Lögrétta - 18.08.1925, Blaðsíða 2
2
LÖGRJETTA
Smásíöluverd
má ekki vera hærra á eftirtöldum tóbakstegundum, en hér segir:
IE6ey-IkztóTosils::
Moss Rose frá Br. American Co. Kr. 8.05 pr, 1 lbs.
Ocean Mixt. '■— sama — 9.50 — 1 —
Richmond x/4 — sama — 12.10 — 1 —
do. V, — sama — 12.65 — 1 —
Glasgow V4 — sama — 14.95 — 1 —
do. V 8 — sama — 15.55 — 1 —
Waverley' x/4 — sama — 14.95 — 1 —
Garrick >/4 — sama — 22.45 — 1 —
Utan Reykjavíkur má verðið vera því hærra, sem nemur flutn-
ingakostnaði frá Reykjavík til sölustaðar, en þó ekki yfir 2%.
Iiandsverslun íslauds.
Kristniboðsmálið.
Margt — og misjafnt — hefir
verið ritað í íslensk blöð um
kristniboð, frá því snemma á dög-
um Jóns heitins ólafssonar og
til síðustu greina S. K. Pjeturs-
sonar. Margar hafa mótbárurnar
verið taldar, mörg hafa ámælin
heyrst, venjulega órökstudd, en
þó talin óhrekjandi.
Svo víðtækt er kristniboðsstarf-
ið nú orðið og svo fjölmennur
hópur trúboðanna, að naumast
mun nokkurum órjettmætt þykja
þó einn þeirra taki til máls og
reyni að bera hönd fyrir höfuð
sjer í íslensku bláði. En taka vil
jeg fram í upphafi þessa máls,
að það er einlægur ásetningur
minn að þrátta við engan; held-
ur eru línur þessar til orðnar af
löngun til að láta í ljós álit mitt
á mikilvægu málefni, sem jeg
held mjer sje eins vel kunnugt
um og nokkrum öðrum, sem um
það hafa ritað á vora tungu.
Að svo mjög hefir borið á mót-
spymu gegn kristniboðshreyfing-
unni á voru landi, hlýtur fleirum
en mjer að þykja skrýtið. 1 því
máli höfum vjer altaf aðgerðar-
lausir verið, og skörum, að því
leyti, þann dag í dag, fram úr
öllum þjóðum evangeliskrar
kristni. Og mjer þætti fróðlegt,
ef menn vildu færa ræk fyrir að
aðgerðarleysið eigum við mót-
spyrnunni að þakka.
Mótspyman, ámælin, árásimar
eru ávextir aðgerðaleysisins; en
beisku ávextirnir hafa orðið
mörgum til umhugsunar, svo
óánægjan er nú orðin almenn yf-
ir deyfð kirkjulífsins. Mun það
reynast góður undirbúningur and-
legrar vakningar. þjóðina er farið
að þyrsta eftir vitjunartímum
frá augliti drottins. Og þá þeg-
ar vakningin kemur, munu and-
ófsmenn fá nóg að gera, vilji
þeir bera sólskinið út í trogum.
Með vakning hefst kristifcoðs-
hreyfingin, fyr ekki, af því að
kristniboðsáhugi er fyrst og
fremst undir afstöðu manna til
Krists kominn. Án endurlífgunar
trúarlífsins leggja menn ekki al-
ment út í trúarlegt stórræði.
Víðar hafa menn talað og rit-
að gegn kristniboði en á íslandi.
Einkum fyrir nokkrum áram, er
helreið efnishyggjunnar fór yfir
löndin; voru þá erlend rit og blöð
full af árásum og ummælum
merkra manna gegn kirkju og
kristindómi yfirleitt. Nú eru
margir komnir heim úr ferðalag-
inu því; og slíkar raddir láta
fremur lítið á sjer bera, þó
sigurför kristindómsins hafi
verið augljósari um heim allan
síðustu árn en nokkra sinni áður.
Að tiltólu við fólksfjölda hafa
Svíar og Norðmenn mjög látið til
sín taka í kristniboðsmálinu,
máske allra þjóða mest; með
þeim hafa andmælin og árásirnar
þverrað svo furðulega að fáfróð-
ustu mönnum hlýtur að vera um
það kunnugt. — Hver getur tafið
sigurför Krists ? Hvernig á að
byggja fyrir lífsþroska guðsrík-
isins
þeim, sem af einberri umhyggju
fyrir velferð kirkju og trúarlífs
heima fyrir hafa unnið gegn
kristniboðshreyfingunni, hefi jeg
áður skrifað nokkrar línur í
Bjarma.
Andófsmönnum flestum ber þó
nokkuð annað til. þeir eru land-
námsmenn nýrra andastefna og
heill þjóðar (og máske kirkju?)
telja þeir unðir því komið að rutt
verði úr vegi öllu, sem landnámi
þeirra er til fyrirstöðu, hverju
nafni sem nefnist: kver eða
sálmabók, biblía eða húspostilla
eða til dæmis kristniboðs-
fjelagsskapur. Tillit vilja þeir þó
taka til þess sem öðram er heil-
agt, og því getur guð biblíunnai
vel haldið áfram að vera guð Eng-
la og Saxa; en ofstækistrúarmenn
bannfæra þeir alla, sem ekki vilja
láta sjer lynda að Búdda sje guð
Indverja og Konfúcíus lærifaðir
Kínverj a. Oss telja þeir sæla, sem
tilbiðjum Krist, og forfeður vora
engu síður, er tilbáðu Óðinn.
Gerum nú ráð fyrir að hver sje
sæll í sinni trú; en þá verða menn
að vera hlýðnir, hinni himnesku
vitrun og lifa trúnni samkvæmt.
Óhlýðni er afneitun! Hvað er þá
verið að ásaka oss fyrir? Mjer
er ómögulegt að óhlýðnast hinsta
boði ^Crists án þess að afneita
honum og rjettmæti alheimsveld-
iskröfu hans, án þess að syndga
gegn því, sem jeg helgast veit:
orði Krists og anda Krists.
Höfum vjer annað til saka unn-
ið en það, að vjer lifum trú vorri
og sannfæring samkvæmt og helg-
um líf vort því málefni, sem vjer
helgast teljum og háleitast? öðr-
um en kristniboðum má þó lík-
lega ekki ætla þá „ósvífni“ að lofa
eigi mönnum að trúa í friði hverju
sem þeir vilja; og þá er órjett-
látt annars að vænta 'en að menn
breyti trú sinni samkvæmt, vjer
jafnt og aðrir!
Hváð höfum vjer til saka únn-
ið? Að vjer boðum heiðingjunum
fagnaðarerindið! Fyrir það ásaki
menn Krist, sem gaf oss ótvíræða
skipun um það, að fara út um
allan heim og prjedika fagnaðar-
boðskap hans öllum þjóðum. Fyr-
ir það ásaki menn guð almáttug-
an, sem sendi son sinn til jarðar
til þess að byrja á þessu fyrirtæki,
sem lærisveinar hans aldrei vilja
hætta við!
Oss hefir verinð brugðið um
ósvífni. Trúarbrögð heiðingjanna
eiga að vera fult eins góð og vor,
eða jafnvel taka kristindóminum
fram. það sýnir sig þó líklega
miklu betur í lífi þjóðanna, en
í skrifstofu rannsóknum speking-
anna. Alment er ' viðurkent nú
orðið, að fátt hafi róttækari áhrif
á þjóðlífið en trúarbrögðin.
Trúarbrögð heiðingjanna eiga
að vera svo fullkomin að ósvífni
sje við þeim að hreyfa.
Mjer dettur í hug ofurlítill við-
burður; hann átti sjer stað í stór-
bæ einum norðarlega í Mið-Kína.
þar sá jeg mann á torginu í
ákafri deilu við fiskisalann; þeir
þráttuðu um verðið á hálfdauðri
skjaldböku. Auðvitað fjekk mað-
urinn skjaldbökuna fyrir sæmi-
lega hátt verð. En svo horfa nú
Kínverjar flestir í skildinginn að
mjer varð ekki um sel, því maður-
inn fór rakleitt niður að ánni og
fleygði skjaldbökunni út í vatn-
ið. En ekki efast jeg um það, að
sami maður hefði ekki gefið
hungruðum beiningamanni græn-
an eyri, þó hann lægi hálfdauður
fyrir dyram hans. — þá eiga
margir hundar áhrifum frá Búdda
líf sitt að launa. 1 kínverskum
bæjum eru allar götur fullar af
hundum; því þá synd forðast
flestir að lóga hundi. En láta þá
farast úr kulda, hor og kláða, það
taka fáir heiðnir Kínverjar sjer
nærri.
Ekki geta kunnugir deilt um
hvernig aðbúð fátæklinga, sjúkl-
inga og beiningamanna er'yHHeitt
í Kína; þó hjer sje blandað saman
þremur trúarbrögðum, geta menn
ekki fundið annað eins volæði,
nema þá í öðrum heiðnum lönd-
um. — Aðrir þjóðlestir Kínverja
skulu hjer ónefndir. Syndaregist-
ur skrifa jeg nauðugur.
Ósvífni telja sumir það að boða
heiðingjunum kristna trú, ósvífni
aðf hlýða hinsta boði Krists.ósvífni
að rjetta hjálparhön'd miljónum
manna, er þjást undir þrældóms-
oki heiðinna trúarbragða, heið-
innar hjátrúar, heiðinna siða og
hugsunarháttar; þeim er ósvífni
að boða þau trúarbrögð, er öll
heilbrigð og sönn mannfjelags-
þroskun grundvallast á!
Hvað sem öðrum ásökunum líð-
ur, ó s v í f n i r hafa aðrir vest-
urálfumenn í Kína verið en kristni
boðarnir.
Er heiðruðum andstæðingum
vorum ókunnugt um ósvífni Portú
galla og Spánverja, er fyrstir
Vesturálfumanna hófu verslun í
Kína? Jeg geri ráð fyrir að yður
sje vel kunnugt um ópíumstríð
Englendinga og um landrán og
sjerrjettindatöku ýmsra Evrópu-
þjóða í Kína. En yður er máske
miður kunnugt um vopnaverk-
smiðjurnar, sem ötulir vesturlend
ingar hafa komið hjer á fót; sam
bandsland vort, Danmörk, hefir
jafnvel lagt drjúgan skerf til
slíkra fyrirtækja og þótt arðvæn
verslun að selja Kínverjum morð-
vjelar.
Slíkt telja menn ef til vill ekki
ósvífni. Og þá er það heldur engin
ósvífni að áfengisgerðarmenn frá
Ameríku og Evrópu hófu stór-
framkvæmdir í Kína, er vínbann
komst á heimafyrir. — þeir, sem
bera svo mikla og einlæga virð-
ingu fyrir trúarbrögðum Kín-
verja, hefðu átt að styðja fram-
takssemi þýskra iðnaðarmanna
hjerna á árunum, er þeir fluttu út
framúrskarandi falleg skurðgoð,
auðvitað „Made in Germany“.
það er á flestra vitorði, að gegn
allri þessari óhæfu hafa kristni-
boðar manna mest og best barist.
Er til of mikils mælst að þjer lát-
ið oss í friði, þótt þjer trúar yðar
eða vantrúar vegna ekki viljið
styrkja kristniboðsstarfið?
En óátalin skyldi ekki ósvífni
fjárglæframannanna vestlendsku
og spilafíflanna í Tientsin, eða
svívirðilegt framferði hórkarlanna
í Honkong ogShanghai og bresku,
amerísku og japönsku cocaine- og
morphine-smyglaranna. Og mun
nokkrum heiðvirðum manni þykja
sómi að vindlinga flaumnum
bretska og ameriska í Kína ? Hefir
vindlinganautn orðið þjq,ðlöstur
hjer á fáum árum.
Gegn allri þessari óhæfu hefir
kristniboðinn borist ötullegar en
nokkur annar maður, og jafn-
framt í orði og verki beint mönn-
um inn á nýjar og' heillaríkar
brautir. Hann hefir barist gegn
hjátrú og hleypidómum, viður-
stygð og löstum og allskonar eitr-
uðum ávöxtum nýrrar og gamall-
ar heiðni.
þegar fjölmennasta þjóð heims-
ins er betur komin til sögunnar
en ennþá er raun á, þá fara vestur
lendingar að upps'kera það,' sem
þeir sáðu í Kína. Ef til vill mun
þá fleirum fara að skiljast að í
raun og veru var öflugt kristniboð
eina meðalið við „gulu hættunni".
Og til uppskerutímans* skyldi eng-
inn hlakka, sem ókunnugt er um
góða sæðið, sem þúsundir trúrra
þjóna krists hafa sáð. Hefði ekki
kristniboðinn bætt fyrir brot vor
og evangelium Krists megnað að
græða ólæknandi undir, hvar vær-
um vjer þá staddir þegar að guli
flaumurinn beinist vestur á bóg-
inn.
Annars held jeg að fleirum en
mjer hljóti að þykja það harla ein-
kennilegt að menn, sem alment er
álitið að sjeu andlegrar stefnu og
hugsjónastefnumenn, skuli ekki
vera kristniboði hlyntir. Er það
því máske að kenna að þeir ekkert
þekkja til heiðinnar efnishyggju?
Harðeltari efnishyggjumenn en
Kínverjar finnast naumast undir
sólunni. Höfum við þeim engin
V. Hugo: VESALINGARNIR.
á handlegg hans og mælti: „þjer ættuð að gefa mjer eitt-
hvað, herra greifi“. Greifinn sneri sjer að honum og sagði
stuttur í spuna: „Jeg hefi sjálfur fátæklinga, herra bisk-
up“. — „Jæja, gefið þjer mjer þá“, sagði biskupinn.
Einu sinni hjelt hann eftirfarandi predikun í dómkirkj-
unni: Ástkæra bræður mínir og góðir vinir, í Frakklandi
eru þrjár miljónir bændahúsa, þar sem ekki eru nema
tveir gluggar og einar dyr, 1,817,000 þar sem er einn
gluggi og einar dyr og 346,000 kofar, þar sem era einar
dyr og enginn gluggi. þessu veldur það, að til er svonefnd-
ur dyra- og gluggaskattur. Hugsið þjer yður nú þessar
fátæku fjölskyldur, gamlar konur og lítil börn í þessum
húsum, og hugsið þjer yður svo hvað verður af þeim, þeg-
ar hitasótt og aðrir sjúkdómar ganga yfir. Já, guð hefir
gefið mönnunum loftið, lögin selja þeim það. Jeg áfellist
ekki lögin, en jeig lofa og þakka guði. Bændumir í Isere,
í Var, og í báðum Alpaömtunum eiga ekki einu sinni hjól-
börur; þeir verða að bera áburðinn út á bakinu; þeir hafa
engin kerti, en nota biikaðar spýtur og snærisspotta vætta
í tjöra til ljósa. þannig er ástandið í öllum hinum hlutan
um af Dauphine. þeir baka brauðið til sex mánaða í senn
og nota þurkaða kúamykju til þess að baka það við. Á vet-
urna verða þeir að höggva það sundur með öxum og láta
það liggja í bleyti í sólarhring', áður en það er ætt. Bræður
mínir, verið miskunsamir! Sjáið hversu menn þjást um
alt land!“
Hann var fæddur í Provence og honum hafði auðveld-
lega tekist að læra allar mállýskur á Suðurfrakklandi.
Bændurnir kunna vel við þetta og hafði það ekki lítið
stuðlað að því að gera hann öllum ástfólginn. Hann var
eins og heima hjá sjer í kofunum uppi á fjöllunum. Hann
hafði lag á að segja það, sem andríkast var, á alþýðleg-
asta máli. Að öðru leyti kom hann alveg eins fram við
heldra fólkið og almúgann.
Hann var aldrei fljótur á sjer að dæma, en reyndi
altaf að átta sig vel á öllum tildraganda hvers máls. „Við
skulum reyna að sjá, hvernig á yfirsjóninni stendur“,
sagði hann.Játandi það,eins og hann sagði sjálfur brosandi,
að hann væri fyrverandi syndari, hafði hann aldrei stranga
siðfræðisprjedikun sjer að hlífiskildi. þegar hann sá alla
menn hneykslast og áfellast eitthvað mikillega, sagði hann
brosandi: „þetta virðist vera eitthvað, sem allir gera sig
seka í. Sjáið hvað hræsnurunum er ant um að hylja sig!“
Sjerstaklega var hann vorkunnlátur kvénfólki og þeim fá-
tæklingum, sem þjóðfjelagið leikur hart. „Karlmennirn-
ir, feðurnir, eiginmennirnir, þeir sem sterkir eru, ríkir og
þeir sem eitthvað mega sín, eru orsök synda eiginkvenn-
anna, hjúanna, þeirra vanmáttugu, fátæku og fáfróðu“.
Hann sagði líka: „Kennið þeim fáfróðu alt, sem þeir geta
lært. það er mikil yfirsjón af þjóðfjelaginu að veita ekki
ókeypis fræðslu, það ber ábyrgðina á því myrkri, sem það
sjálft veldur. þegar sál er full af myrkri, syndgar hún.
það er ekki syndarjnn, en sá, sem veldur myrkrinu, sem
ábyrgðina ber“. Eins og sjá má, voru skoðanir hans nokk-
uð einstæðar. Jeg held nærri því, að hann hafi numið þær
af fagnaðarerindinu.
Einu sinni heyrði hann í samkvæmi talað um mál,
sem var fyrir rjettinum og átti bráðlega að koma fyrir
dóm. Vesalings maður einn hafði falsað peninga, þegar
öll önnur sund voru lokuð fyrir hann, af ást til konu og
barnsins, sem hann átti með henni. þá var enn refsað
fyrir peningafölsun með lífláti. Konan hafði verið tekin
föst, þegar hún var að koma fyrsta peningnum út, sem
maðurinn hafði búið til. Henni var haldið í fangelsi en
menn höfðu engar sannanir nema gegn henni einni; hún
ein gat ljóstað upp um elskhuga sinn og komið honum
undir manna hendur, með því að segja frá glæpnum. Hún
neitaði. Allra bragða var leitað, en hún neitaði stöðugt.
En- þá datt opinbera ákærandanum nokkuð í hug. Hann
sagði henni, að elskhugi hennar væri henni ótrúr, og hon-
um tókst að sannfæra vésalings konuna um það, með
nokkrum brjefsneplum sem hann hafði lag á að skýra
fyrir henni á kænlegan hátt, að hún ætti elju, og að mað-
urinn hefði svikið hana. Hún sagði þá til elskhuga síns,
utan við sig af afbrýðissemi, játaði öllu og Ijet dómstóln-
um allar sannanir í tje. Nú var úti um manninn. það átti
að dæma hann skömmu síðai' í Aix og með honum þá er
meðsekir voru. Allir voru hrifnir af kænsku ákærandans,
sem hafði leitt sannleikann í ljós með því að vekja af-
brýði konunnar. Biskupinn hlustaði þögull á söguna og
spurði síðan: „Hvar á að dæma þennan mann og þessa
konu?“ — „Við kviðdóminn". — „Gg hvar á að dæma
opinfcæra ákærandann?“ mælti hann.
Sorglegur viðburður gerðist í Digne. Maður var
dæmdur ti] lífláts fyrir morð. það var gæfulaus vesaling-
ur, sem ekki var alveg mentunarsnauður, þó að hann
hefði aldrei fengið verulega uppfræðslu. Hann hafði feng-
ist við sjónhverfingar á sölutorgum og hafði auk þess
nokkurskonar opinbera skrifstofu. Bæjarmenn töluðu
mikið um þetta mál. Daginn áður en átti að lífláta hann,
veiktist fangelsispresturinn. En prest varð að fá til þess
að vera hjá manninum dauðadæmda síðustu stundirnar.
þá var farið til sóknarprestsjns, en hann neitaði, honum
kom þetta ekkert við, hann var ekki skyldugur til þess
að íast við slíka þrælavinnu og vildi ekkert skifta sjer af
þessum loddara. „þar að auki er jeg veikur og þetta er
annars ekki mitt verk“. Biskupnum var sagt frá þessu
svari og mælti hann þá: „þetta er rjett hjá prestinum.
þetta er ek'ki hans verk, heldur mitt“. Hann fór undireins
til fangahússins og gekk inn í klefa „loddarans“, tók í
hönd honum og talaði við hann. Hann dvaldi hjá honum
allan daginn, gleymdi að eta og sofa fyrir því að biðja til
guðs fyrir sál óbótamannsins. Hann var eins og faðir hans,
bróðir og vinur hans, leiðbeindi, huggaði hann og hug-
hreysti. Myriel einum var það að þakka, að þessi maður
geklí ekki í dauðann með örvæntingu í hjarta sínu. Hon-
um fanst dauðinn vera eins og hyldýpisgjá og var gagn-
tekinn af skelfingu. Hann var ekki nógu mikill fáráðling-
ur til þess að láta sjer standa á sama. Dauðadómurinn
hafði fengið mjög mikið á hann og, ef svo mætti að orði
komast, brotið niður hjer og hvar nokkuð af veggnum,