Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.11.1924, Blaðsíða 4

Lögrétta - 25.11.1924, Blaðsíða 4
4 LÖGRJBTTA ral-conservativism), þ. e. a. s. var- úðin gegn því, sem ókunnugt er, en traustið á því, sem kunnugt er og reynt, og meðfætt er mannlegu eðli; því næst „toryisminn“, eða það, að vilja vemda kirkju og kon- ung, eða virðingin fyrir trúnni og valdinu; og loks það, sem vegna þess, að betra nafn vantar, hefir verið kallaður „imperialismi“, og er tilfinningin fyrir gildi lands síns og þeirri einingu, sem á að halda saman og mynda veldi þess. Úr þessum þremur þáttum er und- in stjórnmálastefna íhaldsins. íhaldsmenn halda hlífiskildi fyrir stjórnskipulaginu (the Constitu- tion), eignarrj ettinum og núver- andi þjóðskipulagi, sumpart vegna hinnar eðlilegu íhaldssömu ástar á því, sem er, sumpart af ótta við þann órjett, sem vofir yfir ein- staklingunum af völdum tals- manna byltingarinnar. þessi and- spyma gegn órjettlætinu er einn- ig studd af siðferðilegum grund- velli þeirra trúarskoðana, sem fengnar eru að arfi frá kirkjuholl- ustu „toryanna". Sömu ástæðum- ar valda því einnig, að íhalds- menn era verndarar kirkjufjelags og kirkjueigna og vilja halda við trúarlegu uppeldi á börnum þjóð- arinnar. En sú sama trúartilfinn- ing, sem óvinveitt er órjettlætinu, er einnig ófús til þess að láta sjer lynda þjáningar þjóðarinnar vegna fátæktar, og annara mann- fjelagsmeina, sem koma í kjölfar hennar. þessvegna geta íhalds- menn einnig gert ráðstafanir til þjóðfjelagsbóta í þá átt að bæta lífskjör fátæklinganna. þessar ástæður, ásamt alríkistilfinningu þeirra og vilja á því, að viðhalda veldi landsins, hafa einnig komið íhaldsmönnum til þess, hvort sem það er rjett eða ekki, að fallast á tollmálabreytingarnar (Tariff Re- form) í þeirri trú, að það sje í þágu verslunar og iðnaðar þjóðar- innar, og geti þá um leið á hagan- legan hátt komið nýlendum krún- unnar í nánari' samvinnu við móð- urlandið en áður. Alríkisstefnan styður einnig sæmilegar veitingar til varnarmála þjóðarinnar og stendur einkum fast á því, að halda uppi veldinu á sjónum, þar sem á því velti öryggi bretsku eyj- anna. þessi stefna heldur því einn- ig fram, og er þar í senn eggjuð og knúð til varúðar, af trausti sínu, sem einkum er trúarlegs eðlis — á köllun þjóðarinnar, að í utanríkis- málum eigi að halda uppi virðingu og valdi þjóðarinnar og beita því í anda hinnar þjóðlegu köllunar. þessir þrír þættir vinna því sam- an að því, að örva stjórnmála- stefnu íhaldsins og mynda stjórn- mála-játningu, sem sýnir skapandi hugsun, hófstillingu og hyggni, sem fær lífsmagn sitt úr göfugri ættjarðarást og guðrækinni trú; sem er viðkvæm fyrir mannlegum þjáningum og villi ekki misbeita kröfum rjettlætisins; sem stillir framkvæmdimar eftir forsjálli virðingu fyrir reynslunni og trygg ír árangur framfaranna, með því að reisa þær á grundvelli þess, sem tíminn hefir sannprófað og erfðin hefir fest. 1 hagnýtu stjórnmálalífi(practi- cal politics) er íhaldið að sjálf- sögu andstætt frjálslyndi og jafn- aðarmensku. En ef það er skoðað sem fræði- eða hugsunarkerfi í þjóðmálunum (a system of politi- cal thought), þarf það hvoragri stefnunni að vera beinlínis and- stætt. Sjerkenni frjálslyndu stefn- unnar (liberalism) má sennilega segja, að fólgin sjeu í því, að verja eða vernda frelsið eða frjálslynd- ið. En íhaldið er vissulega ekki andstætt frelsinu eða frjálslynd- inu. 1 tveimur atriðum hneigist það beinlínis að frjálslyndinu, ver það og viðheldur því. Frelsi þegn- anna eða einstaklinganna hefir verið svo gildur þáttur í stjórn- skipun okkar, að enginn flokkur getur varið þessa arffengnu stjóm skipun, án þess að verja einnig grundvallaratriði frjálslyndisins. Og til þess mundi þurfa miklar breytingar, að takmarka alvarlega þetta frjálsræði, en slíkum breyt- ingum mundi íhaldið auðvitað -vera andstætt, vegna varúðar sinn ar við óvissum tilraunum. Enn- fremur er því svo varið, að það, að verja einstaklingana gegn órjetti, felur einnig í sjer það, að viðhalda að minsta kosti meginþætti hins persónulega frelsis. Eins og nú standa sakir, er- miklu meiri hætta á því, að frjálslyndi flokk- urinn freistist til þess að brjóta grundvallarsetningar frj álslyndis- ins, heldur en íhaldsmennimir. því ákafur endurbótamaður, sem ólmur vill áfram hröðum skrefum og vill sjá árangur áætlana sinna undir eins, á meðan hann sjálfur lifir, getur tæplegá talið það kleift að koma fram því, sem hon- um liggur á hjarta, nema með því að leggja hömlur á frelsið og rýra eignir einstaklinganna. Frjálslyndi flokkurinn er að seilast yfir á grundvöll, sem eðlilegra er að heyri undir íhaldið (Tories), þeg- ar hann ákallar ríkisvald til þess að knýja fram einhverjar þjóð- fjelagsbætur — og fer fram úr íhaldinu í eftirlíkingunni. J>ví kenningin um ríkisvaldið er eð!i- leg íhalds kenning. Og ef ekki befðu hamlað gætni og rjettlætis- tilfinning íi.aldsmanna, hefðu arf- þegar toryanna, sennilega getað beitt ríkisvaldinu á frjálsræðisleg- an hátt, eins og nú er talað um meðal jafnaðarmanna. Bæði íhalds f'okkurinn og frjálslyndi flokkur- inn standa í raun og vera mitt á milli hinnar gömlu einstaklings- hyggju (individualism) frjáls- lyndisins, eins og hún kom fram á öndverðri nítjándu öld, ,og ríkis- valdsstefnu jafnaðarmenskunn- ar. En íhaldsmenn geta þó sagt það, að þeir hafi á heilladrýgri hátt en frjálslyndir menn, komið á samræmi milli frjálslyndis og valds. því þar sem er virðing þeirra fyrir setningum trúarinnar geta þeir bent' á merki eða fyrir- mynd, sem er hið besta öryggi gegn öfgum bæði frjálslyndis og valdboðs. Gildi manneðlisins, helgi rjettlætisins annars vegar, virðing in fyrir valdinu, og viðkvæmnin fyrir mannlegum þjáningum hins vegar valda því, að þetta trúar- sjónarmið er í senn öruggast og hagkvæmast fyrir framkvæmdir á þjóðfjelagsumbótum. I íhaldinu sjálfu eru fólgin grundvallar-at- riði, sem svo er í hóf stilt, að ör- ugg eru, og eru jafnframt hin úr- lausnarbesta og traustasta fyrir- mynd umbótamannsins í fjelags- málum, þegar þau sameinast for- sjálni þess, sem er íhaldssamur að eðlisfari. Eins og íhaldið er þannig ekki beinlínis mótsetning frjálslyndis- ins, er það bersýnilegt, að þegar til þjóðfjelagsumbóta kemur,hlýt- ur það oft og einatt að finna til skyldleika síns við sumar greinir jafnaðarmenskunnar (socialism). En í jafnaðarmenskunni kennir þó einnig keims af byltingagimi og ofsa (Jacobinism), — eða svo er það frá sjónarmiði íhalds- manna, — en slíku hefir íhaldið barist á móti í meira en öld. Að vísu komust Jacobinar út í öfgar, sem engan jafnaðarmann dreymdi um, en samt er stundum eimur af ’oyltingagirni í málfærslu jafnað- armannanna. Okkur finst stundum sem heyra megi á tali þeirra óm- inn af andvaralausri fyrirlitn- ingu byltingamannsins á einstakl- ings-rjettinum; af miskunnar- lausu hatri gegn þeim, sem, ef til vill ósjálfrátt, standa í einhverju sambandi við raunverulega eða imyndaða ágalla þjóðfjelagsins; af þeirri tilhneigingu að vilja ekki lofa einu stigi þjóðlífsins að þroskast fram af öðra, en þyrla í einu vetfangi upp stofnunum eftir hálfhugsuðum umbóta-áætlunum. En að því leyti sem slík atriði ein- kenna jafnaðarstefnuna, er íhald- ið henni andstætt. það er upphaf íhaldsins að spoma við bylting- unni, og fram á þennan dag er það þungamiðja þess og megin- st<. fna. En að svo miklu leyti sem sú stefna getur orðið yf.rsterkari bjá jafnaðarmönnum að virða samvitskusamlega rjett’ætið og afmá úr stefnu sinni öll merK- 1 efnigrninnai, þá er ekkcrt því cil iyrirstöðu, að íhaldið taki til með- ferðar uppástungur þeirra, eítir því sem hver þeirra um sig er verð. Samt sem áður þarf að færa fram betri hagfræðilegar rök- semdir en ennþá hefir verið gert, til þess að sannfæra íhaldsmann um möguleika þess að afnema, eða jafnvel þó ekki sje nema takmarka að mun, þann verkahring, sem samkepnin hefir í framleiðslu- og viðskiftamálum nútímans. Lesandinn hefir víst tekið eftir bví, að hjer er ávalt aðeins gert ráð fyrir íhaldi í hinni bestu og göfugustu mynd. Vafalaust vinna þó íhaldsmegin í flokkadeilunum eins og gengur og gerist einnig í öðrum flokkum, — miklu lægri hvatir og störf. Gagnrýnendur ínaldsins gætu kanske kvartað um það, að eigingimi, ágirnd og óskorðuð áfengis-tilhneiging væru alt saman atriði, sem ættu þátt í viðgangi íhaldssamra stjórnmála- manna. En hvaða sanngimisvott- ur sem kynni að vera fólginn í slíkri gagnrýni, þá virðist mjer það ekki koma við verkefni minu að athuga íhaldið frá jmnari hlið en þeirri, sem til fyrirmyndar er (its ideal form). Myndhöggvari, sem ætlar sjer að sýna mynd mannslíkamans, stefnir fremur að því að höggva út Apollo eða Ven- us en ljóta eða vanskapaða menn eða konur, þó manneskjur sjeu engu að síður. Og í stjórnmálarit- gerð er fyrir hendi sú sjerstaka ástæða til að útiloka hið óverðuga eða ósamboðna, sem síður á þó við listaverkið — sú ástæða, að með því að sýna fyrirmyndina, er nokk- uð unnið í þá átt, að hvetja menn til þess að stefna í áttina til henn- ar. . . . íhaldsmenn, sem berjast gegn böli byltingarinnar fyrir áhrif trúarinnar, ættj arðarástar- innar eða varúðarinnar, þó ekki sje annað, þeir munu vinna vel og til göfgunar sjálfum sjer og sam- borgurum sínum, hvort svo sem þeir kunna að hafa rjett fyrir sjer eða rangt í einstökum deilumálum, sem þeir dragast inn í. það er óefað göfugast að skoða íhaldið frá sjónarmiði trúarinnar og ættjarðarástarinnar. En það getur verið vafamál, hvort það sjónarmið er eins máttugt til þess að vinna íhaldsflokknum fylgi eins og hið minniháttar aðdráttar- afl eðlis-íhaldsins. Varúðin gegn því, sem ókunnugt er og traustið á hinu, sem kunnugt er og reynt, eru atriði, sem allir kannast við í sjálfs síns fari. Og einkum nú á tímum, þegar ráðandi er góðlátleg- ur efi um loforðin sem stjórnmála- menn allra flokka strá í kringum sig, einkum nú hafa þessi atriði sitt ótvíræða gildi. þau hverfa þó sjónum í stjórnmáladeilum dags- ins og stjómmálamönnum og blaðamönnum þykir ekki mikið til þeirra koma og leita eðlilega betra efniviðar fyrir ritmensku sína og mælsku. En þessi atriði eru þó til í hverju mannshjarta, era sífelt á verði gegn hættunni af því, sem kann að verða, og óþreytandi í því að lofsyngja gæðum þess sem er. það er mikil ástæða til þess að halda, að íhaldið þurfi að beita ollu afli sínu í nánustu framtíð í baráttunni við þann óvin, sem það í upphafi hófst til að útrýma — byltingastefnuna, sem í mörg ár hefir ekki verið eins ógnandi og nú. Eln við getum með hugrekki horft fram á þá baráttu. Bretar eru skynsamasta þjóð heimsins. Aldrei hefir þjóðmála-dómgreind þeirra ennþá verið afvegaleidd nema að litlu leyti og um skamt skeið. Og rök þau, sem renna undir íhaldið, hafa sífelt haft hin öflugustu áhrif á þá. Ef íhaldið heldur trygð við það að verja og vernda trúna, ættjarðarástina og forsjálnina, þurfum við ekki að ugga um vöxt þess og viðgang. þann 6. júlí fór jeg frá Svigna- skarði upp Norðurárdal, og skoð- aði þar íossinn Glanna. Hann er ágætur til að sprengja, því hann fellur svo vel við norðurbakkann, og eru tvéir lygnir hyljir á leið- inni, sem laxinn getur hvílt sig í, en jeg þori ekki að segja frá laxa- stiga, því jeg hefi svo litla þekk- ingu á þeim, og væri best fyrir hlutaðeigendur að fá sj erfróðan mann til þess. Við íossinn kom til mín fólk,sem ætlaði norður í Húnavatnssýslu, og konxum við svo að Forna- hvammi og vorum þar nóttina 10 að tölu. I þeirri tölu voru 2 frá Ameríku, Ásmundur Jóhannsson og sonur hans Grettir. þeir eru ættaðir úr Húnavatnssýslu og voru að heimsækja frændur og vini. því miður var kona bóndans í Fornahvammi ekki heima, var til lækninga fyrir sunnan. En furðan- lega fór vel um okkur á allan hátt, og þakka jeg fyrir minn part. Að morgni þess 7. júlí var nú lagt upp á Holtavörðuheiði, og var þá bæði þoka og talsverð rigning, og áfram stað fjórir, Magnús með okkur og annar maður, og fóru þeir upp að Arnai'vatni til að veiða þar, og vai mjer sagt, að þá væru margir við silungsveiði þar uppfrá og mundu vera náiægt 15—16 hundruð faðma langar netatrossur í þeim vötnum, og þeir hefðu svo smárið- in net, að þau tækju smátt sil- ungsseiði og dræpu ait, og að einn bóndi þar i grendinni hefði farið fyrstu ferðina og sótt siiung á 1 hest, farið svo aftur og sótt á 4 hesta, og nú, þegar jeg var þar staddur, var hann í þriðju ferð- inni. þarna var fáment og fremur litið heimili. Hjer þurfa Húnvetn- ingar að gá að sjer, að ekki verði eyðilögð öll veiði þarna uppi á heiðinni, takmarka tíma, neta- fjölda fyrir hvern og einn og um- fram alt möskvastærðina, og jeg vona, að mínar athugasemdir verði teknar tii greina, því engin sú auðsuppspretta er til, að ekki megi uppausa hana, ef ekkert er látið í hana aftur. Svo fórum við að þorvaldsvatni og fórum við í kring um það. Sá jeg, að norðan við það hafði verið bygöur silungskofi til að geyma í silung; líka sá jeg, að áin hafði verið stífluð, til að taka með þurr- um höndum silung úr henni,-og get jeg hugsað, að illa hafi verið far- ið með þetta stóra og góða vatn. það væri vissara að stífla ána og dýpka það, að minsta kosti yfir veturinn. Framh. var haldið með lítilli viðstöðu alt norður að Hrútatungu. þar er gamall bær og góður bóndi; töfð- um við þar nokkuð. 1 þessum hóp voru 2 bændur úr Húnavatns- sýslu, Stefán frá Ilúki og Halldór frá Haugi, og varð jeg þeim sam- ferða, því þeir höfðu verið beðnir af Húnvetningum aö ná í míg, en jeg var búinn að ákveða að fara norður í þá sýslu til að skoða bæði vötn og læki. Við lögðum svo upp á Hrútafjarðarháls í mikilli þoku og rigningu, og er fremur bratt upp á hann og blautur vegur og vondur; komum að Húki seint. þar var jeg um nóttina. Svo dag- inn eftir bað Stefán bóndi mig að fara með sjer upp á Hrútafjarðar- hálsinn til að skoða þar nokkur vötn. það er bæði brattur og vond- ur vegur þar á hálsinum, oft þurft um við að ganga, því annars lágu hestamir á kafi í keldum og for- æði. Fyrst komum við að Bæjar- vatni, ekki stóru, og er það víst fremur grunt, en liggur vel við. þar næst að Ulugavatni, sem er Iíkt hinu, og svo Hólavatni sein- ast, og að því fjórða kom jeg, sem Heitir Hólmavatn, og er með nokk- uð stórum varphólma, sem svart- bakurinn býr í, og er hann vondur vargur í að drepa silunginn úr netunum og jeta hann. þar sá jeg talsverða silungsátu. Jeg sagði bónda, að hann þyrfti fyrst að stífla lækinn, sem rennur úr því, og dýpka það að mun, síðan drepa svartbaksvarginn allan og flytja svo bleikju silungsseiði í vatnið. En um hin vötnin 3 var jeg hrædd ur um að þar væri fremur lítil áta, helst að reyna eitthvað lítilsháttar við Bæjarvatnið, gera það svo djúpt, að ekki botnfrysi. Að svo sögðu var nú haldið heim að Húki, en jeg tafði þar lítið, fór austur yfir Vesturdalsá og að Draggeirs- stöðum; þar býr Daníel; tafði þar lítið og fór bóndi með mjer aust- ur yfir Miðfjarðarhálsinn og ofan að Torfastöðum, þar býr Magnús tengdasonur Bjöms í Núpsdals- tungu, og um kvöldið bað Magnús mig að fara með sjer upp á háls- inn til að skoða þar stórt vatn, sem heitir Torfastaðavatn. það er ábyggilegt, að þar má fjölga sil- ungi; áta var þar talsverð, enda er Magnús mjög duglegur og góður veiðimaður. Jeg var þar svo um nóttina í besta gengi, en um morg- uninn kom Bjöm í Núpsdalstungu til mín til að fara með mjer upp á heiði langt til að skoða þorvalds- vatn, því hann hafði foeðið mig I þess með brjefi, og lögðum við af þórður Flóventsson frá Svartárkoti. ---o---- Búnafiariánadieíitlin. Rvk. 24. nóv. 1924. FB. Fjármálaráðuneytið tilkynnir: Út af missögnum í blqðum þess efnis, að ráðuneytið hafi ákveðið að hin fyrirhugaða Búnaðarlána- deild við Landsbankann verði ekki stoínuð, skal upplýst, að stjóm Landsbankans hefir færst undan því að stofna þessa deild eins og nú stendur, meðal annars vegna þess, að bankinn hafi ekki fje til slíkra útlána, og ráðuneytið til- kynt Búnaðarfjelagi Islands, að varhugavert þyki að ganga bein- línis eftir því móti vilja banka- stjórnarinnar, að byrjað verði á framkvæmd laganna, enda væri slík þvingun tilgangslaus, þar sem lögin leggi það alveg á vald banka- stjórnarinnar, hvort litlu eða miklu fje sje varið til útlánanna innan þess hámarks, er lögin til taka. En Búnaðarlánadeildin get- ur að sjálfsögðu tekið til starfa undir eins og bankastjórnin telur bankann hafa fje fyrir hendi til þess, og hefir ráðuneytið enga ráð- stöfun gert 1 gagnstæða átt. Hins- vegar er ráðuneytið 1 samvinnu við Búnaðarfjelag Islands og Landsbankastjórnina að undirbúa tillögur um endanlega úrlausn á þessu nauðsynjamáli. ----o---- Eldsvoði. Nýlega brann gisti- húsið í Stykkishólmi, eign J. Guð- mundssonar, til kaldra kola. Eitt- hvað bjargaðist þó af matvælum og munum. Á þórshöfn druknuðu 3 menn nýlega, rjett við land. þeir hjetu Jón Friðriksson formaður, Sig. Jónsson og Jósef Jónsson frá Vopnafirðí. Eldgos. Frá Langanesi og Vopna firði hefir sjest eldbjarmi í suð- vestri þaðan og orðið vart ösku- falls, og er talið að eldsumbrot sjeu þar í óbygðum og vita menn ekki nánar um það. Heiðurssamsæti. Stjóm og end- urskoðendur Sláturfjelags Suður- lands hjeldu Hannesi Thorarensen fyrverandi forstjóra þess og frú hans heiðurssamsæti nýlega. Færðu honum að gjöf dýran loð- feld en frúnni gullúr. Fór samsæt- ið hið besta fram.______________ Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.