Lögrétta


Lögrétta - 06.05.1925, Síða 2

Lögrétta - 06.05.1925, Síða 2
2 LÖGRJETTA Zóphónias prófastur Halldórsson. Jeg lít til Norðurlands, á Hóla- tignar heiða slóð. par eitt sinn var hjá vorri þjóð mestur vegur manns; þar fje úr fjórum bygðum saman sje, líkt og móða legst að hlje; þar sæmd, á landi voru dýrst var dæmd, þá brott voru trú og frelsi flæmd; þar menn nokkrir standa styrkvir enn, svo von er forna frægðin rísi senn; — því æfi sjerhvers hefur tíðföll tvenn. Einn þann jeg vissi, er hugmóð hærri bar Hólastóls um heilagt rann heldur en aðra á hábekk norður þar. Engum lægri um andarfar , á voru land’ ’ann var; og milt úr málum skar. En kjarnafesta fögur vann æfilangan sæmdarsveig um hann; svo fáir þektu meiri og betri mann. 1 sál bjartur trúareldur ólst; þó fólst daufum oft um dægurhlje, en stje út af fögru auga, þegar mál lyftist upp af lundargrund um stund og endurkynti andans blátært bál. Guðs af anda var hann valinn á vonar-sandi trú að græða. Og því mun standa um hreina halinn heiðskært band til meginhæða. Biskups mítur höfuð hans ei krýndi. Og þó heilagt gull í hjarta bjó; og samviskunnar klukka slælaust sló, — sem alt hans far og athöfn jafnan sýndi. því sálar sjóð í harki heims ei týndi. Hæstu goð á hefðarstólum heldur sjaldan þjóðir leiða. Fósturpeð úr fræðiskólum fæst ná lífsins mál að greiða. — Tignarmenn af múgnum breiða munu langbest skuggum eyða ljóss í höll, og lýðsæg neyða að leita að glæðiskjólum öndvert logasælum eilífs sólum. porsteinn úr Bæ. Pisttar frá Finnlandi. Eftir mag. Stefán Einarsson. I. Fyrsta sjón. — Mánudags- morguninn 15. sept. í haust var farþegabáturinn „Oihonna“, sem gengur vikulega milli Helsingfors og Kaupmannahafnar, kominn inn í Kirjálabotn (Finska viken) og skreið drjúgum inn með strönd Finnlands. Veður var eigi gott, því hellirigning var á, svo að ófæra hin mesta var að standa á þiljum uppi. þó slotaði brátt, og gaf þá að líta ströndina, eða rjett ara sagt skerjagarðinn, er lykur ströndina. Hvar sem litið var, mætti auganu blá-dökkur skógur, sem bar við loft í sjóndeildar- hringnum; alt var jafnt í fjarsk- anum, ekkert öðru hærra. Næst okkur skutust ystu skerin hjá með furðanlegum flýti, og skein á rauðleitar, rennisljettar og bunguvaxnar klappirnar undir misjafnlega stórum greni- og furulundum, sem hnipruðu sig þarna döggvotir á skerjunum eins og skipbrotsmenn, haldandi sjer dauðahaldi í glufur og sprungur granitklappanna. þessi sker eiga ekki annað sameiginlegt okkar ís- lensku skerjum ei. ■'afnið. Okkar eru svört af elli og su.ídurflakandi af sárum og örum fengnum í orr- ustunni við Ægi karl, en þessi eru, eins og áður sagði jeg, sljett- skafin og skygð eins og jökullinn skildi við þau fyrir þúsundum ára. Veldur þar um bæði harka og seigla bergsins og minni mátt- ur sjávarins í innsævinu. Bráðum bryddi á bygð mikilli og borgartumum fram undan og innan skams sigldum við inn í sundin hjá Sveaborg og skriðum inn á höfn Helsingfors, þar sem „Oihonna“ tæmdist að fólki og jeg með öðrum ók sem leið lá upp í ókunnan bæinn. II. Myndir frá Helsingfors. Hels ingfors liggur á ásóttum og krangalegum tanga, sem gengur suður úr Nýlandi (ljen í F.landi) hjer um bil miðja vega við Kirj- álabotn. Upphaf bæjarins er að rekja til þess, er Gústaf konungur Vasa um 1550 ljet gera kaupang við Vandár ós, inst í víkurkrikanum austan við tangann og dregur bær inn nafn af fossi litlum í þeirri á (Helsingefors eftir sókninni sem heitír Helsinge socken). Var ætl- unin að efla stað þenna til þess að hann drægi undir sig hina arð- vænlegu versiun við Rússland. En þrátt fyrir margvíslegar ívilnanir vildi bærinn ekki þrífast, því var hann ca. 100 árum síðar fluttur fram á tangann austanverðan, þar sem nú stendur hann, fast við tvær ágætar hafnir (Norra och Södra hamnen beggja vegna við Lesbók Lögrjettu XV. / Islensk ræktunarmál. Eftir Helga Hannesson. Frh. ----------- III. Matjurtarækt. Jeg skrifaði síðastliðið vor greinarkorn, sem út kom í „Lög- rjettu“, um garðræktarmálin ís- lensku. Jeg lýsti þar skoðun minni á því hryggilega skammarefni ræktunarmála vorra, eins og hún var þá, er enn og verður að öll- um líkum, þar til eitthvað breyt- ist til betri vegar, ræktun sú. Jeg lagði þar til, að lögleidd yrði árleg garðræktarskylda til handa öllu vöxnu og verkfæru fólki. Jeg gekk nú ekki gruflandi að því, að slík tillaga myndi fá daufar undirtektir og fáa formæl- endur, í landinu, þar sem fólkið vill engin bönd bera, en heimtar algert frjálsræði á hverju sviði sem er, og telur einkamál sín, sem enginn hafi rétt til að sletta sjer fram í, hvort það eru menn eða ómenni! — Mjer kæmi og ekki á óvart, þó einhverjir hefðu orðið Skatudden, lítinn odda er gengur suðaustan úr aðaltanganum). Nú þótt legan væri miklu betri, óx bærinn þó lítt eða ekki um lang- an aldur og ollu því meðal annars eldsvoðar, landfarssóttir og ófrið- ur, er hvað eftir annað hnekti viðgangi hans. T. d. má nefna að 1710 var fólksfjöldinn 1,800 en 1800 aðeins 2,500. Á ófriðar- tímum (1740—42) gerðu Svíar vígi til varnar gegn Rússum á eyjum nokkrum er liggja framund an tanganum og nefndu Sveaborg. þetta vígi gáfu Svíar upp í ófriðnum við Rússa 1808, svo sem Rúneberg yrkir, og hrestu Rússar það við og vígbjuggu ramlega, en sjálfur bærinn brann þá til kaldra kola. Enn er það aðalvörn Helsingfors á sjáfarsíð- una, og fá menn ekki um að ganga nema með sjerstöku leyfi. — Með veldi Rússa í Finnlandi byrjar uppgangur Ilelsingfors. Áður var Ábo höfuðstaður lands- ins, og hafði verið svo um langan aldur En Rússum þótti sá stað- ur helsti sænskur, og var Helsing- fors því með keisaralegu brjefi (manifest) 27. mars 1812 gerður að höfuðstað stjómarinnar 1828 eftir brunann í Ábo og háskólinn fluttur til Helsingfors, er varð þannig á allan hátt menningar- miðstöð landsins. Fáeinar tölur sýna best hver áhrif það hafði á viðgang bæjarins: 1880 voru íbúar 12.000 1850 — — 20.000 1870 — — 32.000 til að heimska mig fyrir uppá- stungu þessa. En hvað um það. Jeg er viss um að þetta væri eitt hið allra besta, sem hægt væri að gera íyrir garðrækt vora eins og nú standa kakirnar. Og fyrir þetta má hver hæða mig, sem vill. það gerir mjer ei mein, en minkar sjálfan hann. — það er að vísu leitt, að þurfa að þvinga menn með lagboði, til þess sem þeir sjálfir ættu að telja skyldu sína og sóma sinn. En gerist þvílíkra laga þörf, þá eru þau sjálfsögð. Og finst ekki, ef að er gáð, fjöldi laga, sem þannig er háttað um? Vissulega! Og mörg óþarfari en þessi. þeim kenningum er og einatt veifað yfir oss þar heima, að fyrirmyndir frá öðrum þjóðum eigi að vera lögmál vort, venjuleg- ar þó, er þær gilda það, er menn vilja láta ógert látið! Mjer eru nú, því miður, ekki kunnar neinar fyrirmyndir þessa, er jeg vil hjer. En því skyldum við endilega þurfa að leita þeirra? Tvö dæmi man jeg þess, að íslendingar gengu fram fyrir fyrirmyndirn- 1900 — — 93.000 1910 — — 140.000 1924 — — 210.000 þar af 35% sænskir og 65% finskir Finnlendingar. Helsingfors á engar eða litlar menjar frá því fyrir brunann 1808. Bærinn reis úr öskunni með breiðum beinum götum og rjettum hornum eins og tíska var í þann tíð. Hjet sá T. A. Ehrenström er sagði fyrir um bygginguna, en C. L. Engel hjet byggingarmeistari sá, er gerði fyrstu stórhýsin: fyrir landstjórann, senatið og há- skólann. Standa hús þessi í hvirf- ingu kring um Senatstorgið og við norðurhlið þess rís Nikolai- kirkjan og ber hátt mjög, því hún er bygð á hæð og liggja víða tröppur af torginu upp að hliðum hennar. Síðar miklu (1894) var á miðju Senatstorginu reist stytta af Alexandri II. og standa tákn- myndirnar Lex, Lux, Pax og La- bor við fótstallinn. Er stytta sú gerð af W. Runeberg, syni skálds- ins, var hann á sinni tíð fremstur myndhöggvari Finnlands og minnir á Thorvaldsen, enda hafði hann numið í Kaupmannahöfn. Hann hefir og gert styttu þá af föður sínum, er jeg mun minnast á síðar. Hús þau er Engel hefir gert eru í „renaissance-stíl, mikil- leit, en nokkuð þunglamaleg á svip. — Senatstorgið liggur í hjarta gamla bæjarins. Sunnan við það liggur ein fínasta og fjöl- farnasta gata bæjarins: Alexand- ersgatan í austur og vestur. þar ar erléndu: Hið fyrra: þegar þeir á 12. öld skrifuðu sögur sínar á lifandi móðurmálið, einir allra þjóða. Og hið annað: þegar þeir á 20. öld lögleiddu vínbann í landi sínu, fyrstir allra þjóða. Sögurnar eru nú stolt vort og stærilætisefni, jafnvel einnig þeira manna, er mest svívirtu mál sitt og góð ástæða væri til að ætla um, að helst kysu að vera danskir eða franskir eða a. m. k. eitthvað annað en íslenskir. Vín- bannið er of ungt og liggur of nærri oss, er nú förum með lofið og lastið. En sú tíð mun síðar koma, að það verður merkilegt talið og þeirri kynslóð til sóma, er kom því í kring. Og hver veit nema þeir fái þá bróðurpart af lofinu, sem nú eru banngæslunni erfiðastir og mest og ódrengileg- ast vinna að því, að snúa bann- lögunum til vandræðavegar og vansæmdarefnis landinu og lýðn- um. Og því skyldi ekki landslaga- níðingum nútímans þykja þá lof- ið Ijúft, þar sem þeir í gröfun- um hvíla hin brennivínsþyrstu bein sín! Vonum þess og biðjum hafa fremstu verslunarhúsin og bankarnir bækistöð sína í skraut- legum stórhýsum. Aðrar merkast- ar götur í þessum hluta bæjarins eru Norra og Södra Esplanad- gatan, sem liggur jafnhliða Alex- andersgötunni sín hvoru megin við Esplanaden, sem er allbreið flöt með breiðum gangstígum milli trjánna, sem plöntuð eru í röðum meðfram götunum. Á miðri Esplanaden er stytta Rune- bergs, sú er jeg gat áður (reist 1885), stendur Finnland í konu- líki við fótstallinn og heldur á rollu mikilli, þar sem á eru ritaðar þjóðsögur Finna: „Várt land”. I vesturendanum á Esplanaden stendur sænska leikhúsið, en milli austurendans og hafnarinnar er eitt stærsta torg Helsingfors: Sölutorgið. þangað drífur á hverjum morgni múgur karla og kerlinga með vöru sína; kjöt, fisk, kálmeti, ávexti og jafn- vel nýja greni-, furu-, og víðivendi úr skóginum. Esplanaden (stytt Espen) er álíka mikilvæg unga fólkinu í Helsingfors og Austur- völlur er Reykvíkingum enda er þaðan skamt á fínustu kaffihús og bíó bæjarins. Suðvestan við Södra hamnen rís þverhnýptur graníthamar upp frá hafnargötunni. þessi höfði heitir Observatiorie-berget eftir stjörnuturni þeim, er þar hefir verið reistur. Annars er höfðinn óbygður en plantaður trjám af ýmsu tæi. Fremst af hamrinum er fögur útsýn yfir syðri höfnina a. m. k. — þeir verða naumast of sælir samt! það er einmitt það sem smá- þjóðum er nauðsynlegt, til að halda uppi heiðri sínum hjá þeim stærri: þær þurfa sem víðast að vera þeim jafnsnjallar og þar að auki ganga fram úr þeim við og við. það er því miður hægra að finna þetta en framkvæma, þegar margfaldur er munurinn mann- fjöldans og fjesjóðanna. Og því mega oft smáþjóðir leggja á sig höft og harðar reglur til að stand- ast þann strauminn, sem hinum er engin hætta. það var einkanlega jarðepla- ræktin, sem eg lagði áherslu á í fyrnefndri grein minni. Og eg ætla ekki að taka hér upp neitt af því, er eg sagði þar. En það finnast auðvitað margar fleiri mætar matjurtir, sem hægt er að rækta á Islandi. Og alt þess kyns sem vaxið getur í landinu, ber oss, vægast sagt, að veita oss af eigin akri. Jeg vil sjerstaklega minna á „grænkálið", sem vel getur vaxið í vorri mold. Er flestra káltegunda saðsamast — fulla af hólmum og Sveaborg lengst til suðurs, en til norð- austurs er Skatudden, þar gnæfir rússneska dómkirkjan með hinum gullnu laukum sínum og grágræna þaki, sem stingur vel í stúf við rauða tígulsteinsmúrana. Nærri beint í móti norðri rís Nikolai- kirkjan og lítið eitt á vinstri hönd hinn voldugi granítstöpull Berghálls-kirkju, ber þó minna á Iionum, af því að hann er svo fjarri. Liggur Unions-gatan óslit- in og þráðbeín milli hans og Observatorie-berget; er það lengsta gatan í gamla bænum. Liggur hún á breiðum steinboga þvert yfir Kaisaniemiviken, sem skerst úr nyðri höfninni vestur í tangann. f miðjum bænum hjer um bil stendur járnbrautarstöðin við torg mikið er nefnt er eftir henni. Við það torg stendur og finska leikhúsið. Eru bæði þessi stór- hýsi gerð í einkennilegum þjóð- legum stíl, sem þroskast hefir á síðari árum og sett hefir svip á fjölda stærri og smærri bygginga í Helsingfors. Hin stóru bogadregnu eða oddbogalöguðu, klunnalegu port minna á vígi og kastala frá miðöldunum. Veggirn- ir eru hlaðnir af stórum, lítt til- höggnum granitbj örgum og stinga hvítir sl j ettir gluggakarmarnir vel í stúf við þessa gráserki. Bustir eru oft skarphymdar og minna á gotnesku skemmubust- irnar á íslensku bæjunum. Aftur á móti eru turnamir oft ærið snubbóttir. Af öðrum húsum í þessum stíl má nefna Berghálls kirkju, hús nýlensku stúdenta- deildarinnar (Nylands nation) og finska þjóðminjasafnið (Finska Nationalmuseum). Jeg skal eigi dvelja við að lýsa öðrum bæjarhlutum Helsingfors, svo sem bygðinni vestan á nesinu og norðan við Kaisaniemi og Tölo- víkina. það eru yngri hlutar bæj- arins og ekki fullbygðir í úthverf- unum. Skal þess þó getið, að vest- an undir tanganum er þriðja skipalægi Hf. Sandvikshamnen og leggjast þar helst vöruflutninga- skip eins og í Norra hamnen aust- an við tangann. Södra hamnen er aftur á móti fyrst og fremst lægi farþega-skipa, en þó em og stór- mikil vömhús við höfnina á Skatudden. Af fögrum stöðum innan og ut- an bæjar er fyrst að telja skemtigarðana (parks) í bænum, og hef jeg þegar talað um Ob- servatorieberget. Syðst á tangan- um fram við sjóinn liggur Brums- parken. Geta menn gengið þar eft- ir breiðum trjágöngum eða mjó- um stígum, á sljettum bölum eða hálum granítklöppum. I suður- hluta garðsins er bygð nokkur af höfðingjum eður auðkýfingum gefur lítið eða ekki eftir meðal- lags íslenskum jarðeplum. Og eins og allflest annað kál, rjett matreitt, er það mesta ljúfmeti, hafi maður einu sinni komist á át- ið! En það er líkt um það og síldina heima fyrir, það vilja engir eta! Fyrir tveim árum gekk það að m. k. ekki út gefins í Reykjavík. Gott dæmi upp á át- menningu höfuðborgarinnar það!! Kjöt og fisk, fisk og kjöt, kunn- um við vel að eta, en kál ekki. Við erum merkilegt fólk að mörgu! Og hvar skyldum við finna líka vora á þessu sviði? — Naumast nær en í Eldlandi eða Ástralíu, ef þeir finnast þá þar. það snertir ekki aðeins fjárhag vorn og menningar-metorð, hvort við ræktum og etum garðávexti eða ei, heldur og vafalaust líkam- lega heilbrigði, til mikilla muna. En alt kemur fyrir ekki. Islensk- ur villimannabragur lætur sjer ekki segjast við neinar ógnir og skeytir hvorki um skömm nje heið ur. En látum nú garðræktina eiga sig að sinni. Eins og öllum öðrum íslending-

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.