Lögrétta


Lögrétta - 06.05.1925, Blaðsíða 1

Lögrétta - 06.05.1925, Blaðsíða 1
innheinita og afgri*iftsla í Voltusumli 3 Sími 17H. LOGRJETTA XX. ár. Reykjavík, niiðvikudaginn 6. maí 1925. 20. tbl. Il llmviða veröld. Síðustu símfregnir. Hindenburg pjóðverja-forseti heldur innreið sína í Berlín 12. þ. m. Stjórnin þýska fer ekki frá. — Tekjuafgangur á þýsku fjár- lögunum er áætlaður lVa millj. gullmörk. — Tyrkir hafa bælt nið- ur uppreistina í Kurdistan. — 1 Vínarborg er stofnað fjelag til þess að vinna að sameiningu pýskalands og Austurríkis. — Enska þingið hefir felt fi’v. um það að lögleiða þar í landi 8 stunda vinnudag. — Róstur halda stöðugt áfram í Búlgaríu og segja skeyti að á bak við standi bylt- ingatilraun kommunista. — Sov- jetstjórnin hefir nú lagt fram stjórnarskrárbreytingu í þá átt að leyfa einstaklingum ýmsan at- vinnurekstur og framleiðslu. —: Thorson fjármálaráðherra Svía og einn mikilhæfasti stjórnmálamað- ur Norðurlanda, er nýlega dáinn. — Michelsen, fyrrum forsætisráð- herra Norðmanna, er hættulega veikur. — Trotsky kvað nú aftur vera kominn í fulla sátt við Sov- jet-stjórnina og á hann að taka aftur við einhverju mikilsverðu embætti. — Englandsbanki er byrjaður á gullinnlausn á seðlum. ----o---- Sjera Pírariiin í 6iri«n 1825. — 3. maí — 1925. Sjera pórarinn í Görðum Böð- varsson var' einn hinna merkari manna sinnar samtíðar hjer á landi og er því skylt að hans sje minst að nokkru, nú á aldaraf- mæli hans. pað, sem einna mest hjelt uppi nal'ni hans og vinsæld- um var Lestrarbók hans, sem um eitt skeið var hin útbreiddasta og vinsælasta alþýðubók þessa lands. I henni er líka samankomið mikið efni úr mörgum fræðigrein- um og skemtilega fram sett, frumsamið eða þýtt að einhverju leyti. par eru kvæði, alvarlegar sögur og gamansögur, gátur, orðs kviðir, spakmæli, heilræði og siðakenningar. pá eru þar sjer- stakir þættir um náttúrufræði ýmiskonar, um landafræði og mannkynssögu og Islandssögu, um lög og rjett og framkvæmd þeirra, ágrip af heilbrigðisfræði og loks ýmsai' kirkjulegar og guð- rækilegar hugleiðingar. pað má því til sanns vegar færa, sem sr. p. segir í formálanum, „að hver sá, sem veit alt, sem er í bók þess- ari, verði eigi talinn alls ófróður“. Þó lestrarbókin hafi máske Verið misjöfn að gæðum og sje nú orðin á eftir tímanum í mörgum grein- um, eins og eðlilegt er, og bóka- kostur allur orðinn meiri og betri en áður var, og mentaíar nokkuð breytt, er hún þó merkilegt rit ekki síst í sögu ísl. alþýðumenn- ingar. Hafði í þeim efnum ekki komið fram önnur bók áhrifa- ríkari frá því Hannes biskup gaf út Kvöldvökurnar, hið prýðileg- asta rit. Mætti út frá þessum bókum báðum margt skrifa um það, sem heilbrigðast hefir verið og best í ísl. alþýðumenningu, sem nú er svo margt skrifað um og misviturt sumt. En á þeim efnum hafði sr. p. hinn mesta áhuga. Gaf hann t. d. 10 þús. kr. til eflingar þeim málum og er Flensborgarskólinn, sem nú er, sprottinn upp af þeirri gjöf. Skoð- anir sr. p. á þessum efnum koma annars nokkuð fram í formála Lestrarbókar hans, þar sem hann talar um það, að hún eigi að flytja ágrip af almennum fræðum, þar sein engir sjeu alþýðuskólam- ir, og vekja löngun manna til að læra og koma þeim til að leita. En íslendingar segir hann að sjeu flestum þjóðum leiknari í því að kenna sjer sjálfir. pó alþýðu manna hafi sr. p. orðið kunnastur fyrir Lestrarbók- ina, voru þó störf hans víðtækari og höfðu einnig merkileg áhrif í sumum öðrum greinum, t. d. í kirkjulegri löggjöf. Brauðasam- steypurnar og launabætur presta kringum 1880 voi'u að ýmsu leyti hans verk fyrst og fremst. Hann beitti sjer einnig fyrir ýmsum fleiiú breytingum á kirkjustjórn, þó ekki fengju þær framgang. Er þar merkust barátta hans fyrir nokkurskonar sjálfstjórn kirkj- unnar undir forsæti biskups, sem hann vildi láta klei'kdóminn kjósa, og ráðuneytis, sem kjörið væri af kirkjuþingi. í öðrum kirkjumálum þótti hann nokkuð íhaldssamur. T. d. var hann móti því að leysa sóknarbandið og einnig móti því að söfnuðir kysu sjer presta. Ann- ars var hann umsvifamikill um mörg kirkjumál og gaf t. d. út um skeið Kirkjutíðindi ásamt Hallgrími Sveinssyni og ljet all- mikið að sjer kveða á synodus, sem að vísu var þá ekki sjerlega aðsúgsmikil samkoma, fremur en oft endranær. Prestur þótti sr. p. í bestu röð,einkum snjallur ræðu- maður og var jafnað til Helga biskups, sem á sinni tíð þótti hinn ágætasti predikari hjer. Fjekk sr. p. ágætiseinkun í í'æðufi’am bui’ði við embættispróf sitt og þóttu fádærni. Hann var fyrst að- stoðarprestur föðurs síns, Böðv- ars sonar porvalds prests og sálmaskálds, Böðvai'ssonar Sig- urðssonar, sonar presta-Högna. En 1854 fjekk hann Vatnsfjörð og 1868 Garða á Álftanesi. Bjó hann rausnarbúi á báðum stöðum. í stjórnmálum tók hann líka drjúg- an þátt, þó ekki væru störf hans þar sjerlega merkileg önnur en þau, sem fyr eru rakin og eink- um snertu kirkju og menningar- mál. pingmaður var hann lengi. Við ritstörf fjekst sr. p. lítið, þegai' frá er dregin Lestrarbókin og bæklingur um þrifnað, matar- ræði og húsaskipun o. fl. Iiagorð- var hann þó nokkuð og fjekst dálítið við sálmakveðskap. Kona sr. p. var pórunn Jóns- dóttir, systir sr. Halldórs á Hofi, eins af þjóðfundarmönnunum. Voru þau hjónin systrabörn, mæð- ur þeirra báðar úr Bólstaðahlíð. Af böi'num þeirra er nú á lífi Jón fræðslumálastjóri, en hin voru Anna kona Kristjáns dómsstjóra og Elísabet kona porsteins (Svein bjarnarsonar) Egilssonar. Sr. p. dó 7. maí 1895. Margt fleira mætti að sjálfsögðu segja af sr. pórarni, enda munu þeir allmarg- ir nú, sem lítið eða ekkert þekkja hann eða störf hans. Hans má þó vel minnast sem eins hinna mæt- ustu manna í þjóðlegu viðreisnar- starfi íslendinga um og eftir þús- undárahátíðina. Og hvernig svo sem árangurinn hefir orðið síðar, var hann í sannleika einn þeii'ra manna, sem, eins og hann sagði sjálfui', „vildu láta alt miða til þess, að efla það, sem er lífsins aðall, sanna rnentun: þekkingu og siðgæði.“ Vþg. -----o---- i)r. piiii. Jón títefánsson kemst svo að orði í grein sinni í Lög- rjettu 29. f. m., að auðfundið sje aö mjer þyki það mesta óhæfa að hann, óiöglærður maður, skuii dirfast að hafa aðra skoðun á þessu máh en jeg. Mjer heíir auð- vuao aldrei komið siíkt til hugar og honum er það heidur engin af- sokun þo hann s^e ólögiærður, því mái það, sem við uMum um, er svo einíalt að hverjum sæmilega gremdum manni, meö nokkurri söguþekkingu og vilja á að vita hvað í'jett er, ætti að vera það hægðarleikur að gjöra sjer grein fyrir því. En það er annað sem jeg tei óhæfu. pað er óhæfa þeg- ar menn gefa íræóimannsúrskurð í máli sem þeir hafa litla þekk- mgu á. pað er líka óhæfa og ósæmiiegt hverj um íræðimanni, aö bera þau ein atriði fram í um- ræðum um mál, er skoðun sjálfs hans eru til styrktar, en þegja um alt þaö, er á móti henni mæhr. Greinar dr. Jóns bera þess bestan vottinn að honum hefir því mið- ur orðið þetta hvorttveggja á. Jeg lagði í Lögrjettugrein minni nokkrar spurningar fyrir doktorinn. 1 þeim fólust öh meg- inatriði þessa máls, þau atriði, sem hver maður verður að taka afstöðu til, sem gera viU sjer grein fyrir málinu. Doktorinn svarai' engri þeii'ra. Hann kemur ekki nálægt neinu aðalatriði máls- ins. 1 þess stað tínir hann fram samhengislaust fáein atriði, sem eiga að sanna hans mál. Vera mætti að einhverjir ljetu blekkj- ast af þessum röksemdum hans og þess vegna kemst jeg vai’la hjá því að minnast lítilsháttar á þær. Hann minnist á ákvæði Stað- arhólsbókar um grænlenska sekt- ardóma. Sá kafli Grágásar sem þessi ákvæði eru í er einar þrjár setningar. Doktorinn tekur upp tvær þeirra og prentar þær neðan- máls. priðju setningunni sleppir hann. Ifversvegna? pað er auð- skilið. Hún sýnir það sem sje ótví- rætt að skilningur hans á ákvæð- unum er rangur, að þau eiga að- eins við eina tegund dóma, sekta- dóma um víg íslendinga á Græn- landi, og að jafnvel þeir dómar voru þó eigi bindandi fyrir ís- lenska dómstóla. Með svona vís- indamensku er hægt að „sanna“ hvað sem er. „Grágás tekur hjer af öll tvímæli“ bætir doktoi'inn svo við og er þróðugur. Já, sann- arlega tekur hún af öll tvímæli um þetta mál, og það ekki þessi ein ákvæði hennar heldur ýms önnur, sem doktorinn gjarnan hefði mátt nefna. En hún sker öðruvísi úr málinu en hann. Doktorinn telur það vera sönnun þess, að íslensk lög hafi gilt á Grænlandi, að Islendingur verður þar lögsögumaður. pað sýnir í besta falli að lögin voru svipuð þar og hjer, og því hefir enginn neitað. En það sýnir líka annað. pað, að sjerstakur lögsögumaður var á Grænlandi sýnir það ótví- rætt að þar var sjerstök löggjöf og að Grænlendingar lutu ekki lögum þeim, er sögð voru upp á alþingi Islendinga. Mergurinn málsins segir doktorinn að sje það, að Gx'ænlendingar hafi aldrei sagst úr lögum við fslendinga. „íslendingar“, segir hann, „segja sig úr lögum við Noreg þegar þeir setja aðra löggjöf og stjóni- arskipun og gera samninga við Noregskonung um rjett fslend- inga í Noregi, eins og útlend og óháð ríki gera sín á milli“. Fyrsti samningurinn sem íslendingar gjöra við erlenda þjóðhöfðingja er samningurinn við Ólaf konung Ilaraldsson, gerður um 1022. Jeg get ekki trúað því að hann vilji halda því fram í alvöru að ís- lendingar hafi ekki „sagst úr lög- um“ við Norðmenn fyr en með þessum samningi, að ísland hafi verið norskur ríkishluti fyrstu 150 árin af bygð íandsins. Hann hlýtur með þessu að eiga við það að íslendingar hafi „sagst úr lög- um“ við Noi'ðmenn 930, er þeir settu Úlfljótslög. ísland ætti þá að hafa verið norskur ríkishluti fram að þeim tíma. pví hefir eng- inn annar haldið fram hingað til. En hvað er þá um Gi'ænland? Nú eru full söguleg rök fyrir því, að Grænlendingar settu sjer stjóm- arskipun og löggjöf. Ef slíkt nægði til að losa okkur úr í’íkis- tengslum við Noreg, þá hefir það líka nægt til að leysa Grænlend- inga úr xákistengslum við ísland. pað er deginum ljósara. Alt þetta tal doktorsins er helber fjar- stæða. Sannleikurinn er sá að landnámsmennirnir íslensku, eins og landnámi hjer var hagað, nættu að vei’a norskir þegnai', ef svo mætti að orði komast, jafn- skjótt og þeir fluttu sig búferlum hingað til lands. Sama var um þá menn, sem hjeðan fóru til Græn- lands. Landnámsmennii'nir þui'ftu ekki að „segja sig úr lögum“ við heimaland sitt með öðrum hætti. ísland varð því ekki við landnám- ið norskur í’íkishluti og Grænland ekki íslenskur. Gegn þessu þýðir ekkert að vera að vitna í orðin „í órum lögum“ í Gi’g. pað er ósann- að að þau eigi við Grænland. En þó þau ættu við Grænland þá má skilja þau á fleiri en einn veg og yfirgnæfandi líkur fyrir því að skilningur doktorsins á þeim sje X’angur. Doktoi'inn vitnar mikið í skoð- anir Englendinga á þjóðarrjetti og segir að þeir haldi því fram „að nýlenda sje í tengslum við móðurland sitt þangað til hún segir sig úr lögum við það“. Eft- ir þessu segir hann að öðrum sje óhætt að fara. Ef hann hefði blaðað í einhverri kenslubók í þjóð arrjetti þá hefði hann fljótlega getað sjeð það, að bæði Englend- ingar og aðrir viðurkenna það að nýlenda geti losnað úr tengslum við móðurlandið með ýmsum öðr- um hætti, t. d. vei'ið tekin frá því með hervaldi eða látin af hendi með samningi án þess að hún sje aðspui'ð og án þess að hún „seg- ist úr lögum“ við það. Og svo sögufróður ætti hann að vera, að hann kannaðist við að þetta hefði komið fyrir ekki ósjaldan. En hvað sem því líður þá gæti þessi þjóðai'jettai'regla hans aðeins átt við þær nýlendur sem væru hluti af heimaríkinu, annarsstaðar eru engin tengsli til að losa. En dokt- orinn á ennþá eftir að sanna að svo hafi verið varið sambandi Grænlands og Islands. Dr. Jón gerðist ráðunautur Morgunblaðsins í Grænlandsmál- inu. Hann talaði eins og sá sem vald hefir. Gi'ein hans bar þess að vísu vott að hann talaði af lít- illi þekkingu. En verið gat að ein- hver blektist á henni samt. pví fanst mjer rjettast að kryfja hann dálítið til sagna. pað tókst. Nú er það komið fram hvað hann hefir til brunns að bera í máli þessu og jeg get ánægður felt nið- ur frekari umræður við hann um það. ólafur Lárusson. Lögrj. hefir, með samþykki hr. Ó. L. prófessors, sýnt dr. J. S. greinina hjer á undan, og óskar hann að hnýta við hana þessum oi’ðum: pó útrætt sje um þetta mál frá minni hálfu, vil jeg hnýta þess- um línum við grein próf. ólafs Lái’ussonar. Hann setur svo, að Grænland sje í lögum við ísland, og lætur það segja sig úr lögum við það á sama hátt og Is- land sagði sig úr lögum við Noi'- eg 930 — með sjerstakri löggjöf, stjórnarskipun og stofnun alls- herjarríkis. Ætli þessum fáu hundruð íslendingum, sem fluttu íslensk lög til Grænlands, hafi dottið slíkt í hug? Pi'ófessor Ein- ar Arnórsson hefir í ritum sínum látið í ljósi líka skoðun á tengsl- um Grænlands við ísland og jeg og hafa honum þá fundist vera gild rök fyrir því. Ákvæðin í Grá- gás standa óhögguð af því, sem á eftir kemur í Vígslóða. Prófessor Ó. L. vill hrekja kenn- inguna um að nýlenda sje í lögum við móðUrland sitt þangað til hún segir sig úr lögum með því einu að nýlendu megi líka afhenda eftir hernað eða með sönnunum. pekkir hann ekki aðrar nýlendur en þær, sem hluti af heimaríkinu, þar sem hann segir að annars sjeu engin tengsli að losa. Jón Stefánsson. -----o---- Skóluin ýmsum hefir nú verið sagt upp. Úr vei'slunarskólanum útskrifuðust 18. Af þeim hlaut 1 ágætiseinkunn, Helgi R. Magn- ússon frá Eskifii'ði. Úr Stýri- mannaskólanum hafa útskrifast 27, 23 með farmanns eða eim- vjelaprófi, 4 með fiskimannaprófi. I Kennaraskólanum luku 19 kenn- araprófi. Úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði útskrifuðust 12. I Jðnskólanum útskrifuðust 11 nem. Eggert Stefánsson söngvari söng í Pleiades Club í New York uýlega eins og frá var sagt í síð- asta blaði. I umsögn frá klúbbn- um er m. a. sagt svo um söng hans, að hann hafi sungið hin ísl. lög dásamlega og af mikilli til- finningu. pýskur vísindaleiðangur er ný- kominn hingað til þess að rann- saka áhi'if ljósbrigða á menn, jurt ir og laftslag. Foringinn er ft. dr. Stoppel, docent í jurtalíffræði í Hamboi'g og henni til aðstoðar Voelker læknir og 2 stúdentar. Suðurganga. 6 íslendingar slást í för með öðrum norrænum suð- urgöngumönnum nú í þessum mánuði, vegna hins heilaga árs í Róm. Meðal þeirra er Meulen- berg prefect. Glímumennirnir sem til Noregs fara buðu nokkrum bæjarbúum til að sjá glímu hjá sjer nú nýlega. Æfa þeir sig kappsamlega og var glíma þeirra yfirleitt snörp og lið- leg og framkoman góð.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.