Lögrétta - 16.03.1926, Síða 4
4
LÖGRJETTA
firrukasti hefði varpað henni
fram. — Jóni er það nýtt og
óheyrt um kristin skáld (allra
alda), að þau hafi kent Guð og
fræði kirkju hans — til: elds-
ljóss og ljóma. Frá þessu stafar
þó heitið: „Geisli“ á kvæði Ein-
ars Skúlasonar: „Göfugt ljós, boð-
ar geisli — gunnöflgr miskunnar
— ágætan býðk ítrum — Ólafi
brag sólar“. — það er óþarft að
kalla mörg vitni um þetta, því
kennimenn kirkjunnar (ásamt
skáldunum) hafa notað eldinn í
ýmislega orðuðum líkingum, alt
frá hjervistar dögum Krists, fram
á daginn í dag. Og þessar upphaf-
legu líkingar eru nú notaðar í
daglegu máli, allra mælandi
manna. Og þó mun örðugt að
sannfæra Jón, því aldrei hafa
eldar áhugans brunnið í Jóni, svo
kunnugt sje. Og aldrei hefir Jón
(svo kunnugt sje) fylst eldlegri
andgift. þess, vegna hafa aldrei
báleldar keruninga kirkjunnar náð
að leika um Jón. Hann botnar
ekki í þessum eldlegu hugtökum.
Jóni virðist þau ekki ýkja smekk-
leg“, það er alt og sumt. Hann
kannast ekkert við þau. Aldrei
virðist Jón hafa í kirkju komið.
Jón virðist aldrei hafa hlustað á
húslestur. Ekki virðist Jón heldur
hafa heyrt sálm sunginn. Alveg
eru Jóni ókunnar guðsorða-bók-
mentir þjóðarinnar — og allra
þjóða. Jón virðist eigá margt
ólesið og vita furðu fátt!
þetta er næsta athugasemd
Jóns:
„Hvað er: báleldur?" spjrr Jón
— og sannast þar: að spyr sá er
ekki veit —, því þannig svarar
Jón sjálfum sjer:
„Ekkert annað en tvö orð, sem
þýða eitt og það sama, gerð að
einu, í sama augnamiði — til að
ríma. Ljóminn fer að fara af
þessari línu“ segir blessaður Jón!
En fullyrði Jóns eru röng. Hainn
hefir verið að ikroppa í orðið, en
það stendur uppi óskaddað.
Jón er sem sje ekki einn til
frásagna um hvað orðið: „báleld-
ur“ þýði. Orðabók Sigfúsar Blön-
dals segir orðið þýða: eld, sem
bálar. þess vegna er það rangt
hjá þeim mæta manni Jóni
Bjömssyni að segja, að „báleld-
ur“ þýði: bálbál eða eldeld. —
En hitt er aldrei nema satt, að
það er gaman að heyra Jón skýra
orð. Hann er svo „flott“ og fljót-
ur að því! Framh.
Stefán frá Hvítadal.
-----o----
Síys a sjo.
21 maður diuknar.
það er nú talið víst, að vjel-
báturinn Eir frá isafirði haíi far-
ist sunnudagnn 7. þ. m. undan
neyKj anesi og á honum 12 menn,
ailir dugandi drengir á besta
aidri:
1. Magnús Friðriksson, skip-
stjóri, írá Isaíirói; kvæntur og
lætur eitir sig konu og 5 böm.
2. Guðmundur Jóhannsson, stýri-
maður, Búgandafirði, ókvæntur.
8. Valdemar Asgeirsson, vjelstjóri,
Isaiirði, kvæntur. Lætur eítir sig
konu og 4 börn. 5. Sigurður
Bjarnason, Isafirði, kvæntur. Læt-
ur eítir sig konu og 3 böra. 6.
Bjarni Thorarensen, Isafirði,
ókvæntur-. 7. Kristján Ásgeirs-
&on, Boiungai’vík, kvæntur. Læt-
ur eftir sig konu og 2 börn. 8.
Steindór, bróðir Kristjáns, frá
Svarthamri í Álftaf., ókvæntur.
9. þorsteinn þorkelsson, Bolung-
arvík, ókvæntur. 10. Magnús Jóns-
son, Súðavík, ókvæntur. 11. Ól-
afur Valgeirsson úr Ámeshreppi í
Strandas., ókvæntur. 12. Magnús
Magnússon, úr Árneshreppi í
Strandas., ókvæntur.
Á mánudagsmorguninn 14. þ.
m. varð annað slys í Grindavík
álíka hörmulegt. þann morgun
fóru fimm skip á sjó það-
an. — Veður var gott en
veltibrim. Svo slysalega tókst til,
að einu skipinu barst á, um há-
degi, í lendingu í Járngerðarstaða-
vör. — Átta menn fórust, en
annað skip var þar skamt á eftir
og náði þremur mönnum, en einn
þeirra dó á leið til lands. Hinir
tveir hjeldu lífi. — þessir menn
fórust:
1. Guðjón Magnússon, formað-
ur, Baldurshaga, Grindavík,
kvæntur, bamlaus, 32 ára. 2. Guð-
brandur Jónsson, Nesi, Grindavík,
tengdafaðir formannsins 69 (?)
ára 3. Hallgrímur Benediktsson
frá Kirkjubæjarklaustri, 22 ára,
ókvæntur. 4. Guðmundur Sigurðs-
son, frá Helli í Rangárvallasýslu,
33 ára, ókvæntur. 5. Lárus Jóns-
son, Hraungerði í Grindavík, 21
árs, ókvæntur. 6. Stefán Halldór
Eiríksson, frá Hólmavík, 25 ára,
ókvæntur. 7. Sveinn Ingvarsson,
Holti í Grindavík, 28 ára, kvænt-
ur og átti 1 bam. 8. Guðmundur
Guðmundssson úr Dalasýslu, 76
ára; kvæntur og átti 9 böm. 9.
Erlendur Gíslason frá Vík í
Grindavík, 18 ára. — þessir björg-
uðust: Guðmundur Kristjánsson í
Grindavík og Valdemar Stefáns-
son frá Langstöðum í Flóa.
-----o----
Húsbruni. 10 þ. m. kom upp
eldur í húsinu nr. 12 við Aðal-
stræði á ísafirði og brann nokkur
hluti hússins, en menn björguð-
ust og innan hússmunir að mestu.
Eldurinn kom frá olíuvjel. Annan
helming hússins á Edinborgar-
verslun, en hinn frú Jóhanna 01-
geirsson.
þerney seld. Guðm. Jónsson
skipstjóri á Skallagrími hefur
nýlega keypt þerney af Gunnari
Gunnarssyni kaupmanni.
Mannalát. Nýlega er dáinn þor-
valdur Arason póstafgreiðslumað-
ur á Víðimýri í Skagafirði og
bóndi þar um langt skeið, merk-
ur maður og mörgum að góðu
kunnur fyrir gestrisni og höfð-
inglegar viðtökur, er ferðamenn
bar þar að garði, en það var oft,
með því að hann bjó við fjölfarna
þjóðbraut. Hann var 75 ára gam-
all, sonur Ara læknis Arasonar á
Flugumýri, og er nú frk. Guðlaug
Arason kenslukona ein eftir á lífi
þeirra systkina.
12. þ. m. andaðist í Keflavík
; Einar Th. Hallgrímsson, fyrrum
I konsúll og verslunarstjóri á Akur-
J eyri og Seyðisfirði og síðar kaup-
maður á Vopnafirði, faðir frú
þorbjargar konu Olgeirs Frið-
geirssonar kaupmanns í Keflavík,
og Hallgríms ljósmyndara á Ak-
ureyri. Einar var orðinn háaldr-
aður. Hann hafði verið dugnaðar-
maður, vel greindui', vænn maður
og vinsæll. Hann andaðist hjá
dóttur sinni og tengdasyni í
Keflavík, en lík hans verður flutt
til Akureyrar á Goðafossi 17. þ.
m. og jarðsett þar.
6. þ. m. andaðist á heimili sínu
hjer í bænum frú Ingveldur S.
Thordersen, kona Helga Thorder-
sen trjesmiðameistara, nær sext-
uig að aldri, fædd 24. okt. 1866,
góð kona og vel látin af öllum,
sem henni kyntust.
11. þ. m. andaðist á sjúkrahús-
j inu á Akureyri Einar Sigfússon
i bóndi á Stokkahlöðum í Eyja-
firði, greindur maður, sem margir
kannast við af ritgerðum hans í
Akureyrarblöðunum, bróðir Jó-
hannesar Sigfússonar yfirkennara.
þingfrjettir koma í næsta blaði.
Innfluttar vörur í febrúar námu
samkv. tilkynningu frá fjármála-
ráðuneytinu, 2,126,697 kr. þar af
til Reykjavíkur 1,077,087 kr.
Steingrímur Matthíasson læknir
á Akureyri er nýfarinn utan tii
þess að sækja alþjóðafund skurð-
lækna í Róm.
lslandsbanki. Reikningur hans
fyrir síðastl. ár er nú fullgerður.
Ágóði bankans á árinu, þegar ekki
er tekið tillit til gengistaps, hefur
orðið kr. 1,406,465,41. En gengis-
tap varð kr. 508,093,74, svo að
hreinn ágóði er kr. 826,371,67.
Kaupdeila stendur yfir hjer i
bænum, hófst út af ósamkomu-
lagi milli vinnuveitenda og Verka-
kvennafjelagsins um kaupgjald, en
síðan hefur Alþýðusambands-
stjómin lýst yfir samúðarverk-
falli, eftir samþykt á fundi verka-
mannafjelagsins Dagsbrúnar.
Slys. Nýlega fjell maður út og
druknaði af togaranum Gulltoppi
á höfninni í Hull, Tómas Sigurðs-
son að nafni, frá Selá á Árskógs-
strönd, ungur maður og efnilegur.
Gengi er nú: Pnd. sterl. kr. 22,
15, dnsk. kr. 119,60, nrsk. kr. 99,
63, snsk. kr. 122,41, dollar kr. 4,
57V4, þýsk mörk kr. 108,66,
franskir frankar au. 16,86.
Landskjör á 3 þingmönnum fer
fram 1. júlí í sumar, samkv. augl.
í Lögb.bl. 1. þ. m.
Disney Leith. 19. febrúar í vet-
ur andaðist skotska skáldkonan
Disney Leith, sem mörgum Is-
lendingum er kunn frá ferðum
hennar hjer um land og sumar-
dvölum hjer í bænum um langt
skeið. Hún las íslensku og hefur
þýtt á ensku nokkur íslensk
kvæði. Hún orti um Reykjavík og
dáðist mikið að fegurðinni hjer.
Síðast mun hún hafa verið hjer
sumarið 1914, en brjefaskifti
hafði hún við ýmsa hjer fram til
hins síðasta. Nú var hún orðin há-
öldruð og andaðist á eynni Wight.
Quo vadis?, hin fræga skáld-
saga eftir H. Sienkiewicz, hefur
verið sýnd hjer á Nýja Bíó nú að
undanfömu og aðsókn verið mik-
il. — Islenka þýðingin á sögunní
er nú uppseld.
Ágúst H. Bjamason prófessor.
Fyrirlestrar þeir um þjóðfjelags-
skipulag, sem hann hefur nú flutt
hjer öðm hvora að undanfömu í
Kaupþingssalnum í Eimskipafje-
lagshúsinu, hafa verið mjög vel
sóttir og þótt bæði fróðlegir og
skemtilegir. Á. H. B. á skilinn
heiður og þökk fyrir það, hve vel
hann heldur uppi, vetur eftir vet-
ur, almennri fræðslustarfsemi fyr-
ir Háskólann með fyxirlestrum
sínum. — Nú flytur hann í Hafn-
arfirði þrjá fyrirlestra um við-
reisn íslendinga.
Um bankamál flutti Bjöm
Kristjánsson alþm. fyrirlestur í
Verslunarmannafjelagi Reykja-
víkur 12. þ. m. Var það fróðlegt
erindi og snerist gegn áliti
meiri hluta bankamálanefndar-
innar. Vill ræðumaður stofna
sjerstakan banka, sem fái seðla-
útgáfurjettinn, en ekki láta veita
Landsbankanum hann, og hefur
minni hluti bankamálanefndar-
innar á þingi, Ben. Sveinsson,
tekið þá stefnu.
Vínsmyglunarskipið þýska, sem
getið var um í síðasta blaði, hef-
ur nú verið gert upptækt ásamt
farmi þess og hvoratveggja dæmt
eign ríkissjóðs. Skipið heitir Sieg-
fried og er gamall togari, lítill. Is-
lendingurinn, sem var á skipinu og
átti nokkuð af farminum, heitir
Jón Jónsson og er hjeðan úr bæn-
um, hefur áður verið bryti á Esju.
Hann var dæmdur í tveggja mán-
aða fangelsi og 3000 kr. sekt,
þrír af þjóðverjunum, Schekat,
Becher og Michelsen, voru dæmdir
hver um sig í tveggja mánaða
fangelsi og 2000 kr. sekt, — Máls-
kostnað greiði þeir allir fjórir í
sameiningu.
Lausn frá prestskap hefur sjera
Halldór Bjamarson í Presthólum
nýlega fengið. Hann er nú kom-
inn á áttræðisaldur og hefur ver-
ið veikur um hríð. En þjónað hef-
ur hann fram til þessa einu af
erfiðustu prestaköllum landsins.
Hann hefur verið fjörmaður,
heilsuhraustur og lítt látið á sjá
með aldrinum. Merkismaður hef-
ur hann verið á margan hátt,
dugnaðarmaður mesti og búmað-
ur góður, ör á fje við vini sína og
vandamenn og höfðingi heim að
sækja. Hann er og vitur maður
og vel að sjer, hefur t. d. kynst
enskum bókmentum miklu meira
en títt er um embættismenn hjer
á landi. Málaþjark það, sem hann
hefur stundum staðið í og mikið
hefur verið um talað, er í raun
og vera ékki vert þeirrar athygli,
sem það hefur vakið. Upprani
þess mun vera það, að hann hafi
viljað halda fast á jarðeignum
kirkjunnar og ekki láta hlut sinn
fyrir neinum.
Til Rússlands eru þeir nýlega
farnir Björn Ólafsson kaupm. og
Hendrik Ottósson lögfræðingur til
þess að kynna sjer þar markaðs-
horfur fyrir síld._______________
Prentsmiðjan Acta.
Læknirinn var henni sammála. Hann gekk að rúmi Fan-
tinu. „Lítið þjer á, þá get jeg boðið anganum litla góðan
daginn, þegar hún vafcnar, og á nóttunni, þegar jeg get
ekki sofið, get jeg hlustað á hana sofa. það hefir góð
áhrif á mig, að hlusta á hana draga andann jafnt og kyr-
látlega“. — „Rjettið þjer mjer hendina", sagði læknirinn.
Hún rjetti honum hana og sagði hlæjandi:„Já, það er rjett
þjer vitið ekki að mjer er batnað. Cosetta kemur á morg-
un“. Lækmrinn varð forviða. Henni leið miklu betur.
þyngslin vora minni, æðaslögin voru örari. það var eins
og lífsaflið hefði alt í einu vaknað í þessari vesalings út-
tauguðu konu. „Herra læknir“, mælti hún, „systir Sim-
plicia hefir víst sagt yður, að borgarstjórinn hafi iarið
að sækja tetrið mitt?“ Læknirinn áminti hana um að
þegja og aðra að gæta þess að hún kæmist ekki í neina
óþægilega geðshræring. Hann lagði svo fyrir að hún
skyldi fá innsprautu af hreinu kínin og sefandi drykk, ef
hitasóttin skyldi ágerast um nóttina. þegar hann var að
fara, sagði hann við systur Simpliciu: „það gengur betur.
Ef haoningj an vill haga svo til, að borgarstjórinn ikomi
með bamið á morgun, þá — hver veit? Sóttbrigðin era
oft furðuleg; það eru dæmi til þess áður að míkill fögn-
uður hefir getað umnið bug á sjúkdómi. Líffærin era
reyndar orðin mikið skemd, en til era þeir hlutir, sem við
fáum ekki skilið. það er hugsanlegt, að við getum bjarg-
að henni“.
Kluíkkan var nærri því átta um kvöldið, þegar vagn-
inn, sem við skildum við á veginum, rann inn um litla
hliðið á garði Pósthótellsins í Arras. Maðurinn, sem vjer
höfum fylgst með til þessarar stundar, fór úr vagninum,
svaraði nokkuð úti á þekju áfjáðum spuraingum vinnu-
fólksins, sendi hestinn, sem hann hafði leigt í Tinques,
aftur og fór sjálfur með þann igráa í hesthús. Síðan fór
hanm inn í knattborðsstofuna, sem var á neðsta gólfi,
settist við borð og lagðist fram á olnbogana. Hann hafði
verið fjórtán stundir á þeirri leið, er hann hjelt sig verða
sex. Hann sýndi sjálfum sjer það rjettlæti að segja, að
það hefði ekiki verið honum að kenma, en í raun og veru
tók hann það ekki sárt. Veitingakonan kom inn. Viljið
þjer fara að hátta eða viljið þjer fá kvöldverð?" Hann
hristi höfuðið. „Vinnumaðurinn segir að hesturimn yðar
sje mjög þreyttur". — „Getur hann ékki lagt af stað í
fyrramálið?“ sagði hann. — „Nei, herra, hann verður að
minsta kosti að hvíla sig í tvo daga“. — „Er póststofan
hjerna í húsinu?“ spurði hamn. — „Já, herra“. Veitinga-
konan vísaði honum inn í póststofuna. Hann spurðist
fyrr um, hvort hann gæti farið til Montreuil-sur-Mer með
póstvagninum sömu nótt. Sætið hjá ökumanninum var
autt. Hann bað um það og borgaði fyrir. „Gætið nú þess
&ð koma stundvíslega klukkan eitt, því að þá fer pcistur-
inn“, sagði póstafgreiðslumaðurinn. þegar þessu var
lokið, gekk hann út í bæinn.
Hamn var ókunnugur í Arras, götumar vora dimm-
ar, og hann gekk út í bláinn. En hann virtist hafa þrá-
kelknislega einsett sjer, að spyrjast ekki til vegar. Hann
fór yfir Crinchouána litlu og ikomst inn í völundarhús af
mjóum götum, sem hann viltist í. Borgari með ljósker
gekk fram hjá honum. Eftir að hafa hugsað sig nokkuð
um, ákvað hann að snúa sjer til hans, en fyrst leit hann
í allar áttir, eins og hann væri hræddur um, að einhver
heyrði hvað hann spyrði um. „Viljið þjer gjöra svo vel
■og segja mjer hvar ráðhúsið er, herra“, mælti hann. —
„þjer eruð víst ekki hjeðan úr bænum“, sagði maðurinn,
sem kominn var á efri ár. „Jæja, komið þjer með mjer.
jeg ætla einmitt í sömu átt, það er að segja, að amt-
mannshúsinu, því að þeir eru að gera við ráðhúsið sem
stendur. Rjettarfundir era fyrst um sinn haldnir í amt-
mannshúsinu“. — „Er sakamálarjetturinn einnig haldinn
þar? — „Já, sjáið þjer til, amtmannshúsið, sem nú er,
var biskupssetur fyrir stjómarbyltinguna. Herra de Cai-
zie, sem var biskup árið 1784, ljet reisa stóran sal. þar
er rjetturinn haldinn. Ef að þjer ætlið að vera viðstadd-
ur rjettarfund, þá er það nú í seinasta lagi. Fundunum
er oftast lokið um klukkan sex“. þegar þeir komu út á
torgið stóra, benti borgarinn honum samt sem áður á
fjóra bjarta glugga í framanverðu stóru, dökkleitu húsi.
„Nei, þjer komist nógu snemma, þjer erað svei mjer
heppnir. Sjáið þjer gluggana fjóra þarna? þar er rjettur-
inn haldinn, og afgreiðslu málanna er bersýnilega ekki
lokið. það hefir dregist fyrir þeim, svo að þeir hafa orðið
að hafa kvöldfund. Er mál á ferðinni, sem yður er eitt-
hvað ant um? Er það sakamál? Ætlið þjer að bera vitni?“
— „Jeg kom ekki vegna neins rjettarmáls", svaraði hann;
„jeig ætla einungis að tala við málfærslumann". — „þá
er öðra máli að gegna“, sagði borgarinn. „Lítið þjer á,
þarna er hliðið, herra minn, þar sem vörðurinn stendur.
þjer þurfið einungis að ganga upp stigann stóra“.
Hanni fór að ráðum borgarans, og nokkurum mínút-
ura síðar var hann staddur í sal, innan um marga menn
cg stóðu hópar af málfærslumönnum í embættisbúningi
sínum á víð og dreif og töluðu í hálfum hljóðum. þessi
stóri salur, sem var lýstur upp af einum einasta lampa,
var einn af gömlu sölum biskupshallarinnar og var nú
notaður sem biðsaiur. Vængjahurð, sem nú var læst, var
á milli þessa sals og herbergisins stóra, er rjetturinn vai'
í. það var svo dimt, að hann hikaði ekki við að yrða á
fyrsta málfærslumanninn, sem varð á vegi hans. „Hvað
eru þeir komnir langt, herra?“ spurði hann. — „því er
lokið“. — „Lokið!“ þetta orð var mælt í þeim róm, að
málfærslumaðurinn sneri sjer við. „Fyrirgefið þjer,
herra“, mælti hann, „þjer eruð ef til vill ættingi sakbom-
ings?“ — „Nei, jeg þekki engan hjer. Og ákærði var
dæmdur?“ — „Já, það var ekki umt annað að gera“. —
„I þrælkunarvinnu ?“ — ,.Já, æfilanga“. — „það hefir þá
sannast hver þetta var?“ sagði hann svo lágt, að varla
heyrðist. — „Hvað hver var?“ sagði málfærslumaðurinn.
„Málið var ósköp einfalt. Hún hafði drepið ’bamið sitt,
morðið var saniniað, en kviðdómurinn taldi það ekki hafa
verið gjört með yfirlögðu ráði, og var hún því dæmd í
æfilanga þrælkunarvinnu“. — „Nú, svo að þetta var þá