Lögrétta


Lögrétta - 08.07.1925, Qupperneq 3

Lögrétta - 08.07.1925, Qupperneq 3
LÖGRJETTA 8 senda þangað embættismenn og Reykvíkinga, sem ekki hafa kom- ið nærri landbúnaði frá því þeir voru börn eða skilja ekki nándar nærri hinar stórfeldu breytingar, sem verða að komast áfram, at- vinnuveginum til hagsbóta, ef hann á að verða lífvænlegur. það verður að hefja nýtt landnám í nýyrkju á svipaðan hátt og þeg- ar sjávarútvegurinn hóf mótor- báta- og togaraútgerðina úr ára- bátum og þilskipum. En það verður aldrei hægt, nema með viturri stjórn, vitru þingi og framsækinni bænda- stjett. ölvesholti, 28. júní 1925. Valdimar Bjarnason. ---o---- Jón Jacobson fyrv. landsbókavörður. Sólhvarfa silfri sáir nú á jörðu árborin gyðja, sem allir dá; harmþrungnum huga heillavættur mesta og vitasgjafi von og þí’á. Helstraumar harðir hafa oft og lengi þjóð vorri skapað þungan kost. Lífstrauma leggur, lindir geta frosið, er hallar degi og herðir frost. þó hefir þjóðin þrautum staðið móti, lagt á sig menningar-lagakvöð, setið að sumbli sólárgeisla og dagga og drukkið fornan dverga mjöð. Vel sikyldi vanda vinakveðjur hinstu öllum, sem bentu á óttu lönd, öllum, sem unnu okkar göfgu tungu og rjettu styrka hjálpar hönd. Einfalt líf eflir, öðrum þannig bendir, ráðsvinna glögg, er rata vill. Lögrjettu lífsins dálæti okkar á fjölbreytninni gleymum ágæti þeirra. Við þessi störf hafði Jesús verið í uppvexti sínum og fyrsta samband hans við mannlífið var nátengt þeim nytjahlutum, sem smíðaðir voru á heimili hans. Af handverkmu lærði hann, að það, að lifa, er að umskapa með vinnu sinni dautt og ónýtt efni og gera úr því nytsamlega hluti, að hið ómerkilegasta efni getur orðið mönnunum að góðum og gagn- legum hlutum, ef það er barið eða skorið, ummyndað með hamr- inum eða hnífnum, — að frels- unin er yfirleitt fólgin í umsköp- un. Á sama hátt og hægt sje að gera úr vanhirtri, kræklótti og óhreinni trjágreininni rúmstæði handa konunni og vöggu handa barninu, svo megi og umskapa hinn svívirðilegasta okurkarl og hina aumustu skækju og gera úr þeim himinsins börn. Faðirinn. 1 náttúrunni, þar sem sólin skín á rjettláta og rangláta, þar sem kornið þrosk- ast og verður að brauði á borði gyðingsins og heiðingjans, þar sem stjörnurnar lýsa yfir kofa hjarðmannsins og fangelsi bróð- urmorðingjans, þar sem vínberið vex til þess að gleðja í brúðkaup- um og til að fylla ofdrykkjumenn og glæpamenn, þar sem fuglarnir syngja frjálsir í loftinu og fá fæðu sína án vinnu, en hinn læ- vísi refur liggur líka í leyni, þar sem liljurnar eru skrýddar feg- urri skrúða en konungamir — þar fann Jesús jarðneska sönnun fyrir eilífri vissu sinni, að guð er ekki húsbóndi, sem í þúsund ár telur eftir eins dags veitslu og velgerðir, að hann er ekki ægileg- Bændur! Við leyfum okkur að beina athygli yðar, að hínum afar hagkvæmu kjörum sem við getum boðið yður á allskonar vatnsleiðslu— tækjum, svo sem: Galv. pípum, dælum, vatnshrútum, krönum o. s. frv. — Vörurnar sendast gegn póstkröfu hvert á land sem er. Not- færið yður 18 ára reynslu okkar og þekkingu um fyrirkomulag og uppsetningu á þessum tækjum. Leitið upplýsinga til okkar um alt er þér þurfið vitneskju um í þessu efni. og við munum svara fyrirspurnum yðar um liæl. Virðingarfyllst Helgi Magnússon & Co lýtur spekimaður, en hinna. bíða örlög ill. Manndáðin mæta, megingöfga dísin, yrðir með brosi á einkavin; þrefaldar þakkir þessum manni geldur, sem liðið hefir skúr og skin. Málsnildar manni morgunverkin góðu ljúft er að þakka, að lokum dags, er fellur á framnes foi’vaðans hinsta ’in síð’sta kveðja sólarlags. Manndáð, er miðlar málsnildar greinum, ótila móti reisir rönd. Árniður alda yfir höfði Jóni, er fagur-dreymi, er fer í hönd. Guðmundur Friðjónsson. ----o---- Barnafræðslan. Skrifað út af grein Árna læknis Árnasonar. Síðla vetrar kom neðanmáls í „Lögrjettu“ löng grein um barna fræðsluna, eftir Árna lækni Áma son í Dölum vestur. I þeirri grein voru sjerstaklega fvær setn ingar, sem furðulegar mega telj- ast. þar segir svo: „þeir foreldr- ar eru margir, sem vilja sjálfirsjá um fræðslu barroa sinna og telja sjer ekki annað vansalaust,*) m þeir hafa efni á því“. Og: „þeir (bændurnir) vilja ekki fara á sveitina eða ríkið þegar að kensl- unni kemur,*) þótt þeir hafi ann- ast alt hitt sómasamlega og eigi sæmileg efni“. Læknirinn tekur í sama streng og gerir þessi ummæli að sínum. Furðulegt má það kallast, að telja það óvirðu nokkrum manni, hvort sem hann er ríkur eða fá- tækur, að vera í fjárhagsfjelagi við aðra landsmenn, sem veitir sameiginleg rjettindi, án þess að *) Leturbr. hjer. ur og strangur rjettarkröfuvald- hafi, sem heimtar óvinina eyði- lagða og afmáða, og að hann er ekki heldur einskonar keisari eða soldán, sem þarf ættstóra menn í þjónustu sína ög vakir yfir því, að allir hirðsiðir í höllum og kirkjum sjeu haldnir út í æsar. Jesús vissi að guð er faðirinn — ekki aðeins Abrahams ættar, heldur allra manna. Ást eigin- mannsins er heit, en hún er hold- leg og afbrýðissöm. Bróðurástin er oft eitruð af öfund. Sonarást- in af mótþróa. Vinaástin af svik- semi og blekkingum. Húsbóndans velvild oft full af drambi og lít- ilsvirðingu. En ást föðursins til barnanna er ein hin fullkomna ást, Faðirinn gerir það fyrir son sinn, sem hann mundi ekki gera fyrir neinn annan. Sonurinn er hold af hans holdi og bein af hans beinum, eins og hluti af sjálfum honum, sem dag eftit dag hefir vaxið við hlið hans. Hann er framhald og fullkomnun af sjálfum honum, viðbót við sjálfan hann. Sá eldri endurlifir í þeim yngri. Fortíðin speglar sig í framtíðinni. Sá, sem lifað hefir, fórnar sjer fyrir þann, sem eftir á að lifa. Faðirinn lifir fyrir som inn, gleðst yfir honum og sjer sjálfan sig í honum. þessi sonur er líka fæddur af konu, sem hann hefir elskað, og hann hefir síðan kostað hann tár og erfiði......... Faðir hans hefir vermt hendur hans, þegar þær voru smáar, í lófum sínum, heyrt fyrstu orð hans og sjeð hann skjögra fyrstu sporin á gólfi sínu. Og hann hefir tekið eftir, hvernig sál hans þroskaðist. Meðan sonurmn var lítill vænti hann alls, sem hann sí og æ sje fyrst og fremst litið á það, hvort þessi eða hinn er ríkur eða fátækur. Hugsandi menn ættu að vera farnir að s'já, hve fráleit firra það er, að gjald sje nokkru svívirðilegra fyrir það, að sveitarfjelag greiðir það, heidur en ef einhver einstakling- ur eða þá ríkið geldur það. Á hitt ættu menn jafnan að líta, hvað hagkvæmast er heildinni og sanngjarnast. Hjer er um sam- eiginleg rjettindi að ræða. þau ættu því aldrei að geta talist neinum manni ósæmileg. Hinsvegar er það viðurkent að sá greiði mest til almennra þarfa, sem hægast á með það, — sá, sem af mestum efnum hefir að taka. Hin eina sanngjarna leið, sem efnamennirnir geta farið, til að draga úr greiðslu sinni til al- mennra þarfa, er sú, að þeir beiti sjer fyrir stofnun atvinnufyrir- tækja eða verslunar, sem gefi tekjur í hina sameiginlegu sjóði, sveitar, sýslu og ríkis. Hyggjum að, hvor fjölskyldan hefði fremur ástæðu til að kveinka sjer, sú, sem samkvæmt tillögum Árna læknis yrði skrif- uð í sveitarskuld, vegna þess að börnin hefðu notið almennrar kenslu, en heimilisfaðirinn ekki haft fje til að greiða kostnaðinn með, — eða hin, sem að eins tekur á móti sameiginlegum, lög- festum hlunnindum, sem hún á jafnan rjett til, eins og t. d. út- borgunar lífsábyrgðar, enda þótt húsbóndinn sje svo efnum búinn, þarfnaðist, frá föður sínum, hann treysti föður sínum og þóttist því að eins óhultur, að hann væri nálægt honum. Faðir- inn veit, að hann á að vinna fyr- ir hann og lifa fyrir hann. Ást föðursins er hin hreina, sanna ást; hún er gleði yfir því, að fórna sjer fyrir annara ham- ingju. Hugsunin um guð sem föður er ein af hinum stóru nýjungum í kenningu Krists, — þessi djúp- viturlega, fagra og friðandi hugsun, að guð elski okkur eins og faðirinn elskar börn sín, en ekki með konungsins umönn- un fyrir þrælum sínum, að hann gefi öllum börnum sínum daglegt brauð og opni glaður faðm sinn, eins fyrir þeim, sem misgert hafa, þegar þau koma og leggja höfuð sitt við brjóst hans. þessa hugsun, sem bindur enda á gamla sáttmálann og byrjar hinn nýja, hefir Jesús endurfundið í náttúrunni. Hann, sem var sonur guðs og frá honum kominn, hafði ætíð verið meðvitandi um þessa afstöðu mannanna til guðs, þótt hinir gáfuðustu meðal spámann- anna hefðu tæplega komið auga á neitt, sem á hana benti. En nú, þegar hann átti þátt í kjörum og reynslu mannanna, sá hann þessa hugsun opinberaða, eins og skuggsjá, í allri tilverunni, og með hinum fegurstu myndum úr ríki náttúrunnar flutti hann mönnunum fyrsta gleðiboðskap sinn. Jesús elskaði náttúruna, eins og allir þeir, sem eiga andans auð. Syndarinn, sem þarf að hreinsa sig, binn helgi maður, sem vill biðja, skáldið, sem vill að neyðin ræki hann ekki til að hagnýta sjer hlunnindin. Ef nú læknirinn eða einhver annar kynni að halda því fram, að þótt það væri að vísu satt, að aðstaða fátæka mannsins væri lakari að mun, þá sje hitt þó minkun fyrir þann, sem á yfrið nóg handa heimili sínu, að nota sjer sömu hlunnindi og fátækl- ingarnir, — þá myndi sú rök- færsla leiða til þess, að jafn- framt yrði að líta svo á, að alt, sem styrkt er af opinberu fje, sje „blettað“. þessvegna sje rík- um manni óhæfa að saurga sig á því, að hagnýta sjer t. d. læknis- hjálp, sem hjeraðslæknir lætur i tje, þar eð læknirinn fær laun sín greidd úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ríkissjóðnum. Sjúkrasamlög, lífsábyrgðir og allar aðrar almennar tryggingar á mönnum og eignum yrðu f>á á sama hátt óhreinar hjálpar- lindir, a. m. k. ef eitthvað er lagt fram af almenningsfje þeim til styrktar. Og þessir blessaðir efnamenn, sem hr. Á. Á. lýsir, — sem þykjast „fara á sveitina“ ef þeir láta börn sín ganga í skóla, sem kostaður er af al- manna fje, — þeir geta þá naum- ast lítillækkað sig til að njóta góðs af slíkum samfjelagsstofn- unum. Fáum mun raunar koma til hugar að hafna almennum hlunn- indum af þessum sökum, — að þeir þykist upp yfir það hafnir, að taka á móti þeim. Til þess þyrfti líka meir en lítið stór- hundageð, eins og það er stund- um kallað á alþýðlegu máli. Hitt kynni fremur að vera, að þeir menn væru til sem sæju ofsjón- um yfir annara hag. Á þeim breyskleika ættu þeir síst að ala, sem skilyrði hafa til meiri víð- sýnis. Alt annað mál er það, þó að nokkrir, sem telja sig hafa efni á því, fái sjer heimiliskennara, þó að skóli sje til í þeirri sveit. það getur verið tilraun til að afla börnum sínum sem bestrar kenslu, enda er hægara að jöfn- um öðrum aðstæðum, að kenna fáum börnum vel en mörgum, einkum frumatriðin. Stundum er kennari fenginn heim, eingöngu til þess að losna við að senda börnin að heiman. þeir, sem á annað borð eiga aðgang að góð- um almennum skóla, handa börnum sínum, fá þó venjulega því að eins heimiliskennara í þess stað, að þeir sjeu allvel efnaðir. þá hafa þeir líka betri ástæður til að leggja nokkuð af mörkum til kenslunnar alment, heldur en margir hinna, sem þurfa skólans með handa bömum sínum. Annars ættu hrepparnir ekki að vera látnir leggja fram frtéðslukostnað að néinu leyti, a. m. k. sem allra minstan hluta hans. það er kunnugt, að sveit- argjöld eru víða talin eftir og oft nurluð um skör fram. Einnig er óvíst, hvort þetta barnið eða hitt ílengist í þeirri sveit sem það er alið upp í. Ríkið á að greiða fræðslukostnaðinn. Upp- eldi æskulýðsins er fyrst og fremst gagn heildarinnar. Læknirinn tekur samanburðar- dæmi af kenslu og kvikfjárrækt. Út af því vil jeg spyrja: Hvort er sá nokkur á vorum dögum, sem vill halda því fram, að börn- in sjeu eign foreldranna á sama hátt og t. d. kindumar þeirra eða önnur húsdýr, og að ríkið varði því ekki meira um barna- uppeldið, heldur en t. d. um það, hvort einhver bóndi fóðrar fleira af hvítu fje eða svörtu? Bammörgu heimilin eru sjald- an efnuð að sama skapi. Að til- skapa, allir leita þeir ýmist upp til fjalla, inn í skugga skóg- nna, til hinna niðandi lækja, út á ilmandi engin, eða inn í gróður- laus hamragljúfrin. Jesús hefir numið mál náttúrunnar. Hann notar aldrei lærdómsmannanna orð, engar hugsanaflækjur, og ekki heldur almenn litlaus orð. Mál hans er fjölskrúðugt; í því er ilmur akra og blómgarða og það er ríkt af myndum úr dýra- lífinu. í Galíleu sá hann fíkjum- ar þroskast undir dökkum blöð- um, vínviðinn grænka og hlaðast gulum og rauðum berjum, sem voru uppskerumannsins ánægja. Hann sá mustarðstrjeð vaxa upp af nær ósýnilegu fræi. Hann heyrði næturvindinn veina í reyr- stráunum. Hann sá kornið hverfa ofan í moldina og rísa upp aftur í nýjum gróðri. Hann sá, að meðal hinna fínu grænu kornaxa risu upp hin fögru rauðu, gulu og bláu blóm, er fyrstu hitabylgurnar fóru um loftið. Hann veitti eftirtekt glitr- andi grængresinu, sem skreytir jörðina í dag, en á morgun er kastað visnu í eldinn. Og hann veitti eftirtekt hinum góðu og vondu dýrum; dúfunni, sem kvakar ástleibin á þakinu og tildrar fjaðraskrauti sínu; emin- um, sem með þöndum vængjum vofir yfir bráð sinni; titlingun- um, sem ekki falla til jarðar, fremur en keisaramir, nema það sje guðs vilji; hrafninum, sem atar nefið í hræum; hænunni, sem safnar ungunum undir vængi sína þegar þruman er í nánd; hundinum.sem skríður und, ir borð húsbónda síns til þess að hirða þá mola og bein, sem niður falla. Og hann tók eftir því, hvernig nákurinn skreið í gras- inu, og hvernig höggurinn faldi sig í sprungum grafsteinanna. Hann var fæddur meðal hirð- ingja og átti að verða hirðir mannanna. Og hann er sauðkind- inni nákunnugur og þykir vænt um hana: ána, sem leitar að týndu lambi sínu; lambið, sem jarmandi eltir móður sína og hverfur undir kvið henni til að sjúga; beitarfjeð í fjallahlíðum — alt þetta er vafið inn í tal hans. Og hann ber sömu velvild- ina til sáðkomsins, sem er svo lítið, að það er varla sýnilegt í lófa manns, og til fíkjutrjesins gamla, sem veitir bústað fátækl- ingsins svalandi skugga. Og eins er um fuglana í loftinu, sem hvorki sá nje uppskera, og fisk- ana, sem glitra í netum veiði- mannanna. Og hann tók eftir veðrabrigðunum á heitum ,kvöld- um, þegar þruipan var að fæð- ast í svörtum skýjunum. En Jesús las ekki aðeins í nátt- úrunnar opnu og myndaríku bók. Uann vissi.það líka, að guð hafði talað til mannanna fyrir munn engla, ættarfeðra og spámanna. Orð hans og lög voru skrifuð í hinar helgu bækur. Jesús þekti þau tákn, sem hinir dánu höfðu notað til þess að flytja hinum ófæddu minjar og reynslu eldri tiða.Vart mun hann hafa lesið önnur rit en sagnarit þjóðar sinnar, en þau þekti hann og skildi betur en hinir skriftlærðu menn, og þau gáfu honum rjett til þess að verða kennari úr læri- sveini. Frh. -----o----

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.