Lögrétta - 24.06.1925, Blaðsíða 1
Innheimtaog afgreiðsla
í Veltusundi 3
Sími 178.
LOGRJETTA
Útgefandl og ritstjórí
Þorsteinn Gíslason
Þingholtsstræti 17.
XX. ár.
Reykjavik, miðyikudaginn 24. júní 1925.
27. tbl.
Jón Jacobson
fyrverandi landsbókavövður.
Um víða veröld.
Síðustu símfregnir.
Ekki næst enn samkomulag í
Kína og búist er við að verkfalla-
hreyfingin breiðist út. Sagt er að
Kínverjar undirbúi samtök um, að
kaupa ekki erlendar vörur, ef hin-
ir erlendu vinnuveitendur í land-
inu breyti ekki til. Fregnirnar
segja að Rússastjórn styðji verk-
fallsmennina með fje. Kínastjórn
hefir krafist þess af útlendu
sendiherrunum, að hjálparlið það,
sem þeir höfðu fengið til varnar
sjer, sje þegar sent í brott og
þeir menn, sem handsamaðir hafa
verið af því, látnir lausir. Ýms
ríki hafa sent utanríkisráðherra
Kínverja áskorun um, að koma
í veg fyrir útbreiðslu verkfallanna
og bæla niður útlendingahatrið.
Skuldir Stinnesfjelagsins eru
taldar um 200 miljónir og búist
við að afleiðinigar fjárþrota fje-
lagartna verði víðtækar.
Aftur eru að verða stjórnar-
skifti í Belgíu. Samsteypustjórn
kaþólska flokksins og jafnaðar-
manna hefir sagt af sjer og búist
við að jafnaðarmannaflokkurinn
myndi stjórn einn.
Síðasta fregn frá London segir,
að kínverska stjórnin styðji verk-
fallsmenn á þann hátt, að skipa
svo fyrir, að járnbrautamenn,
símamenn og póstmenn gefi at-
vinnulausum mönnum ein dag-
laun sín á viku.
Alþjóða verkmannafundurinn í
Genf hefir gert ýmsar samþyktir,
sem miða að kjarabótum verka-
manna, svo sem um skaðabætur
fyrir slys við vinnu o. fl.
pað er sagt að til standi í enska
þinginu mikil árás frá stjórnar-
andstæðingum á Chamberlain ut-
anríkisráðherra og telji þeir
hættu stafa af stefnu þeirri, sem
hann hafi tekið í afskiftum Breta
af málum Evrópu, en Mac Donald
og flokksmenn hans eru mótfalln-
ir því, að bandalagið við Frakka
eflist mjög, og ber Mac Donald
í dag fram vantraustyfirlýsingu
á stjórnina. .
Amundsen kominn aftur.
Roald Amundsen og fjelagar
hans komu fljúgandi á annari
flugvjel sinni til norðurhornsins
á Spitzbergen kvöldið 14. þ. m.
og til Kingsbay aðfaranótt 18. þ.
m. þeir komust ekki alla leið til
heimskautsins, en settust á flug-
vjelunum á vök liðlega 30 mílur
danskar frá heimskautinu, en þar
frusu flugvjelarnar niður, og gátu
þeir svo loks eftir mikla erfiðleika
losað aðra þeirra og flogið á
henni heim á leið aftur. 1 sím-
skeyti til norsku stjórnarinnar
segir Amundsen að hann hafi
flogið yfir 160 þús. ferkm. svæði
og ekkert land fundið. Hafdýpi
hafi hann mælt og var það 3766
metrar og megi telja það sönnun
þess, að ekkert land sje nærri
heimskautinu.
Svo sem geta má nærri hefir
það vakið mikinn fögnuð, að
Amundsen er nú úr helju heimtur
og þeir fjelagar allir.
Fregnskeyti frá New York seg-
ir, að Mc. Millan, sá er átti að
leita Amundsens, fari í landkönn-
unarferð norður í höf. á 3 skipum
og með 2 flugvjelar, þótt nú sje
takmarkið ekki leit að Amundsen.
-----o----
Á síðastliðnu hausti hætti Jón
Jacobson störfum við Landsbóka-
safnið, og eftir það fór heilsu
hans síhnignandi. Hann andaðist
á heimili sínu 'hjer í bænum 18.
þ. m. Hafði hann þá um tíma
legið rúmfastur og þungt haldinn.
Jón var tæplega hálfsjötugur,
fæddur 6. des. 1860 á prestsetrinu
Hjaltastað í Fljótsdalshjeraði, og
var faðir hans, sjera Jakob Bene-
diktsson, lengi prestur þar, en síð-
ar á Miklabæ og seinast í Glaum-
bæ í Skagafirði. Sjera Jakob var
sonur sjera Benedikts Jónssonar
prófasts á Höskuldstöðum í Húna-
þingi og Ingibjargar Björnsdóttur
prests Jónssonar í Bólstaðarhlíð.
En kona sjera Jakobs og móðir
Jóns landsbókavarðar var Sigríð
ur Jónsdóttir Halldórssonar pró-
fasts á Breiðabólstað í Fljótshlíð
og Kristínar Vígfúsdóttur Tho-
rarensens, sýslumanns á Hlíðar-
enda. Sjera Jakob ljet af prest-
skap 1894 og bjuggu þau hjónin
lengi eftir það á Hallfreðarstöð-
um í Hróarstungu og náðu bæði
háum aldri.
Að því, sem sagt er hjer á und-
an, má sjá, að Jón var af góðu
bergi brotinn í báðar ættir. Hon-
um var snemma haldið að bók-
námi og kom hann 13 ára gamall
í Latínuskólann 1874, og varð
stúdent 1880. Eftir það las hann
nokkur ár latínu og grísku á há-
skólanum í Khöfn og varð fjöl-
fróður maður og vel að sjer, en
tók ekki embættispróf. 1887 sett-
ist hann að í Skagafirði, fyrst
hjá forelrum sínum, en fór svo
að búa á Víðimýri vorið 1890 og
bjó þar til vorsins 1896. 24. sept.
1895 kvæntist hann Kristínu Páls-
dóttur Vídalíns alþm. í Víði-
dalstungu, systur Jóns konsúls
Vídalíns,sem þá var forstjóri ís-
lensku kaupfjelaganna, og hafði
hún á undanförnum árum dvalið
erlendis hjá bróður sínum. Haust-
ið 1895 settust þau hjónin að hjer
í Reykjavík og hafa verið hjer
síðan. Varð Jón þá aðstoðarmaður
við landsbókasafnið og á næsta
ári jafnframt fornmenjavörður.
En 1906, er Hallgrímur Melsteð
andaðist, var Jón settur lands-
bókavörður og 1908 fjekk hann
veitingu fyrir embættinu. Forn-
menjavörður var hann frá 1897
—1907.
Meðan Jón bjó á Víðimýri tók
hann mikinn þátt í hjeraðsmálum
Skagfirðinga. Hann var einn af
stofnendum Kaupfjelags Skag-
firðinga og um hríð formaður
þess, og póstafgreiðslustörfum
gegndi hann á Víðimýri öll árin
sem hann var þar. Hann var full-
trúi Skagfirðinga á þingvalla-
fundinum 1888, og 1892 varð hann
2. þingmaður Skagfirðinga. Sat
hann á þingi sem fulltrúi þeirra
1893—99, en á ávunum 1903—7
var hann þingmaður Húnvetn-
inga, bauð hann sig fram hjá
þeim af hálfu Heimastjómar-
flokksins móti Páli amtmanm
Briem, sem var einn af forkólfum
Valtýsflokksíns, og var í kosning-
unum 1922 mikið kapp um bað,
hver þingflokkurinn yrði fjöl-
mennari. Jón var mikilhæfur
þingmaður og mjög eindreginn
Heimastj.maður. Hann var jafnan
I frams.m. fjárlaganna í sinni deild
og ljet sjer mjög umhugað um,að
gætilega væri farið með fjármál
landsins. þegar Alþingi kaus fyrst
endurskoðanda við Landsbankann,
árið 1900, var hann kosinn til þess
starfs og gegndi því til ársloka
1909. Hann átti frumkvæði að
breytingu þeirri, sem gerð var á
Alþingi á reglugjörð Latínuskól-
ans, takmörkun á latínukenslunni
og afnámi grískukenslunnar; var
mikið þjarkað um þá breytingu
á þingi áður hún næði fram að
ganga. Ekki beitti hann sjer fyr-
ir þessu máli af því, að hann
metti lítils kunnáttu í gömlu mál-
unum, heldur hinu, að honum
þótti þau taka of mikinn tíma
frá gagnlegri námsgreinum og
stúdentarnir alment ekki svo vel
að sjer í þeim, að sú kunnátta
væri kaupandi fyrir allan þann
tíma, sem til námsins færi. Sjálf-
ur las hann alla tíð latneska rit-
höfunda og var vel heima í fom-
bókmentum Grikkja og Róm-
verja. Hann kendi stundum í
Mentaskólanum skemmiri eða
lengri tíma, í forföllum annara,
bseði latínu og stærðfræði, og
í fjöldamörg ár hafði hann verið
prófdómandi við stúdentaprófin.
Hann var og lengi, frá 1896—
1908, gjaldkeri og fulltrúi hjer
á landi fyrir kaupfjelaga-umboðs-
mann og stórkaupmann L. Zölln-
er í New-castle, sem hjer hefir
haft mikil viðskifti og lengi var
fjelagi Jóns konsúls Vídalíns.
En aðalstarf Jóns er bókavarð-
arstarfið. Hann var aðalhvata-
maður þess, að Hanpes Hafstein
i'jeðist i það á fyrstu stjórnarár-
um sínum að láta reisa handa
safninu hið vandaða hús á Arnar-
hóli, því áður hafði það átt að
búa við lítil og alls ónóg húsa-
kynni í Alþingishúsinu. Og eftir
að safnið fluttist í hið nýja hús
sitt, óx það mjög undir stjórn
Jóns. Aðalrit hans er saga safns-
ins, sem út kom á 100 ára afmæli
þess árið 1918. Vandaði Jón mik-
ið til þess rits og gerði sjer alt
far um, að afmælishátíð safnsins
þá yrði sem veglegust.
Af öðrum ritverkum hans er
helst að geta „Mannasiða“, sem
út komu 1920, og þýðinga á tveim
ur bókum eftir franska rithöfund-
inn Wagner: „Einfalt líf“ og
„Manndáð“, og kom hin síðar-
nefnda út á þessu ári. Eru þýðing- ]
ar Jóns mjöl vel af hendi leystar.
Ýmsar ritgerðir eftir hann og
ræður eru prentaðar í tímarit^m
og blöðum, einkum Lögrjettu.
Hann mun hafa verið einn hinn
snjallasti ræðumaður hjer á landi
allra samtíðarmanna sinna, hafði
hreinan og fagran málróm og var
söngmaður góður á yngri árum
og alla tíð mjög söngelskur. Hann
ritaði hreint, smekklegt og fag-
urt mál, hafði góða þekkingu á
skáldskap og var vel hagorður,
þótt lítt fengist hann við kveð-
skap. í ritmensku æfði hann sig
ekki. að neinum mun fyr en á
efri árum. Kvaðst hafa verið svo
sokkinn niður í tilbeiðslu forn
tungnanna á yngri árum, að augu
sín hefðu ekki fyr en seint og um
síðir opnast fyrir fegurð móður-
málsins.
Jón var trygglyndur maður og
góður drengur, en skapstór og
þykkjuþungur, ef á hann var leit-
að. Vini átti hann marga. Á heim-
ili þeirra hjóna var gestrisni mik-
il og samkvæmalíf. En þau urðu
fyrir þungum sorgum. Af fjór-
um bömum, sem þau eignuðust,
mistu þau þrjú uppkomin, tvær
dætur og son, en ein dóttir þeirra
lifir: frú Helga Sætersmoen, gift
norskum verkfræðingi í Osló.
----o----
Sjúkraskýli eru Mýrdælingar nú
að reisa í Vík og nýjan bústað
handa lækni sínum í sambandi'við
það.
----o----
Kristnisaga íslands
frá öndverðu til vorra tíma
heitir nýútkomin bók eftir dr.
Jón Helgason biskup, 270 bls., ög
er það fyrri hluti ritsins og nær
fram að siðaskiftum. Höf. segir
í formálanum:
„Fyrsta rækilga yfirlitið yfir
Kristindómssögu vora, síðan þeir
biskuparnir Finnur og Pjetur rit-
uðu kirkjusögu sína, samdi jeg
fyrir nokkrum árum á dönsku í
tveim bindum. Fyrst ritaði jeg
sögu tímabilsins frá siðaskiftum
til vorra tíma, sem prentuð var
í Khöfn 1922 (Islands Kirke fra
Reformationen til vore Dage), en
síðan prjónaði jeg framan við
sögu kristninnar í katólskum sið
(Islands Kirke fra dens Grunds-
læggelse ind til Refonnationen),
sem nú er í prentun. Einnig hef
jeg ritað fyrir hið ágæta ársrit
hinnar norsku kirkju, „Noiwegia
sacra“, stutt ágrip kristnisögu
vorrar allrar (Den islandske
Kirkes Kaar underKatholicismen,
í N. S. 1923, og Islands kirkelige
Udviklingsgang siden Reforma-
tiönen, í N. S. 1924), sem að
stofninum til er fyrirlestrar, sem
jeg flutti á háskólanum í Osló
haustið 1923.#En áður hafði komið
út á sænsku bæklingur eftir mig
um sama efni (Islands Kyrka och
dess stállning i Kristenheten“.
Stockholm 1920), að stofninum til
Olaus Petri-erindi, sem jeg flutti
á háskólanum í Uppsölum haust-
ið' 1919. En á íslensku hefir
kristnisaga vor í heild sinni aldrei
birts á prenti fyr en nú, er þessi
„Kristnisaga Islands frá öndverðu
til vorra tíma“ kemur fyrir al-
mennings sjónir.“
Hefur höf. á undan þessu minst
í formálanum Kirkjusögu Finns
biskups og viðbótar við hanaeftir
Pjetur biskup, en þau rit eru á
latínu og því ekki aðgengileg fyr-
ir almenning. Er það gott verk,
sem biskupinn hefir tekið sjer
fyrir hendur, að rita Kristnisögu
landsins frá upphafi á þann hátt,
að allir landsmenn geti haft henn-
ar full not. Bókin er mjög læsileg
og safnað þar saman á einn stað
miklum fróðleik, sem dreginn er
víða að. Höf. á þakkir skilið fyrir
ritið. Hann er óvenjulega afkasta-
mikill, og einn þeirra biskupa
þessa landí, sem mest liggur eftir
ritað um kirkju og kristindóm.
Kaflinn, sem tekinn er upp úr
formála Kristnisögunnar hjer á
undan, sýnir, hve mikið Jón
biskup Helgason hefii unnið að
því, að kynna íslensku kirkjuna
út á við og auka á. þann hátt
veg hennar.
----o----
Viggo Strange farandsali, sem
verið hefir hjer í verslunarerind
um á sumrum síðastliðin ár og
hefir kynst hjer mörgum, er ný-
lega dáinn á heimili sínu í Khöfn.
Hann var maður á efra aldri, en
hraustur og frískur fram á síð-
ustu tíma, og hafði farið víða um
heim. Hingað kom hann altaf
glaður og þótti skemtilegt að
dvelja hjer, og mörgum Islend-
ingum i Khöfn var hann að góðu
kunnur.
Barði Guðmundsson sagnfræð-
ingur, sem dvalið hefir í Osló að
undanförnu, er nýkominn hingað,
ætlar norður í átthaga sína í
Eyjafirði og vera þar í sumar.
---------------o----