Lögrétta - 18.08.1925, Blaðsíða 1
Innheiinta og afgreiðsla
í Veltusundi 3
Sími 178.
LOGRJETTA
Útgefandi og ritstjór'
t’orsteinu Gíslason
Þingholtsstræti 17.
XX. ár.
Um víða verttld.
Apamálið.
Nýlega er dæmt í Tennessee í
Bandaríkjunum mál, sem mikið
umtal hefir orðið út af. Barna-
kennari einn, Scopes að nafni, var
kærður fyrir það, að hann hefði
skýrt fyrir nemendum sínum þró-
unarkenningu Darwins og þá, að
líkindum, jafnframt haldið því
að þeim, að þar væri sannleikans
að leita. Hinn nafnkunni stjóm-
málamaður Bryan, sem nú er ný-
lega dáinn, tók að sjer sóknina í
málinu gegn kennaranum og
fylgdi málinu fram með mikilli
festu, en það var ekki dæmt, er
tiann fjell frá. Nú er það dæmt
og kennarinn dæmdur sekur. En
málið er þannig vaxið, að í skól-
um Bandaríkjanna fer engin
kensla fram í trúarbrögðum, með
því að trúmálin eiga að vera þar
einkamál. Foreldrar barnanna
heimta því, að í skólunum sje ekki
heldur haldið að þeim neinum
þeim kenningum, sem rífi niður
þá trúarlærdóma, sem börnunum
eru innrættir á heimilunum. Um
þetta hafði staðið deila í Tenn-
essee áður en þetta mál kom upp,
og hún encíaði með því, að skól-
um þeim, sem opinbers styrks
njóta, var með lögum bannað að
flytj a börnunum nokkrar kenning-
ar, sem snertu trúarbrögðin, og
þar með var þróunarkenning Dar-
wins sjerstaklega útilokuð frá
skólunum, því einmitt út af henni
hafði stríðið risið. Scopes kenn-
ari hafði brotið skýlaus lagafyrir-
mæli og hlaut því að dæmast sek-
ur. En hann hefði eins orðið að
dæmast eftir lögunum fyrir að
halda að börnunum í skólanum
hreinni biblíutrú, ef hann hefði
verið kærður fyrir það. — En
mál þeÚa hefir vakið hneyiksli
víða um lönd og mikið verið um
það skrifað. Veldur því löng vitna
leiðsla, sem fram fór í sambandi
við það, og deilur um afstöðu
skólanna til trúmálanna, sem út
úr þessu spunnust. Nú er málinu
af verjendum skólakennarans
áfrýjað til hæstarjettar Banda-
ríkjanna og verður það dæmt þar
í haust. Málið hefir alment verið
kallað apamálið.
Síðustu fregnir.
Samningar um skuldamál
Bandaríkjanna og Belgíu eru sagð
ir strandaðir í bráðina, með því
að - Belgar vilja ekki borga lán
þau, sem þeir tóku á stríðsárun-
um stríðsins vegna, — þykjast
hafa tekið þátt í stríðinu fyrir
aðra, en ekki fyrir sjálfa sig.
Berlínarfregn segir, að sam-
eignai-menn hafi nýlega haldið
fund þar í borginni undir beru
lofti og orðið úr bardagi milli
þeirra og lögregluliðsins. Einn
maður var drepinn, en margir
særðir.
Lundúnafregn segir, að ætt-
kvísl ein í Sýrlandi hafi gert upp-
reisn gegn Frökkum og drepið
alla Frakka, sem til náðist. Búist
við að Arabar yfir höfuð rísi upp
gegn Frökkum.
Khafnarfregn frá 15. þ. m.,
segir að Norðmenn hafi opinber-
lega tekið við stjórn á Spitsberg-
en' 14. þ. m.
Tveir franskir flugmenn fóru
nýlega þessa hringferð á 3 dög-
um: París — Túrin — Konstan-
tinnópel — Möskva — Kaup-
Reykjavík. þriðjudaginu 18. ágúst 1925. | 35. tbl.
ll
Það tilkynnist vandamönnum oq vinum, að faðir minn, Vil-
hjálmur Halldórsson trjesmiður, andaðist 29.
dag júlimánaðar síðastliðinn.
Halldör Kr. Vilhjálmsson.
mannahöfn — París. Flugu þeir
7350 km. á 39 kl.st.
Enn er sagt frá járnbrautar-
slysi í Frakklandi, nálægt Ami-
ens. Fórust 15 menn, en 16 særð-
ust. Lestarstjóranum er um kent
og sagt, að hann sje brjálaður.
Fregn frá Færeyjum frá 15. þ.
m. segir, að þar hafi verið drepn-
ir 300 grindahvalir. Grasspretta
er sögð þar ágæt í sumar.
Fregn frá Málmey segir, að ný-
lega hafi verið fundin upp í Sví-
þjóð ný kæliaðferð, sem álitið .sje
að mikil framför sje að.
Ástralíumaður einn, George Wil-
kins að nafni, ráðgerir flugferð
til suðurheimskautsins og vill fá
flugvjel keypta hjá Amundsen.
Fregn frá Rómaborg segir, að
hinn alkunni stjórnmálamaður Or-
lando hafi sagt af sjer þing-
mensku og ætli að fara úr landi.
Hann er andstæðingur Mussolini
og lýsir þannig yfir, að honum
þyki stjórn hans óþolandi. Segir
fregnin, að þetta hafi vakið
mikla eftirtekt í Ítalíu.
——o-----
Hjá blaðamðnnum.
----- Niðurl.
Um blaðamensku framtíðarinn-
ar mætti annars margt skrifa, og
hefir verið gert. Einu atriði hætt-
ir þó blaðamönnum sjálfum oft
við að ganga meira framhjá en
máske er rjett. Og það er- síminn
og víðvarpið eða hljóðvarpið. Enn
sem komið er, er það notað sem
nokkurskonar leikfang og auglýs-
ing stórblaðanna, eins og ný
„sensasjón“ — og hún ekki alt af
neitt aðlaðandi. En í sjálfu sjer
er ekkert fjarstætt í því að hugsa
sjer, að einmitt úr þessari átt eigi
stórblaðamenskan eftir að eign-
ast aðalkeppinaut sinn — að
hljóðvarpið geri daglegt nýunga-
efni blaðanna óþarft eða úrelt að
einhverju leyti. En eftir verða
þá blöð í meira bókmentalegu,
rólegu og „tímarits“legu formi
en áður. Annars er engu hægt um
þetta að spá —. aðeins drepið á
það, sem eitt af mörgu, sem
manni getur dottið í huig á stóru
blaðamannamóti.
En það er nú reyndar margt,
sem þannig getur í hugann kom-
ið, því blaðamenskan grípur yfir
svo að segja alla hluti
„thi det blev joumalistens kald
at vise at man har
alverden i en nöddeskal
naar man avisen ta’r“
eins og stóð í einum gamanvís-
um á mótinu. En það voru ann-
ars aðeins tvö atriði sem hjer átti
að drepa á. Og það seinna er þá
enn eitt umræðuefni mótsins —
jótska háskólamálið, sem Drechsel
borgarstjóri hóf máls á.
Sumum finst það kanske und-
arlegt að sjá slíkt mál sem un>
ræðuefni á blaðamannafundi. En
Jótar vinna nú allmikið að því
að fá komið upp nýjum dönskum
háskóla í Árósum. þarf hjer ekki
að ræða þau mál eða rekja. Má
vera að í þeim sje nokkuð af því,
sem við mundum kalla fjórðunga-
streitu, en hefir þó verið vel unn-
ið og af trú. En hjer er á þetta
vikið af tvennum sökum. þeim
fyrst, að nokkur munur virðist
vera á afstöðu blaðanna til slíkra
mála hjá Dönum, ef eftir mótinu
má dæma, þó ekki sjeu þeir allir
sammála, og hjá íslendingum,
þar sem segja má að varla sje
nema eitt blað í landinu, sem hafi
hugmynd um það, að til sje ís-
lénskur háskóli, nema þá helst
þegar er „fullveldisdagur“ eða
„stúdentabair*. Og svo af þeim
sokum öðrum, að eitthvað ætti
hugsunarferillinn í heild sinni að
vera ólíkur um þessi efni hjá
nágrannaþjóðunum og okkur
sjálfum. þær auka hinar æði'i
mentastofnanir sem fyrir eru og
stofna nýjar. Við í’æðum um það
og rífumst ár eftir ár hvernig
murkað verði lífið úr þeim vísi,
sem við höfum eiignast, eða hann
kyrktur í vextinum. Svíar bæta
við sig háskóladeildum. Norðmenn
og Danir hafa í undirbúningi nýj-
ar stofnanir í þessum efnum og
leggja til stórfje. Finnar hafa ný-
lega stofnað 2 nýja háskóla og
áttu þó einn fyrir. Koskelainen
ritstjóri sagði mjer að Finnlend-
ingar hefðu með frjálsum sam-
skotum lagt fram 55 miljónir
mai'ka til þess að koma upp finska
háskólanum í Ábo.
En í Reykjavík takast heimska
og hugleysi kotunigsháttarins og
kæruleysisins í hendur alt of oft
þegar um mál þessi er að ræða.
Endurskoðun og aukning háskól-
ans á sparsaman og skynsamleggn
hátt, eftir eigin þörfum og eigin
getu, er þó tvímælalaus menn-
ingár- og þjóðernisnauðsyn og
engum ljósari en þeim, sem sjálf-
ir hafa átt að sækja til hans
mentun sína og þekkja af eigin
reynslu kosti hans og bresti.
þetta eru mál, sem blöðin
mættu vel láta meir til sín taka
en nú er, hvaða skoðanir, sem
þeim þætti rjettast að styðja þar.
Háskóla- eða mentamálin í heild
siixni vei’ða áxeiðanlega ein merk-
ustu og vandasömustu úrlausnar-
efni í ísl. þjóðlífi næstu ára —
miklu merkari en margt af því
nuddi um kaupahjeðna, pólitík og
klíkuskap, sem nú einkennir opin-
berar umi’æður oft of mikið, þó
auðvitað megi ekki gleyma því
sambandi sem hlýtur að vera
milli andlags lífs og efnahags lífs.
En sem sagt — hjer er best að
slá botninn í þessar athugasemd-
tr, enda aftur komið að því sama,
sem byrjað var á blöðunum,
vei'kefnum þeirra og áhrifum.
Hjer var aðeins vikið að einum
málaflokki, íslenskum. En það á
að sjálfsögðu við vxða, sem Bald-
win, bretski forsætisráðherrann,
sagði nýlega á blaðamannamóti,
að verkefni blaðanna eru án efa
víðtækari en nokkru sinni fyr. En
til þess að geta fullnægt þeim
verkefnum sagði hann að fyrst og
fremst þyrfti frjáls blöð, blöð sem
legðu áhersu á það, að flytja al-
menningi fi-jettir og fi'óðleik ólit-
aðan, og dóma, sem væi’u rólegir,
og þannig að menn fengju að sjá
fleiri en eina hlið á hverju máli.
Og þó þetta hafi sjálfsagt verið
sagt oft áður, þarf þó ekki langt
að leita, hvorki í heimsríkinu
bi'etska nje smáríkinu íslenska, til
að sjá þessu stungið af stokki eða
trfaðkað. Blaðamennirnir sjálfir
hafa því víða rætt þessi mál af
áhuga, t. d. í Englandi, þar sem
blaðamenskan er í ennþá stærri
stíl en hjer hefir verið um að
ræða. Og á blaðamannamóti eins
og því, sem nú hefir verið vikið
að, er eðlilegt að reynt sje einn-
Lg að rifja þetta upp fyrir sjálf-
um sjer og öðrum — nauðsynina
á blöðum, sem að vísu geta tekið
skarplega til orða þegar þurfa
þykir — en fyrst og fremst blöð-
um, sem eru ólituð, fi'jáls og fróð-
leg, blöðum sem eru skrifuð af
mentuðum mönnum fyrir mentaða
menn. Vþg.
---o---
Reglugerð
Nýja skólans á Hesti.
1. gr. Á Hesti Borgarfirði starf-
ar skóli, er kallast: Nýi skólinn.
2. gr. Markmið skólans er að
styðja andlega menningu á þá
lund að sameina trú og þekkingu
og efla lifandi kristindóm. Glæða
og efla þjóðlega menningu, veita
nemendum aðstoð til að þekkja
sjálfa sig og beina gáfum þeirra
og hæfileikum að sjálfstæðri
starfsemi og sjálfsmentun. þá er
og markmið skólans að veita þá
almennu fræðslu, er öllum þorra
manna er nauðsynleg.
3. gr. Til þess að ná þessu mark-
miði fer kensla fi'am í skólanum
í þessum gi'einum: 1) 1 gi'und-
vallaratriðum sálarfræði, siðfræði
og uppeldisfræði (Karakterpæda-
gogik) óg í trúarbragðasögu. þá
verður og gerð grein framþróun-
arkenningarinnar og helstu og
nauðsynlegustu atriða heilsufi’æð-
innar. Kensla í þessum greinum
fer öll fram í fyrirlestrum og sam-
tölum. 2) 1 íslenskri tungu, ís-
lenski’i sögu og íslenskum bók-
mentum. 3) í almennri sögu og
þjóðfjelagsfræði, danskri tungu,
landafræði, stærðfræði og bók-
færslu, eðlisfi’æði, ágrípi íslenskr-
ar húsdýrafræði og söng. 4) pá
geta og nemendur hlotið kenslu í
enksu eða þýsku, þeir er þroska
hafa til.
Kensla samkvæmt 2—4 lið fer
fram í yfirheyrslu og samtölum,
nema í húsdýrafi’æði, þjóðfjelags-
fræði og bókmentasögu verður
kent í fyrix'lestrum.
4. gr. Nemendur eiga kost á að
vera við nám í skólanum 1—2
vetur (vetrai’mánuðina 6). þrosk-
aðir nemendur og vel að sjer ígeta
lokið námi á einum vetri, t. d.
þeir, er verið hafa í almennum
alþýðuskólum. Hinir ljúka námi á
tveim vetrum. Auk aukanáms-
greinanna, ensku og þýsku, gefst
nemendum kostur á, þegar þörf
þætti, að sleppa einhverju af
námsgreinunum, einkum fyrri
vetur þeirra.
Til þess að geta hlotið inntöku
í skólann, þurfa nemendur að vera
heilir heilsu og siðfei’ðisgóðir og
leggja fi’am heilbrigðisvottorð frá
hjeraðlækni og siðferðisvottorð
frá sóknai’presti. Ennfremur leggi
þeir fram ábyrgð frá gildum
manni um gi’eiðslu á öllum skóla-
verukostnaði
Skólinn er jafnt fyrir konur
sem karla. Að jafnaði skulu nem-
endur ekki vera yngri en 16 ára
er þeir hljóta inntöku í skólann.
þeir nemendui’., er ætla sjer að
vera aðeins einn vetur í skólan-
um ei'u reyndir í byrjun skóla-
ársins, en hinir ekki. Að loknu
námi ei’u nemendur reyndir á
opinberu prófi og fá vottorð um
þi'oska sinn og nám, en einkunnir
verða ekki gefnar.
5. gr. Við skólann starfa tveir
fastir kennarar: skólastjóri og
aðstoðarkennari. En auk þeirra
flytja valdir menn fyrirlestra. Á
viku hverri ei’u 30 kenslustundir.
6. gr. Skólinn vill lúta fræðslu-
málastjórn ríkisins.
Eiríkur Albertsson.
-----o----
Lögrjetta. Nýir kaupendur að
henni fá hana frá því er neðan-
málssagan byrjar og fram til árs-
loka fyrir kr. 3,50.
þetta eru útsölumenn blaðsins
og aðrír þeir, sem styðja vilja að
útbreiðslu þess, beðnir að láta
sem flesta vita.
Knud Zimsen borgarstjóri átti
fimtugsafmæli í gær. Hefir hann
lengi verið forgangsmaðurinn í
helstu framfaramálum ,þessa bæj-
ar, haft á hendi stjórn þeii’ra þau
árin, sem Reykjavík hefir tekið
mestum þroska. Bæjarstjórnin
heimsótti hann í gærmorgun og
fæi’ði honum hamingjuóskir. Einn
ig fjekk hann heimsókn af stjórn
K. F. U. M. og færði hún honum
gullbúinn göngustaf, og stjórn
Sunnudagaskóla K. F. U. M. færði
honum silfurbúna biblíu.Fi’á Odd-
fjelaga-stúku sinni fjekk hann
silfurskál, og símskeyti og blóm
óteljandi.
Ritdeila stendur nú yfir í Vísi
og Mrg.bl., milli þeirra J. Smái’a
kennara og Jóns Bjönissonar
skálds, út af Jafnaðarmanninum,
skáldsögu J. B. Hefir J. Sm. ráð-
ist á hana í Vísi og rifið hana
niður með óvenjulegri grimd, tel
ur hana standa langt að baki
eldri sögum J. B„ bæði Ógróinni
jörð og Hinum bersynduga, og
mun það eiga nokkunx þátt í árás-
inni, að J. Sm„ sem er jafnaðar-
maður, geðjast ekki að því,
hvernig J. B. snýst við þeim mál-
um í sögunni. — En J. B. ræðst
aftur á móti á ritdómai'astarf-
semi J. Sm. yfirleitt. Hann segir
um J. Sm. m. a.: „. . . er hann
allra manna skaðsamlegastur ís-
lenskum bókmentum — skaðsam-
legri en þeir, sem gefa út leir-
burð og sögurusl. Hann hefir lof-
að með væmnum oi’ðum hrakleg-
asta leii’burð og andlausasta flat-
rím. Hann hefir tekið með ógeðs-
lega mjúkum tökum á þeim bók-
um, sem enginn annar hefir virt
þess, að eyða orðum að, eða jafn-
vel lesa. . . En með þessu væmna,
slefulega lofi hefir hann fyrirgert
því, að nokkur maður taki mai'k
á því, sem hann skrifar um
bækur“. Segir J. B. að sjer þyki
vænt um árás J. Sm„ með því að
hún sýni, að saga sín sje hafin
yfir það andleysismoð, sem J.
Sm. hafi tíðast gælt við og látið
dátt að.
Ágúst Bjarnason pi’ófessor verð
ur fimtugur næstk. fimtudag, 20.
þ. m. Hann hefir stai'fað við
Háskólann hjer frá byrjun hans
og verið þeirri stofnun einn hinn
þarfasti og nýtasti maður.
Jafnaðarmaðurinn, eftir Jón
Björnsson, fæst í Bókav. þorst.
Gíslasonar. Verð: kr. 3,50.