Lögrétta


Lögrétta - 06.05.1925, Síða 4

Lögrétta - 06.05.1925, Síða 4
4 LÖGRJETTA slík svik kæmist upp nægur til að varna þeim frá að hafa þau um hönd. Annars þarf ekki að vera að fjölyrða neitt um slíkt, því það er vitanlegt að verksmiðjumar selja einkasölunni sömu vöru og öðrum, enda hafa einkasölunni engar kvartanir borist frá viðskifta- mönnum hjerlendis um svik í tó- bakinu. pá gæti verið að þeir, sem halda fram að tóbakið sje svikið ættu við þær nýjar tóbakstegund- ir, sem einkasalan hefir flutt inn, en eigi voru fluttar inn áður. Um þær tegundir er þó óhætt að full- yrða, að þær hafa reynst ágætlega og nægir þar að nefna „Elephant“ vindlingana sem dæmi. það er hinsvegar kunnugt að talsvert af því tóbaki, sem kaupmenn áttu í birgðum í ársbyrjun 1922, var ekki merkilegra en það, að það hefði aldrei átt inn í landið að flytjast, t. d. Ameríkuruslið frá stríðsárunum og sumir þýsku vindlingamir. Jeg vil hjer benda á, að einkasala hlýtur að vanda meira gæði hinnar innfluttu vöru en kaupmenn. þeir hugsa einung- is um hvað selst best. Einkasalan hefir hlutfallslega minni hagnað af að selja vondu vöruna þar sem hún er ódýrari, en álagning einka- sölunnar er miðuð við hundraðs- hluta (25—75%). Annars ræður eftirspurn nokkru hjer um. í sambandi við hinn mikla veltu fjársparnað, af einkasölu, sem að framan greinir, má benda á hve mikils virði er traust það, sem landinu vex út á við af því, að all- ar greiðslur fyrir tóbak eru nú tryggar og fara fram á rjettum tíma, í stað þess að tóbaks versl- unarhúsin erlendu urðu áður einna helst fyrir vanskilum og prettum af hálfu íslenskra kaup- sýslumanna. Er ekki óalgengt að hin erlendu firmu láti í ljósi ánægju sína við einkasöluna yfir tryggari viðskiftum en áður. það er mjer og öðrum, sem trúa því, að einkasala á ýmsum aðalvörutegundum sje farsælla fyrirkomulag, en skipulagsleysið, sem nú ríkir, óblandið gleðiefni hve vel tóbaks- og steinolíueinka- sölurnar hafa gefist. Sú reynsla, sem fengin er af þeim og lands- verslun undanfarinna ára yfirleitt mun líka vafalaust greiða götu víðtækari skipulagningar á versl- uninni. En þá verða aðeins nægi- lega margir landsmenn að líta á verslunarmálin frá þjóðfjelagsins sjónarmiði. Að lokum vildi jeg mega minn- ast á eitt merkilegt atriði í af- námsfrumvarpinu. 2. gr. þess hljóðar þannig: „Merkja skal um- búðir allra tóbakstegunda, hverju nafni sem nefnast, um leið og gerð er grein fyrir tollinum, með álímdum miðum er Stjórnarráð- ið lætur tollheimtumönnum í tje og á er letrað „tollur greiddur“.“ þannig á þá nýja tollheimtan að fara fram. Jeg fæ nú ekki betur sjeð en að þetta fyrirkomulag á tollheimtunni verði nær ófram- kvæmanlegt. Hvei'n smápakka og smábita tóbaks á að merkja. — Dæmi um merkingu einnar tóbaks tegundarinnar, vindlinga, nægir til að sýna hversu ilt slíkt fyrir- komulag yrði í framkvæmdinni. Allir vindlingar, sem flytjast hing að til lands eru í þannig umbúð- um: Yst er ramger járnbentur trjekassi, þar næst blýlóðað blikk- hylki og innan undir þessum um- búðum er smápökkunum (10 stk. pk.) pakkað saman (venjulega 50 pk.) í pappahylki, sem pappírsum- búðir eru svo vandlega límdar ut- an um. þar sem nú tolleftirlitið skal skv. framangreindri grein frv. merkja hvern smápakka, sjest best hvílík óskapavinna merkingin verður þegar þess er gætt, að síðastliðið ár var flutt inn um 9 milj. stk. vindlingar, eða 900 þús. pakkar. þetta er þó að- cins ein tegund tóbaksins. Hvorki tollheimtumennimir nje innflytj- endurnir verða öfundsverðir af því starfi. Kostnaðurinn við slíka tollheimtu hlýtur að verða svo mikill að vart mun ofætlað, að drjúgur hluti tollhækkunarinnar muni ganga í innheimtukostnað. Talið er nú fullvíst orðið um afnám einkasölunnar að þessu sinni. Efri deild muni þar engu um breyta gerðum neðri deildar. það er ágætt að kostirnir við hið nýja fyrirkomulag sjáist, en jeg er þess fullviss, að einkasala á tóbaki verður sett á stofn aftur innan fárra ára og er þá' viðbúið að þjóðin óski jafnframt að reyna það fyrirkomulag um fleiri vöru- tegundir. Betra skipulag er kjörorð nýja tímans. Sigurður Jónasson. Kappreidar. A annan í hvítasunnu, mánudaginn 1. júní n. k. efnir hestamanna- félagið Eákur til kappreiða á Skeiðvellinum við Elliðaárnar. Verðlaun verða kr. 200 — 100 —-50 — fyrir hvorutveggja skeið og stökk og auk þess 15 kr. handa fljótasta hestinum í hverjum flokki á stökki. Lámarkshraði til I. verðl. á skeiði er 25 sek. á 250 metrurn og lámarkshraði til I. verðl. á stökki er 24 sek. á 300 metrum. Enginn skeiðhestur fær verðlaun, sem lengur er að renna sprettfærið en 27 sek. Géra skal aðvart um hesta þá, sem reyna skal, Daníel Daníels- syni. dyraverði í stjórnarráðinu eigi síðar en flmtudaginn 28. maí á hádegi. Þeir hestar, sem keppa eiga, skulu vera á Hkeiðvellinum föst.u- daginn 29. maí kl. 6 síðdegis. Fjelagið annast um sölu á reiðhestum kappreiðardaginn ef óskað verður en tilkynna verður Daníel Daníelssyná viku áður. Stjórnin o---- Þingtíðindi. Bændur! Við leyfum okkur að beina athygli yðar, að hinum afar hagkvæmu kjörum sem við getum boðið yður á allskonar vatnsleiðslu- tækjum, svo sem: Galv. pípum, dæluin, vatnshrútum, krönum o. s. frv. — Vörurnar sendast gegn póstkröfu hvert á land sem er. Not- færið yður 18 ára reynslu okkar og þekkingu um fyrirkomulag og uppsetningu á þessum tækjum. Leitið upplýsinga til okkar um alt er þér þurfíð vitneskju um í þessu efni. og við munum svara fyrirspurnum yðar um hæl. Virðingarfyllst Helgi IVEagnússon & Co Fjárlögin hafa nú verið af- greidd frá ed. og send aftur til nd. með allmiklum breytingum og er nú tekjuhallinn orðinn alls um 370 þús. kr. önnur mál, sem helst hefir ver- ið rætt um eru í ed. um innheimtu gjalda af erlendum skipum. Var þar allmikið um það deilt hvort renna skyldi í ríkissjóð eða til sýslumannanna gjald það sem erl. skip greiða er skjöl þeirra eru skoðuð hjer í landi í fyrsta sinn. Hefir það verið 1 kr. af smálest hverri fyrir dönsk skip og 50 au. fyrir önnur skip. þótti fjár- málaráðh. ósanngjarnt að sýslu- menn hefðu einir þetta gjald, einkum þar sem það kæmi mjög misjafnlega niður, sumir hefðu af þessu stórtekjur, aðrir engar. Vildi hann láta greiða þeim í inn- heimtulaun framvegis ákveðinn hundraðshluta, þó ekki meira en 25%. Málið er óútkláð. Einnig hefir verið deilt allmikið um geng- isskráningu. Frv. P. Ott. um laxa- og silungaklak hefir verið vísað til stjórnarinnar. Till. Tr. þ. og P. Ott. um bann gegn áfengisaug- lýsingum hefir verið felt frá 3. umr. Frv. stjórnarinnar um stofn- un docentsemb. í ísl. tungu hefir verið afgr. sem lög, samþ. í nd. með 15 atkv. Frv. Jóh. Jós. um að skylda unglinga til sundnáms hefir verið afgreitt sem lög. Sam- þykt hefir einnig verið þingsálykt- unartill. frá Ág. Flyg. og þór. Jónssyni um það að veita ekki embætti þau og sýslanir, sem losna og hún telur unt að komast af án fyr en Alþ. hefir gefist kost- ur á að segja álit sitt um afnám þeiri’a eða sameining við önnur embætti. Jak M., Tr. þórh., Ben. Sv. og Jón Bald. flytja till. um það að sameinað þing kjósi 5 manna nefnd til að íhuga og gera till. um seðlaútgáfu ríkisins og undirbúa endurskoðun á bankalöggjöf lands ins. Kostnaður við nefndarstörfin og aðstoð við þau greiðist úr ríkissjóði. — þorl. Jónsson, Ben. Sv., Árni J. og Halld. Stef. flytja till. um að atvinnumálaráðh. skipi 5 manna nefnd til að gera till. um skipulag strandferðanna og skal nefndin skipuð eftir tillögum Eimskipafjel., Búnaðar- og Fiski- fjel., Samb. samvinnufjel og Versl unarráðsins. Till. hennar skulu lagðar fyrir næsta þing. — Bj. J. frá Vogi og Tr. þórh. flytja till. um það, að til sauðfjárböðun- ar megi nota Coopers-baðlyf. I nd. hefir verið samþ. frv. um sjer- leyfi til þess að reka útvarp um næstu 5—7 ár. Hafi einkaleyfis- fjelagið ekki minna en 100 þús. kr. stofnfje og sje helmingur boð- inn út innanlands. Útvarpsstöðin verði í Rvík (alt að 1,5 kw.) og dragi um land alt. Hver sem mót- tökutæki hefir sje skyldur að greiða til stöðvarinnar stofngjald og árgjald, eftir gjaldskrá er stjórnarráðið samþykki. Heitið á þessari starfsemi (broadcasting) hefir verið nokkuð á reiki. Lögrj. hefir skrifað nokkuð um málið áður og notað orðið víðboð, sem I fyrst kom á kreik, þingið hefir tekið upp orðið útvarp, en einn þm., Á. Á., hefir notað orðið hljóðvarp og er það að ýmsu leyti heppilegast, þó til sje að vísu áð- ur í annari merkingu (í málfr.). Allsherjamefnd nd. hefir mælt með frv. um sáttasemjara í vinnu- deilum, með nokkrum breyting- um, en ætlar ekki að afgreiða frv. um gerðardóm. Leitað hafði ver- ið álits Alþýðusambandsins og Fj elags botnvörpuskipaeigenda. Voru hvorutveggi með sáttasemj- ara, en Botnv.fjel. vildi þar að auki gerðardóm. — Frv. Bj. frá Vogi um mannanöfn er komið til ed. Samkv. því má hver maður aðeins heita einu íslensku nafni eða tveimur og kenna sig við föð- ur, móður eða kjörföður og rita nafn sitt og kenningarnafn með sama hætti alla æfi. Enginn má taka sjer ættarnafn hjer eftir, en þeir sem nú hafa þau, og þeirra börn mega bera þau eftir sem áð- ur. — Á. Á. og Sv. Ól. flytja till. um það að stjómin leggi ekki niður einkasölu á steinolíu án þess að hafa leitað um málið álits alþingis. ---o--- Martha Berg. I Kaupmannahöfn andaðist í vetur merk kona norsk, sem lengi dvaldi á íslandi, átti hjer marga vini og bar hlýjan hug til íslands. Blöðin eru vön að geta þess, er andast góðir vinir lands vors erlendis, en mjer hefir verið bent á að andlát þessarar konu hefir ekki verið minst, og því vildi jeg biðja „Lögrjettu“ fyrir þessar fáu línur. Kona þessi var frú Martha Berg, ekkja Lauritz Bergs, hval- veiðamanns, er lengi var búsettur hjer á landi og rak hjer hval- veiðar. Fluttu þau hjón fyrst til Dýra- fjarðar árið 1891 og voru búsett þar til 1903, en fluttu eftir það til Mjóafjarðar og dvöldu þar enn nokkur ár. ólust því börn þeirra að allmiklu leyti upp hjer á landi. Yngsta dóttir þeirra var fædd í Dýrafirði, og tvær dætur þeirra voru giftar þar, önnur þeirra, Soffía að nafni, norskum manni, er Jonathan Jonssen heitir, sonar- sonarsonur sr. Gísla Jónssonar, er var hálfbróðir Jóns Espolins og sonur Jóns sýlumanns Jakobs- sonar á Espihóli. þótti mikil hjeraðsbót á margan hátt að dvöl þeirra hvalveiða- mannanna Bergs og Ellefsens á Vesturlandi og voru heimili þeirra orðlögð fyrir höfðinglega rausn, gestrisni og greiðasemi við hvern sem var. Áttu þau Berg og kona hans marga vini og hjelt frú Martha þeirri vináttu til dauða- dags með brjefaskriftum við vini sína. Frú Martha hjet að ættar- nafni Bull og mun hafa verið í ætt við fiðlusnillinginn fræga. Hún var göfug kona, síglöð, fríð sýn- um, gáfuð og listfeng. Lauritz Berg andaðist fyrir 18 árum, 16. febr. 1907, en kona hans ljest hinn 17. jan. síðastl.; hafði nokkr- um dögum áður fengið heilablóð- fa.ll, degi fyr en hún ætlaði að leggja á stað til Randers á Jót- landi til yngstu dóttur sinnar, sem þar er gipt og búsett. Minnast hennar margir vinir hennar hjer á landi og senda samúðarkveðju börnum hennar og móður, sem enn er á lífi, komin yfir nírætt. Kr. D. ----o---- Kappreiðar hinar fyrstu í sum- ar verða haldnar á annan í Hvíta- sunnu. Sú nýbreytni hefir nú ver- ið tekin upp, að Hestamannafje- lagið annast um sölu á reiðhest- um kappreiðardaginn og er rjett að vekja athygli hestaeigenda á þessu, ef þeir vildu sinna því. Sbr. annars auglýsingu hjer í blaðinu. Innflutningshöftin verða af- numin frá 1. júlí n. k. En til þess tíma verða engin innflutnings- leyfi veitt. Afli á öllu landinu hefir verið frá áramótum til 1. maí rúml. 121 1/2 þús. skp. 1 fyrra var aflinn á sama tíma um 101 þús. skp. Grettir Algarsson heitir ungur maður, sem útlend blöð skrifa nú allmikið um að sje að leggja upp í flugferð til Norðurpólsins og ætli að reyna að verða á undan Amundsen. Hann fer á skipi sem heitir ísland og er því stjórnað af manni, sem var í suðurpólsför Schackletons. Hann kvað vera Kanadamaður og íslenskur í báð- ar ættir, en annars er ókunnugt um hann og ferð hans. Gestir hjer í bænum hafa verið óvenju margir um þessar mundir. Meðal þeirra eru sr. Guttormur í Stöð, sr. Helgi á Grenjaðarstöð- um, sr. Ól. Stephensen, Ólafur læknir á Brekku, kaupmennirnir Rolf Johansen og Jónas Gíslason frá Fáskrúðfirði, Sig. Vilhjálms- son kaupfjelagsstjóri Seyðisf. o.fl. Hefnrðu keypt Arsrit Fra'ðiif'jelimsins oy safn þess 11111 ísland og íslending’al Brukuð ísleusk frímerki kaupi jeg háu verði Hjarni Guðmundsson Túni. _ Hrg. Árnessýslu. þingræður. Fyrir nokkru kom í Lögrj. dálítil grein um ræðu- menskuna á þingi og skrá um ræðufjöldann. Var þar á það bent, að yfirleitt væri of mikið og of illa talað á þingi og kastað til ræðugerðarinnar höndunum, svo að varla væri að minsta kosti til- vinnandi að vera að prenta alt það sem á þingi væri sagt. Hinsveg- ar var líka á það bent, sem með sanngirni má segja alþingisum- ræðunum til afsökunar eða með- mæla, því auðvitað er ekki til þess ætlast a£ þingmenn sitji þegjandi á bekkjum sínum eða að allar ræð- ur sjeu eins og Demosþenes eða Cicero hefðu haldið þær. Nú hafa aðalmálgögn höfuðflokkanna hjer nýlega líka farið að skrifa um þetta sama efni og hefir víst fundist svo sem nauðsyn bæri til . þess að afsaka sína menn fyrir vinnubrögðin og málæðið. Kennir nú hvor höfuðflokkurinn hinum um alt sem aflaga fer í þessum efnum og gera upp reikningana hvor á sína vísu. Skal hjer ekki um það þráttað að sinni, því enn er ekki unt að fá nákvæmt yfirlit um ræðufjöldann á þessu þingi, Og ræðufjöldinn einn heldur ekki óyggjandi mælikvarði. En til samanburðar við þá útreikninga, sem nú hafa verið gerðir má setja hjer samskonar yfirlit um ræð- Urnar á síðasta þingi, sem Lögrj. byrjaði að ræða um og hægt er að fá fult yfirlit um. pá hjeldu íhaldsmenn 1049 ræður, fram- sóknarmenii 686, sjálfstæðismenn 402 og jafnaðarmaðurinn 114. En ef ræður ráðherranna, sem em- bættis síns vegna þurfa oft að tala meira en aðrir, eru taldar frá eru þær 390, eða 265 hjá íhalds- flokknum, 77 hjá sjálfstæðisfl. og 48 hjá framsóknarfl. Efalaust er það að landinu hefði verið eins vel borgið, þó einhverjar af þess- um ræðum hefðu ekki verið haldn- ar, eða að minsta kosti ekki prentaðar. Borgþór Jósefsson varð 65 ára síðasta vetrardag og efndu þá ýmsir vinir hans til samfagnaðar og færðu honum gullúr að gjöf. Hefir B. J. , auk þess sem hann er bæjargjaldkeri, lengi tekið margvíslegan þátt í ýmsu fjelags- lífi hjer og verið hinn vinsælasti maður. þot'leifui' Guðmundsson frá Há- eyri og fjórir fjelagar hans, sem björguðu skipshöfninni af botn- vörpungnum Viscount Allenby 13. jan. s. 1. hafa verið sæmdir ensk- um verðlaunapeningum úr silfri. Mennirnir eru, auk þ., þeir Guðmundur frá Riftúni, Runólfur Ásmundsson og Guðm. Gottskálks son frá þorlákshöfn og Sigurður sonur þorl., 13 ára gamall. Kvikmyndavjel hefir Bjarni Bíóstjóri frá Galtafelli gefið Víf- ilsstaðahælinu. Verklýðssamband Norðurlands hafa 3 verklýðsfjelög á Akureyri og Siglufirði stofnað með sjer. Danskur stúdentasöngflokkur mun koma hingað í júlíbyrjun og líkl. fara norður um land. Útflutningur ísl. afurða í apríl s. 1. nam samtals rúml. 3Vfc millj. En það sem af er árinu hefir hann alls numið 18350000 kr. Hæsti út- flutningsliðurinn í þessum mán- uði var verkaður fiskur, þá óverk- aður fiskur, þá lýsi, síðan ull, kjöt, dúnn 0. s. frv. Prentsmiðjan Acta.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.