Lögrétta


Lögrétta - 26.01.1926, Page 2

Lögrétta - 26.01.1926, Page 2
2 LÖGRJETTA Einar H. Kvaran. Lögr. hjet því fyrir skömmu, að flytja lesendum sínum nökkra kafla úr ritgerð E. H. K., „Krist- ur eða þór“, sem nýlega birtist í „Iðunni" og er svar við Straum- hvarfaritgerð S. Nordals prófess- ors í „Skími“ frá síðastl. sumri. E. H. K. segir: „þegar Sigurður Nordal tók sjer fyrir hendur að gera lítið úr ritum mínum í Svíþjóð og koma Svíum í skilning um það, að frá- leitt væri, að þeir ljetu Nobels- verðlaunin falla í minn garð, þá var hann ekki nefndur Sigurður Nordal í sænskum blöðum. Hann hjet þá „'krítikin á Islandi". All- mikið af blöðum og tímaritum þjóðarinnar hafði flutt ritgerðir um bækur mínar, og þar hafði kveðið við alt annan tón en hjá S. N. En þær ritgerðir voru ekki „krítikin á Islandi". Hún var öll samanþjöppuð í hinum mikla heila þessa eina manns. Eftir þessa byrjun hefur verið sagt til nafns hans, bæði erlend- is og hjer heima, þegar hann hef- ur varpað sínu mikla vitsmuna- ljósi jrfir mín ófullkomnu rit. Hann hefur gert það nokkrum sinnum, en nú síðast í ritgerð í Skírni, sem hann nefnir „Undir straumhvörf“. Sú ritgerð er sam- in í því skyni að gera „grein fyrir þeim atriðum í list og lífsskoðun E. H. K., sem valda því, að jeg (þ. e. S. N.) tel hann ekki vel til þess fallinn að vera leiðtoga ís- lendinga í þeim efnum“. Ritgerðin hefir fengið mikið lof í einu blaði, og þar er meðal annars tekið fram, hvað hún sje „djúp- hugsuð“. Jeg vík eitthvað að þess- ari „djúpu hugsun" síðar. Jeg met að engu aðfinslur S. N., eða hvers sem er annars, út af því, að lífsskoðunar minnar, eða þess sem mjer virðist dýpstar rætur hafa fest í sál minni, kenni í skáldritum mínum. Jeg veit það vel, að saga verður fyrst og fremst að vera saga. það held jeg að mjer hafi tekist, hvað sem S. N. segir. Jeg held, að það sje fyrir það, að sögur mínar eru verulegar sögur, að þær hafa not- ið svo mikillar góðvildar hjá þjóð minni. En mjer hefir aldrei kom- ið til hugar að verða sammála þeim mönnum, sem vilja að sjálf- sögðu einangra orðsins list frá lífinu sjálfu. Jeg lít svo á, sem listin eigi að vera í þjónustu sann- leikans, eins og höfundamir sjá hann, og styðja mennina í bar- áttu þeirra. Og með þá skoðun veit jeg, að jeg er í góðum fje- lagsskap. Úr því að minst er á söguna „Alt af að tapa“, get jeg ekki bundist þess að þakka S. N. fyr- ir eina setningu í umræðum sín- um um hana. Hún hefir verið mjer til svo mikillar skemtunar. Hún er það viturlegasta og „djúp- hugsaðasta“ í allri þessari ritgerð hans. Hann segir, að væri þessi saga gamalt æfintýri, mundi eng- inn þjóðsagnafræðingur hika við að segja, að hún væri sett saman af þrem brotum eftir þrjá höf- unda. þetta er alveg óvenjulega líklega til getið, einkum ef þjóð- sagnafræðingurinn væri þá jafn- framt norrænufræðingur. Auðvit- að hafa norrænufræðingarnir fært okkur mikinn fróðleik og oft hefir verið ástæða til að vera þeim þakklátir. En ekki get jeg neitað því, að stundum hefi jeg verið sem agndofa af því, á hve litlum rökum það hefir verið reist, sem þeir hafa haldið fram. þeim er sumum trúandi til þess að setja sig ekki úr færi um að reyna að ægja mönnum með lær- dómi sínum, og að hirða þá minna um það, þó að tilgáturnar væru í raun og veni helber endaleysa — eins og þessi „vísindi“ þjóðsagna- fræðingsins óneitanlega væru. Ummæli S. N. um niðurlagið á sögunni „Marjas“ gefa tilefni til alvarlegri hugleiðinga. það hefir verið trú mannkyns- ins um þúsundir ára, að til sje æðra sjónarmið en vort, og að frá því sjónarmiði sjáist staðreyndir lífsins, þar á meðal bölið, í rjett- ara og skærara ljósi en vjer get- um yfir það varpað. það hefir verið trú mannkynsins að til sje guð með óendanlegum vitsmunum, og að hann líti að sjálfsögðu ann- an veg á málefni vor en vjer get- um á þau litið, með þeim þroska, sem vjer höfum. það hefir verið trú mannkynsins, að til sjeu ver- ur á æðra tilverustigi en vjer er- um á, og að þeirra sjónarmið sje líka annað en vort. það hefir ver- ið trú mannkynsins, að vjer kom- umst sjátfir á það tilverustig, að vjer lítum á það, sem fyrir oss hefir komið, alt öðrum augum en hjer í heimi. I þessu hefir verið fólgin aðalhuggun og aðal- styrkur mannanna öld fram af öld. Jeg kem þá að æfintýrinu í „Gulli“, þar sem sagt er, að guð sje í syndinni. Um það segir S. N.: „þá setningu má að vísu teygja á ýmsa vegu, en rjettast er vafalaust að skilja hana svo, að syndin sje tóm missýning, og í raun og veru engin til“. því fer svo fjarri, að það sje „vafalaust rjettast", að það er vafalaust rangt. . . . Annaðhvort verðum vjer að vera einveldismenn eða tvíveldis- menn í hugmyndum vorum um tilveruna. Annaðhvort verðum vjer að ætla, að frumaflið, það vitsmunaafl, sem drotnar í tilver- unni, sje eitt — það vitsmuna- afl, sem vjer nefnum guð — eða að frumöflin sjeu tvö, annað gott og hitt ilt, og að eðli þeirra sje svo háttað, að þau geti aldrei runnið saman, en hljóti að heyja stöðuga og eilífa baráttu hvort við annað. Jeg er einveldismaður í þess- um skilningi. Jeg get ekki með nokkuru móti hugsað mjer tilver- una annan veg en sem eining, heild. Jeg held, að sú þrá manns- andans, að það góða vinni sigur, sje ekki gripin úr lausu lofti, heldur eigi hún rætur í því allra- dýpsta í tilveru vorri. En það er bersýnilegt, að sjeu frumöflin tvö, þá getum vjer enga trygging haft þess, að annað þeirra verði nokkru sinni máttugra en hitt. Mjer finst líka, að alt, sem vjer vitum um mannlífið, bendi í þessa átt. Vjer finnum aldrei það illa „hreinræktað“, einangrað frá öllu góðu. . . . En ef vjer höldum fast við ein- inguna í tilverunni þá skoðun nýja testamentisins, að guð sje „yfir öllum og með öllum og í öllum“, þá er ekki nokkur skyn- samlegur vegur til þess að ein- angra með öllu syndina frá guði. . . . Sá, sem sett hefir sólkerfin í gang og hugsað út lögmál al- heimsins, bæði fyrir andann og efnið, hefir víst haft næga vits- rnuni til þess að fara nærri um það, hvernig fara mundi fyrir börnum sínum á jörðunni, eins og í garðinn var búið fyrir þau. þau eru sett, mjög ófullkomin, inn í mjög takmarkaðan heim. þeim er í fyrstu ekkert lagt upp í hendurnar; þau eiga að brjótast áfram og bjarga sjer sjálf. þau vita ekkert um afstöðu sína til höfundar tilverunnar, ekkert um uppruna sinn, ekkert um ákvörð- un sína. þau vita ekkert um ann- að en það, að einhvem veginn verða þau að sjá sjer borgið Smám saman fer að safnast sam- an hjá þeim reynsla, þeim til leið- beiningar, dýikeypt reynsla, feng- in með hálfgerðu villidýralífi, fengin með þjáningum, blóðsút- hellingum, grimd — mestmegnis fengin með því, sem vjer nefnum nú synd. þegar tímar líða lengra fram, fara þau við og við að fá opinberanir frá æðri heimum, sem að sjálfsögðu eru sniðnar eftir þroska þeirra til þess að veita slíku viðtöku, og háleitar hug- sjónir taka að myndast. það er mesta æfintýri mannlífsins, að eftir alla eigingirni-streituna, sem mennimir hafa verið settir í, koma þeir auga á það, að fegursta hugsjón lífsins sje sjálfsfórnin, baráttan fyrir aðra, kærleikurinn, og að eigingirnin sje grundvallar- syndin. En vjer vitum allir af mikilli reynslu, hve óhemjulega örðugt það hefir verið og er fyr- ir mennina að haga sjer, í hugs- unum og gerðum, samkvæmt æðstu hugsjón sinni. það virðist svo, sem þjóðir og mjög margir einstaklingar verði að þoka sjer gegnum þrengingar yfirsjónanna, ösla gegnum ófærar syndarinnar, til þess að færast eitthvað ofur- lítið að því takmarki, sem vjer trúum, að höfundur tilverunnar ætli þeim að ná. . . . Jeg er þess fullvís, að þeir verða margir, sem ekki lá mjer það, þó að mjer virðist þau at- riði í ritgerð S. N., sem jeg hefi þegar gert að umtalsefni, ekki sjerlega „djúphugsuð“ — þó að mjer finnist þau í meira lagi van- hugsuð. Samt held, jeg, að þau atriðin, sem jeg á eftir að minn- ast á, sjeu öllu lakari, þó að hann reyni að breiða svikablæju fals- aðrar sanngirai og óhlutdrægni yfir það, sem hann er að halda að lesendunum. Jeg á við öll ummæli S. N. um skoðun mína á fyrirgefningunni. Og jeg á líka við þá grein, sem hann gerir fyrir lífsskoðun sjálfs sín. Á undan öðru skal jeg taka það fram, að hin „krítiska" rann- sókn lians á því, hvemig lífsskoð- un mín hafi orðið til, og þá sjer- staklega á því, hveraig standi á hinni ríku fyrirgefningarboðun, sem komi fram í ritum mínum, er helber endileysa. Hann segir að undirstaða lífsskoðunnar minn- ar sje frá Georg Brandes og fylg- ismönnum hans. Samkvæmt þeirri undirstöðu hafi jeg valið úr krist- indómnum það sem mjer hentar, mannúð og kærleika, en slept hin- um ströngu kröfum siðferðis og rjettlætis. Jeg minnist þess tæp- lega að hafa lesið öllu meira rugl en þetta. Er ekki kærleikskrafan siðferðiskrafa? Reynist hún ekki mönnunum örðugasta siðferðis- krafan ? En auk þess mundi eng- inn maður verða meira forviða á slíkum ummælum en Georg Brandes. það er ekki kærleiksboð- unin, sem hefir einkent hans boð- skap. Hann hefir miklu fremur með köflum verið afneitun kær- leikans. En boðun G. B. á rjett- lætinu hefir þar á móti oft verið rík og áhrifamikil. Jeg átti ekki von á því að sjá annari eins vit- leysu í þessum efnum haldið fram af þeim háskólakennaranum, sem sjerstaklega mun vera ætlað að íást við bókmentir. S. N. segir, að jeg hafi ekki alls fyrir löngu lýst yfir því í blaða- grein að jeg hafi alla mína æfi verið lærisveinn Georgs Brandes- ar. Jeg veit ekki, við hvaða blaða- grein hann á. Jeg man auðvitað ekki allar mínar blaðagreinir, en jeg hygg, að þessi bókmentalega staðhæiing hans sje gersamlega ósönn. Jeg hefi fyrir rúmu ári minst á það í „Politiken“, hvað jeg telji mig eiga Georg Brandes og samherjum hans að þakka. Einmitt af þeirri grein má sjá, að jeg tel mig ekki lærisvein hans, að því er til skoðananna kemur. það væri líka fjarri sahni. Alveg sama er um hjal hans viðvíkjandi þeim áhrifum, sem hann segir að jeg hafi orðið fyrir af amerísku nýhyggjunni. þau áhrif eru engin. Jeg hefi lesið nokkuð um hana, sjerstaklega í bók Williams James um trúar- reynsluna. Og jeg hefi lesið bók Trines „In Tune with the Iníin- ite“ (sem á íslensku hefir fengio alveg rangt nafn: „I samræmi við eilííðina“). Jeg kannast við það, að það er falleg bók. En jeg er svo gerður, að sannanalausar stað- hæfingar hafa yfirleitt ekki áhrif á mig, þó að hugsanirnar sjeu fagrar og jafnvel sennilegar. Eftir maigra ára efasemdir og vaíahyggju myndaðist lífsSkoðun mín af árangri sálarrannsókn- anna og af kenningum Krists í guðspjöllunum. það voru sálar- rannsóknirnar, sem vísuðu mjer á guðspjöllin. . . . það getur þá ekki verið nokkur vafi á því, að ef það er nokkur einn, sem ber ábyrgð á því, að V. Hugo: VESALINGARNIR. skuldaði honum hundrað og tuttugu franka. Hann sendi þrjú hundruð franka og kvað það vera borgunina og bað um að flytja barnið til Montreuil-sur-Mer, móðir þess væri veik, og vildi hafa það hjá sjer. Thenardier fjekk ofbirtu í augun af þessu, ,.Við skulum svei mjer ekki sleppa lævirkjanum frá okkur“, sagði hann við konu sína, „hún getur orðið fyrirtaks mjólkurkýr fyrir okkur. Jeg skil vel hvernig í þessu liggur, það hefir eitthvert fíflið orðið skotið í móðurinni“. Hann sendi fimm hundrað og nokkurra franka reikning sem svar. Tvö atriði voru í honum, sem ómögulegt var að rengja, meira en þrjú hundruð frankar til samans, sem lyfsali og læknir áttu inni fyrir að hafa stundað Axelmu og Epasine og látið þær fá lyf í veikindum þeirra, það var ekki nema nöfnum, sem breyta þurfti Thenardier hafði ritað neðan á blaðið: „Fengið þrjú hundrað franka afborgun". Madeleine sendi þegar þrjú hundruð franka í viðbót og skrifaði: „Flýtið ykkur að koma með Cosette“. — „Skollinn hafi það!“ sagði Thenardier; „nei, þetta bara látum við ekki fara undir eins!“ Fantinu batnaði ekki, hún lá altaf. Hjúkrunamunn- urnar höfðu upphaflega verið ófúsar á að taka við „þessari stúlku“. þeir, sem sjeð hafa lágskurðinn í Reims, munu minnast þess hvernig vitru meyjamar gretta sig yfir þeim heimsku. Vestumeyja-fyrirlitningin fyrir föllnum konum, sem gengið hefir að erfðum, er enn af dýpstu eðl- ishvötum metnaður kvenmannanna. Nunnumar fundu til hennar og guðhræðsla þeirra hafði skerpt hana enn meir. En ekki liðu margir dagar, áður en Fantina hafði yfir- unnið þær. Einu sinni heyrðu þær hana segja í óráði: „Jegi hefi verið syndugkona,en ef jeg fæ barnið mitt aftur, þá veit jeg að guð hefir fyrirgefið mjer. Jeg vildi ekki hafa Cosette hjá mjer, á meðan jeg lifði í synd, af því að jeg hefði ekki þolað að horfa á undrandi og rauna- leg augun hennar. En jeg syndgaði hennar vegna, og þessvegna mun guð fyrirgefa mjer. Jeg finn blessun guðs, þegar Cosette kemur til mín. Jeg ætla að horfa á hana, og mjer mun þykja vænt um að horfa á svo saklausa veru. Lítið þið á, systur, hún er engill. Vængirair eru ekki farn- ir af á hennar aldri“. Madeleine kom tvisvar á dag, til þess að líta eftir henni, og hún spurði þá altaf: „Kemur Cosette bráðum?“ — „Ef til vill í fyrramálið“, svaraði hann. „Jeg býst við henni á hverri stundu“. Og þá birti yfir fölu andliti móðurinnar. „ó, hvað mjer þykir vænt um það“, sagði hún. En henni batnaði ekki; henni virtist heldur versna með hverri viku. Snjórinn, sem settur hafði verið niður á bert bakið á henni, milli herðablaðanna, hafði valdið því, að hún hætti alt í einu að svitna, og það hafði komið veik- inni, sem hún hafði gengið með í mörg ár, til þess að brjót- ast út. Menn vora þá nýfamir að nota hinar ágætu leið- beiningar Laennecs, við að kynnast brjóstveiki og við meðferð hennar. Læknirinn hlustaði Fantinu og hristi höfuðið. „Jæja?“ sagði Madeleine. — „Á hún ekki barn, sem hana langar til að sjá?“ spurði læknirinn. — „Jú“- — „Látið það koma eins fljótt og unt er“. Madeleine kipt- ist við. „Hvað sagði læknirinn?“ spurði Fantina. — „Hann sagði að við ættum að flýta okkur að ná í barnið yðar til þess að yður batnaði“. — „Já, það er rjett af honum. En hvernig stendur á Thenardier að hann skuli halda Cosette? Jæja, hún kemur þá. Loksins sje jeg hamingj- una koma!“ Thenardier ljet bamið samt sem áður ekki af hendi, en kom með allskonar ljeleg undanbrögð. Cosette var ekki alveg búin að ná sjer; svo að óhugsandi var, að láta hann fara að ferðast á vetrardegi. Auk þess voru nokkur minni- háttar útgjöld eftir, og hann var einmitt að draga þau saman, o. s. frv., o. s. frv. „Jeg skal senda einhver eftir Cosette", sagði Madeleine, „og fara sjálfur, ef þess gerist þörf“. Hann ritaði eftirfarandi brjef, samkvæmt fyrir- sögn Fantinu, og ljet hana rita nafnið sitt undir: „Herra Thenardier! Viljið þjer afhenda Cosette handhafa þessa brjefs. Hann mun greiða yður smáskuldirnar, sem þjer mintust á. Virðingarfylst Fantina“. En nú ikom óvæntur atburður fyrir. það gagnar ekk- ert þó að við leitumst við að höggva og smíða staurinn undarlega, sem er líf vort; svört æð forlaganna kemu/ ávalt í ljós. Madeleine var morgun einn í vinnustofu sinni; hann átti mjög annríkt við ýmisleg störf, sem hvíldu á honum sem borgarstjóra og hann varð að ljúka við, ef hann átti að komast til Montfermeil. pá var honum sagt, að Javert lögreglu-umsjónarmaður vildi fá að tala við hann. Hann gat ekki að því gert, að honum leið illa, þegar hann heyrði þetta nafn. Javert hafði íorðast að mæta honum meira en nokkru sinni áður, síðan atburðurinn sæli hafði gerst á lögregluskrifstofunni; Madeleine hafði ekki sjeð hann síð- an. Javert kom inni í herbergið. Madeleine sat kyr rjett við arininn með penna í hendinni og leit ekki upp úr máls- skjölum, sem hann var að fletta. Hann ljet Javert ekki trufla sig. Hann gat ekki að því gert, að honum varð hugsað til Fantinu, og vissi að hann átti að vera kulda- legur. Javert hneigði sig djúpt fyrir borgarstjóranum, sem sneri bakinu að honum og hjelt áfram að fletta skjöl- unum og skrifa athugasemdir án þess að líta við. Javert gekk tvö skref áfram og nam svo staðar, án þess að rjúfa þögnina. Andlitsfræðingur, sem þekt hefði eðli Jeverts og hefði athugað lengi þennan villimann í þjónustu menningarinn- ar; þetta einkennilega sambland af Rómverja, Spartverja, munk og undirforingja, þennan njósnara, sem ekki gat logið, þennan lögreglumann, sem ekki var hægt að múta, andlitsfræðingur, sem þekt hefði leynilega og gamla óvild hans til herra Madeleine, baráttu hans við borgar- stjórann út af Fantinu, og hefði sjeð Javert á þessari stundu, hefði eflaust sagt við sjálfan sig: „Hvað hefir nú komið fyrir?“ öllum, sem þektu þessa hreinu, björtu, heiðarlegu, ströngu og hranalegu samvisku, hefði verið það ljóst, að Javert hefði nýlega átt í miklu sálarstríði.

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.