Lögrétta


Lögrétta - 01.12.1925, Side 1

Lögrétta - 01.12.1925, Side 1
Innlieimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 178. Útgefandi og ritstjór; Þorsteinu Gíslason Þingholtsstræti 17. XX. ár. j 1 Um víða veröld. Iteykjavík, þriðjudaginn 1. desember 1925. 50. tbl. Góðar bækur. - Gott verð. A síðastliðnu vori var auglýstur svo mikill afsláttur á útgáfu- bókum Þorsteins Gíslasonar, að verð á þeim er nú því sem næst eins og bókaverð var fyrir stríð. Síðan hafa bætst þar við þessar bækur: Pai’mannsljóð eftir Jón S. Bergmann kr. 3,00 Kvæði eftir Guðmund Friðjónsson kr. 10,00, innb. kr, 13,50 og 15,50 Einsöngslög eftir Jón Laxdal kr. 3,50 Ljóðabók efúr Hannes Hafstein 2. útg. kr. 12,50, innb. kr. 16,00 og 18,00 Útgáfubækur Þorsteins Gíslasonar fást hjá kaupfjelögunum úti um land og hjá bóksölum þar sem kaupfjelög eru ekki. Bókav. Þorsteins Gíslasonar Teltusundi 3, Reykjavík. Höllin Sorg! Kæra himneska höll! Gagnsæa borg! Jeg syng þjer mitt lof, etersins alkrýnda bygging jeg ákalla þig; jeg stansa við þitt þrep, gef mjer áheyrn, alheimsins rödd! Jeg kem með perlu í hönd — örlitla dögg frá þinni sál, hún varð hlutskifti mitt —. Jeg fann hana úti í ógöngum, hún skein og glóði og blikaði yfir alt mitt líf.----- Jeg er sendiboði hennar og þjónn. Sorg! Gegnsæa borg! þrepskjöldur þinn er svo hár, jeg datt um þína brík — Strax þegar þroskinn kom eftir yndisleg bernsku ár, náttúran blasti svo gjöful við mjer — alt um kring. Og jeg eignaðist mann — og stór og mikil börn — — himneska höll —, heilaga gjöfula bú! Jeg þakka þjer alt sem þú gafst, jeg var oft svo rík af einhverju — sem jeg ekki vissi hvað var, þá var máttur minn svo stór og þá gat jeg alt; þá var fátæktin hyrningarsteinn, sem jeg gat velt. Sorg! Alkrýnda bygging! Jeg græt við dyrastaf þinn, nú er jeg þreytt. Árin liðu stundum svo ört á burt með það sem jeg þráði mest, hamingja mín var svo undarleg einstöku sinnum, — eins og lífið sjálft vildi slökkva ljósið mitt sem jeg bar til þess að lýsa mjer með. -----þess vegna er fljettan mín nú svo þunn og silfurgrá eins og hrím. Himneska borg! Jeg get lítið sagt fremur en lítið barn; — málið mitt dapraðist í dimmu og þrautum, — jeg er orðin svo hrum, höndin önnur er heil, hin er máttlítil — og hliðin þeim megin stirð og veik og fóturinn með, svona er nú það og þetta er þó ekki vanþökk til lífsins, nei, nei, — þetta er bara eins og það er, jeg lít svona út, himneska höll. Jeg get ekki leng ur sýnst betri en jeg er, jeg segi alt satt eins og þegar jeg var lítil. Sorg! Vitskunnar borg! Nú kem jeg til þín og segi þjer alt eins og er; jeg hefi sjeð svo undurmargt - úti í ógöngum, þar sem leið mín lá — þar var himininn hár, þar var sumar og sól og alskrýdd blómgræn jörð, þar voru höfðingleg bú og hvamm- ar skínandi fagrir -----og þar voru ótal mörg vötn og djúpar straumhraðar ár, og feiknastór fljót - og ógurleg flæmi af söndum þar sem úthafið numdi við, en jöklar voru inn um öll öræfi og stundum sprungu þeir fram, - þá urðu börnin mín svo hrædd. Kæra máttuga sorg! það voru gróðurlaus hraun og óttalegar auðnir nálægt þar sem jeg bjó, en fólkið var landinu trútt og lundin líktist umhverfinu þar og eins var jeg sjálf; en við áttum öll himininn til þess að horfa á til gamans, og gleðin var gefin þeim sem vildu. — Al- heimsrödd! svona finst mjer jeg segja þjer sannast frá — skýrt og fámált, eins og leyftur birtist lífið mjer — og þetta er ekki van- þökk — því jeg veit ekki hvort mig hefir vanhagað nokkuð, þó mjer hafi fundist það oft. Nei, nei, himneska, kæra höll, jeg þakka þjer fyrir alt. Sorg, sorg, kæra sorg! Perlan er næstum hrein — bara örlítill skuggi í brún ef vel er að gáð; hann kom þegar tregð- an í sjálfri mjer bægði burt — ást minni, sem var barnsleg og stór,------það skeði eitt sinn úti í öræfum lífsins. En svo er líka skuggi í lófanum þar sem perlan liggur — sem sýnir best liversu hún er tær og það er geisli í kring — lukkubaugurinn minn — hin alkrýnda ást, djásnið mitt — sorg- in! — leitin og fundvísin í þinni himnesku höll, .(sem jeg afhendi þjer nú — sem jeg vegsama þig með. Sorg, sorg, sorg! Æfinnar misskilið mál ,í þinni bygging; jeg hvílist við dyrastafinn þinn, perlan er næstum hrein — alheimsins alkrýnda höll þú átt öll min spor, gjöfula leið- andi vitska, sem beindir hatrinu burt. — Burt — fram — og upp, fram í þín himinhvolf, þar sem nóg er rúm, þar sem ekkert dvín, þar sem alt er nýtt og ungt — kæra sorg. Sorg, sorg, sorg! Grát þú — litla bam við hatursins haf — þar er nóg rúm fyrir beiskustu sár; líf þitt var svo frjálst og ungt, ást þín var heil og sterk — en hrein, eins og tárið — og perlan sem þú berð í þinni hönd. Handa mömmu minni á fullveldisdaginn 1925. Jóhs. S. Kjarval. bíöustu símíregnir. Stjórnarmyndun hefir nú farið fram i Frakklandi og gekk þó erfitt. Herriot reyndi, en gat ekki. Svo tókst Briand aó mynda eins konar samkomuiagsráðaneyti, sem pó er kailaö vmstrimannastjórn. Painleve er þar herm.ráðherra og Leucheur fjármálaráðherra. Fjár- málaneínd var þegar skipuð tii aöstoðar fjármáiaráðherranum. Locarnosamningurinn var sam- þyktur af þýska ríkisþinginu 27. í. m. og á að undirskriiast af íulltrúum hlutaðeigandi þjóða i Bundúnum i dag. Berlínarfregn segir, að Hindenburg forseti hafi farið i þeim erindagerðum til Bunduna 29. f. m. Nefnd sú, sem skipuð var af Aiþjóðabandaiaginu til þess að rannsaka upptök deilumálanna milii Gnkkja og Búlgara, hefir nú kveöið upp þann úrskurð, að Grikkir eigi upptökin og skuli greiða 142 þús. pnd. sterl. í sekt. Fregn frá Konstantínópel segir, að þingið hafi með lögum bannað að nota hin gömlu, þjóðlegu höf- uðföt Tyrkja, fesana og turban- ana, og veki þetta mikla óánægju víða hjá þjóðinni. Frekn .frá Stokkhólmi segir að talað sje um að Bandaríkjamað- urinn Dawes, sá er Dawessam- þyktin er kend við, íai í ár frið- armáiaverðlaun Nohelssjóðsins. Alexandra Bretadrotning dáin. 20. f. m. andaðist Alexandra Bretadrotning, ekkja Játvarðar konungs, sem dó 1910. Hún var dóttir Kristjáns IX. Danakonungs, fædd í Kaupmannahöfn 1844, en giftist Játvarði prinsi af Wales 1863 og var hann 1901—1910 kon- ungur Bretlands og keisari af Indlandi. þau eignuðust 5 börn, 2 syni og 3 dætur. Eldri son sinn, Albert prins, mistu þau 1892, en hinn er nú konungur Breta. — Alexandra drotning var vinsæl og mikils metin í Englandi og átti mikinn þátt í ýmiskonar líknar- starfsemi. Jarðarför hennar fór fram 27. f. m. í Lundúnum með mikilli við- höfn og voru þar m. a. viðstaddir 8 konungar, þar á meðal Kristján X., bróðursonur hennar. Af Fljötsdalshjeraði er skrifað: Hið liðna sumar var ágætt á allan hátt, svo menn eru að gera sam- anburð á því og öðrum sumrum bestum, er þeir muna. þetta sum- ar er líkast sumrinu 1894. Jörð líkt þurr og heyskapur líkur. það má vel vera að fljótar hafi geng- ið að afla heyja í sumar en 1894, en þess er að gæta, að þá tafði bú- smalinn og beit bæði tún og engi. Svo var þurt í sumar, að víða þomuðu vatnsból. 1913 var það líkt. Svo þessi sumur þrjú eru lík. Sumarið 1901 voru tún af- bragðs góð og árgæska að öðru leyti. Sumarið 1880 er mest ái’- gætskusumar er jeg man. Lækir er renna hjer milli vatna, þomuðu svo að hver hylur í þeim varð þur og silungssílin láu þar dauð og skorpnuð. þá var afrjettarfje svo vænt, að jeg man það aldrei eins. Veðurblíðan byrjaði strax með Einmánaðarkomu. Á þeim árum var fjeð líklega ekki eins holdlag- ið en mjólkurlagið og mörvað, enda var ótrúlegt hvað mikið var af mör í fje það haust. T. d. all- margir 2 vetra sauðir með 2 fjórð- ungum. Annars er fje orðið miklu vænna en það var fyrir 40 árum, ef tekið er meðaltal af nokkrum árum. Kaupfjelögin ættu að' geta gefið nákvæmar skýrslur um það og vigtarbækur fjelagsdeildanna ætti að geyma vandlega. 1886 var fyrsta starfsár Pöntunarfje- lags Fljótsdalshjeraðs og fluttir út lifandi sauðir; áttu ekki að vera yngri en 2 vetra og ekki ljettari en 85 pund. Sumarið ’86 var illviðrasamt, enda náðu marg- ir sauðir 2 vetra, beggja megin Lagarfljóts, ekki þessari þyngd, þó mönnum þyki þetta ótrúlegt nú. En misjafnt var fjeð hjá bændum á þeim árum, miklu mis- jafnara en það er nú. Jeg man það, að eitt haust — það mun hafa verið 1894 — þess getið í þjóðólfi — vóg jeg 50 sauði til Pöntunarfj elags Flj.h. frá Jóni bónda Ólafssyni á Skeggjastöðum, er vógu full 150 pund að meðal- tali. Voru þeir allir fullorðnir. — í haust er sagt að skrokkarnir af dilkum sjera Björns á Dverga- steini hafi jafnað sig með 40 pd. þyngd. Nú orðið þykir sjálfsagt, að í hverri hjörð sje lamb er nái 90 pd. þyngd og enda 100 pd. Vænst lamb er jeg hefi heyrt tal- að um hjer á Hjeraði, var á Hall- ormsstað, fyrir svo sem 2 árum, og vóg 115 pund. í haust tók Kaupfjelag Hjer- aðsbúa ekki fje eftir lifandi vigt, því fjeð þykir leggja sig misjafn- lega eftir henni. Svo nú fær hver fjárbóndi „laun eftir sinni breytni“ eða eins og fjárhirðingin er. þá er jeg kominn að fjárhirð- ingunni. Margt mætti um hana segja eins og sagt er að sumir prestarnir mæli, þá þeir eru að predika. það vantar ekki, að nóg höfum við af ritgerðum um fjár- hirðingu, svo líkindi eru að hinir yngri menn, er ætla að hafa not af þeim, villist í valinu. því það er sýnt hjer um slóðir að þeir hafa hvorki hraustast nje vænst fje, er mest gefa. það sýnir að að fleiru þarf að gæta. það er hart að hafa nóg hey og fóður- bæti og ráða þó ekkert við hjörð- ina, því ekki eru allar syndir guði að kenna. En af því jeg ætla að fara aðeins fáum orðum um þetta mál, þá bendi jeg á það að fje sem eftir verður uppi á afrjettum skuli vera jafnvænt og það er oftast. Hvað sýnir það ? Ungur las jeg alt sem jeg náði í, sem Hermann heitinn Jónasson skrifaði, ekki síst um fjárhirð- ingu. Og af því jeg ætla að eng- inn taki honum fram að skrifa um fjárhirðingu, þá sýnist mjer sjálfsagt að gefa það alt út í sjer- stökum bæklingi. Að endingu skal jeg geta eins, viðvíkjandi fjár- ræktinni, en það er, að nú er fje rekið mjög slælega í afrjettir og má vel vera að það sje meðfram orsök í óhreysti fjárins á veturna. Og af því Búnaðarfjelag Islands vill nú verðlauna eða styrkja flest er að búnaði lýtur, ætti það ekki að horfa aðgerðalaust á þetta framferði, heldur gera „tilraunir“ með fjallgengna fjeð og það sem gengur stöðugt í heimahögum. Heilsufar er gott. Bíll hefir gengið um Fagradal í sumar. Bílstjórinn og eigandinn, Eggert V. Briem. Líkar ágætlega við hann. Hefir flutt að Egilsstöð- um og með bát áfram að Brekku í Fljótsdal. Svo hefir bíllinn flutt á brautarendann norður að Heið- arseli. Mest fyrir bændurna á Hauksstöðum og Stóra-Bakka, er hafa verið að byggja steinsteypu- hús. Fyrir flutning að Egilsstöð- um hefir hann tekið 5 kr. fyrir hestb. og 10% minna fyrir bygg- ingarefni, þá lengra hefir verið flutt, hefir hann sett hlutfalls- lega við vegalengd. í haust var mörgu slátrað á Egilsstöðum til kaupfjelagsins. Flutti bíllinn skrokka og gærur jafnótt niður á Reyðarfjörð. Enginn vafi er á því, að síður kemur fram skemd í kjötinu fyrir langan rekstur, að lóga fjenu á Egilsstöðum. Nú er bíllinn að flytja byggingarefni til Eiðaskólans. Flytur ' það í Egils- staði. Póstþjófnaður. Esja kom hingað á sunnudagsmorgun úr hringferð. það hafði komið fyrir á leiðinni að stolið var póstpoka með ábyrgðarbrjefum frá Húsavík og er sagt, að vart hafi orðið við hvarfið milli Húsavíkur og þórs- hafnar. Hjer voru lögreglumenn sendir út í skipið áður en það kom inn á höfnina og gerðu þeir leit í því, sem stóð yfir fram und- ir kvöld á sunnudag, en hún varð árangurslaus. Um 6000 kr. í pen- ingum voru, að sögn, í pokanum, sem hvarf, og auk þess eitthvað af verðbrjefum. Dánarfregn. I gærmorgun and- aðist hjer í bænum Friðjón Krist- jánsson stud. theol., efnilegur maður og vel kyntur. Hann hafði verið heilsuveill síðustu tvö árin. Togarastrokið. Utanríkisstjórn- in tók að sjer málið gegn togar- anum enska, sem nýlega strauk af Akureyrarhöfn, eftir að hann hafði verið dæmdur í 10 þús. kr. sekt. Er nú sektin greidd samkv. dómnum og afli og veiðarfæri borgað með 5Víj þús. kr„ en af- sökunar hefir verið beðið á fram- ferði skipstjórans. Hjónaband, Nýgift eru hjer í i bænum Hjalti Björnsson heildsali og frk. Margrjet Arnljóts frá þórshöfn á Langanesi. Gengi: Pnd. sterl. kr. 22,15, dnsk. kr. 13,88, nrsk. kr. 93,27, Snsk. kr. 122,54, dollar kr. 4,58V^, franskir fr. au. 17,94.

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.