Lögrétta


Lögrétta - 18.08.1925, Side 3

Lögrétta - 18.08.1925, Side 3
LÖGRJETTA S Bændur! Við leyfum okkur að beina athygli yðar, að hinum afar hagkvæmu kjörum sem við getum boðið yður á allskonar vatnsleiðslu— tækjum, svo sem: Galv. pípum, dælum, vatnshrútum, krönum o. s. frv. — Vörurnar sendast gegn póstkröfu hvert á land sem er. Not- færið yður 18 ára reynslu okkar og þekkingu um fyrirkomulag og uppsetningu á þessum tækjum. Leitið upplýsinga til okkar um alt er þér þurfið vitneskju um í þessu efni. og við munum svara fyrirspurnum yðar um hæl. Virðinganyllst Helg'i Magnússon & Co andleg gæði að bjóða,þá held jeg að oss öllum sje best að hætta að hrósa oss af andlegleik og ótak- markaðri víðsýni. Svo víðfeðmur er kærleikur Krists að hann vildi ekki aö neinn færi á mis við gæði Guðsríkisins. Öllum skyldi boðið til hinnar miklu hátíðar. Kristur er andrík- ur; er hægt að gera mönnum betri þjónustu en þá, að kenna jþeim að elska hann og virða? Oig sjeu menn kristniboði and- vígir kenninganna vegna þá mætti þó ætla að verkanna vegna mundi enginn dirfist að amast við iþví.* því miður eru menn á voru landi kristniboðinu svo ókunnir-, af því að um það eigum við ekkert rit, að mótbárurnar eru flestar af fá- visku sprottnar. Oflanigt yrði hjer að fara út í þá sálma hverju kristniboðið hefir til leiðar komið. Hjer langar mig þó til að spyrja: Hvernig geta þeir, er mannúðarstarfi unna, ver ið stórkostlegustu og víðíeðmustu mannúðarstarfsemi heimsins and- vígir og jafnvel brugðið frum- kvöðlum hennar um ósvífni? Er heiðruðum andstæðingum vorum, (sem þó eru sumir hverjii alþektir bindindisfrömuðir heima) ókunnugt um áfenigisböl ópíum nautn í Kína? Hverjir hafa svo framar staöið í baráttunni gegn þeim vandræðum en kristniboðar ? Starfssvið Kínasambandsins norska í Kína er nokkru minna en ísland, en íbúar eru 8—9 mil- jónir. Á öllu þessu svæði hefir enginn háskóiamentaður læknir verið annar en læknir katólska trúboðsins í Laohakow. Fyrir nokkrum árum ljet norska trúboð- ið reisa hjer spítala og senda hing að ungan lækni, en hann fjell tveim árum síðar fyrir morðvopm ræningja. Nýlega er annar norsk- ur læknir kominn í hans stað, og í vor á að byggja stórt sjúkrahús. Heiðraðir andstæðingar vorir þekkja auðvitað ekki til lækna gamla skólans í Kína. En hug- mynd hafa flestir um kínverska fátækt og kínverskan óþrifnað. — Hjer var því mikil þörf á lærð- um lækni og hann kom frá kristni boðsfjelagsskapnum eins og flest- ir aðrir vesturlendir læknar í Kína. Oflangt yrði hjer að gefa mönn- um nákvæma hugmynd um allar þær líknarstofnanir, sem kristnir * Á öðrum stað hefi jeg nýlega ritað stuttlega um hverju kristniboðið hefir komið til leiðar í Kína. boðið hefir sett á fót og rekið til þessa dags í öllum löndum hins heiðna heims: Spítala og lyfjabúð ir, hæli fátækra, blindra og van- aðra o. s, frv.; af skólum kristni- boðsins er full ástæða til að telja barnaskóla þess til líknarstofnana. Uppeldisfrömuðum getur naum- astverið í nöp við kristniboðið sje þeim kunnugt um æðri skóla þess og lægri víða um heim: háskóla, sjerfræðiskóla, kvennaskóla, kenn- araskóla, lýðskóla o. s. frv. Sje ánauðarok kvenna heiðnu land- anna nokkuð ljettara orðið, er það engu öðru að þakka fremur en kriistniboðinu. I þessu sambandi get jeg ekki stilt mig um að nefna þá fádæma þjónustu, sem kristniboðið hefir int -af hendi oft og tíðum á erfið- um tímum heiðnu þjóðanna, t. d. er hallæri bar að höndum eða flóð eða sóttir. Er það nú viðurkent orðið um heim allan. Mjer standa fyrir sjónum tveir atburðir, ofboð algengir í Kína en mjer þó alveg ógleymanlegir: Jeg tafði hjer ofurlítið við ferju staðinn nýlega við Hanfljótið, rjett fyrir neðan Laohakow, og horfði þar á 6 fuilrðna karlmenn berja af öllum mætti, grindhoraða ösnu, sem ekki gat hoppað um borð á ferjuna. þegar þeir voru búnir að velta ösnunni um borð, fóru þeir aftur að berja hana, af því hún gat ekki istaðið upp án hjálpar. í kínverskum trúarbrögðum er mikið siðferðislega og trúarlega háleitt og fagurt. En Kristur einn hefir opinberað heiminum guð sem miskunarríkan föður. Og hann kendi oss: „Verið miskun- samir, eins og faðir yðar er misk- unsamur". því hafa kristnir menn öllum öðrum betur skilið rjett lít- ilmagnans og gætt þess rjettar vel. Um hinn atburðinn hefi jeg rit- að í dagbók rnína fyrir tveim ár- um eftirfylgjandi línur: í gær- kvöld seint dó hjer 4 ára gamalt bam, mjög sviplega. Við kistulagn inguna í dag snemma voru margir samankomnir til að harma barnið látna;líktist vein þeirra jarmi í rjettum eða fossanið. I gegnum niðinn heyrði eg þó stöðugt ör- væntingar óp móðurinnar: Va tsið Vo dí va tsið!“—barn, barn mitt! Hver getur skilið neyð heiðinnar móður, neyð heiðingjans, er dauð- ann ber að dyrum. Lífið langt á hann verjulaust stríð gegn illum öndum og djöflum; (hjer er ekki óvanalegt að menn verði tryltir af hræðslu) ; en þegar dauðinn kemur er öll von sloknuð! Síðustu mánuðina hefi eg geng ið tugi mílna og heirosótt margar sveitir og ótal þorp, sem myrkur grúfa yfir. Kaldir eru íslenskir vetrar og dimmar skamdegisnæturnar. En miklu hræðilegri eru myrkur heiðninnar; við þeim hryllir mig, svo oft hefi jeg sjeð inn í kalin hjörtu villuráfandi, heiðinna manna. — Heima er himin Guðs heiður; hann geta erngin ský hul- ið;og von vor, ljós vort, sól vor gengur aldrei til viðar. Kristur er ljósið, sem að eilífu skín og ekkert getur slökt, ljósið, sem myrkrin eru á stöðugum flótta fyrir og aldrei geta byrgt. Ólafur Ólafsson, Laohakow, Kína. ----o--- Um dýraverndun. Frh. ----------- Hundurinn er fylgidýr maims- ins síðan sögur fara af, og er einhver vitrasta og tryggasta skepna, sem til er, og manninum mjög þarfur, og því á hann ekki nema gott skilið af okkar hendi. Jeg- er hræddur um að bændum brigði við ef þeir mistu liundinn, en þó fengju smalarnir mest á því að kenna, af því mörg sporin fara þeir fyrir þá, við smala- mensku og leitir á haustin; en þó virðist auðsjeð að margir hverjir kunna ekki að meta það til fulls hvílík kostaskepna hann er, því fyrir kemur að honum er iaunað með höggum ef þeir t. d. fara ekki rjett fyrir kindahóp. Menn athuga ekki nógu vel hvaða bænaraugum þeir líta á þá þegar þeir skríða auðmjúkir að fótuni þeirra og ekki heldur að þetta er mállaus og varnarlaus skepna gagnvart okkur svo stórum og oft grimmum. 1 leitum á haustin er oft ekki nógu mikið hugsað um aumingja hundana; þeir þurfa oft að kúra úti í misjöfnu veðri, jafnvel hríð og frosti, komnir þreyttir og sveittir frá eltinigum við fjeð, þegar eigendur þeirra hafa þó skýli. þetta þyrfti alls ekki svona að vera; það mætti hrófa upp svolitlu skýli fyrir þá, úr torfi og grjóti, bara ef menn vildu. því engu síður þurfa þéir skýlis við en vér, þegar þeir koma illa til reika að næturstaðnum; svo parf að hugsa um að hafa nóg iianda þeim að jeta. Mjer finst bresta á það hjá sumum, því þeir gefa þeim aðeins bein og ruður, þegar menn hafa verið búnir að jeta sjálfir það ætilega. þetta á ekki svona áð vera, menn eiga að hafa nesti handa hundunum, engu síður en sjálfum sjer, en kvelja þá ekki með því að láta þá horfa á sig jeta góðan mat, en fleygja svo bara beinunum í þá. Stundum vill það til, sjerstak- lega- í kaupstaðarferðum að menn missa hundana frá sjer, og að þeir lenda á flæking, en flæking- ar eru nú einu sinni ekki víða velkomnir, hvort sem það eru menn eða málleysingjar, þó til sjeu svo hjartagóðar manneskjur að þær aumkist yfir þá, munu þó flestir ekki kæri sig mikið u-m -þá,; þess vegna verða þes-sir aumingjar oft að flækjast hús frá húsi eða bæ frá bæ, og oft að liggja úti og tína í sig úr sorp- haugum ýmiskonar rusl, það hefi jeg horft á, og er ilt til þess að vita að jafn trygg og þörf skepna og hundurinn skuli þurfa að eiga slíka æfi. Ætla jeg svo ekki að orðlen-gja frekar um hundana, en vona að menn sýni þeim miskunn og um- önnun, og launi þeim þar með dygga þjónustu, og noti ekkj yfir- burði sýna til þess að misbjóða þeim á neinn hátt. þess skal þó getið, að margir eru það á landi hjer sem fara vel með hunda sína og láta sjer ant um þá; en það er með það eins og á fleiri svið- um að misjafnir eru mennirnir og fara því misvel með skepnur sínar, sem þeim er trúað fyrir. Nú skal örlítið minst á kettina. þeirra ætlunarverk er að veiða mýs og rottur, halda þeir sig því oftast inni. þó bregður útaf þvi stundum. þeir fara út á veiðar lengri tíma, og vill þá stundum til að þeir skila sjer ekki heim aftur, verða því viltir og þýðast engan mann. Kunnugt er, að flækingskettir hálfviltir eru til og þá sjerstaklega í kaupstöðum; t. d. hefi jeg sjeð marga ketti hjer í bænum, sem ekkert heimili eiga og lifa á rusli og sorpi því, sem fólk fleygir út úr hú-sunum, Jeg vil benda á það, að mjer finst sjálfsagt að allir flækings- kettir væru s-kotnir ef enginn eig- andi finnst, til að losa þá við kvalir, vegna sultar og kulda að vetrinum. Annars finst mjer ekki vera vorkun á að passa ketti sína svo að þeir ekki lendi á flæking, og að öðru leyti fara vel með þá. Að endingu ætla jeg að geta um þau dýr sem vjer að jafnaði veitum ekki mikla athygli, og flestum finst svo auðvirðileg og jafnvel þýðingarlaus eða til ills eins sköpuð svo sumum finst jafnvel ekkert gjöra til þó þau sjeu drepin og tfoðin undir fótum. En ef vjer gætum betur að, mund- um vjer komast að raun um að það er margt í starfi þeirra og háttum, jafnvel þeirra sem vjer teljum auðvirðilegust, sem hefir að einhverju leyti þýðingu fyrir þroskun og vöxt jurta o-g annara — æðri — dýra, sem svo eru aftur til nytsemi fyrir okkur mennina. Jafnvel þó jeg hafi ekki þá skoðun að öll dýr sjeu til gagns, álít jeg þó mörg dýr, sem í fljótu bragði virðast vera til engis gagns eða til ills eins, til gagns að ein- hverju leyti, og vil jeg reyna að skýra þetta nánar. Kysi jeg það helst með því, að leiða lesandann með mjer í anda út, á sólbjörtum vordegi, þegar jurtirnai- breiða út blóm- knappa sína og blöð, eins og sem leynir fyrir oss leyndardómi tilverunnar. Hann starði í sífellu eftir þessum leyndardómi, en sá ekkert nema myrkrið. Biskupinn ljet hann koma auga á ljós. Daginn eftir, þegar komið var til þess að sækja vesa- lings manninn, var biskupinn hjá honum. Hann fór með honum og gekk fram 4fyrir lýðinn við hlið vesalings, fjötraðs bandingjans, í fjólubláu kápunni sinni með -bisk- upskrossinn um hálsinn. Hann settist upp í fangakerruna hjá honum og gekk upp á höggstokkinn með honum. Fanginn, sem daginn áður hafði verið þunglyndur og örvæntingarfullur, leit nú út fyrir að vera hinn glaðasti. Hann fann að hann var sáttur við guð og vonaðist eftir miskunn hans. Biskupinn faðmaði hann að sjer, og þegar komið var að því að öxin skyldi falla, sagði hann: „þann, sem mennirnir drepa, uppvekur guð; þann, sem útskúf- aður er af bræðrum sínum, leitar guð uppi. Bið, trú, gakk inn til lífsins! faðirinn er þar“. þegar hann kom niður af höggstokknum var eitthvað það í svip hans, sem fjekk fólkið til þess að víkja sjer undan, eins og í virðingar- skyni. þegar hann kom heim í fátæklegan bústað sinn, sem hann brosandi nefndi höll sína, sagði hann við systur sína: „1 dag hefi jeg rækt starf mitt sem æðstiprestur“. Oft skilja menn það síst, sem göfgast er. Til voru þeii' menn í bænum, sem nefndu framkomu biskupsins við -þetta tækifæri tilgerð, en það voru eingöngu heldri rtienn. Óbrotnari menn, sem ekki leita að neinu illu í góð- um verkum, voru klökkir og dáðust að biskupi sínum. Um hann sjálfan er það að segja, að sýnin á högg- stokknum hafði fengið mjög mikið á hann, og leið lang- ur tími, áður en hann var laus við áhrifin. Daginn éftir líflátið, og raunar marga daga á eftir, virtist þetta vera að bera hann ofurliði. Hugarróin, sem honum hafði tekist að sýna á þessu óttalega au-gnabliki, með því að beita allri orku sinni, var horfin, og hugsunin um rjettlæti þjóðfje- lagsins lá á honum eins og martröð. Hann, sem altaf var vanur að koma heim til sín glaður og ánægður, hvað sem hann hafði verið að gera, leit nú svo út, sem hann gæti ásakað sig um eitthvað. Stundum talaði hann hátt við sjálfan sig. Eitt kvöld heyrði systir hans hann segja: „Jeg hjelt ekki að þetta væri svona voðalegt. það er rangt að sökkva sjer þannig niður í lög guðdómsins að lög mannanna gleymist. Enginn nema guð ræður yfir dauðanum. Hver er rjettur mannanna til þess að hreyfa við þessu, sem enginn skilur?“ Er tímar liðu dofnaði yfir þessum áhrifum, og að lokum hafa þau að líkindum horf- ið alveg. En hinu tóku menn eftir, að biskupinn virtist ávalt vai'ast að koma á þann stað, þar sem aítökurnar fóru fram. það mátti sækja Myriel hvenær sem vera skyldi til sjúkra og deyjandi manna; hann vissi að hjá þeim hafði hann sitt aðalverk að vinna. Fjölskyldur, sem mist höfðu einhvern ættingja, þurftu ekki að sækja hann, hann kom sjálfkrafa. Hann gat setið lengi þegjandi hjá manni, sem mist hafði konu sina, er hann unni, eða hjá móður, er mist hafði barn sitt, og eins og hann vissi, hvenær hann átti að þegja, vissi hann einnig, hvenær hann átti að tala. Og hann var líka aðdáanlegur huggari. Hann reyndi ekki að sefa sársaukann með því að varpa blæju gleymskunn- ar yfir hann, en með því að gera hann æðra eðlis og göf- ugri með voninni. „Gætið þess vandlega“, sagði hann, „hvernig þjer hugsið um þá sem dánir eru. Hugsið ekki um það, sem verður að dufti. Lítið upp, og þjer munuð sjá ástvini yðar ljóma á himninum“. Hann vissi að trú er heilbrigð. Hann reyndi að leiðbeina og hugga þann sem ör- vænti, með því að benda á þann, sem treysti guði, og að breyta þeirri sorg, er starði ofan í gröfina, með því að benda á þá sorg, sem beinir augum sínum upp til stjarn- anna. Heimilislíf Myriels biskups hafði sama blæ á sjer og opinber starfsemi hans. Fátæktin, sem hann bjó við og hafði sjálfur kosið, var bæði lærdómsrík og fögur sjón fyrir þann, sem kyntis henni vel. Eins og títt er um gamla menn og flesta þá, sem mikið hugsa, svaf hann lítið, en svefniim var djúpur. Á morgnana eyddi hann einum tíma í guðrækilegar hugs- anir, því næst flutti hann guðsþjónustu, annaðhvort heima hjá sjer eða í dómkirkjunni. Er því var lokið, snæddi hann morgunverð, og var hann rúgbrauð bleytt í mjólk; síðan settist hann við vinnu sína, og biskupar hafa mikið að gera. þeim tíma, sem hann mátti af sjá allskonar störf- um sínum, guðsþjónustunni og bænabókinni, vai'ði hann fyrst og fremst í þarfir bágstaddra, veikra og syrgjenda, og þeim tíma, sem þeir máttu af sjá, varði hann til vinnu. pá var hann ýmist við mokstur í garðinum sínum eða hann las og skrifaði. þegar veðrið var gott, gekk hann sjer til skemtunar út í sveitina eða umhverfis bæinn og’ heimsótti þá vanalega aumustu kofana. Og alstaðar varð hátíð þar sem hann kom, með stóra stafinn í hendinni, í þytkkfóðraðri, fjólublárri kápunni, fjólubláum 'sokkum, klunnalegum skóm og með lágan, þríhymtan hatt, með gullskúfum í hornum, á höfðinu; það var eins og hann flytti með sjer ljós og yl, h-vert sem hann fór. Börn og oamalmenni komu út til þess að fagna biskupinum eins og sólunni. Hann blessaði þau, og þau blessuðu hann. öll- um, sem áttu bágt, var bent á að fara til hans. Hann nam við og við staðar, talaði við drengina litlu og stúlk- urnar og brosti til mæðranna. Hann heimsótti fátækling- ana á meðan hann átti peninga, og þegar -þeir voru upp- gengnir, heimsótti hann ríkismennina. Af því að honum reið á, að hempurnar hans gætu endst sem lengst, en kærði sig ekki um, að menn tækju eftir því, þá var hann altaf í fjólubláu kápunni utan yfir, þegar hann fór út í bæinn, þó hún væri raunar nokkuð þung og heit á sum- ardegi. þegar hann kom heim, snæddi hann miðdegisverð, og miðdegisverðurinn var eins og morgunverðurinn. Hann snæddi kvöldverð sinn kl. níu með systir sinni; jómfrú Magloire stóð fyrir aftan þau og þjónaði þeim til borðs, en ekkert gat verið óbrotnara, en þessi kvöldverður. Ef biskupimi hafði boðið einum pfesta sinna að snæða með sjer, notaði jómfrú Magloire tækifærið til þess að gæóa

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.