Lögrétta


Lögrétta - 18.08.1925, Qupperneq 4

Lögrétta - 18.08.1925, Qupperneq 4
4 LÖGRJETTA til að fagna sólarljósinu og alt er að öðru leyti iðandi af lífi og fjöri. Best væri að skógur væri á eina hlið og á með fossi á hina, í baksýn væri fögur fjöll, eða helst jökull og í mótstæðri átt vatn með álftum og allskonar fuglum, sem syngja sinn fagra og margraddaða söng; og svo tæki fossinn undir með sín- um fimbulrómi, — það gæti verið sem bassi. petta, til að gjöra alt tilkomumeira og meira heillandi; svo minti það okkur betur á hinn undraverða og aðdáanlega vís- dómsmátt, sem sá hefir er stjórn- ar öllu og hefir raðað niður hinni margbreytiiegu náttúru og hvað samræmið er aðdáanlegt fyr- ir þann sem nokkuð hugsar og at- hugar. Jeg hefi oft haft ánægju af því að veita því eftirtekt hvernig ýms smádýr starfa fyrir viðgangi jurta og þar með annara dýra og eru blátt áfram nauðsynleg, t. d. hunangsflugan. Hún ber frjó- knappana utan á sjer frá einni jurt til annarar, því um leið og hún sýgur hunangið verður hún að þrengja sjer niður í bikar jurtanna og festast þá frjóknapp- arnir utan á henni sem hún svo ber með sjer til annarar jurtar. Ánamaðkurinn, þó auðvirðilegur sje útlits er heldur ekki ónýtur. Hann iosar jarðveginn um leið og hann sýgur í sig næringu úr honum og flýtir þann veg fyrir þróun jurtanna. Svona mætti lengi telja. Mjer var sagt þegar jeg var drengur að jurtirnar hefðu til- finningu, og mætti þessvegna ekki slíta þær upp. Jeg trúði þessu þá, hvort það er fjarstæða eða ekki er ekki gott að segja eins og sakir standa. þó er því svo varið að einstöku jurtir haga sjer líkt því að þær hafi tilfinn- ingu, minsta kosti er ekki búið að sanna það gagnstæða ennþá, því þegar t. d. skordýr koma við blóm þeirra draga þær þau sam- an og veiða þau á þann hátt og sjúga síðan næringu úr þeim, eru nokkrar j urtategundir með þessum hætti. þetta kemur dýra- verndun ekki beint við, en jeg skaut því inn í til frekari skýr- ingar því, að ýms skordýr eru jurtunum nauðsynleg til lífsvið- urhalds. Vjer sjáum út um hag- ann ýms smá skriðdýr., sem ýmist lifa hvort á öðru, eða á jurtum, t. d. lyngormurinn jetur lyngið, köngulóin vefur vef til að veiða í flugur, sem hún svo jetur; hún vefar tjald til að búa í og einnig handa ungum sínum, og ýmis- legt er það í háttum hennar, sem bendir á vit ag snarræði og fyrir- hyggju, og lipur er hún þegar hún er aði vefa vef sinn. Hún límir þræðina saman með löpp- unum, með jöfnu millibili, svo unun er á að horfa. Jafnvel hefi jeg tekið eftir, eða sjeð svo mikla móðurást hjá lítilli konguló, að jeg efast um að hún -sje mikið meiri hjá ýmsum hinna æðri og stærri dýra, og hefi jeg það til marks um þetta, að jeg tók einu sinni, eða jafnvel oftar, frá henni belg þann eða poka sem hún dregur á eftir sjer og geymir unga sína í á meðan þeir eru ósjálfbjarga. Hún leitaði lengi að honum fram og aftur, en þegar jeg svo ljet hann aftur niður hjá henni, hiæmdi hún hann og hljóp alt hvað af tók á burt og faldi sig undir laufblöðum. þetta finst mjer lýsa svo mdkilli móðurást, að jeg er alveg undrandi, og mjer finst alls ekki rjett að gera þess- um varnarlausu smælingjum mein með því að rífa niður vef þeirra á einn eða annan hátt. Niðurl. Jón Jakobsson. ----o---- Stefán Magnússon. Eftirmæli. Nýlega hafa blöðið getið um andlát bændaöldungsins Stefáns Magnússonar á Flögu í Vatnsdal, og vildi jeg bæta fáeinum orðum við það sem þar er sagt. Stefán Magnússon var fæddur á Grófargili í Víðimýrarsókn í Skagafiriði 3. júní 1838, og andaðist á heimili sínu Flögu 11. júní þ. á. og varð því fullra 87 ára að aldri. Fyrstu æfiárin var Stefán hjá foreldrum sínum á Grófargili, en 7 ára gamall misti hann föður sinn á sviplegan hátt, er hann druknaði í Hjeraðsvötnum. Var hann þá tekinn til fósturs af bróður sínum Magnúsi, er þá hafði reist bú á Eiríksstöðum í Svart- árdal. þar var Stefán til þrí- tugsaldurs, en fluttist vorið 1868 að, Steiná í sömu sveit. Haustið 1869 giftist hann Ingibjörgu Magnúsdóttur bónda á Steiná Andrjessonar. Eftir það bjuggu þau hjón á ýmsum jörðum hinn langa tíma sem eftir voru, 56 ár, lengst þó á Reykjarvöllum í Skagafirði, og Unglingaskóli Asgrims Magnússonar Borgstaðastræti 3, iieykjavík byrjar fyrsta vetrardag og endar síðasta vetrardag. Kenslugjald kr. 85,00 fyrir allan tímann. Irmtökuskilyrði í yngri deild: að umsækjandi sje heill heilsu og hafi lokið fullnaðarprófi samkvæmt fræðslulögum. 1 eldri deild: að hann hafi auk þessa lesið það sem kent er í yngri deild. Umsóknir sendist undirrituðum, sem einnig gefur allar nánari upplýsingar. Isleifur Jónsson Pósthólf 713. Hefnrðn keypt Arsrit Fræðafjelagsins ogr safu þess um íslnnd og íslendinga? „Veðráttan4', mánaðaryfirlit ár- ið 1924, fæst á Veðurstofunni, verð 1 króna. Á sama stað er hægt að gerast áskrifandi að „Veðráttunni“ árið 1925, gjald kr. 1.50. Janúaryfirlitið er komið út. síðast á Flögu í Vatnsdal, 30 ár. þá jörð hafði hinn framúr- skarandi athafnamaður Magnús | sonur þeirra keypt, og bjuggu foreldrar hans jafnan á nokkrum hluta af jörðinni. Börn þeirra Stefáns og Ingi- bj argar eru þessi: Magnús bóndi á Flögu og jafn- framt kaupmaður á Blönduósi. Mai’grjet, ógift, áður kenslukona á Blönduósi, Jón Ólafur bóndi í Vatnsholti í Staðarsveit, Kon- ráð cand. phil., kaupm. í Reykja- vík, Rannveig, ógift, heima hjá móður* sinni. það er varla unt að tala svo um annað þeirra hjóna, Stefáns og Ingibjargar, að hitt sje ekki talið með. Svo samhent voru þau í öllu, otg það sem annað þeirra framkvæmdi, þá var hitt þar til hjálpar og stuðnings. Búskap- urinn var byrjaður með litlum efnum, svo að hagurinn var fyrst framan af heldur erfiður, meðan börnin voru ung þó kom- ust þau vel og heiðarléga af, og mörgum var hugþekt að koma á heimili þeirra, þar sem allur greiði var látinn af hendi með gleði og viðmótið alt svo bróðurlegt og. aðlaðandi. Aðalstarfið töldu þau uppeldi barna sinna. Til þess lögðu þau fram alla krafta sína og alla umhyggju, og þeim veitt- ist líka sú gleði að sjá góða ávexti þessarar iðju sinnar. Stefán var vaskleikamaður tll verka á yngri árum, og langt fram á elMár nafði hann undrun- arvert vinnuþol svo að mörgum á góðum aldri var fuherfitt að fylgja honum. Hann var göngu- maður með afbrigðum og manna vissastur að rata í hríðum oig dimmum. það er ekki svo lítils- vert þegar þess er gætt, að hann hvað eftir annað bjargaði Mfi sínu og samferðamanna sinna með því að halda rjettri leið og hvetja og eggja til áframhalds. Hann var hagorður vel, þó hann flíkaði því lítt, hafði hann og mikið yndi áf bókum og' hvers- konar fróðleik og las mikið, eink- um eftir að hann tók lítið að geta sint störfum. Ekki skil jeg annað, en að alMr, sem kyntust Stefáni, sjeu sam- mála um það, að yandaðri mann bil orða og verka hafi þeir eigi þekt, eða meiri mannvin en hann, því að alstaðar vildi hann láta gott af sjer leiða, og öhum hjálpa’ eftir því sem efni leyfðu, og stundum kanske meira en það. Hann var innilegur trúmaður og hjelt óbifanlega fast við þær trú- arskoðanir, sem honum höfðu verið innrættar í æsku. Trúin var grundvöhur ahrar breytni hans, þess vegna stóðu manndygð- ir hans svo föstum fótum, góðvild hans, starfsemi hans og skyldu- rækni í öllum greinum. Lánsmaður mátti kalla að hann væri fremur flestum öðrum. Hann naut bestu heilsu um langan aldur og gat skemt sjer við vinn- una. Hann átti bestu og um- hyggjusömustu konu og hóp af efnilegum börnum, og í hópi þess- ara ástvina fjekk hann að Mfa óvanalega langt og blítt æfikvöld, þar sem hver keptist við annan að gjöra honum Mfið ljett og glatt. En nú er lokið þessuro undir- búningi undir annað æðra lífstig: Vissulega hefir hann nú hlotið þessa gleðiríku kveðju: þú góði og trúlyndi þjónn! þú varst trúr yfir Mtlu, og munt því yfir mikið settur verða! Gamall vinur. ----o----- Landhelgisbrot. Vestfjarða- strandbáturinn Haraldur kom 15. þ. m. inn á ísafjörð með þýskan togara, sem fjekk 2000 guMm. sekt, — hlerasekt. þór kom ný- lega inn til Húsavíikur með tvö norsk síldveiðaskip, sem hann tók í landhelgi við Langanes við herpinótaveiðar. Sekt 4400 kr. og veiðarfæri upptæk, og voru þau seld á uppboði fyrir rúml. 10 þús. kr. — þrjú kolaveiðaskip frá Es- Mótorar til sölu. Af sjerstökum ástæðum höfum við eftirtalda mótora til sölu með sjerlega lágu verði: 1 Atlas-Diesel mótor, 25 hest- afla með ástrengdum dynamó. Getur verið notaður með eða án dynamósins. Hefir verið notaður. 1 Fuller & Johnson olíumótor, 12 hestafla, með tveim þungum drifhjólum. Góður til rafmagns- framleiðslu o. fl. Er ekki nýr. 1 bensín mótor IV2 hestsafls, hefir ýerið notaður. 1 rafljósastöð, olíumótor 3% hestafls, rafgeymir 90 a.t., loft- kældur mótor. Vjelar þessar eru nýjar. Margra ára reynsla á ljósastöðvum þessum. H.F. HITI & LJÓS Reykjavík. Sími 830. Símnefni: Hiti. bjerg, sem stunda veiðar við: Norð urland með enskum skipshöfnum að mestu leyti, voru nýlega sekt- uð á Húsavík um 500 kr. hvert. Jón í Hofgörðum á Snæfells- nesi er nýkominn frá Færeyjum og hefir verið að sýna þar spuna- vjelar og leiðbeina Færeyingum í notkun þeirra. Mun hann hafa farið förina fyrir áeggjan hr. J. Paturssonar í Kirkjubæ. Ljet hann vel yfir förinni og kynning sinni af Færeyingum. Húsbruni. 10. þ. m. brann í Stykkishólmi íbúðarhús Einars Jónssonar stýrimanns á m.b. Svani. Húsið var vátrygt, en inn- anstokksmunir ekki, og brann töluvert af þeim, en nokkru varð bjargað. Jón Laxdal stórkaupm. er orð- inn konsúll Tjekkoslóvaka hjer í bænum. Haustrigningar fást í Bókav. þorst. Gíslasonar. Verð: kr. 3,00. Prentsmiðjan Acta. Iionum á fallegum fiski eða ágætis kjöti. 1 hvert sinn, sem einhver prestur kom, notaði hún það að yfirskyni til þess að matreiða góðan mat, og biskupinn ljet hana ráða. Hversdagslega ljetu þau sjer nægja grænmeti og olivu- súpu. þessvegna vai' viðkvæðið í bænum: „þegar biskup- inn fær ekki prestsmat, lifir hann eins og einsetumaður". þegar lokið var kvöldverðinum rabbaði hann hálfa klukkustund við ungfrú Baptistine og jómfrú Magloire, og fór síðan inn í herbergi sitt og settist við skriftir. Hann var víðlesinn og talsverður lærdómsmaður. Hann hefir látið eftir sig liggja fimm eða sex merkileg handrit. Húsið, sem Myriel biskup bjó í, var tvílyft. þrjú her- bergi voru á hvorri hæð og súðarloft fyrir ofan. Garður var að húsabaki, hálf vallardagslátta að stærð. Konurnar bjuggu báðar á efri loftinu, biskupinn niðri. Fremsta her- bergið, sem sneri út að götunni, var notað sem borðstofa, þar fyrir innan var svefnherbergið hans og loks var bæna- stofa hans, og þar var lokrekkja fyrir gesti. Lyfjabúð sjúkrahússins, dálitlum viðbæti við húsið úti í garðinum, hafði verið breytt í eldhús og búr. I garðinum var einnig annað lítið hús, sem hafði verið notað sem eldhús sjúkra- hússins; biskupinn notaði það nú fyrir fjós handa kúnum sínum tveimur. Hvort sem þær mjólkuðu lítið eða mikið, sendi hann undantekningailaust alt af helminginn af mjólkinni yfir til sjúklinganna. „þetta er tíundargjald mitt“, sagði hann. Herbergi hans var nokkuð stórt og var erfitt að hita það upp á vetrum. Og af því að brenni var dýrt í Digne, hafði honum dottið í hug að láta búa til dálítinn klefa úr íjölum í fjósinu. þar var hann á kvöldin ef mjög 'kalt var. Hann kallaði það „vetrarsal“ sinn. þar voru, eins og í borðstofunni, engin önnur húsgögn en ferhyrnt furu- borð og fjórir strástólar. I borðstofunni var reyndar einnig gamalt, rauðmálað drykkborð. Samskonar drykk- borð, með hvítum dúk með stældum kniplingum, notaði biskupinn fyrir altari í bænastofu sinni. Rík skriftabörn hans og guðhræddar konur í Digne höfðu hvað eftir annað komið sjei' saman um að gefa honum fje fyrir nýju fall- egu altari; hann hafði altaf tekið við peningunum og gef- ið fátæklingum þá. Fallegasta altarið, sagði hann, er sál ógæfusams manns, sem hefir látið huggast og þakkar guði. í bænastofunni voru tveir bænastólar og einn körfu- stóll eins og sá, sem var í svefnherberginu. Ef svo vildi til að sjö eða átta menn kæmu til hans í einu, varð hann að fara út í fjósið og sækja stólana úr „vetrarsalnum“. Stundum varð líka að sækja bænastólana og körfustólinn. Á þennan hátt mátti safna ellefu stólum saman. I hvert sinn, sem nýir gestir komu, var alt tekið úr einu herbergi. Stundum bar það við að tólf menn komu í einu; þá bjarg- aði biskupinn sjer úr vandræðunum með því að standa fyrir framan arininn, að minsta kosti ef það var um vetur, eða með því að fara út í garðinn ef það var sumar. En einn stóllinn var í lokrekkjunni, en strásætið var alveg komið í sundur og fætumir voru ekki nema þrír, svo altaf varð að hafa eitthvað til að styðja hann. Ungfrú Baptistine hafði líka uppi á herberginu sínu stórann, gyltann hægindastól, ísaumaðan blómum, en af því menn höfðu neyðst til þess að draga hann inn í gegnum gluggann, af því að stiginn var svo mjór, þá var ekki hægt að telja hann með. Ekkert gat verið fátæklegra en svefnherbergi bisk- upsins. Rúmið var beint á móti glerhurðinni út að garðin- um, sjúkrahúsrúm úr járni, og yfir því var þak úr rósa- Ijerefti, bak við tjald eitt var dálítið af búningstækjum, sem sýndi að enn eimdi nokkuð eftir hjá honum af fyrri siðum hans, er hann var heimsbarn meira. Stór bókaskáp- ur var þar, fullur af bókum. í arninum, sem var úr trje og málaður eins og marmari, sást sjaldan eða aldrei eldur; en tvær hlóðagrindur voru þar, og á þeim blómsturskálar, sem einu sinni höfðu verið silfurlitar. Yfir arninum hjekk kross úr látúni, sem líka hafði einu sinni verið silfurlitur, í gyltri grind, hrörlegri af elli, á útslitnum, svörtum flau- elisdúk. Hjá glerhurðinni var stórt borð með blekbyttu og mörgum blöðum og bókum á. Fyrir framan borðið var körfustóllinn, og fyrir framan rúmið bænastóllinn úr bænastofunni. öll herbergin í húsinu voru hvítkölkuð. Gólfin voru úr rauðum múrsteini og strádúkar fyrir framan rúmin. En annars var húsið altaf tandurhreint uppi og niðri. það var eini munaðurinn, sem biskupinn leyfði. „það tekur ekkert frá fátæklingunum“, sagði hann. Að öðru leyti verður að kannast við, að hann átti sex skeiðar og gafla og eina súpuskeið eftir af fyrri tíðar dýrgripum sínum, 0g hafði jómfrú Magloire mikið yndi af því að sjá þetta skínandi fagurt á hverjum degi á gróf- um ljereftsdúknum, Og af því að okkur er mikið í mun að lýsa biskupinum í Digne alveg eins og hann var, verð- ur að bæta því við, að það kom oftar en einu sinni fyrir að hann sagði: „Eg mundi eiga bágt með að borða án þess að hafa silfurbúnað". Einnig verðui' að bæta því við, að hann átti tvo stóra, óhola kertastjaka úr silfri, sem hann hafði erft eftir móðursystur sína. þeir stóðu vanalega á arni biskupsins, en ef gestir voru við borðið, setti jómfrú Magloire þá á borðið og kveikti á kertunum í þeim. I svefn- herbergi biskupsins, rjett við höfðalagið, var dálítill vegg- skápur; þangað setti jómfrú Magloire skeiðarnar og gafl- ana og súpuskeiðina á hverju kvöldi, en lykillinn var aldrei tekinn úr skránni. í garðinum, sem var í dálitlu skjóli af húsunum, sem sagt hefir verið frá, voru f jórir stígar í kross út frá brunni í miðjum garðinum. Annar stígur lá umhverfis allan garð- inn, fram með steinveggnum, sem utan um var. þessir stíigar skiftu garðinum í fjóra hluta og var sortulingsvið- ur í kring um hvern þeirra. Jómfrú Magloire ræktaði grænmeti í þremur þeirra, en í þeim f jórða haf'ði biskupinn gróðursett blóm; og þar voru jafnvel nokkur ávaxtatrje. Einu sinni sagði jómfrú Magloire með dálítið illgirnislegri gletni: „þessi hlutinn er alveg gagnslaus, herra biskup, cg þjer viljið annars hafa gagn af öllu“. — „þetta er misskilnigur hjá yður, jómfrú Magloire", sagði biskup-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.