Lögrétta


Lögrétta - 26.01.1926, Qupperneq 3

Lögrétta - 26.01.1926, Qupperneq 3
LÖGRJETTA 8 fyrirgefningunni er haldið að mönnunum, hvort sem það er gert af mjer eða öðrum, þá er það Jesús frá Nazaret. Jeg geri ráð fyrir, að hann sje fær um að rísa undir þeirri ábyrgð — hvað þung- an áfellisdóm sem hann fær fyrir það hjá Sigurði Nordal. Og svo fjarri er það mjer sem austrið er vestrinu að fallast á þá skoð- un S. N., að þessi kenning Jesú sje tímabundin, að á sumum ára- tugum geti hún verið góð, en á öðrum skaðvæn. Jeg sje enga ástæðu til að ætla annað, en að hún gildi í alheiminum og um tíma og eilífð. S. N. sjer það — sem vitan- lega er rjett — að í þessari kenn- ing Jesú frá Nazaret er fólgið meira en fyrirgefningin í þrengstu merkingu. „Síðustu 50 árin“, segir hann, „hefir heimur- inn sífelt stefnt að meira frelsi, skilningi, mannúð“. Hann telur mig fulltrúa fyrir þessari stefnu — og það vil jeg líka vera, þótt af veikum mætti sje það. þessari stefnu andmælir hann harðlega, Hún er farin að gera heiminum tjón, segir hann. Svo að það er þá burt frá frels- inu, skilningnum og mannúðinni, sem vjer eigum að stefna, eftir hans kenningu. það fer að hafa sína kosti að vera orðinn gamall, ef þetta á að verða stefnan, sem sú kynslóð viðurkennir, er nú er að taka við, eins og S. N. fullyrð- ir. í mínum augum, og jeg geri ráð fyrir æði margra, mundi lífið verða að samfeldri andstygð, ef slíkar skoðanir yrðu ofan á. Hvert er tákmarkið, sem S. N. vill keppa að, í staðinn fyrir „frelsi, skilning og mannúð“? Mjer skilst það vera rjettlæti. Um rjettlætis-óskina er, mjer vit- anlega, enginn ágreiningur. Allir viljum við rjettlæti. En við, sem eftir skiftingu S. N. heyrum gamla tímanum til, og erum að „gera heiminum tjón“, höfum enga trú á öðru rjettlæti en því, sem styðst við skilning og mann- úð. Og sama held jeg megi segja um alla heilvita menn. Skilning- urinn og mannúðin eru í þeirra augum skilyrði fyrir öllu rjett- læti mannanna. S. N. hygst að fá rjettlætinu framgengt með refsingum. Á Is- landi telur hann orðna svo marga lögbrjóta og illræðismenn, að að- alnauðsyn þjóðarinnar sje sú, að fá tekið í lurginn á þeim. þar standi jeg og mínir líkar aðallega sem þrándar í götu. Við höfum fengið lífsskoðun almennings til þess að stefna allá að vorkunn- semi. 1 þessu skálkaskjóli fremji menn sínar illgerðir. Og að þessu sjeu meiri brögð hjer en nokk- ursstaðar annarstaðar. Hjer sje ekki hróflað við því, sem annar- staðar mundi valda þungri hegn- ingu. Jeg held ekki, að þetta sje „dj úphugsaðra“ en annað í rit- gerð prófessorsins. Jeg veit ekki, hve mikil brögð eru að lagabrot- um hjer á landi. Jeg hefi ekki átt kost á, eða þá lagst undir höfuð, að rannsaka það mál. Jeg hefi haft annað fyrir stafni. Og hviksögur um það efni met jeg einskis. En þó að jeg vissi, að mikið væri um lagabrot, þá væri jeg ekki að sjálfsögðu sannfærð- ur um, að það stafaði af refs- ingaskorti. Jeg hugsa til Banda- ríkjanna. þar er nú svo mikið af glæpum, að þjóðina hryllir við. Jeg las í einu merku Bandaríkja- blaði rjett áður en jeg fór úr Vesturheimi í haust, að ekki verði með rjettu sagt, að nú gangi glæpaalda yfir Bandaríkin; það sje flóð (inundation). Morðin ein samsvara 10 morðum á Islandi á ári, eftir því sem jeg sá einhver- staðar. Ekki er þetta fyrir vor- kunnsemi eða refingaskort. Glæpamennimir eru líflátnir, ef í þá næst. Og almenningur manna stendur á öndinni eftir því að fá illræðismönnunum refsað. . . . Jeg hefi furðað mig á mörgu 1 ritgerð S. N., en á engu jafn-mik- ið og daðri hans við kristindóm- inn. það sem hann finnur mest að mjer, þegar öllu er á botninn hvolft, er það, að jeg hafi hafnað „kristninni“ með hugsun minni. Jeg geri ráð fyrir að með „kristni“ eigi hann við hugsjónir kristninnar. Mjer hefir skilist svo, sem aðalhugsjónir kristninnar sjeu þær kenningar, sem Jesús Kristur hefir flutt mönnunum. Mjer er það ekki kunnugt, að jeg hafi hafnað þeim. En þó að jeg hefði hafnað þeim, þá situr það síst á S. N. af öllum mönnum, sem á íslensku hafa ritað, að finna mjer það til foráttu. S. N. reynir að gylla hefndar- hugann, sem er það, er Jesús Kristur varar sjerstaklega við. Hann ófrægir fyrirgefningar-hug- arfarið, sem Jesús Kristur sjer- staklega heimtar. S. N. boðar tvíveldiskenning- una, eilífan mátt og eilíft eðli hins illa alveg eins og hins góða. það er gersamlega ókristin hugsun. Að minsta kosti er hún þveröfug við kenningar Jesú og hins mikla rithöíundar frumkristninnar, Páls postula. S. N. boðar guð „sem unga hetju, sem berst blóðugur og víg- móður við dreka hins illa“ og fyrirgefur ekki. þroski hans er ekki óendanlegri en „myrkravöld- in sem hann berst við“. það er áreiðanlegt, að þessi blóðugi guð, sem aldrei vinnur sigur á því illa, er ekki sá faðir vor á himnum, sem Jesús Kristur boðaði mönnunum, nje heldur sá guð, sem nýja testamentið talar um, að sje „yfir öllum og með öllum og í öllum“. þessi kenning er ekki kristin. Hún er heiðni. þessi guð S. N. er þór. Ofurlítið fægður og litaður þór. S. N. fræðir oss um það, að einhverjir jafnaldrar hans líti líkt á þessi mál eins og hann, „þótt fáir hafi gert öðrum það ljóst og sumir ekki sjálfum sjer“. Jeg skal ekkert um það segja. Jeg þekki ekki þessa menn. Jeg veit ekki, hvað gáfaðir þeir kunna að vera, sem aðhyllast í meira lagi við- sjárverðar kenningar, án þess að hafa gert sjálfum sjer það ljóst — og þar af leiðandi fráleitt nein- um öðrum, nema S. N. Allra síst veit jeg, hver afreksverk eða af- glöp þeir eiga eftir að fremja i veröldinni. En hinu mótmæli jeg afdrátt- arlaust, að af nokkru verði ráðið, að þeir sjeu fulltrúar þess tíma- bils, sem nú er að renna upp. Ver- öld vor hefir, einmitt á þessari öld, fengið nokkuð greypilega reynslu þess, hvað það kostar, að leggjast alveg undir höfuð að fara eftir kenningum Jesú Krists. það hefir kostað hana miljónir af mannslífum, óumræðilegar líkam- legar og andlegar þjáningar og bot-nlaus ógrynni af auðæfum. Bestu og vitrustu menn veráldar- innar eru nú að reyna að verja vitsmunum sínum til þess að græða hin djúpu sár þjóðanna. Og þeir sjá engin önnur ráð en niðurfall saka, að svo miklu leyti, sem unt er. þeir sjá engin önnur ráð en reyna að uppræta ofbeld- isviljann og hefndarhugann. þeir sjá engin önnur ráð en að kenna mönnunum að fyrirgefa. þeir trúa áreiðanlega ekki á blóðugan guð. ----o—— Annað svar til Jóns Gauta Pjeturssonar. Jeg verð að biðja Lögrjettu fyrir fáein orð til J. G. Pjeturs- sonar, í annað sinn. Jeg skal reyna að vera ekki langorður og ætti ekki að þurfa þess. J. G. P. hefur lítið sagt annað en það, sem hann var áður búinn að segja og fullhrakið er, frá mínu sjónar- miði. Og hann hefur gert mjer þann hægðarauka, að draga aðal- atriði framsögu sinnar saman í 4 tölulið, sem auðvelt er að ganga að og afgreiða. Fyrsti töluliður J. G. er um það, að jeg telji eignamismun, þ. e. fjárhagshnignun K. þ. 1919—22 60 þús. kr. meiri en undirstöðu- tölur mínar bendi til. Jeg hef áð- tekið það fram, að þarna er að- Mismunur á eignum umfram skuldir út á við 1919 og 1920 er því 922635.81 --- 3350.01 — kr. 919285.80 — og að það sje nálægt 920 þús. kr., ætla jeg að verði erfitt að vefengja. Annað aðalatriði J. G. er það, að jeg hafi talað svo um þetta eignatap, að öllum ókunnugum eins um prentvillu að ræða, sem þannig er vaxin, að 60 þús. kr. hafa víxlast milli ára — ef til vill fyr- ir mislestur — svo að á fyrri staðnum verður „nál. 200 þús. kr.“ (vöruforði) fyrir „nál. 260 þús. kr.“, og á síðari staðnum „160 þús. kr.“ (innstæður utan- ’fjel. — útistandandi skuldir) fyr- ir (tæpar) 100 þús kr. Hefði þess- ar tölur verið rjett eftir mjer hafðar, hefði jeg aftalið mismun áranna 1919 og 1922, ekk um 60 þús kr., heldur 2 X 60 þús. þ. e. 120 þús. kr. En að svo var ekki og niðurstöðutölurnar rjett- ar — sem sýnir að þarna var um prentvillu að ræða — skal nú sýnt og sannað með því, að taka undirstöðutölumar hjer upp ná- kvæmlega tilgreindar og sundur- liðaðar — eins og þær standa í prentuðu ársriti kaupfjelagsins. hafi skilist og hlotið að skiljast það þannig, að K. þ. sjálft, einka- stofnunin, sem hann kallar (sam- eignarþátturinn) hefði tapað þess- ari upphæð. En þetta er nokkuð, sem hann veit ekkert um og getur, eftir hlutarins eðli, ekkert vitað um. Hann sjer ekki gegn um holt og hæðir og hugi manna I. árslok 1919. Eignir: Fasteignir virtar Vöruforði — 257990.62 Hjá erlendum viðskiftamönnum. . . — 23665.30 Hjá innlendum viðskiftamönnum . . — 580622.56 í verðbrjefum — 10177.66 Peningar i sjóði — 11813.64 = kr. 964269.78 Skuldir (út á við). Við banka og opinbera sjóði. . . . kr. 13267.73 Við ríkissjóð — 5400.00 Við innlenda utanfjelagsmenn . . — 22966.24 = kr. 41633.97 Eignir umfram skuldir (út á við) kr. 922635.81 II. íárslokl922. Eignir: Fasteignir virtar . Verðbrjef — 10100.00 Vörubirgðir og óinnh. verð seldra vara Utistandandi skuldir — 233114.40 hjá öðrum kaupfjelögum kr. 13845.43 hjá ým8um viðskiftam. . — 85347.00 - 99192.43 Peningar í sjóði — 24073.55 = kr. 501480.38 Skuldir (út á við). Viðlagasjóðslán.......................kr. 3651.79 Skuld við ísl.banka.....................— 49303.99 Samþ. víxlar............................— 20000.00 Skuld við S. í. S.......................— 369874'45 Skuld við L. Z........................ — 53110.94 Skuld við ýmsa viðskiftamenn ... — 2189.20 = kr. 498130.37 Eignir umfram_skuldir (út á við) kr) 3350.01 Alt, sem fór fram í huga þessa manns, kom fram á and- liti hans. Honum hætti við mörgum snöggum breytingum, eins og öllum skapstórum mönnum. Andlitssvipur hans hafði aldrei verið einkennilegri eða undarlegri. Hann hafði hneigt sig fyrir Madeleine, þegar hann kom inn, með þeim svip er hvorki bar vott um óvild, reiði eða van- traust, og hafði staðnæmst að baki honum, nokkur skref frá stólnum, og stóð nú eins og undirmaður fyrir yfir- manni, með uppgerðarlausri og kaldri rósemi, sem eigin- leg er þeim manni, sem aldrei hefir verið mildur en ávalt þolinmóður; hann beið þegjandi, hreyfingarlaus, í sannri auðmýkt og undirgefni undir forlögin, kyrlátlegur, alvar- legur, með hattinn í hendinni og augun starandi á gólfið, og var svipurinn mitt á milli þess, er hermaðurinn hefir, er hann stendur gagnvart foringja sínum, og glæpamað- urinn, sem stendur gagnvart dómara sínum; hann beið þess að borgarstjóranum þóknaðist að snúa sjer við. All- ar tilfinningarnar, allar endurminningamar, sem búasc hefði mátt við að hann væri fullur af, voru horfnar. það var ekki annað en skuggaleg mæða í þessu óskiljanlega og harðlega andliti. Framkoma hans bar vott um undir- gefni, ákvörðun og ólán þrekmannsins. Borgarstjórinn lagði pennan loksins frá sjer og sneri sjer við til hálfs. „Jæja, hvað er um að vera, Javert?“ Javert þagði eitt augnablik, eins og hann væri að hugsa sig um, en sagði með raunalegum hátíðleik: „Glæpur hef- ir verið framinn, herra borgarstjóri“. — „Hvaða glæpur er það?“ — „Lágt settur embættismaður hefir brotið skammarlega gegn þeirri virðingu, sem honum bar að sýna yfirboðara sínum. Jeg kem, það er skylda mín, til þess að segja frá þessu“. — „Hvaða embættismaður er þetta?“ spurði Madeleine. — „það er jeg“, svaraði Javert. — „þjer?“ — »Já“- — „Og hver er sá yfirboðari, sem þjer hafið gefið ástæðu til þess að kvarta yfir yður?“ — „það eruð þjer, herra borgarstjóri“. Madeleine stóð nærri því upp úr hægindastólnum sínum. Javert hjelt áfram, strang- ur á svipinn og horfði altaf til jarðar: „Jeg kem, herra borgarstjóri til þess að biðja yður að krefjast þess að mjer verði sagt upp“. Madeleine opnaði undrandi munninn, eins og hann ætlaði að segja eitthvað. Javert varð fyrri til: „þjer munuð segja, að jeg geti þá beðið um lausn, en það er ekki nóg. það er engin vansæmd í því fólgin, að biðja um lausn. Mjer hefir orðið á, það á að hegna mjer, það á að reka mig burt“. Hann bætti við eftir litla þögn: „Herra borgarstjóri, þjer voruð strangur við mig um daginn með röngu, verið það nú í dag með rjettu“. — „En hvers- vegna?“ mælti Madeleine; „hvaða endaleysa er þetta? Hvað á þetta að þýða? Hvaða glæpur er það, sem þjer hafið framið gegn mjer? þjer ákærið yður sjálfur, þjer viljið láti segja yður upp . . .“ — „Reka mig burt“, sagði Javert. — „Jæja, reka yður burt. Jeg skil ekki vitund í þessu“. — „þjer munuð brátt skilja það, herra borgar- stjóri“, sagði Javert. Hann stundi þungan og mælti, altaf rólegur og þunglyndislegur: „Jeg var reiður við yður fyrir sex vikum, eftir atvikið út af þessari stúlku, og jeg ákærði yður“ — „Ákærðuð mig ?“ — „Já, fyrir lögreglustjóranum í París“. Madeleine, sem ekki var hættara við hlátri en Javert, fór að hlæja. „Fyrir það að grípa fram í störf lögreglunnar sem borgarstjóri?“ mælti hann. — „Nei, jeg ákærði yður sem fyrverandi galeiðuþræl“. Borgarstjórinn fölnaði upp. Javert, sem ekki hafði litið upp, hjelt áfram. „Jeg hjelt að þjer væruð það. Jeg hefi lengi verið að velta því fyrir mjer. Einhver líking, eftirgrenslanir, sem þjer höfðuð gert í Faverolles, óvanalegt afl yðar, atvikið með Fauchelevant, leikni yðar að skjóta, það, að þjer haltrið dálítið á öðrum fætinum og meira af samskonar heimsku hafði komið mjer til að halda, að þjer væruð maður, sem heitir Jean Valjean“. — „Maður, sem heitir . . . hvað var það, sem þjer sögðuð?“ — „Jean Valjean. það var galeiðu- þræll, sem jeg sá fyrir tuttugu árum, þegai* jeg var við dýflissuna í Toulon. Svo virtist sem hann hefði stolið frá biskupi, þegar hann komst úr dýflissunni, og rænt síðan lít- inn Savoyarddreng á þjóðveginum. Hann hefir leynt sjer í átta ár, enginn veit hvemig, og menn hafa leitað að honum. Og þá datt mjer í hug . . . Jæja, jeg gerði það sem jeg hefi sagt; reiði mín kom mjer til þess. Jeg ákærði yður fyrir lögreglustjóranum“. Madeleine, sem hafði tek- ið málsskjölin upp aftur, sagði algjörlega blátt áfram: „Jæja, og hverju var yður svarað?“ — „Að jeg væri vit- laus“ — „Nú og hvað þá?“ — „Já, það er rjett“. — „það er þó gott, að þjer skuluð viðurkenna það“. — „Jeg er neyddur til þess, því sá rjetti Jean Valjean er fundinn“. Madeleine misti niður blaðið, sem hann hjelt á; haxm leit upp og beint framan í Javert og sagði með einkennilegum rómi: „Einmitt það!“ Javert hjelt áfram: „Nú skal jeg segja yður, hvernig þessu er varið, herra borgarstjóri. í nágrenni við Atilly-le-Haut-Clocher var maður, sem nefndur er Champmathieu gamli. Hann var mjög fátækur og enginn skifti sjer neitt af honum. Enginn veit á hverju þessháttar menn lifa. þessi Champmathieu var tekinn fastur í haust fyrir að hafa stolið eplum hjá . . . jæja, það skiftir engu máli. Hann hafði stolið, hafði klifrað yf- ir steinvegg og brotið trjágreinar. Champmathieu var handtekinn, hann hafði enn grein með eplum á í hendinni, og náunginn var settur inn. þetta var í fyrstu ekki nema algengt þjófnaðarmál, en þá tók forsjónin 1 taumana. Fangelsið var í ólagi, og rannsóknardómaranum þótti því hlýða að senda Champmathieu til Arras og láta geyma hann í amtsfangelsinu. í fangelsinu í Arras var fyrverandi galeiðuþi-æll, Brevet að nafni, sem hafði verið tekinn fast- ur fyrir eitthvað og var notaður til þess að hafa umsjón með hinum föngunum, vegna þess að hann hegðaði sjer vel. En Champmathieu var ekki fyr kominn inn í fang- elsið en Brevet 'kallaði upp yfir sig: „Nei, þennan mann þekki jeg! Hann hefir verið á galeiðum. Líttu á mig, kunn- ingi, þekkirðu mig ekki? þú ert Jean Valjean“. — „Jean Valjean", sagði Champmathieu og ljetst verða forviða, „um hvaða Jean Valjean ertu að tala?“ — „Láttu ekki svona kunningi", sagði Brevet; „þú hefir verið í dýflissunni í Toulon. það eru tuttugu ár liðin frá því, er við vorum saman“. Champmathieu neitaði þessu, eins og þjer getið

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.