Lögrétta - 04.03.1925, Blaðsíða 2
2
LÖGRJETTA
Se 6eitm.
Ljúfi Guð þig lofum vjer
lútum, játum, viðurkennum.
Faðir alda einum þjer
ástarfórn til dýrðar brennum.
Hátt þjer syngur helgiljóð
heimur vor og englaþjóð.
Helgur, helgur hljómar þjer
Himnadrottinn vegu alda,
hæstur Guð þjer heiður ber,
kimnar allir lof þjer gjalda.
Helgur, syngja Serafar,
sælir tigna Kerúbar.
Spámenn þakka haldin heit.
Himnafaðir, lof þjer kjósa
postular, hin prúða sveit.
Píslarvottar sigri hrósa.
Heimi lyftir hátign þín
helg í ljóma kirkjan skín.
Lof þjer flytur heimsins her
Himnaguð og nafn þitt prísar.
Kristnin gjörvöll þakkar þjer
þráða fylgd, er heim oss vísar.
-— Jesú Krist þinn sanna son:
Sigur lífsins, þjóða von.
Lofum Drottins dýrðarráð!
Drottinn lofast, klukkur hringj
Hjörtu fyllast himinnáð,
Helgum Anda lofgjörð syngja.
Dýrð sje Guði í himna höll
heilög þrenning lofast öll.
Jesús Kristur lífsins ljós
lausnargjafi heimsins þjóða.
Guð af Guði. Heilagt hrós
himnasyní kristnir ljóða.
Himnaríki opnar oss
ástar-náð, þinn lausnar kross.
Jesús Kristur öllum oss
arm í nauð til hjálpar rjettir.
Drottinn vor þinn kvala kross
kvöl og dauða af oss Ijettir.
Heiminn lýstur hrun og bál,
himinn gistir mannsins sál.
Veit oss Kristur æðri yl,
ástarþel til Guðs og manna.
Lyft oss hærra ljóssins til,
leyf oss bót og iðrun sanna.
Lít í mildi lýðinn þinn,
leið oss upp í himininn.
Kranka hófu krossins völd
kristins lof svo al.drei brysti.
Daga, nætur, ár og öld
eilíf þökk sje Jesú Kristi.
.. Væg oss Drottinn, vak oss hjá,
veit oss þína dýrð að sjá.
Stefán frá Hvítadal.
Brjeí úr Piiieyjarsjjsli.
5. jan. 1925.
þegar jeg skrifaði þjer síðast,
mintist jeg lítið á Kaupfjelag
þingeyinga og er þó margt hægt
um það að segja umhugsunarvert
og fleira enn hjer verður gert.
Saga K. þ. er um leið meginsaga
þessa hjeraðs um 40 ára skeið.
Og þar sem það er elsta kaupfje-
lag landsins, er eðlilegt, að hjer
hafi verið hugsaðar fleiri hugsan-
ir um kaupfjelagsmál og meiri
reynsla fengist um þau, enn ann-
arstaðar hjer á landi. Sú skoðun,
sem Björn Kristjánsson virðist
álíta fundna upp af Jónasi frá
Hriflu — að kaupfjelagsskapur-
inn mundi geta útrýmt og ætti að
útrýma hinni venjulegu kaup-
mensku — er meira enn 30 ára
gömul hjer í þingeyjarsýslu; og
samábyrgðin, sem svo mikið hefir
verið deilt um, litlu yngri. Yfir-
leitt eru flestar þær hugsanir um
kaupfjelagsmál, sem fram hafa
komið* opinberlega á seinni árum,
gamlir kunningjar hjer norður
frá, sem búnir eru að sýna rjett-
hverfu sína og ranghverfu meirá,
eða að minsta kosti lengur, hjer
enn annarstaðar á láhdinu.
Hver er svo árangurinn af
þessu 40 ára starfi? þannig er
líklegt að einhverjir kunni að
spyrja. Enn raunar er ekki auð-
velt að svara því, því enginn get-
ur sagt hvernig hjer hefði verið
umhorfs, ef K. þ. hefði aldrei ver-
ið til. Ei\n víst er það, að hjer
hafa or'ðið breytingar og margar
til bóta. Húsakynni hafa batnað
og búsmunir ýmsir verið innleidd-
ir, sem áður þektust ekki, og er
vafalaust að betri verslunarskil-
yrði eiga mikinn þátt í því.
Jarðabætur hafa og aukist tölu-
vert og einkum vírgirðingar, sem
að talsverðu leyti má rekja til
sömu róta, þ. e. bættra verslunar-
skilyrða. Og á sauðfjárrækt hafa
orðið miklar umbætur, einkum á
ásetningi og fóðrun, og á K. þ.
mikinn þátt í því, þó fremur sje
það óbeinlínis að vísu. því meiri,
sem verslun varð með sauðfje og
sauðfjárafurðir og því meira, sem
fram kom af skýrslum um það
efni, því ljósara varð öllum al-
menningi af eigin raun og saman-
burði, hver nauðsyn á því er, að
tryggja bústofninn og fara vel
með hann. Mun nú almennast að
ætla hverri kind að minsta kosti
Vg meira fóður enn áður var. Á
hinn bóginn hefir aðbúð nautpen-
ings staðið nokkuð í stað, enda
var áður kominn á hærra stig.
Fullyrða má að efnahagur al-
mennings hafi farið síbatnandi á
verslunarsvæði K. þ. frá upphafi
þess, og einkum ftá því um 1890,
og til ársloka 1919. þá í árslokin
átti K. þ. inni hjá innlendum og
Smásöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
IE^ey3^tó~b>aJk::
Golden Bell frá J. Gruno ....
Feinr. Shag — sama ....
Louisiana frá C. W. Obel . . .
Moss Rose — sama . . .
Islandsk Flag frá Chr. Augustinus
Engelsk Flag — sama
Dills Best (Vjj & V) frá United States Co.
Central Unien x/2' — sama
Utan Reykjavíkur má verðið vera þvi hærra, sem nemur flutn-
ingskostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2°/0.
Ziandsverslnn íslands.
. 18.70 pr. 1 kg.
16.40 — 1 —
16.70 — 1 —
15.80 — 1 —
16.40 — 1 —
16.70 — 1 —
13.80 — " 1 lbs.
10.05 — 1 —
sem nemur flutn-
útlendum viðskiftamönnum rúm-
ar 600 þús. króna og í fyrirliggj-
andi vörum nál. 200 þús. kr.
virði, enn í fasteignum, verðbrjef-
um og peningum um 100 þús.
Skuldir fjelagsins við viðskiftaað-
ila utan þess, voru þó aðeins rúm-
ar 40 þús. kr. ; eignir þannig um-
fram skuldir um (960--40) 920
þús. króna. Enn í árslok 1922 eru
skuldirnar út á við orðnar um
500 þús. kr. Innstæður utanfjel.
eru þá tæpar 100 pús., útlendar
vörur fyrirliggjandi og óverðreikn
aðar innlendar vörur um 233 þús.
kr. virði, verðbrjef, peningar í
sjóði og fasteignir (virtar) um
168 þús., þ. e. eiginr (160+233
+168=501 þús.) sem næst því á
móti skuldum. Eignalækkun fjel.
á þessu 3ja ára skeiði, er því um
920 þús. króna, og raunar meiri,
því virðing fasteigna er tiltölulega
hærri síðasta árið enn hið fyrsta.
Á hinn bóginn munu bú bænda
hafa staðið nokkuð í stað þenna
tíma, yfirleitt. Árið 1923 breytt-
ist heildarhagurinn lítið. En síð-
astliðið ár ætla jeg að skuldir hafi
minkað töluvert, enn búin gengið
saman, og er vandsjeð hvert til
bóta er.
Á yfirlitinu hjer að framan má
glögglega sjá hversu heildarhag-
ur K. þ. hefir versnað í seinni
tíð. Enn raunar er það ekki hið
versta af því, sem í Ijós hefir
komið, heldur hitt, að jafnframt
því að versna yfirleitt, hefir efna-
hagurinn ójafnast stórkostlega,
sem gagnstætt er hugsjón kaup-
fjelagsskaparms og fyrirætlun.
Innstæður hafa haldist við, vax-
ið og myndast af nýju á sumum
stöðum, en skuldir hlaðast á hinn
bóginn á skuldir ofan, svo að þær
hanga nú eins og þrumuský, bæði
yfir höfðum þeirra, sem í skuld-
unum eru og þeirra samábyrgð-
armanna. í rauninni er þetta mjög
eðlilegt. ísl. búskapur gefur ekki
mikið í aðra hönd. Að því leyti,
sem einstaka mönnum hefir tek-
ist að auðgast á honum í liðinni
tíð, hefir það venjulega orðið
vegna þess, að þeim hefir tekist
að ná undir sig bestu jörðunum
og nauðsynlegum vinnukrafti,
hvorutveggja fyrir tiltölulega lít-
ið endurgjald. Nútíðarbóndinn
þarf að vera alt í einu: iðjumað-
ur, forsjáll og sparsamur, ef hann
á að bjargast þolanlega. Hann
þarf að forðast öll kaup, sem
honum eru ekki beinlínis nauð-
synieg og í samræmi við það þarf
bændaverslun að vera. Enn á hinn
bóginn kemur fljótt í ljós, að slík
verslun þarf, eins og hver önnur,
að hafa allmikla umsetningu til
að bera sig, þarf sjálfs sín vegna
að verða sem mest og verður
þannig í mótsetningu við aðgæslu
nauðsyn einstaklingsins. Sam-
kepni kaupfjelaganna við kaup-
menn, vinnur og beint að því að
auka þessa mótsetningu, og eink-
um bar á því hjer þegar stríðs-
gróðinn var sem mestur og alt
virtist leika í lyndi. þá þótti sjálf-
sagt hjer, og líklega víðar, þar,
sem eins stóð á, að hafa til sem
flest af því, sem þeir höfðu á boð-
stólum, svo að sem minst þyrfti
til þeirra að sækja, og hefir það
vafalaust átt talsverðan þátt í
þeim ofvexti verslunarinnar, sem
miklu olli um fjárhagshrunið.
þegar nú alt leggst á eitt annars-
vegar: verslunaróhöpp svo sem
verðfall á innlendum vörum, ófor-
sjálni í kaupum og búskap yfir-
leitt og síðan sá vaxtaþungi, sem
á skuldasúpu hleðst, enn hinsveg-
ar er ’forsjálni, sparnaður og inn-
stæður frá fyrri tíma, sem draga
vexti, þá er skiljanlegt að bllið
stækkar æ meira og meira og um
leið hættan á því, að skuldamenn-
irnir gefist upp og lendi á hinum.
þegar svona standa sakir, leiðir
af samábyrgðinni: í fyrsta lagi,
að hún bindur fje fyrir þeim, sem
betur mega. I öðru lagi, að hún
vekur hjá þeim ótta um tap, sem
dregur úr safnhvötinni. Og í
þriðja lagi sljóvgast sjálfsábyrgð-
artilfinningin, þar sem annarsveg-
ar er þung skuldabyrði, en hins-
vegar auðveldur vegur til að velta
henni á aðra. Að það geti orðið til
falls, dylja flestir fyrir sjer í
lengstu lög, eða gera sjer vonir
um að ekki verði. þetta síðast-
talda. er aðalhættan við samá-
byrgðina. Flún er í sjálfu sjer
góð og nauðsynleg í einni eða ann-
ari mynd. Enn henni þarf að vera
samfara rjett sjálfsábyrgðartil-
finning og almenn, ef vel á að
fara. En sjálfsábyrgðartilfinn-
ingin er á lágu stigi hjá mörgum
og þarf einatt aðhald og árekstra
til að þrííast. þetta aðhald á í
hverjii kaupfjelagi að koma frá
stjórn þess, reglum og venjum.
Enn alt aðhald er óvinsælt og í
fjelagi með lýðstjórnar fyrirkomu
lagi, þarf stjórnin á vinsældum
að halda’og er því í þeirri hættu,
að kjósa heldur að láta eitt og
annað slarkast á hina sameigin-
legu ábyrgð, enn að gangast fyr-
ir nauðsynlegri tamningu sjálfs-
ábyrgðarhvatarinnar. Tamningin
þarf því einkum að koma frá
reglum og venjum. það er þetta,
sem Björn Kristjánsson hefir fyr-
ir augum, þegar hann vill að öll
kaup fari fram fyrir borgun um
leið og kaupin eru gerð. þetta er
gott ráð til að temja sjálfsá-
byrgðarhvötina, þar sem við á.
Enn það á illa við okkar land-
búnaðarhætti, þar sem megin af-
urðanna kemur ekki fram til sölu
fyr enn seint á ári. Úr því væri
hægt að bæta með öflugum pen-
ingaverslunum. Enn til þess
mundi þurfa töluvert meiri seðla-
veltu, enn nú er í landinu — og
sumum þykir þó nóg — og slíkt
fyrirkomulag yrði líka vafstur-
samt og dýrt, einkum þar, sem
strjálbygt er. þó er líkast að í
þessa átt verði að stefna, ef duga
skal, þ. e. að aðgreina sem mest
vöruverslun og peningaverslun og
lána sem minst öðruvísi enn gegn
sjerstökum tryggingum. Nothæfi
samábyrgðarinnar er einkum út
a við; inn á við ætti ekki að nota
hana öðruvísi enn sem einskonar
bakábyrgð og þrautalendingu.
Enda er tilætlun kaupfjelaganna
cg viðleitni, að leysa hana sem
fyrst og mest af hólmi með safn-
fje, er bæði sje tryggingarfje og
veltufje. þetta er líka mjög gott
ráð, enn ekki að sama skapi auð-
velt að framkvæma. Margur góð-
ur kaupfjelagsmaður hefir sett
sjer það mark, að eiga í árslok
innstæðu til vörukaupa næsta ár,
að talsverðu, og helst öllu leyti.
þetta hefir sumum tekist, þó eng-
in sjerstök aðstöðuhagræði hafi
haft, og sanna slíkir menn að
mikið má ef vel vill og eru mátt-
arstólpar í hverju kaupfjelagi.
Svipað mark þarf hver kaupfje-
lagsheild að hafa. Og vegna þeirra
einstaklinga, sem ekki geta náð
því og til að verjast áföllum yf-
irleitt, eru stofnaðir tryggingar-
og veltufjársjóðir, bæði í sam-
eignar- og sjereignarformi. Sjer-
eignarsjóðirnir eru betur til þess
fallnir að efla sjálfsábyrgðarhvöt-
ina. Enn sameignar fyrirkomu-
lagið er fastari tryggingargrund-
Lesbók Lögrjettu XI.
Skeitaiír í utiisui
------ Niðurl.
VI.
Sjónleikar og söngur.
Af nýtísku skemtunum langar
mig til að minnast nánar á æfðan
söng og sjónleika.
Svo sem áðuf er áminst, var
sungið í gamla daga, bæði heima
og í veislum. En það var yfirleitt
óæfður söngur, þar sem hver söng
með sínu nefi. En þrátt fyrir það
var söngurinn oft góður, það sem
hann náði: Mest voru það sálma-
lög er sungin voru í mínu ung-
dæmi. Litlu síðar komu kvæðalög-
in til sögunnar. Einstaka menn
lærðu söng og orgelspil, og sumir
þeirra æfðu söngflokk til að
syngja í kirkjunni. — Af æfð-
um söngflokkum til sveita,
er sungu „fyrir fólkið“ og mjer
er kunnugt um, er „karlakórw
Skagfirðinga, nafnkunnastur, og
sá er getið hefir sjer, jafnvel
bestan, orðstír. f þeim flokki eru
ágætir söngmenn, enda hafa þeir
veitt mörgum ánægjustund með
söngnum. Söngur þeirra er yfir-
leytt ein sú besta skemtun, er
fólk í sveitum getur átt kost á.
Bræðurnir í Borgarfirði með
Bjarna Bjarnason bónda á Skán-
ey í fararbroddi, er einnig ágætur
söngflokkur. þeir hafa oft sung-
ið á samkomum og mótum, og
getið sjer góðan orðstír.
f Nauteyrarhreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu er 12 manna —
karla og kvenna — söngflokkur.
Veitir honum forstöðu Sigurður
þórðarson frá Laugabóli, maður
mjög „musikalskur". Enda er
flokkur hans æfður og syngur
ljómandi vel.
Auk þessa eru í Dalasýslu 3
sóngflokkar, í Saurbænum, Mið-
dölum og Laxárdal. í Steingríms-
firði í Strandasýslu er æfður
flokkur. Sömuleiðis einir 2—3 í
Húnavatnssýslum o. s. frv.
En það gerir sig ekki sjálft að
halda uppi söngflokk í strjál-
bygðum sveitum og æfa hann.
það kostar þá sem taka þátt í
söngnum, mikið ómak og erfiði.
Ef nokkuð væri að athuga um
þessa söngflokka, þá kynni það
helst að vera þetta, að hitt fólkið
hætti að syngja. En það má ekki
eiga sjer stað.
þar sem sönglist dvín, er dauð-
ans ríki.
Um sjónleixana get jeg verið
fáorður. Ekki af því, að þeir sjeu
ómerkilegur þáttur í skemtunum
sveitamanna, heldur hitt, að þeir
eru orðnir kunnir í öllum sýslum
landsins, og eru vinsæl skemtun.
Sjónleik sá jeg fyrst leikinn í
sveit um 1890. Síðan hafa þeir
breiðst út, einkum síðan um alda-
mót. þeir eru tíðast leiknir í
sambandi við aðrar skemtanir, svo
sem söng og dans. Enda eru það
oftast „smástykki“ sem leikin
eru, bæði innlend og útlend. Sum-
ir ráðast þó að hinum stóru leik-
ritum. Skuggasveinn hefir verið
leikinn til sveita, svo og Nýárs-
nóttn, Galdra-Loftur, Tengda-
mamma, Æfintýri á gönguför o. s.
frv.. — En skiljanlega er leik-
lístinni víða ábótavant, „langt upp
í sveit“. Sumir leikendurnir hafa
aldrei sjeð leikið og tilsögnin er
oft ófullkomin. Er því hin mesta
furða, hvað sumum «tekst þarna
að sýna góðan leik.
Veturinn 1921—22 sá jeg
Skuggasvein leikinn austur í
þykkvabæ. Leiktjöld voru engin,
og allur útbúnaður fátæklegur og
af skornum skamti. En sumum
leikendunum fórst leikurinn vel.
Jeg hefi ekki oft sjeð Skugga-
svein betur leikinn. Sumstaðar er
leikið í tvennu lagi, annarsvegar
unglingur innan við fermingu, og
hinsvegar fullorðið fólk. Ungling-
unum tekst oft vel með sín hlut-
verk. Og jeg skemti mjer ekki
minna við að horfa á þá en hina
eldri.
Annars eru þessir sjónleikar
saklaus og góð skemtun, en þeir
sem taka þátt í þeim ættu að
reyna að vanda leik sinn sem
best.
VII.
Niðurlag.
Iljer hefir nú verið minst nokk-
uð á skemtanirnar í sveitunum
fyrrum og nú. Verður ekki annað
sagt, en að þar kenni margra
grasa. Skemtanirnar eru að jafn-
aði fábreyttar og ódýrar. I fjöl-
bygðum sveitum eru oft 2—4
skemtanir yfir veturinn. En þar
sem strjálbygt er og erfitt að
sækja mannfundi, reyna menn að
komast af með eina eða tvær.
Fullorðna fólkið sumt og nokk-
urir bændur kvarta stundum yfir
skemtanafíkn unga fólksins og
hafa jafnvel horn í síðu skemt-
ananna. Segja sem satt er, að þær
taki oft upp mikinn tíma, og
vegna þeirra verði margt að sitja
á hakanum, sem nauðsynlegra sje
en þær. Stundum rekur jafnvel
svo langt, að allir sem vetlingi
valda, fara að heiman ef skemtun
er í boði. Verða þá börn og gamal-
menni að annast um skepnur,
fara í fjós o. s. frv. eða þá, að