Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.12.1924, Blaðsíða 1

Lögrétta - 02.12.1924, Blaðsíða 1
ímiheinita og afgreiðsja í Veltusundi ?> Sími 17H. Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gíslason Þingholtsstræti 17. XIX. ér. Umvíðaveröld. Forsetakosning í ilandaríkjunum. Eins og fyr hefir verið frá sagt fóru kjörmannakosningar til for- setavaldsins í Bandaríkjunum ; fram 4. nóv. Lauk þeim þannig, að | Coolidge, sem var varaforseti og gegndi störfum síðan Harding dó, I hlaut langmest fylgið, eða um j 18.5 milj. atkvæða, en Davis um ! 8.5 milj. og La Follette um 4 milj- ! Jafnframt þessum kjörmanna- kosningum fara fram kosningar til þingsins, þ. e. a. s. kosin er öll þj óðfulltrúadeildin og þriðjungur öldungadeildarinnar. En kjörtíma- bil fyrri deildarinnar eru 2 ár, en 6 ár þeirrar síðari, þó þannig, að þriðjungur hennar gengur úr, og er kosinn á ný annað hvort ár. þingið, sem nú var verið að kjósa til, og er hið 69. í röðinni, kemur saman í marts næsta ár, og end- unlegar forsetakosningar fara heldur ekki fram fyr en eftir ára- mót. því forsetakosningunum er þannig fyrir komið, að þær eru tvöfaldar, þannig, að fyrst eru kosnir með almennum kosningum kjörmenn (electors), en þeir, sem þá kallast „Electoral College“, kjósa svo forsetann. Kjörmennirn- ir eru 531, og þarf rjett kjörinn forseti að fá helming þeirrar tölu. Fái ekkert forsetaefni slíkan meirihluta, kýs þjóðfulltrúadeildin forsetann. En kjrömennirnir eru kosnir í hverju hinna einstöku ríkja um sig, jafnmargir og full- trúar þess eru í báðum deildum þingsins. En það er mjög misjafnt, l. d. hefir New York ríki 45 full- trúa, en t. d. Nevada 3. í öldunga- deildinni sitja 96 menn, þ. e. tveii fyiir hvert einstakt ríki í banda- iaginu, en þau eru 48. 1 hinni deildinni er fulltrúatalan á reiki, miðuð við mannfjölda, samkv. talningu 10. hvert ár að jafnaði. Nú eru fulltrúarnir þar 433. Flokkaskipunin eftir síðustu kosn- ingamar (1922) var þessi: I öld- ungadeild: 53 „republikanar", 42 „demokratar“, 1 bændaflokks- maður. í hinni deildinni: 225 „republikanar“, 207 „demokrat- ar“, 1 jafnaðarmaður, 1 bænda- flokksmaður, 1 óháður. En kosn- ingarnar núna fóru þannig, hjer um bil: f senatinu hafa republik- anar að nafninu til 50 atkv., en þar með eru taldir fylgismenn La Follettes, sem eiginlega eru nú sjerstakur flokkur, og ráða úr- slitum þar í deild. f fulltrúadeild- inni hafa „republikanar“ hinsveg- ar um 230 atkv. Aðalmennirnir sem kosið var um nú við forsetakosningarnar voru þrír. Eitt New York tímarit- ið (New Republic) lýsti þeim þannig fyrir kosningarnar: Cool- idge forseti er þumbaralegur íhaldsmaður, sem gerir íhalds- stefnuna ekki aðlaðandi.Mr. Davis er ljúfmannlegur íhaldsmaður, sem gerir stefnuna aðlaðandi. f öllum meginatriðum eru þeir báð- j ir talsmenn íhaldssamrar lífs- j skoðunar og eiga þar af leiðandi rjett á atkvæðum íhaldsmanna. ' La Follette senator er talsmaður framsœkinnar lífsskoðunar, og á því rjett á atkvæðum framsæk- inna manna. þetta er auðvitað fyrst og fremst skoðun þessa blaðs, en lýsir þó flokkaafstöðunni nokkuð alment. La Follette var upphaflega tteykjavík, þriðjudaginn 2. desbr. 1924. — . JL.* i 2 * * * * * * * * 11 ——1- " L" 62. tbl. Guðmundur Magnússon, læknir. íslensk þjóðfræði. Eftir Villijálm p. Gíslason. Greinaflokkarnir, sem komið hafa Skreyttu’ ei, þjóð, er þektir manninn, þennan beð með falskri grein. — Hann var mikli hjálpargranninn hverri sveit við skæðust mein. Jafnt, þó dveldi ’hann firna fjærri, fanstu æ að hann var nærri; öllum, öllum auðnustærri, — eggin hvöss, en björt og hrein. Af hans smiðju bjartan bjarma bar um gjörvalt þetta land, af hans iðju’, er hel og harma hopa Ijet við töfrabrand. Saman unnu hugur hvestur, höndin sling og viljinn mestur, viðkvæmt hjarta’ og hnífur bestur, — hjer var dauða torleyst band. Hár að köllun, heill í starfi, hlýddi ’ann laust á mærð og gum. — Heitur ljek hinn þjóðarþarfi þyngstu töfl; — hvort sást þó fum? En stæðu meinin vel að vígi, væru úrslit hulin skýi, líkt og styggur fugk þá flýgi fanst þjer máske orðin sum. Mundu, þjóð, er þektir manninn, þor hans, gifta, ment og snild, heildin — 1 í f i ð, það var þanninn: þjer var nauðsyn öll sú fylgd. Virð hans starf með glöggsýn góðri, geym hans líf í minning hljóðri, sveipa nafnið háum hróðri, — hefir til þess rökin gild. J a k. T h ó r. hjer í blaðinu, eru nú komnir út í bökarformi, að viðbættum eftirmála, og geta því þeir, — einstaklingar, söfn eða lestrarfjelög — sem það vilja, fengið þá þar i einni heild fyrir að- eins 4 kr. (160 bls. bók). Efninu er þar skift í kafla með sjeistökum fyrirsögn- um, og eru þær þessar: i. þjóðfræði og þjóðareðli. 2. Upphaf skólalialds. 3. Utanfarir og innlend menning. 4. Upp- tök embættaskólanna. 5. Læknisfræði. G. Lögfræði. 7. Guðfræði. 8. Sagnfræði. 9. íslensk fræði og erlent vald. 10. þjóðskóli og háskóli. 11. Háskóli og ís- lensk menning. 12. Verksvið háskól- ans. 13. „Heimspeki" eða íslensk fræði. 14. íslensk þjóðfræðadeild. 15. Bókvísi. 16. Náttúrufræði. 17. þjóðhagsfræði. 18. þjóðminjafræði. 19. Listmentir. 20. Húsnæði. 21. Kostnaður. 22. Niðurlag. 23. Eftirmáli. ,,republikani“, en á síðkastið hefir myndast um hann sjerstakur flokkur ,,progressionista“ svo- nefndra, en hann einkennir sjálfan sig sem „liberalan“ eða frjálslynd- an mann. Fylgismenn hans í sen- atinu eru ekki nema um einn tugur, en samt ráða þeir þar mjög miklu vegna þess, hve hinir flokk- arnir eru annars jafnir. Að sumu leyti nálgast L. F. skoðanir jafn- aðarmanna og á yfirleitt mikil ítök í mörgum þeim, sem óánægðir eru með núverandi ástand og flokka- skipun í landinu. Varaforsetaefni með honum var Wheeler frá Mon- tana, áður „demokrat“. Útnefn- ingarþing þeirra var haldið í Wis- consin-ríki. Frambjóðandi „demókrata“ var John W. Davis (f. 1873), mál- færslumaður í New York. Áður (1918) hafði hann verið sendi- herra í Englandi og þar áður (1913) „solicitor general“ í dóms- málaráðuneytinu. þingmaður varð hann 1910 og vann m. a. mikið að ýmsri verkamannalöggjöf. Út- nefning hans kom ekki fyr en við 103. prófkosningu á flokksþinginu (í New York), en þar voru nærri 1100 fulltrúar, og þarf tvo þriðju atkvæða til þess að útnefning sje gild. Stóð baráttan fyrst milli Mc Adoo, tengdasonar Wilsons, og Srnith ríkisstjóra. Varaforsetaefni með Davis var Ch. W. Bryan, rík- isstjóri í Nebraska, bróðir W. J. Bryans, sem áður hefir verið for- setaefni. Coolidge, sá sem kosinn var (f. 1872), er einnig lögfræðingur, og þingmaður lengi og ríkisstjóri í Massachusetts. Varafors.efni með honum er Dawes sá, sem skaða- bótatill. margumtöluðu eru við kendar. Hann er annars alkunnur bankamaður (f. 1865). Á stríðsár- unum stóð hann fyrir matvæla- og hergagnakaupum handa Banda- ríkjahernum, seinna varð hann formaður í sparnaðamefnd einni mikilli heima fyrir, og loks einn aðalmaður sjerfræðinganefndar- innar í París, sem með skaðabóta- málin fór. Gagnvart Evrópu og hennar málum munu þessar nýju kosning- ar því ekki valda neinum breyt- ingum frá því sem nú er. En ýms fjármál Norðurálfunnar eru, eins og kunnugt er, ekki lítið komin undir afstöðu Bandaríkjanna. Síðustu símfregnir. Puccini, eitt kunnasta tónskáld nútímans, er nýdáinn. Hann var ítalskur, f. 1858, af söngmanna- ættum. Hann lærði í Milano hjá Poncielli og Bazzini. Kunnustu söngleikir hans eru Manon Les- caut, La Boheme, Tosca. Af leikj- um hans frá síðustu árum má nefna La Rondini. — Skotspóna- frjettir segja, að Trotsky hafi ný- lega verið vikið frá embættum. — Frá Rómaborg er símað, að stjórn- arandstæðingar hafi borið fram vantraustsyfirlýsingu gegn Musso l>ni nú nýlega, en hún verið feld með miklum meirihluta. — 1 frönsku nýlendunum Algier og Tunis hafa einhverjar kommún- istaóeirðir átt sjer stað, og kvað stjórnin telja þær all alvarlegar. — Frá Madrid er símað, að Primo de Rivera hafi sagt af sjer. Hjer í blaðinu kom fyrir nokkru allítar- leg lýsing á spænsku málunum og störfum og stefnu de Rivera. — Frá Genf er símað, að nýjar hag- skýrslur sýni hækkandi vöruverð um allan heim. — Frá New York er símað, að þýskir iðjuhöldar hafi fengið 300 miljón dollara lán þar. — 1 Egyftalndi og Sudan hafa verið róstur undanfarið og sagt að magnist þar óvildin gegn Englend- ingum- : ; j ’ --- o----- Áfengismál allmörg hefir lög- reglan hjer í bænum haft til með- ferðar undanfarið og hefir bæjar- fógeti nú dæmt í þeim. Hafði ver- ið gerð allrík gangskör að því að klófesta ýmsa bannlagabrjóta, einkum leynisala, sem mikill ófögnuður hefir verið að hjer, eins og áður hefir verið á minst hjer í blaðinu. Dómarnir eru þessir: Sigurður Bemdsen dæmdur í 80 daga fangelsi og 1500 kr. sekt, Einar Einarsson (áður veitinga- maður í Bárunni) 1500 kr. sekt og 30 daga fangelsi, og hefir honum verið refsað tvisvar áður, Ólafur Jóhannsson 1500 kr. sekt og 30 daga fangelsi, refsað 1 sinni áður. Ásgeir Ásmundsson frá Seli 1000 kr. sekt og 30 daga fangelsi, hefir sannast brotlegur tvisvar áður. Gestur Guðmundsson 2000 kr. sekt og 45 daga fangelsi. Björn Halldórsson 1000 kr. sekt, brotleg- ui einnig áður. ólafur Lárusson Fjeldsted 2000 kr. sekt og 30 daga fangelsi. Hefir hann 4 sinnum áð- ur verið tekinn fyrir ýmiskonar bannlagabrot, m. a. fyrir að hafa verið við riðinn áfengisbrugg (við að skilja pólitúr), sem að ein- hverju leyti varð þess valdandi, að húsbruni varð. Við sama mál var einnig riðinn Guðm. Nordal og fekk 30 daga fangelsi og 500 kr. sekt. Einnig voru þrír íslenskir hásetar á íslandi dæmdir fyrir bannlagabrot og fengu 500 kr. sekt hver og 5 daga fangelsi við vatn og brauð. Loks eru Marian-málin svonefndu, sem fyr er frá sagt hjer í blaðinu. Var skipstjórinn á þýska skipinu dæmdur í 30 daga fangelsi og 1000 kr. sekt, formað- urinn á strandvarnarbátnum í 1000 kr.sekt og 2X5 daga fangelsi við vatn og brauð og hásetarnir í 500 kr. sekt og 5 daga fangelsi við vatn og brauð hver. Að síðustu er svo að geta þess, að í áfengis- versluninni sjálfri hefir einn starfsmannanna á skrifstofunni verið tekinn fyrír það, að hafa misbeitt stöðu sinni til þess að selja áfengi eftir fölskum ávísun- um. En það mál er ekki fullrann- sakað ennþá. Er þetta í annað skifti sem óregla í vínversluninni kemur fyrir dómstólana, og verð- ur vikið að þeim málum hjer síðar. Heilbrigðismál. Greinarnar um þau, eftir gamlan lækni, byrja nú aftur hjer í blaðinu, og ættu menn að lesa þær í samhengi, því þar eru gerð að umtalsefni ýms atriði, sem snerta alla þá, sem fást við heilbrigðis- og uppeldis- mál, og skýrt frá ýmsum merkum nýungum og reynslu erlendis í þessum efnum, sem ekki hefir áð- ur verið skrifað um á íslensku, og bent á hversu bæta megi margt í þessum málum hjerlendis. Olíusamningnum við British Petroleum Co., sem gerður var í ágúst 1922, og mikið var deilt um á sínum tíma, og mörgum þótti illur, hefir nú verið sagt upp af ríkisstjórnarinanr hálfu frá árs- lokum 1925, en til þess tíma var upphaflega samið. púsund krónur segir Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur að al- þýðumaður einn í Rvík, sem ekki vill láta nafns síns getið, hafi ný- lega fært sjer til Hallgrímskirkj- unnar. „Fórust honum orð á þá leið, að þessum peningum væri best varið með því að gefa þá til stuðnings kirkju og kristindómi; blessunar guðs hefði hann orðið aðnjótandi og átt margar góðar stundir í kirkjunni. þessvegna væri það honum sjerstök gleði að geta gefið þessa upphæð til Hall- grímskirkjunnar“. Guðmundur Thoroddsen hefir verið settur prófessor í stað Guðm. Magnússonar. Nýir togarar eru nú að bætast í skipahópinn, einn hjá Kveldúlfi og annar hjá Sleipni. Bnini. Nýlega brann skemma hjá Birni alþingismanni á Sval- barði og í henni talsvert af mat- vælum og áhöldum. Forsætisráðherrafrúin þóra Magnússon er nýlega farin til Englands og dvelur þar um hríð. Einar H. Kvaran rithöf. og frú hans eru nýlega farin áleiðis til Vesturheims og dveljast þar fram á næsta haust, en sonur þeirra, Ragnar E. Kvaran, er eins og kunnugt er prestur í Winnipeg. Tárið heitir nýtt leikrit eftir Pál J. Árdal, sem verið er að leika á Akureyri. þórarinn Tulinius kvað nýlega hafa keypt skip í þýskalandi, sem hann ætlar að hafa í ferðum hingað. 17. júní, mánaðarblað, sem þorf. Kristjánsson gefur út í Kaup mannahöfn, flytur ýmislegt, sem mörgum mun þykja fróðlegt og er yfirleitt eigulegt rit. í októberbl. þ. á., sem er 4. tbl. 2. árg., er mynd af Boga Th. Melsted sagn- fræðingi og góð grein um hann eft- ir Vald. Erlendsson lækni. Eru þar m. a. tilfærð ummæli um B. Th. M. eftir þeim I. C. Christensen og C. Th. Zahle, sem voru mestu ráð- andi meðal Dana um íslensk mál, . er bundinn var endi á þrætuna um þau milli Dana og Islendinga. Segjast þeir báðir mjög hafa stuðst við upplýsingar frá B. Th. M. um þau mál. — í þessu tbl. er emnig grein eftir I. C. Christen- sen, er segir frá samkomu við þjórsárbrú 1907. — Blaðið fæst í Bókav. þorst. Gíslasonar, Veltu- sundi 3. Kvöldvökur eru nefnd skemt- i anakvöld, sem haldin hafa verið hjer í bænum undanfarið, og hef- ir verið lesið þar upp ýmislegt úr ísl. bókmentum, fornum og nýj- um. Leiðrjetting. I grein minni um bækur Fræðaf jelagsins í Lögrjettu 28. oktbr. er slæm prentvilla á bls. 2 í 4. dálki um Safn Fræðafjelags- ins. þar á að standa: „I fjórða | bindinu af Safni eru p r e n t u ð brjef frá Magnúsi Stephensen kon- ferensráði í Viðey til Finns Magn- ússonar prófessors“ o. s. fx-v. Eins og þetta var rangprentað, leit svo j út sem nokkuð af brjefum þessum hafi verið prentað áður, en það hefir eigi verið gert. Khöfn 11. nóvbr. 1924. Bogi Th. Melsteð. ----0-----

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.