Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 25.11.1924, Qupperneq 1

Lögrétta - 25.11.1924, Qupperneq 1
Innbeimtaog afgreiðsla í Veltuðundi 3 Sími 17S. IJtgefandi og ritatjóri Þorsteinu tííslasou Þinglioltsstræti 17. XIX. ár. Reykjavík, þriðjudaginu 25. nóv. 1924. 61. tbl. Guðmundur Magnússon, prófessor fiuðmundur Magnússon, prófessor. Lögrjetta. Kaupendur Lögrjettu, sem ekki liafa enn greitt andvirði blaðsins, eru vinsamlega mintir á, að gera það sem fyrst, ekki síst þeir, sem skulda fyrir fieiri ár. Lögr. hefir áður gefið skilvísum kaupendum kaupbætir fimta hvert ár, og hafa það þá verið verð- mætar og góðar bækur. Nú verð- ur liún 20 ára í lok næsta árs, og mega þá skuldlausir kaupend- ur hennar vænta kaupbætis, er þeir borga næsta árgang. Verður það nánar auglýst á sínum tíma. Innan skams mun byrja í bláð- inu mjög góð saga'. Loftfarir. J>að atriði í samgöngumálum þjóðanna, sem nú er lögð einna mest áhersla á, eru flugvjelamar. Eru loftsiglingar nú allvíða komn- ar á, jafnframt skipaferðum og járnbrautaferðum, þó ennþá verði þær að ýmsu leyti að teljast á til- raunastigi. En stórfje og mikilli vinnu og hugviti er nú til þess eytt að fullkomna þetta. Langar reynsluferðir eru farnar, eru hjer t. d. alkunnir tveir þeir leiðangr- ar, flugvjelaferðalög Bandaríkja- hersins og ítalans Locatelli, sem hjer höfðu viðkomustaði s. 1. sum- ar. En einna mesta athygli hefir þó dregið að sjer flugferð Zeppe- líns-skips yíir Atlantáhafið, sem fyr hefir verið drepið hjer á. Skip þetta er smíðað í Zeppelíns- smiðju við Bodenvatn og var látið fara í langt reynsluflug um Ev- rópu, áður en það fór til Ameríku. En Bandaríkjamenn ljetu smíða það fyrir sig og tóku sem borgun upp í skaðabæturnar. Hafa ferðir þess til þessa tekist mjög vel og þykir skipið hin mesta gersemi og undramíði. Skipstjórarnir heita dr. Eckener og Klein. Skipið er stærsta loftfar, sem smíðað hefir verið, en hið 126. í röðinni frá Zeppelín-smiðjunum. það er 200 metra langt (eða um 6 sinnum lengra en Landsbankahúsið nýja hjer í Rvík), og um 30 m. að þver- máli (eða rúmum tvisvar sinnum meira en hæð bankans) og rúmar um 70 þús. teningsmetra. 1 skrokknum er aluminium-grind og innan í nokkrir belgir fyltir kolefni. Burðarmagnið er 46 þús. kg. Neðan úr skrokknum hanga 6 hús eða skýli fyrir vjelarnar, og hafa þær hver um sig 600 hesta afl. Einnig er hús fyrir skip- stjórnina og annað fyrir farþega, með svipuðum útbúnaði og í bestu járnbrautarvögnum. 1 langferðir getur skipið tekið 20 farþega, en 30 í stuttar ferðir. Einnig eru í því loftskeytastöð, rafmagns- eld'hús, þvottahús o. sl., og skipið getur farið 130 km. á klukku- stundinni, og komist 12500 km. í lotunni, en það er álíka lengt og þvermál jarðarinnar um miðjarð- arlínu. Var skipinu hvarvetna tekið með miklum virktum og fögnuði þar sem það fór um. þeg- ar á áfangastaðinn kom, tók Coo- lidge forseti fyrstur manna á móti því, mjög hátíðlega. þegar þetta skip er athugað og svo saga loftsiglinganna um leið, sjást þær miklu framfarir, sem orðið hafa, mest fyrir hugvit og orku þjóðverja, og ekki að undra þó menn geri sjer miklar vonir um þessi samgöngutæki, þó enn sjeu þau ótryggari en þau, sem al- mennust eru nú. því ýms stórslys hafa orðið við loftfaratilraunirn- ar. þess má geta, að fyrsta Zeppe- lin-skipið, sem smíðað var fyrir 25 árum, var sjö sinnum minna en þefta nýjasta er. — En tilraun- irnar með loftfarir eru annars eldgamlar, eins og kunnugt er, og jafnvel getið um þær þegar í forn- öld hjá Grikkjum, þar sem sagt er, að einn af lærisveinum Pytho- gorasar, Arctytos, á 4. öld f. Kr. hafi gert dúfu litla og fylt hana anda, svo að hún gat liðið í loft upp um stund. Á miðöldunum fenguts ýmsir við þetta, munkar og lær- dómsmenn aðrir. Og undir lok 18. aldar fór fyrir alvöru að komast skriður á málið, með tilraunum Montgolfier-bræðra í Frakklandi o. fl. En loftskip, sem hægt var að stýra, var ekki smíðað fyr en undir 1880, af Renard og Krebs í Frakklandi, en um 1883 smíðuðu 2 þjóðverjar, Baumgarten og Wöl- fert, í fyrsta sinn loftskip með bensínvjel í. þóttu það hin mestu tíðindi, þegar Brasilíu-manni ein- um, Santos Dumaret, tókst það 1901 að fljúga í kringum Eiffel- turninn, og vinna þannig 100 þús. franka verðlaun. Hafa tilraunirn- ar síðan aldrei fallið niður og loft- skipin þó mest verið bætt fyrir til- raunir Zeppelins greifa. Jafnframt þessu voru svo gerð- ar tilraunir með flugvjelar. Undir eins kringum 1500 skrifaði hinn frægi listamaður Lionardo, allmik- ið um fluglist og ítali var það, Veranzio, sem fyrst eru til sann- ar sögur af, að reynt hafi að fljúga, 1617. það var þó ekki fyr en á 19. öld, að slíkar tilraunir tókust að ráði og urðu alkunnar, t. d. tilraunir Fahrmanns í Frakk- landi og Wright-bræðra í Ameríku. Síðan er saga þessara mála alkunn úr blaðafregnum og öðrum frá- sögnum. Og þykir svo mörgum, sem mál þessi hafi náð hámarki sínu enn sem komið er, í fyr- nefndri för Zeppelins-skipsins yfir Atlantshafið. Síðustu símfregnir. Viðsjár nokkrar eru með Bret- um og Egyptum út af því, að myrt ur var þar bretskur herforingi, Sir Stack. — Lík Jaures, franska stjórnmálamannsins, sem myrtur var á stríðsárunum, var s. 1. sunnudag flutt í Pentheon í Par- ís, með miklum hátíðahöldum, en i Pantheon hvíla helstu menn . Frakklands. — Bretska ' stjómin hefir farið fram á það, að frest- að yrði um stund umræðum um friðartillögurnar frá Genf, þar sem hún vilji ræða málin við ný- lendur sínar áður. — Bretska stjórnin hefir lýst því yfir, að hún muni ekki fallast á samninga við Rússland, sem Mac Donald hafði ákveðið. • ---- ö----- Bækur. Nýútkomin er Glæsi- menska, skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson. Einnig Kveðjur, kvæði eftir Davíð í Fagraskógi og Is- lensk þjóðfræði eftir Vilhjálm þ. Gíslason, að mestu eins og þau hafa birtst hjer í blaðinu. Innan skamms kemur m. a. út rit um fjármál eftir Jón þorláksson og Sólskinsdagar eftir Jón Sveins- son. Ennfremur á nýtt skólamála- blað að fara að koma út. -----o---- t liiiis Sájarnn láiir. 22. þ. m. andaðist á heimili sínu í Flatey Magnús Sæbjarnarson læknir. Ilann var tæpra 53 ára, fæddur á Hrafnkelsstöðum i Suður-Múlasýslu 9. des. 1871, stúdent 1892 og lauk læknaprófi 1903. Frá þeim tíma hefir hann verið læknir í Flateyjarhjeraði. Ilann var greindur maður og vel að sjer, en var heilsulítill á síðari árum. Hann var kvæntur danskri konu, Önnu Friðriku, f. Nielsen, og eignuðust þau nokkur börn, en einnig ólust upp hjá þeim börn hennar af fyrra hjónabandi. ---o-- Bókmentir. Frá prófessor Halldóri Her- mannssyni, við Cornell háskólann, er nýútkomið 15. bindið af Is- landica-safninu, og heitir Jón Guðmundsson and his Natural Ilistory of Iceland. Er þar gefin út í fyrsta sinn ritgerð Jóns lærða, „Ein stutt undirrietting um Is- lands adskilianlegar náttúrur“, ásamt teikningunum (23 myndir á 9 spjöldum). Jón lærði er ein hin sjerkennilegasta og undarlegasta persónan úr sögu andlegs lífs hjer á 16. og 17. öldinni og mikill feng- ur fyrir ísl. menningarsögu að hann og rit hans sjeu meir en áð- ur dregin fram og skýrð. En eitt- hvei*t merkasta rit hans er einmitt þetta, sem próf. H. H. hefir nú gef- ið út (áður hafði próf. P. E. öla- son gefið út Fjölmóð, æfikvæðið, í Safni V. og litla ritgerð hans um ættir hafði H. þorsteinss. gefið út s. r. III., og dr. Jón þorkels- son Snjáfjallavísur hans í Huld V., og ólafur Davíðsson um Spánverjadrápið 1615, Fjallkonu 1892 o. fl., og þ. Thoroddsen skrifað um hann í Landfræðissög- unni). Almenningi hefir Jón lærði annars verið einna kunnastur sem höfundur Krukkspár, sem honum hefir verið eignuð. En H. H. tel- ur hann ekki höfund hennar, stíll hennar sje annar en stíll Jóns, enda sje það handrit hennar (AM. 409 a, 4to.), sem þetta hafi verið bygt á, ekki skrifað af Jóni. Framan við útgáfuna hefir próf. II. H. skrifað all-langan og skýran og skemtilegan formála, um æfi Jóns og verk og afstöðu í sögunni, og aftan við eru ýtarlegar skýring ar og virðist þetta alt unnið með vandvirkni og fróðleik. Er það orðið mikið verk, sem próf. H. H. hefir nú unnið með Islandica-safninu, en hann hefir einn skrifað öll bindin og þar að auki samið bókaskrár og skrifað ýmisl. í blöð og tímarit. þeir sem áhuga hafa á þessum fræðum, ættu að eignast safnið alt, enda eru sum ritin ómissandi handbækur í ísl. bókfræði, sem t. d. söfn og lestrarfjelög ættu öll að eiga. ----o----- Bókmentafjelagið hefir gefið út á þessu ári 3 arkir af fornbrjefa- safninu (1545—49), 7 arkir af annálunum, þar í endir Skarðsár- annáls, Seiluannál og upphaf Vallholtsannáls, og svo sjerstakt I rit eftir Einar Amórsson um Síðastl. sunnudag, 23. þ. m., andaðist prófessor Guðmundur Magnússon, varð bráðkvaddur á heimili sínu, og mun heilablóðfall hafa valdið. íslenska þjóðin á þar á bak að sjá einum sínum nýt- asta manni. Hann varð aðeins lið- lega 61 árs, var húnvetnskur að ætt, stúdent 1883, lauk læknaprófi 1890, var hjeraðslæknir í Skaga- firði 1892—94, en varð þá kenn- ari við læknaskólann, og frá 1911 prófessór við háskólann. Læri- sveinar hans telja hann verið hafa afbragðs kennara og fyrir skurðlækningar sínar hafði hann getið sjer mikinn orðstír og lengi þjóðrjettarsamband Islands og Danmerkur. Er það rit í 5 köflum, 1. sögudrög og um sambandslögin, 2. eðli sambands íslands og Dan- merkur, 3. sambandsskipulagið, 4. Breytingar á sambandslögunum, samibandsslit, 5. Ákvarðanir um framkvæmdir sambandslaganna í upphafi. Loks er svo Skímir, undir stjórn Árna Pálssonar, með mörg- um góðum og fróðlegum greinum. Eiðaskóli hefir sent út skýrslu sína íyrir árið 1923—24. Nemend- ur voni 42, eða 17 í eldri deild en 25 í yngri. Kennarar voru fjórir, að meðtöldum skólastjóra, sr. Ás- mundi Guðmundssyni. Námsgrein ir voru 14, og kenslustundir dagl. 6. Flestir tímar ( 6 á viku) fóra til íslensku, því næst til stærðfræði og náttúrufr. (4 til hvors). I ísl. var lesin lestrarbók Wimmers og Egla (því ekki öll?), ennfremur Völuspá, Rígsþula, Sólarljóð og Sonatorrek, ennfremur málfræði (H. Briem og dr. Finnur) og bók- nigj»tasaga (Sig. Guðm. og eftir fyrirlestrum). Ennfremur kend Is- landssaga (Jóns Aðils), stærðfr. (Ólafs Dan.), náttúrufræði (með fyrirlestrum og samtölum), nátt- úrusaga (Plöntur Stefáns, jarðfr. Guðm. Bárðarsonar og Heilsufr. Steingríms. 1 eldri deild „lýst kjarna breytiþróunar kenningar- innar og sögð saga hennar. Yfir- lit yfir ai’ffræði, þroska mannsins á jörðunni og framtíðar horfur frá ,,evgenistisku“ sjónarmiði (í fyrl. og samtölum)). Landafræði (Lýs. ísl., þorv. Thor. og landafr. B. Sæm.). Mannkynssaga (þorl. j verið talinn fremstur hjerlendi’a lækna í þeirri list. í fyrra, þegar hann varð sextugur, gaf lækna- fjelagið hjer út afmælisrit til beiðurs honum og rituðu þá einnig ýmsir af stjettarbræðrum hans um hann í blöð og tímarit. Nokk- uð liggur eftir hann af ritgerðum, bæði á íslensku og erlendum mál- um. Hann var stórriddari Fálka-' orðunnar og riddari af dbr. — 1891 kvæntist hann Katrínu Skúladóttur Sívertsen frá Hrapps- ey, mikilhæfri konu. Lifir hún mann sinn og var jafnan að lækn- isstörfum með honum. H. Bjarnason og Páll Melsted). Fjelagsfræði (fyrirlestrar og sam- töl um framleiðslu, tekjuskiftingu, atvinnufyrirtæki, verðlag, versl- un, peninga, lán, eldri fjelagsmála- skoðanir og mannfjölda, og í eldri deild um þingræðissögu Breta og um sögu jafnaðarstefnunnar, anar kismans og syndikalismans). Loks þjóðfjelagsfræði (Einars Amórs- sonar). Einnig kend teikning, bók- hald, enska, danska, leikfimi og söngur. — Einnig hafði skólinn búnaðarnámsskeið (aðeins 4 þátt- takendur) og vefnaðarnámsskeið (3 stúlkur). þar að auki voru ýmsar skemtanir um hönd hafðar, lestur um kvöldvökuna, sjónleik- ur, knattleikar, glímur, sund. 37 1 nem. höfðu matarfjelag. Allur j kostnaður fyrir fæði og þjónustu I var kr. 2.50 á dag fyrir pilta, en kr. 2.08 fyrir stúlkur. — Skóla- tíminn er frá 20. okt. til c. 9. maí. Vefnaðarnámskeið hefir Heimil- isiðnaðarfjelagið haft hjer undan- farið. Nemendur voru 14, flest utanbæjarstúlkur. En kennarinn er frk. Júlíana Sveinsdóttir list- málari, sem mikið hefir unnið að listvefnaði og lært hann sjerstak- lega, og þykir hin snjallasta í þeirri grein sjálf og góður kenn- ari. Kex- og kökugerð hefir Guðm. R. Magnússon sett á stofn hjer í bænum. Býr hann til blandaðar kökur (biskuits), kremkökur, skonrok, kringlur og tvíbökur, og munu vörur hans þegar allmikið notaðar. ----o-----

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.