu kurteisi, í 26. ágústblaði „Vísis“ þ. á. En með því að við vorum orðnir hraktir til muna og veðurútlit skuggalegt, þá þótti okkur ráðlegast að eiga ekk- ert við það. Og verður því hver að aðhyllast það, sem honum þykir líklegast, gagnvart því atriði.Hver veit, nema undra-vættir óbygð- anna hafi gert mjer sjónhverfing- ar? það vildi jeg helst. — En ein- hvern tíma kemur sannleikurinn í ljós. Við vorum fullar 2 klst. að skoða okkur um í þórisdal. — En hvergi sá jeg fuglinn minn. En geta má þess, að þegar við vorum að kanna urðina miklu, þá barst eitthvert einkennilegt hljóð til eyrna allra förunauta minna. Og telja þeir það hafa verið áþekkast keldusvíns-skríki. En ekki var jeg svo hamingj usamur, að heyra það. Og skulu því ekki leiddar neinar getur að því hjer, hvaða hljóð það hefir verið. Að síðustu krotuðum við allir nöfn okkar á brjefsnepil í dalnum, ásamt nafni hans, mánaðardegi og ártali, og ljetum í flöskuna, sem er skorðuð á milli steina sunnan undir vörðunni. því næst lögðum við af stað í áttina til Húsafells, sömu leið. — þegar við komum upp á jökul- hrygginn, hægðum við gönguna og litum við. Og kvaddi jeg þá þóris- dal fyrir hug og hjarta, jeg vil leyfa mjer að segja okkar allra, með þessum orðum: Vertu sæll, þórisdalur! Hinar guðbornu heilla- (lísir öræfanna og andi Grettis verndi þig um ókomnar aldaraðir! Gengum við síðan fá-ein skref áfram. Og þar með var hinn dul- L«t>bók LúgrjettD VII. íslensk þjóðfræðí. Eftir Vilhjálm þ. Gíslason. Frh. ----- þetta liggur líka mjög nærri, af öðrum ástæðum — fjárhagslegum. það er venja, að af opinberu fje er nokkuð veitt til skálda og listamanna. þeir eru sjálfráðir um það, hvernig þeir verja því og vinna fyrir því. Enda verður ekki slík starfsemi knúð fram eins og aktaskrift. Framvegis gæti ríkið sett þeim, sem þennan styrk fá (þ. e. a. s. að minsta kosti þegar hann er starfsstyrkur, en ekki námstyrkur eða eft- irlaun) það skilyrði, að þeir yrðu að ein- hverju leyti eftir nánari reglum bundnir þjóðfræðadeildinni. Tala þessara manna mundi þó eiga að vera nokkuð takmörkuð — og ætti að tilnefna ákveðinn, fastan hóp, sem svo yrði fyltur eftir vissum regl- um, þegar menn falla frá — og alt að vera úrvalsmenn. þetta mætti alt fá án nokkurs tilkostnaðar frá því sem er, nema ef minna væri. En bæði væri þjóðfræðastofnuninni styrkur að þessu, og mönnunum nokkur vegsauki, ef vel er með farið, að mmsta kosti þegar stofnunin er komin á fastan fót og orðin rótgróin í meðvitund fólks- ins. Auðvitað mætti til þessa velja fleiri en þá, sem veitt er ríkisfje, eða fasta bú- setu hafa í Reykjavík. Sama gildir einnig um aðra listamenn. Ákveðin tala hljómlistarmanna, málara og myndhöggvara (t. d. 1 úr hvorum flokki) ætti að vera tengdur þjóðfræðadeildinni, sumpart á sama hátt og skáldin, sumpart sem beinir starfsmenn að nokkru leyti, (t. d. sem fyrirlesarar öðru hvoru um músik og aðrar listir. Slíkar stöður eru nú orðið fastar við alla meiriháttar háskóla). I stórum stíl yrði þetta ekki fyrst um sinn. Einstaklingar eða fjelög (t. d. Listvina- fjel.) ættu þó að geta rjett þessu nokkra hjálparhönd. Og fje er nú veitt á hverjum fjárlögum til starfsmanna í þessum efnum. Og ástæðulaust er að láta þá aðeins ganga á mölinni blístrandi út í bláinn fyrir það fje — heldur má leggja þeim sanngjama kröfu á herðar um starf við listmentahluta þjóðfræðadeildarinnar. Með slíku skipulagi mætti einnig í senn sljákka nokkuð um- talið um „bitlingana" — hjer væri þá um gjald að ræða fyrir unnið starf — og jafn- framt takmarka nokkuð fjárveitingarnar sjálfar. því það mundi mönnum skiljast, ef þetta ætti mest að vera bundið deildinni, að ekki geta allir ruðst þar inn — þó þá vanti fje til að „læra á harmonium og fá sjer nýjar tennur“, eins og einn sótti um fyrir fáum árum. Loks má svo víkja að því í þessu sam- bandi, að með þessu, eða á grundvelli þessa — listmentanna og úrvals úr þjóð- fræðadeildinni yfirleitt — ætti að myndast nokkurskonar íslenskt „akademi", eins og margar menningarþjóðir hafa — og þykja hinar virðulegustu stofnanir. Að vísu er ekki alt lofað, sem frá þeim hefir komið, og sumt að sjálfsögðu hjegómamál, sem þær snertir, eins og gengur og gerist. I rauninni yrði líka þjóðfræðadeildin sjálf, eftir því sem ástæður væru til, í heild sinni nokkurskonar íslensk samstæða þeirra. En í ýmsum aliþjóðlegum menn- ingarmökum og málum eru atriði, sem oft eru bundin slíkum stofnunum meira eða minna, og því betra en ekki að þær sjeu til, ef unt er að gera þær sæmi- lega úr garði, ekki síst fyrir smáþjóð, sem erfitt á uppdráttar í samlífi þjóðanna. Nú líður undir lokin. þegar Jón Pjeturs- son var að berjast fyrir íslensku-fræða- embætti sínu, gat hann þess einhverju sinni í umræðunum, að það væri ekki nóg, að eiga fræðin sjálf til í landinu á víð og dreif, ef engin væri stofnunin til að tengja þau við. Hjer hefir nú verið reynt að lýsa baráttunni fyrir slíkri mentastofnun í ýmsum greinum, myndun hennar, starfi hennar, kostum hennar og göllum. Loks hefir svo verið lýst því, hvernig úr megin- göllunum yrði bætt, í samræmi við söguna og menninguna, og svo að farið væri sann- gjamlega eftir þörfum þjóðarinnar og getu, hvorki felt merki heilbrigðra hug- sjóna nje flanað fram í grundvallár- lausa nýbreytni, sem þjóðinni yrði menn- ingarlegt og fjárhagslegt ofurefli. En nú kann einhver að minnast annara orða úr hinum gömlu háskólaumræðum. Undir aldamótin síðustu gat landshöfð- inginn þess einu sinni í þingræðu, að ekki tjóaði að „eiga háskólann aðeins í stjórn- artíðindunum“, það væri lítilsnýtt, að hafa „stofnunina" eina, ef hún „ætti ekki einu sinni hús“. Og hjer er komið að mjög mikilsverðu atriði — ekki síst fjárhagsins vegna. þessi gamla athugasemd landshöfðingjans hef- ir sem sje ákaflega mikið til síns máls. Einkum á það þó við um þá þjóðfræða- deild, sem hjer er um að ræða sjerstak- lega, að henni yrði það alveg óhjákvæmi- legt að eiga sjer ákveðið og sæmilega virðulegt húsaskjól, sem gæti verið mið- stöð hennar og tengt saman hina mismun- andi hluta. Auðvitað hlýtur að því að koma fyr eða síðar, að háskólanum í heild sinni verði íeist hús — og því fyr því betra. Húsnæð- isþrengslin há honum nú. Og ef nú ætti að bæta við nýrri deild, stærri öllum hin- um, þá færi að vandast málið. Eða með öðrum orðum: alt þetta tal um þjóðfræða- deild getur verið nógu skrambans ári sniðugt og gott í sjálfu sjer, og kemst sjálfsagt í framkvæmd — seinna, ein- hv.rntíma seinna. En eins og nú rtanda sakir, er hugmyndin andvana fædd af þeirri einföldu ástæðu, að hana vantar húsið, umgerðina, grundvöllinn, segir kanske einhver. Og því verður máske held- ur ekki með sanngirni haldið fram, að rík- ið geti nú, eða í fyrirsjáanlegri framtíð, lagt út í nægilega góðar nýbyggingar fyrir þjóðfræðadeildina. Fjárhagurinn er ekki svo, og margt kallar að fleira. Spurningin er því um það, hvort þetta sje svo mikill vandi og erfiðleiki, að þess- vegna þurfi að fella niður málið eða skjóta því á frest, eða hvort út úr þessu væru aðrar leiðir. Og það liggur eiginlega beint fyrir, sam- kvæmt því skipulagi, sem hjer hefir verið stungið upp á á þjóðfræðadeildinni,að hús- næðið er til nú þegar fyrir hana. það er Landsbókasafnshúsið sem nú er. það hús yrði framvegis hæli og miðstöð allrar deildarinnar — og það vel virðulegt og boðlegt. það þarf ekki að rekja nánar en þegar er orðið, að þar sem gert er ráð fyrir iþví, að þau söfn, sem nú eru þar fyr- ir, renni inn í deildina, er það einfaldast, að deildin í heild sinni verði þar áfram. Og þeir, sem kunnugir eru húsakynnum þar, sjá undir eins, að þetta er mjög vel hægt. Breytingamar, sem gera þyrfti, eru alveg hverfandi litlar. Söfnin gætu öll verið kyrr eins og þau eru. Lestrarsalur Lands- bókasafnsins, sem nú er, gæti orðið aðal- samkomu- og hátíðasalur stofnunarinnar

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.