Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.11.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 11.11.1924, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA arfulli, sjerkennilegi og þjóðþráði pórisdalur æfintýra og Sögu horf- inn líkamsaugum okkar. Og minti það mann helst á borgina hans Út- garða-Loka forðum, sem var horf- in Ása-þór sýnum,þegar hann ætl- aði að snú til baka,til þess að koma fram hefndum, er hann var kom- inn út fyrir víggirðinguna. Að eins var hjer enginn, af öllum þessum blendings-þórum, sem í förinni voru, með hefndarhug. Og enginn ætla jeg að hafi haft í hyggju, eða hafi álitið heppilegt að minsta kosti, að snúa aftur: og leggjast út. — En sterka hafði jeg löng- unina! Nú hjeldum við áfram rakleitt í Kristalskirkju. þar námum við staðar um stundarsakir og sett- umst að snæðingi. það var skemti- legt borðhald. Úr Kristalskirkju gengum við svo niður með ánni, þar norður sandana. Var þar ekki óvíða næsta voðfelt undir fæti og þá stundum fremur sullkent. Var nú tekið að drífa — skýjunum ældi niður í flygsum, og gerðist því dimt mjög um að litast, en ljetti frá, þegar norður af söndunum kom; og var mjúkt og meinhægt veður úr því alt til kvelds. þegar við komum norður á urð- arásinn, norðan við sandana, sett- umst við niður, til þess að kasta | mæðinni. Og varð okkur þá eðli- lega litið til baka. þá sáum við eitthvað, sem líktist tveimur kindum, vestan undir Hádegis- felli, þar austast á söndunum. At- huguðum við það betur í sjónauka og sáum þá greinilega, að svo var; og virtust okkur það vera hrútar. Útlit var fyrir, að þeir væru á norð urleið. Tókum við nú að hóa og hleyptum í ærsl nokkur, og ljetum hund geyja, sem með okkur var. En ekki skal jeg segja neitt um, hvort að hrútarnir hafa gert sjer í hugarlund, að Ragnarök væru komin. En hitt var víst, að þeir kærðu sig hvergi um að bíða boð- anna, og tóku til fótanna og hlupu slíkt sem af tók í áttina norður til Geitlands, svo lengi sem við sáum: En það er smalaland. — Sanda þessa nefndum við Hrútasand. Nú hjeldum við áfram í einni strik-lotu, og bar ekki til tíðinda, alla leið að Húsafelli. Komum við þangað kl. 81/2 að kveldi. Höfðum við því verið rjettar 14 klst. í ferðinni. Gistum við þar allir um nóttina, nema einn, og að sjálf- sögðu allir nóttina áður, og nutum hinnar miklu, alþektu Húsafells- gestrisni. þorsteinn Kristleifsson reið heim um nóttina. Við fórum heim daginn eftir; — og enginn kvartaði um þunglyndi. Niðurl. Haukur Eyjólfsson. ----0----- Að gefnu tilefni auglýsist þeim, sem trygðir eru í ,Det gensidige Forsikringsselskab Danmark1, að eins og hingað til ber að greiða iðgjöld beint til aðalumboðsskrif- stofu félagsins í Kaupmannahöfn, Vestre Boulevard 34, Stuen. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram, að herra læknir Þ. Pálsson lieldur áfram að skrá tryggingar fyrir félagið, en hr. Jakob Havsteen hefir ekki lengur heimild til þess. Stjórnarbót Guðmundar Finnbogasonar. ----- Niðurl. En hver feliir þá stjórnina? Hennar eigin verk, svarar G. F. Meðan þau eru góð og til þjóð- þrifa, situr stjórnin, takist henni illa, fellur hún. Til þess að meta þetta og jaínframt frammistöðu allra starfsmanna ríkisins, gerir höf. tillögur um ákveðna mæli- kvarða, sem fara skal eftir, og er þetta meginþáttur bókarinnar. Ef fram úr þessum vanda er ráðið á verulega hagnýtan hátt, er hj er að ræða um geysilega uppgötvun. þjóðirnar fá þá góða foringja og góða starfsmenn. Alþýðan mun þá ekki láta sitt eítir liggja. Henni iíður þá best, er hún fylgir góðum foringjum, en til hins er fjöldinn miður fallinn, að hafa forustu á hendi. það hefir í raun og veru aldrei blessast. Aðalhugsun G. F. er einföld og auðskilin. Hann vill setja alla starfsmenn ríkisins í nokkurskon- ar mælislátt. Meðalverk allra starfsmanna er ákveðið. Vinni starfsmaðurinn meira, hækkar það álit hans og vitnisburð. Fari aftur starf hans niður úr ákveðnu marki, missir hann stöðu sína, hvort sem hann er prestur, lækn- ir eða ráðherra. þessa aðferð hafa allir vinnuveitendur notað við hversdagslega vinnu og rekið þá burtu, sem ekki vinna fyrir mat sínum og kaupi. Við almenn at- vinnustörf verður ekki hjá þessu komist. það virðist í raun og veru sjálísagt, að ríkið fylgi sömu reglu, ef auðið er. En hvernig er þá farið að meta störfin og hver mælikvarði er lagður á þau ? 1 þessu margbrotna atriði verður að vísa til bókarinn- ar, en nefna má sem dæmi mæli- kvarðann prestanna. Höf. metur þá aðallega eftir því, hversu söfn- uðir sækja kirkju. Skýrslum er saínað um kirkjusóknina. þær eru gerðar upp eitt sinn á ári og prest- Kaupmannahöfn í október 1924. I stjórn félagsins „Det gensidige Forsikringsselskab Danmark“. Grönvold. mum gefinn vitnisburður fyrir frammistöðuna það árið. Verði hann mjög slæmur, missir klerk- urinn embættið. Á sama hátt er læknir metinn eftir heilbrigði hjaraðsbúa, framförum í heilbrigð- ismálum o. fl., ráðherra eftir fjár- hag landsins og framförum o. s. frv. 1 aðalatriðunum er þetta einfalt og rjettlátt, en framkvæmdin, því miður, erfið og margbrotin, vegna þess, að tillit þarf að taka til margs, svo ranglæti verði ekki úr öllu saman. Með þessum hætti þarf að safna nákvæmum og sönnum skýrslum um alla starfsemi embættismanna og vinna úr þeim öllum í tæka tíð. þetta trúnaðarstarf vill höf. fela Hagstofunni, og verður hún því þungamiðja alls skipulagsins, „eins og 'höfuðatriðið í þessu sakramenti“. öll þessi þjóðfjelagsbygging , höf. stendur þá eða fellur með skýrslugerð. Nú vita það allir, sem fengist hafa við innheimtu á skýrslum, jafnvel þó einfaldari sjeu en hjer er um að ræða, hve erfiðlega hún gengur og hve mis- jafnlega áreiðanlegar skýrslur eru. það vill jafnvel til, þó sjald- gæft sj^ að þær sjeu falsaðar, þegar í skömmina er komið, og ekki verður hvötin til þess minni, þegar öll framtíð burgeisanna, jafnvel ráðherra, veltur ef til vill á einni skýrslu. Höf. vill láta hegna greipilega fyrir alla vanrækslu á skýrslum, en getur ekki farið með þetta líkt og bannlögin, að þjóðin „neiti vendingu“? Hvað sem þessu líður, þá væri sannarlega vert að athuga, hvort ekki mætti framkvæma þessa að- ferð á einhverjum sviðum til þess að byrja með, t. d. á prestum, því Lönborg. mælikvarði þeirra er einfaldastur, og sjá hversu hún gæfist. Ef hún gæfist vel á einu sviði, mætti færa Ú1 kvíarnar. Reynslan yrði hjer að skera úr. Hjer væri til mikils að vinna, því ekkert spillir þjóðfjelög- um meira en ónýtir starfsmenn. Læknar myndu því fegnastir, ef enginn ónytjungur hjeldist ári lengur við í þeirra stjett. En úr því höf. vill láta ríkið fara að dæmi atvinnurekendanna og vísa þeim úr vinnu, sem ónýtir reynast, — því vill hann þá ekki fara að dæmi þeirra í því, að hækka eða lækka kaup starfsmanna rík- isins eftir því, hve mikið er unn- ið og vel? Öllum þykir fjeð gott og ekki síst embættismönnum, því margir hafa svo lág laun, að ekki hrökkva fyrir daglegu brauði og sköttunum, og verða þeir þá að hlaupa af sjer allar tær til þess að ná einhverja aukavinnu. 1 síðustu köflum bókarinnar eru tvö nýmæli, sem margir myndu óska, að komið yrði á sem fyrst. Annað er að stofnaður sje blaða- dómur. Hann dæmir fljótt og brotalaust um það, hvort dagblað hafi sagt ósatt um mann eða mál- efni. Reynist það svo, er sektin sú, að fleiri eða færri tölublöð mega ekki koma út og auk þess skal blaðið birta dóminn athugasemda- laust. þau yrðu líklega glompótt sum blöðin, þegar að kosningum drægi. Hitt er, að stjórnir og þing, sem segja annari þjóð stríð á hendur, skuli leggja niður völd sín og ganga sem óbreyttir liðs- menn 1 brjóstfylkingu hersins. Mörgum myndi brenna þetta fyr- ir brjósti, en ekki væri það nema sanngjarnt, að þeir sem vilja senda aðraútíopinn dauðann,sýni að þeir þori að standa í þeirra sporum. 8 Jeg hefi þá drepið á nokkur að- altariðin í bók þessari, þó mörgu sje slept. Hún er vel fallin til þess að vekja menn til umhugsunar um hið heimskulega stjórnarfar vorra tíma og hversu úr því mætti bæta. Má það merkilegt heita, að slík vísinda og framfara öld skuli standa svo ráðþrota í stjórnmálum eins og raun hefir orðið á. Mjer er þó nær að halda, að höf. fari of skamt 1 tillögum sínum. Hann byggir á almenna kosninga- rjettinum, að allur almenningur fylgist með í stjórnmálum og geti dæmt um þau. Lýðstjórn hans myndi hafa marga hina sömu galla og nú gerist. Vjer verðum að gera oss það ljóst, að eins og próf. Terman seg- ir, ber meirihluti þjóðanna lítið sem ekkert skyn á stjórnmál og að úr þessu verður aldrei bætt. Menn- irnir geta verið góðir og gagnleg- ir menn fyrir því. Jeg get t. d sagt fyrir sjálfan mig, að síðan jeg fór af þingi, dettur mjer ekki í hug að fylgjast með í ísl. stjórn- málum, nema jeg hjeldi einhverja stórhættu á ferðum. Jeg hefi eng- an tíma til þess og á þó auðveldara með það en flestir aðrir. það er ekki minni vandi að stjórna heilu landi heldur en skipi. Skipstjórar byrja sem hásetar, læra svo sjómannafræði og taka próf, verða síðan að vera árum saman stýrimenn og hafa sýnt sig duglega menn, áður en þeim er trúað fyrir skipstjórn að fullu og öllu. En þá fá þeir líka mikil völd og mikla ábyrgð og þurfa ekki að láta háseta greiða atkvæði um, hvað gera skuli. Eitthvað í þessa áttina þarf stjórnskipulag landa að vera, þó engum detti í hug að vekja upp einveldið aftur. Stjórn má ekki byggja á kosningalygi, at- kvæðum manna, sem óljóst vita hvað þeir greiða atkvæði um, valdagræðgi flokka og annari vit- leysu. 1 atvinnuvegunum hefir það gef- ist vel, að þeir sem fyrirtækjum stýra, eigi ríflegan þátt í þeim, svo það sje hagur þeirra eða skaði, hversu fyrirtækið gengur. Jeg held það væri snjallræði, að láta kaup stjórnmálamanna fara eftir því, livort þjóðarbúið græðir eða tap- ar, ef Hagstofan sæi sjer fært að gera þennan reikning upp. Guðm. Hannesson. -----o---- (hefir verið notaður til slíks), en útláns- sal þess safns og lestrarsal þjóðskjala- safnsins mætti nota sem almenna fyrir- lestra- og lestrasali. þar að auki eru í hús- inu ein 5 önnur herbergi, sem nota má til kenslu, að því sem til hennar kemur, eða sem vinnustofur, eins og nú. Minna má einnig á það, að gert var ráð fyrir því, að við húsið mætti byggja, ef þurfa þætti. Að sjálfsögðu hefði þetta í för með sjer nokkra breytingu á skipulagi Landsbóka- safnsins, eins og fyr segir. það hætti að vera almenningsbókasafn og lesstofa í þeim skilningi, sem nú er það. það sýnist líka vera ástæðulítið í sjálfu sjer, að ríkið haldi uppi safninu (það kostar árlega yfir 40 þús. kr.) til þess aðallega að vera bóka- útlánsstofnun fyrir Pjetur og Pál og les- stofa að vetrinum til, mest fyrir skólafólk í Reykjavík. Og til þess að annast þetta eru hafðir 4—5 fullvinnandi og fulllaunað- ir menn, sem hafa þetta að aðalstarfi, og gert er ráð fyrir að sjeu „lærðir menn“, þó ekki hvíli á þeim sú skylda, að vera starfandi fræðimenn, fremur en þeir sjálf- ir vilja. Samaniburður á safnanotkun sýnir líka, að lítil sem engin eftirsjá væri að því, þó þessi reifara-útlán Lands- bókasafnsins væru stöðvuð, en í stað þess mögnuð alþýðubókasöfnin og almennings- útlánunum safnað þangað að mestu leyti. það er meira að segja líklegt, að það skipulag gæti orðið miklu frjósamara og giftumeira, en það sem nú er. Landsbóka- safninu — eða þjóðfræðadeildarsafninu yrði auðvitað ekki lokað alveg. það hjeldi áfram að starfa, en fyrst og fremst til fræðinotkunar, en bæði fyrir menn innan og utan deildarinnar, eftir nánari reglum. Dagleg afgreiðslustörf þar yrðu á þennan hátt nokkru minni og einfaldari en nú, og mætti framkvæma þau, bæði af hinum föstu starfsmönnum í bókvísi í deildinni og af stúdentum deildarinnar undir þeirra umsjón. Á þennan hátt fengju stúdentarn- ir gott færi á því að kynnast safninu, en það er þeim nauðsynlegt og gott, til þess að menta þá í bókfræði og safnvinnu. En einn af hinum föstu starfsmönnum deild- arinnar ætti ávalt að velja með hliðsjón af bókavörslunni. það tjón, sem skólanemendur og aðrir yrðu fyrir af þessari breytingu á lestrarsal safnsins, ætti að bæta með því, að benda betur en nú er, á aðrar lesstofur, sem til eru, og bæta þær (alþýðubókasafnið (sem meira að segja ætti að geta fengið bæk- ur, sem aflögum eru hjá Lbs), lesstofur kvenna, barna, sjómanna o. fl.), 0g svo láta skólana sjálfa sjá sínu námsfólki fyrir les- stofum til náms síns. Kvennaskólinn gerir þetta nú þegar á skynsamlegan hátt — og Kennaraskólinn víst að nokkru leyti. Við Mentaskólann er einnig til gott bókasafn og bókhlaða, sem hvorutveggja er í hálf- gerðri vanhirðu og niðurníðslu. En þar — í íþöku — mætti með tiltölulega mjög litlum kostnaði koma á góðum og fullnægjandi lesbásum fyrir skólann, eða þá nemendur, sein þurfa að lesa meira eða minna úti. Slík breyting á Iþöku gæti einnig orðið skólalífinu í heild sinni til góðra bóta, ef vel er á haldið. En nú vill einnig svo til, að unt er að sanna það með órækum tölum, að þessi breyting, sem jeg legg til að gerð verði á Landsbókasafninu, er ekki einungis full- forsvaranleg, heldur blátt áfram æskileg, og ætti að vera öllum aðiljum til hagræðis. Reglulegar skýrslur um notkun Lbs. hafa því miður ekki verið samdar. En jeg hefi fyrir mjer skýrslu bókavarðarins, hr. Jóns Jacobson, fyrir árið 1915 (Lögb.bl. 1916, nr. 9), og aðra óprentaða skýrslu, sem hann hsfir leyft mjer að nota, um notkun lestr- arsalsins 1923 (eftir aðstoðarbókavörð H. Hallgrímsson). Sömul. hefir bókavörður Alþýðubókasafnsins í Reykjavikjv.hr. Sig- urgeir Friðriksson, eftir beiðni minni unn- ið úr bókum sínum, og góðfúslega látið mjer í tje skýrslur um það safn. En sam- anburðurinn á þessum skýrslum virðist mjer mjög merkilegur til skilnings á þess- um málum. Árið 1915 voru lánþegar Landsbókasafnsins 345, og ljeð bindi úr safninu 3721. Á sama tíma sóttu lestrar- salinn þar 12647 lesendur, mest skólafólk, og fengu 23749 bindi. Árið 1923 voru lestr- arsalsgestir 10984 og fengu ljeð 16868 bækur prentaðar, og 1420 handrit. „Rúm- lega helmingur karlmanna og nálega allar konur, sem á salinn komu, voru nemendur við einhverja af skólum bæjarins“, segir í skýrslunni. þegar samskonar tölur eru svo skoðaðar hjá Alþýðubókasafninu, sjest, að á rúmu ári (19. apríl 1923 til 30. júní 1924) hafa lánþegar þar verið samtals 2767 og fengið samtals 42335 bækur (þar af mest skáldrit, rúml. 30 þús., þá sagn- fræði nál. 4 þús., fjelagsfræði 1340 o. s. frv.). En gestir á lestrarsal þess safns voru 7416. Hvað sýnir svo þetta ? það, í stuttu máli, að Alþýðubókasafnið er samjafnaðarlaust meira notað en Landsbókasafnið — lán- þegarnir eru þar nærri hálfu þriðja þús- undi fleiri, og bindaíjöldinn, sem ljeður er, meira en 38 þúsundum hærri en í Lbs. Eini liðurinn, sem hærri er hjá Lbs., eru lestr- arsalsgestimir. En það er að mestu skóla- fólk, sem fyr er sýnt, að fengið getur eins gagnleg og hagkvæm lestrartækifæri ann- arsstaðar, þó eðlilegt sje, að það leiti nú til Lbs. En hvaða hagsýni eða sanngimi er nú í því, að hafa 4 menn fasta við Lbs. til að afgreiða árlega 345 manns og sitja yfir lexíu- og reifaralestri reykvískra unglinga — og kosta til þessa stórfje, — meðan ver- ið er að þráklifa á því, að ísl. fræði í há- skólanum fái ekki fjárveitingar til allra nauðsynlegustu starfa? Væri þá ekki nær, að haga starfrækslu bókasafnsins á þann hátt, sem hjer er farið fram á, og gera bókavarðaremb., sem nú eru, að starfandi fræðaembættum í þjóðfræðadeildinni? því þó notkun Lbs. sje ekki mikil, er hún svo mikil, að mennirnir eru bundnir við þau mikinn hluta dagsins, og þau eru all-eril- söm, svo minna hlýtur að verða úr öðmm verkum en ella. Annars er það ekki ætlunin, að ræða hjer þessi bókasafnsmál í heild sinni, held- ur aðeins að því er þjóðfræðadeildina snertir. Og þær leiðir, sem hjer hefir ver- ið bent á, ættu að geta fullnægt kröfum þjóðfræðadeildarinnar, eins og þær hafa hjer verið settar fram, án þess að koma ósanngjarnlega niður á þeim, sem breyt- ingin þyrfti helst að ganga út yfir. En um leið og sjeð er þannig fyrir bókasafnsmál- inu í sambandi við breytinguna í þjóð- fræðadeild, ætti að vera leystur aðalvand- inn í því, að deildin gæti fengið húsnæði í Safnhúsinu, sem nú er. það kann nú að þykja undarlegt, að skiljast eigi svo við slíkt mál, sem þetta, og það „á þessum tímum“, að ekki fylgi nánari greinargerð um kostnaðinn. En greinargerð, sem upphaflega, var samin um fjárhagshlið þessa máls, og um sam- anburð á fjárveitingu til þessara mála nú, og áður, verður þó að bíða hjer fyrst

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.