Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 02.12.1924, Blaðsíða 3

Lögrétta - 02.12.1924, Blaðsíða 3
LOGRJBTTA 3 í þetta mikla fyrirtæki nokkurum árum fyrir heimsstyrjöldina og hefir, þrátt fyrir alla örðugleika, haldið því fram ait til þessa dags. í lið með sjer fjekk hann ýmsa norrænufræðinga þýskalands og skai þar fyrst til nefna góökunn- an mann okkur íslendingum frá ferðum sínum hjer heima, margra ára próíessor við Beriínarháskóla í germönskum fræðum (nú pró- fessor í Basel í Svissaralandi) AndreasHeusler,sem í fyrstu lagði ráð á, hvernig skyldi hagað, Felix Niedner, sem annast hefir útgáfu verksins o. s. frv. I. fiokkur ritsins byrjar á inn- gangi um menning íslands á vík- ingaöidinm. pá kemur eldri Edda í 2 bindum. þýð. F. Genzmer. þriðja bindi er Egils saga Skalla- grímssonar. þýð. F. Niedner; 4. bd. Njálssaga. þýð. A. Heusler; 5. bd. Grettissaga. þýð. P. Herr- mann; 6. bd. Laxdæla saga. þýð. Rudolf Meissner; 7. bd. Sagan af Snorra goöa (Eyrbyggja s.). þýð. F. Niedner 8. bd. Fimm sögur um útlaga og blóðhefnd (Hænsa-þóris s., Gísia s. Súrssonar, Háv. s. ísf., Harðarsaga Hólmv., Heiðarvíga- saga). þýð. A. Heusler og Fr. Ranke; 9. bd. Fjórar skáldasögur (Gunnl. s. ormát., Bj. saga Hít- dælak. sk. Björn og þórð., Kór- máks saga, Hallfr. s.). þýð. F. Niedner; 10. bd. Fimm sögur úr Norðvesturlandi (Vatnsdælasaga, Finnboga saga, þórðar s. Hræðu, Bandamanna saga, Ölkofra-þátt- ur). þýð. Fr. Fischer og W. H. Vogh.; 11. bd. Fimm sögur úr Norðausturlandi (Víga-Glúms s., Vallaljóss s., Ljósvetn. saga, Reykdæla saga, Svarfdæla saga). þýð. Wilh. Ranisch og W. H. Vogh. 12. bd. Sjö sögur úr Austur- landi (porst. s. hvíta, Vopnf. saga, þorst. s. stangarhöggs, Gunn. þáttur þiðrandabana, Hrafnk. s. Freysgoða, Dropl.sona s., þorst. þáttur Síðu-Halls sonar). þýð. Gustav Neckel. 13. bd. Grænlend- inga og Færeyinga sögur. þýð. ilans Naumann. II. flokkur byrjar á Heims- kringlu Snorra Sturlusonar í 14.— 16. bd., í þýðingu eftir Felix Niedner, í þrem bindum. 17.—18. bd. Noregs konunga sögur. 1. bd. Smáþættir er snerta Noregskon- unga. 2. bd. Sverris saga og Há- konar saga. Útdráttur. 19. bd. Sögur frá Danmörku og Orkneyj- um (Jómsvíkinga saga, um Dana- konunga og Orkneyja jarla. Út- dráttur). þýð. W. Batke. 20. bd. Lands- og kirkjusaga Islands (Is- símann, heldur sá mikli óbeini hagnaður, sem hann hefir haft í för með sjer fyrir land og lýð við hina miklu þroskun atvinnugrein- anna, sem honum hefir orðið sam- fara, og þá sjerstaklega togaraút- gerðarinnar, sem hefst hjer á lan li um það leyti, sem sæsíminn var lagður til landsins, og hefir þrosk- ast jafnframt honum. Jeg hygg því, að hver einn ern- asti maður á landi hjer geti tekið undir þessi orð símablaðsins Elektron á tíu ára afmæli lands- símans árið 1916: „Aldrei, meðan íslensku símarnir eru við líði, má eða mun nafn Hannesar Hafsteins gleymast. Hvert talsímaáhald, hver símastaur og þráður á að segja síðari kynslóðum frá bar- daganum á alþingi 1905 og frá kappanum, sem þar barðist svo hraustlega og sigraði“. En það eru ekki einungis ís- lensku símamennimir, se'm mega minnast Hannesar Hafsteins; þeir eru svo margir aðrir á meðal vor, sem mega minnast hans. það má ferðamaðurinn gera, sem fer yfir þær traustu og veglegu brýr, sem reistar voru í stjórnartíð hans víðsvegar um land, t. d. á Soginu og Ytri- og Eystri Rangá; það mega námsmennimir og fræði- mennirnir og öll alþýða gera, sem heimsækja daglega, en þó einkum á vetrum, Safnahúsið í Rvík og lendingabók Ara, Landnáma-bók, Sturlunga saga og biskupasögur. Úrval). 21. bd. ísl. hetju-skáldsög- ur (áður getið). 22.—23. bd. pið- reks saga af Bern. pýð. Feine Er- ichsen. 24. bd. Edda Snorra Sturlu- sonar. Tvær málíræðiiegar rit- gerðir frá 12. og 13. öld. Eins og þetta stutta yfirlit sýn- ir, er það ekkert smáiæði, sem unniö heíir verið á síðustu árum til útbreiðsiu þekkingar á íslensk- um íornritum í þýskalandi hjá „þyðaraþjóðinni mikiu“, og við megum vera þeim mönnum inni- lega þakklátir, sem sýnt hafa lít- illi frændþjóð hjer norðvestUr í höfum þá rækt að þýða íslenskar íornbókmentir, dýrsta arfinn okk- ar, á tungu mikillar þjóðar, einn- ar aí öndvegisþjóðum heimsins. Mig furðar á því, að jeg hefi ekki komið auga á neitt af þýðing- um þessum 1 bóksalabúðum þessa bæjar; jeg býst við, að margt komi hingað af erlendum bókum, sem minna erindi á hingað en þessar vönduðu útgáfur af fornbókment- um okkar á máli mestu bókmenta- þjóðar heimsins, því að margur námfús sjálfnemi og aðrir, sem stautfærir væru orðnir á þýsku, mundu þarna fá ágætt tækifæri til að æfa sig og auka þekkingu sína í þýskri tungu og samtímis rifja upp fyrir sjer gullaldarbókmentir okkar á móöurmálinu. Frh. Jón Jacobson. -----o---- Sveínbjörn Björnssen l^jóðmæii. langt út í það, áð dæma um hinn j nýja bókmentagróður í skáldskap ! vorum, en jeg hefi einhversstað- ar drepið á það áður, að jeg teldi það hina mestu fjarstæðu, að ætla, að nokkur geti haft ánægju af kvæðaþjófnaði, eða þvl, að gera al- varlegar eftirlíkingal• af annara skáldskap. það mundi aldrei geta orðið annað en andlaus og þreyt- andi „blekiðnaður“, sem enginn hjeldi ut með til lengdar. Hitt er að mjer virðist fullljóst, að þeir eru mjög margir bæði úr flokki al- þýðu og .lærðra manna, er hafa ríka skáldskapartilhneigingu og skáldæð, þótt misjafnlega reynist þetta í framkvæmdinni. Hefir það og löngum sýnt sig, að skáld geta verið góð og önnur ljeleg af báðum ilokkum. þó ætti jafnan að mega gera hærri kröfur til þeirra manna, er teljast hámentaðir, en hinna, er hafa án skólamentunar brotið sjer braut til bókmenta- legrar starfsemi. — Sjera Matthías Jochumsson sagði eitt sinn við aiþýðuskáld, sem tjáði honum mentunarskort j sinn: „það verður enginn skáld fyrir það eitt, að hann hafi slitið sessskautunum úr brókinni sinni á skólabekkjunum“. — Sveinbjörn skáld Björnsson hefir eigi verið til bóklegra menta settur annara en þeirra, er hann hefir aflaö sjer smátt og smátt af eigin dáð. Eigi að síður hefir hann allvíða í kvæðum sínum náð góð- um tilþrifum máls og fomis. — I þessari nýju ljóöabók Svbj. eru meðai annars nokkur kvæði ort út af fornsöguþáttum. „Úr I síðastliðnum septembermán- uði átti Svbj. Bj. sjötugsafmæli, og skömmu áður kom út ný ljóða- bók eftir hann. Bók þessi er all- stór, alls 240 blaðsíður, og hefir höfundur sjálfur kostað útgáfu hennar. það er eigi sjaldgæfur viðburð- ur í bókmentum vorum nú á tím- um, að ný ljóðmæli komi fyrir al- menningssjónir. Svo mikill fjöldi ljóðskálda hefir komið fram með þjóð vorri á síðustu 2Ö árum, að slíkt gengur undrum næst. Hafa sumir, er um skáldskap rita, talið þessa miklu skáldafjölgun vera afturfararmerki í skáldment vorri og dregið af því þá ályktun, að menn væru farnir að herma það hver eftir öðrum að yrkja; allir vildu vera skáld, og eins þeir, sem hefðu yfir minstu að ráða af þeim andlega eldi, er til þess þarf. það á eigi við, að hjer sje farið Fróðárundrum“ heitir eitt kvæð- ið, og er í 5 köflum. þar í er þetta erindi um dauða þórgunnar: „þyngdi sóttin, þurru kraftar, þar til andinn fjötra sleit. Helja dökk í dráttum stórum dauðarún á vangann reit. Önduðu samt yfir líki einhver værðardvali bjó, eins og hefði helgur friður hjúpað það með drauma ró“. I öðrum kafla þessa kvæðis lýs- ir skáldið því, er þóroddur bóndi skyldi að fyrirmælum þórgunnu brenna ársal hennar og sængur- klæði að henni látinni: „Reykur hátt við raðir skýja reis úr kyntri viðarglóð. Bóndi þykkan bálköst hlóð, burt skulu grimmar nornir flýja. Ársalinn skal ekki vígja“. þá h'efir höf. ort út af kafla úr Grettissögu. „Dauði Grettis og Illuga“ nefnist kvæðið, og er einn- ig í 5 köflum. Set jeg hjer byrjun þess: „í vestrinu síðasti daggeislinn dó, en drynjandi brimhörpu sæguðinn sló, svo kvað við í strandkletta stöil- | um; því kringum Drangeyjar klettótta skaut svo kaldranalega stormurinn þaut, i að hrikti í húmgrindum ölium“. Um það, er þorbjörn Öngull veg- ur Iiluga, bróður Grettis, kveður skáldið: „Sem blikandi leiftur fjell hein- \ þyntur hjör, en hlæjandi Illugi stóð, og hvessti á níðinginn hvarmaljós | snör, | sem hugarins sindruðu glóð, en höfuðið flaug eins og álmþotin ör, úr æðunum fossaði blóð“. — f kvæðinu: „Myndir úr Flugu- mýrarbrennu“er þetta meðal ann- ; ars sagt um Gissur jarl: „í sekt við guð og sekt við menn ei sá hann fært að deyja, hann þurfti stríð og erjur enn við ýmsa menn að heyja, og mál til lykta mörg að kljá, og mörgum þunga hefnd að fá, sem vald hans vildu beygja“. — þá mætti nefna kvæðið: j Draumur Flosa“, sem er umfangs- ! mikið og langt. það er eigi allra meðfæri, þótt | dável hágmæltir sjeu, að taka slík j yrkisefni sem þessi og fara vel j með þau, en Sveinbirni tekst vel j að halda sögukjarnanum, gegnum j farveg höfuðstafa og stuðla. — Flest af kvæðum Sveinbjöms eru alvöruþrungin, þótt á stöku stað bregði fyrir gáska og gamni í bók hans, eins og síðar mun vik- ið að. — Hann getur orðið napur- yrtur við þá, sem honum finst að vilji skyggja á frelsi og rjett þjóðfjelagsins. Og hann kveður svo til alþýðunnar ‘í kvæðinu: „þjóðf jelagsalmanakið*:: „þú átt böðla, sem lifandi dauða þig hýða með svipum og hlekkina reyra, og heimta af þér ávalt meira’ og meira, þó blóðdropar falli og brennandi tár, og bólgni hver taug kringum hold- fúin sár, þeir tolla og skyldur og tíundir skrifa, og telja það sjálfsagt, að þeir eigi að lifa“. „Stríðið" tel jeg eitt meðal bestu kvæða Sveinbjöms. Er þar mátulega, en þó ómjúklega tekið njóta góðs af öllu því í þjóðlegum fræðum, sem þar er saman kom- ið, því það var reist í stjómartíð hans; það mega sjúklingarnir gera, því geðveikrahælið á Kleppi var reist í stjómartíð hans; og síðast en ekki síst mega íslensku börnin og barnakennararnir minn- ast hans, því að hann bar, sem ráðherra, fræðslulög og kennara- skóla fram til sigurs á þinginu ár- ið 1907 og 1908 og vildi þar miklu j meiru til kosta og miklu veglegra gera en þingið þá sá sjer fært að ráðast í. Og allir vita, hversu ; þetta tvent hefir bætt fræðslu ; bamanna og mentun og alla hagi kennaranna. þegar á alt þetta er litið, þá ; finst mjer ekki hægt að segja ann- | að, en að hjá Hannesi Hafstein hafi farið saman efndir og heit í verklegum stjórnarstörfum hans og öðru fyrir land og lýð. n. En svo kemur hitt atriðið, sem einnig gagntók hugi og hjörtu svo margra ungra manna hjer á landi í byrjun tuttugustu aldarinnar, sem sje „rjettarstaða landsins og' virðulegur sess við hlið Danmerk- ur“, og er það mál, einS og allir vita, einn merkasti þátturinn í æfistarfi Hannesar Hafsteins. það er því fróðlegt að vita, hvernig sambandinu á milli Is- lands og Danmerkur var háttað, þegar hann hóf baráttu sína ■ í þessu máli. Eins og kunnugt er, þá gaf stjórnarskráin 1874 oss löggjafar- vald og fjárforræði og heima- stjómarlögin 1903 oss innlenda ráðherra með fullri ábyrgð fyrir alþingi, og var hið síðamefnda ekki hvað minst að þakka Hann- esi Hafstein, sem einmitt árið 1901 fjekk þeim kröfum vorum framgengt hjá vinstrimannastjórn þeirri í Danmörku, sem þá var ný- komin til valda. En þrátt fyrir þessar miklu um- bætur á stjóm landsins, sem stjórnarskráin 1874 og heima- stjórnarlögin 1903 höfðu í för með sjer, þá var Island samt eigi að síður, samkvæmt stöðulögunum 1871, óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis með sjerstökum landsrjett- indum, en það segja lærðir menn að sje hið sama og „innlimuð hjá- lenda Danmerkurríkis með stað- legri sjálfsstjórn“. Hjer var því við ramman reip að draga fyrir Hannes heitinn Hafstein sem íslenskan stjórnar- herra. Og þá vildi hann reyna að brjóta þessi stöðulög niður og gera ísland að sjálfstæðu ríki. En það sem dönsku stjórnarherramir vildu gefa honum í þeirri viðleitni hans, var mjög svo af skomum skamti. þeir vildu gefa honum Is- land sem „frjálst og sjálfstætt land, sem ekki yrði af hendi lát- ið“, þ. e. a. s. sem konungur ekki gæti látið öðrum þjóðhöfðingja í hendur, eins og t. d. var gert við Noreg 1814, eins og komist er að orði í 1. grein Uppkastsins frá 1908, en þeir vildu alls ekki gefa honum ísland sem fullvalda ríki; þeir vildu gefa honum óuppsegjan- leg, sameiginleg utanríkismál og hermál, sem við engin afskifti skyldum hafa af, og þá heldur engu til þeirra kosta; þeir vildu gefa honum sameiginlegan kaup- fána, landhelgisgæslu, hæstarjett og peningasláttu og fleira í 37 ár, en að þeim tíma liðnum máttum við stjóma þeim málum sjálfir, og að síðustu en ekki síst vildu þeir gefa honum 1,500,000 kr. upp í gömul skuldaviðskifti. þetta var í aðalatriðum það, sem dönsku stjórnarherrarnir vildu gefa Hannesi Hafstein í sambands málinu árið 1908! En það þarf ekki að fjölyrða um það. Vor litla þjóð var hrædd við hin óuppsegjanlegu utanríkismál og hermál og þótti fullveldi sitt eigi nógu skýrt við- urkent og vildi því ekki þiggja gjöfina, og það þrátt fyrir það, að svo ágætur maður sem Hannes Hafstein og svo margir aðrir ágætir menn með honum rjeðu henni eindregið til þess, af því, að þeir álitu hana miklu betri og á framferði grimmra og samvisku- lausra valdhafa og hernaðarpost- ula, er kveiktu þetta veraldarbál, heimsstyr jöldina; „Heimsins mikla harmakvæði hærra ofar skýjum fer, blóði og tárum blandað er. J arðaidrottna djöfulæði drottinn heyrir, veit og sjer“. Djúp gremja og fyrirlitning fyllir huga skáldsins, og hann segir seinna í þessu kvæði: „Haltu áfram, ágirnd, rógur, austu frá þjer reyk og glóð, drekktu fjöldans dauðablóð, líkt og egghvass ösli plógur, — eyðilegðu hverja þjóð“. — ------- Mörg aí kvæðum Sveinbjöms eru ort til einstakra manna, af- mælisvísur o. þ. h., sum af þeim eru íburðaimikil og full orðgnótt- ar, svo sem kvæðið: „Frú por- björg Jensen“, og sömuleiðis kvæð- ið til manns hennar, hr. Thor Jensens. En langbest af afmælis- kvæðunum þykir mjer þó: „Af- mælisvísur til Jóhánnesar Nordal 8. apríl 1917“. — þrjár gamanvís- ur eru undir kvæðinu. þetta er ein þeirra: „þegar elli forn og flá — íeigðarsvell nær duna — vill þig fella foldu á, íljúgðu á kellinguna!“ Nokkur eftirmæli eru í bókinni. Skal jeg eigi fjölyrða um þau, en get samt eigi stilt mig um að geta þess, að mjer finst eftirmælin sem þar eru um Matth. Jochumsson, eitthvert lakasta kvæðið í bók- inni. Skil jeg ekki í, hvernig höf- undi hefir mistekist með svo fag- urt efni. það er lítið um ástríðukvæði og ástaljóð í ljóðum Sveinbjörns, en því meir er þar af kvæðum, er fela i sjer siðvendni og traust á það, að alt jafni sig að lokum í reikn- ingi tilverunnar. Og eflaust eru það margir, sem fella sig eins vel við þessar föstu skoðanir eins og reikulu skýjaborgirnar með gull- brydda litskrúðinu, eða stormana er blása af ýmsyim áttum gegnum ljóð og list. — Jeg get virt hvort- tveggja. — Prentvillur eru allvíða í bókixmi, að öðru leyti er ytri frágangur sæmilegur, og góð mynd af höf- undi framan við bókina. Menn ættu að kaupa og lesa pessa bók, og það því fremur, sem hún er ódýr, eftir því sem nýjar útgáfur eru nú á tímum. — I október 1924. Pjetur Pálsson. ----o----- heillavænlegri til fullkomins sig- urs í sambandsmálinu síðar meir en stöðulögin frá 1871, sem hún þá átti við að búa. Hannes Hafstein náði þannig ekki beinlínis að brjóta stöðulögin niður, en óbeinlínis gerði hann það. því það má fullyrða, að það tak, sem hann tók dönsku stjóm- arherrunum í sambandsmálinu ár- ið 1908, hafi, ásamt heimsstyrj- öldinni og vaxandi frjálslyndi í | Danmörku, rutt oss brautina að þeirri miklu gjöf, sem íslenskir stjórnmálamenn færðu oss frá Dönum árið 1918, sem sje dansk- íslénskum sambandslögum með skýlausri viðurkenningu þeirra á fullveldi landsins. En að það tók Hannes heitinn í Hafstein sárt að geta ekki náð svo j langt í máli þessu og borið það | fram til fullkomins sigurs að | þeirri leið, sem hann og svo marg- ir aðrir ágætir menn með honum álitu rjettasta, að það olli honum hugraunar og kvíða um framtíð lands og þjóðar, að svo fór sem íór með sambandsmálið árið 1908 og að hann bað þess heitt, að líf sinnar kæru, fámennu ís- lensku þjóðar eigi að síður mætti varðveitast óskert og hún læra að þroskast, það sjáum við best á þessum orðum hans úr hinu gull- fallega kvæði hans Landsýn, sem þorsteinn ritstjóri Gíslason segir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.