Lögrétta - 11.11.1924, Blaðsíða 4
4
LÖGRJETTA
Undir Helgahnúk.
Ný bók.
Fæstir geta notið listar án þess
að dæma hana fyrst, og þá njóta
þeir ekki listarinnar sjálfrar, held
ur dóms síns um hana. Aðrir geta
hvorki dæmt nje notið. þeir verða
að láta gera það fyrir sig, og ein-
hverjir skriffinnar setjast í dóm-
arasæti og kveða upp sleggju-
dóma, lofa eða lasta, sýkna eða
sakfella.
Ritdómar eiga að vera vegna les-
endanna, ekki vegna höfundanna. '
þeir eiga að ryðja úr vegi mis- j
skilningi, sem hætt er við að setj- :
ist að verkinu eða höfundi þess. i
þeir eiga að vera til þess, að les- j
endurnir geti skilið betur, dæmt
betur og notið betur.
Margir lesendur eiga erfitt með
að njóta verka ungra höfunda,
vegna þess, að þeir eru hlaðnir for-
dómum gegn þeim. þeir skoða
hverja nýja bók eins og persónu-
lega móðgun. þeir halda að höf-
undarnir heimti viðurkenningu, og
nana ætla þeir ekki að láta, fyr en
í fulla hnefana. Eða hafa þeir ekki
átt nóg af skáldum ? Hafa þeir
ekki átt Jónas og Bjama og ýmsa
aðra, sem þeir lærðu um í barna-
skólanum? Ætla þessir strákar að
lifa á því, að skynsamir menn
skipi þeim á skáldabekk?
þessir menn kunna aðeins að
kaupa og selja. þeir kunna ekki að
þiggja þær gjafir, sem að þeim eru |
rjettar. Ef þeir lærðu það, sparað- j
ist þeim gremja og hugaræsing.
þessi gremja hefir risið gegn j
því, að við Islendingar höfum eigi: :
ast ungan og efnilegan rithöfund,
Halldór Kiljan Laxness, sem skrif
ar öðruvísi en aðrir.
Halldór hefir gefið út bók,
sem heitir „Undir Helgahnúk“.
Bókin er hugsuð og rituð eftir !
1920. H,ún er skrifuð af manni, sem !
er svo ungur, að hann var ekki far ,
inn að hugsa um aldamótin, en .
margir af mætustu mönnum þjóð- j
arinnar hættu einmitt að hugsa !
um svipað leyti.
„Undir Helgahnúk“ er ekki saga :
í venjulegum skilningi. Venjulegri
sögu svipar til leiks, sem heitir
„að fela fingurbjörg“. Hún hefst j
á því, að fingurbjörgin er falin, og
endar á því, að fingurbjörgin !
finst. Margir hafa reyndar skilið
inngang bókarinnar á þennan
hátt. þar er fingur björgin falin í
því, að íslenskur stúdent fer í
hundana í Kaupmannahöfn, og
fingurbjörgin finst á borgaralega
vísu með því, að stúdentinn tekur
próf, fær stöðu og giftir sig. En í
raun og veru er hann altaf að
sökkva dýpra og dýpra, manngildi
hans, sem mjög var af skornum
skamti, er altaf að ganga meira og
meira til þurðar og hann endar
eðlilega á því, að verða sá andlegi
aumingi, sem lýst er síðast í bók-
inni.
Jack London hefir skrifað dá-
samlega smásögu, sem heitir:
„Piece of Life“. „Undir Helga-
hnúk“ er „piece of life“. Bókin er
þáttur úr lífi Atla Kj artanssonar,
en ekki venjuieg æfisaga hans.
það er hægt að lifa dýrðlegan
dag án þess að trúlofa sig, græða í
lotteríi eða vera kosinn í bæjar-
stjórn, án þess að nokkuð sjerstakt
komi fyrir. Hvernig á skáld að lýsa
slíkum degi? Leirskáldin fimbul-
famba um sálarástand mannsins,
fylla hverja örkina af annari með
efnislausu orðastóði. þau rekja
hugsanir og tilfinningar mannsins
eins og garnir úr kind. Forfeður
okkar lýtsu yfirleitt ekki slíkum
degi. þeir skrifuðu gagnorðar,
hlutrænar frásagnir. þeir sögðu
frá atburðum, og sá, sem gat ekki
ráðið í sálarástand manna af orð-
um þeirra eða athöfnum, varð að
vera jafnnær. Sumir nýtísku höf-
undar lýsa öllu frá sjónarmiði
mannsins sjálfs, orð hans, athafn-
ir og umhverfi fá blæ af sálar-
ástandi hans. Hamsun getur með
þessu móti fyist innilegri gleði eða
dularfullri lotningu gagnvart
hversdagslegum hlutum, jarðföst-
um steini, litlu laufblaði, krakka
með kött í fanginu o. s. frv. Hall-
dór hefir sömu aðferð. Bók hans
er hugsuð og skrifuð frá sjónar-
miði persónanna sjálfra, aðallega
Atla, og mörgu er lýst á barnsmáli
hans. þessvegna hefir hundurinn
kringlótta en ekki hringaða rófu.
þessvegna langar Atla suður í
lönd, þar sem rúsínurnar, en ekki
vínberin, vaxa. þegar Sæmundur
yrkir fyrir börnin, lætur hann
kýrnar leika við hvern sinn fing-
ur. Ritdómari, sem hefir lesið nátt-
úrufræði Bjarna Sæmundssonar,
veit, að kýrin hefir klaufir en ekki
fingur. Hann hefir líka sjeð það
sjálfur. Hann hneykslast á kveð-
skap Sæmundar. Nú gæti kotkarl-
inn Sæmundur verið leirskáld án
þess að Halldór væri það, en rit-
dómarinn veit, að Sæmundur er
hugsmíð Halldórs og Halldór hef-
ir í raun og veru ort kvæðið. þess-
vegna hneykslast hann á kveðskap
Halldórs. þetta er rakið hjer til
þess að sýna, hversu gersneiddur
þessi ritdómari hefir verið því, að
skilja frásagnaraðferð Halldórs,
sem er frásagnaraðferð nútímans,
eða betri höfunda hans.
Atli Kjartansson lifir ekki við-
burðaríku lífi. Æfisaga hans kæm-
ist fyrir á einni blaðsíðu. En lífs-
saga hans er mikil og merkileg.
Honum finst eitthvert hátíðlegt
æfintýri felast að baki daganna.
Og Halldór, sem lýsir öllu, sem
kemur fyrir Atla, frá sjónarmiði
hans og með orðum hans, gerir
það svo vel, að lesandanum finst
líka, að eitthvert hátíðlegt æfin-
týri felist að baki daganna. þess-
vegna er bókin ekki frásögn, held-
ur „piece of life“.
Venjuleg saga er eins og leikur-
inn „að fela fingurbjörg“. Gifting-
ar, peningar, völd, sigur rjettvís-
innar o. fl. eru þær fingurbj argir,
sem flestir höfundar leita að og
finna á síðustu síðunni. Hvers-
dagslífið er matur og drykkur,
vinna og svefn. ráðskonur og rukk-
arar, áhyggjur fyrir morgundegin-
um o. fl. Halldór lítur svo á, að
einu gildi í raun og veru, hvoru sje
lýst, hvorttveggja sje einskis virði,
ef ekki felist annað og meira að
baki. þessvegna fæst hann ekki við
að fela fingurbj argir. Hann hefir
sett sjer hærra mark. það er erfið-
ara, en Halldóri tekst það svo, að
enginn, sem les bók hans með
skilningi, getur efast um hæfi-
leika hans. Jón Thoroddsen.
Dýrtíð og uppbætur. Hagstofan
hefir nýlega samið verolagsskrá
þá, sem lögum samkv. (nr. 71, 28.
nóv. 1919) er reiknuð eftir uppbót
á launum embættismanna árið
1925, — og fjármálaráðherra
staðfest hana. Samkv. henni
hækkar dýrtíðaruppbótin úr 52%
upp í 78%, og hefir fjármálaráðu-
neytinu talist svo, sem það nemi
um 450 þúsund kr. gjaldaauka fyr-
ir ríkissjóð. Verðlagsskrá þessi er
miðuð við 8 vörutegundir, og vísi-
talan reiknuð þannig út, að til
grundvallar er lagt verðlagið
haustið 1914 og vísitalan þá sett
100, síðan er bætt 25% við þáver-
andi verðlag, síðan er þeirri hækk
uðu verðtölu deilt í verðtöluna frá
haustinu 1924 og margfaldað með
vísitölunni frá 1914, og kemur þá
út vísitala þeirrar vörutegundar,
sem um er að ræða, 1924. En nú er
gildi vísitalnanna misjafnt og er
þá aðalvísitala tegundarinnar
fengin með því að margfalda vísi-
töluna og vísitölugildið. En aðal-
vísitala allrar uppbótarinnar fæst
svo með því að leggja saman alla
8 liðina, sem þannig hafa fengist,
og deila í þá með samanlögðu vísi-
talnagildinu. Til dæmis um þetta
má taka hjer hveiti. Haustið 1914
er verðið reiknað 36 au. kg. -f-
25% hækkun = 45 au., en haustið
1924 er verðið 82 au. kg„ er þá 45
deilt í 82 og margfaldað með vísi-
tölunni 100, og koma þá út 182,
sem er vísitalan 1924 (án brota),
en vísitölugildi þessarar tegundar
er aðeins Vá. svo öll verður vísital-
an, sem til samlagningar kemur í
aðalvísitölunni: 91. Er þessa getið
hjer fólki til fróðleiks, þvi margt
er oft um þessar dýrtíðaruppbæt-
ur talað, en mörgum ókunnug að-
ferðin við útreikning þeirra.
Vörutegundirnar, sem við er
miðað, og verð þeirra, er svo
(fyrst greint verðið 1914, síðan
1924, alstaðar í kg.): Rúgmjöl 30
au. — 55 au„ hveiti, besta teg„ 36
au. — 82 au„ íslenskt smjör 199
au. — 615 au„ ket nýtt (dilkaket
í heilum kroppum) 59 au. — 173
au„ saltfiskur 40 au. — 107 au„
óbrent kaffi 170 au. — 422 au„
högginn sykur 60 au. — 147 au„
nýmjólk (lítri) 22 au. — 65 au.
Fleiri teg. eru ekki notaðar við út-
reikninginn en þessar matvörur,
t. d. ekki eldsneyti.
Alþýðusamband Islands hefir
haldið hið 5. þing sitt hjer í Rvík
undanfarið. I sambandinu eru nú
27 fjelög með um 5000 meðlimum.
þingið sóttu 69 fulltrúar fyrir 21
íjelag. Skýrslur um umræður og
ályktanir hafa enn ekki verið gefn
ar út. þó má geta þess, að fjelagi
ungra kommúnista hjer í Rvík var
synjað um upptöku í sambandið,
með miklum atkvæðamun, „þar eð
það fylgdi annari stefnuskrá en
Alþýðuflokksins með því að vera í
þriðja alþjóðasambandi jafnaðar-
manna (Kommúnista-Internation-
ale), er Alþýðuflokkurinn stæði
ekki í sambandi við“. Hefir Al-
í síðastl. mánuði tapaðist af
bifreið á leið austur á Skeið poki
með dóti, svo sem olíukápu, gúmmí-
vaðstígvjel nr. 9, vefja og prjóna-
garn, bækur, vefnaðarvara o. fl.
Skilvís finnandi beðinn að gefa
sig fram við Gest Oddleifsson bíl-
stjóra, Bifreiðastöð Reykjavíkur,
eða Agúst Sveinsson, Ásum Gnúp-
verjahreppi.
17. JÚNÍ, 6 blöð á ári, árg. kost-
ar 3.00. Flytur fróðlegar ritgerðir
; um menn og málefni. Ritstjóri
1 þorfinnur Kristjánsson. — Menn
geta pantað blaðið, með því að
; skrifa til afgr.mannsins.
Afgr.m. Úlrik Hansen, Aðal-
j stræti 8, Reykjavík.
þýðusambandið þar með opinber-
lega tekið afstöðu gegn kommún-
ismanum, eins og aðrir social-
demokratar í nágrannalöndunum.
Sambandsforseti var endurkosinn
Jón Baldvinsson alþm„ en auk
hans eru í stjórn 8 menn og 3 til
vara. Varaforseti er Hjeðinn
Valdimarsson.
Jóhannes Jósefsson glímumaður
ferðast nú milli ýmsra fjölleik-
húsa í Bandaríkjunum og sýnir
aflraunir sínar. Hefir hann lengi
sýnt þar sjálfsvörn sína og ís-
lenska glímu, en sýnir nú nýjan
sjálfsvarnarleik, sem á að tákna
vörn norrænna landnema á Vín-
landi hinu forna gegn árásum
Indíána. Er sagt að þetta sje vel
sótt og þyki skemtilegt.
þórisdalur. I fyrsta kafla grein-
ar hr. H. E. í síðasta bl. hafa
slæðst nokkrar villur. 1. d. 1. mgr.
rituð 1. letruð. 3. d. 1. mgr. á eftir
hressandi komi: og ljett í spori 3.
d. 8.1. a. n. gili 1. geil. 5. d. 5. mgr.
vorum 1. erum, fast að 1. fast upp
að, 5. d. 1. mgr. á eftir skuggsýnt
þegar innar dregur (í í hellinn):
pallar, breiðir nokkuð, úr möi og
sandi, eru sinn hvorum megin við
ána. 5. d. neðstu 1. hjamkafla 1.
iijarnskafla. 6. d. 2. mgr. sólbaði 1.
sólbráði. 6. d. síðustu 1. kanna stuð
inn 1. kanna dalinn. 5. d. 3. mgr„
4. 1. a. o.: hefir fallið burtu: að
kveldlagi.
Athygli skal vakin á auglýsingu
lífsábyrgðarfjelagsins Danmark.
— Hr. þorvaldur Pálsson læknir
hefir nú sem áður einkaumboð
fjelagsins til þess að skrá menn í
fjelagið.
um sinn, rúmsins vegna, þó eftirtektarverð
sjeu þar ýms atriði. það er líka hvoru-
tveggja, að helstu atriðin, sem þetta
snerta, eru fólgin í köflunum hjer á und-
an, hverjum fyrir sig, og svo mundi sam-
anburður á núverandi ástandi og því, sem
hjer er stungið upp á, vera nokkuð óviss
vegna þess, að fjárveitingar til ýmissa
liða, sem til greina koma, eru nokkuð á
reiki. það er þó fljótsjeð á því, sem þegar
er komið, að kostnaðurinn við þjóðfræða-
deildina fer hvergi fram úr því, sem nú er
fje veitt til samskonar starfa hvort eð er.
Sumstaðar er allmikill spamaður. Annars-
staðar eru nokkrir nýir liðir, sem krefjast
þó minna fjár, en þess, sem sparast á öðr-
um. Nokkuð getur þetta líka breytst, eft-
ir því, hvernig launakjör eru við slík störf
alment, en veitingar til aukastarfa í sjálfs-
vald settar fjárveitingavaldinu. — Verður
hjer því aðeins drepið á fátt eitt.
Kostnaður sá allur, sem nú fer til ým-
iskonar skóla- og kensluhalds í landinu, er
orðinn allmikill — um 650 þús. kr. árlega.
Stærstu liðirnir eru þar barnafræðslan og
unglinga, og svo bændakenslan og æðri
skólarnir svo nefndu. þar af má segja, að
til háskólans fari um 150 þús. kr. árlega,
eða milli 160 og 170 þús„ ef reiknað er
með fje til stúdenta erlendis. Af þessu
rennur þó ekki nema tiltölulega lítill hluti
til þeirrar deildar, sem hjer er um að
ræða sjerstaklega. Má telja það aðallega
laun (og styrk) þeirra þriggja manna,
sem við íslensk fræði fást, því annar
kostnaður við skólann mundi að mestu
verða jafn eftir sem áður, hvort sem þeir
væru þar eða ekki. Kostnaður við þetta
skólahald alt hefir að sjálfsögðu farið
vaxandi á síðustu áram, bæði vegna þess,
að skólamir hafa verið auknir, og af því,
að gildi peninganna hefir raskast, svo að
annar svipur er nú á upphæðunum en áð-
ur var, á þeim gömlu og góðu tímum.
Ef athugað er, hvernig þetta var með-
an embættaskólarnir einir voru, og rjett
eftir heimastjórnina sjest, að t. d. 1906—
07 er gert ráð fyrir því, að til prestaskól-
ans fari 12,310 kr. (þar í húsaleiga og
námsstyrkur, til bókakaupa 300 kr„ til
kenslubókaútgáfu, 25 kr. pr. örk). Til
læknaskólans kr. 7900, og til lagaskólans
(1909) kr. 12510. þetta eru um 33 þús.
kr. móts við c. 150 þús. kr. nú. Á þessum
fyrnefnda tíma var einnig gert ráð fyrir
því, að til Landsbókasafnsins færa kr.
11.760, til landsskjalasafnsins kr. 3.150,
til forngripasafnsins kr. 3.720 og til nátt-
úrufræðafjelagsins kr. 800. Ýmsir aðrir
styrkir til bókmenta, lista og vísinda námu
þá um 17 þús. kr. Nú fara til Landsbóka-
safnsins um 40 þús. kr. árlega, til þjóð-
skjalasafnsins um 17 þús. kr„ til þjóð-
menjasafnsins rúml. 20 þús. kr„ til nátt-
úrufræðafjelagsins um 1700 kr. Við þetta
bætist svo kostnaður við húsið sjálft, en
hann er um 10 þús. kr. á ári.
þegar litið er yfir þessa töluliði, virðist
svo sem þó ekkert annað væri en fjár-
hagshliðin ein, væri skylt að leita lags um
það, hvort ekki mætti finna betra skipu-
lag en nú er, til þess að söfnin og þeirra
starf yrði að hagnýtara haldi og frjósam-
ara í menningarlífi þjóðarinnar en nú er.
Sjálfsagt má ýmislegt finna að rekstri
safnanna, einkum landsbókasafnsins. En
stjóm þess undir núverandi skipulagi
kemur ekki málinu við hjer. Heldur er um
hitt að ræða, að koma á nýju skipulagi,
sem betra sje. Úr því þjóðfjelagið heldur
þarna 7—9 starfandi mönnum (sem
reyndar verða sumir að hafa aukavinnu
með), og kostar til stofnananna nær 100
þús. kr. árlega, er sjálfsagt að reyna svo,
að bæði fái þjóðfjelagið sem mest fyrir það
fje og svo fái mennirnir sem best að beita
sjer. Og úr því að til er nú í landinu önn-
ur stofnun, sem sýnt er hjer á undan, að
þessi söfn eru náskyld, en sú stofnun fær
ekki að njóta sín til fulls, vegna mann-
fæðar og fjárskorts, og hefir þó ekki nema
lítinn 'hluta þess fjár sem söfnin hafa —
þá virðist sjálfsagt, að láta þessar skyldu
stofnanir styðja hvora aðra. Og það á
ekki að verða á þann hátt, að stofnununum
sje krækt saman eitthvað til málamynda,
mönnunum skákað milli þeirra eftir at-
vikum, og klofnir eitt skiftið í þessa og
hitt í hina stofnunina, en skipulagið eða
skipulagsleysið í heild sinni látið haldast
óbreytt. það er skipulagið sjálft sem á að
breytast — úr iþessu á að verða ein sam-
ræm og samstæð stofnun, og það því frem-
ur, sem undir slíka stofnun má renna
rökum bæði sögulegs rjettar úr aðdrag-
anda þeirra og nauðsynjarinnar í nútím-
anum. '
Um kostnaðinn í einstökum atriðum
/
má hjer minna stuttlega og í samhengi á
nokkur atriði, sem fyr eru rakin hvert á
sínum stað. 1 bókvísi mætti komast af með
7—8 menn í stað 9—11 nú. Sparast þar
þá þær upphæðir, en þó sennilega ekki
allar, því sum launin þyrftu að vera nokkru
hærri en þau sem lægst eru nú. 1 náttúra-
fræðum mætti fá að minsta kosti 1 fasta-
mann, án nokkurs kostnaðar frá því sem
nú er, því nú þegar eru greidd föst laun
einum hinum ágætasta náttúrufræðingi
hjer, Bjama Sæmundssyni, án þess að
hann hafi nokkra fasta stöðu. En störfin,
sem honum eru ætluð, að flestu leyti alveg
hliðstæð venjulegum störfum prófessora.
Svipaðar ástæður eru bæði um þjóðhags-
fræði og listmentir.1) En þó svo væri ekki,
þá hafa sparasrt 1—3 störf við bókvísi,
sem nota má til að auka fastastörf á öðr-
um sviðum.
Á þenna hátt má fá 10—12 fasta starfs-
menn kostnaðarlaust frá því sem nú er.
Við þetta bætast svo allir aukamennirnir,
sem fyr er getið, og hafa meiri eða minni
styrk til starfa, sem undir þessa þjóð-
fræðadeild mundu heyra, en eru þó jafn-
framt, eða aðallega starfsmenn annara
stofnana. En það eru einir 5 menn, sem að
náttúrafræðum vinna, að minsta kosti
tveir er að sagnfræðum vinna, um 4 er að
hagfræðum vinna og 3—5 að minsta kosti
er að listum vinna. það eru því alls 20—
27 fastamenn og aukamenn, sem fá má
án nokkurs aukakostnaðar til að leggja
grundvöll þessarar deildar. þar við bætist
svo, að húsnæðið er líka ókeypis, miðað
við það sem nú er, þ. e. a. s. engin ný út-
gjöld af því, eins og fyr er rakið. — Aðr-
ar deildir háskólans yrðu reknar eins eftir
sem áður, svo þetta hefir ekki áhrif á
kostnað háskólans í heild að öðru leyti,
nema kostnaður þar lækkar um þá 2—3
kennara úr núverandi heimspekisdeild um
leið og þeir færðust yfir í þjóðfræða-
deildina. Niðurl.
-----O---- :
*) (Einnig hefir dr. Helgi Pjeturss, mjög
fjöllesinn höfundur, haft styrk til jarðfræði-
rannsókna og ritstarfa yfirleitt nú síðast, en
enga fasta stöðu, og gæti þá vel átt þama
heima, ef hann vildi, eða aðrir.)
Prentsmiðjan Acta.